Tíminn - 06.02.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.02.1947, Blaðsíða 3
25. blað TÍMIM, flinmtudagmn 6. febr. 1947 3 Göm/u hestamir (Framhald af 2. siöu) gömlu hestana upp, þegar ég var hestasveinn. Nú veit ég, að mín létta lund og lífsgle'öi var þar að verki. Ég söng og trallaði, raul- aði og blístraði alltaf, þegar ég var með hesta. Ef mig langaði til pabba og mömmu og systkina minna heim í kotið í hólunum, talaði ég við gömlu hestana um það mál, því að mér þótti vænt um þá. Þeir voru vinir mínir. Ég skemmti mér og varð glað- ui', þegar ég masaði við þá á göngunni, um allt heima hjá mér. Ég gladdist ef hestarnir bærðu eyrun meðan ég masaði, því að þá sá ég, að þeir tóku eftir. Gömlu hestarnir voru innileg- ustu trúnaðarvinir mínir. Ég hefi sagt þeim hluti, sem ég hefi aldrei sagt nokkrum manni. Ég hefi trúað gömlu hestunum fyr- ir hlutum, sem ég þorði ekki að minnast á í kvöldbænunum mínum, þegar ég var veikur af heimþrá og hvíslaði bæn mína til guðs, svo lágt að enginn heyrði. Allir, sem umgangast skepn- ur, tala við þær, en ég talaði allt öðru visi við ungu hestana en þá gömlu. Við ungu hestana tölum við til að temja þá, kyrra þá og róa og leiðbeina þeim, eða til að hvetja þá, ef þeir eru þreyttir. Ég hefi alltaf ætlazt til mikils af hest- unum, en í þau 40 ár, sem ég hefi unnið með hestum, hefi ég aldrei ætlað þeim það æki, að þeir drægju það ekki heim. Faðir minn kenndi mér það, sem öllum hestum þykir vænt um, að nema af og til staðar, hefja aktýgin frá hestinum og stinga hendi undir þau alls staðar, þar sem þau liggja við hann. Þá loftar um hestinn og það svalar. Ef hesturinn dregur þungt æki, geta aktýgin legið við hann eins og logandi glóð, þar sem þau herða mest að. Faðir minn sagði mér, að sá sem léti hest meiðast undir aktýgj- um, hefði tréhaus. Hann átti við að sá væri heimskur. Ef hestai'nir svitna við vinn- una, tökum við af þeim aktýgin og þvouni með köldu vatni svita- storkuna af bógum og makka í þau tvö skipti, sem þeir eru teknir frá að deginum. Þó að ég hafi aldrei setið fast- ur með æki, hefir það komið fyrir mig, að hestarnir hafa staðið kyrrir, án þess að nokkur sjáanleg ástæða væri til þess. Þeir stóðu bara kyrrir. Þegar hestar verða þannig staðir, er það af hræðslutilfinningu, sem skyndilega lamar hugsun þeirra. Sterkur hestur, sem stendur ó- hræranlegur fyrir tómum vagni, hefir misst bæði skyn og hugs- un. Það er auðfundið. Hestur er ekki staður af því að hann vilji ekki halda áfram, hann getur ekki haldið áfram, meðan hræðslukenndin hefir vald yfir honurn. Staður hestur hefir ung- ur verið settur fyrir of þungt æki eða verið öfugt meðfarinn á annan hátt. Það er aðeins eitt að gera við staða hesta, — að láta þá standa. Láta þá bara standa fyrir æk- inu. Það er ekki rétt að hvetja þá með háreysti og keyri fyrst í stað. Við hestana verður alltaf að koma fram í samræmi við það, sem venja er, svo að þeir þekki okkur og treysti okkur. Ef hesturinn er staður og fæst ekki af stað, eftir að hann hefir verið áminntur um það nokkr- um sinnum að venjulegum hætti, sleppum við taumnum og göngum frá ækinu. En það er nauðsynlegt að fara þangað, sem hesturinn sér mann ekki. Hann verður að hafa á tilfinn- ingunni, að hann sé einn og hafi ekki á anna^ að treysta. Þetta hefi ég oft reynt. Einu sinni stóðu tveir sterkir, józkir hestar grafkyrrir fyrir tómum vagni. Þaö var furðulegt at- vik. Ég gat auðveldlega hreyft vagninn sjálfur, en hestarnir fengust ekki úr sporunum. Klukkan