Tíminn - 21.02.1947, Qupperneq 1

Tíminn - 21.02.1947, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: S \ ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ) ÚTGEPANDI: ) PRAMSÓKNARFLOKKURINN \ Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. \ v } RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A ( Símar 2353 og 4373 \ AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: \ EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A ; Síml 2323 ! ------_____________________... S 31. árg. Reykjavík, föstudagiiui 21. febr. 1947 36. blaS ERLENT YFIRLIT: Norömenn og friðarsamningarnir IVorðmeun viljja láta banna Þjóðverjum að endurnýja kaupskipastóllnn og togaraflotann Olíustööin í Hvalfirði f ullnægir þörfum landsmanna lyrst í staö SORGLEGAR HIAJAR |]M VOFEIFLEGA ATBLRÐI Síðan um áramót hafa fulltrúar utanríkisráðherranna, sem koma saman í Moskvu í næsta mánuði til að semja þýzku friðar- samningana, setið á ráðstfefnu í London og tekið á móti kröfum, er smáþjóðirnar, sem áttu í styrjöld við Þjóðverja, vilja koma fram í sambandi við friðarsamningana. Bæði Norðmenn og Danir hafa þegar lagt fram kröfur sínar og verður hér á eftir lýst aðal- atriðunum í kröfum og greinargerð Norðmanna. í upphafi norsku greinargerð- arinnar er lögð megináherzla á það, að frilðarsamningarnir komi í veg fyrir, að Þjóðverjar geti hafið árásarstyrjöld. Til þess að tryggja það, verði óhjá- kvæmilegt að hafa eftirlit með stjójn Þýzkalands og atvinnu- rekstri, einkum þó járn- og EINAR GERHARDSEN, forsætisráðherra Noregs. stáliðnaðinum í Ruhrhéruðun- um. Þetta eftirlit má þó ekki vera svo langvinnt, að það verði andlegri viðreisn þýzku þjóðar- innar fjötur um fót og eyðileggi trú hennar á frelsi og lýðræði. Þess vegna þarf að setja því tímatakmark, svo að þýzka þjóðin geti horft fram til þess tíma, er hún öðlast aftur fullt frelsi og verður fullgildur aðili í samfélagi þjóðanna, ef hún heldur þær skuldbindingar, sem friðarsamningarnir leggja henni á herðar. Það er talið sjálfsagt, að Þjóðverjum verði bannaður allur herútbúnaður og öll hern- aðarleg þjálfun. Næsti kaf-li norsku greinar- gerðarinnar fjallar um stjórn Þýzkalands. Þar er lýst þeirri skoðun, að ekki sé ráðlegt að skipta Þýzkalandi í smáríki, ef það sé gert gegn vilja Þjóðverja sjálfra. Slík valdbeiting sigur- vegaranna muni þá aðeins efla þýzku þjóðernisstefnuna, en ekki draga úr henni. Auk þess muni það gerá fjárhagslega við- reisn Þýzkalands erfiðari. Öll ERLENDAR FRÉTTIR Mountbatten lávarður hefir verið skipaður varakonungur Indlands í stað Wavelles, sem hefir verið Ipraddur heim og sæmdur jarlstign. í sambandi við þessi mannaskipti, hefir Attlee tilkynnt, að yfirráðum Breta á Indlandi muni ljúka formlega í júlímánuði 1948. Frakkar og Pólverjar hafa gert með sér vináttusamning til 5 ára. Vandenberg öldungadeildar- maður í Bandarikjunum hefir lagt til, að kosningarréttur verði færður niður I 18 ára aldur. Horfur fara nú sibatnandi í kolamálunum i Bretlandi og er vinna nú hafin i mörgum verk- smiðjum, sem varð að loka á dögunum. rök mæla með því, að Þýzka- landi verði áfram ein polítisk og efnaleg heild, en hins vegar geti verið hyggilegt að auka sjálf- stjórn einstakra hluta, því að þannig geti Þjóðverjar betur vanist stjórnarháttum