Tíminn - 25.02.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.02.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ' ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON { ". ; í ÚTOEPANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN J ) Símar 2353 og 4373 ; ) } PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. ' S RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: \ EDDUHÚ3I. Llndargötu 9 A ) Símar 2353 og 4373 . AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Siml 2323 31. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 25. febr. 1947 38. blað ERLENT YFIRLIT. Brezka stjórnin og Indverjar Seinasta yfirlýsing Attlees hefir vakið mikla ánægju í Indlandi. Fáir atburöir hafa vakið meiri athygii um langt skeið en sú yfirlýsing, sem Attlee forsætisráðherra gaf í fyrri viku, að Bret- ar myndu látá að fuliu og öllu af stjórn sinni í Indlandi í lok júlímánaðar 1948, hvort sem Indverjar væru þá orðnir sammála um stjórnarskipun sína eða ekki. Brezka stjórnin hefir sýnt glögglega með þéssari yfirlýsingu sinni, að henni er full aivara að vinna að sjálfstæði hinna undirokuðu þjóða í heiminum og vill ganga þar á undan með gott fórdæmi. Af andstæðingum Breta er því haldið fram, að þeir veiti ekki Indverjum sjálfstæði af góðum þvötum, heldur hafi sjálfstæðis- hreyfing Indverja neytt þá til Uppgjafar. Þetta er fullkominn misskilningur. Indverjar eru enn svo ósammála innbyrðis, að Bretum hefði verið það hægur léikur að nota sér þetta sundur- lyndi til að halda áfram yfir- ráðum sínum 1 landinu. Sterkar ATTLEE. llkur benda elnnig til þess, að Bretar hefðu notfært sér þetta, ef íhaldsmenn hefðu unnið þingkosningarnar i Bretlandi 1945. Kemur hér næsta glöggt fram, að utanríkismálastefna brezku verkamannastjórnar- innar er allt önnur og miklu frjálslyndari en utanríkismála- stefna brezka ihaldsins. Það er höfuðvilla að halda því fram, að utanríkismálastefna Breta sé hin sama, hvort lieldur í- haldsmenn éða verkamenn fari þar með völd. Ástæðan til þess, að brezka stjórnin gefur þessa yfirlýs- ingu, er bersýnilega sú, að ýmsir áhrifamiklir flokkar í Indlandi hafi tafið fyrir samn- ERLENDAR FRETTIR Hernaðaryfirvöldin á her- námssvæði Breta og Banda- ríkjamanna í Þýzkalandi hafa hafizt handa gegn leynistarf- semi nazista og látið fanga helztu forvígismenn þeirra. Þau fengu vitneskju um leynisam- tökin strax á siðastl. sumri, en hafa frestað handtökunum þangað til nú, til þess að geta aflað sér sem beztra upplýjtinga. Þýzkur réttur hefir dæmt von Papen í 8 ára hegningarvinnu og g$rt eigur hans upptækar. í Bretlandi hafa nú allar verk- smiðjur, sem var lokað á dög- unum, byrjað starfsemi sína aftur. Kuldarnir haldast þó enn og eru horfur enn taldar alvar- legar. Hoover, fyrrum Bandaríkja- forseti, hefir verið á ferð um Austurríki og Þýzkaland til að kynna sér matvælaástandið, og segir hann, að það sé hryllilegt. ingu hinnar nýju stjórnarskrár, í trausti þess, að yfirráð Breta héldust áfram, ef ekki næðist samkomulag um stjórnárskrána. Þessir flokkar óttast, að Kon- gressflokkurinn, sem þeir Gandhi og Nehru stjórna, verði einráður í Indlandi eftir að þjóðin hefir fengið fullt sjálf- stæði og muni gera ýmsar rót- tækar breytingar. í þessum hópi eru allir hinir íhaldssamari menn landsins og svo furstarnir. Til viðbótar kemur svo flokkíír Múhameðstrúarmanna, er berst fyrir skiptingu Indlands, og vill því af tvennu illu heldur yfirráð Breta en Kongress- flokksins. Þetta sundurlyndi Indverja hefðu Bretar tvímæla- laust getað notfært sér áfram til áframhaldandi yfirráða í Indlandi, ef þeir hefðu kært sig um það. í stað þess gefur Att- lee yfirlýsingu