Tíminn - 26.02.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: )
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON j
] ÚTGEPANDI: \
FRAMSÓKNARFLOKKURINN ')
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
RITSTJÓRASKRIFSTOFDR:
EDDUHÖ3I. Ltadargotu 9 A
Símar 2353 og 4373
APGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOPA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A
Siml 2323
31. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 26. febr. 1947
39. blað
ERLENT YFIRLIT.
Friðarsamningarnir við Þyzkaiand
Búizt við miklum ágreiningi á Moskvu-
fundinum
Þann 10. marz næstkomandi hefst f Moskvu fundur utanríkis-
málaráðherra stórveldanna fjögurra, Bretlands, Frakklands,
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Verkefni fundarins er að undir-
búa og ákveða í aðalatriðum friðarsamningana við Austurríki og
Þýzkaland. Er hér um að ræða vandasamasta og örlagaríkasta
viðfangsefnið, sem fulltrúar stórveldanna hafa fengið til úr-
lausnar síðan styrjöldinni lauk.
Margar mikilvægar framkvæmdir á Siglufirði
ÞETTA ER I ADEN
Á þessu stigi verður lítiS um
það sagt, hvernig samningagerð
þessi muni ganga, en horfur eru
á því, að ágreiningur verði um
mörg mikilvæg atriði.
Það hefir t. d. þegar komið
fram, að stórveldin eru ósam-
mála um ýms atriði friðarsamn-
ingsins við Austurríki. Vestur-
MARSHALL,
sem mætir f fyrsta sinn á utanríkis-
ráSherrafundi í Moskvu.
veldin vilja láta Austurríki fá
sömu landamæri og 1938, en
Rússar vilja, að Jugoslavar fái
Kárntenhéraðið. Þá munu Rúss-
ar vilja hafa Austurríki her-
numið um nokkurt skeið enn,
en vesturveldin munu vilja
flytja herinn taurtu, þegar geng-
ið hefir verið frá íriðarsamning-
unum. Rússar gera einnig stór-
um meiri skaðabótakröfur en
vesturveldin.
Aðalágreiningurinn á Moskvu-
fundinum mun þó verða um
Þýzkaland og óttast margir, að
hann kunni að rekja rætur til
þess, að stórveldin vilji koma
sér i mjúkinn við Þjóðverja og
vinna hylli þeirra í framtiðinni.
Það virðist þegar komið fram,
að austurlandamæri Þýzkalands
muni valda ágreiningi. Pólverjar
halda fast fram þeirri kröfu,
að þýzku héruðin austan fljót-
anna Oder og Neisse verði sam-
ERLENDAR FRÉTTIR
Harðar deilur hafa verið í
öryggisráðinu um kæru Breta á
hendur Albönum. Rússar hafa
dregið taum Albana, en Ástral-
íumenn og ¦ Bandaríkjamenn
taum Breta.- Ástralíumenn hafa
lagt til, að skipuð verð sérstök
rannsóknarnefnd, en Pólverjar
leggja til, að málinu sé vísað til
alþjóðadómstólsins.
í síðastliðinni viku varð kola-
framleiðslan meiri i Bretlandi
en nokkru sinni eru dæmi til á
svo skömmum tíma.
Yfirmaður ameríska hersins í
Kóreu hefir haldið því fram, að
Rússar láti innfædda menn á
hernámshluta sínum stunda
heræfingar.
Rússnesku f járlögin hafa ver-
ið lögð fyrir þingið. Framlög til
hermála éru stórlækkuð, en
framlög til atvinnuveganna
aukin.
einuð Póllandi. Rússar munu
telja sig skuldbundna til að
standa með Pólverjum í þessu
máli. Hins vegar hafa bæði
Bretar og Bandaríkjamenn lýst
yfir því, að þeir telji ranglátt
að taka svo mikið land af Þjóð-
verjum.
