Tíminn - 06.02.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.02.1947, Blaðsíða 2
2 TÍUIiXV. ftmmtndagiiui 6. febr. 1947 25. blati Fimmtudutiur 6. febr. Stjórnarsáttmálinn Málefnasamningur hinnar nýju ríkisstjórnar hefir nú verið birtur. Eins og gefur að skilja, getur enginn flokkurinn fengið fram öll stefnumál sín, þegar ólíkir og andstæðir flokkar ganga til stjórnarsamvinnu. í málefnasamningi hinnar nýju stjórnar hefir Framsóknar- flokkurinn þó fengið tryggt ýms þau höfuðstéfnumál, er hann hefir barizt fyrir síðustu árin. Meðal þessara stefnumála má m. a. nefna þessi: Dýrtíðin verður stöðvuð og undirbúningur verður hafinn að lækkun hennar. Komið verður fastri skipun á fjárfestinguna, þannig dregið úr verðbólgu, og vinnuafli og f jármagni beint til réttra fram- kvæmda. Samtök bænda fá stjórn af- urðasölumála í sínar hendur. Jafnframt eru þau viður- kennd sem samningsaðili um verðlagsmál landbúnaðarins og fá alveg verðákvörðunarvaldið i sínar hendur, þegar hætt verð- ur að borga vörurnar niður með framlagi úr ríkissjóði. Jarðræktarstyrkurinn verður hækkaður og Ræktunarsjóður- inn aukinn og efldur. Reynt verður að breyta inn- flutningsverzluninni í það horf, að verzlunafkostnaðurinn verði sem minnstur og verðlagsá- kvarðanir miðaðar við þörf þeirra fyrirtækja, sem hafa vel skipulagðan og hagkvæman rekstur. Unnið verður að bættu skatta- éftirliti með sérstakri eigna- könnun, breytingum á skatta- löggjöfinni og bættu eftirliti. Unnið verður að þvf að auka byggingar nauðsynlegra íbúðar- húsa í kauptúnum og sveitum. Unnið verður að endurskoðun stjórnarskrárinnar og nauðsyn- legum breytingum á henni hrað- að sem mest. Allt eru þetta mál, sem voru vanrækt af fyrrverandi rlkts- stjórn, og má rekja til þess það ófremdarástand, sem nú er ríkj - andi í fjármálum og atvinnu- málum landsins. Fyrir atbeina Framsóknarflokksins hafa þau nú verið tekin upp og verður unnið að því að koma þeim í betra horf. Þar vejtur vissu- lega mikið á framkvæmdinni, en að óreyndu verður að treysta þvl, að hún fari sæmilega úr hendi. Framsóknarflokkurinn mun a. m. k. gera sitt bezta tfi þess, að svo verði. Þjóðviljinn og heildsalarnir Þjóðviljinn nefnir nýju stjórn ina heildsalastjórn. Þetta ætti Þjóðviljinn ekki að gera, því að engum ferst síður en sósíalist- um að bregða öðrum um þjón- ustusemi við heildsalana. Það loforð vantaði ekki, þegar sósíalistar fóru í stjórnina, að nú yrðu „heildsalarnir skornir niður við trog“. Efndir urðu hins vegar þær, að aldrei hafa heild- salarnir blómgast meira í þessu landi en í stjórnartíð sósíalista. Aldrei fjölgaði heildsölunum j afnört og aldrei var gróði þeirra meiri. Svindlmál heildsalanna voru þögguð niður með ýmsu móti. Yfir allt þetta, lögðu sós- íalistar blessun sína. Merkur Svíar draga úr opinberum framkvæmdum. Þann 11. f. m. var lagt fram í sænska þinginu fjárlagafrum- varpið fyrir tímabilið 1. júlí 1947 til 30. júní 1948. Það, sem vekur þar mesta athygli, er' mikil útgjaldalækkun á eigna- aukareikningi, þ. e. framlögum til varanlegra framkvæmda. Samanlagt nemur þessi lækk- un nokkrum hundruðum milj. kr. Stjórnin rökstyður lækkun- ina með því, að meiri verklegar framkvæmdir myndu draga of- mikið vinnuafl frá framleiðsl- unni