Tíminn - 07.02.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.02.1947, Blaðsíða 3
26. blað föstadagimn 7. febr. 1947 UM NORÐANVBBT LANDIÐ er víðast hvar ein hátíðisstund á ári hverju umfram það, sem er sunnan- lands. Það er dagur sólarinnar, dag- urinn þegar sólin sést í fyrsta sinn á árinu. Þess er getið um Örn land- námsmann í Arnarfirði, að hann valdi sér byggð að Tjaldanesi, „því að þar gekk eigi sól af um skammdegl." I MJÖG ER ÞAÐ MISJAFNT, hvað langan tíma ekki sér til sólar frá bæjum, þó að skammt sé í milli, eins og skiljanlegt er, þar sem sums stað- ar eru skörð, en annars staðar hnjúk- ar og tindar beint 1 suðri. Þaö væri annars fróðlegt að vita, hvað sólar- sýn er lengst birgð á íslenzkum bæ. Væri gaman að fá upplýsingar um þáð. EN HVORT sem þaö eru aðeihs fá- einir dagar, margar vikur eða jafnvel mánuðir, sem sólina sér ekki, þá er henni alls staðar fagnað af innileik og gleði, þegar hún hefst á loft á ný og rís yfir suðurfjöllin. Svo innilegur er sá fögnuður, að ýmsUm finnst liann vera fullar bætur fyrir sólar- leysi skammdegisins og dettur ekki í hUg að öfunda SUnnlendinga af þvi, að geta glatt huga sinn og augu hvern heiðríkan dag við geislandi sól. SÚ VENJA, að fagna hækkandi sól, er eflaust eldri en íslandsbyggð. Hin fornu, heiðnu Jól, voru þess eðlls. Um nörðanverðan Noreg er sólinni enn, íágnað með hátíðlegri viðhöfn, þegar hún sést fyrst eftir skammdegið. Þar biður allt heimilisfólkið í hátíðlegu hugarástandi meðan geislarnir nálg- ast bæinn, unz þeir falla inn um gluggann. Og með djúpa hrifningu í hjarta gengur fólkið út í geisla hækk- andi sólar. ÉG HELD, að eitthvað af frumstæð- um og heilbrigðum lífsfögnuði felist í þessari gleði norðurbúans og nautn hans, þegar til sólar sér. Það er lifs- nautnin frjóa, sem þar er að verki og vitund þess, að hin mikla móðir lifsins hefir sýnt sig í tign sinni og veldi á sigurför slnni í norðurheim. — Þvi drekka menn sólarkaffið sitt með hátið í huga. ÉG ER AÐKOMUMAÐUR hér í bænum, segir í bréfi, er Baðstofuhjal- inu hefir borizt. En þessa daga, sem ég hefi verið hér, hefi ég sitthvað lieyrt og séð, sem mig langar til að hafa orð á. Ég kom hér um daginn í heimsókn til konu, sem býr uppi á Skólavörðuholti. Það er roskin kona, sérstaklega hlýleg og góðleg. Það at- vikaðist svo, að ég bað um kalt vatn, þegar ég var staddur hjá henni. Úr því var ekki gott að bæta, því að kalt vatn var ekki til þar uppi á hæðinni, en mér var sagt, að það væri e. t. v. niðri í kjallara. Ég var stund aö átta mig á þessu vatnsleysi í þessari þæg- indanna borg. En frúin sagði mér, að vatnsveitan væri orðin alltof lítil og hefði ekki við að flytja vatn til alls þess fjölda, sem liíngað hefði safn- azt. Svo sagði hún mér dæmi um það, hvernig fólkið þyrptist hingað af ólíkustu ástæðum. ÞAÐ VORU NÚ t. d. 5 systkini úr átthögum hennar nýlega flutt hing- að. Yngsti bróðirinn kom fyrstur. Hann var nýlega kvæntur og þau hjónin höfðu eignazt eitt barn, en fæðingin gekk svo erfiðlega, að þau vildu alls ekki hætta á það, að búa við óvissu um lækni og ljósmóður framvegis. Svo fluttu þau hingað, en