Næsta ágreiningsefnið ve.rö-
ur um þaö, hvernig framtíðar-
stjórn Þýzkalands eigi að vera
háttað. Frakkar haí'a gert kröfu
til þess, að Þýzkalandi verði
skipt í. mörg smáríki. Bretar
hafa lýst sig fylgjandi því, að
Þýzkalandi verði skipt í sam-
bandsríki, sem hafi víðtæka
sjálfstjórn, en höfuðmálin heyrj
þó undir sameiginlega mið-
stjórn. Rússar hafa hins vegar
lýst sig algerlega mótfallna sér-
hverri skiptingu Þýzkalands i
smáríki. Þjóðverjar munu yfir-
leitt mótfallnir smáríkjafyrir-
komulaginu og er ekki ólíklegt.
að Rússar ætli með þessu að
vinna sér hýlli þeirra og bæta
fyrir þær óvinsældir, sem stuðn-
| ingur þeirra við landakröfur
iPólverja mun baka þeim í
' Þýzkalandi.
I ' Þriðja stóra ágreiningsefnið
verður skipun atvinnullfsins í
Þýzkalandi. Fyrst eftir stríðs-
lokin hölluðust margir Banda-
ríkjamenn og Rússar að því, að
þýzki iðnaðurinn ætti að leggj-
ast niður að miklu leyti og
Þjóðverjar ættu fyrst og fremst
að verða landbúnaðarþjóð. —
Frakkar voru þessu og yfirleitt
fylgjandi. Bretar mölduðu hin?
vegar i móinn og bentu á, að
Þjóðverjar gætu ekki skapað sér
sambærileg lífskjör við aðrar
þjóðir, ef þeir væru sviptir iðn-
aði sínum, og myndi það ekki
hollt fyrir friðinn í álfunni að
gera þá að slíkum olnbogabörn-
um. Einnig yrði það bagalegt
mörgum öðrum þjóðum, ef kaup-
geta Þjóðverja yrði óeðlilega
mikið skert og ekki væri hægt
að fá iðnaðarvörur frá Þýzka-
landi. Á Potsdamfundinum urðu
þessi sjónarmið Breta að láta í
minnipokann og eru nú flestir
sammála um, að iðnaði Þjóð-
verja hafi verið sniðinn of þröng
ur stakkur í Potsdamsamþykkt-
unum. Ýmsir gizka á, áð Rúss-
ar muni nú sýna meiri tilhliðr-
un við Þjóðverja 1 þessum
efnum en vesturveldin, til þess
aðkoma sér i mjúkinn hjá þeim.
Ágreiningur getur hlotist um
mörg önnur atriði, t. d. hve
lengi hernámið skuli vara og
hve miklu skaðabótagreiðslurn-
ar skuli nema, en það er ein-
mitt líklegt til að valda veru-
legum ágreiningi.
Óútkljáð er hvaða . aðili eigi
að undirrita sa^mningana fyrir
hönd Þjóðverja, þar sem engin
þýzk ríkisstjórn er nú til. Einn
af hleztu stjórnmálaleiðtogum
Þjóðverja hefir lagt til, að
þjóðaratkvæðagreiðsla ve^rði lát-
in fara fram um samningana,
en ólíklegt er, að sigurvegar-
arnir fallist á það.
Borgin Aden og landssvæoið umhverfis hana, syðst á Arabíu, þar sem
RauSahafið og Adenflói mætast, er einn þeirra mörgu staða, er Bretar
hafa slegið eign sinni á. Þar er flotastöð og verzlunarmiðstöð mikil. En
annar svipur er þar yfir flestu en á Vesturlöndum. Hér á myndinn sést
Arabi koma akandi eftir götu f Adenþorg á Ieið til markaðsins. Dráttar-
dýrið er úlfaldi.
Öryggisleysið í fisksölumálunum
li stórkostlegu tjóni í vetur
Fáheyrt ðþokkaverk
Jónas Jónsson breiðir út rógsögu. um
„svartan lista", sem hann eða sam-
verkamenn hans hafa sjálfir búið til
Jónas Jónsson hefir nú, í hinni hatursfullu baráttu sinni gegn
Framsóknarflokknum, gripið til ráðs, sem einstakt má telja. Hann
hefir dreift út sögum þess efnis, að Framsóknarflokkurinn hafi
iátið búa til eins konar „svartan lista" um ýmsa flokksmenn, þar
sem þeim séu ýmist valin svívirðileg uppnefni eða bornar ósæmi-
legar getsakir á brýn. Tilgangurinn með þessu svívirðilega tiltæki
J. J. er vitanlega sá að reyna að skapa sundurlyndi og tortryggni
meðal Framsóknarmanna, þar sem önnur viðleitni hans í þá átt
hefir misheppnast.
