Tíminn - 18.01.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.01.1947, Blaðsíða 3
12. blað TfMirciV, laugardagiau 18. janúar 1947 3 SVO KEMUR HÉR annað bréf. Það er ekki um nauðganir hermanna, held- ur annan ófögnuð í landi okkar — ófögnuð, sem við eigum sjálfir sök- á með gáleysi okkar. Og það er ekki frá Reykjavíkurkonu, heldur karlmanni, sem nefnir sig Gamla. Þetta bréf er sem sagt um villiminka. Það hljóðar svo: „EITT ER ÞAÐ, sem mig langar til að fræðast um og því hripa ég þér nú línu, Grímur minn, þó að ég hafi takmarkaðan tima. Ég hugsa, að þú farir ekki að ljúga neinu að mér. Hvernig er það með vijliminkana á fs- landi? MÉR ER SAGT, að það muni vera orðið talsvert af þeim ófögnuði. Mað- ur, sem er kunnugur í nærsveitum Reykjavíkur, sagði mér, að minkar hefðu eyðilagt æðarvarpið í Þerney og þykir mér það engin furða, eftir því sem þessum kvikindum er borin sagan. Mér er sagt, að þegar þeir komizt i hænsnahús, bíti þeir hverja hænuna af annarri á hálsinn og leggi þær síðan í röð, þannig, að þær snúi allar eins. Þessir óþokkar myndu þvi ekki vera lengi að myrða nokkur hundruð æðarkollur, þar sem þeir kæmu í varp, eftir því sem sagt er af grimmd þeirra, lipurð og hörku. — Mér þykja þetta slæmar fréttir, en þori ekki annað en að trúa þeim. Hætt er við, að villt fuglalíf láti á sjá, þar sem villiminkur heldur sig, og er mörgum sárt um það, þó að eðli- lega skipti mestu um æðarfuglinn. Þá er líka hætt við því, að þessir náungar yrðu djarftækir til nytja- fiska í ám og vötnum, því að þeir kváðu vera bæði þolnir og slyngir á sundi. MÉR PINNST NÚ, ef svo mikil brögð eru orðin að villiminkum hér, sem margt bendir til, að gera verði ráðstafanír til að halda þeim í skefj- um, hvaða ráð sem þar væru tiltæki- legust. Ætli það mætti ekki hafa eln- hver not af dugandi veiðihundum við það? Ég held, að það gæti borgað sig að halda einn veiðimann með hunda á alþjóðarkostnað, til að sporna við þessum ófögnuði". ÉG HEFI FÁU við þetta að bæta. Það er víst ekki ofsögum sagt af því, hversu grimmur minkurinn er, og satt er það líka, að villtur minkur er víða orðin hin mesta plága. Gagngerðar ráðstafanir til þess að útrýma villi- minkl eða halda þessari plágu í skefj- um, hafa þó ekki verið gerðar. Jllns vegar eru greidd þrjátíu króna verð- laun fyrir hvert skott af villiminki, sem H. J. Hólmjárn loðdýraræktar- ráðunaut er fært í skrifstofu Skóg- ræktar ríkisins í Reykjavík. — Ég tek fúslega undir það, að brýn nauð- syn er á að gera öflugri og skipulagð- ari ráðstafanir tll útrýmingar villi- minki en enn hefir verlð gripið til. Hér er mikið í veði. Menn geta ekki ætlazt til þess af minkaskömmunum, að þeir komi allir hlaupandi inn í veizlusali Hótel Borgar til þess að láta drepa sig þar með ölflösku í ein- hverri gluggakistunni, eins og einu sinni bar við. ÉG BIRTI hér um daginn fáein dæmi um verðlagið í búöunum núna fyrir jólin. Sumir hafa kunnað mér þakkir fyrir, aðrir ekki. Það er eins og gengur — refunum þykir til dæmis sjálfsagt ekkert vænt um manninn, sem kemur að greninu, virðir fyrir aðdráttinn