Tíminn - 12.02.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.02.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: jj ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON \ \ ÚTGEFANDI: ? PRAMSÓKNARFLOKKURINN ) Simar 2353 og 4373 í PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A ( Símur 2353 Og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA > OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: \ EDDUHÚSI, Lindargötu 9A Simi 2323 ¦ - ¦ 31. árg. Reykjavík, íniðvikudaginn 12. febr. 1947 29. blað ERLENT YFIRLIT/ Hrökklast Franco frá völdum? Líklegt að konungsstjórnin verði endurreist Fyrir skömmu var skýrt frá því í útvarpsfréttum, að hin spánska útlagastjórn, sem jafnaðarmaðurinn Giral veitti for- stöðu, hefði beðizt lausnar, og nokkru síðar var sagt frá því, að ný stjórn hefði verið mynduð undir forustu annars af leiðtog- um jafnaðarmanna. Líklegt er, að sú stjórn hafi verið' mynduð á breiðara grundvelli. í stjórn Girals voru engir fuiltrúar frá kom- múnistum né róttækari armi jafnaðarmanna, sem nýtur for- ustu Negrins fyrrv. forsætisráðherra. Að öðru leyti var hún skip- i<ð fulitrúum allra lýðveldisflokkanna. Þótt hin nýja útlagastjórn kunni að vera mynduð á breið- ara grundvelli en hin fyrri, eru ekki mikil líkindi til þess, að hún ráði miklu um framtíð Spánar. Bæði er það, að lýð- veldissinnar, sem standa' aö stjórninni, eru næsta. sundur- FRANCO. þykkir, og mótstöðuhreyfing þeirra á Spáni er lítils megn- ug. Lögreglan á Spáni er mjög íjölmenn og Franco-stjórnin hefir hana alveg á valdi sínu. Sama máli gegnir um herinn. Hermennirnir oglögreglumenn- irnir eru tiltölulega bezt laun- uðu stéttirnar á Spáni og njóta ýmsra forréttinda. Meöan Franco hefir þessa aðila að bak- hjalli, þarf hann ekki að óttast uppreist alþýðunnar. þótt heitt kunni að vera þar undir niðri. Það er af þessum ástæðum, sem andstæðingar Franco- stjórnarinnar hafa lagt traust sitt á sameinuðu þjóðirnar. Á íundi sameinuðu þjóðanna i vetur kom sú tillaga fram, að þær slitu bæði stjórnmála- og viðskipta/sambandi við Spán meðan Franco-stjórnin færi meö yöld. Sú tillaga var yfirleitt studd af þeim þjóðum, sem Þjóð- verjar höfðu kú^að á stríðsár- unum, því að þær líta á Fran- co-stjörnina sem einn anga naz- ismans. T. d. voru Norðmenn mjög skeleggir talsmenn þess- ara tillagna. Hvorug þeirra var þó samþykkt, en hins vegar á- kveðið, að sameinuðu þjóðirnar skyldu kveðja heim sendiherra sina frá Spáni. Slíkt var Franco mikill ógreiði, og er ólíklegt, að hann geti gert nokkra samninga við sameinuðu þjóðirnar meðan ERLENDAR FRETTIR Frosthórkur og fannkomur halda áfram í Vestur-Evrópu. í fyrrinótt varð meira frost í Bretlandi en nokkurti sinni áð- ur, og er þetta talinn kaldasti vetur þar í 50 ár. Verksmiðjur, sem nota raforku, hafa lokað, og eldsneyti til ^heimilisnota sparað eins og frekast er hægt. í Þýzkalarkii eril kuldai^nir mjög miklir og eins á Norðurlöndum. Siglingar mega heita * stöðvaðar um Eyrarsund og Helsingjabotn er byrjað að leggja. Nær 80 manns fórust í Berlin á laugardaginn, er eldur koœ upp á