Tíminn - 25.02.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.02.1947, Blaðsíða 2
TtMlTVTV, liriðfndaginn 25. fefor. 1947 38. blafí Þriðjudagur 25. febr. Hví er þjóðin blekkt? Eitt af merkustu blöðum Eng- lendinga komst nýlega svo að orði, að forustuhæfni Churchills á stríðsárunum hafi ekki slzt verið fólgin í þvl, að hann hefði sagt þjóðinni frá ástandinu, eins og það var, og aldrei reynt að gylla það fyrir henni. Þannig hefði hann getað fengið hana til að leggja fram alla krafta sína til þess að vinna styrjöld- ina. Þessi frásögn, sem er vafa- laust alveg rétt, á erindi til allra þeirra, sem vilja láta íslenzku þjóðina sigrast á þvi mikla fjár- hagslega öngþveiti, sem hún hefir komizt 1. Margir þeirra, sem þykjast hafa fyrir því mik- inn áhuga, fara alveg gagn- stætt að og Churchill. Þeir lofa ástandið á allar lundir og telja þjóðina eiga þyrnalausa sælu- braut fram undan, vegna afreka fyrrv. stjórnar. Á sama hátt hefði Churchill átt að lofa hinn mikla arf, sem hann hefði feng- ið frá Chamberlain. Svo langt er gengið til að leyna hinu raunverulega ástandi fyrir þjóðinni, að aðalblöð þriggja stjórnmálaflokka hafa keppzt við að þegja um hag- fræðingaálitið, þar sem hlut- lausir sérfræðingar skýra frá því, hvernig ástatt sé. Jafnframt keppast þau við að lýsa ástand- inu allt öðru vísi en hagfræð- ingarnir gera. Meðan þannig er haldið á málunum, er lítil von til þess, að gerðar verði ráðstafanir, sem að gagni mega koma. Þær verða ekki gerðar, nema þjóðin öðlist fullan skilning á nauðsyn þeirra og vilji eitthvað á sig leggja til að rétta fjárhaginn við og skapa sér örugga framtíð. Með því að telja henni trú um, að allt sé 1 bezta lagi, er unnið markvisst gegn öllum slíkum ráðstöfun- um, hversu fagurt sem menn tala að öðru leyti. Ástæðurnar fyrir því, að ýms- ir ráðamenn leggja sig fram um að blinda þjóðina, eru næsta torskildar. Það stafar ekki af umhyggju fyrir alþýðunni, því að skaði hennar verður því meiri, því lengur sem það dregst, að gerðar verðl raunhæfar ráð stafanir. Þeir einu, sem græða, eru braskararnir og bitlingalýð urinn, því að slíkar ráðstafanir eiga vitanlega fyrst og fremst að beinast að þvi að hindra alla sníkjumennsku á kostnað al- þýðkstéttanna. Þjóðin verður að glöggva sig á þessu, ef ekki á illa að fara. Hún verður að skerpa sjónir sínar og reyna að sjá gegnum gerninga- þoku þeirra, sem eru að blekkja hana. Hún verður að gera sér ljóst, að slíkir predikarar eru ekki að vinna fyrir hana, heldur fyrir braskaralýðinn, hvort heldur sem þeir telja sig sósíal ista, Alþýðuflokksmenn eða Sjálfstæðismenn. Úrræði sósíalista Þjóðviljinn hefir undanfarið verið að halda þvi fram, að það væri allra meina bót aS láta Landsbankann auka lánveiting- ar sínar með aukinni seðlaút- gáfu. Þannig væri hægt að greiða úr þeirri framkvæmda stöðvun, sem stefna fyrrv stjórnar hefir valdið. ' Þessum fullyrðingum Þjóðvilj- ans er bezt svarað með því að 'Út’ Aöíuffl fUþiHaió Langt þing. Þeir munu vera margir, sem eiga erfitt með að átta sig á því, að þingið, sem nú stendyr yfir, er reglulegt Alþingi 1946. Það sýnir best öngþveitið, sem fyrrv. stjórn skildi eftir, að þlnginu 1946, er hófst 10. okt. síðastl., skuli enn*ekki lokið og verður sennilega ekki lokið fyrr en í apríl eða maí í vor. Það myndi einhvern tima hafa þótt mikill falsspádómur, ef þvl hefði verið haldið fram, að stjórnarflokkar, sem fengju 40 þingsæti af 52, skyldu strax