Tíminn - 05.02.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.02.1947, Blaðsíða 3
24. blaS TÍMIIVIV, miðvÍkndaglMM 5. febr. 1947 Áttræð: Guðrún Jónsdóttir frá Ytri-Veðrará Síðastliðinn sunnudag, 2. fe- brúar, var Guðrún Jónsdóttir frá Ytri-Veðrará í Önundarfirði áttræð. Hún dvelur nú í Reykja- vik hjá dótturdóttur sinni Guðrún er dóttir Jóns Hall- dórssonar bónda á Veðrará og Ingibjargar Jónsdóttur konu hans. Jón Halldórsson var bróð- ir Torfa Halldórssonar á Flat- eyri Guðrún giftist árið 1891 Jóni búfræðingi Guðmundss. Hann var úr Dalasýslu. Bjuggu þau nokkur ár á Kroppsstöðum en síðan lengi á Veðrará ytri í Ön- undarfirði Fjögur börn þeirra komust úr bernsku: Oddur, sem gerð- ist farmaður og lézt ungur,' Jóna, átti fyrst Franklín bú- fræðing Guðmundsson frá Mýr- um í Dýrafirði, en að honum látnum Jón Guðmund Guð- mundsson frá Görðum, Sigrún, kona Hjörleifs Guðmundssonar frá Görðum, og eru þau á Sól- völlum í Önundarfirði og Guð- mundur, verzlunannaður hjá Kaupfélagi Önfirðinga á Flat- eyri. Guðrún frá Veðrará er kona gerðarleg og tilkomumikil. Er jafnan tómlegra og tilkomu- minna eftir, þegar slíkar kon- ur hverfa þaðan, sem við höf- um vanizt þeim. Hún er föst í lund og föst í skoðunum, heil í hug og verkum og vinur vina sinna. Um slikar konur er stundum sagt, að þær séu af góðum málmi gerðar. Á það vel við um Guð- rúnu, að því leyti, sem rétt er að tala um málm í sambandi við lifandi kveneðli og hið frjóa lífsafl heitra og sterkra tilfinn- inga og kennda, sem í brjóst- unum býr. H. Kr. Guðl. Halldórsdóttir frá I»verá. Höfum hljótt og hlustum á hæstu lífsins rök. í heilagri þögninni heyrast vængja tök. Og sendiboðinn sveif yfir sólnanna geim, hann lagði þig við brjóstið og lyfti þér heim. Þjáning var þín ævi um æskunar skeið, af því varð um efnisheiminn örðug þín leið. En þú áttir aflið, sem allra græðir mein, guðdómlega sál, sem var geislandi, hrein. Mannsandi, sem lærir gegnum lífið þroska að ná, er göfugasti geislinn, sem guðsríki á. Hærra til ljóssins, stig eftir stig, nú stefnir þú í eilífðinni, Kristur leiði þig. Margrét Pétursdóttir, Stóru-Borg. Leiðrétting í grein minni „Álit Ameríku- manna á ormalyfinu" hefir orð- ið misprentun. . Þar átti að standa: Að tetra- klórkolefni hafi valdið víðtœk- um og stórkostlegum lifrar- skemmdum og jafnvel dauða, þegar ásigkomulag skepnunnar var með sérstökum hætti. — Tetraklóretylen hefir ekki vald- ið slíkum eitrunum. Tetraklórkolefni er mikið not- að á íslandi, þess vegna þurfa bændur að vita nákvæmlega hverju tjóni það getur valdið. Virðingarfyllst, Bragi Steingrímsson, dýralceknir. ekki, — hvort sem þeir hafa verið svo þreyttir af hjúskapn- um, að þeir hafa ekki getað það eða hvað. Svo kemur þá röðin að körlunum. 1. . .Drykkjuskapur. Hneigð karlmanna til sterkra drykkja hefir alltaf spillt einingu í hjónabandi, og það var þessi galli, sem safnaði flestum at- kvæðum aö sér við þessa at- hugun. 