Tíminn - 28.01.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.01.1947, Blaðsíða 3
18. blaÍS TÍMIM, brigjudagiim 28. janíiar 1947 Tveir óhappamenn í einni gröf Þegar ég blaða í áliti hag- fræðinganefndarinnar kemur mér í hug Gísli Jónsson' og kosningafullyrðingar hans á framboðsfundum í vor, þó að ólíku sé saman að jafna. Ann- ars vegár eru 4 vísindamenn, tilnefndir sinn af hverjum þingflokki til að lýsa ástand- inu. Þeir eru allir sammála um álit sitt. Það er ekki flokkslega litað með viðhorfi til dægur- baráttu, heldur hlutlaust álit fjögurra fræðimanna i þjón- ustu ríkisins, valinna af öllum flokkum. Hins vegar er svo Gísli Jónsson. Gísli fullyrti djarflega um gjaldeyrismálin á fundum í vor. Hispurslaust sagði hann mig ljúga því, að óráðstafaður er- lendur gjaldeyrir væri „ekki nema nokkuð á annað hundrað milljóna króna.“ Hefi ég áður rakið í Tímanum með hvílíkum endemum hann studdi þær full- yrðingar sínar. En allt fram á síðasta fund nefndi hann það til dæmis um óvöndun mína í málflutningi og virðingarleysi fyrir sannleikanum, að ég skyldi dirfast að halda öðru eins og þessu fram. Seint í haust urðu blaðaskrif um gjaldeyrismálin. Þá reis upp maður nokkur og mótmælti Tímanum líkt og Gísli Jónsson mótmælti mér í vor. Sá maður var dr. Oddur Guðjónsson, for- maður Viðskiptaráðs af náð hínnar svokölluðu „Nýsköpun- arstjórnar." Oddur birti tölur og reikninga og í krafti þeirra kallaði hann Tímann fara með falsanir og ósannindi. Nú er álit hagfræðinganna komið út, og það leiðir í ljós að ég sagði satt í vor og Tíminn í haust. Samkvæmt því var ó- ráðstafaður erlendur gjaldeyrir 1. okt. í haust 63,6 millj. kr. og um áramót áætluðu þeir, að eft- ir kynnu aö verða 27 millj. Það mun hafa gengið eftir er þeir spáðu, svo að nú eigi bank- arnir engan óráðstafaðan er- lendan gjaldeyri fyrirliggjandi. Það er ábyrgðarhluti að full- yrða um það, hvað mönnum gangi til, þegar þeir fara rangt með og þræta fyrir staðreyndir. Ég mun ekki gera það hér, en hitt er staðreynd, að þeir Gísli og Oddur þrættu báðir fyrir sannleika, sem kom flokki þeirra og ríkisstjórn illa að fólk kæmi auga á. Fyrir vikið falla þeir nú báðir í eina gröf, þegar hlut- laus athugun opinberrar nefnd- ar vísindamanna liggur fyrir. Kemur mér í því sambandi í hug gamalt máltæki, sem segir, að dramb sé falli næst. Mér er ekki gefin sú auð- mýkt, að ég taki því með þögn og þolinmæði að vera stimplað- ur ósannindamaður, og það af nokkru yfirlæti að mér finnst, fyrir það eitt að segja satt um mál, sem alþjóð varðar svo mjög sem gjaldeyrismálin. Mér er það kappsmál, að allir þeir, sem hlýddu á okkur Gísla Jóns- son á fundum í vor, geri sér grein fyrir því, hvor sannara hefir sagt. Svo eftirlæt ég hverjum einum að dæma um það eftir vild, hvort honum hafi gengið til skortur á greind, ó virk athugunargáfa, sjálfrátt og vísvitandi skeytingarleysi um sannindi eða (fcfrthvað annað Og sama máli gí^gnir um lögu- naut hans ogr^sálufélaga, dr. Odd Guðjónsson. Mér finnst að þeir Oddur og Gísli hafi fléttað saman rang- ar. fullyrðingar, sem aö sönnu þénuðu þeim og þeirra félagsskap þá stundina, og ómaklegar á- sakanir. Vilji þeir komast frá þessum málum með sæmd ættu þeir annaðhvort að hrekja út- reikninga hagfræðinganna eða taka orð sín aftur, því að aðrir hvorir hljóta þó að hafa