Tíminn - 12.02.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.02.1947, Blaðsíða 3
29. blað 3 TÍMITCN, mlgvÍkMdagiiin 12. febr. 1947 Gollbrúðhjóa: Sigrún Tobíasdóttir og Helgason í Geldingaholti. pigux-jón Helgason, bóndi í Geldingaholti og kona hans, Sigrún Tobíasdóttir eiga 50 ára hjtLskaparafmæli 12. febi*. 1947. Enn eru þau bæöi við bærilega heilsu og búa búi sinu með ár- fóðrað, enda gaf það honþun góðan arð. Hann fór svo vel með allt búfé sitt og var svo natinn viö það, að fáir stóðu hohum á sporði í þeim greinum. Það er hæct að tala um fleira en bú- vekni og myndarskap. Þau hafa búið samfleytt 50 ár, svo að þau eiga á þessu ári tvöfallt Jubil- æum (fagnaðarár). — Gull- brúðguminn er þannlg júbíl- bóndi. Enn hirðir hann sauðfé sitt, og síðastliðið sumar gekk hann- að slætti og annarri hey- vinnu. Sækir hann svo fast vinnuna, að undrum sætir um svo gamlan mann, en hann er nú langt kominn á 80. árið (f. 30. mai 1867). Gullbrúðurin, Sigrún Tobíasdóttii;, sem einnig heldur tvöfallt fagnaðarár, er annáluö dugnaðarkona og fyrirhyggju. Er hún nokkru yngri en bóndi hennar (f. 26. ágúst 1877). Þeim hjónum hefir oi’ðið 7 barna auðiö, og lifa sex þeirra, öll dug- leg, myndarleg og mannvænleg, svo og barnabörnin. Skulu nú talin böi*n gullbrúðhjónanna eftir aldri: 1. Tobías, bóndi í Geldingaholti, formaður Kaup- félags Skagfirðinga, rnikill nefndarmaður í sveit sinni og héraði (f. 10. okt. 1897), kvæntur Kristinu Gunnlaugdóttur bónda á Ytri-Kotum Guðmundssonar. Eiga þau íjögur börn. 2. Margrét, dó á 1. ári. 3. Sigurð'ur, sjálfs- eignarbóndi á Mai’bæli i Seylu- hreppi, einn mesti dugnaðar- og myndarbóndi þar í lireppi (f. 18. sept. 1900), kvæntur Ingi- björgu Jónsdóttur bónda á Gi-ófargili Benediktssonar. Eiga fimm börn. 4. Þórffur, sjálfs sín í Geldingaholti, ókvæntur (f. 1909. 5. Ingimar, (f. 1911), bóndi í Holtskoti í Seyluhreppi, kvæntur Guðrúnu Pálsdóttur bónda í' Jaðri i Seyluhreppi Magnússonar. Eiga þrjú börn. 6. Kristín (f. 1915), gift ívari Antonssyni, húsasmið í Reykja- vík, ættuðum úr ViðMikursveit. Eiga þau nú heima f Rvík, ný- lega gift. 7. Brynleifur, bilaeig- andi og bílstjóri í Reykjavík, f. 1917, ókvæntur. Sigrún og Sigurjón bjuggu fyrstu ár sín á þriðjungi jarð- arinnar Geldingaholts til 1908, en frá 1908—1922 bjuggu þau á eígnai’jörð sinni, Gili í Svartár- dal. Eftir það hafa þau búið í Geldingaholti, fyrst á hálflend- unni (til 1926), síðan 8 ár á allri jörðinni og loks aftur á hálf- lendunni síðan 1934 á móti syni sinum Tobíasi. Alltaf hefir þeim farnast vel búskapur. Voru jafn- an veitandi, og gott þótti alltaf að' koma til þeirra. Gestrisnin sat á guðastóli á því heimili. Sigurjón var einn af beztu fjáx*mönnum i sinni sveit. Átti hann jáfnán vænt fé og vel skap við Sigurjón. Hann er mað- ur sérlega ættfróður og minn- ugur á sitthvað frá fyrri tíð. Sigrún hefir jafnan þótt ein af mestu atgervis- og dugnað- ^rkonum í sveit sinni. Áhugi hennar, vinnukapp og árvekni hefir sett svip á heimili þeirra hjóna. Jafnframt dugnaði og áhuga hefir myndarskapur hennar pi'ýtt það og fegrað. Það er fagurt dagsverk, sem gull brúðhjónin í Geldingaholti hafa þegay af höndum innt. Vinir þeirra og frændúr óska þeim guðs blessunar á þessum merku tímamótum í lífi þein*a. Vinur. Að skilja er að fyrirgefa (Framhald a/ 2. síðu) málgagn „þjóðarinnar,“ eins konar „vasaorrustuskip,“ en Ófeigur mun þá eiga að vei*ða kafbátur framvegis. . Cató gamli endaöi allaf ræður með því að leggja til að Kar- þagóborg yr'ði eydd. J. J. leggur fyrst og fremst áherzlu á það, að' F/amsóknarflokkurinn verði gerður að engu. Þvnnig lifir nú J. J. fyrirþað og til þess að þurrka „for af fótum fyrri daga vonum á.