Tíminn - 24.01.1947, Síða 1

Tíminn - 24.01.1947, Síða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON | ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN ( Símar 2353 og 4373 i PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. \ RITST JÓRASICRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A Siml 2323 31. árg. Reykjavík, föstudagiim 24. jiiaiiar 1947 16. bla« ERLENT YFIRLIT: Hernámsstjórnin í Japan Gagnrýnl Rreta og Riissa fer vaxandi Fyrir nokkru síðan var skýrt frá því í útvarpsfréttum, að full- trúar Rússa og Breta í eftirlitsnefnd stórveldanna í Tokío hefðu deiit á hernáínsstjórmna fyrir undanlátssemi við japanska hern- aðarsinna, sem skipuðu enn ýmsar þýðingarmiklar trúnaðar- stöður. Annars hefir verið furðu hljótt um málefni Japana eftir stríðslokin, en svo kann þó að fara að friðarsamningarnir við þá verði engu auðveldari en friðarsamningarnir við Þjóðverja, sem nú eru enn á döfinni. Hernám Japans hefir verið framkvæmt með allt öðrum hætti en hernám Þýzkalands. Raunverulega er hernámsstjórn- in þar í höndum Bandaríkja- manna einna og setuliðið er næstum.allt amerískt. Stórveld- in hafa þar að vísu eftirlits- nefnd, sem er skipuð fulltrúum Breta, Rússa og Kínverja, auk Bandaríkjamanna, en nefnd þessi hefir ekkert framkvæmda- vald. Það er í höndum ameríska setuliðsins og þá. fyrst og fremst Yfirmanns þess, Mac Arthpfs hershöfðingja. Þetta stafar upprunalega af því, að Banda- ríkjamenn hernámu Japan ein- ir, en Þýzkaland var hins vegar hernumið af herjum stórveld- anna sameiginlega. Ósigurinn hefir hvergi nærri leikið Japan eins grálega og Þýzkaland. Skemmdir af völdum styrjaldarinnar urðu1 þar telj- andi litlar, .þar sem aldrei var barizt í landinu sjálfu. Undan- skildar eru þó borgirnar Hiro- shima og Nagasaki, sem urðu fyrir atQmsprengjum. Iðnaður Japana hefir því ekki orðið Northcroft clómari, sem er forseti réttarins, er dæmir í málum Japanskra stjórnmálamanna og hershöfðingja, sem taldir eru bera ábyrgð á stríðinu. Réttarhöld þessi eru hliðstæð Nurnberg réttarhöldunum. Meðal hinnar ákærðu er Tojo forsæt- isráðherra. Dómurinn hefir enn ekki verið kveðinn upp. Northcijoft er frá Nýja-Sjálandi. ERLENDAR FRÉTTIR Attlee forsætisráðherra skýrði brezka þinginu frá því í gær, að sérfræðingar ynnu nú að því að fullgera samningana um banda- lag Breta og Frakka. Þeir myndu m. a. fjalla um efnahagsmál og fjármál, auk sameiginlegra hervarna. í indverskum borgum hafa verið miklar róstur seinustu dagana og hefir verið fyrirskip- að útgöngubann frá sólarlagi til sólaruppkomu. í Grikklandi hefir verið mynd- uð samsteypustjórn. Tsaldaris er utanríkisráðherra. Gasperi hefir verið falið að mynda stjórn á Ítalíu. Finnar hafa fengið 20 milj. dollara lán í Bandaríkjunum. fyrir verulegu áfalli og landbún- aðarframleiðslan hefir haldizt vel í horfinu. Bandaríkjamenn hafa einnig látið Japani fá mat- væli í allríkum mæli og hefir það vakið talsverða óánægju í Kína og Indlandi, þar sem almenn- ingur hefir víða búið við hung- ursneyð. Viðjirværið er talið mun betra í Japan en í þe,ssum lönd- um. Það gerir þó sennilega mestan mun á hernámi Japans og Þýzkalands, að Japanir hafa stjórn landsins að mestu leyti í sínum' hönlum undir léiðsögn Bandaríkjamánna. Yfirráð keis- arans hafa fengið að haldast áfram, þótt hann hafi orðið að afsala sér hinum „guðdómlega rétti“ og leggja völd sín í hend- ur þingsins og stjórnarinnar. Sett hefir verið ný stjórnarskrá, sem tryggir öllum jafnan kosn- ingarétt og margvíslegt 'félags- frelsi. Á grundvelli þessarar stjórnarskrár, sem er mjög snið- in eftir stjórnarskrá Banda- rikjanna, fóru fram þingkosn- ingar á