Tíminn - 01.02.1947, Page 2

Tíminn - 01.02.1947, Page 2
< f 2 Laugurdagur 1. febr. Bætt skattaeftirlit Það mun fáum kunnugt, að seinustu árin hefir verið hér starfandi embættismaður, sem nefnist skattdömari. Hlutverk hans hefir verið að reyna að hafa upp á skattsvikum og hefir hann allvíðtækt vald til að fá þau upplýst. Hins vegar hefir þess orðið svo litið vart, að hann beitti þessu valdi, að menn hafa yfirleitt ekki vitað fyrr en fyrir nokkrum dögum, að þessi embættismaður væri til. Þá lét hann gera húsrannsókn hjá fé- lagi múrara hér í bæ, eins og áður hefir verið sagt frá. Raunar er skattdómarann ekki um að saka, þótt lítið hafi orðið úr embættisrekstri hans. Það hefir verið ráðandi stefna hjá valdamönnum landsins tvö sein- ustu árin, að skattsvik hafa verið látin afskiptalítil. Því fer þó fjarri, að valdhöfunum hafi ekki verið ljóst, að skattsvik döfnuðu hér í ríkum mæli. Þjóð- viljinn segir t. d. í gærmorgun, að „vilji skattdómarinn í alvöru finna skattsvikarana“ beri hon- um „tafarlaust að framkvæma húsrannsóknir hjá heildsöl- um, húsabröskurum og öðru sliku gróðrabrallshyski.“ En þetta var ekki krafa ráðherra Sósíalistafloksins áður en ríkis- stjórnin baðst lausnar, a. m. k. létu þeir hana ekki valda á- greiningi. Allir stjórnarflokk- arnir virtust* innilega sammála um að halda verndarhendi afskiptaleysisins yfir skattsvik- utium. Sá ósómi, sem hér hefir verið látinn viðgangast, er nú orðinn svo magnaður, að erfitt mun verða að uppræta hann. Þó dug- ir ekki að láta hann halda áfram að vaxa skattayfirvöldum lands- ins yfir höfuð. Það verður að ráðast gegn honum. Annars verða byrðarnar enn þyngdar á þeim, sem telja heiðarlega fram, meðan þeir seku sleppa, og ó- virðingin fyrir lögum og rétti eykst að sama skapi. Þvi er ekki að neita, að skatt- svik hafa alltaf viðgengist hér og annars staðar, en það hefir verlð svipur hjá sjón í saman- burði við það, sem nú er. Menn hafa alltaf haft tilhneigingu til að skjóta eignum undan skatti, og stafar það af þvi, að upphaf- lega voru skattar tiltölulega hærri á eignum en tekjum. Nú er þetta gerbreytt. Eignarskatt- urinn er sáralítill og því enginn fjárhagslegur ávinningur að telja ekki fram eignir. Flest hin smærri skattsvik eru fólgin í því, að menn hafa vanrækt að telja rétt fram eignir, en haft tekju- framtalið rétt í aðalatriðum. Á slíkum brotum ber að taka vægt. Aðalafbrotin earu fólgin í því, áð menn hafa dregið stórkostlegar tekjur undan sköttum. Slík brot hafa aðallega átt sér stað í verzl- uninni og iðnaðinum, eins og bent er á í hagfræðingaálitinu, því að hjá smáframleiðendum og launamönnum verður slíku ekki komið við svo að nelnu nemi. Það, sem þarf að gera, er að fá eignaframtalið rétt, sem ekki verður gert nema með allsherj- ar eignakönnun. Þar sem brotin eru vafalaust almenn og stafa að miklu leyti af vanrækslu valdhafanna, virðist ekki rétt að beita teljandi refsingum, nema um meiriháttar tekju- skattsvik sé að ræða. Aðalatriðið er að fá eignaframtalið rétt, og TtMPW, laugardaglim 1. febr. 1947_________________________________________________22« hlað Lítið kvæðiskorn Þeir ríku eiga mikinn málaher, svo megi njóta forréttinda sinna. Ég skil að hersins skyldukvöð það er að skamma