rangt fýrir sér. En trúað gæti ég að þeir gerðu hvorugt af þessu. Ég er nú ekki bjartsýnni á þá en það. Halldór Kristjánsson. hefði haldið stórpólitíska ræðu í stað þess að flytja ljóð eins og hann hafði verið beðinn. Á hina hönd mína við veizlu- borðið var hvíthserður frímúr- ari, mjög sniðfastur samkvæmis- maður. Hann sagði mér skemmtilega frá kartöflurækt sinni, en honum hefir heppnast að fá tvær uppskerur á ári. Þegar, veizlunni lauk stóðu tveir stórir bílar (bussar) fyrir utan Stadshuset og áttu þeir að flytja til Vár gárd alla, sem vildu gista þar um nóttina. Svo margir urðu eftir í Stokkhólmi að einn bíll nægði. Það var setið þétt og í fullri sátt og nú komu Finnar fram með hjartans ósk- ir sinar, að félagar þeirra, hinir norrænu rithöfundarnir, styddu mótmæli Wirtanens. En ræða hans var eins og ég hef áður skýrt frá, flutt í veizlunni, sem rithöfundunum var haldin, og kom því ekki fyrir eyru nema litils hluta þeirra áheyrenda, sem hlýtt höfðu á ræðu Över- lands á norrænu hátíðinni. Morguninn eftir samdi Ebbe Neergaard stutta grein til birt- ingar i dagblöðunum, hún fer hér á eftir í lauslegri þýðingu minni: Undirritaðir rithöfundar, þátt- takendur rithöfundamótsins í Vár gárd, sem enn eru þar staddir, óska þess hér með að styðja mótmæli Atos Wirtan- ens, er hann við slit rithöfunda- mótsins fann sig neyddan að koma fram með, gegn ummjel um Arnulfs Överlands á hátíð Norræna félagsins. En við, svo sem Wirtanen, álítum þau skað- leg norrænni samvinnu. Stokkhólmi, 1. desember 1946 Torolf Elster, Ingi' Krokann, Tarjei Vesaás, Halldis Moren Vesaas, Nils Johan Ruud, Kristian Krístiansen, Alex Brinchmann, Sigurd Evensmo Paul Gjesdal, Inger Hagerup, Ebbe Neergaard, Sonja Houberg Gurli Hertzman-Ericson, Arnold Ljungdal, Fredrik Ström, Moa Martinson, Henry Peter Matthis C. E. Englund, Aili Nordgren Elvi Sinervo, Arvo Turtianen Matti Kurjensaare, Jóhannes úr Kötlum, Jón úr Vör, Þórunn Magnúsdóttir. Eins og ég hefi áður vikið að voru allflestir þátttakendur mótsins annað hvort á leið til síns heimalands eða dreifðir um Stokkhólm. Bjarna M. Gísla son sá ég ekki í Vár gárd þenn- an morgun, en Sigurður Ró- bertsson fór beint frá norrænu hátíðinni með næturlest til Kaupmannahafnar. Við snæddum saman síðasta morgunverðinn í Vár gárd, og því verður ekki neitað að at- burðurinn í Stadshuset setti dapurlegri blæ á þessa síðustu samverustund, en þó var eins og hann hefði fært okkur fastar saman. Atos Wirtanen var rór og glað- ur að vanda og naut matar síns. ALICE T. HOBART: Yang og yin Hávaðinn á götunni var hljóðnaður. Allt var í vanaskorðum. En þó — leyndist ekki fjandskapur í augnatilliti þeirra, sem hann mætti? Þegar kom að búð Wangs, reyndist hún læst og lokuð. Var Wang búinn að yfirgefa búð sína? „Sjúkdómurinn kom í hús hans,“ sagði katlasmiðurinn, sem bjó við hliðina á honum. „Og þarna,“ sagði hann og benti yfir götuna. „Hann kom þar líka.“ Peter knúði hurðina. Fei I Sheng er kominn." Hann heyrði eitthvert óráðshjal inni fyrir, en ekkert svar fékk hánn. „Þú veröur að hjálpa mér,“ sagði hann við katlasmiðinn. En maðurinn flýtti sér burt, án þess að anza. Fjandskapur — Peter velktist ekki lengur í vafa. En inn varð hann að komast. Hann barði aftur og hrópaði. Loks var einum hleranum rennt hljóðlega frá, og höfuðið á hinum unga syni Wangs kom í ljós. Peter sá, að kona Wangs sat við borðið inni í herberginu. „Faðir þinn ....