Tíminn - 25.01.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.01.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMII\I\, laMgardaginn 25. jjanuar 1947 17. blað fí Cíiatianqi Mannlausu bátarnir Þau tíðindi munu þykja at- hyglisverð, að þriðjungi færri skip verða gerð til fiskveiða frá ísafirði í vetur en í fyrra. Þetta er þó ekki einsdæmi, heldur er svipaða sögu að segja úr mörg- um öðrum helztu verstöðvum landsins, t. d. Vestmannaeyjum. Það er aðeins hér við Faxaflóa, sem útgerðin hefir aukizt, en þó tæplega öllu meira en dregur úr henni annars staðar. Þær vonir manna, að hin miklu skipakaup seinustu ára myndu auka bátaútveginn stórlega, hafa því brugðizt enn sem kom- ið er. Til þessa liggja ýmsar ástæð- ur, eins og t. d. vöntun góðra hafnarskilyrða. Höfuðástæðan er þó skortur á sjómönnum. Ef skynsamlega og rétt hefði verið á málum haldið, hefði slíkt ekki átt að geta komið fyr- ir. Stjórn fjármálanna í land- inu hefir hins vegar verið á þann veg, að til þessa hlaut að draga. Hvers konar brask- og milliliða- starfsemi hefir fengið að blómg- ast hér óhindruð og dregið til sín óhemju fjármagn og vinnu- afl. Hinir nýríku braskarar hafa veitt fé sínu í luxusbygg- ingar og ýmsa álíka arðbær fyr- irtæki. Þeir hafa bæði getað boðið hærra kaup og þægilegri vinnu en undirstöðuatvinnu- vegirnir, landbúnaður og sjáv- arútvegur, hafa getað veitt. Af- leiðingin er sú, að% sveitirnar eru að tæmast og fjöldi báta liggur bundinn í höfn um há- vertíðina. Frámsóknarmenn hafa jafn- an bent á, að afleiðingin af stjórnarháttum seinustu ára fnyndi verða á þessa leið. Þessar aðvaranir þeirra voru þá kall- aðar hrakspádómar og bölsýni. Reynslan' hefir nú kveðið upp dóm sinn. Hér verður að taka upp ger- breytta stefnu, ef ekki á illa að fara. Það verður að fylgja nákvæmri áætlun um fram- kvæmdastarfsemi i landinu. Framkvæmdir í þágu atvinnu- veganna verða að hafa ótvíræð- an forgangsrétt. Aðrar fram- kvæmdir mega ekki vera meiri en svo, að þær dragi ekki nauð- synlegt vinnuafl frá fram- leiðslustarfseminni. Ráðstafanir verður að gera til þess að draga ur hinu óhæfilega mannahaldi við verzlunina og aðra milli- liðastarfsemi. Þá má ekkert láta ógert til að tryggja þeim, sem vinna að framleiðslunni, jafngóð kjör og öðrum lands- mönnum. Þetta hefir verið stefnan, sem Framsóknarflokkurinn hefir beitt sér fyrir og stimpluð hefir verið afturhaldsstefna og talin andstæð nýsköpuninni. Reynslan hefir nú hins vegar leitt í ljós, að þetta er -hin eina sanna nýsköpunarstefna og ekkert hefir verið framförum atvinnuveganna meiri fjötur um fót en glundroðinn varðandi notkun fjármagnsins og vinnu- aflsins, er einkennt hpfir stjórn- arstefnu seinustu ára. Benzínverðið Það -fer ekki hjá því, að til- kynning frá olíuhringunum, sem nýlega birtist í blöðunum, hafi vakið eftirtekt. Þar er skýrt frá því, - að hringarnir hafi átt frumkvæði að þvi við verðlags- yfirvöldin, að benzinverðið var Verzlunarmál og vinstri pólitík. Þjóðviljinn talar um verzl- unarmál og vipstri pólitík. í því sambandi mætti vel spyrja það góða blað hvað vinstri pólitík sé. Ef það er vinstri pól- itík að auka völd og bæta hag fjöldans, þá hefir undanfarið verið rekin og er enn rekin hægri pólitík í verzlunarmálun- um á íslandi, því að hún vernd- ar stórgróða