og hugsar þessu skaðræð- isdýri þegjandi þörfina. — Og vitan- lega eiga hér ekki allir óskipt mál. ÝMSIR HAFA GERT SÉR ÓMAK til þess að segja mér frá fleiri dæm- um um óhóflegt verðlag á tilgreind- um hlutum, og ég vona, að enginn misvirði við mig. þótt ég nefni aðeins eitt þeirra að þessu sinni. Ómak þeirra er samt sem áður ekki unnið fyrir gýg. Framtak þeirra sannfærir mig meðal annars um það, að hér hefir verið hreyft við máli, sem menn hafa fundið til, að þörf var á að ræða. Ef til vill kem ég líka fleiri dæmum um okrið á framfæri seinna meír. • ÞETTA DÆMI, sem ég ætla að nefna núna, er um bananana. Banan- ar voru á boðstólum í einstöku verzl- unum í Reykjavík fyrir jólin. En eng- inn skyldi halda, að sú vara hefði ekki verið verðlögð feimnislaust. Rösk- lega fingurlangir tittir kostuðu sjö til átta krónur. Eins og maðurinn, sem færði mér þessar fréttir, sagði — það voru ári dýr matarkaup, þótt maður kalli ekki allt ömmu sína. RÁÐLAGIÐ HJÁ BÆJARYFIR- VÖLDUNUM hefir verið dálítið til umræðu síðustu dagana. Ýmislegt smáskrítið hefir komið í ljós, en sjálf- sagt er meira í myrkrunum hulið enn- þá. Þessar umræður hafa komið tals- verðri hreyfingu á ýmsa bæjarbúa, er orðið hafa fyrir ranglæti bæjaryfir- valdanna eða komið í snertingu við stjórnleysið. Reykvískur iðnaðarmaður hefir sent mér stutt bréf um síðustu skipti sín við hitaveituna, „JÁ,“ segir hann — „ég las í gær frásögn blaðanna um umræðurnar út af bæjarreikningunum. Hann er vel launaður, þessi forstöðumaður bæjar- stofnunarinnar, sem flestar uppbæt- urnar hefir. Ætli það s* ekki álíka víðar í okkar ágæta bæjai'félagi. Eitt- hvað verður af öllu þessu sem pínt er út úr okkur skattborgurunum, því að ekki eru framkvæmdirnar að sama skapi. Og til þess að geta farið með almannafé á þdnnan hátt, leyfa bæj- arstofnanirnar sér að láta sendimenn sina ráðast inn á heimili í bænum og loka fyrir hitann í kuldaveðráttu. Ég hefi ’/ýlega orðið fyrir slíku, og það enda þótt ég hafi greitt hvern réttan reikning fyrir hita og rafmagn og annað, sem bærinn lætur í té, við fyrstu framvísun slíkra reikninga. — Ég hygg, að þeir séu fleiri, er hafa svipaða sögu að segja. Þótt menn kjósi heldur að þegja en gera hávaða út af slíku, ef þeir halda, að vel sé með féð farið, þá er hætt við að kurr komi upp, þegar það vitnast, að ráðs- mennskan er, eins og nú hefir komið á daginn." breytingar skuli fara fram á landamærum þjóða, nema með yfirlýstum vilja hlutaðeigenda. Þar er því lýst yfir, að hnefa- rétturinn skuli framvegis ekki hafa áhrif á framgang mála. Að sjálfsögðu kemur oss eigi til hugar, að stjórnarvöld Rúss- lands óski eftir nýrri styrjöld, en svo sýnist, sem undanfarnar styrjaldir hafi eigi kennt þeim þau einföldu sannindi, að sá, sem vill efla friðinn, má eigi seijast til þeira hluta, sem honum geta aðeins hlotnast í styrjöld eða við þær aðstæður, sem hljóta að leiða til styrj- aldar, Þjóðirnar verða því allar að kosta kapps um að efla eigin hagsæld, ekki með því að risa ein gegn annarri, heidur með hinu, að gera sér náttúruöflin undirgefin, með því að