Tíminn - 22.02.1947, Blaðsíða 1
s\_*!'
I'ritstjóri:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEFANDI:
\ i PRAMSÓKNARPLOKKURINN
)
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
| RITSTJÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A
Simar 2353 og 4373
1 APGREIÐSLA, INNHEIMTA
'S OG AU/3LÝSINGASKRIFSTOPA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A
Sími- 2323
31. árg.
Reykiavík, laugardaginn 22. febr. 1947
37. blatt
ERLENT YFIRLIT.
Danir og friöarsamningarnir
Danir vilja ekki, aö flóttanienn frá
Austur-Þýzkalandi setjist að í landi
Þelrra
í blaðinu í gær var sagt frá kröfum þeim, sem Norðmenn hafa
lagt fram á undirbúningsráðstefnunni í London varðandi friðar-
sanmingana við Þýzkaland. Hér á eftir verða rakin höfuðatriðiu
t kröfum þeim, sem Danir hafa lagt fram. Áður en kröfurnar
vóru lagðar fram, hófðu þær verið ræddar í utanrikismálanefnd
danska þingsins og höfð'u fulltrúar vinstri mann, radikala, jafn-
aðarmanva og íhaldsmanna lýst fylgi sínu við þær.
í upphafi dönsku greinargerö-
arinnar er lögð áherzla á, að
aívopnun Þýzkalands sé Dönum
sérstakt hagsmunamál og þeir
krefjist öflugra trygginga fyrir
þvi, að Þjóðverjar geti ekki
hafið nýtt árásarstrið. Þess er
GUSTV RASMUSSEN,
utahríkisráðhcna Dana.
krafizt, að öll hernaðarleg þjálf-
un æskulýðsins v.rði bönnuð í
Þýzkalndi og skipun þýzka iðn-
aðarins verði með þeim hætti,
að ekki sé auðið að breyta hon-
um fljótlega i það horf, að Þjóð-
verjar geti framleitt hergögn.
Næsti kafli dönsku greinar-
gerðarinnar fjallar um stjórnar-
ERLENDAR FRÉTTIR
Brezka stjórnin hefir birt
nýja hvíta bók um atvinnumál-
in. Segir þar, að framtíð þjóð-
arinnar byggist á auknum út-
ílutningi, og sé markmið stjórn-
arinnar,' að útflutninguTinn
verði 40% meiri á þessu ári en
1939, en 75% meiri á næsta ári
;:i 1938. Lykill að þessu sé að
ulika kolaframleiðsluna, en
þ..ngaÖ vanti nú 35 þús. menn,
Til að gera vinnuna í námunum
eítirsóknárverðari, verða kola-
námumenn undanþegnir land-
varnarskyldu næstu 5 árin.
Indverskir stjórnmálamenn
hafa enn litið sagt um þá til-
kynningu Attlees, að Bretar
lep i niður yfirráð sín í Indlandi
sumarið 1948, hvort sem Ind-
verj ív verði þá orðnir sammála
um fi'amtíðarstjórn landsins eða
ekki.
Fultrúadeild Bandaríkja-
þings hefir samþykkt með litl-
um meirihluta að lækka fjár-
lagafrv. úr 35.000 milj. dollara í
29.000 milj. dollara. Vafasamt
þykir, að öldungadeildin sam-
þykki lækkunina, þar sem hún
muni ekki telja rét að draga úr
l'ramlögum til hernaðarins.
Mikið Isrek er nú á Norður-
sjónum og hamlar það viða
siglingum. Víða á Norðurlöndum
hamla isalög siglingum m. a. til
Oslóar og Kaupmannahafnar.
Miklir kuldar hafa verið i
Kanada og hafa þeir valdið svo
miklum erfiðleíkiiSi, að stórlega
hefir dregið úr kc 'iútflutningi.
Mikil sprengin." varð í raf-
orkuveri í Los Ai.: les. í fyrra-
dag. Um 40 mani;. fórust, en
300 særðust og hi.; hrundu á
stóru svæði.
hætti Þýzkalands. Þar er lögð
sérstök áherzla á, að nazistar
fái ekki að gegna þýöingarmikl-
um embættum. Það er talið
æskilegt, að sjálfstjórn ein-
stakra landshluta og héraða
verði aukin, en þó ekki gegn
ákveðnum vilja Þjóöverja
sjálfra. Talið er nauðsynlegt, að
gerðar verði sérstakar ráðstaf-
anir til að koma í veg fyrir, að
skólar eða aðrar menntastofn-
anir verði notaðir til áróðurs
fyrir Þjóðerhisstefnu eðá h'ern-
aðarstefnum.
