Tíminn - 01.02.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.02.1947, Blaðsíða 3
22. blað TÍMLXN. langardaginn 1. febr. 1947 3 MEWINGAROHÐ: Séra ðfeigur Vigfússon fyrrv. prófastur í Fellsmúla Hann andaðist 21. jan. að heimili sínu á 82. aldursári, eftir 5 dága legu af heilablæðingu. Fæddur var hann í Framnesi á Skeiðum 3. júli 1865, sonur hjón- anna Margrétar Sigurðardótt- ur frá Arnarbæli í Grímsnesi og Vigfúsar Ófeigssonar hins rika á Fjalli á Skeiðum, og bar séra Ófeigur nafn afa síns. Hann var næstelztur 7 systkina og ólzt upp með þeim við skorinn skammt til 18 ára aldurs. Fýsti hann þá að auka öfurlítið við barnanám sitt, sem var, eins og þá gerðist, aðeins fermingarundirbúningur. Gekk hann þá í Flensborgar- skólann, en stundaði sjóróðra jöfnum höndum sér til fram- dráttar, því farareyrir var eðli- lega enginn úr föðurgarði og örvun til náms. enn minni frá þeim, er töldu sig það mál varða. — Um þær mundir varð ekkja nokkur honum ókunn, á leið hans er lagði hlýja hönd og gullpening í lófa hans. Var honum sá penihgur æ síðan ef t- irminnilegur og sennilega drýgra vegarnesti en hærri fjárhæð, er hann hefði talið sig eiga rétt til. Úr Flensborgarskóla fór hann í 2. bekk Latínuskólans. Jafn- framt námi þar og siðar í Prestaskóianum, vann hann hvert það verk, er hann átti kost á, að sumrinu, en stundaði kennslu að vetrinum. Guðfræði- prófi lauk hann 1892 og ári sið- ar var honum veitt Holtaþing, þegar séra Ólafur mágur hans, síðar fríkirkjuprestur, fluttist að Arnarbæli í Ölvesi. Árið 1900 var séra Ófeigi veitt Land- prestakail, sem þá var kennt við Stóru-Velli. Var hann þar sókn- arprestur til 1941 að hann varð að láta af embætti fyrir aldurs- sakir. Er ekki kunnugt, að nokk- ur prestur hafi þar áður verið jafn lengi. Og enn vann hann þar ýms prestsverk, eftir að hann lét af embætti, til enda- dægurs. Prófastur í Rangárþingi var hann frá 1926—1941. —- Árið 1893 giftlst séra Ófeigur Ólafíu ólafsdóttur bæjarfull- trúa í Reykjavík. Var heimili þeirra alkunnugt fyrir rausn og hibýlaprýði, enda voru þau hjón óvenjulega samhent um snyrti- lega umgengni, nýtni og nær- gætni við þá, sem að garði bar. Sonu áttu þau tvo, er upp kom- ust: séra Ragnar Ófeigsson I Fellsmúla og Grétar Fells rithöf. í Reykjavík. Hafa þeir nýlega (30. f. m.) fyllt fimmta tug ára sinna. Áður. höfðu þau eignast 2 sonu, (einnig tvíbura) en misst þá í bernsku. Frú Ólafía andaðist 28. nóv. 1939. Séra ófeigur vakti á ýmsan hátt eftirtekt, hvar sem hann fór og hvað sem hann vann. Hann var með minnstu mönn- um á vöxt, en eigi leið á löngu þangað til þeir urðu að líta upp fyrir sig, er í náin, kynni við hann komust, og sáu að þar var „maður stór lítill." Svo var þekk- ihg hans og prúðmennska mikil. -~- Verk sín vann hann með svo ftfábærri vandvirkni og trú- mennsku, að lerigi verður til jafn^ð af þeim er þekktu og skiptl engu hvert verkið var. í embættisverk tókst honum að leggjö, svo sál sina, að t. d. helgi- siðir kirkjunnar urðu í hdndum hansi i senn, hátíðlégir, áhrifa- miklir og þó látlausir. — Ekkert var fjær honum en umbúðir og prjáll Eigi var laust við, að ýms- Ufci, fyndist ræður hans helsti lángar. Hafi svo verið, þá staf- aði það af því, að honum hefir fundist, að hann væri annars ekki búinn að gera efninu full skil. Þar mátti ekki áskorta um vinnubrögð fremur en annars staðar. — Menntamaður, sem hlýddi eitt sinn messu hans, lét þau orð falla á eftií, að hann hefði aldrei heyrt stólræðu á jafnvönduðu máli. Og þau um- mæli eru höfð eftir héraðslækn- inum, að það brygðist varla, væri hann sóttur í Landsveit, að hann yrði