Tíminn - 23.01.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.01.1947, Blaðsíða 4
FRA MSÓKNARMENN! Munið að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhásinu við Lindargötu Sími 6066 23. JAJV. 1947 15. blað Ú L œnum í dag. Sólin kemur upp kl. 9.40. Sólarlag kl. 15.40. Árdegisflóð kl. 6.05. Síðdegisflóð kl. 18.25. f nótt. Nseturakstur annast bifreiðastöðin Hreyfill, sími 6633. Næturlæknir er í læknavarðstofunni í Austurbæjarskól- anum, simi 5030. Næturvörður er í Ingólfs Apóteki, sími 1330. Skipafréttir. Brúarfoss kom til Rvíkur 18. jan. frá, New York. Lagarfoss fór frá Kaup- mannahöfn í fyrradag 20. jan. til Gautaborgar. Selfoss kom til Stokk- hólms 17. jan frá Leit og Siglufirði. Fjallfos er á Akureyri. Reykjafoss kom til Antwerpen 16. jan. frá Rotterdam. Salmon Knot fór frá New York 17. jan. til Rvíkur. True Knot kom til Rvíkur 13. jan. frá New York. Becket Hitch er í Halifax. Coastal Scout lestar i New York í byrjun febrúar. Anne kom til Rvíkur 15. jan. frá Kaupmannahöfn. Lublin fór frá Hafnarfirði í gær til Hull. Lech kom til Rvíkur 15. jan. frá Hull. Horsa kom til Rvíkur 21. jan. frá Leith. Hvassafell er í Rotterdam. Björn Halldórsson, soiiur Halldórs Vilhjálmssonar skólastjóra hefír nýlega lokið hag- fræðiprófi við Harvard háskóla í Bandarikjunum. Kom hann heim með seinustu ferð Brúarfoss. Sakadómari hefir nýlega kveðið upp dóm yfir fjórum norskum sjómönnum, sem stálu vörum úr e.s. Banan er það var statt á höfninni í Reykjavík. Fóru mennirnir, sem eru skipverjar á skip- inu, ofan í lest, brutu þar upp kassa og stálu úr honum kvenveskjum, háls- klútuíh og fleiru. Voru sjómennirnir dæmdir í fangelsi skilorðsbundið, einn í tvo mánuði, tveir i þrjá mánuði og einn í 30 daga. Þjófnaður. f fyrrinótt var brotizt inn í verzlun i skúr við Langholtsveg og stolið þaðan 20—40 krónupeningum og 15—20 pk. af Old Gold vindlingum. Þjófarnir höfðu sprengt upp læsinguna á hurð- inni og komizt þannig inn. Fundur Anglíu. Anglía, félag enskumælandi manna heldur fund í Tjarnarkafé í kvöld og hefst hann kl. 8.45. Húsinu verður lokað kl. 9. Á fundinum veríur flutt erlndi um lífið á bómullarekrum í Sudan og sýndar kvikmyndir. Guðmundur Jónsson, hinn góðkunni söngvari, sem undan- farið hefir dvalið við nám vestan hafs, er nú nýkominn heim. Efnir hann til fyrstu hljómleika sinna hér að þessu sínni i Gamla Bió kl. 7.15 annað kvöld. Leiðrétting. í sambandi vlð frásögn blaðsins, síðastjiðinn þriðjudag, af slysi í Borg- arnesi, var sagt, að stúlkan, sem slas- aðist, hefði verið frá Saurum í Helga' fellssveit. Var það á misskilningi balðsijis byggt. Stúlkan er frá Saurum í Hraunhreppi á Mýrum. Fermingarbörn Dómkirkjuprestanna. Ferr/iingarbörn séra Bjarna Jóns- sonar eru beðin að koma til viðtals í Dómkirkjuna á föstudaginn kl. 5 síð- degis. Fermingarbörn séra Jóns Auð- uns eru beðin að koma i Dómkirkjúna á laugardaginn á sama tíma, kl. 5 e. h. Kaupsaraningar framlengdir Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði ákvað á fundi í fyrradag, að segja ekki upp kaup- og kjarasamningum fé- lagsins við hafnfirska atvinnu- rekendur. Greiddu 12 atkvæði með uppsögn, en 61 á móti. Uppsagnarfrestur félagsins rann út í fyrrakvöld. Verkamannafélagið Dagsbrún Heldur fund í kvöld, og. mun iar eitthvað verða rætt um af- stöðuna til framlengingar á kaupsamningum félagsins, en endanleg ákvörðun verður vart tekin á þeim fundi. Uppsagnar- frestur Dagsbrúnar rennur út 1. febrúar. Grindvíkingura þakkað Eins og kunnugt er strandaði enski togarinn Lois skammt frá Grindavík hinn 5. janúar síð- astl. Fóru