Tíminn - 21.02.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.02.1947, Blaðsíða 3
36. blað TÍMIM, föstMdagiim 21. febr. 1947 3 Hafa skal það er sannara reynist Ásgeir Jónsson minnist Glóa míns sál. í „Horfnir Góðhestar.“ Við það gerir Sigurjón Benja- mínsson athugasemd í Tíman- um. Þeir voru vanir því, þegar við allir þrír vorum saman í Hólaskóla, að slá við og við í eina bröndótta, og stundum var sagt, að ég kæmi þeim af stað. Það var nú í þá daga, þá vorum við ungir. Nú erum við eldri, og finnst meira um hvað eina. Það sem Ásgeir segir um Glóa, hefir hann haft eftir mér, því Glói var allra hesta beztur. Beztur var hann til að sitja á honum þegar mikið lá við, sækja þurfti t.d. yfirsetukonu eða lækni. En hann var líka bezt- ur til að reiða á honum hvít- voðunginn, og teyma á honum heybandslestina. Þá gat hann farið nógu hægt, og þá gat ég hlaupið af baki, látið tauminn liggja á makkanum meðan ég „tók í“ og aldrei hreyfði hann sig úr sporum fyrr en ég var kominn í hnakkinn aftur. Beztur var hann þegar ég nennti ekki að krækja í hliðið, þá hóf hann sig bara yfir girðinguna. Beztur var hann þegar ég var að reka inn lambfé, því þá gat ég snúið honum kringum það eins og skopparakringlu og þess vegna Verið margra manna maki. Beztur var hann til Nað bera, enginn hestur bar mig með fjórum úttroðnum tunnupokum af ull eins léttilega og fljótt heim frá rúningi og hann, enda var hann engum líkur. Beztur var hann þegar hann tók í heysleðann og dró þá eng- inn hestur á við hann. Þegar ég því heyrði það, hjá fleirum, að hann hefði dregið allra hesta bezt símastaura, þá trúði ég því, og hafði það eftir. Nú upplýsir Sigurjón að til þessa hafi hann aldrei verið notaður, og trúi ég þvi. En jafn viss er ég um hitt, að hann hefði dregið þá betur en aðrir hestar, því hann var œtíð beztur. Ég veit, að hér hefir átt sér stað missögn sem líklegast staf- ar af þvi, að misgrip hafa verið tekin á hestum. Sigurjón telur að Glói hafi ekki haft sinaskeiðabólgu, þeg- ar ég eignaðist hann. En svo var nú samt. Og ég hefi nú sannar sagnir um það, að hana var hann búinn að fá, áður en Sigurjón eignaðist hann. Og þó Glóa batnaði hún mikið, með því að ég lét hann standa ár- langt, og tók fæturna á honum undir „kúr,“ þá hafði hann allt- af vangæfa fætur er bólgnuðu ef nokkuð bar út af með járn- ingu. En enginn sem á honum sat gat greint slíkt, lipurðin, fjörofsinn, fótaburðurinn var allt hið sama, og aldrei hnaut hann eða hrasaði á allri sinni ævi, nema einu sinni er hann lenti með báða framfætur niðrum is, og hrasaði svo að snoppan lenti á skörinni, og bar hann þar kennimerki síð- an. En það var áður en við Sigurjón þekktum hann. Ann- ars mætti segja margar sögur af honum Glóa, en allt er það sagt með því að hann var allra hesta beztur til hvers sem var, hann var viljugastur, þolnastur, fljótastur, liðugastur, sterkast- ur, ófælnastur, vitrastur og aldrei mæddist hann á hverju sem gekk. Og þeim sem kynnt- ust honum bezt, þótti mest í hann varið. Páll Zóphóníasson. ATHUGASEMD. Niðurlag þáttarins um Glóa Páls Zóphóníassonar, á bls. 349—351, „Horfnir góðhestar,“ er svohljóðandi: „En þáð, sem hér hefir verið sagt um hestinn, er að mestu eftir skriflegri heimild frá Páli sjálfum.