Tíminn - 22.01.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.01.1947, Blaðsíða 3
14. blað TfMliViV. miðvikuclaainn 32. Jan. 1947 3 verzlunarmaður. Var hans eink- um getið fyrir hvað hann var umburðarlyndur við þá, sem minna máttu sín um kaupgetu. Verzlun þessa lagði hann niður um líkt leiti og hann hætti aö hafa kúabú. Samtímis því sem Eyjólfur bjó að nýbýli sínu hafði hann afnot af ábúðarjörð sinni Bygggarði, sem hann og hafði tii dauðadags. Það var í byrjun styrjaldar- innar sem Eyjólfur gerðist fast- ur starfsmaður hjá skömmtun- arskrifstofu ríkisins og vann þar af dyggð og trúmennsku unz hann sökum heilsubrests varð að láta af störfum fyrir nærfellt tveimur árum. Eyjólfur átti sæti í hreppsnefnd Seltjarnarnes- hrepps um ára bil og gengdi þeim störfunr'sem öðrum af ó- hlutdrægni og áhuga, Snemma gekk Eyjólfur í Framsóknarflokkinn og vann honum af alhug. Hann var mjög einarður flokksmaður og fylgdi málstað flokks síns fram með djörfung en hispursleysi. Hann unni mjög hreinlyndi og mat fremur öðru drenglyndi og djörfung í þjóðmálum. Ungur gekk hann í reglu góð- templara og vann þar sem ann- ars staðar að útrýmingu á- fengra drykkja með mikilli at- órku og lagði fram mikið starf í þágu Reglunnar enda neytti hann sjálfur aldrei tóbaks eða áfengis um ævina. Þann 29. júní 1926 gekk Eyjólfur að eiga eftir- lifandi konu sína, frú Ástu Helgadóttur verkamanns á Akranesi og síðar í Reykjavík Guöbrandssonar bónda að Klafastöðum í Skilmannahreppi í Borgarfjarðarsýslu. Unnust þau hjónin, Eyjólfur og Ásta, hugástum svo að til sérstakrar fyrirmyndar var. — Þeim hjónum varð fimm barna auðið og eru fjögur þeirra upp- komin en eitt innan við ferm- ingu. Eins og áður er getið, voru samvistir þeirra hjóna með miklum ágætum, enda sýndi það sig bezt í framkomu henn- ar í hinum þungbæru veikind- um manns hennar um nálega tveggja ára skeið, og sem að lokum drógu hann til dauða. Þar komu fram manngæzka hennar og hugprýði, ýtrasta nærgætni og hetjuhugur, sem raunar einkenna öll störf henn- ar í þágu heimilis síns, enda áttu þau hjón mjög indælt heimili og var öll sambúð þeirra hin hamingjusamlegasta. Eyjólfur Kolbeins var ávo þekktur að ég ætla ekki að reyna til að fara að gera hon- um frekari skil en þetta. Þó skal þess getið, að hann er kom- inn af þróttmiklu og dugandi drengskaparfólki sem reyndar er eins konar höfuðeinkenni á öllu ættfólki hans í báðar ættir svo langt sem ég þekki til, fólk sem alls staðar sómir sér hvar sem það er statt í .mannfélags- stiganum. Þetta eru allt kostir sem taldir eru, en það voru ekki höfuðkostir hans, heldur hitt að maðurinn var óvenjulega vel steyptur í upphafi. Hann hafði í sér fólgna þá höfuðkosti sem jafnan prýða hvern góðan mann. Hann var allra manna áreiðanlegastur til orða og verka, hann var dulur í skapi, laus við mælgi, prúður í fram- komu orðvar og umtalsgóður. Hann var óvenjulega greiðugur maður og hjálpfús við þá, sem til hans leituðu. Hann hafði því á umliðnum árum aflað sér