Tíminn - 25.01.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.01.1947, Blaðsíða 1
! RITSTJÓRI: l ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚ3I. Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A Síml 2323 31. árg. Reykjavík, laugardaginn 25. jnaúar 1947 17. blatf ERLENT YFIRLIT: Samningar Breta og Egypta Verður ágreiiiingnum skoðtið til sameinuðu þjóoanna? Seinustu dagana hafa borizt ósamhljóða fregnir frá London og Kairo um samninga Breta og Egypta. Fréttirnar frá Kairo segja, að samningaumleitunum sé hætt, en fréttirnar frá London segja, að þeim sé enn haldið áfram. Hvort réttara er, skal ósagt látið, en þetta bendir a. m. k. til, að illa horfi um samkomulag eins og stendur. í egypzkum blöðum er haft á orði, að Egyptar muni leggja ágreiningsmálin undir úrskurð Sameinuðu þjóðanna. YLFINGASVEITIRNAR FAGNA rVÝJU ARI Það eru nú'liðin 65 ár síðan veldi Breta hófst í Egyptalandi. Þá voru Egyptar búnir að vera ánauðugir síðan 30 árum fyrir Krist. Fyrst drottnuðu Rómverj - ar yfir þeim, síðan Arabar og seinast Tyrkir. Sjálfstæðishug- ur var farinn að glæðast meðal Egypta, þegar Bretar komu til landsins, og óx hraðfara næstu áratugina. Eftir fyrri heims- styrjöldina kom þar oft til blóð- ugra uppþota. Bretar létu hægt og hægt undan sjálfstæðiskröf- um Egypta, eins og þeirra er vandi. Árið 1936 fengu Egyptar loks fullveldi sitt viðurkennt, en jafnframt var gerður sérstakur samningur milli þeirra og Breta, sem Bretum var leyft að hafa hefstöðvar í landinu til 1956, að- allega þó við Súesskurðinn. Jafnframt fengu Egyptar hlut- deild í stjórn Suda'n, sem áður hafði verið að rriestu undir yfir- ráðum Breta. Strax og seinustu heimsstyrj- öld lauk, tóku egypzkir þjóðern issinnar að bera fram kröfur um brottflutning brezka hersins úr landinu. Iðulega kom til átaka milli þeirra og brezkra hermanna. Brezka verkamanna- stjórnin taldi sér skylt að taka Bevin. ERLENDAR FRETTIR Mikolajczyk hefir sent hæsta- rétti Póllands kæru, þar sem hann krefst ógildingar á þing- kosningunum. Hann hefir einn- ig tilkynnt, að þingmenn bænda- flokksins ætli ekki að sækja þingfundi í mótmælaskyni. Öryggisráðið mun ræða um kæru Breta gegn Albönum í næstu viku. Ástralíumenn hafa lagt til ú frlðarfundinum í London, að fyrst um sinn verði aðeins gerð- ir bráð'abirgðasamningar við Þjóðverja, en endanlegir friðar- samningar verði gerðir síðar. Þeir krefjast þátttöku í friðar- samningunum. Hoover fyrrv. Bandaríkjafor- seti er á förum til Þýzkalands til að kynna sér matvælaástandið þar. í róstunum í Indlandi sein- ustu dagana hafa allmargir Múhameðstrúarmenn verið handteknir, auk ýmissa for- sprakka kommúnista. þennan frelsisvilja Egypta tii greina. Þann 9. maí síðastl. lýsti Attlee því y^ir í brezka þinginu, að brezka stjórnin hefði boðið egypzku stjórninni að flytja brezka herinn úr landinu og jafnframt óskað eftir samning- um við hana, þar sem ákveðið væri, hvernig brottflutningnum skyldi hagað og hvernig sam- eiginlegum vörnum Breta og Egypta skyldi háttað til frám- búðar. Jafnframt tilkynnti Att- lee, að, Bevin myndi stjórna þessum samningúm af hálfu Breta. Þessi yfirlýsing Attlee var mjög gagnrýnd af íhalds- mönnum, einkum Churchill, sem vildi, að Bretar héldu sig við samninginn frá 1936. Samningur Breta og Egypta hafa staðið yfir síðan, án þess að , samkomulag hafi náðst. Bretar hafa þó sýnt, að hugur fylgdi máli, er þeir buðust til að semja. Þeir hafa flutt her sinn frá Egyptalandi í stórum stíl og