Tíminn - 11.02.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.02.1947, Blaðsíða 1
 RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN Símai' 2á53 og 4373 PRENTSMIÖJAN EDDA h.f. f RITST JÓRASKRIFSTOFDR: EDDUHÚdl. Llndargötu 9 Á > Símar 2353 og 4373 ¦ AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AÚGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Sími 2323 31. árg. Reykjavík, laugardaginn 8. febr. 1947 27. blað ERLENT YFIRLIT: BANDARÍKIEVRÚPU TJLLAGA CHURCHILLS MÆTIR HARÐRI MGTSPYRNU Fyrir nokkru síðan var iskýrt frá því í útvarpsfréttum, að stofnuð hefði verið í London samtök manna, er vilja vinna að því, að komið verði upp Bandaríkjum Evrópu. Forseti þessara nýju samtaka var kjörinn Winston Churchills, en ritari þeirra var kjörinn Sandy, tengdasonur hans. Stofnendurnir voru ýms- ir áhrifaménn úr fiokki íhaldsmanna, Verkamannaflokknum og frjálslynda flokknum. Nokkru síðar var tilkynnt, að verkamanna- flokkurinn hefði bannað þingmönnum sínum að taka þátt í þessum samtökum. Verið að koma fyrir nýju vélunum í Flðabúið og mjólkurstöðina í Reykjavík „HltJÓSTlJRLÖNDIN FRÍÐ" OG MEISTARINW KJARVAL. Það er eðlilegt, að Winston Churchill sé forseti þessara riýju samtaka, þar sem hann er upp- hafsmaður þeírrar hugmyndar, sem hér um ræöir. Tillaga hans er sú, að öll Evrópuríkin, að Rússlandi og Bretlandi undan- CHURCHILL. < skildum, stofni með -sér mjög náið bandalag, Bandaríki Ev- rópu. Hann hefir ennfremur lát- ið svo ummælt, að eðlilegt væri, ERLENDAR FRETTIR Friðarsamningarnir við banda- menn Þjóðverja voru undirrit- aðir í París í gær. Fyrst voru imdirritaðir samningarnir við ítalíu, 'en siðan við Búlgaríu, Finnland, Rúmeníu og Ung- verjaland. ítalir mótmæltu samningunum áður en þeir .undirrituðu þá, Þingkosningar fóru fram i Sóvétríkjunum í fyrradag. í kjöri voru aðeins kommúnistar og utanflokkamenn. Þátttaka var mjög mikil. í Bretlandi var ekki unnið í gær í verksmiðjum, sem nota raforku. Stafaði þetta af kola- skortinym, sem samgönguvand- ræðin hafa valdið. Raforka til heimilisnota hefir enn verið takmörkuð. Fannkoma og kuld- arlialda enn áfram í Bretlandi og eru horfur taldar hinar í- skyggilegustu, ef slíku heldur á- fram. Óaldarflokkur Gyðinga I Palestínu hefir boðað aukinn Ækæruhernað gegn Bretum og heitið á liðsinni allra Gyðinga. Formaður demdkrataflokksins í fi^ndaríkjunum hefir lýst yfir því, að Trumann verði forsetar efni flokksins í næstu kosning- um. Marshall hefir sagtí.blaða- viðtali, að Bandaríkin muni ekki draga úr hernaðarmætti sínum fyrr en alþjóðlegt öryggi hafi verið tryggt. Hann sagði ennfremur, að ekki væri tíma- bært að ræða um afvopnun fyrr en gengið hefði verið frá friðar- samningunum til fullnustu. Fleiri útlendingar sóttu um landvistarleyfi i Bandaríkjunum á slðastl. ári en nokkuru sinni áður. Taliö er, að 12 milj. ítala myndu flytja þangað og ein milj. Grikkja, ef þeir fengju landvistarleyfl. að Þjóðverjar og Frakkar verði forustuþjóðir þessara ríkjasam- taka, og það sé eitt frumskil- yrði þeirra, að þessar tvær þjóð- ir sættist heilum sáttum. í ræð- um sínum hefir Churchill ekki farið dult með þá skoðun, að eitt hlutverk þessa nýja banda- lags sé að standa vörð um vest- ræna stjórnarhætti og menn- ingu gegn hinu austræna