leysa sín eigin vandamál með festu og réttsýni, og leggja slíkt hið sama til úrlausnar alþjóðavandamál- um. Leiðin að þessu marki er að auka gagnkvæm kynni og skiln- ing meðal þjóðanna, og kom- um vér þá að þvi atriði, sem veldur oss Bretum, og ég held einnig öðrum þjóðum, mestum áhyggjum gagnvart Sovét-Rúss- landi, en það eru hindranir þær, sem eru fyrir því„ að vér getum átt gagnkvæm kynni við rússnesku þjóðina. Vér vitum, að vegna ritskoðunar og þröng- skorðaðs útvarps eru Rússum daglega sagðir þeir hlutir frá umheiminum, sem eru fjarri öll- um sanni, en þesar missagnir eru engin tök að leiðrétta. Það er vísasti vegurinn til styrjaldar og mesta tjón, sem stjórnarvöld eins lands geta gert sinni eigin þjóð og jafn- framt öllum heiminum, þegar þau reisa múrvegg vanþekk- ingar á milli síns heimalands og umheimsins. Þegar stjórnarvöld Rússlands hverfa frá þessari villu sinni, þá birtir svo yfir i alþjóðamálum, að mannkynið i fyrsta sinni eygir mark hins varanlega friðar. ALICE T. HOBART: Y ang og yln rólegastur, „Smith er ekki kominn ennþá. Treystir þú mér?“ Díana opnaði augun og horfði beint framan í hann. „Betur en nokkrum öðrum,“ sagði hún brosandi. Svo þyrmdi yfir hana á ný. Peter beit á vörina. Hann var læknir — einn hinn bezti skurð- læknir á sínu sviði. Nú þurfti hann að inna af höndum fæðingar- hjálp — ákaflega létt og vandalítið verk. En hann þurfti aðstoðar við. Hann ákvað að senda Wang Ma eftir Stellu. Hann varð að fá betra ljós, og það var ekki til riema í sjúkrahúsinu. Hann skipaði tíyraverðinum að sækja tvo burðarkarla og sjúkrakörfu. Það var liðið fram að miðnætti — hvergi sást ljós í glugga. Svo var dimmt í garðinum, að varla sáust handaskil. Ljósker dyra- varðarins varpaði daufri glætu yfir næstu fótmálin. Tveir kín- verskir burðarkarlar siluðust áfi'am með fléttaða dýnu á milli sín — það voru sjúkrabörurnar. Peter gekk við hliðina á dýnunni og hélt í hönd konu sinnar. Wang Ma rak lestina. „Gætilega,“ hrópaði Peter, þegar komið var að sjúkrahúströpp- unum. „Rólegur, I Sheng'. Hina sjúku konu mun ekki saka,“ svaraði annar burðarkarlinn, virðulega, en þó vingjarnlega. Stella var þegar komin inn í handlækningastofuna. Þess sáust engin merki, að henni væri brugðið. Hvert handtak hennar var jafn öruggt og ætið fyrr. Það var kveikt á stóra olíulampanum. Hann hékk beint yfir skurðarborðinu, og hvít og skær birtan frá honum flæddi yfir hinn þreklega, þjáða líkama Díönu. Peter einbeitti vilja sínum. Þessi kona, sem þarna lá, var aðeins kona, sem þjáðist og þarfn- aðist læknishjálpar. Það var afstaðið. Díönu var borgið, og barninu var líka borgið. Honum fannst það hreint og beint kraftaverk eftir á. Hann fékk Wang Ma barnið til umsjár. „Barn Wang Ma,“ tautaði gamla konan. Peter hjálpaði Stellu til þess að búa út rúm í skurðarstofunni. Hann þorði ekki að flytja Díönu heim að svo búnu, og aðrir hlutar sj úkrahússins voru ekki upphitaðir. Hún var enn meðvitundar- laus, þegar þau lögðu hana í þetta nýja rúm. Hann stóð kyrr um stund og virti fyrir sér andlit konu sinnar. En þá var eins og honum sortnaði fyrir augum. Hann þreif um axlir Stellu, grúfði sig við brjóst hennar — og grét eins og barn. En þetta var ekki nema snöggvast. Hann rétti úr sér — hann var læknirinn, Díana sjúklingur hans. Hann ræskti sig, reyndi að gera rödd sýna eins hressilega og hann gat. „Hún þarf styrkjandi lyf — viltu sækja það?