Tíminn - 19.02.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.02.1947, Blaðsíða 1
I RITSTJÓRI: ( # ' ) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON í < < ! ÚTGEPANDI: ! FRAMSÓKNARPLOKKURINN J V \ | Símar 2353 og 4373 ' PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. ) RITSTJÓRASKRirSTOFUR: EDDtJHÚSI. Llndargötu 9 A ’ Símar 2353 og 4373 | APGREIÐSLA, INNHEIMTA ) OG AUGLÝSINGASKRIFSTOPA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Síml 2323 31. árg. ReykJ míðvikuilaginii 19. fefor: 1947 Þær fá mál tíl úrlausnar, sem Bretar hafa Nýtt vandamál sam. þjóöanna geflst upp við að leysa Brezka stjórnin ákvað í síðastliðinni viku að leggja Palestínu- málið undir úrskurð sameinuðu þjóðanna. Stjórnin tók þessa ákvörðun eftir að vonlaust var orðið um samkomulag á Palestínu- ráðstefnunni, sem hún hafði efnt til í London. Sameinuðu þjóð- irnar fá hér til meðferðar mál, sem er erfitt lausnar og ekki verður skotið á frest eins og öðrum stórmálum, sem þeim hafa borizt hingað til. Queen Elisabet Mynd þessi var tekin af stórskipinu Queen Elisabet, er þaS fór fyrstu ferð sína til Ameríku eftir styrjöldina, en það var á síðastl. hausti. Skipið var notað til herflutninga á stríðsárunum og þurfti því allmikla viðgerð. Q Bretar hafa nokkrum sinnum reynt að leysa Palestínumálið með því að leggja til, að Palest- ínu yrði skipt milli Gyðinga og Araba. Þeir báru slíka tillögu fram á Palestí^iuráðstefnunni sem haldin var í' fyrrasumar, en henni var þá hafnað af báðum málsaðilum. Á Palestínuráð- stefnunni, sem haldin var í London á dögunum, báru þeir hana aftur fram í nokkuð breyttu formi. Samkvæmt þess ari síðari tillögu þeirra skyldi Palestínu skipt í fjögur fylki með allvíðtækri sjálfstjórn, en land- varnir, utanríkismál og fjármál skyldu vera undir einni yfir stjórn, er væri undir umsjón Breta. Einu fylkinu skyldu Gyð- ingar stjórna, en öðru Arab- ar. Negebmörkin skyldi vera sérstakt fylki. Fjórða fylkið skyldi vera Jerúsalem og um hverfi hehnar og yrði stjórnin þar í höndum Breta. Éftir til- tekinn árafjölda skyídi hvert fylki geta orðið sjálfstætt ríki, ef það óskaði þess. f Gyðingar tóku þessum tillög- um ekki illa, en vildu hins vegar fá að ráða tölu innflytjenda til þess fylkis, er þeir réðu yfir Arabar snerust hins vegar ein- dregið gegn þeim, þar sem þeir vilja að Palestína verði eitt ríki til frambúðar. Þegar þessum tillögum hafði þannig verið hafnað, gerði Bevin seinustu tilraunina til sam- komulags. Samkvæmt þessum lokatillög.um hans skyldi Palest- ERLENDAR FRETTIR ínu skipt í mörg fylki með víð- , tæki’i sjálfstjórn, en Bretar fara 'með sameiginlega yfirstjórn Eftir fimm ára skeið skyldu fylk in sameinast í eitt sjálfstætt riki. Tvö næstu árin skyldu 100 þús. Gyðingar fá að flytja til landsins. Bretar hafa nú sigrast á mestu erfiðleikunum í kolamál- unum. Kolaframleiðslan hefir aukizt mikið seinustu dagana og flutningarnir eru nokkurn veg- inn komnir i venjulegt horf. Er búizt við að vinna í verksmiðj- um, sem lokað var á dögunum hefjist fljótlega aftyr. Veður- horfur voru betri í gær en um langan tíma. í Berlín er talið, að 130 