Tíminn - 29.01.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.01.1947, Blaðsíða 4
/ FRA MSÓKNA RM ENN! 31. árg. MunLð að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er Edduhúsinu vib Lindargötu 29. JAU. 1947 í Sími 6066 19. blað Uí anum I * sólin kemur upp kl. 9.23. Sólarlag kl. 15.59. Árdegisflóð kl. 9.55. Síðdegis- flóð kl. 22.25. í nótt: Næturakstur annast bifreiðastöðin Hreyfill, sími 5030. Næturvörður er í læknavarðstofunni í Austurbæjarskól- anum, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.00 Préttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Bernharð Stefánsson alþingismað- ur: Æskuheimili Jónasar Hallgríms- sonar. — Erindi. b) Kvæði kvöldvök- unnar. c) Óscar Clausen rithöf.: Enn frá Stefáni Gunnlaugssyni landfógeta og sonum hans. ***- Eldbjarmi yfir öræfunum Sést frá bæjum í upp- sveitum l»ingeyjar- sýslu. Eins og menn munu minnast, var frá því skýrt hér í blaðinu fyrir nokkru, að vart hefði orð- ið lítils háttar öskufalls á ýms- um stöðum í Austur-Skafta- fellssýslu í síðastliðinni viku. Eftir að þessar fréttir'bárust, komu ýmsir fræðimenn fram með þær getgátur, að hér hefði sennilega verið um að ræða verksmiðjureyk frá Bretaveldi, og byggðu þeir þá getgátu eink- menningarnir syngja. 22.00 Préttir 22.05 Tónleikar: Harmóníkulög (plöt- ur). 22.30 Dagskrárlok. Skipafréttir: Brúarfoss fer frá Reykjavík í dag út á land og til Leith, Gautaborgar og Kaupmannahafnar frá Reyðarfirði. Lagarfoss á leið til Reykjavikur frá Gautaborg. Fjallfoss kom til Reykja- víkur í fyrrinótt frá Austfjörðum. Reykjafoss er í Leith. Salmon Knot á leið frá New York til Reykjavíkur. Væntanlegur hingað 31 þ. m. True Knoú á leið frá Reykjavík til New York. Becket Hitch er í Halifax. Coastal Scout lestar i New York í byrjun febrúar. Anne á leið frá Rvík til Leith, Gautaborgar og Kaupm.- hafnar. Lublin á leið frá Hafnarfirði til Hull. Lech á leið frá Reyícjavík til Leith. Horsa á leið frá Reykjavík til Leith. Hvassafell fór frá Rotterdam í gær til Hull. Skipað í embætti sam- kvæmt raforku- lögunum Samgöngumálaráðuneytið hef- ir skipað J^ikob Gíslason verk- fræðing og forstöðumann raf- magnseftirlits ríkisins raforku- málastjóra, og gildir skipun hans frá 1. janúar að telja. í Þá hefir Eiríkur Briem verk- fræðingur verið skipaður raf- maghsveitustjóri frá sama tíma. Greiði við bændaefnin eða Sjálfstæðis- flokkinn? Gunnar Bjarnason, hrossa- ræktarráðunautur Búnaðarfé- lags íslands, hefir verið skip- aður kennari við Bændaskólann á Hvanneyri, fíá 1. apríl nsést- komandi, i stað Guðmundar Jónssonar kennara, er skipaður hefir verið skólastjóri á Hvann- eyri frá sama tima að telja. Það er landbúnaðarmálaráðu- neytið, sem að þessari embætt- isveitingu stendur. Sumum kann að virðast, að hér hafi pólitískir verðleikar og greiða- semi ráðið meiru, en nauðsyn skólans eða umhyggjan fyrir búnaðarmenntuninni í landinu. Skíðamótin. (Framhald af 1. síSu) ur tilhögun þess svipuð. , Þrír íslendingar ætla að taka þátt í mótinu, þeir Magnús Brynjólfsson og Björgvin Júní- usson frá Akureyri og Magnús Guðmundsson frá Hafnarfirði. Taka þeir þátt i keppni í bruni og svigi. Eru þessir þjjír menn allir farnir til Sviss og verða þar þangað til mótinu er lokið. Þá hefir finnska skíðasam- bandið boðið íslenzka skíða- sambandinu þátttöku í alþjóð- legu skíðamóti, sem fram fer í Finnlandi 8.