Tíminn - 23.01.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.01.1947, Blaðsíða 3
15. blað TÍIHIIW, flmmtMdgiann 23. janwar 1947 3 Nýjar bækur Syng guði dýrff. Sálmar í 8. sálmi eru þessi erindi: og andleg ljóð. Frumorkt hefir og þýtt Vald. V. Snævarr, fyrrum skóla- stjóri. Útgefandi Þorst. M. Jónsson. Stærð: 102 bls., 9X13 sm. Verð: kr; 7.00 ób., 15.00 innb. Það er nýstárlegt, að einstak- ur ífófundur gefi út ljóðakver, sem eingöngu eru sálmar, og raunar fremur lítið um það, að sálmar og trúarljóð séu í kvæða- bókum skálda okkar. Þó eru í sálmabókinni nýju höfundar eins og t. d. Davíð Stefánsson, Sig- urður á Arnarvatni, Friðrik Friðriksson, Ólína Andrésdóttir, Jón Magnússon, Einar H. Kvar- an og Guðmundur Guðmunds- son, Hygg ég, að þessir höfundar og aðrir samtíðarmenn þeirra sanni það, að enn eru trúarskáld á íslandi. Það er nú skemmzt frá þessu nýja kveri að segja, að þar eru eftir skilin þau ljóð höfundar, sem tekin eru upp í sálmabók- ina, öll að ég hygg. Munu þar þó vera þeir sálmar Valdimars, sem tilkomumestir hafa þótt, enda tveir þeirra alkunnir, Breiðist, guð, þín blessun ýfir, og þú Kristur ástvin alls sem lifir, sem er á hvers manns vörum. Fátt sálma í þessari bók mun vinna sér slíka hylli, og er raun- ar gott fyrri. En ráða vil ég þeim, sem áhuga hafa á kirkju- legum kveðskap, að kynna sér kverið. Ég nefni hér 7. sálminn, sem er falleg nýársbæn fyrir ís- lenzku krikjunni, og væri vel, að sem flestir sameinuðust um slika bænagjörð. Þar er þetta: Lát ennþá boða andans veldi og efnishyggju kulda hrek. Par enn um hjörtun helgum eldi og hljómi snjöllum lýðinn vek. Lát fátæklingum frelsi boða og fyrir þeirra máli stríð; og gleymdu ekki vínsins voða, sem vill í glötun teygja lýð. Lát hef jast starf um strönd og dali, ver stefnuföst og viðbragðsfljót. Kveð mjúkhend sprund og horska hali að hjúkra og vinna meinabót, Lyft göfga móðir, höfði hátt, þér himnafaðir gefur mátt. Ó, móðir, pund þitt mikið er. Ó, mundu: Drottinn treystir þér. Hann lítil börn þér lagði í skaut. Ó, leið þau ung á gæfubraut! Þín köllun hátt við himni skín: að helga guði börnin þín, og verja þau gegn villu og synd og vera þeirra fyrirmynd. Vér þökkum allt frá þeirri tíð. Vér þökkum allra mæðra stríð. Vér biðjum: Þverri böl og sár. Guð blessi sérhvert móðurtár! Gaman þykir mér líka að finna þarna sálm, sem ég heyrði oft sunginn fyrir 20 árum og byrjar svona: Ég er á langferð um lífsins haf. Eitt felli ég mig illa við í þess- ari bók og er það í 37. sálmi, að önnur hvor hending er jafn- an svo: „Sing, sailor oh.“ Ég hefði kosið að þetta væri ís- lenzkað. H. Kr. Kolbeinn Högnason: Kynlegar kindur. Smá- sögur. Útgefandi: Bryn- jólfur Magnússon. Stærð: 78 bls., 14X22 sm. Verð: kr. 12.00 ób. Þetta eru sex smásögur eða frásagnir, gripnar að stofni til út úr atburðarás og atvikum síðustu ára. Ekki geri ég ráð fyrir, að hér sé sagt frá ákveðn- um atburðum, eins og þeir hafa gerzt, en margir munu þó þekkja sannindabrag á sögunum. Tals- vert ber þar á þungri ádeilu á hégómlega valdagirni, fégræðgi og gróðaklæki, og má sá boð- skapur vel heyrast nú. En það er fjarri því, að þetta kver sé eingöngu beizk ádeila. Þar er líka minnzt hinna mild- ari kennda og fegurri, sem halda fólki uppréttu í baráttu og mót- gangi lífsins og sætta það við sjálft sig og guð sinn, — við tilveruna. Þaö má vel vera, að þessari bók sé áfátt um skáldlega list, — kann ég það sjálfsagt lítt að dæma, — en skrifuð er hún af lífsreyndum alvörumanni, sem lagt hefir bæði alvarlega hugs- un