Tíminn - 21.02.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.02.1947, Blaðsíða 2
2 TfMlMV. iftstmlaginn 21. febr. 1947 36. blað PALL ÞORSTEINSSON: Sveit og bær VI. Áhrff Reykjavikur Föstudayur 21. febr. Lokasporið í verzlun- arbaráttunni Það var eitt höfuðmarkmið sjálfstæðisbaráttunnar á öld- inni, sem leið, að koma verzl- uninni í hendur landsmanna sjálfra. Jón Sigurðsson reit margar beztu og skeleggustu greinar sínar um það mál. Hon- um og öðrum forvígismönnum sjálfstæðisbaráttunnar var ljóst, að umráð útlendinga yfir verzl- uninni hafði meira en nokkuð annað þrengt kjör þjóðarinnar á liðnum öldum og fátt myndi greiða betur fyrir endurreisn- inni en að verzlunin kæmizt í innlendar hendur. Sá árangur, sem hefir náðst á þessu sviði, er vissulega mikill og glæsilegur. Enn eru ekki lið- inn 100 ár frá því, að þjóðin fékk verzlunarfrelsi. Á þessum tæpa aldaráfanga hefir það náðst, að öll verzlunin er kom- in í hendur innlendra aðila, að verzluninni með olíu undan- skildri. Þótt verzlunarfyrir- komulagið nú sé ekki að öllu leyti eins hagkvæmt og það gæti verið bezt, er þetta eigi að síður einn allra glæsilegasti ár- angur sjálfstæðisbaráttunnar. Lokasigurinn á þessu sviði næst þó ekki fyrr en verzlunin með olíu hefir einnig komizt í íslenzkar hendur. Hún er ennþá að mestu leyti í höndum út- lendra hringa, sem hafa haft hér eins konar einokun og safn- að miklum gróða á þeirri að- stöðu sinni. Það væri glæsileg vöggugjöf til hins nýstofnaða lýðveldis, ef olíuverzlunin yrði einnig gerð innlend á fyrstu ár- um þess og öll verzlun lands- manna væri komin í hendur þeirra sjálfra áður en aldar- afmæli verzlunarfrelsisins væri minnzt. Ef' valdhafar landsins skilja vitjunartíma sinn getur þetta hæglega orðið. Á síðastl. ári stofnuðu kaupféiög og útvegs- menn landsins til alinnlendra olíusamtaka. Á stríðsárunum byggðu hinir erlendu aðilir hér mikla olíustöð, sem landsmönn- um er nú frjáls til afnota. Með því að fá hinum nýju alinn- lendu samtökum þessa stöð í hendur, er þeim skapaður mögu- leiki til að brjóta niður ein- okun útlehdu hringanna, gera olíuverzlunina innlenda og lækka olíuverðið til hagsbóta fyrir útvegsmenn og aðra olíu- neytendur. Eins og vænta mátti hafa umboðsmenn hins erlenda olíu- valds hafið ákafa baráttu gegn þessu að hætti selstöðukaup- manna í gamla daga. En nú þykir ekki lengur heppilegt að ganga hreint til verks. Nú dugir ekki lengur að segja, að íslend- ingar séu ekki færir um að ann- ast verzlun sína sjálfir. Nú er hins vegar reynt að stimpla þá, sem eru að vinna gegn einokun erlendu hringanna, hættulega menn fyrir frelsi og framtíð landsins! Og blaðið, sem er val- ið til að stjórna þessari land- varnarbaráttu útlendu olíu- hringanna, er Þjóðviljinn. Því er haldið fram, að inn- lendu olíusamtökin myndu gera olíustöðina í Hvalfirði, ef þau fengju hana til umráða, að dul- búinni herstöð fyrir útlent her- veldi. Hver heilvita maður sér þó, að hér er um fullkomnustu fjarstæðu að ræða. Eigi sú ó- gæfa eftir að henda þjóðina, að I. Hagfræðingarnir komast að þeirri niðurstöðu í áliti sínu, að til byggingaframkvæmda hafi verið varið 100,5 milj. kr. 1945, 122 milj. 1946 og áætla kostnað við byggingar á þessu ári 162 milj. kr., þar af nálega 95 milj. kr. í Reykjavík. Varla er um það að ræða, að hús gangi kaupum og sölum í Reykjavík, svo að verð sé