það er önnur saga, að barnið er ekki nema eitt ennþá. NÆST KOM SVO önnur systirin. Hún hafði verið gift skipstjóra, missti hann í stríðinu, en vildi þá koma peningum sínum í arðbæra eign og flutti hingað, keypti húseign og rek- ur þar matsölu. SVO KOM ANNAR ÞEIRRA BRÆÐRA. Börnin hans voru að kom- ast upp, og hann vildi koma þeim til mennta. Ég spurði, hvort þau væru i háskólanum. Það var nú raunar ekki. Einn sonurinn ætlaði að verða húsa- smiður, annar rafvirki og sá þriðji var í verzlunarskólanum. Dóttirin hafði lokið'gagnfræðanámi og vann í skrifstofu. — Þriðji bróðirinn kom af því mágur hans útvegaði honum fasta vinnu í pakkhúsi hjá fyrirtæki sínu. — Og svo kom önnur systirin til að vera í nágrenni við fólk sitt, sem allt var komið hingað. Það var svo sem engín von, að vatnsveitan hefði við öllum þessum ósköpum. ÞETTA VAR NÚ UM DAGINN, og í gær hitti ég svo blessaða frúna í strætisvagni. Þegar hún hafði mæðst ögn yfir því, hvað vagnarnir væru lé- legir og leiðir, sagði hún mér þó, að það hefði verið gert allt, sem í mann- legu valdi stæði til að fá aðra betri. En styrjaldarástand og afleiðingar þess trufluðu það allt. Ég dáðist að því, hvað konan væri umburðarlynd og sanngjörn. EN SVO BARST TALIÐ að dreif- ingu og sölu mjólkur í bænum, og þá varð gamla konan ákveðin og pung á brún. Henni þótti það vítavert at- hæfi og stórkostlega refsivert, hvern- ig þar var stjórnað. Ég spurði, hvort nokkur skilyrði væru til þess, að (Framhald á 4. síðu) í sögu borgarinnar hefði jafn illmannlegt eyöileggingar-æði átt sér stað. Sama sagan endur- tók sig í Boston, Springfield og Washington — ails staðar eyði- leggingar ástriða og eyðilegg- ingin nam hundruðum þúsunda. Annað, sem lögreglan er ör- mædd út aí er grimmdarhneigð sú, sem er áberandi hjá sumu af þessu æskufólki. Sálarfræð- ingar segja okkur, að það sé einkenni æskunnar, að láta sér þykja vænt um dýrin. En það var áreiðanlega ekki einkenni æskufólksins, sem tók sér fyrir hendur að handsama hunda, fór svo í hóp með þá út í skóg, setti vír um hálsinn á hundunum, hengdi þá svo upp í tré og kveiktu eld undir þeim. Ungling- amir, sem þetta aðhöfðust voru allir innan 15 ára aldurs. Það verður heldur ekki sagt um unglingana í fimm stórbæj- um, sem, eftir að skóli var úti á daginn, fóru í hópum um þétt- förnustu götur bæjanna og hentu logandi eldspýtum í barnakerrur, sem þeir fóru fram hjá. Hvað á að segja um 15 ára gömlu stúlkuna í Connécticut, sem leigði hús móður sinnar, að henni fjarverandi, miðskóla- piltum og stúlkum til ólifnaðar. Morð? Já, ekki fá, og sum í skólúnum i New York, og i öðr- um borgum. Slagsmál? Svo hundruðum skiptir, sem ungling- ar með iilt innræti iáta dynja á öðrum ungiingum, Grimmd, sem menn gátu ekki látið sér detta 1 hug, nema hjá fólki, sem ekki var með réttu ráði. Er ég hér að hampa framan í fólk sérstökum tilfellum? Lát- um oss athuga skýrslur dóms- málaráðuneytisins frá árinu 1944 og berum þær saman við skýrslurnar frá 1929 og þá er ljóst hve glæpirnir hafa aukizt Morð framin af drengjum frá 10—18 ára hafa aukizt um 47%; Nauðganir aukizt um 