og öðrum nauðsynlegum verkum. Ennfremur myndu þær skapa ofþenslu, sem leíddi til aukinnar verðbólgu. Á rekstrarreikningi eru út- gjöldin áætluð 3.700 milj. kr. eða 350 milj. kr. meira en á yf- irstandandi \ fjárlagaári. Svarar það til útgjaldaauka, er hlýzt af nýrri tryggingalöggjöf. Til hermála eru veittar 800 milj. kr. eða 100 milj. kr. lægra en á yfirstandandi fjárlagaári. Tekj- urnar eru áætlaðar 4035 milj. kr. og verður því tekjuafgang- ur á rekstrarreikningi um 330 milj. kr. Tekjurnar eru áætlað- ar um 700 milj. kr. hærri en á yfirstandandi fjárhagsári. — Skattar verða þó- raunverulega ekki hækkaðir, heldur stafar maður hefir ságt, að bezt mætti lýsa stjórnarfari undanfarinna ára með þessum oröum: Faktúr- an fannst í tunnunni og Þjóð- viljinn þagði um það. Hin nýja stjórn eða stuðn- ingsmenn hennar hafa það ekki á stefnuskrá sinni, aö „skera heildsalana niður við trog“. En hitt má fullyrða, að heil- brigðari verzlunarhættir eru í vændum en í stjórnartið sós- íalista. Sjálfstæðisflokkurinn ræður ekki lengur einn yfir verzlunarmálunum, eins og í stjórnartíð sósíalista, heldur heyra þau nú undir alla ríkis- stjórnina. Þjóðviljinn hneykslast yfir því, að Tíminn skulP segja frá seinasta dómstólamáli S. Árna- sonar & Co. og Framsóknar menn skuli síðan styðja stjórn, sem Jóhann Þ. Jósefsson á sæti í. Vitanlega velur hver flokkur sína ráðherra og ber ábyrgð á þeim. Það er dómstólanna, en ekkí Framsóknarflokksins, að skera úr um það, hverjir eiga hlutdeild í umræddu máli eða ekki. Það mál hlýtur óhjákvæmilega að fara hina venjulega dómstólaleið. Annars situr sízt á sósíalist- um að hneykslast yfir ráðherra dómi Jóhanns Þ. Jósefssonar, þar sem þeir hafa undanfarin ár stutt hann til formennsku í Nýbyggingarráði, sem er engu áhrifaminna embætti. Þjóðvilj- inn vissi líka fyrir nokkru síð- an um síðasta dómstólamál S. Árnasonar & Co„ en þagði um það. Það var vegna þess, að hann gerði sér þá enn von um samstjórn Ólafs Thors og sósíal- ista og að Jóhann yrði fjár- málaráðherra þeirrar stjórnar. Skal þess getið þessu til sönn- unar4 að Tíminn hafði frétt sína ekki frá viðskiptaráði, eins og Mbl. hefir haldið fram, held- ur höfðu þingmenn sósíalista breytt hana út, þótt þeir létu Þjóðviljann þegja um hana. — Timinn taldi ekki rétt að taka sér þessa þögn Þjóðviljans til fyrirmyndar, heldur sagði frá málinu, þar sem hann telur al- menning eiga rétt til vitneskju um slík mál, en ekki eigi að svæfa þau með þögn blaðanna tekjuhækkunin af auknum ingar á skattalögunum. Sam- tekjum skattþegnanna. Tekju- kvæmt því lækkar tekjuskatt- og eignarskattur er áætlaður ur á hjónum, sem hafa innan 1.750 milj. kr., en ágóði af tó- ; við 15000 kr. árstekjur, og ein- baki, áfengi og öli um 900 milj. kr. — Þess má geta, að Danir hafa dregið úr opinberum fram- kvæmdum af sömu ástæðu og Svíar. Norsku fjárlögin. Þann 16. f. m. var lagt fram í norska þinginu fjárlagafrum- varpið fyrir tímabilið 1. júlí 1947 til 30. júní 1948. Samkvæmt því-1 eru rekstrarútgjöldin. áætluð 1.887 milj. kr., en tekjurnar 1.653 milj. kr. Auk þess eru áætluð 230 milj. kr. útgjöld á eigna- aukareikningi. Heildarútgjöld- in verða því 2.117 milj. kr. og hallinn 463 milj. Til afborgana eru áætlaðar 78 milj. kr., og þarf ríkið því raunverulega að taka 387 milj. kr. lán til þess að greiðslujöfnuður náist. Útgjöldin eru áætluö 401 milj. kr. lægri en á íjárlögum yfir- standandi árs. 