var .4 síðdegis. Mig minnir að þetta væri um vor. Þegar ég var búinn að hoi’fa nægju mína á þessi furðulegu dýr, lagði ég taumana á jörðina og íór heim. Húsbóndi minn nöldraði og sagði, að þe'tta væri vitleysa úr mér, og ef hestarnir færu af stað, gætu þeir farið sér að voða á gaddavír eða í skurðum. Svo fór bóndi suöur fyrir hlöðu, horfði um stund á hest- ana, sneri tvisvar upp á nefið, en það var ekki góðs viti. Loks kom hann til mín í hægðum sínum og sagði: — Af því þú hefir alltaf verið góður við dýrin, skaltu fá vilja þinn, en ég hefi þó á tilfinn- ingunni, að þetta sé vond með- ferð. I — Hvað áttu við. Enginn ger- ir þeim neitt. — Nei, en þeir eru þarna ein- ir og beitt fyrir vagninn. Allt í einu sló hann út hendinni og varð ánægjulegur: Láttu þá vera. Svo fór hann að sinna svínunum. Nokkru síðar sá ég húsfreyju standa sunnan við hlöðu og horfa til hestanna. Litlu síðar var þar ein stúlkan og vinnu- maður og í-æddust hljóðlega við. Þegar við borðuðum um kvöld- ið töluðu allir um hestana og æsti hver annan. Svo fóru allir suður fyrir hlöðu og horfðu út í rökkrið í þögulli eftirvænt- ingu, eins og slys myndi vei’ða. Ein stúlkan kom grátandi og sagði, að ég væri vondur strák- ur, og nú ætti ég að sækja hestana, eða hvað lengi ég ætl- aði mér að láta þá standa þai’na? — Þangað til snemma í fyrra- málið. — Þú ert ekki með réttu ráði. Heimilisfólkið svaf illa þessa nótt. Það gerði ég líka. Stund- um lá mér við gráti og oft fór ég út að vita hvort ég heyrði íxokkuð, þó að ekkert sæist fyrir myrkrinu. En enginn hafði gert hestunum neitt og þeir áttu að auðmýkj ast. Þegar birti af degi fór ég til hestanna. Þeir stóðu enn í sömu sporum. Þegar ég kom til þeirra reistu þeir eyrun og kumruðu lágt eins og glaðir hestar gera. Ég lét vel að þeim, fór upp í vagninn og tók í taumana. Þeir fóru af stað, eins og þeir hefðu aldrei staðir verið. Gömlu bændurnir sögðu: • — Við mennirnir erum guðir dýranna. Forðum daga áttu menn tíð- um allt sitt ráð undir kröftum og ratvísi hestsins, þegar þeir voru á ferð í dimmviðri. Oft hafa hestar bjargað lífi manns með því að gera sitt ýtrasta, þegar um lif og dauða var að tefla. Um þúsundir ára greip maðurinn til hestsins, ef honum lá á að koma orðsendingu. Hesturinn héfir, öllum öðrum dýrum fremur, hjálpað mann- inum til aö gera sér jörðina undirgefna, þegar engar vélar voru til. Hann hefir brotizt gegnum frumskógana, yfir stór- fljót og fjallgarða. Með vöðva- afli sínu hefir hann flutt auðæfi ALICE T. HOBART: Yartg og yin með að sjá, að þetta væri drengurinn, sem hann bjargaði forð- um. „Laó tai tai var vond kona,“ hvíslaði Sen S Mó. „Hún leiddi ógæfuna yfir fólk sitt.“ Loks varð Peter ljóst, hvað gerzt hafði. Ættmóðirin hafði komið því til leiðar, að haldið yrði áfram að rækta ópíum á ekrum ættarinnar í hinu fjarlæga Szechúan-fylki. Ætlun henn- ar var að múta embættismönnuixum. Hið sfhækkandi verð á ó- píumi teygði hana lengra og lengra út á þessa glæfrabraut. En svo komu syndagjöldin. Keisaradrottningin hafði sent Sen purp- urasnúruna. Ættin var rúin sæmd sinni. Dómurinn var fallinn. En sökum gamalla verðleika var sú linkind sýnd, aö Sen og ætt- menn hans máttu íyrirfara sér, ef þeir kysu það heldur, og komast þannig hjá aftöku á almannafæri. Ekkert undanfæri gafst. Laó tai tai knúði alla til þess að ganga með sér í dauð- ann. Hjákonunum hafði verið drekkt í brunni ættarsetursins. „Sen Ló Shí lifir einn — auk mín, sem var útskúfað frá húsi Sens. Ló Shí^nun einnig deyja, þegar hann hefir innt af hönd- um hinztu skyldu sína.