Grindvíkingar á vett- vang og tókst þeim að bjarga allri áhöfninni, nema skipstjór- anum — hann fórst. Nú hefir brezki sendiherránn hér, borið fram þakkir til Grinda vikurdeildar Slysavarnafélags- ins, og sérstaklega bræðranna Gisla og Magnúsar Hafliðason- ar að Hrauni í Grindavík, fyrir frækilega framgöngu við björg unarstarfið og hjálpfýsi við hina nauðstöddu áhöfn brezka tog- arans. Útlendingum hér hefir fjölgað um 1070 sl. ár 13000 fóru milli íslamls oj» iitlnnda Á síðastliðnu ári komu til ís- lands frá útlöndum samtals 6732 manns, þar af 3720 útlendingar. Á sama tíma fóru til útlanda 6441 maður, þar af 2632 útlend- ingar. Til landsins hafa því kom- ið á árinu 1070 fleiri útlending- ar en héðan hafa farið. Af þeim, sem ferðuðust til ís- lands og frá, fóru um 9300 með skipum og 3800 með flugvélum. Með skipum komu á árinu sam- tals 3024 útlendingar og 1841 íslendingur, eða samtals 4864. Með flugvélum komu til lands- ins á árinu 696 útlendingar og 1181 íslendingar, eða samtals 4865 manns. Til útlanda fóru á árinu 1933 útlendingar með skipum og 2527 íslendingar, eða samtals 4460 manns. í flugvélum fóru til út- landa á árinu 719 útlendingar og 1262 íslendingar, eða samtals 1981 maður. Tryggingarnar (Framhald af 1. síðu) in bæði), 300 kr., ókvæntir menn 270, ógiftar konur 200. 1. verðlagssvæði eru allir kaupstaðiF með meira en 2000 ibúa. 2. verðlagssvæði aðrar byggðir landsins. Þetta ár eiga menn að greiða sjúkrasamlagsgjöld sín í sjúkra samlögin, eins og að undan- förnu, en þegar þau falla niður um næstu áramót, hækka jafn- framt gjöld þau, 'sem fólk á að greiða til tryggingasjóðsins, og verða eins og þau eru ákveðin í lögunum um almennartrygg- ingar, eða á 1. verðlagssvæði 180 kr. fyrir kvænta karla, 144 kr. fyrir ókvænta karla og 108 kr. fyrir ógiftar konur. Á 2. verð- lagssvæði verða gjöldin þá 138 kr. fyrir kvænta karla, 108 kr fyrir ókvænta og 84 kr. fyrir ó- kvæntar konur. Eru þetta árs- iðgjöldin, en við þessa upphæð bætist svo vísitöluhækkun, eins og hún verður á hverjum tíma. Slysatryggingarnar eru felld ar inn í almannatryggingarnar, og verða atvinnurekendur að greiða iðgjöldin éins og áður Þeir, sem tryggðir eru í sér- stökum lífeyrissjóðum, svo sem starfsmenn ríkisins og íleiri eiga að greiða hálft gjald til tryggingasjóðs. Landhelgin (Framhald af 1. síðu) nesjum, eyjum og hólmum. Jafnframt lítur stjórnin svo á, að landgrunnið, sem umlykur landið, sé eign íslenzku þjóðar- innar og komi því ekki til mála samningar um afnot þesá. Þar eð íslendingar eru nú orðnir aðilar í Bandalagi hinna sameinuðu þjóða, þá má það öllum vera ljóst, að þar er sá rétti vettvangur til þess að rétta hlut vorn í þessu efni. Ef mál þetta er flutt þar af festu og einurð, mætti þar vænta góðs árangurs. Þegnar andans . . (Framhald af 3. síðu) ofurliða. Hún ann heitum lit- um, og er heit í lund. Þegar hún héit ræðu, bar hún sig eins og hún væri _á leiksviði. Thit Jensen kom til íslands 1904. Síðan hefir hún farið viða um veröld og verið geysilega af- kastamikil, skrifað milli 30—40 bækur. Fyrirlestra hefir hún flutt í hundraðatali og verið driffjöðrin í mörgum félögum. Tvær aðrar danskar skáld- konur voru þarna á mótinu, Éllen Raae og Sonja Houberg. Ellen Raae setti það ekki fyrir sig þó að hún yrði síðbúin til mennta. Eftir misheppnað hjónaband tók hún sig til og las undir stúdentspróf, fertug að aldri varð hún magister. Svo liðu mörg ár, þá fyrst kom hún fram á sjónarsviðið sem ötull rithöfundur. Sonja Houberg er kornung, en hefir þó reynt sitt af hverju og komið miklu í verk. Hún er