Tíminn - 14.02.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.02.1947, Blaðsíða 1
\ RITSTJÓRI: \ ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON { } ÚTGEPANDI: | \ FRAMSÓKNARFLOKKURINN \ Símar 2353 og 4373 i \ 1 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. S RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: S EDÖUHÚSr. Llndargötu 9 A i ) Símar 2353 og 4373 \ > AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Siml 2323 31. árg. Reykjavík, föstudagiim 14. febr. 1947 ERLENT YFIRLIT VEROUR TAFT FORSETI ANDARÍKJANNA? Taft og Dewey eru tldir líklegast ir til að VH'ða forsetaefni repuhlikana. Á næsta ári íer fram kosning á forseta Bandaríkjanna. Þótt enh sé rúmlega ár þangað til flokkarnir velja forsetaefni sín,."er þegar hafinn undirbúningur að kjöri þeirra. Einkum er rætt um, hver veröi forsetaefni republikana, en þeir þykja öllu líklegri til að bera sigur úr býtum, a. m. k. eins og sakir standa nú. Líkleg- ustu forsetaeíni republikana um þessar mundir þykja Dewey ríkisstjóri í New York, sem var forsetaefni þeirra seinast, og Robert Taft öldungadeildarmaður frá Ohio. Önnur forsetaefni republik- ana eru Bricker öldungadeildar- þingmaður, sem var varafor- setaefni seinast, Wandenberg öldungadeildarþingmaður, Stas- 31. hlao Mcrkur viðlturður: Landbúnaðarsýning í R.vík um Jónsmessuleytiö TAFT. sen, fyrrum ríkisstjóri i Minne- sota, og . Varren ríkisstjóri í Kaliforníu. Engir af þessum- mönnijm hafa enn lýst yfir því, að þeir gefi kost á sér,. nema Stassen. Hann hefir þegar hafið áróður fyrir því, að hann verði kjörinn forsetaefni. En" ólíklegt þykir, að flokkurinn velji hann til framboðs. Hann fylgir hinum frjálslyndari armi flokksins, líkt og Wendell Wilkie, og gat því hugsazt, að flokkurinn út- nefndi hann, ef hann áliti úr- slitin vafasöm, til þess að ná fylgi verkamanná. Eftir kosn- ingarnar í haust mun flokks- stjórnin, sem er íhaldssöm, ekki telja sig þurfa á slíku að halda. Það þykir spilla fyrir Dewey, ERLENDAR FRETTIR Bevin hefir látið svo„ ummælt, að Bretar muni neyðast til að vísa Palestínumálinu -til sam- einuðu þjóðanna, ef.Arabar og- Gyðingar geti ekki komið sér saman. Arabar hafa hingað til neitað öllum tillögum um skipt- ingu Palestinu. Brezka stjórnin hefir viður- kennt stjórnina í Búlgaríu, þótt hún vilji hins Vegar ekki viður- kenna réttmæti þingkosning- anna þar á síðastl. hausti. Bandaríkjastjórn hefir lagt til, að strax eftir utanríkisráðherra- fundinn í Moskvu verði haldin friðarstefna, þar sem endanlega verði gengið frá friðarsamning- unum við Þýzkaland. í ráð- stefnunni taki þátt öll þau ríki, sem áttu í ófriði við Þjóðverja. Um l.ftmilj. manna hafa orð- ið atvinnulausar í Bretlandi vegna kola- og rafmagnsskorts- ins, er hlotizt hefir af sam- gönguvandræðunum. Nokkuð hefir -greiðst úr samgönguvand- ræðunum "seinustu dagana, þótt frosthörkurnar hafi hald- izt. <j H HELLBÍAVÖR að hann féll í seinustu kosn- ingum, en hins vegar hefir hann Unnið sér aukið álit sem ríkis- stjóri New York fylkis. Margar líkur benda til, að það nægi honum þó ekki til að verða Toft sigursælli, er Tepublikanir velja forsetaefni sitt næsta vor. Robert Taft er 57 ára gamall, sonur William Howard Taft, sem var forseti Bandaríkjanna 1908 —1912. Hann lauk ungur lög- fræðiprófi við Harwardháskóla með glæsilegum vitnisburði. Eftir að faðir hans féll í for setakosningunum 1912, fluttist