lýðræðis- ins. Sérstakar ráðstafanir verði að gera til hindrunar því, að hringar og auðfélög komist á fót, þar sem slík fyrirtæki geti orðið gróðrarstíur fyrir hernað- arstefnuna. Sérstakar ráðstaf- anir þurfi einnig að gera til að hnekkja yfirráðum Prússa pg skipti þar ekki minnstu að breyta hinum efnahagslegu og þjóðfélagslegu aðstæðum, m. a. með skiptingu stórra jarðeigna aðalsins, þar sem Prússar hafi verið höfuðkjarni hernaðar- stefnunnar. Þriðja greinin fjallar um rétt- indi þýzkra borgara. Þar er lögð áherzla á, að ríkjandi verði fullt málfrelsi og ritfrelsi í landinu og komið í veg fyrir, að skólar eða aðrar menntastofnanir verði áróðurstæki nýrrar þjóðernis- stefnu. Þá verður að tryggja það að dómsvaldinu og lögregluvald- inu verði beitt réttlátlega og allir verði jafnir fyrir lögunum.— Tryggja verður rétt allra þjóð- ernislegra minnihluta. Þá ber að greiða fyrir því, að þýzkir flótta menn komizt sem fyrst heim til Þýzkalands. í næstu köflum er fjallað um skaðabótágreiðslur Þjóðverja og skipun þýzks atvinnulífs. í friðarsamningunum verður að skylda Þjóðverja tii að greiða það tjón, sem þeir hafa valdið öðrum þjóðum. Endurskipun þýzks atvinnulífs verður að miða við það, að Þjóðverjum verði kleift að greiða þessar skaða- bætur, en jafnframt verður að tryggja, að iðnaði þeirra verði þannig háttað, að ekki verði hægt að breyta honum í her- gagnaiðnað á skammri stundu. Þessu takmarki má að ein- hverju leyti ná með takmörkun iðnaðarins, en slík takmörkun má þó ekki ganga svo langt, að Þjóðverjar búi við lakari lífs- kjör ' en aðrar þjóðir og geti ekki framleitt vörur, sem aðrar þjóðir vanhagar um. Slíkt myndi ekki aðeins bitna á Þjóðverjum, heldur einnig hinum fyrri við- skiptaþjóðum þeirra, og auk þess skapa háskasamlegt pólí- tiskt viðhorf i Þýzkalandi. í greinargerð Norðmanna er lögð sérstök áherzla á, að Þjóð- verjar fái ekki að endurnýja verzlunarskipastól sinn fyrst um sinn, þar sem það hafi sýnt (Framhald á 4. síSu) Vísitalan greidd niður fyrir 1. marz Kauplagsnefnd og Hagstofan hafa lokið útreikningi vísitöl- unnar fjyrir febrúarmánuð og reyndist hún 316 stig eða 6 stig- um hærri en í janúarmánuði. í tilefni af þessu hefir ríkis- stjórnin sent blaðinu tilkynn- ingu, þar sem hún óskar að taka fram eftirfarandi: Hækkun þessi stafar af vöru- Viðtal við Sigurð Jón- asson, forstjóra Olíu- félagsins í tilefni af umræðum þeim, sem hafa orðið uin olíustöðina í Hvalfirði, hefir Tíminn átt viðtal við Sigurð Jónasson forstjóra, sem hefir verið ráðinn forstjóri Olíufé- lagsins h.f., sem stofnað var á siðastl. ári af S.Í.S., ýmsum kaupfélögum og samtökum útvegsmanna víða um land. Markmið félagsins er að gera oiíuverzlunina innlenda og ódýrari og hefir félagið í því skyni staðið í samningum um að fá Hvalfjarðarstöðina keypta. Viðtalið við Sigurð Jónas- son fer hér á eftir: Bifreiðaslysin í Reykjavík, og raunar víðar liér á landi, þykja að vonum geigvænleg. Á hverju ári bíður hér fjöldi fólks bana í bifreiðaslysum, einkum þó börn og ungt fólk, vaxtarbroddur þjóðarinnar. Ennþá fleiri verða fyrir meiðslum, sem valda einstaklingum og þjóðinni miklu tjóni og sumir biða þeirra aldrei bætur. Þar að auki eru svo skemmdirnar, sem verða á bifrelðum í árekstrum og útafkeyrsium — þær nema mörgum hundruðum þúsunda í krónutali á hverju einasta ári. Umferðaslysin eru því mjög alvarlegt mál fyrir okkur, frá hvaða sjónarmiði, sem á þau' er litið, og mikið í húfi, ef viðleitni góðra og áhugasamra manna til þess að draga úr þeim ber ekki verulegan árangur. — En það er víðar en hór á landi, sem ökuslysin eru mönnum áhyggjuefni. 