séra Ófeigs var. Væri hann ekki við rúm sjúklingsins, þá væri hann að koma, eða þá ný- lega farinn. Hvort tveggja um- mælin lýsa nokkru og þurfa ekki skýringa. En skyldurækni hans náði lengra en til embættisstarfa. Hun náði einnig til þjóðfélags- ins og þeirra manna, er á leið hans urðu. Samhliða embættis- störfum hélt hann uppi ungl- ingafræðslu á heimili sínu jafn- an eftir að hann kom að Fells- múla. Stunduðu þar nám innan- og utansveitar ungmenni og eigi svo fáir úr höfuðstaðnum sjálf- um. Undirbúningv barna undir fermingu rækti hann af þeirri alúð, að vel mætti vera minnis- stætt þeim, er hlut áttu að máli og verður varla efast um að önnur fræðsla hafi verið með svipuðum hætti. En bezt mega þeir um dæma, er nutu. Árið 1924 gerðist séra Ragnar aðstoð- arprestur föður sins og var hon- um úr því jafnt til aðstoðar við kennslu og önnur. störf, sem eðlilega færðust smám saman yfir á hann og aldur yfir öld- unginn. Má þvi segja, að þeir feðgar hafi í sameiningu haldið uppi merki Oddaverjanna förnu síðustu áratugina. Allmargir nemendur frá FelLsmúla hafa gengið beint þaðan að students- prófi. Sá, er þessar línur ritar var mjög handgenginn Ófeigi um nærri hálfrar aldar skeið og lengst af næsti nágranni, þekkti því heimili hans við breytileg kjör, og vann með honum all- mörg og ólík störf, t. d. í hrepps- nefnd um 40 ár o. fi.'En allt af var það sami staðfasti, skyldu- rækni, samvizkusami og hátt- prúði maðurinn, sem fyrir var, og sem aldrei féll verk úr hendi. Alltaf var hann boðinn og búinn til hvers verks, er hann sá að þurfti að vinna og horfði til mannbóta og studdi hversu smá- an félagsskap, sem var, ef hann horfði til heilla. En andlegur þroski sóknarbarna hans og annarra meðbræðra var honum ofar öllu. — Ég efast um, að hann hafi nokkurn tíma verið ánægður með verk sitt. Svo er þeim oft farið, sem vilja betur en þeir geta. í trúmálum var séra Ófeigur (Ffamhald a 4. siSu) ALICE T. HÖBART: Yang og yin djúpt fyrir henni. En hin hvössu augu hehnar uppgötvuðu fljótt veikleika hans. Jú — hann var sannur, orðrómurinn, sem henni hafði borizt. Hann var ekki eihs og hann átti að sér, og hún bauð honum ekki sæti. i „Hvaða fyrirskipanir eru þáð, sem ráðsmaðurinn lætur út ganga? Eigum við að rækta korn á ópíumekrum okkar í Szec- iUan?" spurði hún og lézt alls ekkert vita um keisarabréfið. „Það er fráleit fyrirætlun. Engan ávöxt er jafn auðvelt að flytja lands- hluta á milli sem ópíum. Engin ræktun gefur okkur jafn mikinn arð." Sonur hennar stóð andspænis henni. Hann vissi ekki, hvað til bragðs skyldi taka. „Við verðum að draga ópíumræktina saman um þriðjung í ár," sagði hann. „Næsta ár um tvo þriðju. Þeir, sem óhlýðnast, verða teknir af lífi." „Það verður hægt að fara í kringum það," sagði hún og reyndi að gera sig blíða. „Þú þarft ekki að fyrirskipa neitt, sem brýtur bága við vilja stjórnarinnar. Láttu ráðsmanninn skilja, að hann eigi að leyna ópíumekrunum milli reina, þar sem sáð er há- vöxnu korni. Og svo þarf kannske að víkja einhverju að embætt- ismönnunum.,, „Göfugir menn ata ekki hinn hvíta kyrtil sæmdarinnar auri," svaraði sonur hennar. „Það getur ekki verið vilji minnar tignu móður." Þessi orð vöktu undir eins reiði ættmóðurinnar. Hún hóf stafinn sinn á loft og benti á Sen. „Eiga þarfir ættar þinnar að víkja fyrir einhverjum grillum um kyrtil sæmdarinnar? Heimski sonur! Skilur þú ekki, að það'eru hvítu djöflarnir, sem hafa bruggað þetta samsæri gegn okkur? Þeir ætla að koma ópium- ræktinni á kné, svo að þeir geti sjálfir grætt á innflutningnum. ViltU, að útlendu djöflarnir tortími ætt þinni?" Rödd hennar