mikilla og óvenjulegra vin- sælda einkum á meðal þeirra, sem minna máttu sín í þjóðfé- laginu. Þetta er orðstír göfugra manna sem aldrei deyr. Við hinir mörgu vinir Eyjólfs vitum að hann er einn í hópi þeirra mörgu ósviknu dugnað- ar- og afreksmanna sem ís- lenzka þjóðin á. og hefir átt. Hann -^ar mikill mannkosta maður og drengur góður, kunn- ur að dugnaði, ósérhlífni, þreki og manndómi við öll hin marg- víslegu störf sín. Hann var frá- bærlega glaðvær maður en þó um leið alvörugefinn og sann- ur trúmaður, sem var sann- færður um, að drottinn er allt- af í nálægð og gott er að eiga hann að einkavini í sérhverri þraut: Kona hans, börn og systkin, sem nú hafa misst hinn trausta og dáðríka ástvin sinn, munu vilja taka þessum missi sínum með rósemi og trúar- trausti, og biöja þess guð vors lands, að hann sé þeim og nán- ustu ástvinum, vandamönnum og öðrum vinum vörn og hlíf á veginum, sem liggúr næst framundan þeim í lífinu og þau eru öll í þakkarskuld við hann sem nú er sigldur út á hið < (Framhald á 4. siðu) að hún svæfi ekki á nóttinni af þrá eftir litla barninu sinu. Hún var alveg steinhissa, þegar hún heyrði, hvað ég var búin að vera lengí að heiman frá mínu litla barni. Þegar við kynntumst nánar og fórum að bera saman bækurnar, kom upp úr dúrnui^u, að svo margt likt hafði a daga okkar drifið, að mér fannst upp frá því hún Mirjam Tuominen vera tvífari minn. Fyrsta ræðan um gamlan og nýjan róman fór fyrir ofan garð og neöan hjá mér. En þegar Móa Martinson fékk orðið, var sem rafstraumur færi um salinn og vitanlega hreyfst ég með. Móa er góður fundarkraftur, hressi-' leg og málsnjöll og hefir alltaf eitthvað athyglisvert að leggja til málanna. Hún gleymir aldrei uppruna sínum og æskuörbirgð og því finnst henni það sjálf- sögð og óumdeilanleg' krafa til listarinnar, að hún þjóni lífinu og þá fyrst og fremst því þjáða og smáiða. En hún fordæmir hugsunarháttinn, sem liggur að baki þeirra hrópyrða, sem svo oft eru látin dynja á öreiga- skáldunum, er þau kafa djúp mannlegrar eymdar og niður- lægingar, en hrópyrðin eru einkurn þessi: byltingarseggur, upplausnarsinni, bolsévikki og Rússavinur. Hún talaði ekki aðeins um skáldsagnagerð, heldur vildi hún láta rita nýja mannkyns- sögu og gerði skilmerkilega grein fyrir hvernig sú mann- kynssaga ætti að vera. Saga hinna þjáðu og sigruðu, saga þeirra, sem alltaf gleymast, þegar afreksverk eru færð í let- ur. — Móa Martinson er á sextugs aidri, lágvaxin og hnellin, létt i hreyfingum og svipbrigðarík. Saga hennar er saga mikilla harma, en lika stórra sigra. Hún hét Helga Swartz. Móðir henn- ar var verkakona. Um menntun var ekki að ræða, þessi fluggáf- aða, tápmikla stúlka varð að vinna fyrir brauði sínu á þeim árum, sem allt réttlæti mælti með þvi, að hún sæti á skóla- bekk. Tvítug að aldri giftist hún drykkfelldum bónda og eignað— ist fimm börn. Maður hennar fyrirfór sér, tveir litlir drengir, sem hún átti, drukknuðu. Seinna giftist hún skáldinu Harry Mar- tinsson, sem er allmiklu yngri, vegir þeirra skildu. Rúmlega fertug gaf hún út fyrstu bók sína, „Kvinner och „appeltrád" og hefir verið stórvirk síðan. Sem stílista verður henni ekki skipað á sama bekk og fyrrver- andi bónda hennar, Harry Mar- (Framhald á 4. siðu) AUCE T. HOBART: Yang og yin þekkingu, sem þér er ekki gefin. Sýndu mér hús þitt og fylgdu þínum taó lí.