m. a. afhent Egyptum herstöðvar þær, sem þeir hafa haft í Kairo og Alexandriu, þar sem var aðalflotastöð þeirra við Miðjarðarhaf. í fýrsta sinn í rúm 60 ár er nú ekki brezkt herlið í þessum borgum. Enn eru þó nokkrar brezkar hersveitir, aðallega flugher, við Súesskurð- inn. Upphaflega voru helztu á- greiningsefnin þrjú, sem sam- komulagið strandaði á. Það fyrsta var, hvernig brottflutn- ingi brezka hersins skyldi hagað og hversu fljótt honum skyldi lokið. Annað deiluefnið var, hvernig sameiginlegum her- vörnum Breta og Egypta skyldi háttað til frambúðar, ef til styrjaldar kæmi, einkum með tilliti til varna Súesskurðarins. Bretar vildu.fá-rétt til hersetu í Egyptalandi undir slikum kringumstæðum. Þriðja deilu- efnið voru yfirráðin í Sudan, sem Egyptar vilja að leggist undir Egyptaland. Á síðastl. hausti var talið lík- legt, að samkomulag væri feng- ið um tvö fyrstu ágreiningsat- riðin. Hins vegar hefir aldrei náðst samkomulag um Súdan. Bretar segja', að það verði fyrst og fremst að fara eftir vilja Sudanbúa sjálfra, hvort Sudan leggist undir Egyptaland. Egyptar styðja tilkall sitt til Sudan ekki sízt með því, að Níl- arfljót eigi þar upptök sín og sá, sem ráði yfir upptökum Nílar, geti ráðið yfir Egyptalandi. Þeir telja einnig að landfræðilegar og þjóðfræðilegar ástæður rétt- læti sameiningu Egyptalands og Sudan. Bretar telja hins vegar, að stórveldisdraumar ráði hér verulegu um kröfur Egypta. Egyptaland telur nú um 17 milj. ibúa, en í Sudan eru um 7 milj. íbúar. Ef sameiningin gengi fram, væri Egyptaland orðið langfjölmennasta og öflugasta ríkið i arabiska ríkjabandalag- inu og marga Egypta dreymir um, að þannig geti Egyptaland orðið stórveldi á ný eftir tvö þúsund ára undirokun. Meðal Sudanbúa er hins vegar ríkjandi ajlsterk mótspyrna gegn sameiningunni. Þeir óttast, að hlutur Sudanbúa verði fyrir borð (Framhald á 4. síðu) Skátahreyfingin er meðal murkuslu uppeldishreyfinga í heiminum, og á orðið djúpar rætur meðai flestra þjóða, þótt tiltölulega skammt sé síðan hún hófst. Víst hafa hin löngu styrjaldarár verið starfi og hugsjón- um skátanna mikill hnekkir, en því meira starf bíður, þegar nú er upp stytt að mestu leyti því hörmungaéli. Ef tii vill verður skátahreyfingin meðal hinna giftudrýgstu afla í heiminum, er berjast gegn heift og hatri þjóða milli og kynþátta, lausung og rótleysi. — Þessi mynd er frá skrúð- göngu'danskra skáta á nýársdag í Kaupmannahöfn. Á efri myndinni er sveit ylfinganna. Á neðri myndinni er verið að fá sendinefnd í hendur gjóf, er færa skal Kristjáni konungi. Rækileg rannsókn hef ir f arið fram i nauðgunarmálinu Málsskjölin .sensl herstjórninni, er neitar að skýra frá málsniðurstöílu Á nýársnótt síðastliðna gerðist sá atburður, að amerískir sjó- liðar, er bá héldu hóf mikið í hermannaskálum í vesturbænum, nauðguðu íslenzkri stúlku og misþyrmdu tveimur öðrum líkam- lega á annan hátt. Þótti mörgum sem slælega hefði verið gengið fram um rannsókn þessa máls, og komu islenzk yfirvöld á fram- færi skýrsla um atburðinn, er þeir er tilþekktu, höfðu rökstudda ástæðu til þess að ætla, að væri alröng. Birtist þá í Tímanum irásögn þess manns, er stúlkan, sem nauðgað var, flúði til, er hún slapp frá sjóliðunum, og mun flestum finnast, að hún hafi tekið af öll tvímæli um sekt þeirra eða sakleysi. Maður sá, sem tíðindamaður Tímans leitaði upplýsinga hjá og stúlkan flúði til, var Filippus Bjarnason brunavörður. Fram- burður hans staðfesti að öllu leyti framburð stúlkunnar, en hnekkti