Tíminn - 12.02.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.02.1947, Blaðsíða 2
2 TÍmrVN. inigvUk»dagÍnn 12. fehr. 1947 29. blað Halldór Krisljánsson: A5 skilja er að fyrirgefa Miðv.dayur 12. febr. Skipan framkvæmda í málefnasamningi hinnar nýju ríkisstjórnar er því heitið, að framkvæmdir í landinu skuli gerðar eftir fyrirfram saminni áætlun, „svo að vinnuafl og fjár- magn hagnýtist þannig, að sem mest not verði að.“ Áætlunin skal byggð á því, að framleiðslu- starfsemin fái nægilegt vinnuafl og fjármagn og nauðsynlegar atvinnuframkvæmdir og íbúða- byggingar gangi fyrir öðrum framkvæmdum. Skipað skal sér- stakt fjárhagsráð, er semji áætl- un þessa og annist framkvæmd hennar. Það er sérstök ástæða fyrir Framsóknarmenn að fagna þessu fyrirheiti stjórnarsáttmál- ans. Meira en fjögur ár eru liðin síðan Framsóknarmenn fluttu þá tillögu á Alþingi, að slíkri skipan yrði komið á fjárhags- og atvinnumálin. í nóvembermán- uði 1942 fluttu nokkrir þing- menn Framsóknarfl. þál.till. þess efnis, að sérstakri nefnd yrði falið, „að gera áætlanir og tillögur um framkvæmdir í land- inu, þegar stríðinu lýkur og her- inn hverfur á brott.“ í grein- argerðinni var sýnt fram á, að fastri skipan þyrfti að koma á þessi mál, og nefnd nokkur þau verkefni, sem ættu að hafa for- gangsrétt, eins og t. d. efling sj ávarútvegsins, ræktun lands- ins og rafvirkjanir. Þótt þingið tæki tillögunni heldur dauflega, fékkst hún þó samþykkt og nefndin var skipuð. Starf henn- ar var komið nokkuð á veg, þeg- ar stjórn Ólafs Thors kom til sögunnar og þóttist, sérstaklega ætla að vinna að þessum málum. Nýbyggingarráð var sett á fót og því falið að semja slíka áætl- un. Efndirnar urðu eins og vænta-mátti. Áætlun Nýbygg- ingarráðs hefir enn ekki séð dagsins ljós, og aldrei hefir ver- ið meira handahóf og skipu- lagsleysi í þessum málum en tvö seinustii árin. Þjóðinni hefir vissulega orðið það dýrt, að stefna Framsókn- arflokksins hefir ekki fengið að ráða i þessum málum. Tvö sein- ustu árin hefir verið byggt ótrú- lega mikið af lúxushúsum og sumarbústöðum, en nauðsynleg- ar ibúðabyggingar, fiskiðj uver,' hafnargerðir, ræktun landsins, rafvirkjanir og aðrar nauðsynja framkvæmdir hafa orðið horn- reka. Hvers konar braskstarf- semi hefir eflzt óðfluga og dreg- ið til sín fjármagn og vinnuafl frá framleiðslunni. Ofþenslan, sem hefir átt sér stað í þessum efnum, er ein meginorsök hinn- ar sívaxandi verðbólgu. Öng- þveitinu, sem þetta ástand hefir skapað ,er mjög skilmerkilega , lýst í hagfræöingaálitinu. Þess ber nú að vænta, að til- koma hinnar nýju stjórnar marki þáttaskipti í þessum efn- um. Þjóðinni er fátt nauðsyn- legra en að stjórninni auðnist að koma þeirri skipan á þessi mál, sem heitið er í málefna- samningi hennar. Framsóknar- menn munu gera sitt til þess, að stjórninni heppnist það hlutverk Á að blekkja þjóðina? Mbl. þykist enn vera hneyksl- að yfir því, að Tímínn skuli hafa notað tækifærið, þegar nýja stjórnin kom til valda, til að lýsa ástairdinu í fjárhags- og at- vinnumálunum. Mbl. segir, að Lítið kvæði vekur mikla athygli. Fyrirbæn mín í jólablaði Tímans hefir orðið íhaldinu hneykslunarhella. Morgunblaðið birti um hana tvær ritgerðir, aðra 9. janúar og hina 31. janúar og var það forýstugrein blaðsins þann dag. Og nú kemur Ófeigur með rit- gerð um þetta litla