var ískyggilega skræk og skalf af reiði og gremju. Augun glóðu. „Ætlarðu að bregðast sonarskyldum þínum? Ég drottna í þessu hUsi, og ég skipa þér að gera vilja minn." „Verði þér að óskum þínum," svaraði Sen þreytulega. Fæt- urnir skulfu, og andrumsloftið í bústað móður hans var ilmsætt og höfugt af ópíumangan. „Þinn vilji skal ráða. En aðeins þetta eina ár. Næsta ár hlýðnumst við fyrirskipununum." Hann hneigði sig og gekk út. Hann laut höfði og spennti greipar innan í víðum kyrtilermunum. Hann gat ekki haldið máli sínu til streitu ¦— hann var of miður sín til þess. Hann ætl- aði að bUa í BUddhamusterinu uppi i fjöllunum um skeið. Þang- að hafði hann oft leitað, þegar deilur innan ættarinnar reynd- ust honum ofviða. Þar gleymdi hann erjum heimslns. Þar öðl- aðist hann frið og jafnvægi. §•<** m*m*^^^******i****éA0**0**f***F'**+i^ ^^^¦^s#s^^s^^^^< Kaupfélög! FJÖLYRKJAR Planet Junior nr. 11 Pantanir óskast hið i'yrsi. Samband ísl. samvinnuf élaga Tónlistarsýningin £R OPOÍ DAGLEGA FRÁ KL. 12.30— 23.00. Gestaheimili Á |>essuiii herðnm (Framhald af 2. siðu) V XXVIII. ETURINN var enn á ný setztur að völdum. Peter var hlað- inn störfum, og undarlegt eirðarleysi hafði altekið hann. Sá tími nálgaðist, að Díana yrði léttari, en hvernig sem á því stóð, gat hann ekki vikið frá sér lamandi beyg við eitthvað illt, sem væri í vændum. Fæðingin gekk samt vel, þegar þar að kom. Díana ól son. Kvöld eitt sat Peter heima hjá konu sinni að loknu erfiðu dags- verki. Það var hlytt og notalegt í stofunni, og Peter var rórri og sælli en hann hafði lengi verið. Allt í einu seildist Díana eftir hönd hans og nefndi nafn hans. „Já," svaraði hann. Hánn vaknaði sem af draumi. „NU eigum við tvö börn, Peter," sagði hUn. „Og ég get ekki al- ið upp fleiri börn, ef ég á að rækja starf mitt. Þú vilt vonandi ekki, að við hrUguni niður börnum eins og Bergershjónin?" „Auðvitað ekki," sváraði hann forviða. „Það er líka á okkar valdi .... Skilurðu, hvað ég á við?1 „Nei." „Þú mátt ekki gera tilkall til mín lengur." Það sló þögn á Peter. Díönu hafði þá aðeins langað til þess að eignast börn — það var ekki hann'sjálfur, sem hUn hafði þráð .. Díana gaf honum gætur í laumi. Hann var allt í einu orðinn svo þreytulegur og niðurbeygður. En hUn var líka þreytt — hún gat ekki orðið við kröfum beggja, barnanna og eiginmannsins. Snögglega setti að henni grát. x Peter var læknir og vanur að gegna kalli skyldunnar, hvort sem það var ljúft 'eða leitt. NU fylltist hann meðaumkvun með konu sinni. Hann ætlaði að taka á sig byrðina — nú eins og endranær. lega sömu verkefni biða þar Við lestur greinar í Tímanum hvorra tveggja. Það vantar síma, nýlega um veitingaskatt og raflýsingu, aukna skólafræðslu, verðlagsákvæði rifjaðist margt" bílfæra vegi og margt annað, upp fyrir mér um veitinga- og sem tilheyrir nUtima menning- gistihUsin. Á mörgum stöðum, arlífi. þar sem ég hefi farið um, hefir ! Viðtökurnar eru líka nákvæm- þeim verið áfátt, og sums stað- lega eins. Óttablandin tortryggni ar mjög skort á að þau væru til. fólksins fyrst í stað. Hvað vilt En óviða virðist þessi skortur þú strákur með bæjarsniðið? jafn tilfinnanlegur og í sjálfum' En baráttulokin eru ekki alls- höfuðstaðnum. Þar vantar til-' staðar á eina lund. Þar sem finnanlega matsölustaði og herðarnar eru nógu hraustar og gistiherbergi, er hæfi vel al- breiðar og viljinn nógu einbeitt- mennum ferðamönnum. Þegar Jóhannes Josefsson kom úr sinum víkingaferðum fyrir nærri 20 árum lagði hann pen- inga sína í að reisa myndar- legt hótel í höfuðstaðnum með aðstoð stórhuga áhrifamanna í þjóðmálunum. Á allri