ekki talið í hundruðum þúsunda fremur en tugum þúsunda. Leiga eftir eina íbúð í nýju húsi mun allt að tíu þúsund kr. á ári eða þar yfir. Þessar staðreyndir gefa auga leiði í ýmsar áttir. Stefna fyrrverandi ríkisstjórn- ar eða öllu heldur stefnuleysi hefir k>itt til þess að blind sam- keppni og handahóf hefir ráð- ið um framkvæmdir í landinu síðustu misserin. Þ@ss vegna hafa byggingar, einkum í Reykjavík, dregið til sín vinnu- afl og fjármagn á kostnað fram- kvæmda vegna framleiðslunnar. Á sama tíma, sem verið hefir miklum örðugleikum bundið að reisa nauðsynleg hús víðs vegar um- land, hafa risið upp á ýms- um stöðum hallir til sumardval- ar fyrir einstaka menn og verið byggt í Reykjavík fyrir marga tugi miljóna, enda æ betur hlynnt að kaupmannastéttinni, en samvinnumönnum landsins og öllum almenningi ætlað að ganga gneypum upp að búðar- herrans borði. landið verði hernumið af er- lendu stórveldi, myndi olíustöð í nánd við Reykjavík, — en þar hlýtur aðalolíustöð landsins allt af að vera, — að koma því að engu minna gagni en olíustöð í Hvalfirði. Hins vegar yrði loft- árásarhættan því meiri fyrir Reykjavík, sem stöðin væri nær henni. Sé nokkur alvara bak við i röksemdaleiðslu þeirra manna, sem hamast gegn olíu- stöðinni í Hvalfirði, ættu þeir blátt áfram að krefjast þess, að engin olíustöð yrði höfð hér á landi og a. m. k. alls ekki við Faxaflóa. Það gera þeir ekki. Það sést bezt á því, hver eru heilindi þeirra í þessu máli. Það, sem hér býr á bak við, er heldur ekki umhyggja fyrir frelsi og framtíð landsins. Það eru hagsmunir útlendu olíu- hringanna, sem eru hér að verki, en nokkrir af helztu að- standendum Þjóðviljans eru ná- tengdir þeim. En kjarkurinn og smekkvísin er ekki meiri en það, að þeir þykjast berjast í nafni sjálfstæðisins, þegar þeir eru að berjast fyrir því að erlendir auð- hringar verði áfram allsráðandi í olíuverzlun landsmanna! Hitt er víst, hver , afstaða þjóðarinnar muni vera í þessu máli. Hún mun ekki láta út- lendu hringana hræða sig með neinum grýlum. Hún vill stíga lokasporið í verzlunarbarátt- unni og gera olíuverzlunina innlenda. Hún veit, að það er sigur hennar, eins og það hefir verið það í hvert sinn, þegar eitthvað af verzluninni var að færast í innlendar hendur. Hún vill ekki byrja göngu lýðveldis- ins með því að svíkja stefnu Jóns Sigurðssonar. Þeir valda- menn, sem kunna að ganga er- inda olíuhringanna í þessu máli, eiga von á þungum áfell- isdómi þjóðarinnar. Því fleira fólk og meiri auður sem safnast á einn stað, því meira verður kapphlaupið um hvern fermetra lands. En af því' leiðir óhóflega verðhækkun lóða. Lóð undir eitt hús á sæmilegum stað inni í Reykjavíkurbæ, kost- ar ekki minna en bújörð í sveit. Áætlað mun v§s;a, að hæfilegt landrými í miðjum höfuðstaðn- um undir menntaskóla, sem nægja ætti til frambúðar, muni kosta fullar fjórar miljónir króna. Þar með eru að sönnu talin nokkur gömul húe, sem rýma þyrfti. Það er ekki minni fjárhæð en nemur fasteigna- matsverði lands í heilli sýslu, þótt það væri hækkað eftir verð- lagsvísitölu. Samtök iðnaðarmanna hafa náð byggingavinnunni að miklu leyti á sitt vald. Enginn má leggja pípur, raflagnir o. s. frv., nema vissir menn, sem telja sig eina hafa rétt á slíku. Kaup- kröfur þeirra eru lítt skornar við nögl og er þó á allra vitorði, að vinnuafköstin reynast oft minni en við