kvæði. Þar sem þessi rit gera fremur lítið að því, að ræða skáldskap, er þetta dálítið sérstaftt. Ég hygg að á síöasta ári hafi ekki neitt einstakt kvæði vakið jafn- mikla eftirtekt þessara blaða. Nú hittist þannig á, að á- byrgðarmaður Mbl. er formaður Menntamálaráðs, en ritstjóri Ófeigs skipaði þann sess áður, sem frægt er orðið. Ókunnugir kynnu því að ætla, að það hefði verið einhver sérstök ástæða til að fjölyrða um þennan kvið- ling minn. Mislétt um málið. Undanfarna mánuði hefi ég stundum lágt spurningar fyrir Mbl. Ég hefi lika boðið því rök- ræður um sérstök atriöi, sem máli skipta, með þeim árangri, að ég held að því sé verst af öllu við rökræður næst hag- fræðingaálitinu, sem líka eru rök. Ritstjóri Ófeigs sagði í riti sínu í sumar að ég hefði ein- hverntíma skrifað mikil ósann- indi um Þingeyinga. Ég lýsti þetta muni spilla sambúðinni á stjórnarheimilinu og mun það byggja þá skoðun á því, að tveir stjórnarflokkarnir eiga þátt i því, hvernig komið er, Það síð- ara er rétt, en hins vegar ætti það síður en svo að spilla sam- búð stjórnarflokkanna, þótt þeir gerðu sér rétta grein fyrir á- standinu. Þvert á móti ætti það að hvetja þá til samheldni, þar sem ekki verður sigrast á hinum miklu erfiðleikum, nema þjóðin standi vel saman. Hitt er lík- legra til að viðhalda deilum ílokkanna, ef þeir telja sér ranglega trú um, að allt sé í bezta lagi og engin þörf sé fyrir samstarf og samheldni. Mbl. er þvi hvorki að gera stjórnar- flokkunum né þjóðinni gagn, þegar það er ranglega að gylla framtíðarhorfurnar. Mbl. segir, að önnur sé af- staða Ólafs Thors en Tímans til stjórnarinnar, því að Ólafur hafi notað fyrsta tækifæri til að bjóða hana velkomna. Mbl. hefði gert Ólafi mestan greið- ann, ef það hefði ekki minnzt á þetta, því að Ólafur tróð sér ekki að hljóðnemanum til þess fyrst og fremst að bjóð*. stjórnina velkomna, heldur til að afsaka óstjórnina, sem var að kveðja, og ^ylla fyrir mönnum, hve bjart? væri framundan. Ham- ingjuósk Ólafs Thors var aðeins yfirskyn til þess að geta komið afsökun sökudólgsins á fram- færi. Hinni nýju stjórn er áreiðan- lega ekki meiri ógreiði gerður en að haldið sé áfram að blekkja þjóðina með gyllingum og skrumi og leyna fyrir henni, hvernig komið sé. Þjóðviljinn ástundar það líka dyggilega. Hann veit, að það er leiðin til að draga úr þegnskap og ábyrgð- artilfinningu þjóðarinnar. Mbl. má ekki fylgja þessu fordæmi Þjóðviljans, ef það vill láta störf nýju stjórnarinnar heppn- ast. Detta illmæli opinberlega ó- sannindi, þegar ábyröarmaður jess var kominn hingað til lands úr skemmtiferð á megin- landinu. Svo er ekki meira um það. En svo birtist þetta smákvæði í jólablaði Tímans. Þá brá kempunum við Mbl. og Ófeig svo, „að andríkið fann þar nú allt upp á gátt, sem áður var heilt eða lokað,“ eins og Þorsteinn Erlingsson segir. Þá fékk krían málið. Þótti vel bera í veiði. Ég skil þetta fyrirbæri svo, aö J. J. hafi haldið, að þetta kvæði mitt gæfi tilefni til út- úrsnúninga, sem gætu orðið mér til vansa. Hann mun svo hafa bent sínum andlegu skrifta- börnum við Mbl. á þetta og látið þau flytja boðskapinn fyrst. Mun þeim hafa fundizt, að þarna hillti nú loks undir tæki- færi til að gera lítið úr mér, í hefndarskyni fyrir að hafa minnzt á hluti, sem komu þeim óþægilega, þar sem engum vörn- um verður við komið. Er það