“ Peter hnykkti við þessi ægilegu tíðindi. Hann reis upp gegn þessu af allri orku sálar sinnar. Ló Shí mátti ekki deyja. Hann varð að verða við óskum hans og bjarga honum síðan frá þess- um óttalegu örlögum. En brátt kom Peter auga á nýja hættu. Öll ættin var sek að kínverskum lögum. Sen S Mó og Ló Shí voru ekki óhult í borg- inni. Hann varð að koma þeim í annað fylki. „Hvar er grafreiturinn?" spurði Peter. „Komumst þangað á skútu,“ svaraði Sen S Mó — annað ekki. Kvöldið eftir héldu þau af stað með líkin á hrörlegri skútu. Sen S Mó hafði annazt úndirbúninginn. Peter stóð í stafni, svo að menn skyldi síður gruna, hvað hér var á seyði. Enginn mátti vita um útföriria. Síkishliðið var opnað um dögun, og skútaxi slapp út með hinn hryggilega farm sinn. Skömmu síðar mælti Sen S Mó: „Nú þörfnumst við ekki leng- ur þinnar fylgdar.“ Peter svaraði: „Ég krefst launa. Að útförinni lokinni kemur þú aftur til mín. Ló Shi verður að lifa. Ég mun senda ykkur til fjarlægrar borgar. Þar er skóli, sem mun halda verndarhendi yfir Ló Shí.“ „Við komum eftir eina viku,“ svaraði Sen S Mó. Eftir. rétta viku birtist Sen S Mó og Ló Shí í húsi Peters. Þau voru bæði klædd hinum bláu fötum almúgans. Peter hafði óttazt, að þrátt fyrir allt myndi vilji hinnar látnu ættmóður verða kröfum lífsins yfirsterkari. En fortölur Sen S Mó höfðu sýnilega borið árangur. Hér var öll barátta óþörf. Hann fékk Sen S Mó ferðapeningana. „Þið farið til Húnan- íylkis. Leitið til útlenda læknisins í trúboösstöðinni og fáið hon- um þetta bréf.“ Sen S Mó stakk hvoru tveggja í barm sér. Svo sneri hún sér að Díönu: „Systir mín —*nú förum við.“ Síðan hurfu þau jafn hljóðlega og þau höfðu komið. Peter og Díana mæltu hvorugt orð frá vörum. XXXIII. \ BYLTING var það orð, sem nú var á allra vörum. Konfúsíus hafði boðið lærisveinunum að gera uppreist gekk þeim mönnum, sem ekki þjónuðu dyggðunum. í gamla daga höfðu uppreistir verið gerðar gegn ranglátum þjóðhöfðingjum. Byltingin, sem nú var gerð, veitti konum jafnrétti og lágstétt- unum mannréttindi. Leiðtpginn var maður, sem hlotið hafði menntun sína i kin- vei’skum skólum og lifað lengi í útlegð. Fyx’sta spoi’ið skyldi vera að steypa af valdastóli ættlnni, sem drottnaði í landinu. Hvert fylkiö af öðru lýsti yfir sjálfstæði sínu. Uppreistir í Kína höfðu oft verið sQgilegar, borgir verið jafn- aðar við jörðu og fólkinu slátrað. En nú var lítið viðnám veitt. Virki borganna voru einskis nýt, og auðmennirnir flúðu. Allar skútur og lestir, sem gengu til Shanghai voru troðfullar af flóttafólki — körlum og konum, börnum og þjónaliðl. Skólar trúboðanna tæmdust, því að foreldrum farinst trygg- ara, að börnin væru heima. Bi’átt var Mei Ing ein eftir í skóla Díönu. Dag einn kom ungfrú Dyer siglandi í hinum síða, gráa fi’akka sinum. Hún nam staðar fyrir framan Peter. „Ég held, að þér*séuð orðinn vitlaus,“ sagði hún. „Hvers vegna sendið þér ekki kon- una og börnin burt úr borginni? Uppreistin er skollin yfir.“ „Það er of seint,“ svaraði Peter. „Þar að auki munu byltingar- mennirnir koma vel fram við hvíta menn.