“ Mér finnst þetta brjóstum- kennanlegt gæfuleysi. Sú er bótin, að nudd J. J. mun gleym- ast fljótt, en fyrri störf hans geymast og halda nafni hans á lofti lengi eftir að fræðimenn einir kunna nokkur skil á Ófeigi. Ég vona að vinir J. J. beri gæfu til að hindra það, að hann skrifi mikið opinberlega hér eftir um landsmál i líkingu við Ófeig. Slík skrif eru hvorki til gagns né sæmdar. Eftirmæli Einar Olgeirsson mælti eftir stjórnina, sem Sósíalistar sátu í og tók m. a. svo til orða: „Þjóöin þarfnast þess, aö sá auöur, sem streymt hefir inn í landið og getur haldið áfram að streyma inn í þaö, verði fyrst og fremst i höndum þjóðar heildarinnar, en safnist ekki á örfáar hendur og skapi hér og viðhaldi efnahagslegu einrœöi nokkurra auðmannafjölskyldna. Þjóöin þarfnast þess, aö gróða- möguleikar verzlunarauövalds- ins hverfi úr sögunni." En því leystu Sósíalistar ekki þessa þörf meðan þeir voru við völd? ALICE T. HOBART: Yang og yin „Eins og Fei I Sheng þóknast,“ sagði bóndinn, þegar Peter sagði honum tilgang sinn. En í huga sínum undraðist hann fávizku. þessa mikla læknis. Sjálfur vissi hann, að þessi sjúkdómur var í maga manna, en ekki í vatninu í síkinu. Meðal þess, sem kom í vörpu bóndans, voru allmargir smá- íiskar, sniglar, plöntur og ýmis konar vatnagróður. Loks drógu þeir upp fjöl úr sokknum báti, sem var alsett alls konar gróðri og sniglum. Peler virti hana lengi fyrir sér. „Er mikið af svona sniglum hér í síkjunum?“ spurð'i hann bóndann. „Þeir liggja á botninum,“ sagði bóndinn. „Þeir festast oft á tánum á mér, þegar ég er að vaða í síkjunum. Og þeir eyðileggja plönturnar mínar.“ Hann s'ýndi Peter vatnshnetustöngul, sem sniglamir höf'ðu hér um bil nagað sundur. Hönd Peters skalf, þegar hann tók við stönglinum. Hér fann liann kannske tengslin á milli sniglanna og fæðunnar, sem fólkið lagði sér til munns. Nú valt allt á því, að hann gæti sannað, hvernig sýkingin ætti sér stað’. Hann vár þungt hugsi, er hann hélt heim á leið. Hann varð að íinna mann, sem gat hjálpað honum við þetta mikilsverða rann- ólcnarstarf. Tómstundir hans sjálfs voru of naumar. Hvaða manni gat hann treyst til þess? Loks nam hugur hans staðar við Sen Ló Shí. Hann gat ekki gleymt glampanum, sem hann hafði séð bregða fyrir í augum hans. Og Sen Ló Shí bjó i drengjaskólanum sumarlangt. V. PETER grunaði það sízt af öllu, að styrjöld heföi skollið á meöal hinna kristnu þjóða meðan hann var aö þessu rann- sóknarstarfi sinu í síkjunum. En Kínverjarnir í borginrú höfðu haft spurnir af því, og Sen Ló Shí og hinir ungu landar hans vissu það. Þeir, sem höfðu litið hina nýju, vestrænu siði óhýru auga’, fengu tilvaliö tækifæri til þess að rægja og ófrægja vestur- veldin og glæöa fyrirlitninguna á kristindóminum. Sen Ló Shí las af áfergju frásagnir bla'ðanna um stríðið. Diiætt- irnir kringúm munninn urðu hæðnislegir, þegar hann las um öll grimmdarverkin, er þessar hvítu þjóð'ir, er skreyttu sig með nafni hins góða Krists, unnu á andstæ'ðingum sínum. Miklar annir biðu Peters í sjúkrahúsinu, og það var ekki fyrr en að viku liðinni, að honum vannst tími til þess að' ræða við Sen Ló Shí um hina nýju hugmynd sina. Þó hafði hann ekki látið dragast úr hömlu að búá þannig um féng sinn úr síkjunum, að ekkert ónýttist. „Sen Ló Shí,“ sagði Peter. „Ég er kominn til þess að biðja þig liðsinnis. Ég er a'ð hefja merkilega rannsókn, sem ég get ekki innt af höndum einn. Ég skal sýna ,þér, hvaö ég hefi í huga, ef þú getur komið með mér yfir í sjúkrahúsiö." „Sjáðu,“ sagði Peter, þegar þeir voru komnir inn í rannsóknar- stofuna, og benti á langa röð kínverskra leirkrukkna. Ló Shi hlustaði á hann, kurteis og vingjarnlegur, en áhugalaus, þótt hann virti fyrir sér vatnsgróð'urinn og 'sniglana. Peter neri hendur sinar. Hvernig átti hann að vekja áhuga drengs- ins? Loks hugkvæmdist honum að sækja smásjána 'sína og beina henni að einum sniglinum. „Sjáðu, Ló Shí,“ sagði hann. „Þetta er lítið dýr, en ef grunur minn er réttur, er þetta hættu- legur sýkilberi, sem deyðir'árlega mikinn fjölda landa þinna.