síðastl. ári og greiddu 72% kjósendanna atkv. Stærst- ur varð frjálslyndi flokkurinn, sem fékk 140 þingsæti. Næstir urðu framsóknarflokkurinn og jafnaðarmenn með um 100 þing- sæti hver. Kommúnistar fengu ekki nema fimm þingsæti, þótt þeir'fenjjj um eina milj. atkv. Veldur þessu kjördáemaskipun landsins. Eftir kosningarnar var mynduð samstjóri stærstu flokk- anna. Hún vinnur nú að marg- vfslegum umbótum og breyting- um eftir tilsögn Bandaríkja- manna. Eitt verkefni hennar er að víkja úr opinberum störfum öllum þeim, sem fylgt hafa hern- aðarsinnum, að svo miklu leyti, sem það hefir ekki áður verið gert. Forsætisráðherrann er Shigeru Yoshida, fyrrum sendi- herra i London. Það lítur því þannig út á papp- irnum, að lýðræði hafi verið inn- leitt í Japan, enda halda margir Ameríkumenn því óspart fram. Hins vegar eru þeir margir, sem telja þetta lítið annað én sjón- leik. Þeir segja, að iðj»höldarnir og fjárplógsmennirnir standi að baki hinum nýju stjórnmála- flokkum og stjórni þeim í sína þágu. í skjóli þeirra haldi þeir völdum sínum áfram, en al- menningur sé jafn áhrifalaus sem áður, enda hafi hann vant- að menntun og önnur skilyrði til að hajyiýta sér þau réttindi, er felast í stjórnarskránni. Með- an málum sé þannig háttað breyti það engu, þótt hershöfð- ingjum og herforingjum sé hengt, því að hættan af þeim hafi verið minni en af auðhring- unum, sem stóðu að baki þeim og stjórnuðu gefðum þeirra. Þeirri gagnrýni virðist líka vaxa fylgi, að Bandaríkjamenn taki of lausum tökum á málefn- um Japana, og treysti því um of, að hægt sé að valda snöggri hug- arfaivbreytingu stórþjóðar með löggjöf einni saman. Slíkt fá- ist ekki fram nema með löngu og þrautseigu starfi. Þar gildi ekki hinn „ameríski hraði." Einkum ber á þessari gagnrýni í enskum blöðum. Rússar halda því hins vegar fram, að Banda- (FTamhald á 4, síðii) KOMIÐ AF SALTFISKVElÐfJM Á síðasta ári fóru íslenzku togararnir aftur að stunda saltfiskveiðar, eins og í „gamla daga.“ En allan styrjaldartímann hafði það ekki komið fyrir að togarar fiskuðu í salt. En nú um áramétin hafa flestir hætt því aftur, þegar verðhækkun varð í Bretlandi og ieyft var að flytja þangað haus- aðar* fisk. Þó getur svo farið, að grípa verði aftur til þessara veiða. Mynd- irnar hér að ofan voru teknar í vetur um borð i einum íslenzka togaran- um, er hann var nýkominn í höfn af veiðum, í salt. Verið er að byrja að skipa saltfisknum upp, en hann er drifinn upp úr lestinni í tunnum, sem helt er úr í stór trog á þilfarinu, sem síðan eru tekin upp á bifreiðar með krana, sem stendur á bryggjunni. Á neðri myndinni sjást menn með tvo væna þorska á milli handanna. . (Ljósm. Tímans Guðni Þórðarson). Fullkomnasta farþegaflugvél Is- lendinga kom til landsins i gær Verður fyrst um sinu notnð til iunanlaiidsflugs Klukkan tæplega fjögur í gær kom hingað á Reykjavíkurflug- völlinn Douglas-flugvél sú, sem Flugfélag íslands festi fyrir skömmu kaup á í Bretlandi. Er hún af svipaðri gerð og flugvél sú, sem félagið hefir átt og keypti af hernum. Vél þessi er að því leyti frábrugðin öðrum stórum farþegaflugvélum, sem keyptar hafa verið hingað til lands, að hún kemur fullbúin til farþega- flugs, með þeirri beztu inpréttingu, sem sézt hefir í fslenzkri Þriöjungi færri skip gerð út frá isafirði en í fyrra I»rír nýit* Svíþjjóðurhátai* ckki notaðir vcg’na vansmíðis, ncma von til, að færeyskar bátsliafnir geti búið í einum Því fer fjarri, að allur fiskiskipafloti landsmanna sé nýttur. nú á þessari vetrarvertíð, þótt nokkuð misjafnt bitni það á útgerðar- bæjum landsins. Afli er yfirleitt góður, og stundum ágætur, þegar gefur á sjó. Veldur þessu mannekla. Menn eiga vísa tryggari afkomu við önnur léttari, þægilegri og áhættuminni störf en sjó- sókn að vetrarlagi. Þá liggja sumir hinna nýju Svíþjóðarbáta aðgerðarlausir vegna missmíðanna, er á þeim eru, því að sjómenn vilja ekki ráða sig á þá, fyrr en nauðsynlegar breytingar hafa farþegaflugvél. Flugvél þessi er upphaflega smíðúð handa hernum og til Útför Aðalsteins Krist- inssona r f ór f ram í gær Útför Aðalsteins Kristinsson- ar fyrrverandi framkvæmda- stjóra S.