sína til að koma í veg fyrir ósamkomulag um nýju stjórnarskrána, er byggist á framangreindum forsendum. Er þvi tæplega hægt að hugsa sér öllu drengilegri framkomu en hjá Bretum 1 þessu máli Meðal Indverja, sem barizt hafa fyrir sjálfstæði landsins, hefir yfirlýsing Attlees vakið mikinn fögnuð. Nehru forsætis- ráðherra hefir lýst yfir þakklæti sínu og jafnframt skorað á þjóð- ina að sameinast vel um samn- ingu hinnar nýju stjórnarskrár, svo að Indverjar verði undir það búnir að taka völdin í sínar hendur á miðju næsta ári. Það er miklu viðar en í Ind- landi, sem brezka stjórnin sýnir i verki, að henni er það alvara að vinna að .auknu írelsi hinna undirokuðu þjóða og gefa gott fordæmi i þeim efnum. Hún bauðst til þess að fyrra bragði og ótilkvödd, að hefja samninga við Egipta um breytingu á brezk eglpzka sáttmálanum, sem gilti til 1956. Samningar Breta og Egipta hafa ekki heldur strand- að á því, að Bretar hafi ekki viljað viðurkenna rétt Egipta, heldur á hinu, að Egiptar krefj- ast yfirráða í Sudan, en Bretar vilja láta Sudanbúa sjálfa ráða framtíðarstjórn lands síns. Þá eru Bretar í þann veginn að veita Burma fullt sjálfstæði. Þeir hafa einnig I undirbúningi að veita Ceylonbúum sjálfstæði !og ajb auka sjálfstjórn hinna frumstæðu þjóðflokka, er byggja Malayaskagann. Fyrir milli- göngu þeirra hefir indonesiska lýðveldið komizt á fót. Þeir eru ýmsir, sem telja sjálf- stæðið, sem brezka verkamanna- stjórnin er að veita nýlendu- þjóðunum, tákn um endalok brezka heimsveldisins. Aðrir telja hins vegar, að þetta muni treysta forustu Breta i heims- málunum, því að það muni vinna þeim vináttu hinna minnimáttar þjóða og hún muni reynast þeim varanlegra vega- nesti en fallvölt yfirráð, sem byggjast á vopnavaldi. Til marks um það séu samskipti Breta og Búa, sem brezku konungshjónin eru nú að helmsækja, lærdóms- rík. Og það er víst, að fylgi önn- ur stórveldi fordæmi Breta þarf enginn að kviða nýrri heimsstyrjöld á komandi árum. I SKERINU UT AF HELGUVIK Fundið nýtt hitaveitu svæði í ná- grenni Hafnarfjarðar og Rvíkur. Hcitu vatni dælt upp úr borholu á túninu á Illiði á Álftancsi. Hlið á Álftanesi var fyrir nokkrum áratugum frægt útvegs- setur, og þar bjuggu lengi einhverjir harðskeyttustu útvegs- bændurnir við Faxaflóa. Á seinni árum hefir verið hljóðara um höfuðból hinna gömlu sægarpa. Nú kann þó svo að fara, að at- hygli manna beinist aftur að þessum stað, þótt af öðrum ástæð- um sé en fyrrum. Síðastliðinn laugardag kom nefnilega mikið af heitu vatni upp úr borholu, sem þar hefir verið gerð, og lík- indi eru til, að þarna sé enn meira af enn heitara vatni. Hiti og vatnsmagn hefir þó eigi verið mælt enn. Mynd þessi er tekin í skerinu út af Helguvík hjá Hliði á Álftanesi. Eins og segir í greininni um jarðhitann á Hiiði, kemur skerið nú orðið aðeins úr sjó um stórstraumsfjöru, og var myndin tekin, þegar svo stóð á sjó. Skerið er gróið þara og þörungum, en af því miðju leggur upp gufu mikla frá heíta vatninu. Þetta heita vatn þarna í skerinu leiddi hug manna að því, að víðar myndi jarðhiti á þessum slóðum. — Söngkór íslendinga í Höfn liðinn undir lok Á stríðsárunum var starfandi meðal íslendinga i Kaup- mannahöfn söngfélag, sem átti Danir skipa nefnd til að hugleiða hand- ritamálið 40 danskir lýðháskólastjórar miklum, vinsældum að fagna í sendu nýle8'a dönsku stjórninni hópi landanna þar og hlýjaðil tUnweli um að skila íslenzku þeim oft um hjartaræturnar.1 haiidrituiium, sem geymd eru í Var Axel Arnfjörð söngstjórinn,' Danmörku, aftur heim til ís- og lagði hann mikla rækt við lands- Er Þetta ein aí mörS" starf sitt og náði enda, eftir at- um röddum sama eðlis- er heyrst