á fyrsta þinginu eftir kosningarn- ar gefast jafn fullkomlega upp við lausn þelrra erfiðleika, sem þeir hafa skapað. Það hefði meira að segja þótt hraklegur falsspádómur, ef því hefði verið haldið fram, að tveir stjórnar- flokkarnir, sem réðu yfir 29 eða 30 þingmönnum, myndu ekki treysta sér til að stjórna áfram, þótt einn stjórnarflokkurinn félli frá. En þetta hefir eigi að síður gerzt. Starfhæf stjórn fékkst ekki fyrr en leitað hafði verið til stjórnarandstöðunnar. Viðbúnaffur stjórnarinnar. Hin nýja stjórn hefir hafizt all rösklega handa um að greiða fram úr því öngþveiti, sem hún tók við. Þrír þingmenn úr stjórnarflokkunum hafa undan- farið unnið að því að semja frv. um fjárhagsráð, sem á að ann- ast stjórn fjárfestingarinnar, gjaldeyrismálanna og verðlags- málanna. Þá hafa þrír lögfræð- ingar verið settir til að undirbúa frumvarp um eignakönnunina. Frumvarp um nýja skipun á af- urðasölumálum landbúnaðarins mun bráðlega lagt fyrir þingið. Fleiri stórmál eru í undirbún- ingi og má marka af þessu, að bingið muni standa í margar vikur enn. Afgreiðsla fjárlaganna mun verða eitt erfiðasta vandáverk stjórnarinnar. Fjárveitinga- nefnd hefir ekki unnið að þeim síðan fyrir jól, þar sem hún vildi fá nánari fyrirmæli frá væntan- legri stjórn. Haft er eftir mönn- um, sem eru nákomnir fjárveit- inganefnd, að útgjöldin þyrftu að verða einum 60—70 milj. kr. hærri en þau eru áætluð í fjár- lagafrv., ef fullnægja ætti venjulegum og ráðgerðum fram- lögum. Hallinn á frv. er nú rúm- ar 20 milj. kr. svo að samkvæmt jessu myndi hann verða alls um 90 milj. kr. Ekki er sjáanlegt hvar finna á tekjustofna til að mæta jafn gífurlegum útgjöld- um. Einnig er erfitt að sjá, hvernig ríkið ætlar að fá vinnu- afl til að fullnægja öllum hin- um ráðgerðu framkvæmdum, nema leggja eigi aðalatvinnu- vegina niður að mestu. Fjárveit- inganefnd mun nú í þann veg- inn að hefja störf sín aftur og mun þá sjást, hvað hin nýja stjórn ætlast fyrir í þessum efn- um. Treg afgreiðsla á áfengismálunum. Stjórnleysinu verður ekki að öllu leyti kennt um það, hve seinlega mörg störf Alþingis hafá gengið. Áfengismálin eru dæmi um það. Snemma á þing- inu fluttu tveir þingmenn, Hall- dór Ásgrímsson og Páll Þor- steinsson, þingsályktunartillögu um, að ríkisstjórnin léti taka upp skömmtun áfengis. Litlu síðar flutti Skúli Guðmundsson þingsályktunartillögu um af- nám vínveitinga á kostnað rík- isins og að einstakir embættis- menn (ráðherrar og þingforset- ar) fengju ekki ódýrar áfengi en aðrir landsmenn. Um svipað leyti fluttu þingmenn úr öllum flokkunum tillögu um héraða- bönn. Langt er síðan öllum þessum tillögum var vísað tll nefndar. Hins vegar hafa nefnd- arálit um þau ekki enn séð dags- ins ljós. Þingmenn geta þó ekki borið við annríki. Meðan ^lík vinnubrögð tiðkast á Alþingi varðandi áfengismálin, mun þingmönnum ekki nægja, þótt birta nokkur ummæli úr hag- fræðingaálitinu er færasti hag- fræðingur Sósíalistaflokksins og fulltrúi flokksins í bankaráði Landsbankans, Jónas Haralz, 'iefir undirritað. Þar segir svo: „Annar möguleiki, sem til ?reina kæmi er sá, aff Lands- bankinn af fúsum vilja effa með agaboffum, lánaði mikiff fé ;il nýsköpunarframkvæmdanna, /missa opinberra framkvæmda ig til byggingar íbúffarhúsa Þetta myndi viffhalda og auka lá ofþennslu, sem nú á sér staff, .krúfa kaupgjald og verfflag ifram upp á viff og auka enn misræmiff á milli innflutnings- atvinnuveganna og fjárfesting- arframkvæmdanna og jafnvæg- isieysiff í greiffsluviffskiptunum viff útlönd.