manns hafi frosið í hel síðan kolaverk- fallið hófst. Óttast er að friðarsamning- arnir við Austurríki verði mikið deilumál milli Rússa og vestur- veldanna. Vesturveldin vilja láta Austurríki fá sömu landamæri og 1938, en Rússar vilja fallast á landakröfur Júgóslava. Rúss- ar gera og miklu meiri skaða- bótakröfur. Byrd flotaforingi flaug yfir Suðurpólinn síðastl. laugardag og varpáði þar niður fána sam- einuðu þjóðanna. Republikanar í Bandaríkjun- um eru orðnir ósamdóma um fjárlögin, en þeir hafa lofað mikilli útgjaldalækkun. Sumir vilja lækka framlög til trygg- inga og heilbrigðismála, en aðrir til hermála. Nýja Sjáland hefir afnumið allar hömlur á innflutningi Evrópumanna, þar sem verka- fólksskortur er mikill í landinu. Venezuela hefir boðist til að taka á móti 15 þús. flóttamönn- um frá Evrópu á þessu ári. Arabar munu 'ekki hafa tekið þessum tillögum að öllu leyti fjarri, nema hvað varðaði inn- flutning Gyðinga. Gyðingar snerust hins vegar öndverðir gegn þeim, þar sem þeir vilja fá sérstakt ríki í Palestínu og að einni miljón Gyðinga verði leyft að flytja þangað næstu 10 árin. Þegar hér var komið, þótti brezku stjórpinni sýnt, að von- laust yrði að ná samkomulagi á ráðstefnunni og lýsti henni því slitið. Hins vegar mun hafa orð- ið ágreiningum um það í stjórn- inni, hvað næst skyldi gera Minnihluti stjórnarinnar undir forustu nýlendumálaráðherrans mun hafa viljað, að Bretar not- uðu umboðsstjórnarvald $itt til skipta Palestínu, þxátt fyrir andstöðu Araba. Bevin. Attlee og Alexander voru því hins vegar andvígir og hömruðu það fram að lokum, að málinu yrði vísað til sameinuðu þjóðanna. Mjög þykir erfitt aðtspá um það, hvernig sameinuðu þjóð irnar leysa þetta mál. Asíuríkin þykja yfirleitt likleg til að fylgja Aröbum og einnig mörg Suður Ameríkuríkin. Bandarikin munu vilja fylgja Gyðingum, en Bretar vilja ógjarna styggja Araba. Af staða Sovétríkjanna er talin mjög óviss, þar sem þau munu hvorugan aðilan vilja styggja. Starfslífið við Rcykjavíkur'bö fn er nú óvenjulega f j '®rust. Því valda síld- veiðarnar. Alla daga er veriS að losa síld í flutninga «kipin, er fara með hana norður til bræðslu. Mennirnir á síldveiðibátunu 111 vinna sjálfir að þessu, og verður þá oft lítið um svefn, ef veiðiskipin þurfa ckki að bíða eftir losun. — Á þessari mynd. sjást skipverjar á Andvara ver. V að koma afla sínum í Snæfell. (Ljósm.: G. .Vórðarson). Afmælismót Ægis: Tvö ný íslandsmet sett Þátttakeiuluriiir vorn um scxtíu í fyrrakvöld var fjölmenni mikið á áhorfendapöllum Sundhall- arinnar í Reykjavík og þrengslin svo mikil, að við lá, að áhorfentl- ur féllu í laugina. Það var sundmót sundfélagsins Ægis, sem fc>r fram í Sundhöllinni þetta kvöld, en það er haldið I tilefni ai' tuttugu ára afmæli félagsins og tóku þátt í því ílestir beztu sund- menn okkar. Sigurður Jónsson frá Ystafelli og 4X50 m. boðsunds- sveit Ægis settu ný íslandsmet. Sundfélagið Ægir 20 ára. Sundfélagið Ægir á 20 ára af- mæli um þessar mundir. Var það stofnað að tilhlutun nokkurra áhugamanna um sundíþróttina, en hún var þá ekki á marga fiska hér i höfuðstaðnum og stundum lítill íþróttabragur