Í.S. fór fram frá Dóm- kirkjunni í gær, að viðstöddu miklu fjölmenni. Athöfnin hófst með húskveðju að heimili hins látna, Fjölnis- veg 11. Flutti þar ræðu séra Jakob Jónsson. Að heiman báru kistuna tveir eftirlifandi bræð- ur Aðalsteiijí;, þeir Sigurður og Jakob, auk nokkurra af elztu starfsmönnum Sambandsins. í kirkju báru félagar úr frímúr- arareglunni, en úr kirkju báru núverandi framkvæmdastjórar Sís, forstjóri og þeir stjórnar- menn Sambandsins, sem staddir eru í Reykjavík. í kirkjugarð báru félagar úr Framsóknar- félagi Reykjavíkur og seinasta spölinn báru starfsmenn Sís. Jarðað var í Fossvogskirkjugarði. í kirkju flutti séra Jakob Jóns- son ræðu, og Þórarinn Guð- mundsson lék einleik á fiðlu. Skrifstofur S.Í.S. og fjölda margar aðrar skrifstofur fyrir- tækja og einstaklinga hér í bæ, voru lokaðar frá hádegi í gær, í tilefni af útförinni. hernaðarþarfa með einfaldri innréttingu til farþegaflugs, svipað og Douglasvél sú, sem fé- lagið hefir átt að undanförnu og notuð hefir verið til farþega- flugs hér. En flugfélagið lét inn- rétta vélina í Bretlandi, og er hún nú búin öllum þeim beztu þægindum, sem eru í slíkum farþegafíugvélum. Hvar maður hefir sitt sæti, sem er færanlegt, sérstakt ljós og loftræstingu út af fyrir sig. Farþegi í þessari flugvél getur því látið fara vel um sig í sæti sínu, án þess að gera öðrum óþægindi, og reykt ef hann vill. Við hvert sæti er bjalla til að kalla á flugþernuna. Gengur hún um beina og veitir mönnum hressingu og hlúir að þeim. Þó að þessi flugvél sé upphaf- lega byggð handa hernum, er hún þó nú búin þeim fullkomnu þægindum, er beztu farþega- flugvélar hafa upp á að bjóða. Flugvélin kom hingað frá Prestwick í Bretlandi, og var öll áhöfnin íslenzk. Gekk ferðiri í alla staði vel. Erfið lendingar- skilyrði voru hér á Reykjavíkur- flugvelli í gær, dimmt veður og lágskýjað. Lendingin tókst samt ágætlega. Flugmaður véiarinn- ar var Jóhannes Snprrason, Smári Karlsson var aðstoðar- flugmaður. Þessi nýja flugvél mun aðal- lega verða notuð til farþega- flugs innanlands, a. m. k. fyrst um sinn. verið á þeim gerðar. Þriðjungi fœrri bátar geröir út frá ísafiröi en í fyrra. Útgerðin á ísafirði er talandi dæmi þessa van-nýtingu fram- leiðslutækjanna. Þaðan munu nú gerðir út þriðjungi færri bát- ar en á síðustu vertíð. Meðal peirra skipa, sem ekki eru gerð út, eru fjögur skip Björgvins Bjarnasonar útgerðarmanns, Hugir tveir, Richard og Grótta. Aðeins einn bátur stundar nú togveiðar frá ísafirði. Þrír nýir Sviþjóöabátar ekki notaöir vegna vansmiöis. Þá liggjá þrír nýir Svíþjóða- bátar aðgerðalausir í ísafjarðar- höfn. Fjórir, Sviþjóðabátar komu til ísafjarðar, og eru tveir þeirra eign Samvinnufélags ísfirðinga, en tveir eign útgerðarfélagsins Njarðar. Þessir bátar eru allir smíöaðir eftir svokallaðri ísa- fjarðarteikningu og því af sömu gerð og Borgey, er fórst í mynni Hornafjarðar i haust, eins og öllum er í fersku minni. Annar bátur Samvinnufélags- ins, Finnbjörn, er notaöur til varðgæzlu og eftirlits fyrir Vestfjörðum, og mun ekki þykja of vel hæfur til þeirra starfa. Hinir þrir eru alls ekkert not- aðir, því að sjómennirnir kjósa fremur að ráða sig á gömlu bátana eða