—10. marz. En ekki hefir verið ákveðið um þátttöku íslendinga í því móti ennþá. Næsta skíðalandsmót verður hér syðra. Skíðasamband íslands ákvað um á því,-að vindur var suðlæg- ur, er þessa fyrirbæris varð vart eystra. En sýnishorn af öskunni •hefir verið safnað eystra, og ætti rannsókn á því að geta skorið úr um þetta. Nú hafa hins vegar þau tíð- indi borizt norðan úr Þingeyjar- sýslu, að eldbjarmi hafi sézt frá bæjum í Laxárdal og Mý- vatnssveit suður yfir öræfun- um. Einnig telja ýmsir menn á Akureyri, að þeir hafi fundið greinilega brennisteins- eða öskuþef um svipað leyti. Sýnir þetta, að eldur muni vera uppi, þótt lítils háttar sé sennilega, og munu þá margír draga í efa, að getgátan um verksmiðju- reykinn sé rétt, enda virðist al- menningi hún fremur ótrúleg. Dregið um flugvél S.Í.B.S. á sunnudaginn Hin langþráða flugvél S.Í.B. S. er nú komin til landsins, og er óhætt að segja það strax, að sá, sem hana hreppir, verður ekki fyrir vonbrigðum. Blaðamönnum var i gær boð- ið að skoða vélina. Er »það skemmst frá að segja, að flug- vél þessi er einhver fullkomn- asta flugvél, sem hingað hefir komið, af smærri flugvélum að vera, og er búin öllum nýtízky þægindum. Farþegar geta verið þrír. Flugvél þessi er alveg ný- keypt frá Bandaríkjunum, en flugvélar af þéssari gerð eru langeftirsóttustu einkaf^lugvélar, sem þar eru smíðaðar, sakir kosta þeirra og öryggis. Vélin getur bæði lent á sjó og landi og er ódýr og örugg í rekstri. Bæjarbúum verður gefinn kostur á að sjá vélina fram að helgi, ef veður leyfir, því að hún mun öðru hvoru fljúga yfir bæ- inn til að sýna sig og varpa niður flugmiðum. Ennþá er dálítiö óselt af merkjum S.Í.B.S., og verða þau seld á götunum á sunnudaginn. Merkin eru öll tölusett og verð- ur dregið úr þeim um flugvél- ina á sunnudagskvöldið. Jörfi í Haukadal Mér hefir verið tjáð, að mér hafi orðið mismæli í gærkvöldi í erindi mínu um daginn og veg- inn, þegar ég minntist á Jörfa- gleðirnar fyrrum. Mér er sagt,að ég hafi viljað halda því fram, að þær séu kenndar við Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi. Sjálfur vissi ég, að þær voru haldnar að Jörfa í Haukadal í Dalasýslu, og bið ég velvirðingar á þessu mismæli. Ég ætlaði ekki að ræna Dalamenn neinum heiðri að fornu eða nýju til handa Snæfellingum, þótt ég unni þeim fyllilega allrar sæmdar, sem þeim ber að réttu. Reykjavík, 28. jan. 1947. J. H. nýlega, að næsta skíðalandsmót, skíðamót íslands 1947, verði haldið í nágrenni Reykjavíkur, og hefir íþróttafélagi Reykja- víkur verið falið að sjá um framkvæmd mótsins. Það á að fara fram dagana 20.