vikum, ágætum árangri. )hafa 1 Danmörku um þetta mál Munu lesendur Tímans ef til a,ð., undanfernu- Telja sk,ó a” vill minnast myndar af þessum stJórarnir réttilega, að handrit- íslendingakór i Höfn, er birtist m séu bezt komin á íslandi • hér í blaðinu sumarið 1945. - ,Danska s«órnin heflr nu skiP; Haustið 1945 lagðist félagið i að nefnd manna- er gera skal tillogur um handritamálið. dá, enda hafði margt af söng- fólkinu farið heim til íslands þá um sumarið. Þó var reynt að blása lífi í söngfélagið að nýju. En það hefir ekki tekizt, og var það leyst upp i janúarmánuði slð- astliðnum. — Er löndum í Höfn mikil eftirsjá að kór sinum. Arangur niikillar fyrirhafnar. Boranir þær, sem gerðar hafa verið á Hliði á Álftanesi, voru hafnar sumarið 1943. Hefir ver- ið unnið að þeim síðan, eftir þvi sem ástæður hafa leyft. Munu þessar rannsóknir þegar hafa kostað yfir 140 þúsund krónur. Á laugardaginn var fór Jón Ein- ársson, forstjóri Orku, sem fyrir nokkru hefir yfirtekið hitarann- sóknimar, út að Hliði og lét dæla lofti niður í borholuna, sem mun vera hátt á íjórða hundrað metra djúp. Hafði áð- ur verið settur þar upp turn og pípum verið rennt um 80 metra niður í hana. Kom innan stund- ar upp gusa mikil af brennheitu vatni. Þegar á þessu hafði gengið um stund, fóru Jón og aðstoðarmenn hans heim að Hliði og drukku þar kaffi í mak- indum, en létu dæluna vera í gangi á meðan. Hélt vatnið á- fram að streyma upp úr hol- unni meðan þeir voru inni og allt þar til dælan var stöðvúð. Athyglin beinist að jarðhit- anum á Hliði. Sigurður Jónasson forstjóri festi kaup á jörðinni Hliði árið 1943. Lét hann hefja þar vatns- boranir þegar samsumars. Var notaður til þessa fjögurra þumlunga bor, sem fenginn var að láni hjá Reykjavíkurbæ. Um 230 metra út frá túninu á Hliði, út af svonefndri Helgu- vík, er heitt vatn í skeri, sem nú orðið kemur ekki upp úr sjó, Skákmótið, sem Skáksamband íslands hefir efnt til með þeim Yanofsky og Wade hófst í sam- komusal Mjólkurstöðvarinnar í fyrradag. Var þá tefld fyrsta umferð mótsins. Leikar fóru þannig, að Ásmundur Ásgeirs- son vann Eggert Gilfer, Baldur Möller gerði jafntefli við Guð- mund S. Guömundsson. En bið- skák varð milli þeirra D. A. Yanofskys og Wade og milli þeirra Guðmundar Ágústssonar og Árna Snævars. Fjölda margir áhorfendur voru viðstaddir eða nokkuð á fjórða hundrað. Önnur umferð mótsins fór fram í gærkvöldi. Þá tefldu saman: Yanofský við Ásmund Ásgeirsson, Wade við Árna Snæ- var, Guðmundur S. Guðmunds- son við Guðmund Ágústsson og Eggert Gilfer við Baldur Möller. Þeir, sem taldir eru á undan, höfðu hvítt. — Þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi, voru enn ekki kunn nein úrslit, en þess má þó geta, að Wade var þá i mjög harðri sókn gegn Árna Snævar. Biðskákir verða tefldar i kvöld. Laxá hefir hindrað samgöngur um Aðaldal í þrjár vikur Flaeðir yi'ii* hrauuið og þjóðivegiiiii skammt frá Knútsstöðuui. Laxá í Þingeyjarsýslu hefir stíflazt af klakahröngii við Knúts- staði í Aðaldal, hlaupið úr farvegi sluum og flætt yfir hraunlð og þjóðveginn, svo að hann er nú algerlega ófær bifreiðum. Tíðíndamaður Timans átti í gær tal við Karl Kristjánsson oddvita 1 Húsavík. Hann sagði, að Laxá hefði hindrað ferðir um Aðaldalsbraut að meira eða minna leyti síðustu þrjár vik- urnar. Hafa klakastíflur mynd- azt í Laxá noröan við Knúts- staöi, svo að áin hefir náð að hlaupa úr farveginum og flæða yfir Aðaldalshraun og þjóðveg- inn á talsverðum kafla. Hverfur hún síðan í hraunið, sem víða er mjög sprungið og glufótt. Þetta hefir verið til mikilla óþæginda fyrir héraðsbúa. Nú er vegurinn meö öHú ófær á þessum slóðum vegna árennslis