skemmtistað. svo háttar. Hann hefir þó mikla þörf fyrir' ýmsa aðstoð þeixra, t. d. lánveitingar, þar sem Spán- verja skortir mjög erlendan gjaldeyri. Bretar og Bandaríkjamenn áttu mestan þátt í því, að ekki var lagt viðskiptabann á Spán. Rök þeirra voru m. a. þau, að slíkt myndi verða mjög þung- bært fyrir spönsku þjóðina, þvi að Franco myndi heldur reyna að svelta hana en að láta undan. Jafn víðtæk erlend íhlutun gæti líka fremur styrkt hann í sessi en það gagnstæða. Andstæðing- ar'Breta og Bandaríkjamanna héldu því hins vegar fram, að þessi afstaða þeirra byggðist á því, að þeir óttuðust að kom- múnistar kæmust til valda á Spáni, ef algert öngþveiti og hungursneyð yrði í landinu. Það vakti athygli á þingi sam- einuðu þjóðanna, að arabisku þjóðirnar og nokkur Suður- Amerikuríki virtust vinsamleg í garð Franco. Afstaða Suður- Amerikumanna var skýrð með því, að þeir teldu Spánverja frændur sína og vildu því sýna þeim vissa tilhliðrunarsemi. Hins vegar var afstaða Araba- þjóðanna skýrð þannig, að Franco ætti í samningum við þær um framtíð Marpkkó og hefði jafnvel heitið þeim að gera Marokkó að sjálfstæðu ríki. Nýtt ríki myndi þá bætast i hóp Arabaríkjanna og myndi það styrkja aðstööu þeirra út á við. . Þótt Franco þurfi ekki fyrst um sinn að óttast uppreist lýð- veldissinna né róttæk aískiptl sameinuðu' þjóðanna, er hann þó langt frá þvi traust,ur í sessi. Hann á aðra andstæðinga, sem eru voldugri á Spáni og eiga ítök bæði í hernum og lögregl- unni, sem eru sterkustu stoðir hans. Það eru konungssinnar. Siðustu misserin hafa kirkjan, aðallinn og ýmsir auðmenn snú- ist til fylgis við þá, því að þessir aðilar þykjast sjá fyrir endanh á stjórn Franco og vilja því undirbúa þá stjórn, sem geti orðið þeim næst skapi. Franco er þetta vel kunnugt og hann hefir því ýmist gert að reyna að semja við hirnn útlæga ríkis- arfa, Don Juan, eða að víkja fylgismönnum hans í útlegð, t. d. Aronda hersh/ifðingja. Talið er, að Franco hafi boðið Don Juan kórónuna, ef hann fengi að halda einræðisvöldum sínum á- fram. Don Juan er hins vegar talinn hafa set't það skilyrði, að Franco hætti öllurri afskiptum af stjórnmálum. Seinustu fregnir, frá Spáni herma, að ástandið i fjármálum versr.i þar óðfluga. Því er ekki að neita, að Franco hefir látið gera ýmsar merkilegar verkleg- ar framkvæmdir og hann hefir komið á meiri ró og reglu en lengi hefir verið á Spáni. En dýrtíðin hefir farið ört vaxandi síðan stríðinu lauk og gjaldeyr- isskorturinn er mikill. Kjör al- mennings versna óðum og munu halda áfram að gera það, nema þjóðinni berist erlend >' hjálp. Hana fær hún tæyast meðan (Framhdld & 4. aíðu) „Hvassafeir er óskaskip dreifbýlisins .SK1E> MITT ER KOMIÐ AÐ LAMH íi Á þessari mynd sést Hvassafell liggja við bryggju á Reyðarfirði, nýkomið úr fyrstu för sinni. — „Skip mitt er , komið að landi," hefði margur mátt segja. Skagastrandarbréf: Aðeins einn línubátur sækir sjó f rá Skagaströnd Ti'm grænka ©g brumluiappar gægjast upp í miðjum janúarniánuði. Janúarmánuður síðastliðinn var mildasti janúarmánuður, sem komið hefir í Reykjavík síðan farið