“ Nú hefir hr. P. Z., sem heim- ildarmaður minn að þeim at- riðum, sem hr. Sigurjón Benja- mínsson hefir gert sérstaklega athugasemdir við, gert málinu full skil með ofanritaðri grein, — og hefi ég því engu þar við að bæta. Ásgeir Jónsson frá Gottrop. um sínum verðbréf til að losna við refsiskattinn í sambandi við eignakönnunina. Þá varð kunn- ur prófessor nýlega uppvís að því,- að hafa notað benzín ríkis- ins á bílinn sinn i einkaþarfir, og í einu nágranna ríkjanna liggur sjálfur fj ármálaráðherr- ann undir ákæru fyrir vafasamt framtal. Þá var ég rétt áðan að lesa greinarpistil um að nokkrir verkamenn gengi úr vinnu, ef vinnuveitandi þeirra héldi skött- um þeirra eftir af kaupi, eins og hann er þó skyldaður til með lögum. Nei, samvizkan er ekki upp á marga fiska, þegar það opinbera á í hlut. Það er eins og kunnur stjórnmálamaður einn, nýlátinn, sagði: Sannleik- urinn gerir okkur öllum erfitt fyrir. Og hvernig myndi svo vera ástatt um hugarfarið hjá verzl- unarstéttinni? Er hægt, á okkar dögum, að tala um nokkra verzl- unarsamvizku? Áður fyrr var það vissulega hægt. Kaupmaður af „gamla skólanum“ hefir sagt mér að í upphafi fyrri styrjald- arinnar hafi útflutningur á miklum vöruslatta frá Englandi verið stöðvaður þar fyrir sér, um rúmlega fíálfs árs skeið. Þeg- ar hann svo loks fékk vörurnar hafði verðlag á þeim vöruteg- undum heima fyrir tvöfaldast. Gamli kaupmaðurinn skýrði mér hins vegar frá, eins og öðrum sjálfsögðum hlut, að sér hefði ekki komið til hugar að hag- nýta sér slíkan ágóða fyrir sig. Hann hefði ekki hreyft hendi til að skapa þessa verðaukningu: Ég tók minn venjulega kaup- mannságóða, vexti, og fyrir auknum kostnaði í farmgjöld- um og vátryggingu. Að öðru leyti varði ég ágóðanum til al- menningsheilla, sagði hann. — Merkisberar verzlunarstéttar nú- tímans, þessir símalandi og töluvert hávaðasömu menn, myndu sennilega ekki skilja, og vafalaust ekki fallast á fram- komu gamla kaupmanssins. Og enn síður myndu flestir þeirra kunna að skilja eða meta þá framkomu hans, að láta 2000 króna þóknun fyrir að mæta einu sinni eða tvisvar á ári í stjórnarnefnd viss félagsskapar, jafnan renna óskipta til jóla- söfnunar blaðanna. Nú kunna menn að ætla, að það hefði verið hin sjálfum- glaða réttvísi Filisteans, sem hefði knúið þennan umrædda kaupmann til að breyta þannig. Ellegar þá hitt, að hann hefði verið meinsætamaður, höfð- ingjasinni eða broddborgari. O, nei, nei. Hann stóð engu af þessu nærri. Hann var mjög vel stæð- ur maður er hann dó, hafði alla ævi verið sannur lýðræðissinni ALICE T. HOBART: Yang og yin Hann settist á steinbekk og horfði upp í gráan himininn. Ef hann settist hér að, yröu þjáningar og vonbrigði hlutskipti hans. Hann yrði einn að vinna að tilraunum sínum, en ef hann gerði það