“ „Þér ráðið, hvað þér gerið,“ svaraði ungfrú Dyer og sigldi burt. Morguninn eftir varð Díana skyndilega veik. Hún hafði lagt hart að sér aö undanförnu. Barnið fæddist — fyrir timann. Það var telpa — lítil og veikburða, en þó lifandi. Peter ásakaði sjálfan sig harðlega. En nú var lítill timi til sjálfsásakana. í norðui’hluta borgarinnar kváðu við skot, sem hljóðnuðu undir morguninn. Það var ekkert annað að gera en bíða átekta. Um morguninn heyrði Peter, að gengið var hljóðlega upp' stigann. Hann flýtti sér fram á stigapallinn. Þetta var dyravörð- urinn. Hann var hreykinn I bragði, og um handlegg hans var heimsendanna á milli i stríði o| friði. Ef til vill verður hann 1 framtíðinni aðeins tæki, sem notað er að gamni og af íþrótt. En við skulum þó alltaf minnast gömlu, tryggu hestanna með merkilegt tilfinningalíf og ör- ugga eðlisávísun. , Kaupfélög! FJÖLYRKJAR Planet Junior nr. 11 Samband ísl. samvinnufálaga Útsvör og skattar útlendinga Samkvæmt heimild í lögum 28. des. 1946, er inn- heimta útsvara og skatta útlendinga, sem landvist- ar- og atvinnuleyfi hafa um tiltekinn tíma í lögsagn- arumdæmi Reykjavíkur, sameinuð á eina hönd hjá bæjargjaldkera Reykjavíkur. Til bæjargjaldkera ber þvi að greiða upphæðir þær, sem atvinnuveitendur halda eftir af kaupi útlend- inga til lúkningar þessum gjöldum, en það er skv. sömu lögum 20 prós., — tuttugu af hundraði — af kaupupphæð upp að því sem svarar kr. 1000,00 grunn- kaups á mánuði, en 35 prós. af kaupupphæð hærri en sem svarar kr. 1000,00 grunnkaups á mánuði, nema niðurjöfnunarnefnd og skattstjóri ákveðl lægri hundraðstölu. Athygli skal vak'in á þvi, að halda skal tryggingar- fé þessu eítir frá fyrsta atvinnudegi útlendings og skila til bæjargjaldkera innan 6 daga frá þvi féð var innheimt hjá útlendingnum. » Borgarritari. Fimmtugur: ■ NÝKOMIB Magnús Guðmundsson verksmiðjustjóri VELOUR Hinn 4. þ. m. varð Magnús Guðmundsson verksmiðjustjóri á Raufarhöfn fimmtugur. Hann cr fæddur að Sleð- brjótsseli í Norður-Múlasýslu. Foreldrar hans voru Guðmundur Ólafsson bóndi þar og Sigur- björg Magnúsdóttir kona hans. Magixús stundaðí nám í Sam- vinnuskólanum 1919—’21 Sumarið 1926 tók Magnús við kaupfélagsstjórastöðunnl á Flateyrl 1 Önundarfirði. FJár- hagsástæður kaupfélags Ön- firðinga voru þá erfiðar, þvl að það var ungt að árum og fátækt að ié og reynslu á verðbólgu- árunum I lok heimsstyrjaldar- innar fyrri, og drógst meö drápsklyfjar frá þeim tímum. Árin eftír 1930 urðu líka erfið verzlunarreksti’i, þvi að bæfói landbúnaður og sjávarútvegur lá við gjaldþroti, en almenning- ur þrjózkaðist í lengstu lög við aö mæta staðreyndum tímanna með þeiri’i sjálfafneitun sem þurfti. Starf Magnúsar var því erfitt, en hann sýndl í því þann á- huga, umbótavilja og löngun til að styðja viðreisn og framfarlr, að seint gleymist þeim sem þekktu. Árið 1936 lá Magnús' lengi veikur af hættulegum j magasjúkdómi og lét þá af j kaupfélagsstjórn. Eftir það gerðist hanir starfsmaður Sild- arverksmiðju í’íkisins. Hann hefir vei’ið verksmiðjustjóri á Raufarhöfn síðan 1941. Nú er Magnús sjúklingur á Landsspítalanum, veikur í baki og á eílaust langa legu fyrir höndum. En hann heldur hugs- un sjmii- og andlegu atgjörvl, les og skrifar og er glaður og reifur við gestl sina. Margir munu hafa minnst í Sliiggatjöld. H. TOFT Skólavörðustig 5. Saltaðar kinnar fást eins og fleira gott í Fiskbiíðinui Hverfisgötu 123. Slmi 1456. Hafliði Baldvinsson. CÍIEMIA- ÖESINFECTOR er vellyktandl, sótthveinsandi vökvl, nauðsyiilegur á hverju heimlli til sótthrelnsunar á munum, rúmfötum, húsgögnum, símaáhöldum, andrúmslofti o. s. frv. — Fæst i lyfjabúSum og flestum verzlunum. fHEMin* HVAÐ ER MALTKO? Vlirnið ötnlleffu ft/rlr Tímann. hans af hlýjum hug á fimm- tugsafmælinu og óska að heimta hann aftur heilan til starfa. H. Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.