Þriðji kafli dönsku greinar-
gerðarinnar fjallar um almenn
þegnréttindi. Sérstakar ráðstaf-
anir verður að gera til að tryggja
réttdæmi og hlutleysi dómstól-
anna og að allir þegnar lands-
ins verði jafnir fyrir lögunum.
Alveg séi-staklega þarf að
tryggja réttindi hinna þjóðern-
issinnuðu minnihluta, sem ver3a
áfram innan Þýzkalands.
Þessu næst er rætt í greinar-
gerðinni um þau málefni, sem
séfstaklega snerta Danmörku.
Það er tekið fram, að Danir muni
ekki gera neinar sérstakar kröf-
um um breytingar & ríkjrsrétt-
arlegri stöðu Suður-Slésvíkur,
en hins vegar telji þeir æskilegt,
að Suður-Slésvik fái aukna sér-
stjórn, en sé ekki sameinuð Hil-
sten. Ef Suður-Slésvík eigi að
sameinast Danmörku, verði ósk-
ir um það að koma frá Suður-
Slésvflííirbúum sjálfum. Það sé
líka vafasamt að leggja til
grundvalar óskir, sem þeir bera
nú fram um slíkt, heldur þurfi
enn að líða nokkur tími, svo að
það komi glöggt í ljós, hvort
slíkar óskir eigi varanlegar ræt-
ur. Frá því sjónarmiði leggi
Danir. sérstaka áherzlu á, að
þanníg verði búiö að Suöur-
slesvikurmönnum, að hinn rétti
hugur þeirra í þessum efnum
geti komið í ljós. Af þeirri
ástæðu m. a. æski Danir þess,
að þýzku flóttamennirnir frá
Austur-Þýzkalandi, sem nú eru
í Suöur-Slesvík verði fluttir
þaöan, enda telji Danir öryggi
sínu stafa hættu af því, af fleiri
Þjóðverjar fái búsetu í landa-
mærahéruðunum..
Þá krefjast Danir fullra
skaðabóta" fyrir tjón það, sem
Þjóðverjar hafi valdið þeim á
stríðsárunum, og að þýzku
flóttamennirnir, sem enn 'eru í
Danmörku, verði tafarlaust
fluttU' til Þýzkalands. Eínnig
áskilja þeir sér rétt til að geta
krafizt þess, að dvalarkostnaður
þeirra verði endurgreiddur.
Það atriði dönsku greinar-
gerðajtanar, sem Dönum gekk
illa að verða sammála um, voru
Suður-Slesvíkurmálin. íhalds-
menn og nokkur hluti vinstri
manna undir forustu Knud
Kristensen forsætisráðherra
vildu gera víðtækari kröfur, en
jafnaðarmenn, radikalir og all-
margir vinstri menn undir for-
ustu Gii^tav Rasmussen utan-
rikismálaráðherra töldu óhyggi-
legt að ganga lengra. Um tíma
leit svo ófriðvænlega út, afi bú-
izt var við stjórnarskiptum og
kosningum. Svo fór að lokum, að
forsætisráðerrann og fylgis-
menn hans létu undan síga.
PILTAR, SEM FLESTUM SKÁKA
Mynd þessi var tekin á flugvellinum í Reykjavik í gær við koinu skák-
meistaranna. Með hinum erlendu skákniönnum er Guðmundur S. Guð-
mundsson, sem stendur á milli þeirra. Hægra megin við ha.nn er Yanofsky,
skákmeistari Kanada, en Wade, skákmeistari Nýja Sjálands til vinstri.
(Ljósm.: Guðni Þórðarson).