'Ýms kostnaður vegna hernámsins er áætlaður um 83 milj. kr. Útgjöld til hers- ins eru áætluð um 187 milj. kr. Framlög til dýrtíðarráðstafana (niðurgreiðslna) eru áætluð 400 milj. kr. Framlög til verklegra fram- kvæmda eru mjög takmörkuð, líkt og í sænska fjárlagafrum- varpinu, svo að þau valdi ekki ofþenslu og verðbólgu. Einkurp er dregiö úr framlögum til járnbrauta og vega. Framlög til íbúðabygginga eru miðuð við það, sem álitið er fært að byggja. Einu framlögin, sem ekki eru skorin niður, eru fram- lögin til raforkuframkvæmda. Um áramótin námu erlendar skuldir ríkisins 391 milj. kr. og innlendar skuldir 2825 milj. kr. Fjármálaráðherrann telur, að Norðmenn séu nú komnir yfir erfiðasta hjallann og þjóðar- tekjurnar muni fara ört vax- andi. Skattabreytingar í Svíþjóð. Nokkru fyrir áramótin lagöi sænski fjármálaráðherrann fram frv. um allvíðtækar breyt- Ernst Wigforss fjármálaráðherra Svía. staklingum, sem hafa innan við 7000 kr. árstekjur, en hækkar á tekjum, sem eru ofan við þetta lágmark og þó mest á háum tekjum. Ennfremur hækkar eignaskatturinn nokkuð og sér- skattur á hlutafélögunum. Þá hefir ráðherrann lagt fram frv. um stórhækkaðan erfða- skatt *og hafa orðið um það miklar deilur. Samkvæmt því greiðist sérstakur erfðaskattur af öllum eignum hins látna, sem eru umfram 25.000 kr. Af eignum frá 25.000—50.000 kr. nemur hann 5%, af eignum frá 50.000—80.000 kr. nemur hann 10% og fer síðaií stighækkandi. Þjóðverjar flytja til Svíþjóöar. ■ Svíar hafa þegar leyft um 1500 Þjóðverjum, sem eru í Þýzkalandi, að setjast að í Sví- þjóð. Flestir eru þeir giftir sænskum konum eða hafa áð- ur dvalið í Svíþjóð. Skattsvik í Danmörku. Erm hafa ekki verið birtar fullnaðarskýrslur um eignakönn- unina í Danmörku, en þegar er kunnugt, að komið hafa fram vantaldar eignir, er námu sam- anlagt yfir 3 miljörðum króna. Danir hafa nú í undirbúningi að þyngja stórlega refsingar fyrir skattsvik. Meðal annars er Jörgen Mark: Gömlu hestarnir Tíminn éndursegir hér grein úr danska blaðinu Landet. Höf- undurinn er sveitamaður af fátæku fólki kominn og lýsir hér að nokkru kynnum sínum við gömlu hestana. Þó að þetta sé frá- sögn dansks manns úr danskri sveit, munu margir íslenzkir lesendur Tímans finna til frændseminnar, svo að snortinn sé næmur strengur í brjósti þeirra. Frásögn og lífsreynsla höfund- ar svarar eflaust til þess, sem allar þjóðir, sem kvikfjárrækt stunda, þekkja, allt frá frumstæðustu rtáttúruþjóðum til mestu menningarþjóða, því að: Milli inanns og hests og hunds hangir leyniþráður. Fáir hestar eru einkenni á fá- tækri sveit. Hesturinn er ekki jafn nægjusamur og geitin og kindin. Þegar ég var barn, voru 3—4 rússneskir hestar og nokkr- ir íslendingar í mínu hverfi. Rússar og íslendingar voru allra hesta ódýrastir og nægjusam- astir. Þeir lifðu á sumrin á grasi, sem hafði rauðan og bláan lit eyðimerkurgróðursins. Þá gengu þeir til beitar í lyngi og beyki- kjarri. Að vetrinum lifðu þeir á rúghálmi og ofurlitlu af heyi úr skurðum meðfram vegunum. Við krakkarnir lærðum að elska