mætti búast. Þetta hleypir upp verði húsanna, jafnt verkamannabústaða sem ann- arra. Á þennan hátt hitta kröf- ur verkalýðssamtakanna stund- um þeirra eigin menn. Svo eru þættir atvinnulífs og viðskipta slungnir saman á marga vegu. Maður, sem reisir hús fyrir hundruð þúsunda og tekur megnið af þeim að láni, verður að fá mikinn arð af eign- inni, taka háa húsaleigu til að geta staðið við skuldbindingar sínar við lánsstofnanir. Og aðil- iijn, sem tekur húsnæði á leigu fyrir mörg þúsund krónur á ári, verður á hinn bóginn að fá mik- ið fé milli handa, ef hann á að geta búið undir því dýra þaki. í Reykjavík hefir staðið yfir hamslaust kapphlaup um vinnu- afl og efni og stundum ekki sést fyrir um kauphækkanir og fríð- indi til manna upp fyrir taxta verkalýðsfélaga, ssérstaklega í vissum greinum. Með tilliti til Jafnvel svo einfalt verk eins og að bursta skó, er hægt að vinna á mjög mismunandi hátt. Hérna um daginn settist ég hjá skóburstaranum á torginu til þess að fá skóna mína burstaða. Ég gaf því gætur að hann gerði það alveg óvenjulega vandlega. Ég sagði ekkert, en gaf starfi hans öðru hvoru gætur yfir gler- augun, en hélt annars áfram að lesa grein um þá hugarfars- breytingu, sem á að hjálpa okk- ur öllum, og ekki sízt dönsku þjóðinni, yfir þá örðugleika, sem framundan eru. Þegar burstun- inni var lokið, geislaði af skón- um eins og nýir væri. Þegar ég ávarpaði skóburstarann nokkr- um viðyrkenningarorðum fyrir starf hans, svaraði hann alvar- lega, og þó með samblandi af metnaði og gamansemi: Já, þessa og í skjóli við. það hafa verkalýðssamtökin sett s$r það mark að auka sí og æ kröfur um kaup og fríðindi. Eru þær kröf- ur vafalítið af ýnisum toga spunnar, eins og verða vill, þar sem ábyrgðarlitlir en óbilgjarnir foringjar fá tök á málum. II. Hvernig hefir þetta bitnað á öðrum byggðarlögum og hvaða áhrif hefir það á afkomu þeirra? Verkalýðsfélögin í Reykjavík hafa ætíð gengið á undam með kröfur um Tiækkað kaup og minni vinnu — og þar er að finna metið á því sviði. Út frá Reykjavík hafa svo kröfurnar borizt í allar áttir, eins og bárur eftir að steini hefir verið kastað á kyrran vatnsflöt, og hvarvetna studdar þeim rökum, að nauð- syn beri til breytinga „til sam- ræmis.“ Verzlun og iðnaður, sem mega teljast höfuðatvinnuvegir Reykjavíkur velta byrðunum að miklu leyti af sér með því að dreifa þeim á viðskiptamennina. Sjávarútvegur og landbúnaður hafa ekki aðstöðu til þess. Fyrir því bitnar þetta þyngst á þeim tveim höfuðatvinnuvegum þjóð- arinnar, sem bjargræði fólks- ins er að mestu bundið við í flestum byggðarlögum utan Reykjavíkur. Enda er nú svo komið, að bátaútvegurinn er állur rekinn með ábyrgð ríkis- sjóðs og búskapurinn í heilum héruðum byggist á því að bænd- urnir og skyldulið þeirra leggja fram efni og orku við atvinnu- reksturinn alveg án þess að hirða um kauptaxta verkalýðs- félaga. Hagfræðingarnir hafá m. a. dregið glöggt fram þessar staðreyndir í áliti sínu. Eftir að þeir hafa lýst hinni skrpulags- lausu fjárfestingu og hömlu- lau^u neyzlu, sem átt hefir sér stað, komast þeh* svo að orði: „Þessi mikla þensla, sem fyrst og fremst hefir átt sér stað í ReykjaVík, og þær kaupgjalds- hækkanir, sem' af henni hafa leitt, hafa sogað fólk og fjár- magn til Reykjavíkur í stórum manni ber nú að hafa allt í lagi með samvizku sína. Hér var ekki þörf á neinni