þá, sem réttlætinu vinna. Þar eru þæg og lotin leiguþý, sem lánardrottni í blindni auðsveip gegna, og eru send að gelta og glefsa í þá góðu menn, sem berjast fjöldans vegna. Þau blindar jafnan hroki, heimska og girnd í hégómlegust metorð, fé og völdin, um feita bita, brjóstin fagurstirnd snýst bænarhugur veslinganna á kvöldin. Þeir mega ei skilja eðli óspillts mann, þá ósk að hjálpa, mega verða að liði, því ef þeir læsu lyndiseinkunn hans þelr létu máske bænir hans í friði. Þið hugsið eins og ykkur skyldan bauð, þið, akurliljur gróðaklækja lenzku, þið, veslings menn, sem vinnið ykkur brauð í varnarsveitum spilltrar sníkjumennsku. Halldór Kristjánsson. r~ /f tiíiaíanqi Geigvænlegar grunsemdir. Hagfræðingarnir gera ráð fyrir í áliti sínu, að talsverður fjárflótti hafi átt sér stað og erlendu fé hafi verið komið undan „og mun það affallega gert á tvennan hátt: 1. Erlend- um umboffslaunatekjum er ekki skilaff til bankanna. 2. Vörur frá útlöndum og þjónusta þaðan, er, eftir samkomulagi viff erlenda viffskiptavini, fært á sölureikn- inga meff hærra verffi en rétt er. Ljótt athæfi, ef satt er. Séu slíkir hlutir hafðir í frammi, er það fals og fjár- dráttur af versta tagi. Umboðs- laun verzlananna eru beinn af- sláttur af vöruverði, sem ætti að koma almennum neytendum til góða. Séu grunsemdir hagfræð- inganna réttar, er því í báðum tilfellum um það að ræða, að sá, sem hefir verið trúað til að kaupa inn vörur fyrir þjóðina, falsar gögn sín, segir verðið raunverulega meira en það er, og svíkur þannig fé undan skatti og kemur þvi í erlenda mynnt og erlenda geymslu. Heima fyrir hækkar vöru- verðið vegna þessara falsana og fjárdráttar. Fólkið borgar meira fyrir vörurnar og sú byrði fær- ist yfir á ríkissjóðinn og at- vinnuvegina í aukinni dýrtíð. Getur þetta veriff? Svo mun margur spyrja, þeg- ar hann athugar þetta háttalag niður í kjölinn. Er það hugsan- legt, að menn, sem eru sterk- ríkir undir, leggist svo lágt að ljúga og svíkja og níðast á öllu því, sem þeim hefir verið til trúað, bara af því að þá langi til að eignast líka innstæður er- lendis, þó þeir megi aldrei láta það koma fyVir íslenzk augu? Er það hugsanlegt, að þeir vilji vinna það til, að hækka dýrtíð- ina á íslandi vegna þessa og leggja þannig enn þyngri byrðar á sligaðan ríkissjóð og atvinnu- vegi? Á fólk að trúa því, að ágirndin geti gert menn slík af- hrök og föðurlandssvikara? Alkunnar staffreyndir. Því miður eru nú dæmi til þess, að einstakir kaupsýslu- menn hafi leiðst út á þessa braut. Aldrei hefir það fengizt rannsakað hve mikil brögð væru að slíku. Ekki hefir heldur verið tekið svo hart á þeirri hrösun, að refsingar þyrftu að hræða menn frá að leika það eftir. Það er óneitanlega vel sloppið hjá þjófnum, þó að hann við því þarf að leggja þunga refsingu, t. d. missi borgaralegra réttinda, ef ekki er talið rétt fram við eignakönnunina. Þegar sá grundvöllur er fenginn, þarf að gera öflugustu ráðstafanir til að' koma í veg fyrir skattsvik í framtíðinni. Skattaeftirlitið þarf að vera strangt og refsing- arnar ekki aðeins fjárhagslegar, heldur einnig réttindamissir. Það skapar miklu meira aðhald. Þetta er tvímælalaust eitt mikilvægasta verkefni heiðar- legrar stjórnar, ef þjóðin