leita annarrar vinnu heldur en leggja líf sitt í hættu á svo viðsjálum skipum. íbúö handa Fœreyingum. Komið hefir til orða, að ann- ar SvíþjóÖabátur Njarðar yrði notaður til íbúðar handa Fær- Verkfall yfirvofandi í Vestraannaeyjum (Frá fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum). Bjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum hefir nú til- kynnt, að koma muni til vinnu- stöðvunar þar, frá og með 27. þ. m., ef ekki hafi náðst samningar við útgerðarmenn á staðnum fyrir þanh tíma. En í Vest- mannaejýum eru taldar litlar líkur til þess að slíkir samningar muni takast. Sjómenn fara fram á allver.u- lega kauphækkun og kjarabæt- ur. Gera þetr kröfu til þess að fá y3 hærri kauptryfgingu en sjórrienn hafa á Faxaflóabátum. Útgerðarmenn í Vestmanna- eyjum og aðrir atvinnurekendur munu hugsa sér að svara þessu verkfalli sjómanna með þvi að láta niður fa,lla alla vinnu, einn- ig á. landi. Eins og sakir standa lítur því helzt út fyrir, að alls- herjar vinnustöðvun skelli á í Vestmannleyjum. Útvegsbændafélagið í Vest- mannaeyjum hefir snúið sér tii Landssambands íslenzkra út- vegsmanna, en félagið er aðili að (Framhald á 4. slSu) eyingum, sem verið er að reyna að fá á tvo litla báta gamla, er eigendur hafa hug á að koma á flot. Myndi það þá verða einu notin af þessum skipum fyrst um sinn,- Kröfur á hendur rikinu. Það hefir og flogið fyrir, að eigendur þessara ísfirzku Sví- þjóðarbáta, ætli að fara fram á það, að ríkið láti breyta skip- unum, svo að forsvaranlegt sé að manna þau og gera þau út, og beri ríkissjóður kostnaðinn af þeim breytingum. Hvort þessi krafa er þegar fram komin, veit blaðið ekki, né heldur hvaða afstöðu ríkisvald- ið tekur til þessa máls. Mannekla mesti bagi útgerð'- arinnar. Að þessum Svíþjóðarbátum slepptum, er það fyrst og fremst mannekla, sem - veldur því, að skipin eru ekki notuð til fisk- veiða, og munu útgerðarmenn í flestum verstöðvum landsins eiga við áþekka örðugleika að stríða. — Á ísafirði hafa fjöl- margir sjómenn leitað burt, ýmist til sjósóknar annars stað- ar eða til annarra starfa, sem veita betri eða að minnsta kosti tryggari afkomu og eru (Framhald á 4. síðu) Þeir fuiiilii silki- * ; sokka og pipar- bréf • , Vlðskiptamálaráðuneytiff sendi sakadómaranum í Rykjavík fyr- ir nokkru kæru út af 14 bréfum, sem pósthúsinu bárust og áttu að fara til útlanda. Grunaði ráðuneytið, að í bréfunum væri varningur, sem óleyfilegt er að flytja úr landi, án sérstaks leyfis þar til kvaddra yfirvalda. Sakadómari kvað upp þann úrskurð, j|S bréfin skyldu opn- uð og var það gert í skrifstofu hans í gær. Er slíkt, að opna bréf með fógetaúrskurði, mjög fágæt ráðstöfun hér á landi og ekki til þess háttar gripið, nema sérstaklega mikið þyki liggja við. Tíðindamaður blaðsins sneri sér í gær til skrifstofu saka- dómara, eftir að bréfin höfðu verið opnuð og það skoðað, er í þeim var. Vildi hann fá að vita, hvað í ljós hefði komið. Þelr aðilar, sem höfðu með málið farið, töldu sér þó ekki fært að segja neitt um það. Rannsókn þeirra væri ekki heldur lokið. Tíminn hefir samt scm áður hugmynd um það, hvað i bréf- unum hafi verið, þótt sú vitn- eskja sé annars staðar frá. Munu þessar sendingar hafa verið ómerkilegri en yfirvöldin bjuggust við. i einu bréfinu mun t. d. hafa verið silkisokkar, piparbréf í öðru og þar fram eftir götunum. Viðskiptaráðuneytið hefir hér \ sýnt mikla röggsemi vlð að hafa ) hendur í hári þeirra, sem lögin i brjóta og fara illa með gjaldeyri | þjóðarinmy. En vera kynni þó, { að það gteti fundið stærri verk- j efni og veigameiri, ef grannt | væri að gáð. - 1

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.