“ Þessu næst ræða hagfræðing- arnir þá kosti, sem myndu fylgja slíkum lánveitingum, en segja síðan: „Þrátt fyrir þetta er ekki hægt aff mæia meff þesari leiff vegna hættunnar á þeim alvarlegu af- ieiðingum, sem aff framan- ?reinir.“ ^ Þjóðviljinn getur svo haldið áfram að heimska sig á þvi að telja það eina hjálpræðið I fjár málunum, sem færasti hagfræð- ingur Sósialistaflokksins og full- trúi flokksins í bankaráði Landsbankans hefir þannig s>«nplað hrelnt óráð. forseti sameinaðs þings þeim siðferðisvottorð. gefi Brjóstumkennanlegt hlutskipti Endurbætur á iögum um almannatryggingar. Snemma á þinginu flutti Skúli Guðmundsson frv. um endur- bætur á almannatryggingalög- unum. Endurbæturnar, sem þar er lagt til að verði gerðar, eru aðallega þessar: Slysabætur nái jafnt til allra, en samkvæmt lögum ná þær að- eins til launþega. Sjúkrastyrkurinn verði jafn til allra, en samkvæmt lögunum njóta íbúar kaupstaða og kaup- túna, þar sem læknar eru bú- settir, meiri hlunninda en íbúar sveita og kauptúna, þar sem læknar eru ekki búsettir. Fæðingarstyrkur verði jafn til allra mæðra, en samkvæmt lög- unum njóta konur, sem vinna eingöngu heimilisstörf, minni hlunninda en konur, sem vinna utan heimilisins. Allt eru þetta sjálfsagðar leið- réttingar, ef lögin eiga ekki að kafna undir nafni og stuðla að rangindum og misrétti þegn- anna I landinu. Þetta er hægt að gera, án aukinna útgjalda, með því að jafna styrkjina. Þótt langt sé síðan, að frv. var vísaS til nefndar, hefir enn ekki sést um það neitt nefndarálit. Því mun þó ekki trúað að óreyndu, að þingið ætli að þegja slíkt mannréttindamál í hel. Hitt verður að telja líklegra, að þingmenn hafi í huga að gera fleiri endurbætur á þessari hroðvirknislegu lagasetningu, sem var hraðað gáleysislega gegnum þingið í fyrra, svo að hægí væri að hafa hana sem kosningabeitu. T. d. verður að rétta hlut hinna fátækari sveit- arfélaga, sem ekki geta risið undir hinum þungu byrðum, er lögin leggja þeim á herðar. • Fagnaffarhátíff íhaldsins. Miklar umræður hafa orðið um frv. það, sem Hannibal Valdi- Ýmsir hafa haft orð á því, að það væri óþarft af Tímanum að eltast við söguburö J. J. í Ófeigi. Þegar farið er að geyma á hljómplötu almennan hlátur alþingismanna og pallagesta undir ræðum J. J. við hátíðleg tækifæri, er svo komið, að flest- um mun vera ljóst hvar maður- inn er staddur, öðrum en hon- um sjálfum. Það er auðvitað, að þarfleysa er að svara öðru elns og því, að Ólafur Thors hafi látið Her- mann Jónasson fylgjast með flugvallarsamningnum, þar sem Ólafur hefir sjálfur bjástrað við að verja það, hvers vegna hann hélt málinu leyndu fyrir Her- manni. En J. J. hefir þá ein- kennilegu eiginleika, að búa svona sögur til og í sama flokki eru sögur hans um að Hermahn hafi ekki borgað toll af bíl, glósur hans um bílasölu o. fl. Einkennilegur er sá maður innanbrjósts, sem skrifað hefir allra manna mest uth luxusvill marsson og Páll Zóphóníasson flytja um einkasöju á olíu. Eink- um hafa þeir Pétur Magnússon og Gísli Jónsson deilt á frv. Hannibal hefir einkum orðið fyrir svörum, en Páll Zóphónías- son hefir ekki talaff nema einu sinni. Páll varaði íhaldsmenn við að deila hart á sig fyrir það, að hann væri fylgjandi einka- sölu á olíu. Þeir hefðu fyrir fám árum deilt harðlega á sig og aðra þá, sem l^efðu verið fylgjandi bæjarútgerð á togurum. Reynsl- an væri hins vegar orðin sú, að fyrir fám dögum hefði bæjar- stjórn Reykjavíkur, þar sem Sjálfstæðismenn eru I meiri- hluta, haldið mikla hátíð til að fagna komu fyrsta bæjarútgerð- artogarans og forsvarsmenn Sjálftstæðisflokksins hefðu í því tilefni keppzt við að lýsa yfir „að varðar mest til allra orða að undirstaða rétt sé fundin.