ber gæfu til að eignast hana nú eða í náinni framtíð. Það er end- urreisn þess siðgæðis og þegn- skapar, sem frjálst og heilbrigt þjóðfélag byggist á öðru fremur. Þótt margt hafi verið iskyggilegt í stjórnarstefnu seinustu ára, er fátt uggvænlegra en siðleysi það, sera hún hefir skapað í þessum og hliðstæðum málum. borgi með íslenzkupn krónum þær fjárhæðir, sem sannast, að hann hafi stolið í dollurum. Er mjög vafasamt að þjóðfélagið ís- lenzka hafi haft ráð á því, að strjúka slíkum silkihönzkum um þá manntegund, þó að ekki bætist við, að ríkisstjórnin sjálf bindi plástra trúnaðarframa og virðingarstarfa yfir ýldukaunin. Röggsemi ríkisvaldsins. Það var ákveðið fyrir jólin, að enginn mætti senda gjafir úr landi, nema hann fengi leyfi til þess uppi á háalofti yfir málflutningsskrifstofu Péturs Magnússonar í Reykjavík. Bréf, sem fóru gegnum pósthúsið í Reykjavík, voru síðan tekin og athuguð af mikilli rögg- semi og skörungsskap, svo að hindrað yrði að menn sendu kunningja sínum piparbréf eða ónotaðan barnsvettling. Um þetta er sjálfsagt gott eitt að segja, því að til þess eru lög og reglur, að þeim sé fylgt, og þeirra ber að gæta þegar þjóð- arnauðsyn krefur með árvekni í smáu sem stóru. Til hvers er réttvísin? En það er eins og hagfræð- ingana gruni, að eftirlitið i því stóra hafi farizt fyrir. Svo mikið er víst, að dómsmála- stjórn ríkisins hefir varið heild- salana fyrir öllum rækilegum rannsóknum. Þar hefir ekki verið beitt neinni piparbréfa- nákvæmni. Vafasöm fyrirtækíi hefðu þess vegna getað haldið áfram fölsunum og fjárdrætti, til að þoka dýrtíðarvísitölunni ögn hærra. Því ekki það í von um nýja réttarsætt, ef eitthvað kæmist upp? En þá mætti e. t. v. spyrja. Hvernig er þetta þjóðfélag? Höf- um við réttvísi og ríkisstjórn til að vernda þjófa og illræðismenn fyrir fólkinu eða fólkið fyrir þjófum og svikurum? Stolt Barðstrendinga. Barðstrendingar mega vera upp með sér af því að hafa lagt Alþingi til eins konar yfirþing- Allir, sem eitthvað hafa kynnt sér íslenzka bókaútgáfu nú síð- ustu árin, hafa veitt því eftir- tekt, að bókaútgáfan Norðri hefir gefið út fjölda bóka, sem eru bókmenntalegur fengur, og enga lélega eða ótæka bók. Nú rétt fyrir jólin kom út hjá forlagi þessu m. a. bóka sagan: Ketill í Engihlíff, en Konráð Vil- hjálmsson frá Hafralæk íslenzk- aði bókina. • Sögu þessarar hefir að vísu áður verði minnst nokkuð i blöð- um, en hvergi nærri svo sem vert er. Ber þar margt til, m. a. að þessi sænska saga er nútíma- saga og svo lík íslenzkum að- stæðum, að sé stritið á ökrum og í skógum túlkað sem barátta við grjótið, mýrarnar og mold- arkofana þá gæti sagan að öllu eða langmestu leyti verið íslenzk. Sagan segir okkur frá fólkinu í einni útbyggðinni sænsku, Móahverfinu. Það hefir orðið út- undan með vegi, raflýsingu, síma og skólahald vegna ódugnaðar hverfisbúa og afturfara á öll- mann, sem jafnan er boðinn og búinn til að leiðbeina þing- bræðrum sínum, jafnt um vandasamt löggjafarstarf, sem prúðmannlegt orðbragð og hátt- vísi. Raunar finnst sumum, að þess gæti stundum þar, að hægra sé að kenna heilræðin en halda þau. Umvandanir á Alþingi. Þegar frumvarp Hannibals Valdimarssonar um þjóðnýtingu kvikmynda var til fyrstu um- ræðu veitti GIsli Jónsson honum áminninga af mikilli vandlæt- ingu og vítti hann fyrir óviðeig- andi orðbragð í greinargerð frumvarpsins. Þótti honum það óhæfa, að sagt var, að kvik- J myndarekstur hefði orffið féþúfa einstakra manna. Fannst Gísla óvarlegt af þingmönnum að segja slíkt í greinargerð og eiga svo undir Helga Hjörvar einum hvort hann „stoppar illmælið“ eða „útvarpið, þetta hlötlausa menningartæki, er í látið út- básúnera það til hlustenda.