2. Hugsunarleysi. Of lítil eftir- tekt. „Því eldri sem þeir verða, þvi minna ber á riddaralegri framkomu við konuna, — aldrei hugsað um að hjálpa henni eins og áður var.“ „Þeir eru hirðu- lausir um búning sinn.“ „Aldrei láta þeir sér koma i hug, að það verður aukastarf fyrir koriuna, ef þeir þerra óhreinindi í þurrkuna, ef þeir vaða inn á blautum eða forugum skóm, kasta blaði á gólfið og fötum sinum í reiðuleysi.“ „Þeir eru skeytingarlausir um smámuni, — það er það versta við þá.“ 3. Sjálfselska. „Þegar þeir eru heilbrigðir á að þjóna þeim eins og konungum, en verði þeir lasnir á að annast þá eins og brjóstabörn.“ „Maðurinn minn kemur of seint til matar, én hann segist halda hús, ef það kemur fyrir, að stendur á matn- um hjá mér.“ „Hann gerir alltaf það, sem honum sjálfum gott þykir, — hugsar aldrei um aðra.“ 4. Ráöríki. „Alltaf erú það þeir, sem ákveða ferðina. Þeim finnst, að þeir einir hafi vit á öllum hlutum." >rMaður verður leiður og þreyttur á þessu eilifa sjálfshóli og skipunartón." 5. Bækur og slíkar lystisemdir hafa öldum saman orðið eigin- mönnunum til ámælis, en þær eru ekki hátt á blaði nú, þar sem konur bera fram vandkvæði sín. Slíkt lendir í fimmta flokki, sem undirdeild undir fyrirsögn- inni: Aörar konur. 6. Nizka og smásálarskapur. Konurnar segja: „Þá grunar ekki hvað húshaldið kostar nú á dögum.“ „Þeir nota peninga til eigin þarfa, en nöldra og suða yfir hverjum einum eyri, sem konan þarf að nota.“ 7. Þverrandi áhugi á heimil- inu. Konurnar vilja ekki vera einar um ábyrgðina. „Maðurinn lætur konunni það algjörlega eftir að ala upp börnin.“ Mað- urinn minn mokar aldrei snjó frá dyrum eöa lagar neitt i hús- inu eða við það, og ég verð að skrifa öll bréf vegna heimilis- ins.“ 8. „Þegar þeir hafa komíið hringnum á kvenmannsfingur heimta þeir allt með sjálf skyldu.“ „Þeir eru svo uppteknir af viðskiptum og framkvæmd- um, að þeir virða konuna ekki viðlits.“ Konan getur ánægð þrælað og stritað á heimilinu, aðeins ef eiginmaðurinn vildi af og til gera henni eitthvað til gleði, vera alúðlegur og hlýr, segja einhver viðurkenningar- orð, ganga út með konunni og vera hjá henni.“ „Þeir hætta alltof fljótt að ganga á biðils- buxunum." 9. það er ekki aöeins að þeir hætti að veita konum sínum at- (Framhald á 4. siðu) ALICE T. HOBART: Yang og yin. hafði hún látið Peter taka af fótum sér, því að reyrðir fætur voru henni til trafala. Samband hennar við ættfólkið hafði aldrei rofnað alveg. Gam- all Kínverji kom við og við á fund hennar og skýrði henni frá öllu, sem gerðist.. Stundum færði hann henni líka gjafir — ang- andi blóm og liljulauka, sem áttu að springa út um nýársleytið. Samtöl Sen S Mó við gamla þjóninn voru orðin ærið löng. Þau ræddu um margt — þjónaliðið, frændur og mágkonur, harðstjórn ættmóöurinnar og hinn blessaða einkason, Ló Shí. Nú nálgaðist sá tími, að Sen S Mó settist sjálf í ættmóðursætið, ef bóndi henn- ar hefði lifað. Og það hefði ekki virzt óglæsilegt, því að auður ættarinnar var sífellt að aukást, ef trúa mátti orðum gamla þjónsins. „Því er hvíslað," sagði hann — „þv^ er hvíslað, að ættmóð- irin hafi ávaxtað auðinn hyggilega. Ai yah, ég er a^eins óverðug- ur maður og veit ekkert. En það er hvíslað." Hann laut alveg að henni. „Ópíumið hefir gefið miklar tekjur í seinni tíð .... Ai yah — ég er aðeins lítilfjörlegur þjónn og veit ekkert. Sen- ættin er rik og nýtur mikils álits.