einstaklinga og sá gróði er allur tekinn af almenn- ingi. Sósalistar hafa því setið og sitja enn í hægri stjúrn hvað þau mál snertir. . Kiljan leiddur til vitnis. í tímaritinu Rétti árið 1937 segir Halldór Kiljan Laxness svo um Framsóknarflokkinn: „Eitt fyrsta stefnumál hans, og það mál, sem aflað hefir hon- um mestra verðskuldana, er baráttan gegn sérnýtingu á vörudreifingunni, baráttan fyr- ir þjóðnýttri verzlun, samvinnu- verzlun. Auk þess hefir Fram- sóknarflokkurinn allra flokka drengilegast stuðlað að þjóð- nýtingu á samgöngutækjum, menntastofnunum og útvarpi, að ógleymdum ýmsum virðing- arverðum tijraunum til þjóð- nýtingar á ríkisfjármagninu til styrktar hinum smáa manni í lífsbaráttu hans“. Hægrivilla sosalista. Þegar Halldór Kiljan Laxness gaf þessa yfirlýsingu, einblíndi hann ekki á ríkisrekstur eða kommúnisma, heldur einfald- lega það að leysa málin í sam- ræmi við hagsmuni almennings og sporna við auðsöfnun ein- Staklinga á kostnað fjöldans. Núverandi ríkisstjórn hefir hindrað þá þróun með beinum valdboðum og verndað einok- unaraðstöðu vissra kaupmanna með suma þýðingarmikla vöru- flokka, svo sem timbur. Má hver sem vill kalla það vinstri pólitík, þó að sósíalistar hafi setið í stjórnínni. Vinstri pólitík Framsóknar- flokksins. Framsóknarflokkurinn hefir beitt sér fyrir því að þetta yrði lagað og haldið yrði áfram hinni þjóðhollu -þróun, sem hann hefir löngum stuðlað að í verzlunarmálunum „allra flokka drengilegast". Hann hef- ir jafnan lagt áherzlu á það, að hægrivillan í verzlunarmálun- um væri afnumin, reynt eftir föngum að bæta úr því, sem hún hefir illt gert, og aftur farið að miða framkvæmdir í verzlun við hagsmuni almennings. Á þeim grundvelli vill hann taka þátt í ríkisstjórn. Þegar áhuginn dofnar. 'Tíminn ætlar ekki að draga í efa brennandi og fölskvalausan lækkað nú um áramótin sem svargiði 1%—2 milj. kr. yfir árið. Þetta skal ekki rengt, en þó er trúlegt, að til þess hafi legið aðrar ástæður en hring- arnir segja frá. Fyrir atbeina S. í. S. og kaupfélaganna var stofnað til nýrra olíusamtaka á síðastl. ári. Þessi samtök hófu starfsemi sína nú um.áramótin* Það er ekki ólíklegt, að óttinn við þau hafi ráðið verulega um afstöðu hringanna og þessi 1 y2 —2 milj. kr. lækkun benzín- verðsins séu fyrsti árangurinn, er þessi nýju samvinnusamtök færa þjóðinni. áhuga sósíalista á lagfæringu verzlunarmálanna, byggingar- málanna o. fl. mála, sem illa hefir verið stjórnað og ódrengi- lega um hríð. En það er þó því miður engu líkara en sigið hafi værð á kempurnar eftir að þær settust í ráðherrastólana við hlið Ólafs og Péturs. Og það sem Þjóðviljinn segir nú um þessi mál, er eins og talað upp úr svefni, meðan draumarnir um framhaldandi setu eru þungir og órólegir. Eða því sitja mennirnir þarna ennþá? Vinstri — hægri. Það er engin ákveðin hægri eða vinstri pólitík að semja við ákveðna menn. Brynjólfur Bjarnason og Bjarni Benedikts- son eru t. d. engir leiðarstein- ar, sem hægri og vinstri miðast við. Ólafur Thors varð ekki vinstri maður, þótt hann fengi sósíalista til að sitja með sér í stjórn, sem lét brask og olcur magnast. Og Framsóknarflokk- urinn verður ekki hægri flokk- ur, þótt hann tali við Sjálf- stæðismenn um að ráða nú bæt- ur á þeim ósóma sem ríkt hefir. Þjóffviljinn, Hitler og Stefán