“ Hins vegar kvaðst Gísli vilja vinna með Hannibal að því, að hér væru sýndar góðar kvik- myndir, en þá ætti líka að at- huga, hvort maður, með þann hugsunarhátt, sem fram kæmi í þessu frumvarpi, ætti að vera skólastjóri unglingaskóla. Þjóffarhagsmunir og einkaviffhorf. Það er ósköp notalegt að vera ríkur og ástæða til að tekjuhá- um mönnum finnist það æsk- ilegt, að þeir græði fé, t. d. á rekstri kvikmyndahúss. Þó að sumir fari vel með gróða sinn, munu þó gróðamenn vera eitt- hvað svipaðir og Einar Þveræ- ingur sagði um konungana, misjafnir að gæðum. En þó að stundum sé hægt að þola mikinn gróða einstakra marma með góðri samvizku, réttlætir einstaklingsgróðinn ekkert skipulag. Og það er skylt að meta hags- muni almennings meira en ánægju örfárra manna af stór- gróða sínum. um sviðum. Sagan sýnir allt þetta fólk í daglegu striti og dag- legri breytni. Hún seglr frá því alveg eins og það er, kostum þess og göllum. Og þótt þettá sé sænskt fólk gæti það eins verið íslenzkt. Strlt og áhyggjur. einyrkjanna hinar sömu, sam- göngu og símaleysi og lítið effa ekkert skólahald. Og hin opin- bera skoðun er söm og hér á landi, aff þessar útbyggðir megi týna tölunni, megi fara i eyði. Fólkið forpokist þarna i öllum efnum, og það sé svo dýrt aff láta þessar útbyggðir fá nauð- synleg þægindi, svo þar verffi lifað sómasamlegu lífi. Gamla fólkiff, karlar og konur, heldur tryggð við Móahverfið, en unga fólkið leitar í burtu, og það er orðinn stór viðburður, ef barn fæðist i hverfinu. Gamla fólkið man ungu dagana, þegar hverfið var blómleg byggð, en horfir sljóum augum á hrörn- unina, og vantar kraft til þess að rísa gegn straumnum. Englhllð er höfuffból hverfis- Þeir þurfa ekki ábyrgffartiifinningu. Þjóðviljinn læzt vera hneyksl- aður yfir því, að Alþbl. segi að væntanlegrar ríkisstjórnar bíði „mörg verk og vandasöm," og stéttir þjóðfélagsins verði að „sýna ábyrgðartilfinningu og skyldurækni.“ í tilefni þessara ummæla seg- ir Þjóðviljinn: „Þeir, sem spá vandræffum effa hruni nú, ætla sér sjálfir aff skipuleggja hrun.“ Þeim Þjóðviljamönnum sýn- ist ekki neinn vandi að stjórna. Það er líka létt að halda áfram eins og ríkisstjórn þeirra hefir gert og stefna æ hraðar og dýpra niður í óreiðu og skuldir og sýna hvergi „ábyrgðartilfinningu og skýldurækni.