Tíminn - 06.02.1947, Blaðsíða 1
I RITSTJÓRI:
í ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
' j
i ÚTGEPANDI:
PRAMSÓKNARFLOKKURINN j
Símar 2353 og 4373
S PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
\ RITSTJÓRASKRIFSTOFTJR:
EDDUHÚ3I. Llndargötu 9 A
Símar 2353 og 4373 -
¦ APGREIÐSLA, INNHEIMTA
\ OG AUGLÝSINGASKRIFSTOPA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A
(
Síml 2323
31. árg.
Reykjavík, fimmtudaginn 6. febr. 1947
25. blað
Málefnasamningur ríkisstjórnarinnar
Stefiia hennar er að stöðva dýrtíöina
Nær þrjátíu þúsund mál Faxa-
íióasíldar hafa þegar aflast
Komið verður fastri skipan á fjárfestinguna og fjármagn tryggt tii nýsköpun-
arinnar jafnööum. — Stéttarsamtök bænda fá af-
uröasölumáiin í sínar hendur, Ræktunarsjóður verð-
ur efldur og jarðræktarstyrkurinn hækkaður. —
Nauðsynlegar íbúðáhyggingar í sveitum og kaup-
Fast að» einna rmiljón króna virííi vio bryggju
í Reykjavík
Síldin í Faxaflóa ætlar að verða drjúgt búsílag, þó'tt mörg
vandkvæði séu á því að hagnýta sér hana, samanborið við það, sem
hægt væri ef aðstaða væri góð. Eins og kunnugt er varð þessarar
miklu síldargöngu fyrst vart í Kollafirði, og hófst veiði þar 18.
desember, og hefir hún síðan verið stunduð þar eftir föngum, þar
til um síðustu helgi, að síldin hvarf skyndilega, þótt ekki væri
bún alfarin, því að nú stunda síldarskipin veiffar á sundunum og
jafnvel ytri höfninni í Reykjavík og inni í Hvalfirði.
Þegar sildin kom.
Um miðjan desembermánuð
urðu fiskimenn og aðrir sjófar-
endur varir við óvenjulega
hvalagöngu í Faxaflóa. Hyggja
menn, að hvalirnir hafa verið
að elta síldartorfurnar og jafn-
vel hrakið hana hér inn í firS-
ina. Ekki þarf þó svo að vera,
síld hefir áður gengið1 hér inn,
bæði að fornu og nýju. Er þess
skemmst að minnast, að í jan-
úarmánuði í fyrra varð síldar
vart hér í sundunum, þótt ekki
væri í líkt því eins stórum stíl
og nú. En þó vei'ddu einstaka
bátar, er þessu sinntu, dável í
nokkra daga.
Síldveiðarnar i Kollafiröi
hefjast.
Bændur á Kjalarnesi munu
fyrst hafa orðið varir við komu
síldarinnar. Var hvort tveggja,
að óvenjuleg hvalaganga kom í
fjörðinn og mergð fugls tók að
safnast á Kollafjörð.
Kolbeinn Ko^lbeinsson bóndi i
Kollafirði átti þéttriðið ádrátt-
arnet, átta faðma langt, sem
hann lagði nú á fjörurnar. í
fyrstu lögn fékk hann aðeins
fáeinar síldir, en næst brá svo
við, að það fylltist að kalla af
síld, þótt óhentugt væri til þess
háttar veiðibragða. í bennan
netstúf hefir hann siðan veitt
þarna á fjörunum íjórtári til
fimmtán t.unnur síldar í fjórum
lögnum. Einu sinni fékk han sjö
tunnur í einni lögnv
Þegar fréttir bárust um sild-
argengdina í firðinum, var þess
skammt að bíða, að skip væru
búin á síldveiðar. Þegar . afli
þeirra reyndist góður, fóru
fleiri að dæmi þeirra.
35 skip skráð hjá L.Í.Ú.