og heita tilfinningu í frá- sögnina. Og því er sitthvað þarft hægt að læra af frásögn- um hans, ef vel er lesið. H. Kr. var Svíum og Dönum auðskild- ara en t. d. Svíum danskan og Dönum sænskan. Þessar tvær þjóðir eiga nefnilega hreint ekki eins auðvelt með að skilja hvor aðra og maður gæti freistazt til að halda. Þegar brast á skilning var alltaf einhver Norðmann- anna reiðubúinn að útskýra, letsa upp tillögur, ályktanir o. s. frv. Nú, þegar ég kalla fram í hug- ann svipmót Norðmanna, eru margir þeirra mér minnisstæðir, en einna skýrast stendur mér fyrir hugarsjónum hið stóra, svipmikla andlit landmálshöf- undarins, Inga Krokann. Þessi sterklegi maður studdist við hækjur tvær. Á fyrirlestraferð- um sínum hafði hann oft lent í hrakningum og afleiðing kulda og vosbúðar var svo illkynjuð gigt, að hún hefði komið mörg- um knáum í kör, en Ingi Kro- kann var flestum knárri. Hann viðurkennir sig ekki sigraðan og er það ekki heldur.'Rækjurn- ar eru sigurtákn hans. Hann fer flestra sinna ferða og ljóm- ar af þrótti, gáfum og góðleik. Meðal þeirra Norðmanna, sem flýðu undan arnarklóm Gestapó og leituðu hælis í Svíþjóð, ekki aðeins og jafnvel ekki fyrst og fremst til að bjarga lífi sínu, heldur til þess að halda áfram frelsisbaráttu Noregs bæði leynt og ljóst, voru t. d. Sigurd Hoel, Johan Borgen og Inger Hage- rup. Sigurd Hoel hlaut önnur verð- laun í skáldsögusamkeppni, þegar nafni hans Christiansen hlaut fyrstu verðlaun. Verð- launasagan: „Októberdagur", var lesin í útvarpinu heima fyrir nokkrum árum. Önnur saga eftir hann, „Sól og syndir", hefir verið þýdd á íslénzku. Sigurd Hoel er ekki aðeins snjall rithöfundur, heldur gegn- ir hann ýmsum trúnaðarstörf- um í þágu bókmenntanna. Þannig er hann t. d. ráðunaut- ur Gyldendalsforlagsins norska og ritstjóri Gulu syrpunnar, en það er skáldsagnaflokkur, .sem Gyldendal gefur út. Síðustu hernámsárin dvaldi Hoel í Sví- þjóð og gaf þá út í félagi við Eyvind Johnson bók, sem þeir nefndu „Samtal um norskar og sænskar bækur.“ Johan Borgen lenti í klónum á Gestapó, en tókst að komast til Svíþjóðar og gaf þar út undir dulnefninu Helgi Lind, rit til styrktar heimavörn Noregs. Inger Hagerup gaf út í Sví- þjóð Ijóðabókina „Áfram“, en þar er frægasta Ijóð hennar: „De bránte v&ra gárdar, de drepte vára man.“ Hvaða bók- menntaafrek, sem Inger Hage- rup vinnur, verður hún altaf fyrst og fremst höfundur þessa ALICE T. HOBART: Yang og yin eða maganum, þarf hún ekki annað en að benda á þessa, og þá ■jarf hún ekki að blygðast sín fyrir I Sheng.“ Peter varð fljótpr til svars. „Nei,“ sagði hann, „ég kæri mig ekki um þetta skran.“ Og þar með fór hann leiðar sinnar. • Maðurinn elti hann. „Þær eru sár-ódýrar. Og þetta eru happa- kaup fyrir þig.“ „Ég h^fi þegar sagt, að ég vil ekki þetta skran. Hirtu draslið, og hypjaðu þig svo brott.“ „Vill herrann ekki hinar sjö sjúku frúr? Þær eru sár-ódýr- ar,“ tautaði maðurinn. En Peter var þegar kominn úr kallfæri. Hann var fokvondur. Þessi skransali talaði um lækningar hans eins og þær væru verzlunarprang. Og Sen S Mó — hvernig gat henni dotið í hug, að hann gæti sætt sig við svona heimsku? Dyravörðurinn kom blaðskeliandi á móti Peter. „Er húsbónd- inn búinn að tala við manninn? Afbragðs varningur ....“ „En ég kæri mig ekki um hans varning,“ svaraði Peter og hellti skömmum yfir dyravörðinn. „Ég fyrirbýð þér að hleypa svona náungum hér inn framar!" En svo breytti hann allt i einu um raddblæ. — „Hvernig líður konunni þinni?“ spurði hann. „Hún er veik,“ sagði dyravörðurinn. „En henni batnar fljót- lega.