var að gera veðurathuganir. En svipaða sögu er að segja víðar af landinu. Norður á Skaga- strönd grænkuðu tún og brumhpappar gægðust fram í görðum, segir í bréfi frá fréttaritara blaðsins þar. " Furðuleg vetrartíð. Tíðarfar I janúarmánuði var einstaklega gott, svo að gersam- lega brýtur i bága viö hugmynd- ir manna um vetrartíð á íslandi norðanverðu. Oftast frostlaust, frekar úrkomulítió, en dálítið stormasanit af suðri. Tún hafa jafnvel grænkað og brumknapp- ar gægzt fram i görðum. Sjór ekki stundaður. Sjósókn er hér sáralítil, aðeins einn línubátur, sem enn hefir gengið héðin, og róðrar tiltölu- lega fáir. Aíli mun þó að likind- um í meðallagi, væri sjór stund- aður að ráði. Er hér mikilla breytinga þörf, ef byggð á að þróast hér ogaf- koma íólksins að bygjast á líf- vænlegri undirstöðu. Verður ó- Frumvarp um olíu- einkasölu lagt fram í gær var lagt fram í efri deild frumvarp um einkasölu ríkisins á olíu. Flutningsmenn eru þeir Hannibal Valdimarsson og Páll Zóphóníasson. ítarleg greinargerð fylgir frv. Nánar verður sagt frá þessu* máli siðar. hjákvæmilega aö hefja aðgeröir um útgerð, ef nýbygging stað- arins á ekki að mótast á sandi., Verið^að ljúka smfði síldar- ' verksmiðjunnar. Unnið hefir verið að byggingu íbúðarhúsa í mánuðinum, og steypuvinna l'ramkvæmd sem að vorlagi. Sex íbúðarhús eru nú hér í smíðum, þar af eitt sænskt, er reist er á vegum ný- (Framhald á 4. stóu) Ólafur Jóhannesson settur lagapróf essor Ólafur Jóhannesson lögfrséð- ingur hefir verið settur prófess- or við lagadeild háskólans í stáð Gunnars Thoroddsen, sem leyst- ur var frá starfinu, um sinn, Guðmundur Stefáns- son á Vopnaf irði látinn Guðmundur Stefánsson, sím- stjóri og póstafgreiðslumaður á Vopnafirði, andaðist 7. febrúar s.l. Mun hann hafa orði'ð bráð- kvaddur. Guðmundur var kominn fast að fimmtugu, fæddur 19. mai 1897. Verður þessa mæta manns minnzt síðar hér í blaðinu. Samninganefndir sendar til Bretlands og Rússlands í dag leggja sendinefndir af stað (til Bretlands og Rússlands á vegum ríkisstjórnarinnar til þess að hefja umleitanir um viöskiptasamninga. í nefndinni, sem semja á við Breta, eru Magn'ús Sigurðsson bankastjóri, sem er formaður hennar, Sigursteinn Magnússon framkvæmdastjóri, Lúðvik Jós- efsson alþingismaður og Richard Thors forstjóri. Ráðunautur nefndarinnar um hraðfrystan fisk er Finnbogi Guðmundsson útgerðarmaður. Ritari nefndar- innar er Helgi ÞórariHsson fram- kvæmdastjóri. í Rússlandsnefndinni eru Pétur Benediktsson sendiherra, sem er formaður heniiar, Helgi Pétursson framkvæmdastjóri, Erlendur Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri, Ársæll Sigurðs- son framkvæmdastjóri og Björn Ólafsson, fyrrverandi ráðherra. — Ráðunatitur nefndarinnar um hráðfrystan fisk er Sveinn Jóns- son útgerðarmaður. Komu þess hvarvetna faguað. Vi'ft'íal við Sverri Þór stýrimanu. Hvassafell, skip Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, er statt hér í Reykjavík um þessár mundir. Kom skipið hingað síð- astliðinn sunnudag úr för sinni til Hull og Rotterdam. Síðah það kom hefir fjöldi fólks gengið niður á