Tveir heimsfrægir tafI-
menn komnir til Rvíkur
Tefla f jöltefli við íslenzka skákmcim í Reykja-
vík og ef til vill víðar — fyrsta skákmótið í
Mjólkurstöolnni í g'aer
Um hádegi í gær komu til landsins með leiguflugvél Flugfélags
íslands tveir heimsfrægir skákmenn, sem ætla aff gefa íslenzkum
skákmönnum tækifæri til að þreyta skák við sig. Eru það þeir
D. A. Yanofsky, skákmeistari Kanada, og R. G. Wade, skákmeistari
Nýja Sjálands. . •
Með leiguflugyél Flugfélags ís_
lands, sem kom til Reykjavíkur
frá Prestwich um hádegi í gær,
komu hingað til lands gestir á
vegum Skáksambands íslands,
Yanofsky og Wade, sem báðir
Það tekst að koma
gróðanum af raf-
magnshækkuninni
í lóg
Skrifstoiukostnaður raíveit-
unnar í Beykjavík er áætlaður
nær ein miljón og þrjú hundruð
þúsund króna í fjárhagsáætltm
bæjarins árið 1947. í sömu áætl-
un er gert ráð fyrir innheiratu-
kostnaði hjá rafveitunni, er
nemur meira en hálfu sjötta
hundraði þúsunda.
Enn er gert ráð fyrir þrjú
hundruð þúsund króna inn-
heimtukostnaði hjá hitaveit-
unni, auk 375 þúsund króna
skrifstöfukostnaði.
Loks er innheimtu- og skrif-
stofukostnaður hjá vatnsveit-
unni og gasstöðinni samanlagt
hátt á annað hundrað þúsund
króna.
, Vantar þá ekki mikið á, að'
iunheimtu- og skrifstofukostn-
aður þessara fjöggurra bæjar-
fyrirtækja nema ÞBEMIJR
MILJÓNUM króna.
Þetta er guðdómlegt skipulag,
og uuovitno gengur það guðlasti
næst að ympra á því, að eitt-
hvað myndi nú vera hægt affi
spara frá því, sem nú er, ef
teknir væru up einfaldarl starfs-
hættir en „sonum himinsins" í
bæjarstjórn Beykjavíkur hefir
þóknazt að viðhafa.
íslenzk óperusöngkona í nábýJi
við dauðann í heiftúðugustu
loftárásum styrjaldarinnar
\ ií>íal við \öiiiiii l^ils<l<»»liir frá Hafnarfirði,
cr efnir innan skainuis til hljómleika
í Reykjavík
Tíðindamenn blaða og útvarps áttu í gær tal við íslenzka óperu-
föngkonu, sem sjaldan hefir verið að neinu getið hér heima, þótt
henni hafi auðnazt að komazt í fremstu röð í söngleikjahúsum
þeirra þjóða, sem vandfýsnastar eru á þessu sviði. Þessi listakona
ci\Nanna Egilsdóttir. Mun hún innan skamms efna til hljómleika
i Reykjavík.
Nanna Egilsdóttir er ættuð úr fór hún með hlutverk Cherubins
Hafnarfirði, dóttir Þórunnar í Brúðkaupi Figarós og greifa-
Einarsdóttur og Egils Guð- frúarinnar í Vínarblóð.
mundssonar, sem bæði erú
Hafnfirðingar að uppruna. Er
hún eitt af tíu börnum þeirra
hjóna.
eru heimskunnir skákmeistarar.
Hinn ágæti skákmaður okkar,
Guðmundur S. Guðmundsson,
var út á flugvellinum, er flug-
vélin kom, og tók á móti skák-
mönnunum, en hann kynntist
þeim báðum á skákmótinu í
Hasting og mun það vera sakir
þess kunningsskapar sem þeir
koma nú til íslands.
Land\ð fallegt við fyrstu sýn.
Báðir þessir skákmeistarar
eru ungir menn, glaðlegir og al-
úðlegir í framkomu. Tíðinda-
maður Tímans hitti þá að máli
a flugvellinum um leið og þeir
stigu á íslenzka grund. Létu þeir
í ljós ánægju sína yfir því 'að
vera komnir hingað til lands,
þótti landið fallegt við fyrstu
sýn, þó heldur kalt, enda var
norðan stprmur og kuldanepja
úti á flugvelli, er þeir komu. Þeir
sögðust vænta sín mikils af ís-
lenzkum skákmönnum.
Tefldi í Buenos Ayres
14 ára gamall.
D. A. Yanofsky er skákmeist-
ari Kanada og er kanadískur rik
isborgari af pólskum ættum.