framburði hermanns- ins, sem verkið framdi. Þrátt fyrir það, þótt þessi vitnisburð-. ur kæmi fram, hefir lítið af málinu og rannsókn þess frétzt, og hefir ýmsum verið í grun, að stúlkunni, er fyrir nauðguninni varð, gengi illa að fá ifflp- reisn mála sinna. Tíðindamaður Tímans hefir fyrir því snúið sér til hlutaðeigandi embættis manna og æskt upplýsinga, þar sem það er ekki ómerkt mál, hvort mönnum hér í bæ er hegnt fyrir afbrot. Þáttur rannsóknarlögreglunnar og sakadómarans. Tíðindamaður Tímans sneri sér fyrst til sakadómarans. Rannsóknarlögreglan og saka- dómari hafa nú fyrir nokkru síðan látið fara fram ýtarlega rannsókn á þessu máli og ekki látið sitt eftir liggja, að hinir íslenzku aðilar næðu rétti sín- um. Hafa allir íslenzkir aðilar, sem þekkja til þessa máls, verið látnir bera vitni og einnig hafa verið lögð fram læknisvottorð, sem sýna, hvernig stúlkurnar þrjár voru til reika, er þær komu úr herbúðunum. Sakadómari sendi síðan ár- angur rannsókna sinna til her- stjórnarinnar, og er afskiptum hans af málinu þar með lokið, a. m. k. að sinni. Það eru hinir amerísku aðilar, sem dæma í málinu, og geta hinir íslenzku aðilar ekki sótt málið frekar, að blaðinu er tjáð. Það er því komið undir amerísku yfirvöld- unum, hver dómsniðurstaða verður. Spurzt fyrir í utanríkismálaráðuneytinju. Þegar rannsókn sakadómar- ans var lokið, var það fallið undir utanríkismálaráðuneytið að gæta réttar hinna íslenzku þegna. Hafði það haft milli- göngu um að koma hinni vé- fengdu skýrslu herstjórnarinnar á framfæri gegnum sakadómara. Tíðindamaður blaðsins sneri sér til utanríkismálaráðuneyt- isins~ fyrir nokkrum dögum og fór þess á leit við ráðuneytið, að það grennslaðist eftir þyí við (Framhald d 4. slSu) Von til þess, aö senn rætist úr kolaeklunni Betri kol en verið liafa vamtanleg til landsins Að undanförnu hefir kolaskortur verið bagalegu'r hér á landi, og sums staðar, til dæmis norðan lands, hefir verið alveg kolalaust um skeið. Hér i Reykjavík voru kol einnig ófáanleg nokkra daga, en nú hafa útgerðarfyrirtæki hlaupið undir baggann og látið kolaverzlununum í té kol, er þau geta séð af í bili. Vonir eru til, að kolafarmar komi til landsins innan skamms, svo að ekki komi til s'tórfelldra vandræða af þeim sökum. Vond kol, en betri en ekkl neitt. Eins og öllum mun kunnugt, hafa kol þau, er almennigur hefir átt kost á að fá í vetur og munu vera ensk, verið mjög slæm. Var hér um að ræða elds- neyti, er oft var vægast sagt illnotandi. Hafa margir átt í brotlausu stríði með að láta lifa í þessum óþverra og stund- um jafnvel ekki getað hitað upp húsakynni sín eða yljað elda- vélina, þegar verst hefir gengið. A!menningi, sem nota þurfti kol, en ekki hafði birgt sig upp, sumir kannske vegna þess, hve kolin voru vond, þótti samt óvænkast sinn hagur, er sá orð- rómur barst út, að kolin væru á þrotum í landinu. Varð þetta til þess, að menn kepptust um að ná í kolaleifarnar, og hefir það ef til vill átt nokkurn þátt í því, að kolalaust varð nokkra daga. Illár hugrenningar. , Það var um sama leyti og almenningur fékk pata af kola- eklunni, að fram komu í Reykja- vík tillögur um stórkostlega hækkun á rafmagni til almenn- ingsnota. Eins og kunnugt er, er hér talað um þriðjungshækkt un, og þó meira, að því er snert- ir rafmagnsnotkun á heimilum, og grunaði suma, aö þessa hækk j un myndi béra að í sama mund og kolin væru algerlega þorrin, i og þeir Reykv|kingar, sem ekki j ættu kost hitaveitunnar, hefðu'j þá ekki í