Laxár. Gangandi menn og menn með hesta komast þó leiðar sinnar með því að taka á sig stóran krók og fara að nokkru ' leyti á ísum. ! Þaö hefir alloft komið fyrir að undanförnu, þegar frost hafa gengið, að Laxá hafi h'laupið úr farvegi sínum á þessum slóðum og torveldað samgöngur. En aldrei hefir þetta verið í svo stórum stil né jafn langvinnt og nú. Töluverð fönn er nú nyröra og vetrarríki allmikið. Tugir b'da fluttir inn 1 beinnddarleysi Mikið af fjögurra manna bifreiðum hefir komið til lands- ins undanfarnar vikur, og er þó von á flelri. Nýlega fékk eitt fyrirtækja þeirra, sem flytja inn bifreið- ar, mjög stóra bílasendingu. En þegar til álti að taka, hafði það ekki innfiutnings- og gjaldeyr- isleyfi fyrir nema nokkrum hluta þessara bifreiða. Munu bifreiðar þær, sem fluttar voru inn í heimildarleysi, hafa skipt mörgum tugum. Enn er ekki útkljáð, hvað við þessar bifreiðar verður gert. Reynir nú á, hve viðskiptaráð treystir sér tii að taka inn- flutningsmálin traustum tökum, því að allir hljóta að sjá, hvílíkt fordæmi er gefið, ef einu sinni er farið inn á þá braut að leyfa sölu varnings, sem fluttur er inn í leyfisleysi. nema um stórstraumsfjöru nokkrum sinnum á ári. Dr. Trausti Einarsson og Helgi Sigurðsson, nú hitaveitustjóri, og fleiri höfðu mælt þar 80—85 stiga heitt vatn, sem kom upp úr augum og sprungum á sker- inu, og virtist margt benda til þess, að þarna væri enn heitara vatn, þar eð sjór gjálpar alltaf við og við yfir hitasvæðið, svo að erfitt var aö mæla hitann nákvæmlega. Þótti sérfræðing- um þessi mikli hiti á þessum stað benda til þess, að jarðhiti myndi einnig vera undir túninu á Hliði. Boranirnar hefjast. Samkvæmt ráöi dr. Trausta Einarssonar var byrjað að bora eftir jarðhita utarlega i túninu á Hliöi, og kom það fljótt á dag- inn, að hiti var í jörðinni. Bor- unin gekk aftur á móti illa, þar eð spennan á rafstraumnum frá Sogsstöðinni var mjög lág á þessum árum. Enduðu þessar tilraunir að lokum með því, að borinn brotnaði, þegar búið var að bora hátt á íjórða hundrað metra niður í jörðina. Ekkert vatn hafði þá komið upp, en hitinn mældist um 80 stig niðri í holunni. Hafði hitinn aukizt um 42 stig við siðustu hundrað metrana, nokkurn veginn jafnt og þétt. Virtist allt benda til þess, að náð'zt hefði yfir hundr- að stiga hiti, ef unnt hefði ver- ið að bora álika djúpt og gert var með slíkum borum á Reykj- um í Mosfellssveit, um 600 metra. Ráð sænska verkfræðingsins. Árið 1945 kom hingað til lands á vegum hlutafélagsins Orku sænskur verkfræðingur, Sven Petterson að nafni, frá hinú heimskunna borfélagi, Svenska Diamantbergborrnings A/B. — Hann taldi, að þarna hlyti að vera heitt vatn, og lagði þau ráð til, að' reynt yrði að dæla því upp. Árið 1946 voru fengin tæki frá sænska félaginu, sem Hafn- aríjarðarbær hafði keypt til nota í Krýsuvík, en lánaði til tilraunanna á Hliði. Var hafizt handa á laugardaginn um að ! dæla upp vatninu, og gaf til- raunin góða raun, sem þegar hefir verið lýst, og má líklegt telja, ef dæma má eftir árangri þessarar fyrstu tilraunar, að þarna megi dæla upp miklu heitu vatni, þótt það flæði ekki upp af sjálfu sér. Hitasvæði, sem getur haft mikla þýðingu, Þetta nýja- hitasvæði, sem þarna virðist fundið, getur haft mikla þýðingu, ef vatnsmagn og hitamagn reynist þar nægjan- lega mikiö. Mestu máli skiptir, að ekkert hitasvæði hér á landi (að sundlaugunum í Reykjavik undanskildum) liggur jafn vel við þéttbýli eins og þetta hita- svæði þarna í túninu á Hliði og á ströndinni vestur af því. Það- an eru aðeins rúmlega fimm kílómetrar til Hafnarfjarðar og rúmlega tólf kilómetrar til Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.