tvígift og liggja eftir hana skáldsögur, leikrit og ljóð. Hún er hrífandi í æskuþokka sínum, með blómlegar varir, dökk, tindrandi augu og dökka, stutta lokka. Allar dönsku skáld- konurnar höfðu skilið við menn sína og svo eru Danir að lá okk- ur íslendingum skilnað!! Meðal Dananna, sem sérstak- lega vöktu athygli mína, var Ebbe Neergaard, vasklegur maður. Hann var lektor í dönsku við háskólann í Berlín nokkrum árum fyrir strið, en nazistum líkaði ekki maður sá og vísuðu honum úr landi. Það varð því enginn vinafagnaður, er þeir hittu hann aftur í Danmörku. En Ebbe Neergaard smaug úr greipum Gestapó yfir um sundið til Svíþjóðar. Þar gaf hann út bók um Kai Munk — skáldið milli tveggja heimsstyrjalda. Þá vil ég enn geta Thomasar Olesen Lökken, sem var svo notalegur við okkur íslendinga, sem honum finnst hann vera kærleiksböndum bundinn, en hann er kvæntur íslenzkri konuy Sólveigu Eiríksdóttur. Þá var þarna Harry Söiberg, fríður, Erlent yfirlit (Framhald af 1. síðu) Á síðastl. sumri efndu Bretar til sérstakrar Palestínuráð- stefnu í London og var þá reynt að fá Araba og Gyðinga til að sættast á, að Palestínu yrði skipt í tvö sambandsríki og tilheyrði annað Aröbum en hitt Gyðing- um. Jerúsalem skyldi þó vera áfram undir vernd Breta, þar sem bæði Arabar og Gyðingar gerðu tilkall til hennar. Þessum tillögum var hafnað af báðum aðilum. Mál þessi eru bersýnilega þannig vaxin, að erfitt verður að finna á þeim friðsamlega lausn Bretar eiga mjög örðuga aðstöðu, því að þeir vilja hafa góða sam- búð við báða, þó ekki sízt Araba. Ýms brezk blöð hafa haft á orði, að réttast væri af Bretum að vísa málinu til sameinuðu þjóð- anna, Ólíklegt þykir samt, að það myndi greiða fyrir lausn þess, og hvorki Bandaríkjamenn né Rússar munu óska eftir því, þar sem þeir vilja hafa frið við báða málsaðila. Rússar hafa forðast að leggja nokkuð Ctil þessara mála, en Truman Bandaríkjaforseti hefir iagt til, að Bretar leyfðu innflutning 100 þús. Gyðinga til Palestínu. Talið er, að Truman hafi gert þetta til að koma sér vel við Gyðinga í Bandaríkjunum fyrir kosning- arnar, en þeir eru þar mjög áhrifemiklir og ráða yfir mörg- um helztu auðhringunum. Ó- vinsældir þeirra fara líka vax- andi þar og kann tillaga Tru- mans einnig að hafa stafað af því, að hann vildi þannig draga úr innflutningi Gyðinga til Bandaríkjanna. Bretar voru honum hins vegar lítið þakk- látir fyrir þessa afskiptasemi og hiaut hann talsverða gagnrýni brezkra blaða, enda gerði hann aðstöðu Breta erfiðari í Palest- ínu með þessari tillögu sinni. (jatnla Síc hvíthærður öldungur, sem víða hefir lagt land undir fót, m. a. ferðazt um Palestínu.Egiftaland og Grikkland. Aðrir danskir höfundar voru þarna þeir: Cai M. Woel, Hans Kirk, Aage Dons, Carl Dumreicher, Martin A. Hansen og Johannes Lindskov Hansen og hafa þá allir fulltrú ar okkar fyrrverandi sam- bandsþjóðar verið nafngreindir. Framh. Sauðárkróksbúar vilja, aö kaup- túniö fái kaupstaðarréttindi Þfiigiiieiin Ska^firðinga flytja frumvarp á þingi Steingrímur Steinþórsson og Jón Sigurðsson, þingmenn Skag firðinga, hafa borið fram á þingi frumvarp til laga um að veita Sauðárkróki kaupstaðarréttindi. Er frumvarp þetta fram borið að ósk hreppsnefndar Sauðárkrókshrepps. Þetta mál hefir verið alllengi á döfinni. — Kom það fyrir sýslunefnd Skagfirðinga árið 1940, og samþykkti þá sýslu- nefndin einróma að gjalda já- yrði sitt við þessari breytingu, er nú er farið fram á, ef athug- un sýndi að það væri kauptún- inu hagfellt og viðunandi lausn fengist um fjárskipti sýslunnar og hreppsfélagsins. Kaus sýslu- nefndin nefnd manna til þess að fjalla um málið með hrepps- nefnd Sauðárkrókshrepps, en ekki munu þessir aðilar hafa orðið á eitt sáttir um niðurstöð- una, og var engu áliti skilað um málið. 