Tíminn - 24.01.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.01.1947, Blaðsíða 3
16. blað Nokkrar bækur Valdimar Steffensen: Hippókrates. Faðir lækn- islistarinnar. Bókaútgáf- an Norðri. Stærð: 118 bls., 14X20 sm. Verð: kr. 12.00 óbundin. Flest vitum við það helzt um Hippókrates, að hann er talinn faðir læknislistarinnar. Hér er gerð grein fyrir því, sem helzt er vitað um þennan mann og kenningar hans. .Hippokrates var frá eyjunni Kos við Litlu-Asíu strendur, talinn fæddjir 460 f. Kr. og varð gamall maður. Enginn veit hvað -mikið hann hefir raunverulega skrifað af því, sem honum er eignað, en talið er fullvíst, að nokkur rit séu komin frá nán- ustu lærisveinum hans a.m. k. Þessi bók gerir grein fyrir ástandi læknislistarinnar um daga Hippókratesar og helztu kenningum Hippókratanna, að veikindin stöfuðu af sjúklegu ástandi mannsins, læknuðust fyrir kraft lífsins hið innra með manninum, og því væri hlut- verk læknisins að hjálpa þeim krafti. Þýðingargreinarnar bera margar vitni um skarplega at- hugun og nærfærni þessara fornu lækna. Þessi bók verður ekki lesin sem kennslubók í læknisfræði eða heilsufræði, en í henni er gagnmerkur fróðleikur. Mér þykir hún bæði fróðleg og skemmtileg. H. Kr C. S. Lewís: Rétt og rangt. . Andrés Björnsson þýddi. Bókagerðín Lílja. Stærð: 85 bls., 13X20 sm. Verð'. kr. 8.00 ób. 17.00 innb, Þessi bók er í tveimur köfl- um og eru 5 útvarpserindi í hvorum. Fyrri hlutinn heitir: Rétt og rangt og hinn síðari Kristinn átrúnaður. Ég geri ekki ráð fyrir þvi, að þeir, sem aldrei hafa fundið hj'á sér hvöt til að glíma við gátur tilverunnar og dýpri rök, finni mikla unun af þessari bók. Ég býst heldur ekki við, að hún færi lesendum sínum yfirleitt fulla vissu. Það er ekki svo ein- falt áð eignast hana. En þetta er skemmtileg bók fyrir þá, sem hafa yndi af rök- ræðum, þvi að höfundurinn er skarpgáfaður, glöggur og mark- viss 1 framsetningu og stíllinn léttur. Og þó að margt sé óvíst af kenningum hans í augum ef- ans barna, er það þó jafn ljóst hverjum fordómalausum les- anda, að höfundur sviptir skarp- lega í sundur brynju þeirri, sem efnishyggjan hefir lengi yfir sér haft í nafni vísinda og sann- leika. Ég geri ekki ráð fyrir því, að neinn verði trúaður af skyn- samlegri hugsun og rökræðum einum saman. En þær eiga að eyða fordómunum, svo að mað- ur geti opnað huga sinn fyrir lífssannindunum og dómgreind- in njóti sín betur. Ég tek hér upp, — nánast af handahófi, — fáein orð úr þess- um erindum: „Röksemd mín gegn guði var, að heimurinn virtist svo grimm- úr og ranglátup. En hvernig hafði ég fengið þessa hugmynd um rétt og rangt? Enginn kall- ar línu bogna, nema hann hafi einhverja hugmynd um beina línu. Við hvað var ég að líkja heiminum, þegar ég kallaði hann ranglátan? Ef hinn skynj- anlegi heimur var illur og ó- skynsamlegur yzt sejn innst, ef svo mætti segja, hvers vegna var ég þá í svo ofsalegri and- stöðu við hann?--------------Ef heimurinn allur væri þýðingar- laus, hefðum við aldrei komizt að því, að hann hefði enga þýð- ingu. Það er rétt eins og við mundum aldrei vita af myrkri, ef ekkert ljós væri í heiminum og því engar verur með augu.