“ „Þarna.“ Drengurinn benti á tjaldið, sem dregið hafði verið fyrir rekkju skósmiðsins. Peter snaraði sér um svifalaust inn og kippti forhenginu til hliðar. Þarna lá Wang, rænulaus og sýnilega mjög veikur. Hann grunaði undir eins, að þetta væri taugaveiki, og þá var honum sjálfsagt ekki hjúkrað á þann hátt, sem þurfti. Vildi kona Wangs fallast á það, að hann yrði fluttur í sjúkrahúsið? „Taktu hann,“ svaraði hún þrjózkulega. „Hví ætti ég að viija hafa hann hér lengur? Virtu fyrir þér búðina hans?“ — Peter svipaðist um. — „Allt, sem við eigum, hefir verið veðsett.“ Peter flutti Wang í sjúkrahúsið í skjóli myrkursins. Hann vakti yfir honum alla nóttina. En hugur hans glímdi Við þá þraut, hvernig hann ætti að bregðast við bellibrögðum Dús. Þegar morgna tók, brá hann sér heim og drakk kaffisopa. Hann var þreyttur og sljór. Wang Ma kom framan úr eldhúsinu með bréf. Það var frá Dú — krafa um, að Peter kæmi tih hans. Hann sagði, að veikindi hömluðu því, að hann gæti sjálfur komið. Peter velti vöngum. Átti að ginna hann í gildru? Ef til vill — ef til vill ekki. Hann áleit að minnsta kosti tryggast að segja Stellu, hvert hann fór. Húsakynni Dús voru tveir meðalstórir skálar. Þjónn kom á móti Peter og vísaði honum inn í innsta herbergið. „Fei I Sheng!“ Dú sat einn við borð i herberginu. Hin litlu, viðsjálu augu hans gljáðu af sótthita. Peter nam staðar rétt við dyrnar og skotraði augunum aftur fyrir sig. En þjónninn var þegar búinn að loka. Nú brölti Dú á fætur með mestu erfiðismunum, haltraði á móti Peter, hrasaði og féll endilangur á gólfið, rétt fyrir framan tærnar á gesti sínum. Peter reisti hann á fætur ,og bar hann að stórri rekkju, sem var úti í einu horni herbergisins. Hann þurfti varla lengur á neinni kænsku að halda i skiptunum við Dú. Hann var sýnilega altekinn af svæsnustu taugaveiki. Þetta kvöld kvaddi Peter allt fólkið í trúboðsstöðinni saman til fundar. En nú var hópurinn minni en endranær, því að Bakers hjónin voru í orlofi. „Það geysar taugaveikifaraldur í borginni," sagði Peter for málalaust. „Við verðup að loka skólunum og hætta allri starfsemi, nema rekstri sjúkrahússins.“ „Hvað verður þá um kristna fólkið í sveitaþorpunum hérna I grenndinni?" spurði ungfrú Dyer. „Ég fer þangað.“ „Það. er mikil áhætta," sagði Peter. „Hvaða aðhlynningu fær sá, sem veikist þar?“ „Það væri þá ekki í fyrsta skipti, sem ég tefldi á tvær hættur, svaraði hún þurrlega. „Auk þess hefði ég liklega annað að gera en leggjast veik. Ég fer undir eins.“ Hún stóð upp, kuldaleg í fasí, tróð sér í yfirhöfn sina, keyrði matrósahattinn sinn niður á höf- uðið og skálmaði burt. Straumur lifsins má aldrei stöðvast — það er fyrsta og síðasta boðorð kínverskra trúarbragða. Sóttin rénaöi og fjaraði loks alveg út, og enginn sóaði dýrmætum tíma í einskisnýta sút. Þær ættir sem orðið höfðu fyrir barðinu á pestinni, flýtl* sér að fylla í skörðin meö nýjumi konum og frillum, sem alið gætu nýja syni Því að Konfúsíus segir, að mest allra synda — og langt um meiri ♦;«h hann hafði ekki bragðað hrís- grjónagraut í sex ár. Hann kvaðst ekki vera neitt áfjáður í að fara frá Vár gárd, enda sæi hann að hér væri nóg húsrúm og nóg af öllu. „Seztu bara upp hérna,“ sagði Henry Peter Matthis. „Þú getur skrifað bók á fjórtán dögum.