ekki, gerði enginn það. Ló Shí var eini maðurinn í Austur- álfu, sem eitthvað þekkti til þessara tilrauna, auk hans sjálfs, og frá honum hafði ekkert heyrzt langa-lengi. En þrátt fyrir alla þá erfiðleika, sem ægðu honum, var honum nauðugur einn kost- ur — hann varð að herða upp hugann. Peter svipaðist um. Á svölunum á húsi Bergers sat barn- fóstra með kornbarn í örmum sér, en annað barn stærra lék sér við fætur hennar. Frú Baker var að sýsla í garði sínum, og ung- frú Dyer kom siglandi út úr kvennaskálanum, hörkuleg á svip- inn. „Ég sé varla nokkra breytingu hér,“ sagði Peter. „Hvað er gert við skálai.n þarna, sem ég notaði handa ópíumsjúkling- unum?“ „Kínversku hjúkrunarkonurnar búa þar. Við notum nú orðið aðeins stúlkur til hjúkrunarstarfa.“ „Stúlkur?" sagði Peter. „í gamla daga hefði okkur ekki einu sinni dreymt um, að kínverskar stúlkur fengjust til þess að hjúkra karlmönnum.“ ■ „Þær gera það samt nú,“ svaraði Smith læknir. „Og þær eru mjög fúsar til þess að gera allt, sem gera þarf.“ Þeir gengu inn í sjúkrahúsið. „Hér komum við fyrir röhtgen-tækinu, sem þér senduð okk- ur,“ sagði Smith. „Og líomið svo inn í skrifstofu mína, svo að ég geti kynpt yður fyrir kínverska aðstoðarlækninum mínum, Wing.“ * Peter fékk nokkurra daga frest, áður en hann tæki við yfir- læknisstarfinu. Þennan tíma notaði hann til þess að búa um sig í rannsóknarstofu sinni. Hann sendi verkamenn út í síkin eftir vatni, sniglum og plöntum, raðaði myndum sínum og skýrslum og sagði kínverska lækninum frá tilraunum sínum og markmiði sínu með þeim. Daginn eftir heimsótti hann ýmsa kinverska vini sína. Meðal þeirra var Wú kennari. „Mér er sagt, að kennarí minn sjáist ekki framar á almanna- færi,“ sagði Peter. „Ég hugleiði tilveruna,“ svaraði Wú. „Ég er orðinn gamall maður.“ Hann var mjög virðulegur i framgöngu og garður hans bar vott um þá alúð, sem við hann var lögð. Hér.fann Peter andblæ þess Kína, sem var að hverfa. Breytingin, sem Wú hafði óttazt, hafði gerzt, en hún hafði ekki haggað hugarró hans. „Ég ótta^t þau strav.mhvörf, sem orðið hafa í Kína,“ sagði Peter. „Flóð kemur eftir fjöru,“ svaraði Wú. „Sagan endurtekur sig — slíkir atburðir hafa áður gerzt i Kína. Skapandi og eyðandi öfl skiptast á um völdin í heiminum. Eftir hundrað ár sjáum við, hvert stefnt var með þessari byltingu." Á heipileiðinni varð honum gengið fram hjá barnahæli borgar- mnar. Þá varð honum hugsað til Stellu. í gamla daga hafði hún barizt harðri baráttu fyrir því að fá að hjúkra börnunum. Hann minnist enn þess hryllings, sem farið hafði um þau bæði, þegar þau fengu, seint og síðar meir, leyfi til þess að skyggnast um á þessum óttalega stað. Húsið var dimmt og rakt, rotturnar léku sér á gólfunum og veik og aðframkomin börn og fáfróðar og til- íinningasnauðar fóstrur virtu þau fyrir sér með samblandi af andúð og forvitni. „Mei yú fatzú,“ sögðu fóstrurnar. Barnahælið hafði verið stofnað af góðum og frómum Búddhatrúarmönnum, sem vildu afla sér fjársjóða á himnum. Hitt kippti sér enginn