“ sagði hann við Stellu. Stella flýtti sér fram fyrir og lokaði eftir sér dyrunum. Hún nam staðar, áður en hún opnaði lyfjabúrið, hallaði sér stundar- korn upp að þilinu og engdist sundur og saman. Svo lauk hún erindi sínu. XXIII. ÞESSI atburður varð upphaf mikilla breytinga. Dlana hafði ekki aðeins gefið barni lif, heldur einnig hinni nýju sjúkra- húsbyggingu, sem hingað til hafði verið auð og tóm. Fyrsti sjúklingurinn kom fáum dögum eftir að hún var flutt heim. Það var snemma morguns. Peter var i þann veginn aö fara inn 1 sjúkrahúsið. Bakdyrunum var hrundið upp um leið og hann gekk framhjá þeim. Ting Ta Shíh Fú, matsveinn Bergers, birtist í gættinni. Hann stundi af kvölum og kipraði sig saman, svo að hin siða svunta hans nam við jörð. „I Sheng, ég er sjúkur, Ég vil neyta hinna máttugu lyfja þinna!“ Matsveinninn studdi báðum höndum á kviðinn, eins og hann væri að missa út úr sér innyflin. „Setztu þarna.“ Peter laut yfir hann og athugaði hann lauslega. Maðurinn var kviðslitinn. Þær umbúðir, sem honum höfðu verið veittar, voru lítils virði. „Ting Ta Shí Fú,“ sagði Peter. „Ég get bjargað þér, en hér stoða tkki lyf. Ég verð að skera þennan sjúkdóm brott.“ „Ai,“ svaraði maðurinn, „þá verð ég að leita ráða hjá móður minni. Vill I Sheng spyrja húbónda minn, hvort ég megi yíirgefa hús hans, svo að ég geti farið til borgar móður minnar?“ „Ta Shí Fú,“ sagði Peter. „Þú getur ekki farið heim til móður þinnar. Þú deyrð strax í nótt, ef þú lætur mig ekki lækna þig tafarlaust.“ Ting þagði. Sonarskyldan bauð honum að leita úrskurðar móður sinnar, og þótt hann kveldist óstjórnlega og sæi dauðann nálgast, gat hann ekki vikizt undan þeirri skyldu. Það var óguðlegt að láta skera líkama sinn, og ef hann dæi, myndi hann koma lemstraður til forfeðra sinna. Svo áhættu.r|ima ákvörðun gat enginn tekið að ættmóðurinni forspurðri, því að hann gat leitt ógæfu yfir alla ætt sina. „Þetta er stutt ferð,“ sagði hann. „Ég get verið kominn aftur til I Sheng þegar í fyrramálið.“ „Þú lifir ekki nóttina af. Þú átt aðeins örfáar stundir ólifaðar, Ta Shí Fú. Þiggðu hjálp mína og lifðu,“ sagði Peter. „Það stendur ekki í mínu valdi . ...“ Allt í einu datt Peter ráð í hug: „í fjarveru móður þinnar ber þér að hlíta forsjá húsbónda. þíns. Það er brot á sonarlegri skyldu að deyja að þarflausu.“ Þetta hugleiddi Ting lengi. Svo rétti hann eins vel úr sér og hann þoldi og sagði með virðulegu látbragði: „Ai, hann er hús- bóndi minn. Ég geri það, sem hann býður.