bryggju til að skoða þetta stærsta og fullkomnasta skip íslenzka flotans. þótt þetta sé í annað sinn, sem það kemur til Reykjavíkur. Tíðindamaður blaðsins hitti S.verri Þór stýri- mann í gær um borð i Hv.tssu- felli og átti við hann tal. Skip, sem boðar betri tíma. Hvassafell vekur hvarvetna athygli, þar sem það kemur, .og á minni höfnunum úti á landi er koma þess sérstæður og gleði- legur viðburður. Þar boðar þetta skip "stórfellda breytingu og framför. Með því er rofin ein- angrun kauptúna og kaupstaða landsins og þeim gert unnt að skipta beint við útlönd. Nú gefst þeim með aðstoð sam- vinnufélaganna í fyrsta sinn kostur á að fá eitthvað af nauð- synjum sínum, án þess þeim þurfi að umskipa í Reykjavík. Vel að skipverjum búið. Þegar tíðindamaður blaðsins kom um borð í Hvassafell í gær, sátu skipverjar við kaffiborðið þegar hann var kosinn borgar- stjótó í Reykjavík. Ólafur Jóhannesson er 33 ára gamall, ættaður úr Fljótum. — Hann lauk stúdentsprófi i menntaskólanum á Akureyri ár- (Framháld á 4. siðu) Samvinnunni breytt Haukur Snorrason tek- ur v i'o' ritstjjórn liennar Samvinnan, timarit Sambands islenzkra samvinnufélaga, er farin að koma út í nýjum bún- ingi. .Jónas Jónsson hefir látið ai' ritstjórn hennar, en við henni tekið Haukur Snorrason rit- stjóri Dags á Akureyri. Stjórn S.Í.S. hafði hugsað sér að stækka Samvinnuna til muna nú með nýja árinu. En af því gat þó ekki orðið vegna þess, að ekki hafði tekizt að útvega næg- an pappír í tæka tíð- og fleiri annmarka, sem þó er von til að ráðizt fram úr bráðlega. Efni Samvinnunnar er nú miklu fjölbreyttara en áður og ritið prýtt mörgum stórum og glæsilegum myndum, íslenzkum og erlendum. Þá hefir umbroti og efnisskipan blaðsins verið breytt i það horf sem gerist um nýtízku tímarit. Samvinnumenn' í landinu munu fagna þessari nýbreytni áð verðleikum. í bjartri og rúmgóöri borðstofu. En allur búnaður Hvassafells er samkvæmt ströngustu 'kröfum um þægindi áhöfninni til handa, enda er það mikils vir'ði, a'ð skipverjar eigi kost á vistlegum ibúðum á sjónum, svo að þeir geti unað lífinu þar sem á sínu öðru heimili. íslenzkir sjómenn eru nógu lengi búnir að búa við ófullkomin o'g heilsuspillandi vistarverur á sjónum, og'er ekki vanþörf á að þar fari að feeyt- ast til batnaðar. Fer vel á því, að samvinnuhreyfingin skulí búa svo vel að liðsmönnum sín- um á sjónum, það er hennar stefna að bæta lífskjör fólksins, hvort sem það vinnur störf sin á sjó eða landi. Borðstofan, sem komið er inn í, gæti alveg eins verið á heimili einhvers skipverjans. Skipshöfn- in er aðallega ungir menn, að minnzta kosti þeir þeirra, sem voru við kaffiborðið í gær. Það er glatt á hjalla meðan kafii'ð er drukkið. Fyrir borðsendanum situr Sverrir Þór stýrimaður og talar ítölsku, ensku og íslenzku á vixl. En svo er mál með vexti, að' einn af áhöfninni er ítali, hann er eftirlitsmaður með skip - inu frá skipasmíðastöðinni, og verður á því fyrstu sex mánuð- ina. Nú er hann á förum. Hann kann ekki íslenzku, en talar enksu.með ítölskum hreim. ítal- (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.