Jóhann. í tilefni af stjórnarmyndun- artilraunum Stefáns Jóhanns sagði Þjóðviljinn á miðvikudag- inn: „En alþýða íslands yrði ekki brotin á bak aftur, þótt slíkt yrðí reynt. Slíkt hefir verið reynt áður, bæði af Stefáni Jó- hanni, Hitler og fleirum. Það hefir mistekizt. Og svo mun enn verða“. Þannig eru nú söguvísindin í blaðinu því. Frjálsar kosningar. Þjóðviljinn kann sér ekki læti yfir „frjálsu" kosningunum í Póllandi um daginn. Hætt er samt við því, að þéim þætti lítill frelsisbragur á kosningum í Reykjavík, ef Bjami Ben. skipaði allar kjör- stjórnir og þær yrðu svo einar við talninguna. Framhald. Hvaða gagn er svo sem að þessum mótum, kann nú ein- hver forkólfur framkvæmda- lífsins að spyrja, sem í hjarta sinu fyrirlítur þau dundur- menni, sem skáldin í hans aug- um eru. Máisstefnur sem þessar finnst honum þá auövetað vera skálkaskjól letingja og löður- menna. Vitanlega er ekki hægt með neinum venjulegum hagfræði- legum útreikningi, að telja fram vinnu- og námsstimdir skálda. Undirvitundin getur verið að vinna úr dxögum að dýrðlegustu skáldverkum þeirra meðan þau sofa, en ávextirnir af striti heils vinnudags hafnað í bréfakörfu í stað prentvélar. Skáld getur setiö á þingi að því er virðist bæði sjón og heymarlaust og ekki frásagnarfært um neitt það, sem gerist í kringum það, en á sama tíma er ef til vill að opn- ast í vitund þess frumknappur ódauðlegs listaverks. Hv*,ð vtírður svo minnisstæð- ast eftir mótið? — Staðurinn Þjóðviljinn vill kannske reyna þetta í Dagsbrún? Þar á að fara að kjósa. Logið tvisvar í Iínu. Forystugrein Mbl. á miðviku- daginn er um fimmtugsafmæli Jónasar Jónssonar. Þar segir svo m. a.: „Ungir Framsóknar- menn ákváðu þá afmælisgjöf að gefa út öll rit Jónasar í skraut- legri útgáfu.“ í þessari frásögn eru þrjár missagnir, svo löng sem hún er. Fimmtugsafmæli Jónasar var 1935, en það var rúmum þrem- ur árum síðar, sem Samband ungra 'Framsóknarmahna ráð- gerði fyrst að gefa út úrval af ritgerðum Jónasar, — ekki öll rit Jónasar. Um ski’autútgáfu var aldrei talað í því sambandi. Nokkru síðar segir svo í grein- ini: „Hin mikla útgáfa af ritum hans hefir hvergi sézt“. Ungir Framsóknarmenn gáfu út 3 bindi með ritgerðum eftir Jónas. Svona skrökvar Mbl., þegar það minnist löngu liðinna at- burða, sem vandalaust er að sanna. Skyldi það áræða að hagræða staðreyndum liðandi daga, þar sem illt er að koma vitnum við? Stundum hefir mönnum fundizt það. .. En hver skyldi vilja gefa út ritgerðasafn Jóns Pálmasonar, þó að hann njóti góðrar tilsagn- ar og leiðbeiningar í nákvæmni og vöruvöndun? Mannamunur. Mbl. ber sig illa yfir því, að Tíminn skuli ekki me'ta alla flokksmenn þess að jöfnu. Það getur þó ekki breytzt af narma- tölum blaðsins einum saman. Þó að Tíminn noti ekki orð eins og þau, sem Mbl. raðar um dálka sína, þar sem það talar um „hin mestu hrakmenni og óþokka, sem allt svikja og ekk- ert mark sé á takandi“, gerir hann mikinn mun heiðarlegra manna, sem halda orð sín eða þeirra, sem blátt áfram hæla sér af prangi og prettum. með bliki hafsins, skuggum dimmleitra trjáa, friði húms- ins, þegar allar línur mást og litir hverfa? Ný kynni eða göm- ul, sem eru endurnýjuð? — Vökunótt við vín og ljóðalestur, átök um stefnur, rökræður um raunhæf vandamál? — Smá- ferðalög, sem minnfi á