“ „Á ég ekki að hjálpa henni?“ „Ég er óverðugur þess, að hinn útlendi læknir geri sér ómak mín vegna.“ Nú fauk aftur i Peter. Átta börn þessarar konu' höfðu dáið í íæðingu. Nú var hún komin að falli í níunda sinn, og hún vildi tkki einu sinni þiggja hjálp Stellu. Þó hafði Stella gefið henni kínín, þegar hún veiktist af malaríu og læknað hana. Stundum hafði hún reynt að komast eftir því, hvað oröið hefði börnunum aö bana. En eina svariö, sem hún fékk af munni þessarar for- hertu konu, var það, að illir andar hefðu heimsótt hana. — Var ómögulegt að fá þetta fólk til þess að þiggja hjálp í nauð- um? T ilkynning Síðasti gjalddagi allra útsvara til bæjarsjóðs Reykja- víkur árið 1946 var 1. nóvember síðastliðinn, en þeim gjaldendum, sem er heimilt að greiða útsvarið reglu- lega af kaupi, ber að standa skil á síðustu afborgun- inni eigi síðar en 1. febrúar. Atvinnurekendur og aðrir kaupgreiðendur, sem skyldir voru til að halda eftir af kaupi starfsmanna til útsvarsgreiðslu, eru alvarlega minntir á, að gera bæjarskrifstofunum fullnaffarskil nú þegar um mán- aðarmótin. Að öðrum kosti verða útsvör starfsmanna innheimt hjá kaupgreiðendunum sjálfum, án fleiti aðvarana. Lögtökum til tryggingar ógreiddum útsvörum 1946 verður haldið áfram án sérstakra aðvarana. Minnist þess einnig, að greiðslur útsvara 1947 hefj- ast 1. marz. Borgarritarimi. Til sölu án skuldbindingar, 25 kilowatta ljósasamstæða, með dis- ilmotor International og dynamo General Elektric, 1200 snúningar, 3X230 volta riðstraumur, 60 periodur. Mæla- tafla fylgir. Samstæðan hefir verið notuð um aðeins þriggja mánaða tíma. Tilboð sendist Rafmagnsstöðinni, Vík í Mýrdal. i Um kvöldið heyrði Peter, að kona veinaði hástöfum í porthús- inu. Fæðingarhríðirnar eru byrjaðar, sagði hann við sjálfan sig. Hann greikkaði sporið, en þótt hann væri kominn heim og hættur að heyra veinin, var hann alveg eirðarlaus. „Nú er kona dyravarðarins að ala barn,“ sagði hann. „Og það er enginn hjá henni, sem getur hjálpað henni.“ „Þú getur ekkert gert,“ sagði Díana. „Þú skalt fara að sofa.“ „Ég ætla að doka dálítið við,“ svaraði hann. Það var orðið mjög framorðið. Götuþysinn var lægður. En tvö hljóð voru það, sem aldrei þögnuðu: hið úlfalega gelt flækings- hundamja og hin þungu slög pressanna, sem pappírspening- arnir voru mótaðir í. Díana stóð upp og opnaði dyrnar. „Hlustaðu," sagði hún. Langdregin, skerandi vein bárust gegnum kyrrðina. „Peter — þú verður að gera eitthvað." Hann var strax reiðubúinn. „Ég fer,“ sagði hann „— hvað sem tautar." „En ef hún deyr .... Þér verður kennt um það.“ En hann var farinn. Díana gekk út á dyraþrepið. Það var dimmt. En hún heyrði, að sjúkrahússdyrunum var skellt í lás, og Peter stökk niður þrepin. Svo voru porthússdyrnar opnaðar, föla ljósrák lagði út í myrkrið. Hún greindi höfuð og axlir Peters. Svo fóll hurðin að stöfum á eftir honum. En eftir litla stund var huröinni aftur svipt upp, og i birtunni í gættinni átti sér stað harður atgangur, sýnilega handalögmál. Og nú sá hún, að Peter hrakti kínverstya konu á undan sér. Hann þeytti henni út í myrkrið. Hurðin skall aftur, en formæl- ingar og hræðilegar bölbænir heyrðust utan úr garðinum. Innan lítillar stundar hljóðnuðu óp hinnar jóðsjúku konu. Díana rölti inn. Hún beiö milli vonar og ótta. Ef konan dæi, yrði sagt, að hann hefði drepið hana? Hvers vegna kom hann ekki aftur? HerJni fannst hann hafa verið óralengi í burtu. En ekkert hljóð heyrðist nema hundgáin og þung og buldrandi höggin í þessum heimskulegu peningapressum. Loks heyrði hún hratt fótatak. Peter snaraðist inn. „Ég bjargaði þeim báðum — og þetta var strákur. Þú ættir að sjá dyravörðinn. Hann er að rifna af monti. En ég varð að byrja á því að fleygja kínversku ljósmóðurinni á dyr, og barnið varð ég að taka með töngum. Já — ég vígði nýju fæðingartöngina mína.