1 Banda- ríkjunum deyja til dæmis árlega af völdum umferðaslysa eins margir menn og falla mundu í grimmilegri styrj- öld. Svipaða sögu er að segja úr mörgum öðrum löndum. — Á myndinni, sem fylgir þessum línum, sést árangur- inn af jólaferðum ógætinna og lítt hæfra bifreiðastjóra í einu nágrannalandinu Gönguskarðsárvirkjuninni á að vera iokið árið 1948 Fyrir alþingi liggcsr tillaga nm, að Göngn- Kkarðsstöðin verði ríkisrafveiía, er grann- sveitir Sauðárkróks fái rafniagn frá Á síðastliðnu sumri hófst vinna við virkj.un Gönguskarðsár í Skagafirði. Er sú virkjun gerð fyrir Sauðárkróksþorp og ef til vill nærliggjandi sveitir,e f alþingi ákveður, að Gönguskarðsveitan verði ríkisrafveita. Tíðindamaður' blaðsins átti í gær viðtal við Guðmund Sveinsson á Sauðárkróki um virkjunina) Rafmagn hefir lengi verið af skornum skammti á Sauðárkróki og hefir rafmagnsskorturinn verið all tilfinnanlegur í þorp- inu að undanförnu. Notast hefir verið við litla vatnsaflsstöð og aðra litla mótorrafstöð. Sprengt fyrir stíflunni í sumar. Framkvæmdir við byggingu hinnar nýju stöðvar hófust í ágúst í fyrrasumar og hefir hreppsneíndin á Sauðárkröki yfirumsjón og stjórn verksins með höndum. Almenna bygg- ingarfélagið hefir annazt fram- kvæmdir verksins í einstökum atriðum. % fyrrasumar og fram á haust var unnið að ýmsum undirbúningi og að mestu lokið hækkun í janúarmánuði, og þar sem ráðstafanir til lækkunar höfðu ekki verið gerðar í þeim mánuði, en fyrrv. stjórn sat þá að völdum, hlaut þessi hækkun að koma fram nú. Ríkisstjórnin hefir ákveðið, í samræmi við málefniasamning, sem lagður var til grundvallar við st j órnarmyndupina, að greiða niður vöruverð fyrir næstu mánaðamót, þannig að vísitalan færist niður í það, sem hún var í janúarmánuði, 310 stig. við að sprengja fyrir stíflunni, sem verður allmikið mannvirki. Er það Gönguskarðsgil svo nefnt, sem stíflað verður, og vatnið síðan leitt ofan frá stífl- unni í trépípum alla leið ofan í þorpið, þar sem rafstöðin á að standa. Þangað er um 2 km. leið frá stíflunni. Unnu að staðaldri 20—30 menn við virkjunina í sumar sem leið. Byrjað að byggja stíflugarðinn á vori komanda. í vor verður aftur hafizt handa um framkvæmd verksins bg þá byrjað á sjálfri stíflunni, en efni til hennar er nú fengið. Vatnspípurnar verða úr tré, og verða þær sennilega fluttar frá Noregi. En vélarnar í sjálfa stöðina verða sennilega keyptar frá Englandi. En áætlað er, að stöðin verði 1500 hestöfl. Búizt er við, að rafmagnið verði nóg til ljósa, suðu og jafnvel að ein- hverju leyti til hitunar. Áætlað kostnaðarverð stöðv- arinnar er tæpar 3 milj. króna, og á hún að verða tilbúin ein- hvern tíma á árinu 1948. Fyrir alþingi liggur nú tillaga um það, að Göngusk^rðsárstöð- in verði ríkisrafveita, og ef það nær fram að ganga, fá sveitirn- ar inn af Sauðárkrók einnig raf- magn frá stöðinni, allt fram að Varmahlíð. Útsvörin hækka um hálfa sjöundu 1 frumvarpi til fjárhagsáætl- unar Reykjavíkurbæjar árið 1947 er gert