klúbb- fundi, veizla með bylgjandi hafi af blómum og ljósum? — Næt- urferð í þéttsetnum bíl, þegar állir eru orðnir vinir? — Morg- unsár með gráum himni, þegar síðasta m'ál þingsins var til lykta leitt — utan dagskrár? — Hvað verður minnisstæðast?: Því svarar hver fyrir sig, en margvísleg áhrif þessara sam- verustunda skáldanna munu vafalaust orka á störf þeirra. Utan hins dularfulla innri heims skáldsins, sem ekki verð- ur kortlagður, er annar heimur, þar sem samgöngumöguleikarn- ir eru meiri. Þeim heimi tilheyra hinir svokölluðu stéttarhags- munir, sem skáldin eru háð eins og aðrir dauðlegir menn. Og í þessum heimi eru ólík viðhorf Þóruiui >la“iiúsdóttir. rithof.: Þegnar andans á rökstólum 3. Fundarefni og' fræðsla. Fáein orð Fyrir skömmu birtist smá- grein í Tímanum frá Birni Guð- mundssyni um trassadóm póst- afgreiðslna að endursenda ekki eftir tilskilinn tíma óinnleystar póstkröfur. Skömmu síðar tekur símamálastjóri í sama streng í sama málgagni. Ég er bréfhirðingamaður uppi í sveit og fagna því fyrir hönd mín sjálfs að fá vakningu í þessum efnum, og mun ég nú í framtíðinni endursenda allar þær nær óteljandi- póstkröfur, sem til mín berast, eftir að þær hafa legið óinnleystar um 14 daga. Slíkt mun spara mér geysilega fyrirhöfn. Því reynsla mín er sú, að þrátt fyrir það, þó ég — eins fljótt og hægt er — sendi viðtakendum tilkynn- ingu um að þeir eigi póstkröfur, þá liggja þær von úr viti án þess að um sé hirt að inn- leysa þær. En raun hefir sú orðið, undir^nær öllum kring- umstæðum, að menn hafa seint og síðar meir greitt þær og send- andi því að lokum fengið sitt. Ég hefi haldið að ég væri með þessu að gera kröfu-höfum greiða, en heyri nú að hér sé aðeins um hirðuleysi að ræða. Langsamlega flestar þessar kröf- ur eru frá blöðum og tímaritum, svo rétt væri að þeir aðilar hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir nú í framtíðinni sendu út kröfur sínar til innlausnar að minnsta kosti í sveitum, þar sem langt er á milli póstferða. Mér væri ósárt þó þessi inn- heimtuháttur félli niður, sem hann hlýtur að gera eigi að endursenda allar óinn- leystar kröfur eftir 14 daga, —því mikil fyrirhöfn fylgir þessu fyrir póststöðvar en eng- in greiðsla. Ég býst við að póst- málastjójn sé eini aðilinn, sem leyfir sér að nota starfsfólk sitt til ábyrgðarfullrar innheimtu án þess að greiða einn eyri sér- staklega þar fyrir. Bréfhirðingarmaffur. Blindleiki holdsins. Það var auglýst í útvarpinu fyrir jólin, að Ófeigur gæti ekki komið út strax, vegna óvissunn- ar í stjórnmálunum. Við það stendur vist ennþá, og er það (Framhald á 4. siðu) Athugasemd Út af grein í „Tímanum“ frá 14. þ. m. um 30 ára afmæli Framsóknarflokksins óska ég að taka fram: Ég ferðaðist um landið á ár- unum 1909—1919. Ég fann til þess hve bændur voru dreifðir og samtakalitlir um málefni sveitanna og þá ekfci sizt hin stjórnmálalegu. Blöðin fjölluðu þá aðallega um málefni bæj- anna. Veturinn 1914—1915 hreyfði ég því fyrst við ýmsa menn, bæði út um sveitir og í Reykja- vík, að nauðsynlegt væri að stofna nýtt. blað og nýj an flokk vegna framfaramála sveit- anna. Þennan sama vetur sömdum við, ég, Jónas Jónsson frá Hriflu og Sigurgeir heitinn Friðriksson frá Skógarseli, stefnuskrá fyrir nýjan flokk og nýtt blað. Létum við prenta stefnuskrá.na, í