“ Bvona er þessi bók, skarplegar hugleiðingar um þýðingarmikil mál. H. Kr. Leikfélag Reykjavíkur 50 ára. H.f. Leiftur. Stærð: 300 bj*., 18X25 sm. Verð: kr. 55.00 ób. Þetta rit er fallegt, skemmti- legt og fróðlegt. Lesmál þess skiptist í þessa þætti: Minning- ar, ávörp og kveðjur, söguþætti og skrár, en auk þess eru þrír myndaflokkar í ritinu, hver um sig stór og fjölbreyttur. (Framhald. á 4. slðu) menntasögu, er spennir yfir sænskar bókmenntir frá síðustu aldamótum, er Arthur Lund- kvist talinn í flokki þeirra skálda sem nefndir eru lífsdýrkendur. Hann er glæsilegur bæði sem maður og skáld, ungur að aldri og á því vafalaust eftir að bæta miklu við hæð sína, sem höf- undar. Hann yrkir bæði rímuð og órímuð ljóð, skáldsögu hefir hann skrifað, sem heitir: „Floderna flyter mot havet“, ferðabækur og fjölda ritgerða. Nýlega hefir hann gefið út bók- menntayfirlit, er nær yfir milli- stríðsbókmenntir tuttugu og fjögurra Evrópulanda. Þar ritar hann langan þátt um enskar bókmenntir. Harry Martinson er einnig talinn til lífsdýrkendanna, Sextán ára gamall gerðist hann kyndari og sigldi um öll heims- ins höf. Það er sagt um skáldið Harry Martinson, að með eða móti vilja sínum hljóti allir að elska hann. Með honum hafa sænskar bókmenntir fengið nýtt blóð, djarft og heitt. Af þeim sænskum höfundum, sem kunnir eru heima, og brá fyrir á þessu móti, ber helzt að nefna þá ívar Lo Johanson og Vilhelm Moberg. Ivar Lo Jo- hanson er gæddur ljóma gáfna og prúðmennsku, það hvílir ró yfir látbragði hans. Vilhelm Mo- berg virtist mér rosakarl, ég fer ekki nánar út í það. Ivar Lo Johanson hefir hlotið mesta frægð fyrir bækur sinar um statarna.landbúnaðaryerka- mennina, og er talinn eiga manna drýgstan þátt í að kjör þeirra hafa verið bætt, svo að þau mega teljast mannsæmandi. Sjálfur er hann sonur landbún- aðarverkamanns og þekkir því af biturri reynzlu það líf, er hann lýsir. Á yngri árum flækt- ist.hann um utanlands og inn- an, án þess að geta fest sig við stað eða starf. „Förumannslíf í Frakklandi" heitir fyrsta bók hans af fimm, sem fjalla um ferðir hans víðs vegar um Ev- rópu. Tuttugu og níu ára gam- all gaf hann út fyrstu skáld- sögu sína, „Mona ár död“. Síðan hefir hvert stórverkið rekið annað. Ein af skáldsögum hans, „Kungsgatan“, hefir verið þýdd á íslenzku og heitir í þýðingunni „Gatan.“ Tvær sögur Mobergs hafa ver- ið þýddar á íslenzku, „Þeystu þegar í nótt“ og „Kona manns. Það er kona manns, sem höf. sneri í leikrit. Síðasta bók Mo- bergs heitir „Brudarnas kálla“. Móu Martinson hefir verið getið hér að framan, vil ég nú með fáum orðum minnast þriggja annarra skáldkvenna, (Framhald á 4. síSu) TÍMIÍVÍV, föstiidaginn 24. Janúar 1947 ALICE T; HOBART: #• Vang og yin tehúsanna og gortaði af syni sínum. „Þessi útlendi I Sheng,“ sagði hann — „aðferðir hans eru réttar. En það hefir engum skilizt enn, nema mér — þess vegna á ég líka son.“ En straumhvörfin urðu ekki eins snögg að þessu sinni og um skurðlækningarnar. Kunningjar dyravarðarins lágu honum á hálsi fyrir að hafa leyft, að karlmaður hjálpaði konu hans við fæðingu — og það meira að segja útlendur barbari. En samt bar það við, að einn og einn maður, sem farinn var að örvænta um það, að hann eignaðist son, leitaði í kyrrþey til Peters með vanfæra konu sína. Peter hafði nýja ráðagerð á prjónunum. Ef hann átti að geta látið í té fæðingarhjálp, varð að koma á stofn sérstakri kvenna- aeild við sjúkrahúsið. Hann sneri sér til stjórnar trúboðsfélagsins og fékk lítilfjörlegan styrk í þessu skyni. En það nægði aðeins. íyrir lítilli einnar hæðar byggingu. Peter valdi henni stað öðrum mégin við hliðið. Það var mikið vandamál að fá fólk til hjúkrunarstarfa við þessa deild. En Sen S Mó leysti vandann. „Ekkjur geta unnið þau hjúkrunarstörf, sem I Sheng vill láta viijna í kvennadeild- inni,“ sagði hún. „Margar ekkjur munu fúsar til þess. Og ég skal stjórna þeim.