hugarfarsbreyt- ingu. Ekki alls fyrir löngu, þegar ég var á heimleið eitt kvöld í yfirfullum strætisvagni, gat ég ekki komizt hjá að hlusta á samtal tveggja samferðamanna minna, sem, eftir því sem fram kom i samtalinu, voru báðir embættismenn í póstþjónust- unni. Annar sagði svo frá, að við síðustu úthlutun á skömmt- unarseðlum, hefði sér verið sent einum seðli of margt, mið- að við tölu heimilisfólks. Heima hjá honum hafði þá orðið tölu- vert tilrætt um það, hvort hann ætti að skila seðlinum eða ekki. Ekki myndi hann taka' neitt frá neinum með því að láta það vera, enginn væri prettaður, né stíl. Þetta fólk hefir um leið horfið frá sjávarútvegi og land- búnaði, flest fyrir fullt og allt. Þessir atvinnuvegir geta ekki tekið þátt í kapphlaupinu um vinnuaflið, nema að takmörk- uðu leyti, og geta þar að auki ekki boðið fram þau þægindi, sem til eru annars staðar. Á sama tíma, sem átt hefir að framkvæma stórfellda uppbygg- ingu sjávarútvegsins hefir fólkið dregizt frá þessum atvinnuvegi með meiri hraða en nokkru sinni fyrr.“*) í kjölfar hinnar miklu þenslu, sem hagfræðingarnir iýsa harla vel,' koma hækkuð farmgjöld, meiri ferðakostnaður, aukinn símakostnaður o. s. frv. Allt nær þetta helzt til þeirra, sem búa úti um land og þurfa svo margt að sækja til Reykjavíkur. Þeir, sem staðið hafa af sér bylgju upplausnarinnar, en una glaðir við sitt úti á landsbyggðinni verða því að bera slíkar byrðar. — En skýrasta fórnin, sem öll héruð landsins hafa fært Reykjavík, er þó fólkið sjálft, sem hún hefir hrifið til sín. m. í fornu riti er svo að orði komizt: „Nú er sá einn ótaldur ágalli, er miklu er þyngri einn, en allir þessir, sem nú höfum vér talda, ef óáran kann að koma í fólkið sjálft, er byggir landið eða enn heldur ef árgalli kemur í siðu þeirra og mannvit eða með- ferðir, er gæta skulu stjórnar landsins.“ Höfundurinn, sem skráði þessi ummæli, hefir að sjálfsögðu haft í huga mynd af aldarhætti þeirrar tíðar. Auk þess ósamræmis, sem orð- ið er um arð stéttanna í þjóð- félaginu — svo sem hagfræð- ingarnir hafa m. a. fært sönnur á — og stafar eigi lítið af því að „árgalli hefir komið í siðu þeirra og mannvit eða meðferðir, er gæta skyldu stjórnar landsins" hefir sá „árgalli“ þróazt með þeim aldaranda, er nú ríkir, að margir te'lja aðra vinnu álitlegri, fínni, „flottari,“ vænlegri til upphefðar en framleiðslustörf á sjó og landi. Fyrir því leitar fólk, sem telur það á færi sínu að fást við handiðnir, skrifa (Framhald á 4. síðu) *) Auökennt af mér. — P. Þ. fengi minna fyrir þá sök. Fé- lagi hans áleit að hann þyrfti ekki að skila honum, og bætti við, svo sem til frekari áherzlu: Og þið sem eigið hálfvaxna drengi, sem h§fa matarlyst á við tvo, og eru að eta ykkur út á húsgang. — Já, hvað sem um það er, var svarið, við skiluð- um nú seðlinum. Hvers vegna skyldum við eiga að verða bet- ur sett en aðrir? Hér þurfti heldur ekki nein hugarfarsbreyting að vgrða, Ég stóð hér frammi fyrir samvizku- semi og þegnskaparlund, sem setti mig í vanda. Og meðan ég velti því fyrir mér, hvað ég myndi sjálfur hafa gert við skömmtunarreitina, virti ég manninn fyrir mér: alvarlegt og stillilegt andlit, höndin stór og falleg, slitinn vetrarfrakki, reykjarpípa gömul og útreykt, og í stað hólksins sem upphaf- lega hafði verið, var hún vafin æirþræði, sem var brugðinn eins og hárflétta, af mikilli