—23. marz. Sveitarstjórnarkosn- ingar á Selfossi Fyrstu sveitarstjórnarkosn- ingar í hinum nýja Selfoss- hreppi fóru fram á sunnudag- inn. Var kosið um fimm lista. Úrslitin urðu þau, að listi Al- þýðuflokksins fékk 36 atkvæði, koih engum manni að, listi Sjálfstæðismanna 93 atkvæði, tveir menn kosnir (Sigurður Ólafsson kaupmaður og Jón Pálsson dýralæknir, sem þó var í þriðja sæti á listanum), listi verkamanna og sósíalista fékk 99 atkvæði, tveir menn kosnir (Ingólfur Þorsteinsson og Diðrik Diðriksson), listi samvinnu- manna fékk 91 atkvæði, tveir kosnir (Egill Thorarensen kaupfélagsstjóri og Jón Ing- varsson frá Skipum), og listi frjálslyndra fékk 55 atkvæði, einn maður kjörinn (Björn Sig- urbjörnsson útibússtjóri). 417 menn voru á kjörskrá. 384 greiddu atkvæði. U ppivöðslusegjgir. (Framhald af 1. síðu) er vínflöskunni rændi, aftur á ferli. Réðist hann þá inn til gamals manns, sem býr við Amtmannsstíginn, og barði hann,: Ekki þótti berserknum þó enn nóg aðgert, því að skömmu síð- ar lét hann hendur skipta i viðurejgn við bifreiðarstjóra, sem varð á leið hans í Hafnar- stræti. Dró hann bifreiðarstjór- ann eftir götunni og beitti hann fleira harðræði. En nú var syndamælirinn fylltur, því að þarna voru lög- regluþjónar nærstaddir, og höfðu hendur í hári skálksins. Hermaður ræðst með reiddan hníf aftan að manni. . Fleira af þessu tagi bar til tíðinda um helgina. Ásmundur Guðmundsson, til heimilis að Sundlaugavegi 28, kærði yfir því til rannsóknarlögreglunnar í gær, að amerískur hermaður hefði ráðizt á sig í Pósthús- stræti á sunnudagsnóttina, rétt fyrir framan dyrnar á lögreglu- varðstofunni. Ásmundur segist ekki hafa vitað fyrr til en sparkað var í hann og slegið í bak honum. Sneri hann sér þá við, og stóð þá hermaðurinn þar með hníf á lofti. Komst Ásmundur þó inn í lögreglustöðina óskaddaður, enda stutt að fara. Málið er i rannsókn. Alþýðublaðið skýrir svo frá, að þessi hermaður hafi verið sá hinn sami og hélt skothríðinni uppi við Keflavíkurflugvöllinn í haust. Verður landhelgin rýmkuð? (Framhald af 1. síöu) séu utan landhelginnar eftir að þessi samningur var gerður. Það renna tvenn meginrök undir þaö, að landhelgin við ís- land verði stœkkuð. Önnur þau, áð vegna legu landsins og að- stœðna erum við með samn- ingnum frá 1901 verr settir en aðrar þjóðir. Hin, að vísinda- legar rannsóknir hafa sannað, að fiskistofninum er mikil hœtta búin vegna hinnar þröngu land- helgi. Það er ekki ástæða til að ræða þetta mál almennt nánar í þess- ari greinargerð, enda liggur fyr- ir, meðal annars í nýútkomnum bæklingi eftir Matthías Þórðar- son, ýtarleg skýrsla um þetta mál. En samkvæmt 39. gr. hins um- rædda samnings er hann upp- segjanlegur af beggja hálfu með tveggja ára fyrirvara. Fyrsta skrefið, sem stíga þarf og það nú þegar, er að notfæra sér uppsagnarákvæðið og segja samningnum upp. Það þykir ekki rétt á þessu stigi að ræða um það hér, hvaða skref verði stigin næst í þessu máli. Jón á Torfastöðum. (Framhald af 3. síðu) héldu þaðan norður á heiðina. En þegar þeir komu nokkuð norður á heiðina, gerði á þá þoku mikla. Sagði þá Jón, að nú væri ekki um annað að gera en að halda kyrru fyrir þar