Tíminn - 28.01.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.01.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! 31. árg. Munib að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu 'Sími 6066 28. JAJ\. 1947 18. blað / NEFNDARÁLIT HAGFRÆÐINGANNA (jatnla Síc TÖFRATÓNAR. (Music for Millions). Skemmtileg og hrifandi mú- sikmynd, tekin af Metro Gold- wyn Mayer. June Allyson, Margaret O’Brien. og píanósnillingurinn Jose Iturbi. Sýnd kl. 6 og 9. — Hækkað verð — Ihjja Síc fvið SkúUnfötu) ★★★★★★★★★★★★★★★■* Njátið sólariiinar í skammdeginu og borðið hinar fjörefnaríku Alfa-AJfa töflur, Söluumboð til kaupmanna og kaupfélaga utan Reykiavíkur HJORTUR HJARTARSON Bræðraborgarstíg 1 Sími 4256. ★★★★★★★★★★★★★★★* Ást og tár. (This Love of Ours) Áhrifamikil og vel leikin mynd. Aöalhlutverk: Merle Oberon, Claude Rains, Charles Korvin. Sýnd kl. 9. Siidan. Hin fagra ævintýramynd frá dögum Forn-Egipta, með Maria Montez, Jón Hall. Sýnd kl. 5 og 7. Jjafnatkíc Glötuð lielgi. (The Lost Weeknd) Sýning kl. 9. Síðasta sinn. Máfurinn (Frenchman’s Creek) Stórmynd í eðlilegum litum eftir hinni frægu skáldsögu Daphne du Maurier. Joan Fontaine Arturo de Cordova Sýning kl. 3, 5 og 7. _ _ Sala hefst kl. il f. h. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Ég man fpá tíð — gamanleikur eftir EUGENE O’NEILL. Sýning á iniðvikudag kl. 20. Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2 í dag. Tekið á móti pönt- unum í síma 3191 kl. 1 til 2. Pantanir sækist fyrir kl. 4. o o o o O O o o o o O o O o O O O O o Páll Sigurðsson, læknir gegnir héraðslæknisstörfum fyrir mig um -hálfsmánaðartíma. Venjulega til viðtals á skrifstofu minni kl. 2—3 e. h., nema á laugar- dögum. Skrifstofan opin eins og venjulega. 25. janáar 1947. Iféraðslækniriun i Reykjavík. Aðalfundur Borgfirðingafélagsins verður í Breiðfirðingabúð miðvikudaginn 29. þ. m. og hefst kl. 9 síðdegis. Dagskrá: I. Venjuleg aðalfundarstörf/ II. Lagabreytingar. Áður en fundarstörf hefjast, verður sýnd kvikmynd frá friðardeginum i London. — Að fundinum loknum verður dansað. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis. Stjórnin. (Framhald af 1. síðu) stafanir verða gerðar, þá er það fyrst os fremst fyrirsjáanlegt, að margar eða flestar hinna eiginlegu nýsköpunarfram- kvæmda og sömuleiðis flestar hinna opinberu eða hálfopin- beru framkvæmda, sem þarfn- ast lánsfjár, munu stöðvast eða ekki verða hafnar. Sama máli gegnir um byggingu verka- mannabústaða og samvinnufé- lagabústaða. Að því leyti, sem einhverjar af þessum fram- kvæmdum komast af stað með lánsfé frá bönkunum, mun það verða að meira eða minna leyti handahófskennt, hverjar þar verða fyrir valinu, eins og reynslan hefir verið fram að þessu. Á_ þessu sviði er því fyrir- sjáanlegur mikill samdráttur.