hann aftur heim til Cincinnati í Ohio og varð fljótt eftirsóttur málfærslumaður. Hann hafði jafnframt talsverð afskipti af stjórnmálum Ohiofylkis, en stjórnmálaafskipti hans hófust þó ekki að ráði fyrr en 1918, er hann var kosinn öldungadeild- armaður fyrir Ohio. í fyrstu var honum ekki veitt nein at- hygli í öldungadeildini, enda voru þar margir menn, er.skör- uðu fram úr honum að mælsku og glæsileik. Fyrr en varði varð þó reyndin sú, að hann var orð- inn hinn raunverulegi foringi republikana í deildinni. Ástæð- an var sú, að hann var meiri vinnuhestur en aðrir flokks- bræður hans, og var þeim öt- ulli við að koma skip'ulegum og markvissum vinnubrögðum á starfsemi • flokksins. Hann reyndist hafa óvenjulega hæfi- leika til að fá menn til að vinna og skipa sér undir það merki, sem hann tó'k upp. Þing- f lokkur republikana hefir sennir lega aldrei verið samstæðari en síðan Taft tók við leiðsögu hans, og sigur flokksins í haust er þakkaður honum meira en nokkrum öðrum manni. Senni- lega hefir enginn maður meiri tök á flokksstjórn republikana en Taft um þessar mundir, og getur þa§ spáð nokkru um for- setaval flokksins næsta vor. Stjórnmálastefna Tafts hefir stundum verið kölluð samnefn- ari fyrir hin ólíku sjónarmið, sem ríkjandi eru i republikana flokknum og hann telst eigin- lega hvorki til vinstra arms né hægra arms flokksins. Þó er hann talinn standa nær hægra arminum. Hann er harður and- stæðingur hárra skatta og í- hlutunar rikisins af atvinnulíf- inu, en vill þó veita rífleg fram- lög til heilbrigðismála, bygg- ingamála og skólamálá. í utan- ríkismálum er hann talinn hálf- gerður einangrunarsinni, enda fylgdi hann einangrunarstefn- unni fast fram fyrir styrjöldina. T. d. þykir líklegt, að hann sé mótfallinri verulegum afskipt- um Bandaríkjanna af málefn- um Evrópu. Þótt Taft sé laginn málamiðl- unarmaður, er hann óragur við að halda fram skoðunum, sem ekki eiga samleið með fjöldan- um. T. d. fordæmdi hann Niirn- bergréttarhöldin harðlega á síð- astliðnu hausti -og taldi þau vera til smánar fyrir Banda- (Framhald á 4. siðu) QForstöðumeimirnir hafa leitað samvinnu við kaopfélög og bnnaðarfélög um hópferði r á 'sýninguna. Á sumri komanda verður haldin hér í Reykjavík fyrsta alhliða landbúnaðarsýningin á íslandi. Er henni ætlaður staður suður á flugvelli, og mun hún hefjast um eða upp úr Jónsmessunni. Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri, Pétur Ottesen al- þingismaður og Kristjóri Kristjónsson, sem ráðinn hefir verið framkvæmdastjóri sýningarinnar, kvöddu fréttamenn á fund sinn í gær og skýrðu þeir frá tilhögun sýningarinnar, að svo miklu leyti sem hún er nú ráðin. Mynd þessi er af einu af málverkum Kjarvals, sem eru á sýningu hans í Sýningarskála myndlistarmanna. í gærkvöldi höfðu um 2000 manns skoðaó sýninguria, en hún verður opin daglega til 27. þ. m. frá klukkan 10 f. h. til kl. 10 e. hád. S.