upp við, þótt langflest barnanna dæju eftir skamma vist í þessum hræðilega stað. Stella hafði verið óvenju þögul í marga daga eftir þessa rann- sóknarferð. Hún átti leugi í stímabraki við forráðamenn hælisins, því að hún vildi fá að baða börnin og losa þau við óþrifin og bægja rottunum burt úr vistarverum þeirra. En það fékk hún ekki — hún fékk ekki að koma þarna inn framar. Peter datt í hug, að ef til vill fengi hann nú að líkn* vesaling- unum, sem þarna áttu heima. Hið nýja Kína lét sér annara um sjúklinga og munaðarleysingja en hið horfna þjóðfélag. Þeirri hugsun skaut líka upp í huga hans, að það væri örlítil afborgun af þeirri skuld, sem hann fann, að hann var i við Stellu. - Hann sneri við og drap á dyr. „Kom inn,“ var sagt. Hann dró andann djúpt, er hann steig inn. Hann átti von á þvi, að hryllilega sjón bæri fyrir áugu hans. En honum til mikillar undrunar hafði hælið gerbreytzt. Börnin voru fjörleg og hraust- leg, stofurnar hreinar. Yfir vöggurnar höfðu verið settir þéttriðnir vírhjálmar, sem rotturnar komust ekki í gegnum. „Hver hefir gert þetta?“ spurði hann. „Konan með Búddahjartað,“ var svarað. Búddhanunnurnar voru þá farnar að helga sjúkum og þjáðum krafta sína, hugsaði Peter. Þetta gladdi hann. Skyldi barnahælið, sem kaþólska trúboðið hafði komið upp í.borginni hafa orðið þeim til fyrirmyndar? Kaupfélög'- Höfum iyrirliggjaiiili skilvindur „SYLVIA“. Vmsar stærðir frá Alfa- Laval. Strokkar — 5, 10 «g' 15 lítra vœnt- anlegir síðar á árinu. Samband ísl.samvinnufélaga og með lifandi áhuga fyrir stjórnmálum og þjóðfélagsmál- um yfirleitt. Eitt sinn, er ung og vellrik frú, en nokkuö yfir- borðsleg og áburðarmikil, var gestur hans, sagði hún ásak- andi og þó smeðjulega: Já, hugsið þér yður, hr. stórkaup- maður, nú krefjast verkamenn- irnir þess líka að fá baðher- bergi í íbúðir sínar! Svar hans Málverkasýning Kjarvals í Listamannaskálanum er opin daglegn frá kl. 11—22. LISTSÝNING Yfirlitssýning á verkuni Þórarins heitins Þorlákssonar er opin daglega I Oddfellowköllinni uppi frá kl. 11-8. Jörð til sölu Jörðin Bjarg í Hrunamannahreppi, Árnessýslu, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Á jörð- inni er nýtilegt vandað íbúðarhús úr steini. Önnur hús í góðu lagi. Semja ber við undirritaðan eig- anda jarðarinnar, sem gefur allar nánari upplýs- ingar. Hjörleifur Sveinsson Unnarsholtskoti, Hrunamannahreppi, Árnes/sýslu. 'i kom hiklaust, og tók jafnframt fyrir framhald þeirrar umræðu: í fyrsta lagi er ég enginn stór- kaupmaður, sagði hann, ég er einungis kaupmaður. Og í öðru lagi: Hver hefir meiri þörf fyrir baðherbergi og nægilega mikið af heitu vatni, en verkamaður? En þér hafið ef til vill aldrei séð kolavinnumann halda heim til sín að kvöldi dags? Framh. MJALTAVÉLAR • . f Ný sending' af „Cascoig'ne44 mjaltavélum með föstum lögnum kemur I þessum mán- uði. Getum ennþá tekið á móti nokkrum pöntunum. VÉLA- OG RAFTÆKJAVERZL. H EKL A H. F. Tryggvagötu 23. Simi 1278.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.