annað hús að venda en J hita upp með rafmagni. Voru menn því fremur skelkaðir, sem vitað er, að nú er yfirleitt mik- ill ko'askortur í heiminum. Óttinn við frekari kolaskort ástœöulaus. ' Nú eru hins vegar vonir til, 40 ára afmælj Hlífar Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði á 40 ára afmæli um þessar mundir, og mun minnast þess í dag. Félagið var stofnað veturinn 1907, en ekki vitað nákvæm- lega hvenær það var gert. Var tiltækið litið svo óhýru auga af atvinnurekendum í Hafnarfirði fyrir 40 árum, að einn harð- bannaði, að ráðinn yrði nokkur félagsmaður á sín skip, en ann- ar sagðist heldur vilja fá svarta- dauða yfir bæinn en þessa plágu. — Þegar þetta var, var kaup verkamanna * þar 18—25 aurar á klukkustund, en kvenna (er Jpó Ainnu karlmaimsvinnu) 12 y2 eyrir. Fékk hið nýja félag hækkað kaup karlmanna upp í 20—30 aura, en kvenna upp í 15—18 aura. Gilti þessi nýi taxti í fimm ár. Verkamannafélagið Hlíf gefur út afmælisrit í tilefni af 40 ára starfi. Hefir Gils Guðmundsson rithöfundur skráð þar sögu fé- lagsins, en auk þess eru i því minningar gamals Hlifðar- manns, og tvö kvæði, sem Hlíf hafa verið helguð — eftir Sig- urð Einarsson og Jóhannes úr Kötlum. að greiðist fram úr kolavand- ræðum okkar íslendinga. Út- gerðarfyrirtækin, sem fengið hafa miklu betri kol en almenn- ingúr, þar eö ógerlegt er að knýja gufuvélar skipanna með mjög vondum kolum, hafa nú í bili hlaupið undir bagga og lagt kolaverzlunum til það af kolum, sem þau geta verið án í bili. Verða þessi kol skömmtuð, eftir þvi sem kolaverzlanirnar fá við komið, án opinberrar íhlutunar. Von skipa með góð kol. Kolakaupmenn gera sér vonir um, að með sæmilega strangrj skömmtun af þeirra hendi geti þær kolabirgðir, sem þeir nú hafa, enzt þar til nýjar kola- birgðir koma til landsins. Verða kol þau, §em nú koma, pólsk og ef til vill einnig amerísk. Vonir eru til, að þessi kol verði mun betri en hin lélegu ensku kol, sem menn hafa orðið að láta sér lynda að undanförnu, Alit hagfræðinganna komið út Eins og kunugt er, var i upp- hafi stjórnarkreppu þeirrar, sem énn stendur yfir,~ skipuð nefnd hagfræðinga, er í voru fulltrú- ar frá öllum flokkum, tíl þess aö kanna ástand fjármála, við- skiptamála og atvinnumála í landinu og gera tillögur um þær ráöstafanir, sem þeir teldu að gera þyrfti, þessum vandamál- um þjóðarinnar tii úrlausnar og hag alþjóðar til viðréttingar. í þessari nefnd áttu sæti Gylfi Þ. Gíslason, Jónas Haralz, Kle- mens Tryggvason og Ólafur Björnsson. Settust þeir þegar á rökstóla og gérðu að athugunum sínum loknum rækilegar tillögur um það, er þeim virtist, að helzt bæri að gera. Lengi vel hvíldi mikil leynd yfir þessu álitsskjali hagfræð- inganna, en síðar voru birtar glefsur úr þvi i, Visi, mjög úr samhengi siitnar. Nú er það komið úí í sérstakri bók, sem væntanlega mun koma í bóka- búðir í Reykjavík í dag. Snælandsútgáfan kostar út- gáfuna. Stormur hamlar yei5- pií I gær var allmikill stormur, og voru því mun færri bátar að veiðum í Kollafirði en að undan- förnu. Afli hefir annars verið góður marga undanfarna daga. í fyrradag kom til Siglufjarð- ar fyrsta Kollafjafðarsildin, sem þangað er flutt til bræðslu. Voru það 1021 mál, sem Erna flutti norður *frá . Reykjavík. í fyrradag lagði Álsey áf stað norður með síldarfarm, sem á- ætlaður er um 1100 mál. Senni- legt er, að verksmiðjurnar hefji ekki bræðslu fyrr en farmur þessara beggja skipa er kom- inn norðúr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.