Tíminn - 22.01.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEPANDI:
FRAMSÓKNARPLOKKURINN
Símar 2353 og 4373 1
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
RITST JÓRASKRIPSTOPUR:
EDDUHÚ3I. Lindargötu 9 A
Símar 2353 og 4373 )
APGREIÐSLA, INNHEIMTA >
OG AUGLÝSINGASKRIPSTOPA: \
EDDUHÚSI, Llndargötu 9A \
Síml 2323
31. árg.
TÍMINN. miðvikudaginn 22. jan. 1947
14. blnffi
ERLENT YFIRLIT:
Styrjaldarótti Rússa
Frásögn ameríska blaöaniannsins JOHN FISCHER
Kunnur amerískur blaðamaður, John Fischer, er nýlega kominn
heim úr nokkurra mánaða ferðalagi um Sovétríkin. Eftir heim-
komuna birti hann alllagna ritgerð um kynningu sína af rússnesku
þjóðinni. Sænska blaðið ,;Dagens Nyheter" birti nýlega útdrátt úr
ritgerð þessari og fer aðalefni hans hér á eftir:
Vaxandi áhugi bænda á hinum nýju aðferðum
um sæðingu búfjár
;¦ Þeir varbveita gömlu húsin
|jp^iipii!j)i.pu^ , '¦-¦¦M
„Svarta verzhmin"
í Þýzkaíandi
Þrátt fyrir ítrasta aðhald
hernámsyfirvaldanna í Þýzka-
landi virðist „svarta verzlunin"
stöðugt færast þar í vöxt. Veld-
ur því fyrst og fremst aukinn
skortur á flestum vörum. Fyrr
var aðalverzlunin þar svokölluð
skiptiverzlun, þ. e. búðirnar
tóku á móti ýmsum gömlum
munum og létu aðra í staðinn,
er menn notuðu til jólagjafa.
Hér á myndinni sjást amer-
ískir hermenn vera að hand-
sama Þjóðverja, er gert hefir
sig sekan um „svarta verzlun".
ERLENDAR FRÉTTIR
Brezka þingið korii saman til
fundar í gær eftir jólaleyfið.
'Meðal þeirra stórmála, sem
stjórnin'hyggst að fá samþykkt
að þessu sinni, eru frumvarp um
þjóðnýtirígu samgöngutækja,
frv. um þjóðnýtingu raforkuvera
og frv. um eignarnám lands-
svæða, sem eru rányrkt eða
ónotuð.
Gasperi, forsætisráðherra
ítaliu hefir beðizt lausnar fyrir
allt ráðuney tið í tílefni af lausn-
arbeiðni Nennis utanríkismála-
ráðherra. Sennilega verður
Gasperi falin stjórnarmyndun
aftur.
Kæra Breta á hendur Albön-
um hefir verið tekin á dagskrá
öryggisráðsins.
Brezka stjórnin hefir birt
„hvíta bók," þar sem skorað. er
á þjóðina að auka framleiðsl-
úna, því að ella verði ekki hægt
að bæta lifskjörin. Stjórnin ætl-
ar að láta hefja áróður fyrir
bættum vinnubrögðum og aukrí-
um vinnuafköstum á öllum
stærri vinnustöðvum í landinu.
í Varsjá er tilkynnt, að 23
menn hafi látiö lífið í óeirðum,
,sem urðu í sambandi við kosn-
ingarnar á sunnudaginn. Er-
lendir fréttaritarar segja, að
kosningarnar hafi yfirleitt ekki
verið leynilegar, t. d. hafi óvíða
verið neinir kjörklefar. Seinustu
kosningatölur segja, að stjórn-
arflokkarnir hafi fengið 383
þingsæti, bændaflokkurinn 27
aðrir flokkar 21, en óvíst er enn
um 13 þingsæti.
Herriot, hinn aldni foringi
Radikal-flokksins, hefir verið
kjörinn forseti franska þingsins
með samhljóða atkvæðum.
X Fischer byrjar með svipaðri
játningu ög enski blaðamaður-
inn Paul Winterton, sem nýlega
hefir skrifað bók um Sovétríkin,
að erfitt sé að kynnast mönnum
og málefnum þar, svo að gagni
sé. Rússar virðast mjög tor-
tryggnir í garð útlendinga. Þó
segist hann hafa fengið að fara
nokkurn veginn frjáls ferða
sinna. Hann hafðí með sér leið-
sögumann, er kunni, rússnesku,
og komst hann því í nánari
kynni við almenning-en ella.