69%; árás- ir 71%, samræðisglæpir 61% þetta er á meðal pilta. Á meðal stúlkna á sama aldri: samræðisglæpir og skækjulifn- aður 375%, vínnautn, 174% Æskufólk á aldri þeim, sem að framan er tiltekinn, fremur 56% af öllum glæpum, sem framdir eru í Bandaríkjunum. Þessir unglingar, sem hér um ræðir, hafa ekki allir komið frá heim ilum fátæklinganna; þeir hafa ekki síður komið frá efnaheim ilum en heimilum fátækra- hverfanna. Rannsóknarstofa ríkisins hefir nú rétt nýlega stofnað sérstaka deild til þess að líta eftir og annast æsku- fólkið, sem afvega fer. í smábæ einum .í Nýja Eng (Framhald á 4. síðu) sagði ALICE T. HOBART: Yang og yin hvítt bindi. „í nótt fæddist alþýðustjórn í þessari borg,‘ hann. Allt ríkiö var í höndum byltingarmanna. Keisaraveldið hafði hrunið eins og maðksmoginn stofn fyrir hinum fyrsta andblæ nýja tímans. Munaður og hóglífi hafði sogið merginn úr valda- stéttum þjóðfélagsins. Lýðræðið fagnaði sigri.* Um vorið var læknishjónunum veitt orlof. í lok júnímánaðar voru þau ferðbúin. Hugur þeirra var nú allur heima í Ameríku. En i Kína var vorhugur. Húsin, þar sem hersveitir keisara- stjórnarinnar höfðu haft aðsetur, voru rifin til grunna, og í stað þeirra risu upp nýjar stjórnarbyggingar. í Peking, hinni for- boðnu borg, þar sem sonur himinsins hafði haft setur sitt, ríkti nú fyrsti forseti lýðveldis. Síðari hluti i. ER þetta Kína?“ „Hvernig spyrðu, Peter? Við höfum verið í Kína síðan i gær, að við stigum á land?“ svaraði Díana. Læknishjónin og börn þeirra stóðu í hvirfingu á brautarpöll- unum í járnbrautarstöðinni. Þau voru að bíða eftir lestinni, sem átti að flytja þau á gamalkunnar stöðvar. „Þú sagðir, að það væri fallegt í Kína, mamma?" sagði Peter iitli. „Bíddu við,“ sagði faðir hans. „Þú hefir lítið séð af Kina ennþá.“ „Nú kemur lestin,“ sagði Díana. „Ég tek Mei Mei. Við skulum flýta okkur — annars fáum við ekki nein sæti.“ Peter ruddi brautina gegnum mannþröngina. Hann var fullur eftirvæntingar. Tvö löng ár hafði hann dvalið í Ameríku, og nú var hann á leið heim — heim til starfs og átaka. Klukka glumdi, og lestin brunaði út yfir sléttuna, — hina írjóu og sviphýru jörð, þar sem hrísgrjónaekrurnar glóðu í síð- sumarsólskininu. Dagurinn leiö. Allt í einu og óvænt reis borgin yfir sléttuna. Miklar og háreistar byggingar bar við heiðgulan kvöldhimininn. í næstu andrá brunaði lestin inn í göng, sem grafin höfðu verið gegnum hin öldnu virki. Það dimmdi snöggvast, en svo rann lestin inn í járnbrautarstöðina. Læknisfólkið flýtti sér að tína saman farangur sinn og kom- ast út úr lestinni. Hér var mikil þröng fólks, en Peter olnbogaði sig gegnum mannhafið, og Diana kom á eftir með börnin. Burð- arkarlarnir flykktust að þeim, strax og þau komust út ’af hinu afgirta svæði. Serena og Peter litli ríghélcTu sér i pils móður sinnar., og Mei Mei, sem hafði sofið vært, vaknaði og brosti framan í veröldina. En nú birtist gustmikil kona. Það var Wang Ma, sem allt í einu skaut upp, og hún kunni lagið á þvi að hrekja hina nærgöng ulu burðarkarla brott. „Burt, þorpararnir ykkar! Haldið þið, að við þurfum að leita til ykkar?