“ Það væri ekki ólíklegt, að íhaldið ætti eftir að halda svipaða hátíð til að fagna ósigri stefnu sinnar í olíusölumálunum. ur, en býr nú eínn með konu sinni í einhverju vandaðasta stórhýsi bæjarins, byggðu fyrir almannafé. Hann skrifar um luxusbíla og bílabrask í sömu andrá og hann er sjálfur með kynlegum vinnubrögðum að krækja sér í einn luxusbílinn enn. Hvað stjórnar penna manns- ins, sem skrifaði öllum meira um luxusflakk, en er svo manna fyrstur í slíkt ferðalag I fullu erindisleysi? Hvað er svo um þennan elju- sama siðameistara? Fræðslu- löggjöfin er fráleit segir hann. Fyrir nokkrum árum var hann sj^lfur formaður í nefnd; sem átti að endurskoða skólalög- gjöfina, en það láðist að skila álitsgerð. Hvernig er samræmið milli þess, að deila á menn fyrir að taka mikil laun fyrir litla vinnu annars vegar, og hvernig J. J. eru ætluð störf og laun við Sam- vinnuskólann hins vegar? Eða þá^stundvísin og nákvæmnin við að rækja sitt hlutverk þar? Hvað er svo um viðbrögð þessa , siðameistara, ef nefnt er í skóla hans, að vel fari á því að menn séu viðstaddir í kennslustundum sínum? Það verður ekki fyrir- gefið fremur en syndin gegn heilögum anda. Þá er ritstjórn Samvinnunn- ar. J. J. skrifaði stjórn S. í. S. bréf, þar sem hann kenndi prentsmiðjunni, seitfi prentaði Samvinnuna, um það, að út- koma ritsins hefði dregizt. Við athugun kom í ljós að prent-s smiðjan hafði ekki fengið efnið frá J. J. og sökin öll var hans. Það sálarástand er fágætt, sem betur fer, að menn skrifi slík ákærubréf á stofnanir, til að fela eigin vánrækslu. Prent- smiðjan fékk efni í hálft hefti, löngu eftir að heftið átti að vera komið út. Þetta efni beið full- sett, þegar J. J. skrifaði ásök- unárbréfið.. Hann hefir svo sem komið nærri vafasömum pappír- um fleirum , en „svarta listan- um.“ (Framhald á 3. síðu) lónas Jóhanasson, öxney: SAUÐFJÁRLÆKNINGAR Jónas í Öxney heíir sent Tímanum þessa greih um saufffjár- lækningar. Án þess aff dæmt sé um réttmæti þeirra skoffana, sem hér koma fram, — en þar greinir menn á um margt, — mun þó állum koma saman um aff Jónas segi skemmtilega frá reynslu sinni. í Tímanum 5./12. 1946 er grein eftir Braga Steingrímsson dýra- lækni um áhrif eiturlyfja á sauðfé. Þegar ég las þessa grein rifj- aðist upp fyrir mér margt I sam- bandi við reynslu mina af um- gengni við sauðfé. Um 20 ár gætti ég fjár að vetrinum frá árinu 1901 og um- gekkst það bæðl áður og nokk- uð eftir það. Á þeim árum, sem ég hirti féð, sem oftast var um 200, gaf ég nánar gætur að fénu, hverjum einstakling. Á þessum árum, sem ég hirti það, kom ekki veiki í fé 1 heild, utan einu sinni. En bráðapest stakk sér alltaf niður þó bólusett væri og 2—3 höfuðsóttartilfellum man ég eftir. Líka gat komið fyrir að hlypi á lamb og lamb þegar þau voru að læra átið. Veturinn 1920 var dregið mjög við féð og gefið mikið af mjöli. Féð megraðist um of, en það bar hefir á þessari öld. Þá tók ég 40 ær I miðgóu, af bónda, sem var að komast í heyþröng. Ærnar máttu heita í óaðfinnanlegu standi og virtist -allt ætla að fara vel. Um sumarmál hlánaði