á sundmótunum. Félögin hugsuðu þá um það eitt, að vinna mótin. með nokkrum stiga mun, þótt stundum yrði að beita lélegum sundmönnum til að ná stiga- tölunni og vinna mótið. Eftir að sundfélagið Ægir var stofnað til að vinna að fegrun og þroska sundíþróttarinnar breyttist þetta fljótt, og félagið tók að sér forystuna í þessum málum, enda hafði það mörg- um ágætum sundmönnum og áhugamönnum á að skipa til framgangs þessari fögru íþrótt hér á landi. Og undanfarin fár hefir Ægir átt flesta okkar beztu sundmenn, enda unnið flesb mót. . Úrslit afmælismótsins. Á afmælismóti félagsins í Sundhöllinni í fyrrakvöld voru sett tvö ný íslandsmet. Sigurð- ur Þingeyingur setti nýtt met í 400 metra bringusundi á 6:07,6 og boðsundsflokkur Ægis setti nýtt íslandsmet i 4x50 m. boð- sundi á 2:22,0. Úrslit í einstök- um greinum urðu annars sem hér segir: - 50 metra skriðsund: 1. Ari Guðmundsson Ægi 27,3 sek. (1/10 lakara en íslandsmetið) 2. Rafn Sigurvinsson K.R. 28,9 sek. og 3. Óskar Jensen Á. 29,5 sek. 400 metra bringusund: 1. Sig- urður Jónsson HSÞ. 6:07,6 mín., sem er nýtt íslandsmet. 2. Sig- urður Jónsson K.R. 6:13,1 mín., sem einnig er undir gamla met- inu og 3. Ólafur Guðmundson Í.R. 6:28,1 mín. 200 m. baksund: 1. Ari Guð- mundsson Æ, 2:56,0 mín. (3/10 lakara en ísl.m. Jónasar Hall- dórssonar). 2. Guðmundur Ing- ólfsson, ÍR, 2:58,4 mín og 3. Halldór Bachmann, Æ, 3:21,3 mín. 400 m. bringusund kvenna — (Framhald á 4. síðu) Sigurður Jónsson, HSÞ. Ari GuðmundMon, Ægi. S '4ÍDIN LOSUÐ i SNÆFELL 34. blað Iþróttanefnd ríkisins biður um meira fé í íþróttasjóö Getur ekki simit nema helmingi aðkallandi verkefna, ef f járframlag ríkisins verður ekki stóraukið íþróttanefnd ríkisins hefir nýlega samið rækilega skýrslii jjm störf sín í þágu íþróttamálanna og fjárveitingar tii þeírra að und- anförnu, og gert grein fyrir fjárþörf sirjni að þessu sinnj. Eru íþróttasjóði ætlaðar í frv. til fjárlaga £ ár 700 þúsund krónur, en það er helmingi lægri upphæð heldur en hún telur sig nauðsyn- lega þurfa til starfsemi sinnar og um var beðið, og 300 þúsund krónum minna en iþróttasjóður fékk 1946. Hefir nefndin farið þess á leit, að framlagið verði hækkað í 1470 þúsund krónur ejfa ,til vara í 1200 þús. krónur. Færir íþróttanefndin mörg rök fyrir fjárbeiðni sinni. Bendir hún meðal annars á, að nú þurfi að inna af höndum lokagreiðsl- ur til ýmissa íþróttamannvirkja sem aðkallandi þörf sé á og við- komandi aðilar hafi þegar safn- að nógu fé til þess að leggja fram að sinu leyti. Enn bíði önn- ur verkefni, sem brýn nauðsyn sé á að hefjast handa um, ef íþróttalífið á að geta þróazt sem skyldi í landinu. í sundurliðaðri greinargerð íþróttanefndar um fjárþörfina á þessu ári er gert ráð fyrir styrkjum til reksturs Í.S.Í. og Ungmennafélags íslands,' til sundlaugabygginga, baðstofá og almenningsbaða, íþróttavalla og leikvanga, skíðaskála og skíða- brauta, iþróttahúsa og kaupa á leikfimistækjum og íþrótta- kennslu. Hinn áætlaði rekstrarstyrkur til Í.S.Í. er talinn 85 þúsund kr.J en tjl U.M.F.