aldagömul venja þeirra óláns- manna, sem hafa óverjandi málstað, að reyna að fara ein- hverjar krókaleiðir, til að þagga niður í andstæðingum sínum. Og hér sá nú J. J. hina stóru stund íhaldsins renna upp. Og ekki stóð á þeim við Mbl. Þó var það alltaf að þvælast fyrir þeim undir niðri, að betra og skemmtilegra hefði nú verið að geta rökrætt við mig um for- set?J?rennivín, sumarbústaði o. s. frv. Þessi minnimáttarkennd hins rökþrota manns, sem örlögin hafa dæmt til að berjast fyrir óverjandi málstað, kom fram í því, að i forystugrein Mbl. um mig, var sagt, að ég væri ekki svaraverður. En hin sanna og raunverulega tilfinning rit- stjórnarinnar kom fram í því, að hafa leiðarann allan um mig. Mbl. þótti ég umtalsverður. í mesta meinleysl. Það er raunar ástæðulaust af þessum málsvörum íhaldsins að leggja óþokka á mig. Mér er meinlaust til þeirra persónulega og kenni í brjósti um suma þeirra, sérstaklega J. J. Ég hefi ekki gert annað en að segja lát- laust og blátt áfram það, sem heilbrigðu og óspilltu alþýðu- fólki finnst. Ef ég hefði þagað, hefðu nógir aðrir orðið til þess. Það er því ósköp einfeldnislegt að vera að fjandskapast við mig út af þessu. — en ég hefi svo sem ekki undan neinu að kvarta. Þetta er meinlaust. Ég get talað við þá. Ég mun ekki leggja mig í deil- ur um skáldlegt gildi jólakvæðis míns. Mig hefir aldrei dreymt um „að setjast á bekk hinna ódauðlegu skálda," eins og J. J. segir, þótt ég hafi stundum birt kvæði í blöðum og tímaritum, vegna þess, að mér hefir fund- izt þau flytja brot af lífsskoðun, sem ætti erindi til fólks. Hvað sem líður skáldskapar- gildi kvæðis míns, mun ég ó- hræddur verja hugsun þess og lífsskoðun, hvað sem J. J., Jón Pá og slíkir andans jöfrar segja. Ég hefi séð skörungsskap J. J. fyrri. Fyrir 6 árum flutti ég smá- ræðu um þjóðfána íslendinga á flokksþingi Framsóknarmanna. Ég hafði þar aðra skoðun en Jónas Jónsson. í byrjun máls míns var hann hinn frakkasti og greip fram í fyrir mér, þang- að til Bjarni á Laugarvatni bað hann þegja og hafa sig í hófi. Þá hætti hann köllunum, en lét setja nafn sitt á mælendaskrá. Ég hélt mér við sögulegar stað- reyndir og málefnaleg rök. Þegar ég hafði lokið máli mínu leit J. J. yfir salinn, til að sjá hverjir klöppuðu. Svo lyppaðist hann niður, féll frá orðinu og hefir aldrei minnzt á fánamálið síðan opinberlega. Það, sem þeir skilja ekki. J. J. talar um himnaföður og Krist í sambandi við kvæði mitt. Ég nefndi meistara kærleikans. Frá sjónarmiði margra kristinna manna ber hér ekki neitt á milli, en þó kemur hvergi beinlínis fram í kvæðinu, að það sé endi- lega stílað í þá átt, sem J. J. segir. Ef hann „hefði verið jafn gagnrýninn og hann þykist vera ljóðelskur,“ hefði hann átt að athuga þetta. En sleppum því. Nú skal ég gera grein fyrir því, hvernig ég hugsa, og hvað það er í minni lífsskoðun, sem Mbl. og Ófeigur skilja ekki. Ég lærði ungur þetta erindi: Trúðu á tvennt í heimi tign sem æösta ber: Guð í alheimsgeimi. Guð í sjálfum þér. Mér skilst, að þetta sé kjarni allra æðri trúarbragða, og í sam- ræhii við þetta boði þau öll, að menn skuli láta hið góða í eðli sínu samstillast gæzku og kær- leika alheimsins. Þessi einföldu og háleitu sannindi eru boðuð með ótal mörgu móti, en þetta er kjarninn. í samræmi við þennan kjarna allra æöri trú- arbragða og æðri menningar eru óskir manna og bænir um það, að góðar hvatir og hneigðir þró- ist með þeim. J. J. “íieldur, að í kvæði mínu komi fram hrifning á hinu lág- fleyga Honum skilst að kvæðið sé „tilbeiðsla á einkennum og gildi hins rótlausa.