“ v Þegar þjónninn fór, stakk Sen S Mó fáeinum skildingum í lófa hans og bað hann að koma aftur, þegar hann hefði einhver tíð- indi að segja. Peter hafði veitt þessum gamla manni athygli. En þegar hann spurði Sen S Mó, hvaða maður þetta væri, sem kæmi til hennar, svaraði hún uðeins: „Hann er þjónn ættfólks míns.“ Meira fékkst hún ekki til að segja. Peter andvarpaði. Var ógerningur að öðlast trúnað, þessara Kinverja? Jafnvel Mei Ing, sem hafði verið alin upp á vestræna vísu, dró sig inn í skel, þegar hvíta fólkið ætlaði að tala við hana. Henni bárust stundum einhverjar sendingar. Væri hún spurð um þetta, svaraði hún: „Móðir mín sendir mér þetta.“ „Þú átt við Stellu.“ „Ég á við móður mína,“ sagði hún og leit á myndina af Stellu, sem stóö á borðinu hjá henni. XXXII. SPÁMAÐURINN Búddha sagði: „Heimskingjar einir sóa sæði líkama síns — varðveitt sæði eykur orku andans.“ En þegar nóttin er heit og dimm, getur fólk ekki ævin- lega sofið. Hljóð næturinnar eru dulmögnuð, og blóðið sýður í æðunum. Þau, sem saman hvila, færast ósjálfrátt nær hvort öðru. Og svo gleymast gamlar ákvarðanir, himinn og jörð hverfa í móðu og mistur, en eldlegur vagn brunar með elskendurna út í myrkrið og tómið. Alllöngu eftir eina slíka nótt varð Peter þess áskynja, að Díana var vanfær að þriðja barninu. Það gladdi hann. Hann vissi ekki, hvort hún fagiiaði því. Hann óttaðist aðeins sjúk- dómana, sem ætíð herjuðu Kína. Dag einn sátu þau Díana saman inni i stofunni. Þá var hurð- inni allt í einu hrundið upp, og Sen S Mó kom inn, óvenjulega gustmikil. Díana og Peter færðu sig ósjálfrátt fjær hvort öðru — þau voru farin að draga dám að skoðunum Kínverja á því, hvað væri velsæmi. „Fei I Sheng,“ sagði hún og sneri sér til Peters. „Má Sen S Mó fara brott í fáa daga.“ „Auðvitað, Sen S Mó,“ sagði Peter. Peter var lengi fram eftir í sjúkrahúsinu þetta kvöld. Starf- ið hafði þyngzt stórlega síðan Stella fór. Og ekki bætti úr skák, þegar Sen S Mó fór. Hún var or'ðin hans hægri hönd. Hann háttaði strax og hann kom heim og sofnaði fljótt. En hann var ekki fyrr dottinn út af en þrifið var í öxlina á honum. „Það er óskað læknis í húsi Sens borgmeistara,“ var sagt. Þetta var rödd Wang Ma. í húsi Sens! Átti leið hans að liggja þangaö aftur eftir öll þessi ár? En nú beið hans ekki neinn burðarstóll, heldur aðeins beygður og hræddur þjónn. Peter fann strax, að eitthvað ótta- legt hafði borið að höndum. Kínverjar láta ekki tilfinningar sínar eða kenndir í ljós, fyrr en þeir riða á barmi örvænting- arinnar. Peter varð þess fljótt var, að þjónninn stefndi ekki í áttina til bústaðar Sens. En hann hélt samt áfram, án þess að mögla. Loks komu þeir að síki, þar sem krökt var af litlum skútum. Þjónninn læddist upp að hrörlegri búðarholu, ríslaði um stund við gluggahlerann og hvíslaði einhverju í gegnum rifu á hon- um. Innan lítillar stundar var opnað. Sen S Mó birtist í gætt- inni. Peter varð agndofa af undrun. „Þú — hvaö ert þú að gera hér?