til birti, því að annars ættu þeir á hættu að villast í þokunni og uppgefa sig og hestinn. Þeir tóku þá ofan farangur sinn, fóru í þurra sokka og fengu sér bita af nestinu, en slepptu hest- inum á hnotta, er voru þar upp úr snjónum. Síðan lögðust þeir til svefns, en ekki munu þeir hafa sofið lengi í einu, því að hvílustaðurinn var ekki nota- legur. Þarna voru þeir um kyrrt þar til síðari hluta nætur, en þá rofaði svo til í lofti, að þeir sáu Eiríksjökul upp úr þokuhaf- inu. Héldu þeir þá af stað og tóku stefnu eftir jöklinum. Þeg- ar þeir komu norður á heiðina, í svonefnda Þormóðshóla, kann- aðist Jón við umhverfið, þó að enn væri þoka. Þeir komu norð- ur að Aðalbreið í Miðfirði snemma morguns og þágu þar góðgerðir. Þar bjó þá kona, sem hét Ingibjörg Benediktsdóttir, með Guðmundi syni sínum. Heim til Jóns, að Torfastöðum, komu þeir um hádegisbilið, og þar með var þeirri ferð hans lokið. Hress og glaður gamall maffur. Þegar ég sá Jón á Torfastöð- um síðast, í ágústmánuði í sum- ar, var hann hress og glaður að vanda og skemmtinn í viðræð- um. Eins og áður segir, er hann á fótum alla daga, þótt blindur sé. Hann nýtur góðrar aðhlynn- ingar og umönnunar hjá hjón- unum á Torfastöðum, Margréti Pálsdóttur og Gísla Árnasyni. Venjulega er Jón við einhverja handavinnu, og syngur eða kveður, sér til dægrastyttingar. Hann kann mikið af vísum, Ijóð- um og sálmum, og hefir verið góður söngmaður. Um langt skeið var hann forsöngvari í sóknarkirkju sinni. Hann er einlægur trúmaður og lifir í ör- uggri vissu um það, að hitta konu sírja og aðra vini fyrir (jatnla Síó TÖFRATÓMR. (Music for Millions). Skemmtileg og hrífandi mú- sikmynd, tekin af Metro Gold- wyn Mayer. June Allyson, Margaret O’Brien. og píanósnillingurinn Jose Iturbi. Sýnd kl. 6 og 9. — Hækkað verð — Wíjja Síc (við Shúlaqötu) Ást og tár. (This Love of Ours) Áhrifamikil og vel leikin mynd. Aðalhlutverk: Merie Oberon, Claude Rains, Charles Korvin. Sýnd kl. 9. Súdan. Hin fagra ævintýramynd frá dögum Forn-Egipta, með Maria Montez, Jón Hall. Sýnd kl. 5 og 7. Njjótið sólarinnar í skammdeginu og borðið hinar fjörefnaríku Alfa-Alfa töflur. Söluumboð til kaupmanna og kaupfélaga utan Reykjavíkur HJÖRTUR HJARTARSON Bræðraborgarstíg- 1 Sími 4256. ★★★★★★★★★★★★★★★★ 7jafhatktc Glötuð lieljíi. (The Lost Weeknd) Sýning kl. 9. Síðasta sinn. Máfurinn (Frenchman’s Crcek) Stórmynd i eðlilegum litum eftir hinni frægu skáldsögu Daphne du Maurier. Joan Pontaine Arturo de Cordova Sýning kl. 3, 5 og 7. ' Sala hefst kl. ll"f. 'h. I Kaupfélög H | Útvegum fyrir sumariff: ' Eylandsljjái. Brýni „Foss44 frá Noreg'i. Brýni „Carhorunduni(t frá Fnglandi. llverfisteina. ýmsar stærðir. Ljjáblöð. Pantanir óskast sem fyrst. Samband ísl. samvinnuféfaga handan landamærin innan skamms. Þau hjónin bjuggu saman í 56 ár, og sambúð þeirra var góð og skuggalaus alla tíð. Jóni hefir allt vel lánast, sem hann heíir tekið sér fyrir hend- ur um dagana. Létt lund og lífs- gleði hefir ailtaf verið í för með honum og mun fylgja honum til æviloka. Það sannast á Jóni