Tíminn - 31.01.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.01.1947, Blaðsíða 1
í RITSTJÓRI: | ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON | ÚTGEPANDK j PRAMSÓKNARFLOKKURINN ^ Símar 2353 og 4373 S PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚál. Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 ' AFGREIÐSLA, INNHEIMTA ' OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: í EDDUHÚSI, Lindargötu 9A í Sími 2323 31. árg. Keykjavík, föstudagiim 31. janúar 1947 ERLENT YFIRLIT: NÝIFORSÆTISRÁÐHERRANN í FRAKKLANDI \' Vonir Frakka um fjórða lýðveldið ’ bregðast. Það var trú margra Frakka, þegar hernámi lands þeirra lauk, að hefjast myndi nýtt tímabil í stjórnmálasögu þeirra. Nýtt og fullkomnara stjórnskipulag, sem menn nefndu fjórða lýðveldið, myndi leysa hið gamla og meingallaða stjórnarform þriðja lýð- Veldisins af hólmi. Jafnframt var það skoðun manna, að nýir menn myndu hefjast til forustu á sviði stjórnmálanna og hinir gömlu stjórnmálaleiðtogar myndu ekki eiga þangað afturkvæmt. EinkUm var því spáð, að hinir nýju leiðtogar myndu koma’úr röðum mótspyrnuhreyfingarinnar frá stríðsárunum. Bretar óttast skemmd arverk Gyðinga Það er víðar en í Palestínu, er Bretar óttast skemmdarverk af hálfu óaldarflokka Gyðinga. Við allar helztu opinberar bygging- ar í London og við sendiherra- bústaði Breta erlendis eru hú verðir, sem hafa gát á grun- samlegum mannaferöum. Hér á myndinni sést vörður fyrir ut- an byggingu brezka hermála- ráöuneytisins í London: ERLENDAR FRÉTTIR Ný deila er hafin milli stór- veldanna um Albaníu. Rússar og Frakkar vilja, að hún verði að- ili að friðarsamningunum við Þýzkaland, en Bretar og Banda- ríkjamenn ekki. I Á undirbúningsfriðarfundin-1 um í London er orðið samkomu- lag um að viðurkenna sjálfstæði Austurríkis. Bandaríkjastjórn hefir sent pólsku stjórninni nýja orðsend- irígu, þar sem hún fordæmir mjög þingkosningarnar í Pól- landi 19. þ. m. Brezku konungshjónin leggja af stað næstk. laugardag í ferðalag sitt til Suður-Afríku. Kastrupflugslysið er talið hafa orsakazt af því, að hseðaf- stýrislásinn hafi verið lokaður. Reynslan hefir hins vegar orðið á aðra leið. Hin nýja stjórnarskrá er ekki að verulegu leyti frábrugöin gömlu stjórnar- skránni. Hinir ungu stjórnmála- leiötogar hafa ekki komið fram á sjónarsviðið. Allar æðstu tyún- aðarstöður fi’anska ríkisins eru í dag skipaðar stjórnmálaleið- togum ,er komnir voru til sög- unnar fyrir styrjöldina. Má þar t. d. nefna forseta ríkisins, for- seta þingdeildanna og forsætis- ráðherrann. Úr röðum %mót- spyrnuhreyfingarinnar hafa fá- ir leiðtogar komið, t. d. verða kommúnistar, sem höfðu sig þar mjög í frammi, að notast áfram við forustu manns, sem hvergi kom þar nærri, en lifði góðu lífl í Moskvu meðan styrjöldin stóð yfir. Eini stjórnmálamaðurinn úr mótstöðuhreyfingunni, sem nokkuð kveður að, er Bidault. Þegar á allt þetta er litið, verð- úr auðskilið það orðtak, sem nú heyrist oft í Frakklandi, að fjórða lýðveldið sé dautt, en þriðja lýðveldið lifi áfram. Þessi þróun, sem orð’.