“ Aumingja karlinn! Norðurlandaþjóðum finnst að rómversk-kaþólska kirkjan hafi flaskaö á því, að telja páfánn óskeikulan eftirmann Krists á jarðríki. J. J. virðist telja sjálf- an sig eins konar yíirpáfa, sem einn geti sagt villuráfaníi kyn- slóð hvað þeim Hallgj’ími Krist- inssyni, Tryggva Þórhallssyni, Birni Jónssyni og Jesú fx-á Naz- aret fannst og finnist nú. Ég mun nú samt sem áður fi-emur leita heimilda um höfund kristn- innar í gömlu guðspjöllin en Ófeig. Ófeigur og Mbl. skilja ekki kvæfii mitt af því, að þau vilja ekki vita, hvað það er að hjálpa stefnulausum og lágfleygum sálum. Þau virðast halda, að-þar sé átt við það, að uppfylla fávís- ar óskir lítilsigldra manpa. Þegar kvæði mitt varð til, hafði ég meðal annars áfengisbölið í huga, sem eitt af hinum mörgu mannfélagsmeinum. Áfengið er t. d. eitt af því fánýti, sem frið- vana sál eltir, freistuð af lækk- andi þrá, svo að hún kvelst glapin og afvega í myrkri og spillingu. Mbl. og Ófeigur virð- ast halda, að eini greiði, sem drykkjumanninum yrði gerður, væri að útvega honum nóg vín. Þau virðast ekki þekkja aðra hjálp, en að láta eftir. Hér skilur með okkur. J. J. talar um boðskap Krists. Ég hélt að kristnar þjóðir hefðu alltaf1 litiö þannig á, að líf og starf Krists hefði miðast við það að gefa lágfleygu og stefnulausu mannkyni hugsjónir og háleitt takmark til að> keppa að. Ég hélt, að menntaðir menn í kristnum löndum skildu þetta, að léttúðugt stefnuleysi og fylgikvillar þess vei-ða ekki læknaðir með blindu og taum- lausu eftirlæti, heldur hugsjón- um og stefnumálum. Ég var svo barnalegur að búast við, að höfðingjar úr Menntamálaráði skildu það, að hlutverk alls upp- eldis er að vekja og beina í rétta átt hinum góðu öflum, sem búa og blunda með mönnum — gera það, sem er lágfleygt og stefnu- laust háfleygt og markvisst. En þetta vilja Mbl. og Ófeigur ekki skilja. Sjúkar sálir. Mér þykir þaö undarlegt fyr- irbæri, aö í ársbyrjun 1947 skuli rit, sem gefin eru út á ábyrgð tveggja formanna Menntamála- ráðs, virða það mér til árriælis og lýta, að ég hefi beðið um náð og vizku til þess, að geta orðið til hjálpar að einhverju leyti í mannfélagi mínu. E. t. v. er það skýring á sál- arlífi þessara ritskýrenda,að þeir bíta sig í það, að kvæðið sé ort með Hermann Jónasson í huga. Svo rík getur minnimáttar- kerind þessara manna gagnvart Hermanni veriö, að það sé sál- fræðilega skiljanlegt, en heil- brigt er það ekki. En við reynum líka að skilja sjúklinga. Ég skil vel, að það sé erfitt fyrir gamlan mann, sem ára- tugum saman hefir fengið við- urkenningu fyrir að túlka skoö- un og tilfinningar heilbrigðrar alþýðu, að verða síðan pólitísk- ur einstæðingur. Þannig fer hinum mestu mönnum, ef þeir fara að líta svo á, að stjórn- málalífiö sé til fyi*ir þá, og finnst að þeir eigi flokkinn sinn, í stað þess, að hafa það hlut- vei-k, aö vinna sameiginlegum málstað og hugsjónum gagn af þjónustulund hins frjálsa manns og góðum þegnskap. Að lifa sjálfan slg. Jónas Jónsson var mikill áhrifamaður í þjóðlífi íslend- inga. Hann barðist af mikilli snilld fyrir hugsjónum samvinn- unnar. Nú hættir hann störfum við tíínarit samvinnumanna til að geta einbeitt sér að bók- merxntum eins og Ófeigi, þar sem ýmsir beztu menn sam- vinnuhreyfingarinnar eru hrak- yrtir og svívirtir, eins og t. d. varafoi’maður S.