“ Þeir hafa sýnt það í ríkisstjórn, að það er svo sem hægt að komast út af við heildsala, húsabraskara og þess háttar manntegundir, án þess að nota „ábyrgðartilfinningu og skyldurækni." En það er ekki vist að fólkið geri sér alltaf að góðu ævintýra pólitík glæframanna, sem stinga „ábyrgðartilfinningu og skyldu- rækni“ undir stól 9g leysa málin með réttarsætum o. s. frv. En hvað álitur Þjóðviljinn um ins og gamalt óðalssetur, en þar er afturförin ekki minni en hjá öðrum. Búið sekkur í sívaxandi skuldir, og bóndinn gerist drykk- felldur, kærulaus og vonsljór, enda stóð hugur hans í æsku meir til bóknáms en búskapar. Þá kemur elzti sonurinn, Ketill í Engihlíð, heim að ósk móður- innar. Hann heflr næstu árin á undan unnið í Stokkhólmi, og fengiff þar margt aff sjá og skoða og vel launaða atvinnu, en heldur heim, þegar kall móff- urinnar berst, óvænt og án þess að gera nein böff á undan sér. Ketill fer fótgangandi frá járn- brautarstöðinni og heim i hverf- ið. Einmanaleikurinn og hröm- unin risa í fang honum jafn- skjótt og hann nálgast heim- byggðina. Þetta er eitthvað ann- að en lífið í höfuðborginni. Þar eru kátir félagar, piltar og stúlk- ur. Hvað vill hann hingaff. Á hann hér heima lengur. Þetta hefir fjarlægzt á undanförnum árum. Samt hefir hann veriff heima aðeins þrjá daga, þegar honum er það alveg ljóst, aff hann verður kyrr. Móðirin kall- ar, moldin kallar. Þetta er mold- in hans. Þrátt fyrir það, að faðir hans segir sem svo: Hver baff þig að koma heím, Ketill. Ég vil enga vinnu af þér þiggja. Svo er rakin baráttusaga Ket- ils i Engihlíð. Hann þykir of af- Jónas Haralz og allt, sem hann hefir sagt um aðkallandi og vandasöm verkefni? Er það til að skipuleggja hrun? Kröfur Morgunblaffsins. Mbl. þykir illa talað um ólaf Thors og stjórn hans í Tímanum og lætur, sem hún ætti aff vera friðuð meðan stendur á myndun nýrrar stjórnar. Sjálft hefir Mbl. sagt annað eins og þaff, meffan á samningum um stjórnarsam- starf við Framsóknarflokkinn stóð, að hér væri allt i lagl og ekkert að óttast, ef Framsókn- arflokknum, yrði haldið utan við stjórn. Lýsti það miklum samstarfs- vilja? Hitt þarf Mbl. ekki að halda, að Fraansóknarmenn telji sig eiga neitt erindi í ríkisstjórn til að semja auglýsingar og taka þátt í því auðnuleysi, sem þeir hafa jafnan deilt á. l*eir vilja læra. Ungir Haiti-búar vilja fá að læra landbúnað, fiskiveiðar og skógarverk af Dönum og Norð- mönnum. • skiptasamur. Það þykir bezt, að hver og einn ráði háttum sin- um og breytni. Það er víst og satt, að margt mætti betur íara, en einhvernveginn hafffi Móa- hverfið komizt af undanfarin ár, án Ketils í Engihlíð og peirrar nýbreytni, sem hann taldi sjálf- sagða og nauðsynlega. Sá sem berst drengilega og fyrir réttum málstað stendur aldrei einn og yfirgefinn. Það bezta í fólkinu styður hann, og umhverfið og liffnar kynslóðir styðja hann líka. Ef herðarnar eru nógu breiffar og brjóstvitið heilbrigt og gott lyftir hann þeim ofurþunga, að slgurvissan verður aldrei kvíðin eða hik- andi til lengdar. Svo koma fleiri herðar, sumar sterkar, affrar veikar, sem i sameiningu lyfta byrðunum. Þá er sigurlnn unn- inn. Fólkið hefir eignast vilja og trú á mátt sinn. Þaff getur sigrað alla erfiðleika, ef sam- heldni og forusta bilar ekki. Allt þetta gæti gerzt og gerist eins hér á íslandi sem í Sviþjóð. Það getur eins verið Jón, Páll eða Pétur, sem koma heim í sveitina frá húsbyggingum í Reykjavík, togveiffum á Hala- miðum, eða aflauppgripum í Vestmannaeyj um effa Sandgerði, eins og Ketill 1 Engihlíff kemur heim frá Stokkhólmi. Nákvæm- (Framhald d 3. sííhi) Ariis'rimur Fr. Bjarnasun: Á þessum. herðum hvíla byrðarnar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.