ð hefir í Frakklandi, er einkennandi fyrir flest hernumdu löndin, nema helzt Noreg. Pólland og Balkanlöndin hafa liér sérstöðu, þar sem stjórnirnar þar byggja tilveru sína " á erlendu valdi. En undantekningarlítið má segja, að mótstöðuhreyfmgarn- ar í hernumdu löndunum hafi haft furðu lítil varanleg áhrif. Líklegasta skýringin er sú, að þær höfðu ekkert framtíðar- mark'eða sameiginlega þjóðfé- lagsstefnu. Menn sameinuðust um andstööuna gegn Þjóðverj- um, en annað ekki. Hinn nýi forsætisráðherra Frakka, Paul Ramadier, er í hópi þeirra, sem tæpast heföu komizt til mikilla mannafor- ráða, ef upphaflegir draumar Frakka um fjórða lýðveldið hefðu ræzt. Hann kom lítið eða ekkert við sögu á stríðsárunum að öðru leyti en því, að hann var einn þeirra þingmanna, sem greiddi atkvæöi gegn því, að Petain fengi einræðisvald. Síð- an varð hljótt um hann, unz hann tók sæti á bráðabirgða- þinginu í Algier 1944. Sama ár varð hann matvælaráðherra í fyrstu stjórninni, sem de Gaulle jnyndaði eftir heimkom- una. Hann var dómsmálaráð- herra í bráðabirgðastjórn Blums í vetur. Paul Mamadier er 59-ára gam- all. Hann er lögfræð'ingur að menntun og var um alllangt skeið málafærzlumaður við yf- irréttinn í París. Um tíma gegndi hann jafnframt borgar- stjórastörfum í smábæ einum Árið 1928 var hann kosinn á þing sem jafnaðarmaður. Nokkru seinna gekk hann i sósíalistiska lýðveldisbandalagið undir forustu Paul Boncours, en það stóð til hægri við jafn- aðarman,naflok,kinn. Árin 1936 —1938 var hann aðstoðarráð- (Framliald á 4. síöu) 21. blað Víðförull íslendingur Við störf í þágu Bandaríkjastjórnar í Ástralíu, Nýju-Geníu og Filippseyjum DViðtal við Stefán Jonsson, fulltrúa í seudi- ráði Baiidaríkjamanna hér. í sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík starfar um þessar mundir víð'förull vestur-íslenzkur lögfræðingur, Stefán Jónsson að nafni. Hefir hann víða farið í erindum Bandaríkjastjórnar, * er fróður og íhugull og kann því frá mörgu að segja. Stefán hefir ferðazt um slóðir, sem íslendingum eru fjarlægar og tiltölu- lega lítið hefir verið sagt frá hér á landi, svo sem Filippseyjar, Ástralíu, Nýju Géníu og Kóreu. Tíðindamaður blðasins hitti Stefán nýlega og datt þá í hug, að lesendur Tímans kynnu að hafa ánægju af að heyra um sumt það, sem hann hefir séð. Fer viðtal við hann hér á eftir. Almur og plast er nú se að verða þýðingarmeira byggingarefni, og ekki hváð sízt eru þessi efni mjög notuð innanhúss. Hafa Br@|f!ir og fleiri þjóðir gert margvíslegar tilraunir á þessu sviði og byggt sýnishús af þess- ari nýju gerð. — Þessi mynd er af nýtízku eldhúsi. Sjálfir vaskarnir eru úr ryðfríu stáli, en umgerðin, diskahillan og fleira úr plasti. í sambandi við vaskana eru stálgeymar, sem hitaðir eru> með gasi, og.getur húsmóðir- in þannig fengið sjóðheitt vatn á skammri stundu, hvort heldur er til þvotta eða' annars. Geymirinn er hins vegar svo úr garði gerður, að hann hitnar ekki að utan, svo að óhætt er við hann að koma, og sérstök loftrás sogar jafnóðum til sín alla