dýrin. Við gáfum þeim bit- ann okkar með okkur. Mörgum sinnum gaf ég geitinni eða skjöldóttu kúnni brjóstsykur, þegar kaupmaðurinn hafði gef- ið mér það, svo að ég yrði góður drengur. Og engir leikir voru okkur kærari eða andríkari, en þeir, er við lékum dýr. Ein hinna stóru stunda, er ég minnist frá bernsku minni, var á kaldri haustnóttu í húðarrign- ingu. Pabbi bankaði á gluggann og sagði okkur að koma út og sjá stóra skepnu, sem hann væri kominn með. Við risum upp, þrir drengir, sem lágum á fellibekk, syfjaðir og með andfælum. Þetta var í fyrsta sinn, sem við vorum vakt- ir um hánótt. Við trltluðum yfir steingólfið og stungum höfðinu með gætni út um dyrnar. Það var dimmt. Lemjandi regn féll á andlitin og nakta fætur og handleggi okkar. Við skulfum af kulda og eftir- ráðgert að birta nöfn skattsvik- ara í danska Lögbirtingablað- inu og fyrir stærri brot verður refsað með missi borgaralegra réttinda. Hinar fjárhagslegu refsingar verða margfaldaðar. Skemmtiflug yfir Norður- pólinn. Norska flugfélagið og fleiri aðilar hafa í hyggju að efna í framtíðinni til skemmtiflug- ferða frá Svalbarða yfir Norður- pólinn. Talið er nauðsynlegt, að koma upp góðu sumargisti- húsi á Svalbarða áður en flug- ferðir þessar verða hafnar. Taldi fjármálaráðherrann rangt fram? Vigfors, fjármálaráðherra Svía, hefir nýlega gefið í skyn, að hann muni ekki gefa kost á sér til þingmennsku við næstu kosningar, sem fara eiga fram haustið 1948. Vigfors er kominn talsvert á sjötugsaldur og kveðst vilja nota seinustu ár ævinnar til að sinna fræðistörf- um, en hagfræði hefir lengi ver- ið mesta áhugaefni hans. Aðrir telja, að ástæðan til þess, að Vigfors hyggst aö draga sig í hlé, sé skattamál það, sem mest hefir verið rætt í Sviþjóð -síðustu mánuöina. Yfirskatta- nefndin í Gautaborg komst að þeirri niðurstöðu í sumar, að Vigfors hefði á undanförnum árum greitt lægri skatta en hon- um hefði borið og næmu van- goldnir skgttar hans rúmum 20 þús. kr. Mál þetta er þannig til komið, að þingmenn, sem eru búsettir utan Stokkhólms, mega draga % af þingmanns- launum sínum undan sköttum. Vigfors hefir notað sér þetta á- kvæði skattalaganna, þar sem hann hefir verið skráður heim- ilisfastur i Gautaborg. Hins vegar hefir hann haft heimili sitt í Stokkhólmi 12 seinustu árin og ekki komið til Gauta- bórgar, nema sem ferðamaöur. Yfirskattanefndin taldi það þýí misnotkun á áðurnefndu á- kvæði, að Vigfors teldi ekki fram öll þingmannslaun sín, þar sem undanþágan væri mið- uð við, að þingmenn þyrftu að hafa heimili á tveimur stöðum. Nokkru eftir að umræður um þetta mál hófust, sendi Vigfors skattinnheimtunni í Gautaborg væntingu og nálguðumst með kvíðahroll í hverri taug. Þegar við sáum hver skepnan var, gleymdum við kulda og regni. Þaö var hestur. Pabbi sagði okkur, að hann væri grannur í byggingu, svart- ur og rússneskur. Hann væri kominn á skipi frá sléttunum miklu, þar sem moldin er svört. Það var ekki gott að vita um uppruna hans, enda var pabbi ekki vel kunnugur í Rússlandi. Hrossasalinn sagði honum, að þar austur frá væri margt villtra hesta, sem rásuðu um slétturn- ar, unz þeir væru handsamaöir og seldir. Villtu hestarnir væru allra hesta nægjusamastir og þolnastir og yrði næstum aldrei