stjórnarfari, sem sé gegnsýrt af kommúnisma. Meðal kunnra áhrifamanna, sem hafa lýst sig meðmælta hugmyndinni um Bandariki- Ev- rópu er Smuts hershöfðingi, for- sætisráðherra Suður-Afríku. Hinir eru þó miklu fleiri, sem hafa tekið tillögu Churchills mjög fálega eða andmælt henni. Yfirleitt virðist hún eiga litlu fylgi að fagna í þeim löndum, sem hún snertir mest, nem'a ef vera kynni í Þýzkalandi. ÞjóÖ- irnar, sem Þjóðverjar hafa und- irokað, telja hana aðeins við- leitni til að endurreisa yfir- drottnun Þýzkalands, er brátt myndi verða sterkasta ríkið 1 þéssum samtökum. Þá er og al'- mennt óttast, að slík ríkjasam- steypa yrði frekar til að efla tortryggni og ófriðarhug en það gagnstæða. Sá, sem hefir ritað einna skarplegast gegn þessari hug- mynd ChurchiUs, er Wallace, fyrrum varafórseti Bandaríkj- ánna og hefír ein af þessum greinum hans birzt nýlega i út- breiddasta blaði .enskra sam- vinnumanna „Reynolds News." Wallace leiðir þar rök. að því, að þessi tillaga virðist einn þátt- ur í styrjaldarfyrirætlunum Churchills gegn Sovétríkjunum. Churchill hafi fyrst sett fram hugmyndina um hernaðar- bandalag Breta og Bandaríkja- manna í Fultqnræðu sinni i marz í fyrra, og síðar hafi hann komið með hugmyndina um Bandaríki Evrópu. Fyrirætl- un hans sé bersýnilega sú, að Frakkar, Þjóðverjar og aðrar meginlandsþjóðir Evrópu eigi að leggja fram mannaflann í væntanlegum átökum við Sovét- ríkin, en Bandaríkin og Bret- land, sem verði i sérbandalagi, eiga að leggja til hergögnin og atómsprengjurnar. - Niðurstaöa Wallace er sú, að ekki sé hægt að leysa hin alþjóðlegu vanda- mál og skapa varanlegan frið með stofnun fleiri eða færri ríkjasamtaka. Mál þess verði að leysa með alþjóðlegu samkomu- lagi. Markið sé að skapa einn heim og allsherjarfrið, en stefna Churchills leiði til þess að skapa tvo heima og styrjöld. Þess vegna megi menn ekki ganga til liðs víð stefnu Churchills, þótt þeim mislíki margt við stefnu Rússa, eins og hún sé um þessar mund- ir. Henni verði sízt breytt til bóta með aðgerðum, sem auki á tortryggni og.viðsjár. Frjálslyndir Ameríkumenn hafa yfirleitt tekið svipaða af- stöðu og Wallace. Sennilega er afstaða brezka verkamanna- flokksins nokkuð svipuð, þar sem hann hefir bannað þing- mönnum sínum að vera í áður- nefndum samtökum. Meðal þekktra stjórnmála- manna á Norðurlöndum, er rætt (Framhald á 4. síöu) °Ryrjað að nota nýja gerilsneyoingarvél, sem setí var til bráðahirgoa í gömlu mjjólkur- • stöoina. Viðtal vio' Árna licnediktsson, forstjjóra mjólkursamsölunnar. Danskir sérfræðingar eru komnir hingað til lands til þess að setja saman hinar nýju vélar, sem verið hafa að koma í mjólk- urstöðina í Reykjavík og mjólkurbú Flóamanna síðustu mánuði. Þegar því verki er lokið, verða þessar tvær stofnanir að öllu leyti búnar nýjum vélakosti. Eru vonir til, að nýja mjólkurstöðin geti tekið til starfa í sumar eða haust, þótt enn séu að vísu ó- komnar til landsins sumar þeirra véla og vélahluta, sem til hennar þarf. Jóhannes S. Kjarval opnaði um helgina málverkasýningu í Listamanna- skálanum. Eru nú Hðin tvö ár síðan hann hefir efnt til sýriingar. Mun þessa atburðar hafa verið beáið af mikilli cftirvæntingu af öllum, sem fegurð unna og grun höfðu um, hvað í vændum var. — A sýningunni