“ „Þú!“ hrópaði Díana. „Já — ég vil meina það.“ Sen S Mó hóf þetta nýja starf sitt um það bil, sem hitarnir byrjuðu. Starfsmeyjar hennar voru þrjár ungar ekkjur. Hafi Díana látið sér detta í hug, að Sen S Mó myndi sjálf vinna með höndunum, þá sá hún nú fljótt, að svo var ekki. Hina líkam- legu vinnu lét hún hinar inna af höndum — sjálf leit hún eftir öllu og sá um, að það væri þolanlega gert. „En þetta er þó framför,“ sagði Stella, þegar Peter æddi um og kvartaði undan slæmum aga í sjúkrahúsinu. „Þú skalt að minnsta kosti ekki ávíta hana, þótt hún vinni ekki sjálf, fyrr en þú sérð, hvernig henni fer stjórnin úr hendi.“- Stella'stjórnaði sjúkrahúsinu að mestu leyti um sumarið. Sér til undrunar sá hún brátt, hvernig ættmóðureðlið í Sen S Mó vaknaði til lífs. Hún hafði innan skamms skapað strang-kín- verska heimilishætti í kvennadeildinni og gekk sjálf u mmeð ótví- ræðum ættmóðurþótta. „Unga lærdómskona,“ sagði hún einu sinni við Stellu. „Leyfðu mér að spara þér það ómak að bera lyklana að hrísgrjóna- geymslunni. Ég skal inna þetta lítilfjörlega starf af höndum.“ Eftir þetta gekk hún ævinlega með lyklana að matskemmun- um og lyfjageymslunum við belti sér — ótvíi\ætt tákn um vald hennar og myndugleika. í einu horni sj úkrahússgangs kom hún iyrir sérstöku borði handa sér. En það var ekki aðeins valdafíkn kínverskra kvenna, sem hún hafði þegið að arfi, heldur einnig dugnaður og árvekni. Bæði starfsfólkið og sjúklingarnir urðu að hlýða hverri skipun hennar, og það va'r ekki til sá verkakarl í trúboðsstöðinni, að hann ekki hefði beyg af henni. Þegar Peter kom heim úr sumarleyfinu, sýndi Stella honum sjúkrahúsið. „Hefirðu nokkurn tíma séð það svona hreint og þokkalegt?“ spurði hún. „En hvernig er búið að sjúklingunum?“ spurði hann ófor- betranlegur. „Er farið eftir réttum reglum?" „Sen S Mó hefir tekið á sínar herðar heilmikið af mínum fyrri störfum, svo að nú hefi ég getað helgáð mig hjúkrunar- störfunum betur.“ Peter fölnaði. „Ertu að segja mér, að þú hafir sjálf tekiö á þig störf, sem Sen S Mó þ'ykist of góð til að vinna?“ „Peter!" sagði Stella. „Þú skalt ekki telja þér trú um, að þú getir breytt stórþjóð á fáeinum vikum. Kínvei-jarnir skilja þig ekki — þeim finnst þú harðbrjósta og ómannlegur.“ Peter var agndofa. „Leyfa Kínverjarnir sér að segja þetta? Þeir, sem ekki gera hætishót fyrir sjúklingana!" „Ég get ekki gert þér þetta skiljanlegt, ef þú vilt ekki skilja það,“ sagði Stella þrjózkulega. „Þú kemst aldrei í neina mann- lega snertingu við þá. Þú ert svo einsýnn og tillitslaus. Geturðu ekki séð, að kínversk menning á í sér fólgið margt, sem við er- um snauð.af. Við verðum alltaf að reyna að vera dálitið skiln- ingsrík." Og þar með fór hún. Hann leit út um gluggann. Hún var i þann veginn að stíga upp í buröarstól sinn úti í garðinum. Ef til vill átti hann að hlaupa út og kveðja hana, áður en hún færi upp í fjöllin. En hann gat samt ekki fengið sig til þess — ekki eftir þessa ádrepu. En eina ákvörðun tók hann samt. Hann ætlaði að láta Sen S Mó stjórna