Alls mun nú hafa verið skráð
35 skip og bátar á síldveiðarnar
hjá Landsambandi íslenzkra Út-
vegsmanna, en auk þess hafa
nokkrir bátar frá Vestmajína-
eyjum, sem ekki eru skráðir hjá
landsambandinu, stundað þess-
ar veiðar um tíma. Ekki munu
þó svona mörg skip vera viö
síldveiðar nú, og veldur þar
mestu, hversu tregt gengur að
koma síldinni í flutningaskipin,
sökum erfiðrar aðstöðu, og
flytja hana norður til Siglu^
fjarðar til bræðslu.
Aflínn siðustu dcegur.
í gær og fyrradag var góður
afli á ytri höfninni í Reykjavik
óg í sundunum við Engey, og
voru nokkrir bátar þar að veið-
um. Garðar kom í gær inn með
um 400 mál sildar, sem hann
fékk á ytri höfninni á s,kömm-
um tíma, þá um daginn.
Flestir þeir síldarbátar, sem
(Framhald á 4. siSu)
túnum yerða auknar. —
eyrismálin og verðlagseftirlitið mun
Fjárfestingarmálin, gjald-
heyra undir
alla ríkisstjórnina
Á fundi sameinaðs Alþingis, sem haldinn var kl. 2 e. h. í gær, gerði hinn nýji forsætisráð-
herra, Stefán Jóhann Stefánsson, grein fyrir verkaskiptingu ráðherranna og málefnasamningi
rikisstjórnarinnar. Jafnframt rakti hann aðdragandann að stjórnarmynduninni. Ræða hins nýja
forsætisráðherra var vel flutt og var athöfn þessi hin virðulegasta. Þegar hann hafði lokið máli
sínu, kvaddi Einar Olgeirsson sér hljóðs og lysti yfir því, að Sameiningarflokkur alþýðu — Sós-
íalistaflokkurinn myndi verða í stjórnarandstöðu.
Málefnasamningur ríkisstjórnarinnar fer orðréttur hér á eftir: \
hand-
samaðir
Eins og menn muna voru
margir þjófnaðir framdir hér í
bænum fyrir nokkru síðan —
Hefir rannsóknarlögreglunni
tekizt að hafa hendur í hári
nokkurra unglinga, sem játað
Sjómanna-
verkfallið
Sjjóinannaverkfallinu í
Eyjum aflétt — 60—
80 bátar gerðir þaðan
út í vetur
Sættir hafa nú náðst í deilu
Þrír 17 ára piltar hafa játað .þeirri, sem staðið hefir yfir milli
hafa á sig að
þjófnuðunum.
vera valdir aö
á sig að hafa brotizt í verzlan-
irnar i Lækjargötu 6b, Bókaverzl.
Æskunnar, Verzl. Álfabrekku
við Suðurlandsbraut, mjólkur-
búð vjð Háteigsveg og verzl. Pét-
útvegsmanna og sjómanna í
Vestmannaeyjum. Var verkfall-
inu aflétt í gærmorgun, eftir að
samningar höfðu tekizt.
Niðurstaðan vai'ð sú, að sjó
urs Péturssonar i Hafnarstræti, ¦ menn fengu kauptryggingu sína
en þar stálu þeir 6000 krónum. 'hækkaða úr 580 krónum upp í
Auk þess gerðu þeir víðar til- j 610 krónur á mánuði, að við-
raun til innbrota og þjófnaðar. j bættri vísitölu.
Venjulega voru piltarnir sam-J Sjósókn er nú að hefjast í
an, er þeir frömdu innbrotin. JEyjum af fullum. kra^i, en það-
Þá hefir lögreglan handtekið 'an verða gerðir út 60—80 bátar
danskan mann, sem játað hefir
á sig innbrot, sem framið var
4 verzl. Stellu i Bankastræti. Þá
hafa ýmsir smærri þjófnaðir og
á þessari vertíð. Strax og verk-
fallinu lauk í gærmorgun reri
einn bátur, en í gærkvöldi ætl-
uðy menn almennt á sjó, þeir
innbrot upplýzt að undanförnu. | sem tilbúnir eru til róðra.
Það er höfuðhlutverk ríkis-
stjórnarinnar
að vernda og tryggja sjálf-
stæði landsins.
að koma í framkvæmd end-
urskoðun á stjómarskránni.
að tryggja góð og örugg lífs-
kjör allra landsmanna og áfram-
haldandi velmegun, og
að halda áfram og auka ný-
sköpun J íslenzku atvinnulífi.