“ Hagfræðingarnir telja þó, að samdráttur þessi muni ekki fyrst um sinn ná til bygginga- framkvæmda í Reykjavík, og muni leita þangað mikið af lausu fjármagni. Hagfræðing- arnir telja því líklegt, að þar verði næg atvinna fyrst um sinn, en „hins vegar má telja það fullvíst“, segja þeir, „að stöðvun nýsköpunarfram- kvæmda, opinberra fram- kvæmda og byggingar verka- mannabústaða myndi skapa at- vinnuleysi víða úti á landi og viðhnrlda því meir eða minna stöðuga atvinnuleysi, sem er einkennandi fyrir íslenzk sjáv- arþorp“. Svo gæti líka farið, að röðin kæmi að Reykjavík fyrr en varði og atvinnuleysið héldi þar einnig innreið sína. Þá gera hagfræðingarnir nokkurt yfirlit um fjárfesting- una á undanförnum árum og fyrirætlanir í þessum efnum. Síðan segja þeir: „Þær aðalniðurstöður, sem fást úr þessum upplýsingum, eril annars vegar þær, hve geysi- lega mikil og vaxandi fjárfest- ingin hefir verið á árunum 1945 og 1946, þótt fjárfesting- aráformin fyrir árið 1947 séu þó enn meiri, en hins vegar, hve mjög hinar eiginlegu ný- sköpunarframkvæmdir innan- lands hafa orðið að rýma sess fyrir ýmsum opinberum fram- kvæmdum og byggingarfram- kvæmdum einstaklinga, en mestur hluti fjárfestingariún- ar er fólginn í þeim.“ Álit og niðurstöður hagfræð- inganna um fjárfestingarmáljn staðfestir þannig í öllum aðal- atriðum gagnrýni þá á stjórn- arstefnu undanfarinna ára, sem Framsóknarmenn hafa haldið uppi. í stað þess, að hér hafi verið unnið markvisst og skipu- lega að nýsköpun atvinnulífs- ins, hefir braskið og skipulags- leysið setið í öndvegi, og niður- staðan orðið sú, að nýsköpunar- framkvæmdirnar hafa orðið að rýma sess fyrir öðrum ónauð- synlegri og mega nú heita svo til stöðvaðar og munu alveg stöðvast, ef slíku heldur áfram. Ekkert er því fjarri lagi en að slík stjórnarstefna kenni sig við nýsköpun. Hallarekstur útgerð* arlnnar. Hagfræðingarnir ræða þessu næst í áliti sínu um afkomu útgerðarinnar. Leggja þeir þar til grundvallar útreikninga frá L. í. tJ. og áætla rekstrarkostn- aðinn að ýmsu leyti lægri en þar er gert. Engu að síður kom- ast þeir að þeirri niðurstöðu, að „útgerðin verði væntanlega rekin með tapi með því verð- Iagi, sem var síðustu vertíðir. Sömuleiðis er einsaptt, að tekjur hlutasjómanna eru ekki í skyn- samlegu samræmi við tekjur landverkamanna.“ Þeir segja ennfremur: „Þetta yfirlit ætti að nægja til að sýna, hversu geysialvar- legt ástandið er nú í þessum efnum. Sjómenn og landmenn vélbátaflotans vinna erfiðara og áhættusamara starf en nokkrir aðrir þegnar þjóðfélags- ins. Aðbúnaður þeirra í ver- stöðvunum er viða ekki mönn- um samboðinn. Þeir verða mik- inn hluta ársins að lifa . fjarri fjölskyldum sínum. Það starf, sem þeir inna af hendi, hefir úrslitaþýðingu fyrir velferð þjóðarinnar. Samt fer því fjarri, að þessir menn hafi sambæri- legar tekjur við Iandverkamenn, hvað þá meiri. Um ástæðurnar fyrir þessari þróun þarf ekki að fjölyrða. Vélbátaútgerðin hefir ekki getað tekið þátt í kapp- hlaupinu um vinnuaflið á síð- ari árum vegna þess, að verð hennar er ákveðið á erlendum markaði. Um hitt þarf heldur ekki að fjölyrða, að vá er fyrir dyrum, séu ekki skjótar ráðstaf- anir gerðar til úrbóta, og engin tök verða á að manna skipin, meðan þetta tekjuhlutfall helzt, og næg atvinna er í landi.