“ hrópaði hún. „Við eigum sjálf okkar burðarstóla." Og svo sveiflaði hún handleggjunum og greip bæði Serenu og Peter litla i fangið. „Blessuð börnin mín,“ umdi hún. En hún sleppti þeim samt jafnharðan aftur, því að nú kom hún auga á Mei Mei. Að litilli stundu liðinni voru allir setztir i burðarstóla sína. Wang Ma stjórnaði öllu. Mei Mei var hjá Díönu í einum stólnum, Peter litli kúrði í keltu föður sins og Wang Ma var sjálf með Serenu í aftasta stólnum. Það var orðið dimmt, þegar þau náðu heim. Kaupmennirnir stóðu í röðum fyrir framan búðir sínar, spenntu greipar uppi i víðum kyrtiiermunum og Ijneigðu sig djúpt. „Maðurinn með Búddha-hjartað er kominn aftur,“ sögðu þeir. Pólkið í trúboðsstöðinni kom einnig á vettvang. Wang skóari kóm aðvifandi í siðum kyi'tli, Mei Ing stóð álengdar — hún var hú orðin fjórtán ára. Gamall bóndi, sem Peter hafði eitt sinn læknað, kom og færði honum hænuunga. Wú kennari var einn- ig í hópnum. Ungfrú Dyer var kerrt eins og áður. „Það var gott, að þið komuð,“ sagði hún. „Diana verður að taka við skólanum strax í fyrramálið. Ég ætla að byrja biblíunámskeið úti í sveit. Það var aðeins kona Bergei-s, sem hvergi sást. Og til þess lágu gildar ástæður. Hún hafði verið lasburða og var nú í sumarbú- stöðunum uppi í fjöllunum. Það voru berklarnir, sem höfðu náð taki á henni. Þegar mestu fagnaðarlætin voru afstaðin, birtist Sen S Mó Hin svörtu, dularfullu augu hennar tindruðu, og um fallegan, mjúklegan munn hennar lék sælt bros. „Systir mín er komin aftur,“ sagði hún vlð Díönu. „Nú hefst nýr tími.“ Bak við Sen S Mó stóð ungur maður — Sen Ló Shí. Peter þekkti hann undir eins, þótt hann væri nú breyttur frá því sem áður var, þegar hann var meðal líka ættmenna sinna í búðinni nóttina hræðilegu. Yfirbragð hans var að vísu dapur- legt enn, en það vottaði hvergi fyrir örvæntingu i svip hans. „Það er sagt, að Fei I Sheng hafi ekki komið með neina hjúkr- unarkonu frá Ameríku,“ sagði Sen S Mó eftir fáein inngangs- orð. Hún var auðheyranlega á höttunum eftir hinni gömlu stöðu sinni. En þess var nú enginn kostur. Tímarnir höfðu breytzt. Nú voru stúdentar farnir að gefa sig fram til hjúkrunarstarfa. Peter létti því stórum, þegar Díana sagði: „Ef til vill vill systir mín hjálpa mér við stjórn skólans? Börnin krefjast síns tíma. Ég þarf á hjálp að halda, Sen S Mó.“ Sen S Mó kinkaði kolli til samþykkis. „Og þú Sen Ló Shí?“ „Ég vil stunda nám í drengjaskólanum," svaraði hann. Daginn eftir fóru Peter og Díana að skoða sig um i borginni. Hvarvetna blasti við stórbreyting. Mörgum gatnanna hafði verið Getum aígreitt nu þegar handsáðvélar „Nordland” fyrir grasfræ. handsáðvélar „Jalco” fyrir rófur. Samband ísl. samvinnufálaga Laxveiðijörð í Borgarfirði tll sölu. Einarsnes i Mýrasýslu fæst til kaups og ábúðar í næstu íardögum. Jörðin er ein hin mesta heyskapar- og lax- veiðijörð héraðsins. Áhöfn, verkfæri, bátar og veiðarfæri geta fylgt. Tilboð óskast fyrir fyrsta marz n. k. Nánari upplýsingar gefur eigandi jarðarinnar Sigurmon Simonarson, Sími um Brennistaði. Jörð til sölu Jörðin Gilsfjarðar-Brekka 1 Geiradalshreppi 1 Barða- !: strandarsýslu, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. !