í samræmi við þetta hlutverk
verði lögð megináherzlaá eftir-
farandi.
Utanríkismál.
Það er stefna ríkisstjórnar-
innar að kappkosta að hafa sem
bezta sambúð við aðrar þjóðir
og að leggja sérstaka áherzlu á
samstarf við hinar Norðurlanda-
þjóðirnar. Húh mun af alefli
vinna að því að afla sem viðast
markaða fyrir " íslenzkar fram-
leiðsluvörur, og vinna að stækk-
un íslenzkrar landhelgi.
Endurskoðun
stjórnarskrár.
Ríkisstjórnin mun beita sér
fyrir því að lokið verði e»dur-
skoðun stjórnarskrárinnar og
setningu nýrrar stjórnarskrár
hrafUtf eftir því, sem frekast er
unnt. *
Rekstur þjóðarbúsins.
Ríkisstjórnin telur að á með-
an hinar miklu framkvæmdir i
íslenzku atvinnulífi standa yi'ir,
þurfi að samræma framkvæmd-
ir einstaklinga og almanna-
valdsins svo að þær verði gerðar
eftir fyrirfram saminni áætlun,
þar sem einkum sé lögð
áherzla á.
að öll framleiðslustarfsemi sé
hagnýtt til fulls og öllum verk-
færum mönnum tryg^rð næg og
örugg atvinna,
að öllum vinnandi mönnum,
og þá sérstaklega þeim, sem
stunda framleiðslujýnnu til
sjávar og sveita séu tryggðar
réttlátar tekjur fyrir vinnu sína,
en komið i veg fyrir óeðlileg sér-
réttindi og spákaupmennsku.
að neytendur eigi kost á að
kaupa neyzluvörur sínar og
framleiðendur rekstrarvörur
sínar á hagkvæmasta hátt og
vörukaup til landsins og vöru-
dreifing innanlands gerð eins
ódýr og hagkvæm og frekast er
unnt.
að áframhald verði á öflun
nýrra og fullkominna fram-
leiðslutækja til íandsins, eftir
því seni_ gjaldeyrisástæður og
vinnuafl leyfir frekast, enda
verði tryggt fé til framkvæmd-
anna jafnóðum.
¦að byggðar verði verksmiðjur
og iðjuver til þess að vinna sem
mest og bezt úr öllum fram-
leiðsluvörum til lands og sjáv-
ar, þannig að þær séu seldar úr
landi eins fullkomnar og frek-
ast er kostur, og við staðsetn-
ingu verksmiðjanna verði tekið
tillit til hvort tveggja í senn,
framleiðsluskilyi'ða og atvinnu-
þarfa einstakra byggðarlaga.
að atvinnuvegir landsmanna
verði feknir á sem hagkvæni-
astan hátt á arðbærum grund-
velli og stöðvist ekki vegna verð-
bólgu og dýrtíðar.
að húsnæðisskorti og heilsu-
spillandi íbúðum hvar sem er
á landinu verði útrýmt með
byggingu
húsa.
hagkvæmra íbúðar-
Skipun
f járliajjjsráos.
Til þess að semja áætlun þá,
se'm að framan greinir skal skip-
uð sérstök nefnd, er heíti fjár-
hagsráð og komi m. a. í stað
Viðskiptaráðs og Nýbyggingar-
r,áðs. Skal nánar mælt fyrir um
það í lögum. í áætluninni skal
gerð grein fyrir kostnaði við
hverja framkvæmd svo og með
hverjunr hætti fjárins skuli afl-
að, enda skal kveðið á um það
í hverri röð framkvæmdir skuli
verða, svo að vinnuafl og fjar-
magn hagnýtist þannig að sem
mest not verði að. f því sam-
bandi skal lögð megináherzla
á byggingu íbúðarhúsa við al-
menningshæfi bæði til sjávar
og sveita m. a. með útyegun
lánsfjár og byggingarefnis.