gufu. Einnig er þarna tæki, sem heldur loft- inu í eldhúsinu ávallt þægilega svölu. — Bátar lenda í hrakn- ingum í óveðrinu í. fyrrinótt lentu nokkrir bátar í hrakningum, en bátar frá flestum verstöðvum ■ sunnanlands og vestan voru þá á sjó. Þegar blaðið átti tal við skrifstofustjóra Slysavarnafé- lagsins i gær, v.ar þó ekki ann- að vitað en allir bátar væru komnir aö heilu og höldnu. Einum bát varð að hjálpa að ná landi, en það var vélbátur- inn GuÖmundur Kr. frá Kefla- vík. Bilaði vél hans út af Garð- skaga, og báðu skipverjar Slysa- varnafélagið um aðstoð. Bað fé- lagið vélskipið Fanneyju að aðstoöa bátinn, hvað hún gerði, og kom honum heilu og höldnu í höfn. Sjómannaverkfallið í Eyjum: Eyjabátar fara á sííd- veiðar í Kollafirðí Útgerðarmenn höfnuðu sátta- tillögunni. Verkfallið, sem hófst i Vest- mannaeyjum 27. janúar, stend- ur enn. Útgerðarmenn höfnuðu tillögu sáttasemjara um mála- miðlun um 620 króna kaup- tryggingu, en sjómenn töldu sig hins vegar geta gengið að því, sem þar var boðið. Sjómenn höfðu farið fram á, að kauptrygging þeirra verði hækkuð upp í kr. 665 í grunn- kaup á mánuði, en útgerðar- menn hafa boðið þeim 580 króna tryggingu. Samningaumleitanir fara fram daglega milli deiluað- ila, en í gær höfðu þær engan árangur borið. - ., \ Bátarnir búast að heiman. Nokkrit bátar frá Vestmanna- (Framhald á 4. síðu) Skjaldarglíman á laugardaginn Skjaldarglíma Ármanns fer fram í Trípólíleikhúsinu í Reykjavik annað kvöld og hefst kl. 8,30. Er þetta 35. Skjaldar- glíman, og eru þátttakendur að þessu sinni 12 að tölu. Margir góðkunnir glimumenn taka þátt i glímunni. Meðal þeirra má nefna núverandi skjaldarhafa og glímukóng, Guðmund Ágústsson, Einar Ingimundarson og Sigurð Hall- björnsson. Flestir keppendurnir eru frá glímufé.’aginu Ármanni, en þó takg menn frá þremur öörum félögum þátt í glimunni. Ungmennafélagið Hvöt sendir (Framhald á 4. siðu) Norömýlingur að ætt. —- Ertu fæddur vestra? — Já, ég er fæddur í Minne- sotaríki í Bandaríkjunum 22. febrúar 1899, skammt frá smá- 1 bænum Minneota, sem einu j sinni var að miklu leyti byggð- ur íslendingum. Á síðustu ár- um hefir þeim fækkað mjög í bænum og flutzt til annarra staða. Er það yfirleitt þróunin vestra, að fólkinu fækkar smá- bæjunum og flytzt til stórborg- anna. Foreldrar mínir voru bæði ís- lenzk. Faðir minn, Jón Eyjólfs- son frá Vallanesi, fluttist vest- ur um haf 1882. Móðir mín var Sigurbjörg Árnadóttir, úr Vopnafirði. Ég ólst upp hjá for- eldrum mínum. Þau fluttust til bæjarins Minneota þegar ég var 7 ára gamall. Þar ólst ég upp til 17 ára aldurs. Þá fór, ég í herinn. Það var 1917. í Bandaríkjaher og þjónustu j ár nbrautaf élags. — Fórstu þá á vígvellina? — Nei, ég koinst nú eiginlega aldrei á sjálfa vígvellina. Fyrst eftir að ég hafði verið innritað- ur í herinn, var ég við æfingar í Bandaríkjunum. Svo var ég sendur til Frakklands og var þar nokkurn tíma, en komst þó aldrei á sjálfar vígstöðvarnar, enda var þá stutt eftir af styrj- öldinni. Þegar stríðið'var bú- ið, fór ég fljótlega til