9. desember síðastl. skaut hreppsnefndin málinu undir atkvæði Sauðárkróksbúa. Var borgarafundur haldinn um mál- ið og hreppsnefndinni þar heim- ilað að gera hið bráðasta gang- skör að því, að útvega kaup- túninu kaupstaðaréttindi. Það eru ekki hvað sízt ýmsar umfangsmiklar stórframkvæmd ir, er hreppsnefndin hefir með höndum, svo sem hafnargerð virkjun Gönguskarðsár og bygg ing síldarverkunarstöðva, er knýja á um skjóta lausn þessa máls. Á síðustu árum hefir bæði Akranesi og Ólafsfirði verið veitt sams konar réttindi og nú er farið fram á Sauðárkróki til handa. Óvenjjulegt glæpaniál (Framliald af 1. slðu) nálægt Statsbiblioteket. Einn •þeirra manna, sem kom á sein asta sprengjustaðinn, veitti at hygli unglingi, sem hafði bland- að sér í hópinn, en virtist þó flóttalegur. Hann vakti athygli lögreglunnar á honum, og tók hún hann til yfirheyrzlu. Hann neitaði í fyrstu, en varð hins vegar að játa, þegar fundizt hafði allmikið af sprengjuefni TÖFRATÓMR. (Music for Millions). Skemmtileg og hrífandi mú- sikmynd, tekin af Metro Gold- wyn Mayer. June Allyson, Margaret O’Brien. og píanósnillingurinn Jose Iturbi. Sýnd kl. 6 og 9t — Hækkað verð — Wijja Síc (við Shúlaqötu) JAKKAFÓT á drengi frá 8—16 ára fyrir- liggjandi úr enskum cfnum. Sendum í póstkröfu um allt land. talgaAfall („Shock") Sérkennileg og tllkomumikll mynd. Aðalhlutverk: Vincent Price, Lynn Bari. Bönnuð yngri en 16 ára. Sýnd k). 5, 7 og 9. TjatHarbíc Vesturg. 12. Sími 3570. Lgv. 18. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Glötuð helgl. (The Lost Weeknd) Stórfengleg mynd frá Para- mount um baráttu drykkju- manns. Ray Milland, Jane Wyman. Bönnuð yngri en 14 áru. Sýning kl. 5, 7 og 9. Ég man þá tíð gamanleikur eftir EUGENE O’NEILL. Sýning annnð kvöld kl 30. Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2 í dag. Tekið á móti pönt- unum í síma 3191 kl. 1 til 2. Pantanir sækist fyrir kl. 4. Bifreiðaeigendur athugið Samvinnutryggingar taka nú að sér allar tegundir bif- reiðatrygginga með hinum hagkvæmustu kjörtim. SÚ NÝJUNG ER Á FYRIRKOMULAGI TRYGGING- ANNA, AÐ ÞEIR BÍLAR, SEM SJALDAN VERÐA FYR- IR TJÓNI, FÁ STÓRUM LÆKKUÐ IÐGJÖLD. Þetta tryggingafyrirkomulag skapar: ÖRYGGI, RÉTTLÆTI Og MINNKAR SLYSAHÆTTUNA, þar sem það ýtir undir bifreiðastjóra að aka með meiri gætni. * Kynnist hinu nýja fyrirkomulagi bifreiðatrygginga hjá Samvinnutryggingum .Símar 7080 og 5943. Saiubandshiísinu. í vösum hans. Jafnframt játaði hann á sig allar áðurnefndar sprengingar. Unglingur þess, Erland Matt- son, er aðeins 18 ára gamall. Hann hafði haft tvo aðstoðar- menn, báða 17 ára, og voru þeir búnir að viða að sér allmiklu sprengjuefni, sem þeir höfðu stolið hér og þar. Sprengingarn- "ar framkvæmdi Mattson oftast einn. Uppeldi Mattson er kennt um glæpamennsku hans. Hann er yngstur átta systkina. Bæði foreldrar hans og sex systkini hafa hlotið refsingar fyrir af- brot. Á stríðsárunum voru bræð- ur hans nazistar. Mattson sagð- ist hafa farið óvarlegar á ný- ársnótt en endranær, því að blöðin hefðu ásakað sprengju- CHEMIA- DESEVFECTOR er vellyktandl, sótthvelnsandl vökvi, nauðsynlegur & hverju helmili til sótthreinsunar á munum, rúmfötum, húsgögnum, símaáhöldum, andrúmslofti o. s. frv. — Fæst í lyfjabúSum og flestum verzlunum. rwiwm varginn um ragmennsku og skúmaskotavinnu eftir spreng- inguna 28. des.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.