“ Peter áttaði sig ekki strax á því, að hann hafði unnið sigur. En hálfri stundu siðar var hann að hefja fyrstu skurðaðgerðina, sem hann framkvæmdi í Kína. Vinnumaður Bergers, náinn vinur Ting Ta Shi Fús, stóð óttasleginn úti i horni i stofunni, og sjálfur Berger var einnig viðstaddur til þess að sýna þjónum sínum, hve mikils hann mæti þennan atburð. En þegar Peter hóf aðgerðina, gleymdi hann öllu öðru — það var eins og annað væri ekki til í öllum heiminum en þessi laskaði KRAFTTALÍUR fyrirliggjandi í eftirfarandi stærðum: Fyrir 1 yz tonn -2 3 - 5 Samband ísl. samvinnufélaga Olíudrifin bátaspil Höfum möguleika á að útvega olíudrifin línuspil, akkeris- og lestaspil af þaulreyndri gerð, þar af nokkur línuspil með stuttum fyrirvara. Landssmiðjan. r-— -----■----——■— —~------^~ ibúðarhús og gróðurhús í Hveragerði á stórri, girtri og ræktaðri lóð með hitaréttindum, er til sölu. Upplýsingar snertandi söluna gefur FRIÐSTEINN JÓNSON, Ljósvallagötu 14, Reykjavík, simi 2423. SJOTUGIíR: Finnur Finnsson á Hvilft í Onundarfirði. Nýlega varð Finnur bóndi Finnsson á Hvilft í Önundar- firði sjötugur. Finnur er 'fæddur 29. des- ember 1876. Hann er sonur hjónanna Finns Magnússonar og Sigríðar Þórarinsdóttur, en þau bjuggu þá á Hvilft. Finnur var sonur Magnúnsar Einars- sonar á Hvilft, bróður þeirra Torfa á Kleifum og Ásgeirs í Kollafjarðarnesi og síðar á Þing eyrum. Magnús var tviburi við Ásgeir. Bendir margt til þess, að Magnús hafi verið líkur bræðrum sínum, en þeir voru í fremstu röð bænda þeirra, er sátu á alþingi fyrstu áratugina eftir endurreisn þess. Kona Magnúsar Einarssonar hét Ragnheiður Finnsdóttir. Hún bjó lengi á Hvilft með miklum myndarskap, eftir að Magnúsar missti við. Var garð- yrkjan á Hvilft t. d. langt á undan því er almennt gerðist. Finnur Finnsson missti föður sinn ungur. Varð hann því snemma að taka sinn hlut af erfiðleikum lífsbaráttunnar, og það jafnvel í ríkari mæli en þá var títt um unglinga. Mætti vel segja af því laglega sögu og merkilega. Árið 1904 fór Finnur til Ame- ríku og var þar í 5 ár. Vann hann þar ýmsa vinnu, bæði við landbúnað og veiðiskap í vötn- um. En hann gleymdi ekki landi sínu og kom heim aftur 1909. Það var fleira en landið, sem Finnur mundi meðan hann var vestan hafs, og dró hann heim aftur. Þegar eftir heimkomuna giftist hann æskuvinstúlku sinni, Guðlaugu Sveinsdóttur frá Hvilft. Hún er dóttir Sveins skipstjóra Rósinkranzsonar og Sigríðar Sveinbjörnsdóttur í Skáleyjum. Guðlaug er hin mesta dugnaðarkona. Þau hjón hafa búið allan sinn búskap á Hvilft og eignast 11 börn. Eru 10 þeirra á lfi og hafa öll stundað meira eða minna skólanám. Það er mikið starf, sem þau Hvilftarhjónin hafa unnið, að koma börnum*sínum til manns, jafnframt því sem jörðiri var byggð upp og unnið að ræktun við erfið skilyrði. En þau eru traustir stofnar af seigum rót- um runnin. Finnur á Hvilft hefir aldrei sökkt sér niður í lífsbaráttuna heima fyrir, þótt hörð væri, svo að hann sæi ekki út yfir hana. Hann hefir jafnan verið maður til að sinna félagsmálum. Hann hefir löngum verið í hrepps- nefnd, stjórn Kaupfélags Ön- firðinga, formaður Búnaðarfé- lagsins og svo frv., enda er maðurinn greindur í bezta lagi og gengur heill að hverju máli, ötull og einlægur. Finnur gerðist ungur templari (Framhald á 4. síöu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.