“ Enn hafa ekki verið ráðnar neinar bætur á því ástandi, sem hér er lýst. Bátaflotanum var komið af stað með þeim hætti, að ríkið tók ábyrgð á hækkun fiskverðsins, en það er vitanlega engin úrbót til frambúðar, sízt af öllu, ef dýrtíðin heldur áfram að aukast, eins og nú eru allar horfur á. Framsóknarmenn hafa jafnan bent á, að hallarekstur útgerð- arinnar væri óhjákvæmileg af- leiðing sívaxandi dýrtíðar. Það hefir verið sagður hrakspádóm- ur. Álit hagfræðinganna sýnir bezt, hvort svo hafi verið, og hvort ekki hefði farið betur að fylgja þar ráðum Framsóknar- manna. Tæknln okki cinlilýt. Stjórnarsinnar hafa oft notað það til að sanna „afturhalds- semi“ Framsóknarmanna, að þeir hafa haldið því fram, að aukin tækni væri ekki einhlýt ráðstöfun gegn dýrtíðinni. Rök stjórnarsinna hafa hins vegar verið þau, að aukin tækni myndi nægja til að lækka fram- leiðslukostnaðinn svo mikið, að við gætum orðið samkeppnis- hæfir. Um þetta segir svo í hag- fræðingaálitinu: „Spurningin er aðeins sú, hvort líkur séu á því, að ný- sköpunin ein nægi' til þess að lagfæra misræmi það, sem að undanförnu hefir skapazt milli innlends og erlends verðlags, miðað við gengisskráninguna. Það er álit okkar, að það væri mjög óvarleg fjármálastefna að treysta slíku, svo að ekki sé tekið dýpra í árinni. Fram- leiðslukostnaður okkar á sviði sjávarútvegsins er sem kuAnugt er til muna hærri en þeirra þjóða, sem eru skæðastir keppi- nautar okkar á erlendum mark- aði. Til þess að tækniframfarir geti gert okkur samkeppnisfæra, þyrftum við að hafa það miklu fullkomnari tækni, eða betri aðstöðu á annan hátt, að nægði til þess að brúa þetta bil. En auðvitað væri það firra að halda , því fram, að við séum eina þjóð- in, sem hefir skilyrði til að hagnýta sér nýja tækni á sviði sjávarútvegsins. Það, sem forð- að hefir frá fúllkomnu öng- þveiti á sviði útflutningsfram- leiðslunnar hjá okkur að und- anförnu, er hið óvenjulega háa verð, sem til þessa hefir haldizt á. hinum erlenda markaði á sjávarafurðum. En mjög óvar- legt værl að treysta því, að slíkt verð haldist lengi úr þessu.“ Á öðrum stað í álitinu segir ennfremur: „Rétt er og að vara við þeirri skoðun, að afkastaaukning út- flutningsatvinnuveganna vegna nýsköpunar þeirra muni nægja til þess að vega á móti þVí verð- falli, sem hætt er við að verði, er frá líður.“ Þessi úrskurður sérfróðra manná, sem flestir eru andstæð- ingar Framsóknarflokksins, ætti að nægja til þess að afhjúpa þær blekkingar, sem haldið hefir verið uppi af andstæðing- um hans í þessu máli. Dýrtíðiii Iiefir ekki dreift stríðsgróðan' um. Því hefir íengi verið hampað mjög af stjórnarsinnum, að dýr- tíðin dreyfði stríðsgróðanum meðal landsmanna. Hefir þetta verið ein helzta röksemdin til að mæla henni bót. Framsókn- armenn hafa haldið því gagn- stæða fram. Um þetta segir svo í áliti hagfræðinga: „Launastéttirnar og smáfram- leiðendur til sjávar og sveita hafa ekki bætt hag sinn mikið á undanförnum velgengnisár- um í samanburði við þann gróða, sem löglega og ólöglega, og vegna ytri aðstæðna, hefir fallið í hlut kaupmanna, iðn- rekenda, stórútgerðarmanna og yfirleitt þeirra, sem hafa rekið viðskipti fyrir eigin reikning. Svipað má segja um mikinn hluta iðnaðarmannastéttarinn- ar. — Því fer fjarri, g,ð viðhorf- ið sé nú orðið nokkuð breytt, hvað þetta snertir. Enn er ríkj- andi stórfellt og óréttlætanlegt misrænÁ í afkomu launþega og smáframleiðenda annars vegar og hátekjumanna hins vegar. Af þessum sökum, og vegna þess að skipting stríðsgróðans hefir orðið eins ójöfn og raun ber yitni, verður að gera þá kröfu, að þungar byrðar verði lagðar á þá, sem breiðust hafa bökin fjárhagslega, í sambandi við þær haildaraðgerðir, sem væntanlega verður ráðizt í inn- an skamms.