Tíminn - 05.02.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.02.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! Mum’ð ab koma í flokksskrifstofuna 31. árg. REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er Edduhúsinu við Lindargötu 5. FEBR. 1947 L Sími 6066 24. blað l œnum í nótt: Sólin kemur upp kl. 9.01. Sólarlag kl. 16.23. Árdegisflóð kl. 5.15. Síðdegis- flóð kl. 18.40. í dag : Næturakstur annast bifreiðastöðin Hreyfill sími 6633. Næturlæknir er í læknavarðstofunni í Austurbæjar- skólanum sími 5030. Næturvörður er i Reykjavikur Apóteki. Útvarpið í kvöld: Kl. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Gils Guðmundsson ritstjóri: Dan- merkurferð um aldamótin. — Frá- söguþáttur. b) Elsa Sigfúss syngur lög eftir Sigfús Einarsson. c) Kvæði kvöld- vökunnar. d) Úr endurminningum Lárusar Rist sundkennara (dr. Broddi Jóhannesson). e) Rímnalög (Kjartan Ólafsson múrarameistari). 82.00 Fréttir 22.05 Tónleikar: Harmóníkulög (plöt- ur). 22.30 Dagskrárlok. Skipafréttir. Brúarfoss er á Svalbarðseyri, lestar frosið kjöt til Gautaborgar. Lagarfoss er í Reykjavík. Selfoss er í Kaup- mannahöfn. Fjallfoss er á leiðinni vestur og norður um land. Reykjafoss er í Reykjavík. - Salmon Knot er í Reykjavík. True Knot er á leið til New York. Becket Hitch er á leið til Reylfljavíkur frá Halifax. Coastal Scout % lestar i New York í byrjun þessa mánaðar. Anne er í Gautaborg Gudrun er í Gautaborg Lublin er á leið til Dunkirk. Lech er í Leith. Horsa er á leið til Reykjavíkur frá Leith. Hvassafell er i Hull. Áheit á Strandarkirkju: Frá N.S. kr. 50.00 frá NN kr. 10.00 Skemmtun. Á öðrum stað 'í blaðinu er sagt frá skemmtisamkomu Framsóknarmanna. sem verður haldin næstkomandi föstu da&. Vegna þess hve aðsóknin mun verða mikil að skemmtuninni. er á- ríðandi að þeir Framsóknarmenn, sem ætia að sækja hana, panti sem allra fyrst aðgöngumiða í síma 2323. Nýtt tæki til staðar- ákvarðana Friðrik Jónsson útvarpsvirkja- meistari átti í gær tal við blaða- menn og skýrði þeim frá kynn- um sínum af nýju siglingatæki, er hann telur eiga mikla framtíð fyrir sér hér á landi. Myndi notkun þessara tækja auka mjög öryggi sjómanna og auðvelda þeim störfin. Er hér um að ræða svo kölluð Decca staðarákvörð- unartæki, sem framleidd eru í Englandi. Tækin eru leigð af félaginu, sem framleiðir þau og er leigan fyrir hvert tæki aðeins 125 stp. á ári, svo fremi að a. m. k. 500 tæki verði í notkun á íslen2;kum skipum. Friðrik heldur því einnig fram, að hafi bátar þessi stað- arákvörðunartæki, sé auðvelt fyrir áhafnir þeirra að finna lögð veiðarfæri, þótt skyggni sé lélegt. Bátar þurfi ekki að liggja við bryggjur á Siglufirði vegna þoku, þegar sildin veður fyrir utan. Þeir, sem þessi tæki hafa, muni ekki þurfa á vitum að halda og byggingar nýrrá vita verði óþarfar. — Tækin eru svo einföld í notkun, segir Friðrik, að hægt er að kenna mönnum að nota þau á 15 mínútum, og getur þá sá, er það hefir lært, stjórnað farartæki eftir þeim eins auð- veldlega og hann væri að aka bifreið eftir lögðum vegi. Stutt og einföld lýsing á Decca-stað^rákvörðunarkerf- inu er á þessa leið: Byggja þarf sendistöðvar hér á landi. Er ein þeirra aðaLstöð en hinar vinna -sem þjónustu- stöðvar. Hin sérstaka staðsetn- ing sendistöðvanna, ásamt loft- netsútbúnaði þeirra, mynda frá þeim 3 belti, sem geisla í allar áttir. Hvert belti skiptist upp í 10 svæði, hvert svæði skiptist upp í geilar mismunandi að fjölda, og fer það eftir bylgju- lengd þjónustustöðvanna. Hverri