Í.S. Meðan J. J. var í fylkingar- brjósti í baráttuliði samvinnu- manna var hann mikils virtur af umbótamönnum landsins, en stórgróðamenn úr kaupsýslu- stétt og aðrir slíkir höfðu á hon- um mikinn óþokka. Nú nuddar hann fyrir sjálfan sig, þykist ekki skilja einföldustu rök mannlegs s^larlífs og félags- legi-a fx#,mfara og er kominn í andlegt samfélag við þá, sem skrifa í Mbl. greinar, sem ekki þykir vert að ísafold birti. Þeir, sem til skamms tíma hafa lagt fé sitt og fyrirhöfn í það að riíða þær hugsjónir, sem J. J. barðist áður fyrir, hossa honum nú helzt.enda hefir áhugi hans snúizt frá einlægri mál- efnabaráttu að persónulegum fríðindum, eins og því að fá stóra og vandaða íbúð ókeypis, ókeypis rekstur á einkabíl innan ' 75 ára í dag: Jason Steinþórsson frá Vorsabse. ■ t Jason Steinþói’sson ...... Hann er fæddur að Arnarhóli í Gaulverjabæjarhreppi en bjó lengst af í Vorsabæ í sömu sveit og gerði þar garðinn frægan. Lét hann af búskap fyrir fáum árum eftir 40 ára samfelldan búskap viö mikinn myndarbrag. Lét hann þá jörðina í hendur tveggja sona sinna, Stefáns og Steinþórs en flutti sjálfur að Selfossi og hefir dvalið þar síð- an. — Jason er tvíkvæntur og voru konur hans bræði’adætur. Fyrri kona hans liét Helga ívarsdóttir frá Vorsabæjarhjáleigu. Eignuð- ust þau 7 börn og eru 5 þeirra á lífi. Siðari kona hans er Kristín Helgadóttir frá Súlholti. Eign- uðust þau 4 börn og eru 3 þeirra á lífi. Allt er þetta hið mann- vænlegasta fólk. Jason hefir gengt fjölmörgum ti’únaðar- störfum fyrir sveit sína og hér- að. Vei’ið- í hrepsnefnd í 30 ár, í skattanefnd, stjórn Flóaáveit- unnar o. m. fl. Maðurinn er um svo marga hluti vel ger, aö fram hjá trúnaði samferðamannanna geta menn eins og Jason ekki komizt. Á yngri árum stundaði hann lengi sjóróðra jafnframt búskapnum og vegabætur á sumi’in. Jason er viðurkenndur víkingur til allrar vinnu og hag- sýnn með afbrigðum^ Hann er stálminnugur og fróður unx marga hluti og munu lesendur Tímans minnast end- urminninga hans, sem hann skj-ifaði fyrir nokkrum árum. Hann skrifar betur en-gengur og gerist og myndu margir telja vel farið, að hann notaöi eitt- hvað aí tíma sínum á hinum efri árum tli þess að forða ýms- um gömlum fróðleik frá gleymsku. Jason er framfaramaður af lífi og sál. Það sést bezt á hinum mörgu og myndarlegu búnaðar- framkvæmdum, sem hann hefir gert og það sést einnig á óhvik- ulum stuðningi við málstað Fi’amsóknarflokksinsi allt frá upphafi. Samferðamennirnir þakka honum liðnu árin og óska honum allrar farsældar frá þessunx mei’ka áfanga í lífinu. X. lands og utan o. s. frv., jafn- framt þvi, sem hann reynir að sundra þeim öflum, er saman standa um hans fyrri hugsjónir. Stefnumálin í Ófeigi eru þessi helzt: Þaö átti að gera 25 ára her- st'ðvasamning við Bandarikin. Það átti ekki að skila „hi’að-, bátunum“ í fyrra. Einhver imei’kasti viðburður íslandssögunnar á liðnu ári var flutningurinn á beinum Jónasar Hallgrímssonar. Mesta framtíðarmál nú, er að leg^ja J. J. til fé, svo að hann geti gefið út blað, sem verði (Framhald á 3. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.