Banda- ríkjanna. — Hvaða starf beið þín þá þar? — Ég réðist í þjónustu járn- brautafélags eins, sem á járn- bi'autir ví'ða um Bandaríkiíi, samtals 8—9 þúsund mílur aö lengd. Byrjaði ég þar sem sím- ritari, en fórsvo að vinna í aðalskrifstofum félagsins. Árið 1932 tók ég embættispróf í lög- Mjólkurbúum Húnvetninga og Þingeyinga miöar vel áfram Tíðindamaður Tímans hafði í gær tal við Svein Tryggvason iáðunaut og spurðist fyrir um það, hversu miðaði áfram bygg- ingu hinna tveggja nýju mjólkurbúa, sem nú eru að rísa upp á Norðurlandi. Húsin fullgerð. Sveinn skýrði svo frá, að hús hinna nýju mjólkurbúa á Blönduósi og Húsavík væru þeg- ar fullgerð og innivinnu svo til lokið. Er nú beðið eftir vélum til mjólkurbúanna. Von^st menn eftir þeim í aprilmánuði, og ættu mjólkurbúin þá að geta tekið til starfa seint í maímán- uði eða júní, eins og gert hafði verið ráð fyrir. Er ekkert, sem bendir til annars en það megi takast. Forstöðumenn ráðnir. Forstöðumenn beggja mjólk- i urbúanna hafa verið ráðnir. Forstöðumaður Blönduóssbús- ins verður Oddur Magnússon mjólkurfræðingur frá Akranesi. Hann hefir numið mjólkur- mjólkurfræði i'Danmörku, þar sem hann dvaldi um nálægt sjö ára skeið. Kom hann hingað til lands aftur í fyrra og hefir unn- ið síðan í mjólkurstöðinni í Reykjavík. Forstöðumaður Húsavíkurbús- ins verður Haraldúr Gíslason ættaður úr Flóa í Árnessýslu. Hann hefir einnig numið mjólk- urfræði í Danmörku og unnið lengi við'mjólkurbú Flóamanna við Ölfusárbrú. Stefán Jónsson. fræði, en hélt samt áfram störf- um i þjónustu járnbrautarfé- lagsins, og hjá því starfaöi ég, þangað til Bandaríkin fóru i styrjöldina. Sendur til Kyrrahafsstöðv- anna. • — Fórstu þá í stríöið? — Nei, ég fór ekki á vig- stöðvarnar, frekar en fyrri dag- inn, heldur var ég látinn fara að kenna sjóhernum loftskeyta- tækni. Var það stór skóli, sem einungis kenndi mönnum þá grein, og útskrifaði hann 4000 menn á tveimur árum. Enda var skólinn stór og aldrei færri en 1000 nemendur í honum í elnu. Svo var ég sendur í erindum fyrir stjórnina til Kyrrahafs- stöðvanna á svæði Mac Arthurs. Starfaði ég í upplýsingadeild hersins. Vor um haust. Fyrst lá leið min til Ástraliu, og dvaldi ég þar nokkrar vikur um haustið 1944. Þar líkaði mér vel að vera. Vorið var þá að setja svip sinn á landið og sum- arveðráttan að byrja. í Ástralíu eru jólin um hásumarið, þegar heitasti tími ársins er þar. Þar er því aldrei jólasnjór, eins og á norðurhveli. og myndi sumum Norðurálfubúum þykja undar- legt að halda jól um hásumarið. Veðráttan í Ástralíu er ann- ars nokkuð góð, og lifnaðar- hættir fólksins eru svipaðir og í Englandi. Húsin eru mörg byggð úr múrsteini, eins og þar. — Er sauðfjárræktin, einn að- alatvinnuvegurinn þar ennþá? — Jú, þar er mikil sauðfjár- rækt, enda góð skilyrði til henn- ar, þar sem féð gengur sjálfala allan ársins hring. Afkoma al- mennings er yfirleitt góð í Ástralíu. í grennd við, þar sern ,ég dvaldi, er mikið um sykur- rækt og ræktun alls konar á- (Framhald á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.