geil er svo skipt upp í hundraðs- Kaupfélög 1 :: t :: r :: Útvegum fyrlr sumarið: Eylandslfái. Brýni „Foss“ frá Noregi. Brýni „Carborunduin“ frá Euglandi. Hvcrfisteina, ýmsar stærðir. Lfáblöð. Pantanir óskast sem fyrst. Samband ísl. samvinnufálaga :: :: :: :: Iðnaðarmannafélagið 80 ára Iðnaðarmannafélagið í Reykja vík varð 80 ára í gær. Hélt fé- lagið upp á afmæli sitt með fjölmennu hófi að Hótel Borg i gærkvöldi, þar sem afmælis- ins var minn2;t, og fluttar marg- ar ræður í tilefni af því. Félagið, sem upphaflega hét Handiðnaðarmannafélagið var stofnað 3. febrúar 1867. Voru helztu forgöngumenn þess Ja- kob Sveinsson trésmiður og Ein- ar Þórðarson prentari. Fimmtán árum seinna -var nafni félagsins breytt, og hefir það síðan heitið Iðnaðarmanna- félagið í Reykjavik. Félagið hef- ir verið mjög athafnasamt og byggði á sínum tima Iðnaðar- mannafélagshúsið, sem í dag- legu tali er nefnt Iðnó og allir bæjarbúar kannast við. Þótti það þá í mikið ráðizt, i ekki fjölmennari bæ en Reykjavík var þá. Stjórn félagsins skipa nú: Guðmundur H. Guðmundsson formaður, Ragnar Þórarinsson gjaldkeri, Guðmundur H Þor- láksson ritari, Ársæll Árnason varaformaður og Einar Gísla- son vararitari. í tilefni af afmælinu sæmdi forseti íslands tvo af íorvigis mönnum félagsins, þá Ársæl Árnason bókbindara og Einar Erlendsson húsameistara, ridd- arakrossi hinnar íslenzku fálka- orðu. Báðir þessir menn eru þjóðkunnir fyrir störf sín. Tundurdufl enn við strendur landsins ' Þrátt fyrir þær tundurdufla- hreinsanir, sem gerðar hafa ver- ið hér við land, eru enn tölu- verð brögð að því, að dufl reki hér á land. Hafa Skipaútgerð ríkisins hýlega borizt fréttir af allmörgum duflum. Þannig ónýtti Haraldur Guð- jónsson eitt tundurdufl í Vest- mannaeyjum um miðjan des- ember og annað á Reykjarhóls- fjöru í Skagafirði seiiit i janúár- mánuði. Helgi Eiríksson frá Fossi ónýtti einnig tvö um miðjan desember, annað á Kálfafellsfjöru, hitt á Núpsstaðarfjöru. Skarphéðinn Gíslason á Hornafirði hefir ónýtt þrjú — eitt á Viðborðsfjöru skömmu fyrir jólin, annað á Flateyjar- fjöru og hið þriðja á Skálafells- fjöru. Þetta voru allt segulmögniið brezk dufl. Þá hefir enn frétzt um dufl, sem rekiö hafa á land á Austur- landi, einkum norðan til, og munu þau hafa verið gerð óvirk, þótt Skipaútgerð ríkisins hafi ekki enn borizt tilkynningar um það. Elgur stöðvar bíla og betlar um súkkulaÖi. Á bóndabæ einum í Noregi er taminn elgur, sem er hvers manns hugljúfi í* sveitinni. — Hann er þar heimagangur á hverjum bæ, en fer þó alltaf heim aftur. Hann ber að dyr- um þar sem hann vill hitta fólk. í seinni tíð hefir hann stundað eins konar stiga- mennsku. Hann stendur á miðj- um þjóðveginum og stöðvar alla bíla. Þegar þeir nema staðar vill hann fá eitthvað góðgæti. Hann étur af mikilli lyst bæði súkku- laði og vindlinga, en kærir sig ekki um píputóbak. hluta. Nákvæmni við staðar- ákvörðun skipa eða flugvéla er því mjög mikil, enda hefir reynslan sýnt, að á 1600 km. vegalengd er aðeins um 0.465 km. skekkju að ræða, nákvæmn- in eykst eftir því, sem nsgr dreg- ur kerfinu og er aðeins 0.009 km. á 80 km. Tímaíit á þýzku Nýlega hóf göngu sína hér í Reykjavík nýtt tímarit, sem gef- ið er á þýzku og heitir: „DIE STIMME“. Útgefandi ritsins er Harry W. Schrader, sem hefir dvalið hér á landi í 11 ár. Tilgangur ritsins er að stuðla, að endurreisn Þýskalands og varðveitingu friðarins. Sérstök síða á framvegis-að flytja nokkr ar upplýsingar um ísland og e.t. v. myndir. í