Í. 60 þiúsund krónur. I 36 sundlaugar fyrirhugaðar og i smíðum. Til sundlaugabygginga er talið þurfa um 75 þúsund krónur. Er vitað, að óskað verður styrkja til 36 sundlauga víðs vegar um landið, bæði til þess að ljúka sundlaugabyggingum, sem eru komnar langt eða skammt áleið- is, og hefja nýbyggingar. Til baðstofa og almennings- baða eru taldar þurfa um 10 þúsund krónur. 30 leikvangar og íþróttavellir. íþróttavalla og leikvangagerð þarf að styrkja með um 350 þús. krónum, ef fullnægja skal beiðn unum, lögum samkvæmt. Er vitað, að sótt verður um styrki til þrjátíu leikvanga, og er um helmingur þeirra kominn nokk- uð áleiðis, en aðrir vilja fara að hefja framkvæmdir. Stærst- ur þessara íþróttavalla og dýr- astur er leikvangurinn í Lauga- (Framhald á 4. síðu) Nýjustu rógsögu sósíalista um Breta hrundið Bretar seítii eng'in skilyrði fyrlr viður- keiiiimgu sinui á lýðveldisstofnuninni Skrif Þjóðviljans um það ranghermí Einars Olgeirssonar, að Bretar hafi sett sérstök skilyrði fyrir viðurkenningu sinni á lýð- veldisstofnuninni sýna næsta glögglega, hve umhugað það er sumum forustumönnum Sósíalistaflokksins að skapa tortryggni og óvild í garð Englendinga. Til að ná því marki er ekki hlífst við S beita hvers konar rangfærslum og blekkingum. Þetta ranghermi Einars varð til, þegar rætt var um uppsögn landhelgissamningsins í sam- einuðu þingi fyrir nokkrum dög- um. Einar taldi sig þá muna það rétt, að Vilhjálmur Þóí hefði upplýst á utanríkisnefndarfundi fyrir lýðveldisstofnunina 1944, að Bretar hefðu sett það skilyrði fyrir viðurkenningu sinni, að ís. lendingar viðurkenndu alla samninga, er Bretar og Danir hefðu gert um íslenzk málefni. Daginn eftir, að Einar hafði sagt frá þessu í þinginu, birti Þjóðviljinn árásargrein gegn Bretym á fyrstu síðu, þar sem svo var komizt að orði í fyrir- sögn, að „stjórn Bretlands gerði það að skilyrði fyrir viðurkenn- ingu á sjálfstæði ísl. lýðveldis- ins 1*944, að íslendingar viður- kenndu nauðungarsamninginn um landhelgina, sem dönsk stjórn gerði að óþökk þeirra 1901.“ Öll greinin var svo á þessa leið. í tilefni af þessuip skrifum Þjóðviljans og ranghermi Ein- ars, gaf Bjarni Benediktsson utanríkismálaráðherra skýrslu um málið á þingfundi í fyrra- dag. Hann kvað Breta hvorki hafa sett þessi né önnur skilyrði fyrir viðurkenningu sinni á lýð- veldisstofnuninni. A. m. k. væri (Framhald á 4. síöu) Framsóknarvist á föstudaginn Skemmtiskráin á samkomu Framsóknarmanna í samkomu- sal Mjólkurstöðvarinnar á föstu dagskvöldið (21. febr.) verður þannig: Framsóknarvist (kl. 8.30), verðlaunum úthlutað til sigur- vegaranna í spilunum, almenn- ur söngur. Hermann Jónasson flytur ávarp, Kjartan Ó. Bjarna- son sýnir kvikmynd, söngur, Skúli Guðmundsson flytur sjálf valið efni. Að lokum söngur og dans. Stjórnandi Vigfús Guð- mundsson. Kvikmy-ndirnar, sem sýndar verða eru íslenzkar, þar á með- al mynd sú, er tekin var eitt sinn af Framsóknarvist í Lista- mannaskálanum. Af því að sennilega líður nokkuð langur tími þar til næsta skemmtisamkoma Framsóknar- manna verður og að aðsóknin er mikil, þá ætti Framsóknar- fólk, sem sækja ætlar þessa sam komu, að panta aðgöngumiða í síma 2323, sem allra fyrst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.