á Torfastöðum, að þeir menn, sem vinna þrotlaust allt frá blautu barnsbeini og leggja mikið á sig, halda oft ekki síður heilsu og kröftum en hinir, sem eiga náðuga daga og afkasta litlu verki. , Þessi 92 ára gamli maður mætir framtíðinni glaður og reifur, sáttur við Guð og alla menn. Blessun Drottins fylgi honum framvegis eins og á liðnum árum. Frlent yfirlit (Framhald af 1. síðu) Kastrup-fiugsiysLb (Framhald af 1. síðu) Hann var talinn einn bezti hestamaður Svía. Hann var gift- ur þýzkri prinsessu og áttu þau fjórar dætur og einn son. Frá- fall hans hefir vakið þjóðarsorg í Svíþjóð. Nokkru eftir að slys þetta varð, bárust fréttir frá Kína um, a$ 19 manns hefði farizt þar, er Dakota-flugvél féll til jarðar. Hefir það vakið svo mik- inn ugg, hve tíð flugslys eru orðin með Dakota-vélunum, að ýms flugfélög hafa ákveðið að nota þær ekki til flugferða fyrr en nýrri rannsókn á gerð þeirra er lokið. Enn bárust í gærkvöldi fregn- ir um flugslys í Nýja-Mexíkó. Ýmsir óttast, að slys þessi geti stafað af því, að vélarnar séu ofhlaðnar. Flugfélög á Norður- löndum leyfa ekki meira en 11.5 smál. hleðslu, en Hollend- ingar hlaða þær 12.7 smál. og Bretar 13 smál. Flugvélin, sem fórst á Kastrup-flugvellinum, var hlaðin 12.1 smál. I Ijjósf staðreyndiiniia. (Framhald af 2. síðu) rannsökuð ýtarlega og reynt að fyrirbyggja þau framvegis. Þeim gekk ekki til heínigirni eöa grimmd við þá brotlegu, heldur skilningur á nauðsyn þjóðfélagsins. En ríkísstjórnin leit öðru visi á. Hún fór sínu fram og fjárflóttinn varð ekki tepptur. Hins vegar var ritstjóri Tímans dæmdur fyrir oviður- kvæmilegt umtal um þessi af- brot. En nú geta menn dæmt hvorum hafi gengið til einlæg- ari og hollari umhyggja fyrir framför þjóðarinnar og upp- byggingu atvinnulífsins, þeim, sem vildu fyrirbyggja gjaldeyr- issvik og fjárflótta eða hinum, sem notuðu vald sitt til verndar slíku athæfi. — ^ Það er eðlileg og einföld skýr- ing á þessum málum. Menn- irnir, sem höfðu einkaviðhorf og einkahagsmuni í sambandi við það að braska, græða ög koma gjaldeyri úr landi höfðu stjórn Tsaldaris, því að yfirleitt er lítið lagt upp úr kosninga- sigri flokks hans, eins og allt var í pottinn búið. Það mun tví- mælalaust verða Grikkjum mikill styrkur, bæði inn á við og út á við, að hin lýðræðissinn- uðu öfl hafa nú fengið hlutdeild í stjórn landsins. Það, sem tvímælalaust hefir ráðið mestu um stjórnmálaöng- þveitið í Grikklandi, er veikleiki og ósamkomulag hinna umbóta- sinnuðu miðflokka. Öfgaflokk- arnir sitt til hvorrar handar, konungssinnar og kommúnistar, hafa því getað eflzt á kostnað þeirra. Qrikkland er glöggt dæmi þess, að vöntun öflugs miðflokks leiðir til stjórnmálalegs ófarn- aðar. meiri áhrif á stjórnarfarið, en þeir, sem horfðu á almannahag og þjóðarhagsmuni. Það er þetta, sem einróma álit hagfræðing- anna leiðir í ljós. Þetta eru eft- irmæli ríkisstjórnar Ólafs Thors. Seinna skulum við athuga skipulagið á fjárfestingunni og hverra hagsmunir og áhugamál þar réðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.