ráði er að ritið komi út mánaöarlega. Fyrst um sinn er það ætlað þýzkumælandi mönnum hvar- vetna. Ritið verður til sölu í ýmsum löndum, m. a. á Norð- urlöndum, í Bandaríkjunum, Bretlandi, Sviss, Spáni, Ítalíu og Argentínu. Ritið verður nú strax sent til sölu í 14 löndum, en útgefand- inn vonast eftir því, að fá bráð- lega leyfi til þess aö selja það í Þýzkalandi og Austurríki. í viðtali við blaðamenn í gær, lét útgefandinn þá von í ljós, að vinátta sú, sem ávallt hefir ríkt milli íslendinga og Þjóðverja, megi brátt aftur verða eins traust og hún var. Hin höfðing- lega hjálp, sem íslendingar hafa veitt þýzku þjóðinni á mesta niðurlægingartíma henn- ar, hefir vakið þakklæti Þjóð- verja. — Til landsins hefir bor- izt sú frétt, að þýzkt blað í Ham- borg hafi birt grein um ísland og þakkað með ínnilegum orð- um matar- og fatasendingu þá, sem e. s. „Reykjaíoss“ flutti til Hamborgar og útbýtt var fyrir jól meðal barna og gamalmenna Ennþá er neyðin í Þýzka- landi ægileg. Það er því gott að vita, að þýzka þjóðin á enn von á stuðning frá íslendingum fyr- ir forgöngu íslenzka Rauða Krossins og annarra menningar- stofnanna. Góður árangur söfn- unar þeirrar, sem nú stendur yfir, mun stuðla að því, að hægt verði að bjarga e. t. v. þúsund- um þýzkra barna frá hungur- dauða. Mikil viðleitni er nú víða sýnd að taka þýzk börn til fósturs um tíma. Þannig hafa t. d. Danir, sem sjálfir hafa orðið fyrir þungum búsifjum af völd- um stríðsins, viljað taka 50.000 þýzk börn í fóstur. Svíar, Sviss- lendingar, írar og Englendingar hafa einnig rétt þýzkum börn- um hjálparhönd. Góður liðsmaður. Ljósmóðir nokkur í sveit í Finnlandi kvartaði um að hún hefði oflítið að gera, — eins og stundum heyrist um ljósmæð- ur hér, — og yrði hún því að leita sér annarrar atvinnu jafn- framt. Oddvitinn minntist á þetta vandamál á sveitarfundi. Prestur sóknarinnar, ungur maður og nýkominn gellur þá við: „Ég, fyrir mitt leyti, skal ganga bæ frá bæ að útvega henni verkefni." Síldiu ciui í greiindinni (Framliald af 1. síðu) Siglufiröi, eftir því að geta landað. Veður hefir hamlaö því, að þau kæmust undir kranann. Bjarki fór héðan í gær með full- fermi síldar norður á Siglufjörð til bræðslu. í dag bíða bátar með um 1000 mál, sem koma þarf noröur til bræðslu, en ekkert skip er fyrir hendi til að flytja síldina. Síldveiöi hœtt i Berufiröi. Á dögunum varð síldar vart á Berufirði og stunduðu tveir bátar síldveiðar þar um skeið. Öfluðu þeir samtals um 1500 mál, sem verksmiðjan á Seyðis- firði er nú að ljúka við að bræða. Talsverð síld var í firðinum í janúarmánuði, en tíðarfar haml- aði þá mjög veiðum. Bátar geta ekki sinnt síldveiðum frekar þar eystra, þar sem vertíð er nú að hefjast og ekki er talið svara kostnaði að sleppa af henni vegna síldveiðanna. Vegamálastjóri (Framhald cf 1. siðu) honum viðurkenningu og þakkir. Afhentu ^þeir honum veglega gjöf, silfurbikar mikinn, fagur- lega áletraðan. Fluttu þeir vega málastjóra ávarp við þetta tæki- færi, og svaraði hann þeim og þakkaði þennan vott viðurkenn- ingar, svo og ánægjulega sam- vinnu viö Alþingi og ríkisstjórn allt þetta tímabil. Æ skulýðsf undur „Bræðralags” Síðastliðinn sunnudag gekkst Bræðralag, kriátilegt félag stúd- enta, ' fyrir æskulýðsfundi í Tjarnárbíó. Var húsið þétt- skipað. Andrés Ólafsson, stud. theol, setti fundinn, Þórarinn Þór, stud theol, las upp. Fluttu þeir Hermann Gunnarsson. stud. theol. og Pétur Sigurgeirsson, cand. theol., hvatningarræður til ungra manna. Þá kom Einar