eru f jörutiu málverk og 16' teikningar. Flestar eru myndir þcssar úr hraun- um landsins — Þingvallahrauni, nágrenni Beykjavíkur, Norðurárdal, af Snæfellsnesi. Það eru „hrjósturlöndin fríð", sem hér birtast, eins og þau hafa opinberazt skyggnu auga listamannsins. Um 900 manns munu hafa sótt sýninguna á sunnudaginn og einnig miklll fjöldi fólks í gær. Þótt ekki þurfi því að hvetja f'ólk til þess að sækja sýninguna, vill Tíminn eindregið ráðleggja bæjarbúum og ferðafólki, sem hingað kann að koma meðan sýningin stendurf að verja stuttri stund til þess að njóta'hinnar glæstu listar Kjarváis. — Myndin hér að ofan ér tekin í nágrenni Reykja- Víkur. Meistarinn ér þar að' festa sýnir sínar á léreftiff. Sjö manns slasast viö arekst- ur á Suðurlandsbraut Bílstjóriun li$$^ur enn í öugviti. Á sunnudagskvöldið, varð bifreiðaslys á Suðurlandsbraut. Tvær tnfreiðar rákust á. Sjö menn slösuðust meira eða minna við á- reksturinn, þar af sex stúlkur, og annar bifreiðarstjórinn mjög hættulega. Var hann ekki enn, kominn til meðvitundar í gær- kvöldi. Slysið vildi tii með þeim hætti, að fólksbifrefðin R 2265 ók aust- ur Suðurlandsbraut. í bifreið- inni voru, auk bifreiðarstjórans, Sigurðar Jónssonar, sex stúlkur, sem vinna í elliheimilinu Grund í Reykjavík. Þegar fólksbifreið- in var komin á móts. við Grens- ásveg, ók hún íram á flutninga- bifreið, sem dregin var af ann- arri. Skipti það engum togum, Eldleiftur sjást úr Mývatnssveit I»ó ekki líkur til þess ao' eldiir sé uppi. Síðastliðið laugardagskvöld sáust leiftur mikil í suðri frá bæjum í Mývatnssveit. Átti tið- indamaður Tímans í gær tal við séra Magniis Má Lárusson á Skútustöðum. Kvað hann leift- ur þessi hafa sézt við og við hátt á þriðja klukkutíma. Var þá sunnanátt, talsverð gola, en himininn heiður þar nyrðra. Ekki telur þó séra Magnús Már, að þessi leiftur hafi stafa'ö frá eldgosi, heldur hafi einung- is verið um eldingar og snæljós að ræða. Sé ekki fátítt, að slikra fyrirbæra verði vart. Á sunnudagsmorguninn var að fólksbifreiðin lenti undir pall aftari bifreiðarinnar og kastaðist út í skurð. Bifreiðin valt þó ekki u'm koll, en við 'á- reksturinn slösuðust allir, sem í henni voru, enda var höggið, sem hún hlaut við áreksturinn, þungt og mikjð. Lagðist mæla- borðið alveg aftur í fremra sæt- íð og sat bifreiðastjórinn þar fastur. Varð honum ekki náð burtu, fyrr en vélarhús bifreið- arinnar hafði verið losað frá. Var hann þá meðvitundarlaus. Var hann ekki enn kominn til meðvitundar í gærkvöldi. Stúlkurnar meiddust allar, en misjafnlega mikið. Ein þeirra fékk snert af heilahristingi, og allar skárust þær, bæði á höfði og annars staðar. Meiðsli engrar þeirra eru þó talin mjög alvar- leg. Fer hér á, eftir frásögn Árna Benediktssonar, forstjóra Mjólk- ursamsölunnar, er fréttamaður Timans átti tal við í gær. Vélarnar koma hveraf annarri. — Það er verið að endumýja allan vélakost Flóabúsins og mjólkurstöðvarinnar héi-na, — sagði Árni. Vélar hafa verið að koma smám saman i haust og i vetur og er nú allt komið til Flöabúsins. .Megnið af vélum mjólkurstöðvarinnar er einnig komið, en þó vantar enn ýmis- legt, þar á meðal stærstu vélina — flösku-uppþvotta- og.