mörgum ein- tökum, til útbýtingar. Samhliða því ákváðum við að hefja hluta- fjársöfnun fyrir hið væntan- lega blað. Var hluturinn ákveð- inn 100 krónur sem voru tölu- verðir peningar þá að okkur fannst, því að þá voru peninga- ráð lítil. Vorum við fyrstu menn, sem lögðu fram hluti til stofnkostnaðar útgáfu blaðs, sem varð Tíminn. Hófum viö þá þegar hlutafjársöfnun. Ég hafði stefnuskrána með mér á ferðum mínum um landið, út- býtti henni og safnaði hlutum í biaðið. Meðal hluthafa þeirra, sem að ég náði í, voru Jón heit- inn Jónsson í Stóradal og Jón Sigurðsson alþm á Reynistað. Saga þessi gæti verið töluvert lengri, en verður ekki tilgreind frekar að þessu sinni. Laxapiýri, 28. des. 1946. Jón H Þorbergsson. Tíminn telur sjálfsagt að birta þessa frásögn Jóns Þorbergson- ar, þó að hún raski vitanlega í engu því, sem sagt var hér í blaðinu um stofnun Framsókn- a'rflokksins og sé söguleg heim- ild um annað atriði, en þó flokknum skylt. Er gott eitt um það að segja að þessi frásögn Jóns birtist. Rítstj. skáldanna og mismunandi list- form rædd fræðilega og gefin heiti, sem enda á ismi. Fyrsta mál þingsins var „pessimismi." í dagskránni er tekið svo til orða: Bölsýnin í bókmenntum nútímans. En fljótlega komst bjartsýnin inn í umræðurnar, og þessi tvö hugtök höfðu þann undarlega eiginleika að þvælast svo hvort fyrir öðru að þau urðu naumast sundurgreind. . Að minnsta kosti kom í ljós, að böl- sýni getur verið í eðli sýnu bjart- sýni, þegar henni er beitt til að rífa niður, svo að byggja megi traustara og betra. Þannig getr ur það, sem virðist bölsýni í dag verið bjartsýni á möguleika morgundagsins. Daninn, Ebbe Neergaard, sló,því föstu, að sú raunverulega bölsýni væri að einblína á hið illa í mannlegu eðli. Inn í þessar umræður ófst svo áðurnefnd ádeila á 40-tal- istana og vörn þeirra. Næsta dag var enginn fundur, en þátttakendur áttu þess kost, að skoða stóra postulínsverk- smiðju á Gustavsberg, annars eyða- deginum eftir eigin geð- þótta. Miðvikudaginn 27. nóvember var umræðuefnið: Skáldsagna- gerð fyrri og seinni tíma. Ég vísa til umræðu Móu Martinson, sem ég hefi minnst á hér að framan, hún var það eina er ég heyrði af þeim umræðum, en þann dag kom ég til Vár Gárd. Daginn eftir var á dagskrá: Gagnrýnin,. sem leiðsögn fyrir lesendur. Komu þar fram ýms sjónarmið og athyglisverð. Finninn Thomas Warburg, taldi réttast að ritdómari skrifaði aldrei um bók, sem honum félli ekki. Þær bækur, sem ekki væri hægt að skrifa vinsamlega um ætti að þegja í hel. Thit Jensen vildi afnema almenna bóka- gagnrýni blaðanna, en þess í stað fela bókavörðum að dæma bækurnar, því að þeir væru hæfari til þess að vera leiðbein- endur um bókaval. Sænska skáldkonan, Margit Palmer, gerði þá kröfu til ritdómaranna að þeir hefðu bæði menningu og vilja til að vera lærifeður höf- undanna. Ennfremur vildi hún að dregnar yrðu skarpari línur milli þeirra höfunda, sem tækju skáldskapinn alvarlega og beittu sig ströngum, listrænum aga og hinna, sem skrifuðu ferðalýs- ingar, minningar o. fl. en skilja ekki eða eru ófærir um að upp- fylla listrænar kröfur. „Það er blaðagagnrýnin, sem gerir rithöfundinn að opinberri persónu og slær gildi hans föstu,“ sagði Finninn, Atos Wirtanen. „Án ritdómanna er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.