Markússon, píanóleikari, á fundinn og lék einleik á píanó. Kvartett söng með undirleiks Þórarins Guð- mundssonar, tónskálds, og lék hann einnig undir almennan söng. Að síðustu var sýndur þáttur úr kvikmyndinn „Óður Bernadettu." Fundurinn fór fram með mestu prýði. Þess má vænta, að fleiri slíkir fundir verði haldnir. HVAÐ ER MALTKO? Vinnið ötulleyu fyrir Tímann. (jatnla Síó Klukkur heilagrar Maríu (The Bells of St. Mary’s) Tilkomumikil og skemmtileg amerísk stórmynd. Aðalhlutverk: Ingrid Bergman Bing Crosby. I ’ Sýnd kl 5 og 9. Vtjja Síi (við Skúloftötu) „NOB HILL“ Skemmtileg og íburðarmikil stórmynd i eðlilegum lltum. Aðalhlutverk: George Baft, Joan Bennett, Vivian Blane, Peggy Ann Garner. Sýnd kl. 5, 7 og 9. « —«>.»«>——■>. 4 t Njótið sólarinnar í skammdeginu og borðið hinar fjörefnaríku Alfa-AJfa töflur. Söluumboð til kaupmanna og kaupfélaga utan Reykjavíkur HJÖBTUB HJABTABSON Bræðraborgarstíg 1 Sími 4256. ★★★★★★★★★★★★★★★★ Jjarnarttíc Síðasta Iiulan (The Seventh Vei!) Einkennilega og hrífandi mú- síkmynd. ' James Mason, Ann Todd. Sýning kl. 5 og 9. BEYKJAVÍK ___ VOBRA DAGA. Litkvikmynd eftir Óskar Gísla- j son. f Sýning kl. 7. j Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1. j |Orðsendingtilfélagsmanna(Q)! j Arðmiðaskiluni ársins 1946, á að vera j lokið fyrir 15. febrúar n. k. j 1 KRON mun næstu daga senda út félagsblað til með- j lima sinna. Þeir félagsmenn, sem ekki hafa tilkynnt bú- j í stað'askipti, eru því beðnir að gera það nú þegar,' skrif- í j lega eða í síma 1727, svo að þeir geti fengið blaðið, bréf j | og aðrar tilkynningar frá félaginu. Arðmiðum og skriflegum flutningatilkynningum, má I skila í búðir félagsins. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis Lækningastofa Frá og með fimmtudegi 6. febrúar verður lækningastofa mín á Laugaveg 16 (Laugavegs- apótek). Viðtalstími 10—11,30 f. h„ nema laugardaga kl. 1.30—2.30 e. h. Sími 3933. Heimasími 1183. Krlstján Jóiiasson. læknir. Sérgrein: Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp. Akyggjur gifta fólksins (Framhald af 3. Ííðu) hygli og umhyggju biðilsins. Þeir bera sig illa og barma sér. 10. Tíundi galli eiginmann- anna er tóbak og spil. „Óhrein- ar pípur liggja um allt húsið.“ „Maðurinn eys tóbaksösku yfir alla dúka og teppi.“ „Vasapen- ingarnir eru óðara farnir í spil.“ Þannig var nú álit kvenn- anna þar, þegar þær áttu að svara í einlægni. Voru þá alls engar, sem töldu menn sína gallalausa? Ójú. Fáeinar voru það. Fjórar af hundraði sögð- ust efckert hafa út á mennina að setja. Átta af hundraði vildu ekki láta álit sitt í ljós. Leyndardómur sveitalífsins. Það kom greinilega fram, að sveitamenn voru ánægðari með T B I C O er óeldfimt hreinsunarefnl, sem fjarlægir fitublettl og allskonar óhreinindi úr fatnaðl yðar. — Jafnvel fíngerðustu silkiefnl þola hreinsun úr þvi, án þess að upplitast. — Hreinsar einn- ig blettl úr húsgögnum og gólf- teppum. Selt 1 4ra oz. glösum á kr. 2.25. — Fæst í næstu búð. — Heild- sölubirgðir hjá cwznm „LAGARFOSS” fer héðan föstudaginn 7. þ. m. til Leith, Kaupmannahafnar og Gautaborgar. Skipið fer frá Kaupmannahöfn 20. febrúar og frá Gautaborg 28. febrúar. H.f. Eimskipafélag Íslands. / konur sínar en menn í nokkurri stétt í borgunum. Enginn sveita- maður brá konu sinni um slæma hússtjórn og þriðja algengasta svar hjá bændunum var þetta: „Hún er gallalaus.“ Sveitalífið hlýtur að búa yfir einhverju, sem verndar ham- ingju hjónabandsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.