“ Þessi dómur hinna sérfróðu manna er í fullu samræmi við það, sem Framsóknarmenn hafa haldið fram um þessi mál. Doriiriiin uin stjórn- arstcfuuna. Þegar hagfræðingarnir hafa lokið greinargerð sinni um á- stand og horfur í fjárhags- og atvinnumálum, farast þeim orð á þessa leið: „í fyrsta kafla þessa álits var gerð grein fyrir ástandi og horfum í helztu fjárhagsmál- efnum þjóðarinnar nú. Niður- staðan varð sú, að gjaldeyrisá- standið væri mjög alvarlegt, ofþensla mikií og algert skipu- lagsleysi í fjárfestingu, en um leið fjárskortur innanlands til nauðsynlegra framkvæmda, og afkoma sumra greina út- flutrvingsframleiðslunnar lakari en við megi una. Að visu er verðlag útflutningsajfurðanna yfirleitt enn svo hátt, að ekki virðist þörf gagngerðra ráðstaf- ana til Jjess að trygfja arðbæri útflutningsframleiðslunnar, eins og nú háttar. Hins vegar væri mjög óvarlegt að gera ráð fyrir því, að núverandi verðlag haldist til lengdar. Ef ekkert væri nú að gert og verzlunarár- ferði breyttist síðan landinu í óhag, væri mjög hætt við, að ekki yrði kolhizt hjá öðru af tvennu: Mikilli lækkun á tekj- um og tilkostnaði framleiðsl- unnar eða mjög verulegri lækk- un á krónunni.“ Slíkt er viðhorfið eftir hið me^ta góðæri, sem þjóðin hefir átt við að búa. Ástæðan er hörmulegt ábyrgðarleysi og ráð- leysi þeirra, sem völdin hafa haft. Þótt hagfræðingarnir reyni að sneiða hjá beinum. dómum um stjórnarstefnuna og stjórn- arframkvæmdirnar, geta þeir stundum ekki komist hjá* því. Þannig segir á einum stað í álitinu: „Ef athugaðar eru orsakir þeirra mistaka um framkvæmd nýsköpunarinnar og í gjaldeyr- ismálum, sem átt hafa sér stað síðastliðin ár, eiga þau einmitt að verulegu leyti rót sína að rekja til misræmis, sem verið hefir í aðgerðum ýmissa opin- berra stofnana, og til þess skorts á heildaryfirsýn og ákveðinni stefnu, sem verið hefir ríkjandi. Ríkis/:tjórnin, sem á að sam- ræma aðgerðir hlutaðeigandi stofnana, hefir ekki beitt sér í því skyni.“ Þessi dómur sérfræðinga, sem flestir eru fylgjandi stjórnar- S jómannaverkfall (Framhald a/ 1. síðu) mánuði fyrir háseta og sam- svarandi fyrir aðra skipsmenn? Útvegsmenn buðu hins vegar 580 króna tryggingu. Sjómenn töldu sig þá til málamiðlunar geta fallizt á 665 króna grunntrygg- ingu handa hásetum, en sam- komuiag náðist ekki. flokkunum, er hin fullkomnasta staðfésting á þeirri gagnrýni, sem haldið hefir verið uppi af stj órnarandstæðingum. Yfirbiirðir kaupfé- lag'aima. í áliti hagfræðinganna er deilt mjög hart á núverandi skipun innflutningsverzlunar- innar. Eftir að þeir hafa rakið helztu ókosti hennat segir svo: „Niðurstaðan er sú, að núver- andi skipan innflutningsverzl- unarinnar valdi því, að mjög erfitt sé áð koma með öllu í veg fyrir fjárflótta, skattsvik og verðlagsbrot, auk þess sem dreifing innfluttrar vöru sé ó- eðlilega kostnaðarsöm og bindi of mikinn fólksfjölda og of mik- ið fjármagn fyrir öðrum at- vinnugreinum. Nefndin telur ýmsar ráðstaf- anir koma til greina til úrbóta. Sökum eðlis samvinnufélag- anna og lagaákvæða þeirra, sem um þau gilda, mun ekki þurfa að óttast tilhneigingu til fjár- flótta, skattsvika eða verðlags- brota af þeirra hálfu, og þar eð þau endurgreiða félögum ágóða í hlutfaJLJi við vörukaup, ætti raunverulegur dreifingarkostn- aður þeirra að geta verið lægri en annarra, ef gera má ráð fyrir sömu hagkvæmni í rekstri. Ein þeirra ráðstafapa, er til greina kæmí, væri því sú, að auka hlutdeild , neytendahreyfingar- innar í verzluninni.