þessari peninga- og kaupsýsluöld, sem yfir landið hefir gengið síðustu árin, er varla hægt að segja, að nokkur maður hafi lagt fjármuni síha í að reisa hótel í Reykjavík, síðan Jóhannes gerði það. Skyldi það vera að kenna slæmri að- bUð ríkisvaldsins við þessa starf- semi? Hótel Borg hefir löngum stór- bætt úr hótelþörfum höfuðstað- arins, en annar þvf ekki ná- lægt því, sem þörf krefur. Og nú kvað ríkið leigja fjölda her- bergja hótelsins fyrir bustaði ur fer á sömu lund, sem i sögu Ketils í Engihlíð og Móahverf- isins. Framfarirnar koma með þeim sígurkrafti, sem hrlfur alla með. Þetta vantaði allt sam- an. Nú er það einhver munur, enda tekur allt stakkaskiptum, fólkið, húsakynnin, húsdýrin og yfirbragð sveitarinnar, sem allt af var ætlað að verða drottn- ing, en ekki að sitja i ambátt- arsessi. Þetta er sagan, sem við þekkj- um og eigum að læra svo, að við gleymum henni ekki. Hún segir okkur frá fólkinu og lífinu eins og það er, og dýpkar skilning- inn,og glæðir ást og trú á mátt moldar og sjálfsbjargar. Hún er hugvekjan, sem við þurfum einmitt á að halda nú I dag, og hinn hollasti lestur. Allur frágangur bókarinnar er hinn vandaðasti, og prófarka- T XXIX. ORTRYGGNI trUboðanna í garð Stellu náði hámarki sinu, þegar leið fram á vorið. Guðlaus orð, sem hún átti að hafa látið falla, voru orðin eitt helzta umræðuefnið. Loks var látið til skarar skriða gegn henni. Trúboðanefnd í Shanghai átti að útkljá, hvort skoðanir hennar gætu samrýmzt starfi hennar. Peter og ungfrú Dyer voru skipuð í nefndina, sem átti að rann- saka mál hennar. Þau lögðu af stað til Shanghai — sjálf hafði Stella farið þangað fáum dögum áður. Lestin var sex klukku- stundir á leiðinhi. Peter starði út um gluggann. Ungfrú Dyer sat allan tímann við bóklestur. Þegar lestin nálgaðist borgina, skellti hún bókinni fyrst aftur. „Nú vona ég, að þér lítið raunhæfum augum á þetta vandamál og látið ekki glepjasfr af neinu öðru," sagði hún. „Hvað eigið þér við?" „Ég krefst pess, að trUaralvaran vfirði æðsta sjónarmið. Kristin- dómurinn spyr ekki um samúð eða andUð. Mér er hlýtt til Stellu — en ég læt það ekki brjála dómgreind mína. Vinátta er einskis virði." „Hvað er þá einhvers virði?" spurði Peter. „Skyldan við guð," sváraði hún helkaldri röddu. alþingismanna. Sýnist það vera lestur i góðu lagi. Þýðing Kon- reglulegt neyðarúrræði að látaráðs er í heild ágæt, en nokki-ir þá festa mánuðum saman þessi hnökrar í meðferð tungunnar í fáu góðu gestaherbergi f Rvík,' upphafi bókarinnar. á meðan bæði erlendir menn og !____________________________ íslendingar, sem gista höfuð-' ~ staðinn, þurfaað hrekjast hér og þar og fá tæplega nokkurs staðar boölega dvalarstaði. ! Það er máske af þvl að ég ferðast svo mikið, að mér er sér- stök ánægja að, þar sem ég sé framfarirnar í hótelmálunum, eins og á Akureyri og allviða annars staðar á landinu. En ég undrast, að rikisvaldið skuli leggja stein í götu þessarrar þörfu starfsemi með óhæfileg- um sköttum og skriffinnsku, eins og glöggt kemur fram í áð- urn%fndri grein i Tímanum. Það er varla hægt að full- meta hve mikils virði gott gesta- heimili (hótel) er fyrir okkur, sem víða förum. Firinst mér, að ríkið ætti fremur að verðlauna þá menn, sem halda uppi góðum gestaheimilum, heldur en að hundelta þá með alls konar á- lögum. Ferðamaður. Vitmið ötullegn furir Tímann. Ágætar Gulrofur Fiskbúðin, Hverfisgötu 123. Sími 1456. Hafliði Baldvinsson. NÝKOMIN NORÐLEWZK SALTSÍLD. Fiskbúðin, Hverfisgötn 123. Sími 1456. HafUði Baldvinsson. HVAÐ £R MALTKO? títbreiðið Timann!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.