ráð fyrir, að útsvör Reykvíkinga á þessu ári nemi 44384200 krónum. Þau eiga því að hækka um nálega sex og hálfa milj., því að þau námu í fyrra um 38 milj. krónum. Forráðamönnum Reykjavík- urbæjar miðar þannig drjúgum áfram í áttina til aukinna álagna, enda þarf mikils við, þegar lítillar ráðdeildar og hygg- inda er gætt um bæjarbúskap- inn. Framsóknarvist Skemmtun Framsóknarmanna í samkomusal Mjólkurstöðvar- innar í kvöld byrjar með Fram- sóknarvist klukkan 8,30 stund- víslega. Þegar verðlaununum hefir verið úthlutað ttl sigurveg- aranna í spilunum, flytur Her- mann Jónasson ávarp, Skúli Guðmundsson sjálfvalið efni og Kjartan Ó. Bjarnason sýnir ís- lenzkar kvikmyndir, þar á meðal myndina, sem hann tók eitt sinn af FramsóknarvÁst í Listá- mannaskálanum. Loks v^rður sungið og dansað fram á nótt. Aðgöngumiðar sækist fyrir klukkan fjögur í dag í inn- heimtustofu Tímans, Edduhús- inu við Lindargötu. Ef einhverjir aðgöngumiðar verða ósóttir eða óráðstafaðir eftir klukkan fjögur verðn, þeir seldir við innganginn klukkan a—8,30. — Hver er stærð o$ gerð oliu- stöðvarinnar í Hvalfirði? — Olíustöðin i Hvalfirði, sem er byggð af Bandaríkjamönnum að ráðum beztu sérfræðinga, tekur um 90 þús. smál. af bens- íni og olíum. Stöðiri er í tvennu lagi. Annar hlutinn eru átta geymar, sem taka 35.000 tn. hver eða samtals ca. 40 þús smál. af bensíni og olíum. Þeir hafa verið notaðir fyrir bensín,' en einnig mætti nota þá fyrir ljósaolíu og gasolíu (hráolíu). Hinn hlutinn eru 41 geymir, sem taka 10 þús. tn. hver eða samtals rúmar 50 þús. smál. Sex þessara geyma hafa verið notaðir undir gas- olíu, en allir hinir hafa verið notaðir undir brennsluolíu til skipa (fuel oil). Geymar þessir eru með hitunartækjum, þar sem hita þarf þessa oliu upp í kuld- um, þega* hún er afgreidd. Að öllum þessum geymum liggja leiðslur fram frá 1200 feta langri olíubryggju, en þegar olíunni er dælt í land úr stærstu olíu- flutningaskipum verður einnig að nota flotleiðslu. Bryggjan er fremur veikbyggð og einkum ætluð til að bera leiðslurnar, en þó má afgreiða þar skip, sem eru allt að þúsund smál. — Er stöðin í nothæfu ástandi? — Flestiillar leiðslurnar, vél- arnar og einnig geymarnir eru nú í því lagi, að nota mætti stöðina, án verulegra viðgerða. Olíugeymarnir, sem þarna eru, eru yfirleitt aðeins nothæfir þarna á staðnum. Stóru geym- ana, sem eru logsoðnir, er alls ekki hægt að hreyfa, nema með því að skera þá í sundur, en það myndi verða mjög dýrt og ekki undir neinum kringurristæðum svara kostnaði. Minni geymana, sem eru skrúfaðir saman, mættí flytja, en þó verður ýmsum vandkvæðum bundið að setja þá saman aftur, svo að öruggt sé, og ekki er hægt að nota þá, nema undir þykkari tegundir af olíu. — Hvert er álit þitt á þeim kröfum, að stöðin verði rifin niður? — Ég álíV það hreina fjar- stæðu, eins og nú er ástatt. Eins og ég hefi þegar gert grein fyrir, verður stöðin ekki rifin pieð það fyrir augum að flytja hana ann- að, nema þá að litlu leyti. Kostnaðurinn við að rífa stöð- ina myndi alltaf verða á aðra milj. kr. og væri þeim fjármun- um kastað á glæ. Hins vegar getur stöðin orðið íslenlingum að miklu gagni þar sem hún er nú, ef ekki væri spilt fyrir fullri notkun hennar. Innflutningur (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.