“ Og svo strunsaði Peter upp í svefnherbergið og féll í fasta- svefn á svipstundu. En hreyknastur af öllum var dyravörðurinn. Hann reikaði milli ljóðs. Styrkur þess og innileiki er samrunninn persónuleika hennar, það er eins og þessi ljóðperla glitri í gáfulegum augum hennar og fríðum and- litsdráttum. Hið stórbrotna skáld og frels- jshetja, Arnulf Överland, var ekki stöðugur fundargestur, hafði líka fleiru að sinna en þessu móti, hann er eftirsóttur upplesari og ræðumaður. Svip- ur hans þungbúinn og þreytu- legur virtist búa yfir óhugnan- legri þekkingu á grimmd og löst- um mannanna. Þeir, sem þekktu hann fyrir stríð, segja hann ekki sama mann. Nærfellt öll stríðsárin var hann fangi Þjóð- verja, fyrst í Möllergatan 19 í Osló, síðan í herbúðum í Þýzka- landi. „Við lifum allt“, heitir ljóðabók eftir Överland. En hvernig kemur honum lífið fyr- ir sjónir eftir hinar ægilegu hörmungar, sem hann hefir orðið að líða? Bjart er það að minnsta kosti ekki. Og því hefir hann heitið að falla ekki lifandi í fjandmanna hendur í annað sinn, heldur hníga að velli með vopn í hönd. Þarna voru þeir Torolf Elster og Kristian Kristiansen, báðir ungir höfundat. Elster skrifaði undir dulnefninu Hans Bruchen skáldsöguna „Múrinn“, sem er hörð ádeila á nazismann. Eftir Elster er Sagan um Gottlob, sem er að koma út núna sem fram- HJARTANS ÞAKKIR færi ég öllum þeim, sem á 70 ára afmæli mínu 18. þ. m„ heiðruðu mig og glöddu, með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum, og gerðu mér dag- inn ánægjulegan og ógleymanlegan. GÍSLI JÓNSSON FRÁ SAURBÆ. SKIPTAFUNDUR verður haldinn í dánarbúi Indriða Gottsveinssonar, sem bjó á Óðinsgötu 15, hér í bænum, og andaðist 16. apríl 1946, í skrifstofu borgarfógeta í Arnarhvoli, fimmtudaginn 30. þ. m. kl. 2 e. h. og verður þá tekin ákvörðun um sölu verðbréfa búsins og gerö drög að endanlegum skiptum í því. Skiptaráðandinn 1 Reykjavík, 21. janúar 1947. Kr. Kristjánsson. Vegna jarðarfarar verða skrlfstofur vorar lokaðar frá kl. 12—4 e. h. í dag. Sjóvátryggingarfél. fslands haldssaga Þjóðviljans, en Kristiansen er höfundur skáld- sögunar, „Meðan Dofrafjöll standa“, sem kom út heima á stríðsárunum. ' Gunnar Reiss Andersen er kempulegur maður. Hann er lærður listmálari, en síðan gerðist hann blaðamaður og rit- höfundur. Á hernámsárunum gaf hann út þessar bækur: „Baráttuljóð frá Noregi 1940— ’43“ og „Norsk rödd“. Sérkennilegur er unga ljóð- skáldið og leikhússtjórinn Clais Gill, leifrandi af lífsfjöri með rautt um hálsinn í grænum jakka. Rithöfundurinn og þingmað- urinn, Johan Falkberget, er ef til vill allra frægastur á íslandi fyrir Bör sinn gróssera-konsúl. En fátt mundi honum þykja um þá frægð. Fleiri voru norð- mennirnir og allir mætir, en lítt stoðar að þylja nöfnin tóm. Er samgöngur greiðast, eykst vafa- laust aftur þekking okkar á norskum bókmenntum. — — Andstæða hins tigin- mannlega látleysis Halldísar Moren Vesaas, var litla danska skáldkonan Thit Jensen. Sjötug að aldri hafði hún sinnu á að sverta augabrýr slnar og rauð- lakka neglurnar, svo að það var sem blóð drypi af hverjum fingri. Fjöldi og stærð skart- gripa hennar bar hana næstum (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.