Það er • mikið deiluefni utan
Rússlands, segir Fischer, hvort
markmiðið með yfirgangssemi
Rússa í nágrannalöndum þeirra
sé að tryggja öryggi Sovétrikj-
anna eða hvort hér sé um
grímuklædda heimsveldisstefnu
að ræða. Þessu er erfitt að svara,
en það er víst, að rússnesku
valdhafarnir eru sannfærðir um,
að önnur stórveldi séu þeim
fjandsamleg og þeir geti átt það-
an von á flestu illu. Þessi tor-
tryggni ræður áreiðanlega miklu
um utanríkismálastefnu þeirra.
Það er margt, sem veldur þess-
ari tortryggni rússnesku vald-
hafanna. Þeir minriast enn ^þess
fjandskapar, sem mætti þeim
hvarvetna fyrstu áratugina eftir
byltinguna. Hin pólitíska trú-
fræði þeirra kennir þeim, að
kreppur séu óhjákvæmileg fyr-
irbrigði í auðvaldsríkjunum og
þær leiði jafnan til styrjalda,
eins og reyndin hafi orðið 1914
og 1939. Við þetta bættist svo
ótti sem er byggður á sögulegum
og landfræðilegum astæðum.
Rússnesku slétturnar eru opnar
fyrir innrás. Síðan Slavar sett-
ust þar að, hafa þeir orðið fyrir
innrásum Mongóla, Tyrkja, Pól-
verja, Svía og þjóðverja. Saga
Rússa er að miklu leyti saga um
innrásir erlendra þjóða, er hafa
ágirnzt land þeirra. Seinustu 150
árin hafai verið gerðar ekki færri
en 14 innrásir í Rússland. End-
urminningarnar um þær hörm-
ungar, sem af þessu hafa hlot-
izt, lifa i hugum Rússa og gera
þá tortryggnari og stríðsótta
þeirra meiri en þær þjóðir, sem
eru slikum ógnum óvanar, geta
gert sér í hugarlund.
Það getur einnig verið, segir
Fischer, tað rússnesku valdhaf-
arnir noti stríðsóttann til að fá
almenning til að leggja harðara
að sér við endurreisnina. Endur-
reisnarstarfið er gífurlegt og al-
menningur verður enn að búa
við sult og seyru. Hann er fúsari
til að þola þröngan kost, ef
honum er sagt, að það sé nauð-
synlegt vegna varna landsins.
Fischer tejur þetta þó ekki
nema aukaástæðu. Aðalástæðan
sé törtryggni valdháfanna 'í
garð annarra ríkja. Hún ráði
mestu um utanríkismálástefnu
og vígbúnað Sovétríkjanna.-
Fischer telur hins vegar ólíklegt,
að Stalín eða aðrir leiðtogar
Sovétríkjanna áski styrjaldar.
Hann telur það vænlegast fyrir
heimsfriðinn, ef hægt verði að
uppræta þessa tortryggni Rússa.
Hann gerir sér ekki vonir um,
að það muni takast á skömmum
tíma, því að til þess standi hún
of djúpum rótum. Einna áhrifa-
mest myndi það reynast í þeim
efnum, ef auðvaldsríkin gætu
afstýrt hjá sér kreppurn á kom-
andi árum, því að valdhafar
Rússa telja þær líklegri stríðs-
uppsprettu en nokkuð annað.
AUar menningarþjóðir leggja rækt við sögu sína og minjar um lif og hætti
horfinna kynslóða. Hér á landi hefir talsvert verið talað um byggðasöfn,
en lítið orðið úr framkvæmdum enn sem komið er, og getur þó varla
vanzalaust talizt. Við gortum oft af því, að við séum söguþjóð ein hin
mesta — en höldum þó að okkur höndum í þessu efni. — Myndin hér að
ofan er frá danska byggðasafninu Sorgenfri. Þetta er gamall húsmanns-
bústaður frá Tagense á Lálandi, er var nú nýlega fluttur í þetta byggða-
safn.
Sæðingarstöðin í Eyjafirði gefst vel
Sæðing sauðf jár enn erfioleikum bundin vegna
þess, hve flytfa l»arf sæoið langar leiðir
Eins og alkunnugt er hafa undanfarin misseri verðið gerðar
allmiklar tilraunir hér á landi um frjóvgun búfjár — eða sæðingu,
eins og sú aðferð er nú tíðast nefnd í ritmáli. Hefir H jörtur Eldjárn
stjórnað þessu tilraunastarfi. Réðist hann í því skyni til Búnaðar-
félags íslands, er hann kom heim frá háskólanámi Skotlandi árið
1945, og síðan í fyrravor hefir hann stjórnað sæðingarstöðinni að
Grísabóli við Akureyri, er rekin er á vegum Sambands nautgripa-
ræktarfélaga í Eyjafirði, en var komið upp fyrir fé frá Kaupfélagl
Eyfirðinga og Mjólkursamlaginu og með styrk úr sýslusjóði —
Aðstoðarmaður Hjartar við sæðingarstöðina er Jónmundur Sóp-
Lóníasson, búfræðingur frá Hóli í Svarfaðardal.