“ Þær gengu inn í borðstofuna, og Díana lét gest sinn setjast sér til hægri handar eins og hún var vön um hvíta gesti. Hún bar teið einnig fram að amerískum hætti. Síðan tókust sam- ræöur, og þær ræddu um hluti, sem eru áhugaefni allra kvenna — heimilishætti og börn. Díana sýndi gestkonunni muni sína og stofugögn, lét hana þreifa á tedúknum og sagði henni, hvað hann hefði kostað. Frú Tang bragðaði á hinni amerísku köku, þótti hún góð og fékk sér meira. „Ai,“ sagði frú Tang allt í einu. Wang Ma stóð í dyrunum með Serenu litlu á arminum. Frú Tang strauk brjóstið á sér ótt og titt með flötum lófanum. Það er tákn um aðsteðjandi hættu. Bjartleitt barnið og hin hvítu föt þess minntu þessa svarthærðu dóttur svarthærðrar þjóðar á Kuei — hinn illa anda, sem hatar og situr um að vinna dauðlegu fólki mein, — Kuei, sem enginn sonur annasí og flakkar þess vegna-um og gerir illt af sér. Aftur greip Díana til þess úrræðis, sem henni kom fyrst í hug: Hún tók barnið úr örmum Wang Ma og setti það í keltu frú Tang.- „Ai,“ sagði frú Tang. og skalf af ótta. En þegar hún fann, hve mjúkt og hlýtt hörund barnsins, varð henni undir eins rórra. Þetta var skrítið og framandi barn — en barn var það eigi að síður, en ekki illur andi. Frú Tang dæsti af ánægju og þrýsti tíerenu að brjósti sér.. Serena var ánægð fyrir sitt leyti — það íór mjög vel um hana. Og hún brosti íraman i gestinn. „Börnin þín ....“ byrjaði Díana. „Dóu í fæðingunni,“ greip kínverska konan fram i. „Ekki eitt einasta hefir lifað. Og nú hefir önnur konan alið húsbónda mín- um syni.“ Og nú færðist yfir hana þetta einkennilega svipleysi, sem táknaði algera undirgefni við ill örlög. „Mei yú fatzú — það hlaut svo að vera.“ Díana varð áköf. „Ég hefði einnig orðið fyrir þeirri sorg, ef húsbóndi minn hefði ekki verið læknir, sem getur frelsað líf lítilla barna,“ sagði hún. „Láttu hann bjarga barni þínu, næst þegar þú leggst á sæng.“ Snöggvast brá fyrir vonarbjarma í andliti kínversku konunn- ar. En svo náði tortryggnin tökum á henni. „Ég hefi heyrt, aö einkennilegir hlutir gerist í sjúkrahúsi hans.“ „Hvaða máli skiptir það? Siðir tveggja þjóða eru mismun- sndi. Taó lí er ekki alls staðar eins.“ „Eru það aðeins mismunandi siðir — eins og við móttöku gesta?“ — Augu frú Tangs hvörfluðu til barnsins. — „Og barniö er — ef við færum það úr þessum kjól, þá er það eins og önnur börn?“ spurði hún. „Útlendi læknirinn hefir ekki skorið það né lemstrað? Ég hefi heyrt sagt . .. .“ „Þú skalt sjálf fá að sjá það,“ sagði Díana og færði barnið úr spjörunum. „Fæturnir eru alveg eins og á okkar börnum,“ sagði konan lágt og færði sig ósjálfrátt nær. „Og hörundið er hvítt — barn- ið er allt hvitt. En það er fallegt samt. Mjúkt og fallegt — al- veg eins og börnin okkar ....