list. Ég fann til smæðar minnar gagn- vart þessum manni. Ég hefði ekki getað svarað eins fallega og hann gerði, alls ekki með drengina hálfsoltna heima. í vikunni sem leið var ég á ferðalagi og hitti þá skógar- höggsmann, sem var að hlaða upp brennibútum. Ég tók eftir Sextugur: Sigurður Baldvinsson póstmefstari Sigurður Baldvinsson póst- meistrai varð sextugur í gær. Hann er fæddur í Stakkahlíð í Loömundarfirði 20. febrúar 1887. Foreldrar hans voru Baldvin hreppstjóri og bóndi þar Jó- hannesson og Ingibjörg Stefáns- dóttir kona hans. Sigurður stundapi nám í gagn- fræðaskólanum á Akureyri 1904 til 1907. Að loknu námi þar varð hann löggæzlumaður á Seyðisfirði til 1911, en stundaði jafnframt skrifstofustörf, fyrst við verzl- un en síðan sem sýsluskrifari. En árin 1912—13 var hann í Reykjavík og vann hjá Sveini Björnssyni, sem þá var yfir- dómslögmaður og hafði mörgu að sinna, — m. a. var stofnun Eimskipafélagsins þá í undir- búningi. Að því loknu sneri Sigurður aftur austur á land og fékkst þar við innheimtu- og mála- flutningsstörf 1914—18, enda hafði hann allt frá skólaárun- um lagt sig eftir lögfræðilegri þekkingu. Á þessu tímabili vann hann líka við blaðið Austra, ýmist 'sem aðstoðarmaður eða ritstjóri. Árið 1918 tók Sigurður við póstmeistarastörfunum á Seyð- isfirði og gegndi því embætti þar til hann var skipaður póst- meistari í Reykjavík 1930. Jafn- framt rak hann þar verzlun með bækur og ritföng og var lengstum bæjarfulltrúi. Tók hann á þeim árum mikinn þátt í félagsstarfsemi ýmsri, bind- (Framhald á 4. síðu) því að hann hlóð öllum beztu bútunum í sérstakan hlaða, svo ég spurði hann hver ætti að fá þetta úrvalsbrenni. Hreppurinn, sagði hann. Það á að ganga til skólanna og gamalmennahælis- ins. — Ekki þurfti að bæta um hugarfarsástandið hér. Þarna kom fram hiri ósvikna þegn- lund gagnvart hinu opinbera. Annars fáum við miklu oftast að heyra að sveit og ríki hljóti það í sinn hlut, sem bæði er lé- legast og dýrast. Já, samvizkan gagnvart þjóð- félaginu virðist reyndar oft vera sljó og jafnvel sofandi hjá fólki, sem annars vill ekki vamm sitt vita. Ýmsir þeir sem aldrei myndu láta sér til hugar koma að hafa eyrisvirði af náunga sín- um í viðskiptum, beita öllum hugsanlegum brögðum til að komast undan sköttum, tollum og öðrum lögskyldum gjöldum. Gagnvart þessari persónulausu veru, ríkinu, hreppnum, eða, „því opinbera“ yfirleitt, finnum við ekki til persónulegra skuldbind- inga, sem við höfum nokkra innri þörf til að standa við. Hér mun vera pottur brotinn hjá öll- um stéttum. Nýlega var ég að lesa um prest á Fjóni, sem á framtali sínu hafði „gleymt“ að hann átti hús á Sjálandi, og um lækni sem gaf ýmsum vin- » l&iTstjaii liuriN bókavörður, SAMVIZKA í eftirfarandi grein, sem birtist í danska blaðinu „Politiken“ í fyrra mánuði, kemst höfundurinn að þeirri niðurstöðu að hug- arfar (Mentalitet) danskra borgara sé yfirleitt betra en af er látið, ef aðeins sé beitt réttum aðferðum til að kalla fram hin betri öfl, sem með þeim búa. Þó grein þessi sé miðuð við dönsku þjóðina, og jaffivel sérstaklega við hugarfarsbreytingar, sem ýms- I um þótti koma fram hjá henni undir hernáminu og síðan, þá hefir greinin að mörgu leyti svo almennt gildi, að hún getur, hvar sem er, vakið menn til íhugunar um að þreifa í eigin barm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.