“ Hún þokaði sér til hliðar, svo að hann kæmist inn. „Við þörfnust hjálpar þinnar,“ sagði hún. Peter var dimmt fyrir augum fyrst í stað. Það logaði aðeins á einu kerti í harðlokuðu herberginu. Sen S Mó kveikti fleiri ljós. Á óhreinu gólfinu kraup kínverskur unglingur, en meðfram veggjunum höfðu hillur verið myndaðar með þykkum borðum, er lögð voru á/ bita. Peter varð fyrst litið á drenginn, síðan upp á hillurnar. Þar lágu margir hreyfingarlausir menn í röðum. Hann sá undir eins, að þeir voru allir dánir. Augu Petfers staðnæmdust við einn manninn — hann sá undir eins, að þetta var lærdómsmaðurinn Sen. Og við hlið hans lá gamla konan, sem hann hafði séð í bústað Sens, nóttina, sem hann kom til Ló Shí. Harkan skein enn úr svip hennar, þótt hún væri dáin. „Getur læknirinn hjálpað okkur?“ spurði Sen S Mó lágt. „Ló Shí vill ekki deyja, fyrr en einhver hefir lofað að sjá um útför ættfólks hans. En þá veröur hann líka að deyja.“ „Sen Ló Shi!“ Peter leit aftur á unglinginn. Hann átti bágt „LUMA“ rafmagnsperur eru góðar og ódýrar. Þær eru nó fyrirliggjandi hjá flestum kaupfélögum landsins Einkaumboð: Samband ísl. samvinnufélaga INNILEGA þakka ég börnum mínum og tengdabörnum fyrir heimsóknir og gjafir á 80 ára afmæli mínu. Einn- ig þakka ég vinum mínum, nær og fjær, fyrir heillaskeyti á afmælisdaginn minn. Óska ykkur öllum gleðilegs árs og þakka hið liðna. Höfn, 28. janúar 1947. EINAR ÞORVARÐARSON. :: :: :: ♦♦ u a ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Tiikynning um greiðslu leyfisgjalda af gjaldeyrisleyfum 30. janúar s. 1. voru samþykkt lög á alþingi um að leyfisgjald, y2%, skyldi greitt af öllum gjaldeyrisleyf- um, öðrum en leyfum fyrir námskostnaði. Samkvæmt þessu ber ekki aðeins að greiða leyfis- gjald af gjaldeyris- og innflutningsleyfum, eins og verið hefir, heldur einnig af leyfum, sem veita rétt til yfirfærslu vegna annarra hluta en vörukaupa. t. d. fyrir ferðakostnaði, dvalarkostnaði, vinnulaunum, skipaleigu, greiðslu á skuldum o. fl. þ. h., þó að und- anskyldum námskostnaði. v Leyfisgjöld þessi ber að greiða Viðskiptaráði við af- hendingu leyfanna, frá deginum í dag að telja, á sama hátt og leyfisgjöld af gjaldeyris- og innflutningsleyf- um. 3. febrúar 1947. Viðskiptaráðið. \ú byrjar útungunartíminn. Fuglakynbótabúið HREIÐUR hefir valin útungunaregg og unga til sölu — hvíta ftali og brúna ítali — afkvæmi tölusettra hæna með skrásett afurðamagn, svo sem venja er til á kynbótabúum. Útungunaregg kosta ... kr. 2.00 Daggamlir ungar kosta . — 4.50 Við þetta verð bætist kostnaður vegna umbúða og flutn- ingsgjald, samkvæmt reikningi. Skriflegar pantanir senlist sem fyrst til Pósthólf 1023 — Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.