“ Hún sveipaði dúk utan um Ser- enu og vaggaði henni í svefn i örmum sér. Frú Tang kom í heimsókn aftur, áður en langt um leið, og hún kom með vinkonur sínar með sér. Fyrst í stað voru þær mjög þöglar og tortryggnar. En þegar ekki bólaði á því, að í húsi læknisins byggi neitt af þeim skelfingum, sem þær höfðu heyrt hvísláð um, urðu þær skrafhreifnari og opinskárri. Diana sýndi þeim allt húsið frá kjallara upp í ris og sagði þeim til hvers hver einn hlutur væri notaður. Mest höfðu þær gaman af því að skoða þaö, sem barninu viðvék^ föt þess, sápuna og nælurnar. En vöggunni vildu þær ekki koma of nærri. Kornbarn átti að sofa hjá íullorðnum, sem gæti verndað það fyrir ásókn illra c’nda. Skömmu síðar ól hjákona í húsi Tangs barn. Frú Tang krafð- ist þess, að búið yrði aö því á sama hátt og Serenu. Hún gerði meira að segja út sendimann til Shanghai, svo að það gæti feng- :ð sams konar sápu og sams konar púður. Og nú veiktist frú Tang. Hún vildi, að Peter kæmi með lækn- isdóma sína. En hann fékk samt aðeins að þreifa á slagæðinni, og það með því móti einu, að hún ræki hendina út á milli vekkjutjaldanna, svo aö sæmd hennar og dyggð væri í engu spillt. Díana hló, þegar Peter kom heim úr þessari sjúkravitjun — hann var mæddur og raunalegur á svipinn. En Sen S Mó, sem nú var daglegur gestur í húsi læknishjónanna, sagði: „Hvers vegna kaupir Fei I Sheng ekki hinar sjö kínversku frúr?“ „Ef þú ættir þær, myndu eins margar kínverskar konur leita læknisráða Þjá þér og kínversku læknunum.“ „Hvað áttu við?“ spurði Peter. „Ef I Sheng vill fallast á það, skal ég senda til manns, sem getur annazt þetta.“ Daginn eftir kom gamall maður haltrandi til Peters, þegar hann var á heimleið frá sjúkrahúsinu. Hann var auðsjáanlega fornsali. Hann var með biáan böggul undir hendinni. „Ég kom til þess að ræða við Fei I Sheng. Ég get selt honum hlut, sem verður honum gagnsamlegur í verzlunarrekstri hans.“ Peter flaug Sen S Mó undir eins í hug og bað manninn að koma nær. Gamli maðurinn settist á jöröina og skorðaði bláa böggulinn milli fóta sér. Hann var lengi aö leysa hnútana, en loks dró hann fram margar postulínslíkneskjur, sem hann rétti Peter, hverja af annarri. Þær voru sjö, lágu í ýmsum stellingum og mismunandi lf^kamshlutar þeirra voru berir. „Ef Fei I Sheng kaupir þessar líkneskjur, geta þær orðið honum að góðu liði, þegar sjúkar konur koma til hans.“ Karlinn tók eina líkneskj- una og hampaði henni i lófa sér. „Ef konan er veik í brjóstinu Fjaðraherfi 9 og 15 fjaðra Samband ísl. samvinnuf élaga !STÚLKU vaiitar að Kleppjámsreykjuin. Upplýs- | ingar í skrifstofu ríkisspítalanua. | Sími 1765. ►♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦» ♦»♦ ♦ ♦ ♦ ♦»♦»♦♦♦ ATVINNA Duglegur og reglusamur maður og stúlka, vön vélrit- un, óskast í skrifstofu hjá ríkisstofnun. — Verzlunar- skólamenntun, eða önnur hliðstæð menntun, áskilin. Umsóknir, merktra „Atvinna“, sendist í pósthólf 1090 fyrir 1. febrúar. ÍS55S55S5555S5ÍS4555S5554SSS55545S5S55555554SS55S5454SSS55S45S54S5S54Í54SSSSÍS B YG GING ARS AM VINNUFÉL AG REYKJAVÍKUR HÚS TIL SÖLU Húsið Víðimelur 61, neðri hæð, er til sölu. Félags- menn ganga fyrir um kaup samkvæmt félagslögun- um. Húsið er til sýnis á morgun (fimmtudag) og föstudag kl. 4—6 báða dagana. Kaupbeiðnum sé skilað á skrifstofu sambands íslenzkra byggingar- félaga, Garðastræti 6, fyrir 30. þ. m. Stjjórnin. -> Ofvöxtur stórbæja viösjárverður (Framhald af 2. síðu) ráðstöfunum. Reynt hefir verið að loka Helsingfors vegna hús- næðisvandræða, en iiú er talið, að þar séu 15 þús. manns, sem reyna að fá atvinnu og húsnæði í trássi við reglur og lög. En á- standið í Finnlandi er raunar óeðlilegt, vegna friðarsamning- anna og fólksflutninga úr Kar- elhéraðinu. Hins vegar tókst betur að hindra flutninga fólks til Moskvu, en til þess voru ráð- stafanir gerðar eftir 1930. Þar var ekki leyft að byggja nýja verksmiðju né reisa atvinnu- tæki. Allir, sem þangað fluttu, þurftu sérstakt vegabréf. Jafn- framt fengu menn fjárhagsleg- an stuðning til að flytja til annarra staða í Sóvétríkjun- um. Höfuðborg Rússa hefir mik- ið aðdráttarafl á fólkið þrátt fyrir þetta, eða kannske fyrst og fremst vegna þessa, og því hefir einhver gamansamur ná- ungi skipt sóvétborgurunum í þrjá hópa: Þá, sem búa í Mosk- vu. Þá, sem eru að flytja til Moskvu. Og þá, sem bíða eftir tækifæri til að komast til Moskvu. Davidsson telur sjálfsagt að dreifa iðnaðarfyrirtækjum og atvinnurekstri meira um landið en er. Ög hann sér enga nauð- syn á því, að stórfyrirtæki úti á landi hafi aðalskrifstofu í höf- uðborginni. Hins vegar eykur það opinber gjöld til hennar, en minnkar getu héraðanna. í öðru lagi sér Davidsaon enga skynsamlega eða réttmæta ástæðu til þess, að hinu opin- bera valdi sé ekki betur dreift, og rekstri og skrifstofuhaldi, sem því fylgir. Hann nefnir um- boðsstjórn, verzlun og trygging- arstofnun. Hvað eigum við að gera? Mér finnst, að við megum í- huga þetta allt saman Nlika. Þessi orð Davidssons eru ekki mælt af fjandskap við Stokk- hólm og Svíar eru ekki svo siðlausir menn, að brigzla hon- um um það. Það er heldur ekki af fjandskap við Reykjavik, þó að við viljum margir hafa hömlur á vexti hennar. En þjóðfélaginu er stjórnað héðan og stöðugt meira og meira dreg- ið undir dýrar skrifstofur í Reykjavík, og svo þarf fólk til að byggja yfir þetta nýja skrif- stofufólk, matreiða handa því, skemmta því, flytja það til vinnu og frá, og þetta kostar nýjar götur, nýjar samgöngu- æðar og miðstöðvar, ný bíó o. s. frv. En úti i þorpunum og sveit- unum fækkar fólkinu, atvinnu- lífið stendur í stað eða dregst saman og framkvæmdirnar bíða. Eigum við að horfa á þetta með velþóknun eða ekki? Ef við erum ekki ánægð með þessa þróun, hljótum við að sameinast um að bæta lfskjörin í sveitum og þorpum og dreifa fjármagni, valdi og atvinnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.