| Jörðin liggur í þjóðbraut, og er bílvegur heim. Tún og engjar að mestu véltæk. Tilboðum sé skilað fyrir 1. apríl 1947, til eiganda og á- búanda jarðarinnar Eysteins Eymundssonar, Gilsfjarðar-Brekku. Virðing Alþingis (Framhald af 2. síðu) að níðast á trúnaði kjósendanna í eiginhagsmunaskyni. Skyldur kjósandans. Mér hefir oft þótt of mikið aðgert, þegar menn hafa talað um Alþingi á verri veg. Það er rangt að láta alla eiga þar ó- skilið mál. Auk þess er ennþá ónefnt aðalatriði þessa máls. . Sé Alþingi illa skipað, þá er það vansæmd þjóðarinnar að hafa skipað það svo. Það væri æskilegt, að fólk talaði hóflegar og af meiri sann- girni um Alþingi, en fylgdi bet- ur eftir aðfinnslum sínum, þeg- ar tækifæri er til. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að þeir, sem eru drykkju- menn af ásetningi, beiti sér fyrir bindindi. Það er varla hægt að ætlast til þess, að sá, sem sjálfur er stórgróðamaður af kvikmynda- rekstri, heildverzlun eða húsa- braski, beiti sér fyrir lokun slíkra gróðaleiða. Það er ekki hægt að búast við því, að sá, sem freklega hefir notað þingmennsku sína sér til fjárhagslegs ávinnings, og eyk- ur svo kjörfylgi sitt, taki það sem bendingu um að bæta ráð sitt. Víst hafa kjósendurnir nokkra afsökun. Kosningafyrirkomulag okkar er nú þannig, að I mörg- um dæmum getur kjósandinn alls ekki vitað, hvers konar manni atkvæði hans kynni að fleyta inn á þing. í síðustu kosningum gátu t. d. kjóséndur Sjálfstæðisflokksins í, Barða- strandarsýslu og Seyðisfirði ekki vitað með fullrí vissu fyrirfram rvort þeir voru að kjósa Gísla Jónsson eða Lárus Jóhannes- son. Þó að báðir mennirnlr væru liklegir, var það þó fræði- legur möguleiki fyrirfram, að þeir féllu og kæmi ekki nema annar i uppbót. Nú mun Gísll Jónsson vera að fyrirferð nokkru meira en fullur helmingur bindindismanna í þingflokki Sjálfstæðismanna, svo að þetta skiptir nokkru með tilliti til á- fengismála. Ekkert getur verið áhrifa- meira til að venja menn af sið- íerðilegu persónumati á þing- mannsefni en uppbótarkerfið, þar sem kjósandinn getur aldrei vitað til fulls, hvaða mann hann er að kjósa. En hitt er þó jafnsatt þessu, að því aðeins eru mennirnir i kjöri og koma til greina sem uppbótarmenn, að við þeim hefir verið tekið i einhverju kjördæmi, og það er kjósend- anna sök. Kunni menn að meta lýðræð- ið og þingræðið, ættu þeir að líta á það sem þegnlega skyldu sína, að v|.ka yfir sæmd Alþingis. Það geta hinir einstöku kjósendur gert á öruggan og áhrifamik- inn hátt. með því að gera sið- ferðilegar kröfur til frambjóð- endeíina. Hitt er ómannlegt, að bölsótast yfir spillingu Alþing- is alla daga, en ganga svo ber- serksgang í kosningum til að framlengja þingsetu þeirra manna, er hættulegastir hafa verði heiðri og áliti Alþingis. Kalt á Dönum í dönskum blöðum er nú frá því sagt, að skólabörn sitji 1 kápum sínum i kennslustundum, vinna sé lögð niður í verksmiðj- um vegna kulda, o. s. frv. Veldur þessu vetrarríki og eldiviðar- skortur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.