kvennadeildinni eins og henni gott þótti. Um haustið, þegar Stella kom aftur, var hvert einasta rúm skipað. Sen S Mó stjórnaði öllu með harðri hendi. En það virt- ist vera harðstjórn, sem Kínverjar gátu sætt sig við. XXIV. MIKLIR þurrkar gengu, og hungursneyð ægði fylkinu. Fólk færði guðunum sáttarfórnir, bæði í borg og byggð. Borgmeistari andanna var borinn út á sviðna akrana á háum stóli, svo að hann gæti sjálfur séð eyðilegging- una. Hrút, tarfi og gelti var fleygt í fljótið, og bann var lagt við því að neyta matar úr dýraríkinu. Hin ströngu fyrirmæli Búdd- hatrúarinnar um jurtaát — reglur, sem jafnan voru sniðgengn- ar 1 góðærum, — voru teknar í gildi. Það mátti jafnvel ekki neyta eggja, því að í þeim duldist blundandi líf. En hinn blái himinn var jafn miskunnarlaus og áður. Regnið kom ekki. Regndrekinn var borinn um borgina. Hann var gæddur yang- eðli — hann gaf regnið, sem frjóvgaði jörðina. Aragrúi fólks lylgdi honum eftir með bjöllur og fána, og þegar hersingin gekk framhjá sjúkrahúsinu, ómaði hinn gjallandi málmhljómur milli veggja biðstofunnar. En Peter veitti þvi enga athygli. Hugur Tilbúinn áburður Þeir, sem kaupa ætla tilbúinn áburð á þessu ári, þurfa aö koma pöntunum sínum til skrifstofu vorrar fyrir 20. febrúar næstkomandi. Áburðartegundir þær, sem væntanlega fást, eru: Ammoniaksaltpétur ................ . 33.5% köfnunarefni Kalksaltpétur ................... 15.5% ____ Ammophos 16% köfnunarefni og .. 20 % fosfórsýra Superfosfat ..................... 20 % ____ Kalí 60% Brennisteinssúrt kalí Tröllamjöl. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og aðstoð stjórnarvalda, hefir enn ekki tekizt að fá loforö fyrir nægilegu áburöar- magni til landsins, en vonir standa þó til, að. úr þeim vanda rætist að nokkru leyti. Kaup hafa þegar verið gerð eða loforð fengist um tvö- falt magn af Ammophos miðað við 1946, svipað Super- fosfat og Kali, og nokkru meiri Ammoníaksaltpétur. Miklar líkur eru um nægilegt Tröllamjöl, og vonir um Kalksaltpétur til jafns við síðasta ár. Vprðlag áburðarins mun hækka um 10—15%. Áburöurinn verður seldur sömu aðilum og áður. Allar áburðarpantanir séu greinilegar og ákveðnar og miðist við þörf hvers eins. Munið, aff allar pantanir fiurfa að vera komnar fyrir 20. febrúar. ! Reyjtjavík, 16. janúar 1947. Áburðarsala ríkisins Jörðin Bakki í Austur-Landeyjum, fæst til ábúðar í næstkomandi far- dogum. Jörðin er landrík með stórum og sléttum túnum. Og henni fylgir löng fjara. Semja ber við Itjjörn S.oilssoii. Bakka. Innilegasta þakklæti fyrir auffsýnda samúð og vinarhug til dóttur minnar, Sloiuiintiai* Sigurðardóttur frá Katadal, er dó á sjúkraliúsi í Reykjavík, eftir langa og erfiða legu. Svo og fyrir alla hlutttekningu mér til handa við andlát hennar. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Guðmundsdótth*. SPEGILLINN Fyrsta blað ársins 1947 er komið út. Blaðið er nú með allmjög breyttu fyrirkomulagi; þannig kemur það út einu sinni í mánuði, 20 síður hvert tölublað. Stækkar að efni til um 60 síður á ári, frá því, sem verið hefir. Áskriftarverðið er kr. 30.00 á ári, sem þætti ódýrt fyrir bók um 420 bls. í Skírnisbroti, með um 200 myndum, en sú verður efnisstærð blaðs- ins nú. Sendið blaðinu áskriftir, beint til afgreiðslunnar, Pósthólf 594, Reykjavík. SPEGILLINN X UTBREIÐIÐ TIMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.