“ Sen Ló Shí kinkaði kurteislega kolli og leit í smásjána og virti snigilinn fyrir sér. Hann var ein af hinum tiu þúsund lífverum alheimsins, og það gat verið fróðlegt aö skoða hann rækilega. Snigillinn uerði harðvítugar tilraunir til þess að komast út úr hinu þrönga íangelsi, er hann hafði verið settur í, teygði sig út úr kuöungnum, þreifaði fyrir sér með hornunum, brölti og bylti sér. Hann var skírdræpur eins og glært gler, og maður gat séð, hvern- ig hann andaði — hvernig hann saug að sér lífsloftið. „Þetta er skemmtilegt,“ sagði Ló Shí og leit upp. „Það væri mér ánægja aö rita lýsingu á atferli þessa þýðin’garmikla snig- ils.“ Hann hneigði sig og spe’nnti greipar innan i víðum erm- unum. Svo tók hann til starfa. Hann sat klukkustundum saman við smásjána, þögull og þolinmóður, skipti um glerplötur, virti fyrir sér hreyfingar sniglanna og skrifaði athugasemdir sínar. Og nú urðu þau straumhvörf, að honum fór smám saman að skiljast, hvað vísindin voru og hvaða gildi þau hefðu. Hingað til hafði hann aðeins verið mótþróafullur nemandi, sem af illri nauðsyn iagði á sig þaö nám, sem nýi tíminn heimtaði, að verðandi emb- ættismenn ríkisins stunduðu. Sen S Mó, ekkja hins látna bróð- ur hans, hafði sagt, að hann gæti betur rétt við heiður ættarinn- ar með slíku námi, heldur en þótt hann gengi i dauðann. Þetta nýja viðhorf breytti líka viðhorfi hans til Peters. Hann var farinn að bera virðingu fyrir honum. Honum var smám sam1- an farið að skiljast, hvað þessi maður hafði á sig lagt í þjón- ustu þess málefnis, er hann helgaði sig. Einn góðan veðurdag færði hann honum gjöf, sem vitnaði glöggt um hugarfar hans, þótt hann væri fámáll. Það var útskorinn embættisstafur — hið eftirsótta tákn valdanna í tíð kejsarastjórnarinnar. „Stafur föður míns,“ sagði Ló Shí hátíðlega. „Það væri mér sönn ánægja, ef hinn mikli fræðari minn vHdi þiggja hann.“ Sú hugmynd, að gera Ló Shí að vísindamanni, varð aö æ stað- fastari ásetningi hjá Peter. Hann stakk upp á því, að hann byrj- aöi nám í undirbúningsfræðum læknavísindanna. „Ég skal sjálf- ur kenna þér undirstöðuatriðin,“ sagði hann, „og seinna skal ég hlutast til um, að þú getir haldið áfram námi í einhverjum hinna stóru læknaskóla." Það liðu fimm' dagar — sex eða sjö. Sen Ló Shí sást aldrei í rannsóknarstofunni. Hann sást ekki heldur í drengjaskólanum. Loks leitaði Peter til Sen S Mó. ff LUMA tá rafmagnsperur ern góðar og ódýrar. Þær eru nú íýrirlig'g'jandi lijá flestum kaupfélög'um laudsins Einkaumboð: Samband ísl. samvinnufálaga ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦^♦♦^♦^^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦i »♦♦♦♦♦♦♦♦■ H Alit hagfræðinga- nefndarinnar er komiff í bókabúffir um land 1 allt og kostar 10 krónur. :: Málverkasýning Kjarvals í Listamanuaskálanuni er opiu daglega frá kl. 11—22. Jónas Haralz Ól. Björnsson l>etta er bók, sem |»arf að vera til á liverju einasta beimili. Vestfiröingamót Verður haldið að Hótel Borg laugardaginn 22. .febrúar og hefst með borðhaldi kl. 7.30 síðdegis. Skuldlausir félagsmenn hafa forgangsrétt að að- göngumiðum 12.—17. íebrúar. Miðarnir fást í verzl. Höfn, Vesturgötu 12 og Dósaverksmið’junni, Borgartúni 1. Vestfirðiu^'afélag'ið. Stór rýmingarsala 20% afsláttur Notið þetta einstaka tækifæri. Komið strax. Listverzlun Vals Norðdals Síini 7172.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.