Hraðfrystihúsaeigendur kaupa
vandaö kæliskip til míEii-
landasiglinga ,
Líklegt til þess að bæta aðstöou hinna
smærri hafna
Eftir næstu mánaðamót er væntanlegt til landsins stórt og
vandað fiskfiutningaskip, sem búið er öllum nýtízku kælitækjum.
Er það skipið Jökull, sem Jöklar h. f. hefir Iátið byggja í Svíþjóð.
En fyrirtæki þetta er systurfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna. Þetta nýja skip hljóp af stokkunum síðastliðið haust,
og er nú alveg í þann veginn að verða fullbúið til afhendingar.
Hefir tíðindamaður blaðsins snúið sér til Sölumiðstöðvarinnar
og fengið þar upplýsingar um hið nýja fyrirtæki og skip þess.
Hlutafélagið Jöklar var stofn-
að seint á árinu 1945 af flest-
öllum meðlimum Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna, sem 55
hraðfrystihús víðsvegar á land-
inu eiga hlut að. Tilgangur
félagsins er að greiða fyrir
flutningum á afurðum hrað-
Herpinótaveiðar
byrjaöar
í Kollafirði
Nót Andvara rifnar í
2000 mála kasti
I fyrrakvöld var í fyrsta
sinn gerð tilraun til síldveiða
meí herpinót í Kfollafirði og
með allgóðum árangri. Var,
það báturinn Viktoría frá!
Reykjavík, sem fyrstur reyndi
þessa aðferð.
Var kastað einu sinni og
fengust 300 mál í nótina í þessu
eina kasti, sem telja má gott
kast. Þá um kvöldið vannst ekki
timi til að kasta aftur, vegna
þess, að veður tók að spillast
í gærmorgun fór svo bátur-
inn Andvari, sem líka er frá
Reykjavík, upp i Kollafjörð með
(Framháld á 4. siðu)
frystihúsanna á milli landá og
þá jafnframt að annast flutn-
inga til landsins. Hlutafé hins
nýja félags er -hálf milljón kr.
Einar Sigurðsson er formaðuv
félagsstjórnarinnar, en fram-
kvæmdastjóri hins nýja fyrir-
tækis mun enn ekki hafa verið
ráðinn.
Félagið ákvað brátt að kaupa
skip til að annast flutninga.
Smíði skipsins Jökull var hafin
um haustið 1945 og átti það að
vera tilbúið til afhendingar fyrir
löngu siðan. Hefir afhendingu
þess seinkað mikið, einkum
vegna skorts á ýmsum vélum, er
þurfti til skipsins. Er um þessar
mundir verið að ganga frá nið-
ursetningu kælivéla i skipið.
Fullkomið skip.
Kæliútbúnaður hins nýja
skips á að vera mjög fullkominn.
Er hann frá nýju fyrirtæki í
þessari grein, Stáls í Svíþjóð, og
er Jökull fyrsta skipið, sem það
lætur í frystivélar. Jökull er því
að nokkru leyti auglýsingaskip
þessa fyrirtækis, sem af þeim
sökum hefir vandað alveg sér-
staklega til þessara fyrstu kæli-
véla sinna. Þetta nýja kæljvéla-
fyrirtæki er eign A.S.E.A., sem
er þekkt vélafyrirtæki í Svíþjóð,
einkum i túrbinusmiði, og voru
túrbinurnar í Sogsstöðina t. d.
frá því fyrirtæki.
Jökull verður 1100 brúttolestir
að stærð og mun bera um 800
lestir af frystum fiski. Það er
búið tveimur 90 hestafla diesel-
vélum og einni 10 hestafla að-
(Framhald á 4. sföu)
Hér er um sað ræða merka og
þýðingarmikla nýjung, sem ef
til vill á eftir að valda breyting-
um í búfjárrækt okkar og kyn-
bótastarfsemi. Má því ætla, að
marga fýsi að vita um þann
árangur, er þegar hefir fengizt
af sæðingu búfjár hér á landi.
600 kýr s'æddar síðastliðið ár.
Sæðingarstöðin að Grísabóli
tók til starfa um miðjan maí-
mánuð 1946. Voru á síðara helm-
ingi þessa árs sæddar 460 kýr.
Náðist af þessu eins góður á-
rangur og menn gátu framast
gert sér vonir um á fyrsta starfs-
ári slíkrar tilraunastofnunar, og
er áhugi eyfirzkra bænda fyrir
þessu vaxandi.