áfyll- ingarvél. En við vonum, að hún komi í' vetur eða vor, og svo og aðrar vélar og vélahlutar, sem enn vanta. Danskir sérfræðingar ganga frá vélunum, sem komnar eru. Þrír danskir sérfræðingar, einn verkfræðingur og tveir aðstoðarmenn hans, eru komnir hingað til lands til þess að koma vélunum þar fyrir, sem þær eiga að verða, og ganga frá þeim. Settu þeir fyrst niður nýja ger- ilsneyðingarvél í gömlu mjólkur stöðina, er verður notuð þar til bráðabirgða, þar til nýja stöð- in getur tekið til starfa. Var byrjað að nota þessa nýju .gerilsneyðingarvél á laugardag- inn var. Áður voru i gömlu mjólkurstöðinni tvær ger- ilsneyðingarvélar, sem orðnar eru mjög slitnar. Þær hafa nú lokið hlutverki sínu. Fara austur að Selfossi í vikunni. Þessir dönsku menn fara aust- ur í mjólkurbú Flóamanna núna í vikunni til þess að setja saman hinar nýju vélar þess. Eíns og ég tók fram áðan verður allur vélakostur Flóabúsins endur- nýjaöur, og er allt komið, sem til þarf. veður skírt og jöklasýn frá Skútustöðum. Sást hvergi votta fyrir mekki yfir Vatnajökli. í gær var flogið yfir Kverk- fjöll og Grímsvötn. í þeirri för voru nokkrir kunnir náttúru- fræðingar, sem fýsti að svlpast að eldsummerkjum þarna á há- lendinu. Veður var gott og skyggni ágætt. Hvergi sáust nein merki um eldsumbrot, ekk- ert öskufall né nein merki um- brota. Árni Benediktsson. Það er vitanlega mikil vinna að ganga frá svo miklum véla- kosti, sem hér er um að ræða, en innan m'jög skamms tíma munu þó bændur á Suðurlandi sjá mjólkurbú sitt búið hinum nýjustu og fullkomnustu vélum, sem nú eru fáanlegar. Mjólkurstöðin í Reykjavík von- andi tilbúin í sumar eða haust. Þegar búið verður að ganga frá vélunum eystra, mun verða byrjað að koma fyrir vélakosti mjólkurstöðvarinnar nýju. Eru (Framhald á 4. slðu) Kosið í stjórn síldar- verksmiðjanna Kosning fimm manna i stjórn síldarverksmiðja ríkisins og jafn margra varamanna, allra til þriggja ára, fór fram á fundi í sameinuðu þingi. Aðalmenn voru kjörnir Ey- steinn Jónsson ráðherra, Er- lendur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri á Siglufirði, Þór- oddur Guðmundsson á Siglu- firði, Sveinn Benediktsson fram- kvæmdastjóri og Júlíus Hav- steen sýslumaður. Varamenn voru kjörnir Jón Kjartansson, skrifstofustjóri á Siglufirði, Finnur Jónsson al- þingismaður, Haraldur Guð- mundsson, skipstjóri á ísafirði, Jón Þórðarson, framkvæmda- stjóri á Siglufirði og Elías Þor- steinsson, útgerðarm. í Kefla- -vik. — Stjórnin^kýs sér sjálf formann. Glæsileg samkoma Framsóknarmanna í Reykjavík RálSkerrar Framsókn- arflokksins hylltir. Framsóknarfélögin í Reykj a- vík boðuðu til skemmtisam- komu í samkomusal Mjólkur- stöðvarinnar síðastliðið föstu- dagskvöld. Þátttakendur voru svo margir sem húsrúm frekast leyfði, og var þó ekki nema vika liðin frá síðustu skemmti- samkomu Fram^sóknarmanna. Byrjað var með þvi að spila fhina einkar vinsælu Framsókn- larvisí. Að henni lokinni fluttu ' ráöherrarnir Eysteinn Jónsf/on jog BJarni Ásgeirsson snjallar 'ræðu/:. Var þeim forkunnar vel tekið og nokkru seinna voru I þeir hylltir af öllum samkomu- gestujn með miklum fögnuði. Þátttakendur samkomunnar skemmtu sér hið bezta fram til klukkan þrjú um nóttina við söng, s'pil, samræöur og dans. Allur blær samkomunnar var með sérstökum agætum. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.