“ Það, sem hér er sagt um yfir- burði samvinnuýerzlunarinnar, er vissulega ekki ofsagt, en eigi að síður er gott að fá viður- kenningu sérfróða manna fyrir því. Má vel marka á þessu, hví- líkt ólán það hefir veriö, ’ að hlutur samvinnufélaga hefir ekki verið gerður betri í þessum efnum en raún ber vitni. Tillögur hagfræð- ing'aima. Það yrði oflangt mál aö rekja tillögur hagfræöinganna til úr- lausnar á hinum miklu fjárhags- legu vandkvæðum, sem hér hpfir verið lýst. Hins vegar má segja, að' þær gangi mjög i sömu átt og stefna sú, sem Famsóknarmenn hafa beitt sér fyrir, þótt þeir vilji stundum fara að'rar leiöir að markinu. Þeir telja t. d. óhjá- kvæmilegt að stöðva dýrtíðina og aukist framleiöslukostnað- urinn enn, eðá verð útflutnings- varanna lækki, verði að grípa til róttækari ráðstafana. Þeir telja ennfremur, að byrðarnar, sem leggjá verði á efnaminni stéttir þjóðfélagsins í þessu sam- bandi, „eigi ekki rétt á sér, nema eftirtaldar ráðstafanir verði framkvæmdar: Allsherjar eignakönnun, eignaskattur í eitt skipti fyirr öll, skyldulán, stóraukið eftirlit með skatta- framtölum, endurbætt skatta- löggjöf, endurbætt tilhögun á innflutningsverzluninni og sér- stakar ráðstafanir gegn fjár- flótta.“ Þá telja þeir nauðsyn- legt, að fastri og öruggri skipan verði komið á fjárfestinguna. Allt er þetta í samræmi við stefnu 0£ baráttu Framsóknar- flokksins. Mikill fengur. Það er áreiðanlega ekki of- sagt, að þjóðinni sé mikill feng- ur í áliti hagfræðinganna. Þeir hafa auðsjáanlega unnið verk sitt af mikilli elju og samvizku- semi og forðast að láta flokks- leg sjónarmið ráða gerðum sín- um. Vel má því vera, að hag- fræðingar þeir, sem voru út- nefndir af stjórnarflokkunum, hljóti því ekki -lof allra flokks- bræðra sinna, en þeim mun meiri þakkir verðskulda þeir frá hin- um, sem vilja þaö sanna og rétta, en slíkar upplýsingar fá menn við lestur hagfræðinga- álitsins. ■ Þær upplýsingar munu opna augu manna fyrir því, að ástandið í fjárhags- og atvinnu. málunum er miklu alvarlegra en almenningur gerir sér ljóst: Gjaldeyririnn er búinn, nýsköp- unarframkvæmdirnar stöðvað- ar vegna fjárskorts og skipu- lagsleysis, höfuðatvinnuveg- irnir eru reknir með halla og hverskonar fjárplógsstarfsemi þrifst óhindruð og eykur verð- bólguna hröðum skrefum.. — Framundan er ekkert nema hrun, ef eTíki verða gerðar öflug- ar viðreisnarráðstafanir. Þetta viðhorf hefir meira en annað’ valdið því, hve erfiðlega stjórn- armyndunin hefir gengið, því að þar hefir verið tekist á um það, hvort gerðar skuli ráðstaf- anir til viðreisnar eða haldið sé áfram feigðargöngunni og að- eins sameinast um að skipta „seinustu krásunum,“ eins og formaður Sjálfstæðisflokksins bauð upp á í áramótagrein sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.