Vakandi áhugi
í öðrum héruðum.
Þá er einnig að vakna áhugi
fyrir því í öðrum nautgriparækt-
arhéruðum að koma upp sams
konar sæðingarstöðvum þar,
þegar hæfileg reynsla er fengin
í Eyjafirði, svo að dýr og góð
kynbótanaut geti komið að betri
og meiri notum heldur en unnt
er með því að halda hverri kú
undir þau að gömlum hætti.
En til þess að greiða fyrir
samtökum búfjáreigenda um
stofnun og rekstur sæðinga-
stöðva, þyrfti að setja nauðsyn-
leg ákvæði í búfjárræktarlögin
og veita bændum eðlilegan
stuðning til slíkra nýmæla.
Þeir sögðu frá því,
sém öðruvísi var
Sú frétt hefir borizt hingað
eftir blöðum í Stokkhólmi, 'að
sænska stjórnin hafi á sínum
tíma varað „nýsköpunarstjórn-
ina" við því að veita Banda-
rikjamönnum herstöðvar hér á
landi. Um þetta hefir almenn-
ingur hér á landi þó ekkert
heyrt fyrr. Má svo sem segja, að
þetta sé ekki í fyrsta skipti, sem
mikilvæg tíðindi, er fyrst og
fremst varða íslenzku þjóðina,
berast hingað einhverns staðar
utan úr heimi. Vera kann, að
það stafi af nærgætni við fá-
vísan almúgan.
Sams konar orðsending frá
Bretlandsstjórn, er þó gekk í
aðra átt, var hins vegar ræki-
lega birt alþjóð.
Eftir því, sem Tíminn hefir
komizt næst, mun þessi orðsend-
ing frá sænsku stjórninni, er nú
er fyrst að vitnast í sambandi
við ósk Rússa um herstöðvar á
Svalbarða, hafa borizt hingað
haustið 1945.
Fyrstu tilraunir
um sæðingu sauðf jár.
Sæðing sauðfjár hefir verið
lítillega reynd hér á landi fyrr
á árum, að minnsta kosti við
bændaskólann á Hvanneyri í
skólastjóratið Halldórs heitins
Vilhjálmssonar. En með nýtízku-
aðferðum og til nokkurra muna
hefif þetta ekki verið gert fyrr
en nú á síðustu árum, að Guð-
mundur Gíslason læknir hóf til-
raunir í þessu efni.
Árangurinn af sæðingu
sauðfjár í fyrra.
í fyrravetur fékk Hjörtur Eld-
járn sex sæðissendingar frá
Skotlandi. Voru þær notaðar til
sæðingar á rösklega 600 ám í
Borgarfirði og Árnessýslu, og
framkvæmdi Sigurður Eyjólfs-
son frá Fiskilæk þá sæðingu að
nokkru leyti. Fæddust í vor sem
leið tæplega 90 kynblendings-
lömb, flest í Borgarfirði. Voru
þau öll sett á. Eru þau á ýmsum
bæjum í Borgarfirði, flest á til-
raunabúinu að Hesti.
Skozku hrútarnir í Gróttu.
í októbermánuði í haust fór
Hjörtur Eldjárn til Bretlands að
(Framháld á 4. síöu)
Svalbarðamálið rætt
*¦ C1 *\ ' *\
i Svipjoo
Morgon-Tidningen,' málgagn
sænsku ríkisstjór-narinnar, segir
í forustugrein um Svalbarða-
málið:
— Endurskoðun samningsins
frá 1920 getur auðvitað ekki
farið fram úr samvinnu hinna
ýmsu aðilja, sem stóðu að hon-
um, að undanskildum fulltrúum
hinna sigruðu þjóða, sem sjálf-
sagt verða að láta af hendi við
friðarsamningana allan rétt til
þess að taka þátt í slíkum samn-
ingagerðum.
Það eitt er sanngjarnt, að öll
vandamál varðandi herstöðvar
á yfirráðasvæðum annarra þjóða
verði tekin til umræðu innan
hinna nyju alþjóðasamtaka.
Öryggisráðið verður fyrr eða
seinna að taka til meðferðar,
hvaða form hinum hernaðarlegu
skyldum meðlimanna verður
fengið, eí til árásarstríðs kynní
að koma. Undir þetta heyrir
Svalbarðamálið, svo og önnur
herstöðvamál, til dæmis varð-
andi ísland og Grænland. Þegar
Norðmenn og Russar ræddu
þetta mál í byrjun ársins 1945
voru samtök hinna sameinuðu
þjóða ekki enn komin á legg, svo
að viðhorfið hefir stórlega
breytzt.