misdægurt. Því væru þeir eftir- sóttir af fátækum mönnum víða um lönd. Svo strauk pabbi flipa hests- ins, nákvæmlega eins og hann strauk um vanga okkar krakk- anna til huggunar, þegar eitt- hvað var að. Já. Svo voru þeir líka hafðir fyrir stríðshesta, því að þeir voru neyzlugrannir, fljótir og hræddust ekki dauð- ann. Það fór hlýjandi straumuí- um likama minn. Ég sá í hug mér mikla mynd af víðáttumikilli sléttu í rökkri og stríði, og hest- arnir bitu og slóu. og ruddust að gjöf rúmar 20 þús. kr. eða jafnjiáa upphæð og vangoldnir skattar hans voru taldir vera. Þetta varð til þess, að umræö- urnar urðu enn meiri. Yfirleitt telja blöðin, að Vigfors hafi ekki ætlað sér að misnota þetta ákvæði, heldur sýni þetta bezt, hve 'flókin skattalögin séu, þeg- ar fjármálaráðhefrann sjálfur geti ekki talið rétt fram. Vijfors er sá maður í sænsku stjórninjrji, s^m mest hefir verið deilt um. Hann hefir verið tal- inn róttækastur af ráðherrun- um og því einkum orðið fyrir skotum íhaldsmanna. Hins veg- ar hafa' allir viðurkennt gáfur hans og forustuhæfileika. Merkustu atburðir. Um áramótin efndi Gallups- stofnunin í Svíþjóð til skoðun- arkönnunar um það, hverjir væru tveir merkustu atburðir ársins 1946. Niðurstaðan varð sú, að dauði Per Albin Hans- son fékk 74% af atkvæðunum, aftökurnar í Núrnberg 24%, at- omsprengjutilraunirnar við Bi- kini 18%. Aðrir atburðir fengu færri atkvæði. Dýrtíðin minnkuð í Finnlandi. Milli hátíðanna voru afgreidd ýms þýðingarmikil lagaáKvæði í Finnlandi. Meðal annars var þá ákveðið að allt hámarksverð skyldi lækka um 5% um ára- mótin, nema verð á landbúnað- arafurðum. Eitt tré og 58 hús Stærsta grenitré, sem sögur fara af að fellt hafi verið, var höggvið núna um daginn í Packwood-skógi í Bandaríkjun- um i Ameríku. Samkvæmt árs- hringunum er tréð 568 ára gamalt, en um hæð þess liggur ekki vitneskja fyrir. Fyrir mörg- um árum brotnaöi það í stormi nálega 60 metra frá jörðu. Það sem eftir stóð af þessu risavaxna grenitré er h. u. b. 11076 tenings fet. Úr þvi má fá nægan við í 58 fimm herbergja hús. fram án þess að óttast dauð- ann. Og liér stóð nú einn þess- ara hesta, kyrr og þolinmóður og pabbi minn gældi við hann. Ég heyrði á röddinni, að hann var grátklökkur. Svo glaður var hann yfir hesti sinum. Þennan svarta Rússa áttum við í mörg ár. Hann var fram- vegis grannur og þolinn. Suma daga var hann kátur og vildi leika sér við okkur, en stundum var hann stilltur og dapur að sjá, þegar ég tók undir flipann’ og horfði í augun hans ókyrru. Og suma daga var hann við- skotaillur og sló. Þegar svo bar við, sagði mamma, að hann saknaði frelsisins. Hún skildi þennan þunglynda, hálfvillta rússneska hest. Til hennar sló hann aldrei. Sex ára gamall var ég lánað- ur til að vinna á bæjunum í. kring. Þegar ég átti að fara út að aka,'var alltaf sagt: „Taktu þann gamla“. Á hverjum bæ eru alltaf einn eða tveir gamlir hestar. Öll mín drengjaár og lengi síðan var ég ekill og ridd- ari gömlu hestanna. Tilfinningalíf hestsins er fjölþætt. Hestar geta haft ótrú- lega marga galla. Ekkert dýr hefir jafn breytilegan geðblæ og hesturinn. Ég hugsaði ekki um hæfileika mína til að lífga (Framhald á 3. síöu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.