“ --------Af blaðaummælum um ræðu Överlands kom það m. a. fram, að burtséð frá því að skerða nokkuð rétt hans til að láta í ljósi skoöanir sínar, hverjar svo sem þær væru, þá hafi þó þessari stórpólitísku ræðu hans ekki verið valinn réttur staður eða stund. Því svaraði Överland að þeir, sem hafi óskað eftir hátíðarræðu hafi þá ekki snúið sér til rétts aðila. Það mun hvorki hafa verið ætlun Överlands að særa til- finningar Finna, né heldur mun hann vegna andúðar á rúss- neskum stjórnmálum vanmeta hetjulega vörn Rússa í nýaf- stöðnum ófriði. Heldur mun sanni næst, að hann í stundar- hita hafi sleppt vanhugsuðum orðum. f norska blaðinu „Arbeidet“ er birt opið bréf til Överlands frá vini hans, Peter Stavnes, en þeir voru saman í þýzkum fanga búðum. Peter Stavnes vitnar í samtal þeirra skömmu eftir or ustuna um Stalingrad. M. a féllu orð Överlands svo: „Eini vegurinn héðan liggur yfir lík Göbbels, og hin bezta, ef ekki eina trygging fyrir eyðileggingu hans er rauði herínn. Sovétrík- in eru trygging fyrir sigri lýð- ræðisins." Svo mælti Arnulf Överland þá Þórunn Magnúsdóttir, Þökkum hjartanlega auðsýndan kærleika við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar. Eyjólfs Kolheins Guð launi ykkur öUum. % Ásta Kolbeins og börn. Tónlistarsýningin ER OPIN DAGLEGA FRÁ KL. 12.30— 23.00. Tilkynning frá Nýbyggingarráði Jörð til sölu Jörðin Ytri-Garðar í Staðarsveit í Snæfellsnessýslu, er til sölu og laus til ábúðar á vori komandi. Á jörðinni er: Nýlegt steinsteypt íbúðarhús, fjós fyrir 6 gripi, hús fyrir 7 hross og 140 kindur, hlöður fyrir 500 hest- burði og 2 góð geymsluhús. Tún að mestu véltækt, töðufall um 300 hestburðir, Rækt- unarskilyrði góð. Hlunnindi eru: Lax- og silungsveiði, einnig mikill reki. Nánari upplýsingar gefur undirritaður ábúandi jarðar- innar og tekur á móti verðtilboðum í jörðina til 20. marz n. k. Eignaskipti geta komið til greina. Áskilinn réttur að hafna tilboðum eða taka. Ytri-Görðum, 22. jan. 1947. Þorsteínn Jónsson. Nýbyggingarráð hefir lokið úthlutun þeirra jeppabíla, sem ákveðið er að flytja til lands- ins í ár á vegum ráðsins. Þeir, sem ekki hafa þegar fengið tilkynningu ráðsins um úthlut- un, geta ekki búizt við, að umsóknir þeirra hafi verið teknar til greina. Þýðingarlaust er því að senda frekari um- sóknir á þessu ári um jeppabíla, áem og leita til Nýbyggingarráðs, hvorki til einstakra nefndarmanna né skrifstofustjóra með fyrir- spurnir varðandi jeppabifreiðar. Jörðin Fremri-Reykjarfjöröur í Arnarfirði, fæst til kaups og ábúðar næsta vor. Taða um 190 h. Ræktunarskilyrði mikil og góð. Matjurtagarðar ágætir á jarðhitasvæði. Heit laug og uppsprettur víða í landareigninni. Hrognkelsa- og silungsveiði. Örskammt til fiskveiöa. Semja ber við eiganda Magnús Magnússoii, Reykjarfirði. o o «> o o o o < * < < o o O O o o Fasteignaeigendafélag Reykjavíkur heldur fund í Breiðfirðingabúð, Skólavörðustíg 4, næst- komandí þriðjudagskvöld, 28. þ. m. kl. 8.30. DAGSKRA: Húsaleigulögin og afnám þeirra. Félagsmenn eru beðnir að sýna félagsskírteini við inn- ganginn. Húseigendum, sem ekki eru félagsmenn, ér veittur kostur á að ganga í félagið á fundinum. Félagsstjórnin. ímm«mtmn:mnnmH»»wnnnmnumnim»nmtmnmmmwn»u:nún:nm«

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.