nokkuð svo hnottar komu upp og var féð þá látið út. Sunnu- daginn fyrstan I sumri fór að rigna á hádegi og rigndi feikna- mikið það sem eftir var dagsins, en hlýtt var í veðri. Um kvöldið þegar ég fór að smala fénu heim var varla hægt að koma því áfram, líkast þvi sem það væri uppgefið af löngum rekstri. Eftir það fór að bera á átleysi í tökufénu sérstaklega, og sumt af því drógst upp og drapst. Hitt rétti við og 'heimaféð náði sér fljótt. Alger fjárböðun fór hér fyrst fram veturinn 1901, tóbaksbað. Stranglega var fyrirskipað »ð hafa féð inni 1 8 daga eftir böð unina og var því hlýtt. Síðan ekki á veiki í nokkurri kind og var baðað af og til. Stundum var allt lifði. Veturinn ,1914 var skipað að baða, en stundum ekki nokkuð harður á útmánuðum eða var að minnsta kosti ekki og vorið það versta sem komið gert. Voru þá notuð ýms lyf 1 mörgum myndum: töflur, lík- astar smjörbögglum,lögur í brús- um, margar tegundir, duft I pökkum, sápa í blikkfötum o. s. frv. Sum voru sögð eitruð og voru menn stranglega varaðir við að koma nálægt þeim ef þeir hefðu kuml á hendi. Önnur voru talin óskaðleg, en öll skyldu þó gera jafnt gagn. Oft var flaustursverk á þessum böðun- um og stundum var fénu sleppt út úr baðkerinu. Aldrei á þess- um árum virtist þetta saka féð. Um eða eftir 1920 fór að bera á lungnaormi I íé hér í sveit. Sögðu þeir, sem fróðastir þótt- ust, að hann væri hingað kom- inn frá Argentínu. Þessi kvilli gerði mörgum skaða og vlrtist vera í fénu í nokkur ár eða af- leiðingar hans. Tvisvar á þess- un^árum kom það fyrir hjá mér, að féð veiktist upp úr baði mjög áþekkt og 1914 og áður getur. Þetta kom og fyrir víðar. Ég setti þetta í samband við lungnaorm- inn, sem þó bar ekki á hjá mér áður. Féð náði sér aldrei til fulls aftur, einkum það eldra. Á tveimur bæjum voru nokkrar ær, sem gengu í eyjum fram á útmánuði, innan við 20 í hvor- um, baðaðar þegar þær komu heim. Af þeim bráðdrápust strax eftir böðunina, að mig minnir 4 á öðrum bænum en 3 á hinum. Ærnar voru þó í ágætum hold- um. Ormalyfið er selt af tunnum i búðum eins og brennivín áður, segir Bragi læknir. Þetta er bók- staflega satt, þó að því undan- skildu að mönnum er ekki gefið á ferðapela eins og tíðkaðist, sem stafar bæði af því að verzl- anir eru hættar nestisgjöfum og hinu, að menn munu ekki enn vera farnir að leggja sér orma- lyfið sjálfir til munns. Ormalyfi hef ég iítið kynnzt, sem sennilega kemur til af þvl að ég hefi sáralítið haft fé undir höndum síðan öld þeirra lyfja hófst. Þó fremur af hlna, að ég hefi ekki trú,á að hella lyfjum í þá sem heilbrigðir virðast vera. Ungur piltur var hjá mér með fé sitt 1 2 vetur fyrir 2—3 árum. Þegar kom fram á þorrann fánnst honum hann yrði að fara að gefa fénu ormalyf. Ég taldi þetta^ óþarft og jafnvel skaðlegt, þar sem ekkert sæi á kihdunum. Hann sagði féð fóðr- ast miklu betur og réði auðvitað hans ormalyfstrú úrslitum, enda átti hann féð. Nú var féð svelt eftir kúnstarinnar reglum að mig minnir fyrir og eftir inn- gjöfina. Meðalið gefið inn méð þar til gerðri pípu með gati á rétt neðan við miðju. Hann handlék þetta eins fimlega og maður skyldi hugsa sér Gunnar með atgeirinn. Stundum skvett- ist þó dálítið niður, en ég vona að það hafi verið til bóta. Féð fóðraðist vel, enda var> það alið á töðu, síldarmjöli og maís. En hann átti úti í eyjum fleira fé, sem gekk sjálfala allan vetur-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.