Í.S. mun einskis Sáta ófreistaö um aukinn vélainnflutning Viðtla við Agnr Tryggvason, framkvaemda- stjjóra véladeildar S. í. S. Agnar Tryggvason, Þórhallssonar hefir fyrir nokkru verið ráðinn framkvæmdastjóri véladeildar Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga. Hóf hann starf sitt hjá Sambandinu nú um ára- mótin. Agnar hefir lokið prófi við verzlunarháskóla í Kaup- mannahöfn, en seinustu árin hefir hann verið í þjónustu dansks verzlunarfélags, sem mikið hefir verzlað með landbúnaðarvörur. Var hann framkvæmdastjóri þess'frá 1945 og þar til hann flutt- ist til Sambandsins. Tíðindamaður blaðsins átti í gær viðtal við Agnar. Við nám í Kaupmannahöfn. — Ertu búinn að vera lengi erlendis? — Síðan 1938, en þá fór ég til Danmerkur að afloknu stúd-. entsprófi og hóf nám við verzl- unarháskóla i Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi. Fyrri styrj- öldina fóru flestir íslenzkir stúdentar til Kaupmannáhafn- ar, þeir sem á annað borð fóru til útlanda til náms eftir stúd- entspróf. Aðstaðan var þá hvergi betri en þar. Stúdentagarðarn- ir stóðu íslendingum opnir eins og Dönum, og margir áttu þess kost að fá styrki til nái»sins. Félagslíf íslenzku stúdent- anna í Höfn var með miklum blóma fyrir styrjöldina, og í byrjun hennar. Þegar hún hófst, hugsuðu flestir um fcað eitt að ljúka námi sínu sem fyrst, þar sem búizt var við því, að allar leiðir til íslands mundu lokast, þegar minnst varði, enda kom það síð/ir á daginn. Það var mikil blóðtaka fyrir félagslíf ís- lenzku stúdentanna í Höfn, þeg- ar flestir þeirra fóru heim um Petsamó, og langaði þá marga til að slást í för með þeim, sem ekki áttu þess kost. Undir fargi hernámsins. — Þú hefir þá ekki verið bú- inn að ljúka námi? — Nei. Ég valdi þann kostinn að ljúka náminu og fara ekki heim fyrr. Var líka alltaf að vona, að styrjöldin yrði ekki löng. Ég get ekki annað sagt en að mér hafi liðið vel styrjald- arárin. Fyi-st framan af gætti strlðs- ins lítið. Danir voru svo vel und- ir það búnir og höfðu nóg af öllu. Þjóðverjar lögðu þá kapp á að koma sér vel við þá, þar sem þeir gátu fengið mikil mat- Agnar Tryggvason. væli hjá þeim. Það tókst líka, þangað til Þjóðverjar fóru að eiga í vök að verjast. Þá fóru þeir að verða kröfuharðari við Dani og heimta af þeim mat- væli og hafa afskipti af stjórn- málum þeirra. Þá hófst mót- þróahreyfingin, sem fyrst gætti fyrir alvöru, er líða tók að styrj- aldarlokum. Þegar Þjóðvérjar hættu að kaupa afurðir Dana, hófu^t erfiðleikar á viðskipta- sviðinu og hörgull varð á erlend- um gjaídeyri, og hélzt það á- stand enn, svo nú er helzt í ráði að skera niður allan innflutn- ing um 25%. Þegar að námi loknu réðist ég til fyrirtækis, sem annast all- (Framhald á 4. siðu) Aðdragandi sýningarinnar. 'Það er alllangt síðan fram kom uppastunga um það að efna hér til umfangsmikillar land- búnaðarsýningar. Hefir slík sýn- ing aldrei verið haldin hér á landi, þótt verkfæra- og búsá- haldasýningin 1921 hafi stund- um verið nefnd því nafni. Á ár- unurn fyrir stríðið var þetta má! nokkuð rætt, en svo kom ófrið- urinn, og þá þótti loku skotið fyrir framkvæmdir að sinni. Árið 1945 var þessi hugmynd tekin upp að nýju, og var þá rætt um, að sýningin yrði 1946. En þetta dróst á langinn, þar til Búnaðarfélag íslands ákvað að gangast fyrir slíkri sýningu sumarið 1947. Var í fjárlögum síðasta árs veitt heimild til 100 þúsund króna fjárveitingar fil þess að mæta kostnaði við slíka sýningu. Aðilarnir, sem að sýningunni standa. Búnaðarfélag íslands sneri. sér þessu næst til um tuttugu stofnana, sem á einn eða ann- an hátt voru viðriðnnr málefni landbúnaðarins og óskaði til- nefningar af þeirra hálfu í væntanlegt sýningarráð. Urðu allir þessir aðilar yið tilmælun- um. Er sýningarráðið skipað eins og hér segir: Árni G. Eylands fulltrúi í landbúnaðarráðuneytinu,* Ragn. hildUr Pétursdóttir frá Kvenfé- lagasambandinu .Kristjón Krist- jónsson frá S. í. S., Helgi Bergs frá Sláturfélagi Suðurlands, Halldór Pálsson frá landbúnað- ardeild Atvinnudeildar háskól- ans, Ragna Sigurðardóttir frá Garðyrkjufélaginu, Niels Ty- berg frá Sölufélagi garðyrkju- manna, Hákon Bjarnason. frá Skógrækt ríkisins og Skógrækt- arfélaginu, Stefán Björnsson frá Mjólkursamsölunni, Björn Jó- hannesson frá tilraunaráði jarðræktar, Pétur Gunnarsson frá tilraunaráði búfjárræktar, Guðmundur Jónsson frá bún- aðarráði, Kristján Karlsson frá bændaskólunum, Metúsalem Stefánsson frá loðdýraræktarfé- laginu, Gísli Kristjánsson frá Frey, Einar Ólafsson frá Stéttar- sambandinu, Gunnlaugur Krist- mundsson frá sandgræðslunni, Pálmi Einarsson frá verkfæra- nefndinni, Jón ívarsson frá Á- burðar- óg grænmetissólunni, Jónas Kristjánsson frá mjólkur- búunum utan Reykjavíkur, Þór- ir Baldvinsson frá teiknistofu landbúnaðarins og Búnaðar- bankanum og Bjarni Ásgeirs- son, Pétur Ottesen og Stein- grímur Steinþórsson frá. Bún- aðarfélagi íslands. Formaður sýningarráðs var kjörinn Bjarni Ásgeirsson, en framkvæmdanefndina skipa Steingrímur, Árni Eylands, Ein- ar Ólafsson, Ragna Sigurðar- dóttir og Sveinn Tryggvason, sem er varamaður Guðmundar á Hvanneyri, er ekki getur sinnt þessum störfum vegna fjarveru. Hentugur sýningarstaður fenginn. Fyrsta verk framkvæmda- nefndarinnar var að ráða fram- kvæmdastjóra, og var Kristjón Kfistjónsson valinn til þess starfa. Hóf hann starf sitt um miðjan'nóvembermánuð síðast- liðinn og hefir síðan unnið að undirbúningnum, ásamt Sveini Tryggvasyni ráðunaut. Það tafði og torveldaði undir- búnihgsstörfin, að lengi gekk í þófi um að fá viðunandi stað handa sýningunni, því að vitan- lega þarf hún að fá stórt og hentugt svæði til umráða. Réö- ist þetta svo fyrir velvild for- vígismanna flugmálanna, að loks fékkst nægjanlegt landrými handa sýningunni í grennd viö flugvöllinn, ásamt geysistórri flugvélaskemmu, þar sem koma má fyrir mjög umfangsmikilli sýningu. Liggur staður þessi rétt við Njarðargötuna, og er góður vegur inn á sýningarsvæðið. — Á sýningin að standa í 10—15 daga. 10—12 deildir. Sýningunni verður skipt í margar deildir, að minnzta kosti (Framhald á 4. siðu- NÝ FLUGVÉL BÆT- IST í HÓPINN Kom f rá Englandi í í»a"r. í gær um kl. 3 kom ný Dou- glas Dakótaflugvél á Reykja- víkurflugvöllinn. Var það flug- vélin. sem Flugfélag íslands hefir fest kaup á í Englandi. Var flogið á henni hingað til lands frá Prestwick af íslenzkri áhöfn. Tiðindamaður blaðsins hafði tal af flugmönnum, er þeir voru nýlega lentir. Létu þeir vel yfir hinni nýju flugvél og ferðinni heim, sem gengið hafði að ósk- um. Voru þeir rúmar fjórar klukkustundir á leiðinni frá Prestwick til Reykjavíkur. Þeir sögðu, að miklir kuldar og harð- indi væru nú í Englandi, eink- um þó sunnanvert í landinu, en í Skotlandi, til dæmis í Prestwick, hefði varla ségt snjór á jörðu. Flugvél þessi er nákvæmlega af sömu gerð og sú, sem félagið keypti fyrir nokkru síðan í Eng- landi, og kom hingað til lands á dögunum. Hún er innréttuð á mjög hagkvæman og þægilegan hátt; eins og bezt gerist í er-. lendum farþegaflugvélum, og tekur um 20 farþega. Það voru allt ungir menn, sem komu vélinni heim. Flugmað- ur var Kristján Kristinsson, 2. flugmaður Þorsteinn Jónsson, loftskeytamaður Rafn Slgur- vinsson og Gunnar Ólafsson siglingafræðingur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.