Fjárhagsráð skal hafa með
höndum framkvæmd áætlunar-
innar eftir því sem nánar verður
mælt fyrir í lögum svo og veit-
ingu fjárfestingarleyfa, inn-
flutningsleyfa og gjaldeyrisleyfa
og verðlagseftirlit: Ríkisstjórnin
í heild hefir yfirstjórn fjár-
hagsráðs og tekjur ákvarðanir
um höfuðatriði og sker Ur þeim
ágreiningsmálum, sem einhver
fjárhagsráðsmaður skýtur til
hennar.
Eignaköiinun
o?4 skattamál.
Til þe"ss*'að tryggja rétt fram-
töl til skatts og afla f jár til mf-
sköpunar ^verði sett ný lög um
eignakönnun og skyldulán.
Gerðar verði ráðstafanir að
eignakönnuninni aflokinni og í
sambandi við hana, til þess að
hafa betra og örugg^sa eftirlit
með skattaframtölum, enda fari
þá og fram heildarendurskoðun
á skattalöggjöfinni.
Vioski]Btamál.
Ríkisstjórnin leggur á það
áherzlu, að innflutningsverzlun-
inni verði háttað svo, að verzl-
unarkostnaðurinn verði sem
minnstur. Reynt verði, eftir því
sem frekast er unnt, að láta þá
sitja fyrir innflutningsleyfum,
sem bezt og hagkvæmust inn-
kaup gera og sýna fram á, að
þeir selji vörur sýnar ódýrast í
landinu, hvort sem þar er um að
ræða einstaklinga eða félög.
Sérstök innkaupastofnun á
vegum «,íkisins verði sett á
stofn og annist hUn innkaup til
ríkisstofnana (vita, hafna, vega-
og brúargerða, verksmiðja, op-
inberra bygginga, sjUkrahúsa,
skóla o. fl.).
Sú deild Fjárhagsráðs, sem
hefir með höndum veitingu
innflutnings- og gjaldeyrisleyfa,
skal taka til athugunar og
rannsóknar á hvern hátt takast
mætti að haga innkaupum og
vörudreifingu á sem hagkvæm-
astan hátt fyrir þjóðina í heild,
einnig með hliðsjón af samn-
ingum yið erlend riki um sölu
íslenzkra afurða.
Dýrtíðar-
og verolagsmál.
Það er stefna ríkisstjórnar-
innar að vinna að því af alefli
að stöðva hækkun dýrtíðar og
framleiðslukostnaðar, og at-
huga möguleika á lækkun henn-
ar. í því skyni ver'ði leitað til
samtaka launastéttanna og
samtaka framleiðenda til sjávar
og sveita til þess að gera ráð-
stafanir gegn frekari vexti dýr-
tíðarinnar og um leiðir til lækk-
unar.
Það er samkomulag milli
stjórnarflokkanna að greiða
niður fyrst um sinn vöruverð af
ríkisfé, svo mikið, að vfsitala
hækki ekki frá því, sem nú er.
Verðlagseftirlitið verði skerpt
og aukið og tekið til athugunar
(Framhald á 4. síð-u,-
Pálmi Einarsson
ráðinn landnámsst jóri
Á fundi nýbýlastjórnar ríkis-
ins 5. febrúar voru lagðar fram
umsóiinir frá tíu monnum um
stöðu landnámsstjóra, sem
stofnuð er samkvæmt lögum frá
15. apríl 1946, um landnám, ný-
byggðir ,og endurbyggingar i
sveitum.
Samþykkt var með öllum at-
kvæðum nefndarmanna að ráða
til starfans Pálma Einarssón
jarðræktarráðunaut Búnaðar-
félag> íslands.
Tekur hann við starfinu að
nokkru nú þegar og að fullu á
næsta vori.
Pájmi Einarsson hefir helgað
íslenzkum landbúnaði alla
starfskrafta sína. Hann hefir
verið jarðræktarráðunautur i
meira en tuttugu ár, starfað
að ,tilraunamálum landbúnað-
arins, vélamálum «g mörgu
fleira af miklum dugnaði. Mun
það almennt þykja hið bezta
ráðið að fela honum þetta þýð-
ingarmikla starf.