Hann er 22 ára gamall. Hann
vakti þegar í æsku athygli á sér
fyrir frábæra skákhæfileika. og
þótti undrabarn á því sviði 9
ára gamall. Þegar alþjóðaskák-
mótið var háð í Buenos Ayres í
Argentínu árið 1939, var hann
yngsti þátttakandinn í mótinu,
þá 14 ára gamall, og þótti standa
sig prýðilega. Vann hann þar
Ásmund Ásgeirsson. Síðan hefir
hann tekið þátt í mörgum skák-
mótum og alltaf verið meðal
þeira allra fremstu.
Á skákmótinu í Hastings var
(Framhald á 4. síðu)
Xámsferill
Xöivnu Egilsdóttur.
Árið 1934 fór Nanna til
Þýzkalands 03 hóf söngnám hjá
frú Niemann í Wuppertal, eVi
lagði þó aðaláherzluna á hörpu-
leik, er hún nam hjá hinum
fræga Martin Claas. Hún kom
heim aftur veturinn 1935, en fór
svo til Hamborgar hálfu öðru
árj síðar , til söngnáms hjá
óperusöngkonunni Mörtu Pohl-
mann-Tummler.
Sumarið 1938 var Nanna enn
hér heima og hélt þá íyrst söng-
skemmtun sína í Reykjavík. Þá
um haustið var hún ráðin til
þess að syngja í útvarpið í Ham-
borg, og viðar söng'. hún þessi
misseri. Meðal annars söng hún
þá íslenzk lög við hljómleiga i
tónlistarhöllinni í Hamborg.
Söngnáminu hélt hún áfram
íafnframt.
Erfið ár fara í hönd.
Þegar stríðið skall k, voru
henni allar bjargir bannaðar um
styrk til söngnámsins héðan að'
heiman. Tók hún það þá til
bragðs að ráða sig tól þess að
syngja með stórri hljómsveit,
sem ferðaðist milli stórborga
Þýzkalands, auk þess sem hún
lék á hörpu. Tókst henni að sjá
sér farborða og afla fjáj- til
áframhaldandi söngnáms öll
stríðsárin og ljúka óperuprófi í
Míinchen í byrjun ársins 1942.
Má það teljast afrek.
Nanna gerist óperusöngkona.
Forstjóri óperunnar i Inns-
bruck í Austurríki hafði þá
heyrt hana sýngja o^ réði hana
þegar að óperunni. Var hún þar
til ársins 1944, að hún réðist að
óperunni í Koblenz. Söng hún á
þessum áuum mörg hin erfið-
ustu og vandasömustu hlutverk
heimsfrægra ópera við hina
loflegustu dóma. Meðal annars
Nanna Egilsdóttir. .-
En sama árið og hún fóFTÍl
Koblenz var öllum sönglaikja-
húsum Þýzkalands og Austur-
ríkis lokað vegna styrjaldar-
innar. Fór Nanna þá til Vínar-
boi-gar og dvaldi þar til stríðs-
lokaog stundaði söngnám hjá
prófessor Fieck.
Þegar' styrjöldinni loks linnti
fór hún til Graz og söng þar á
ýmsum hljómleikum og eínnig
(Framhald á 4. slðu)
HjónateysL, sem
margir öfunda
BYSSIISMYGLIÐ
UPPLÝST
Byssusmyglið, sem vakti
mestan úlfaþytinn á Alþingi
fyrir jólin, mun nú vera upplýst.
Það voru þrjár byssur, sem
um var að ræða, að fluttar
höfðu verið til landsins í óleyfi
og höfnuðu tvær hér í bænum,
en sú þriðja austur i Þingvalla-
sveit.
Við rannsókn kom í ljós, að
ekki var um neitt samba/id að
ræða milli þessara smygltilfella.
Til dæmis gaf sig fram maður
nokkur, sem komið hafði með
eina byssuna til landsins. Mun
málið nú vera úr sögunni og
hefir það ekki verið rætt á Al-
þingi síðan forðum.
Þau eru létt í spori og snör í
snúingum þessi, enda eru þau
fræg um öll Norðurlönd fyrir
listir þær, sem þau leika á
skautum. Þau eru bæði sænsk.
Hún heitir Kirsten Wickmann,
en hann Harry Berlin.
Myndin var tekin í Kaup-
mannahöfn í vetur á móti ýmsra
frægra meistara í listhlaupum
á skautum. — Það hafa verið
nóg frostin þar, til þess að hægt
-væri að bregða sér á skauta á
náttúrlegum ísi.