Viðtal við Jón Kjartansson skrifstofustjóra
Jón Kjartansson skrifstofusjóri í Siglufirði hefir verið hér í
Reykjavík undanfarinn hálfan mánuð. Tíðindamaður Tímans
hitti hann að máli í fyrradag og spurðist frétt að norðan. Vakti
Jón athygli tíðindamannsins á ýmsum framfaramálum Siglfirð-
inga og raunar alþjóðar, og fer samtalið hér á eftir.
— Hvernig hefir verðráttan við það skapazt mikil atvinna
verið nyrðra? síðustu tvo mánuði.
—Það sem af er vetrar og allt Má £>ví segja,, að upp á sið-
fram undir miðjan þennan kastið hafi atvinnulíf Siglfirð-
mánuð hefir verið á Siglufirði j
gott tíðarfar — svo jafnvel ein-
stakt má telja.
Frosthörkur hafa litlar verið,
marga daga hlýja höfum við
fengið — hiti einstöku sihnum
allt að 11 stig. j
Nokkru áður en ég fór að
heiman fyrir hálfum mánuði,
varð ég var við, að blóm sprungu
út í görð'um þar, en í símtali,
sem ég átti við Siglufjörð í
fyrradag var mér sagt, að nú
væri þar hríðarveður og allmik-
ill snjór.
Atvinnumál og byggingar.
i
íón itiartansson,
— Hvernig er háttað um at-
vinnu á Siglufirði nú? *
— Atvinnumáium Siglfirð-
inga hefir um langan aldur ver-
ið þannig háttað, að sumar-jinga mótazt aí pví tvennu, að
annríki hefir verið mikið, en J meðtaka hráefni og gera Ur þvf
minna um vetraratvinnu. Má til útfiutningsvöru og miðla til
hins síðarnefnda rekja það, að | annarra kolum, þegar kuldinn
Siglufjörður er ekki fólksfleiri; sótti á. Bæði eru hlutskiptln góð.
en hann er, eða um 3000 ibúar. I
Fyrri part vetrar var frekar Tunnuverksmiðja rfkisins .
lítið um atvlnnu. Þó var nokkur. — Hvernig miðar tunnuverk-
atvinna við útskipun síldar og smiðjunni áfram?
síldarmjöls og ýms önnur skipa- j _ Bygging tunnuverksmiðju
vinna. Einnig var hægt, vegna ríkisins er í undirbúningi. Að
hins góða tíðarfars, að vinna viö j vísu bólar ennþá lítið á fram-
byggingar, sem eru með rneira kvæmdum, en stjórn hefir verið
Pétur Hoffmann
fiskikaupmaður varð fimmtugur í
gær. Pétur er kunnur maður hér í
bænum, enda atgerflsmaður á margan
hátt, rámmur að afli, minnugur og
sögufróður, svo sem hann á ætt til.
Hann býr nú i Selsvör.
Fyrir nokkru siðan fóru þær
sögur að kvisast um bæinn, að
Jónas Jónsson þættist hafa í
fórum sínum einskonar „svart-
an. lista," sem Framsóknar-
flokkurinn hefði látið gera yfir
ýmsa flokksmenn sína. Af J. J.
sjálfum og nánustu samverka-
mönnum hans hefir verið lagt
sérstakt kapp á að koma þess-
um rógi til þeirra manna, sem
eru sagðir vera á listanum.
Þeir, sem einhvern trúnað
kunna að hafa lagt á þennan
söguburð, munu hafa vænst
þess, að J. J. birti nánari grein-
argerð í seinasta Ófeigshefti, en
því er síður en svo að heilsá. J.
J. forðast að minnazt þar á
þennan slefburð sinn öðru visi
en með mjög óljósu og loðnu
orðalagi. Hann segir þar, að
slíkur listi „hafi nýlega verið á
kreiki í höfuðstaðnum," en gæt-
ir vandlega að eigna hann
hvorki flokknum né einstökum
mönnum i honum og er það ber-
sýnilega gert til áð reyna að
komast hjá málsókn. Orðalag-
inu reynir hann hins vegar að
haga svo, að grunurinn falli á
flokksstjórnina. Frásögnin er
þannig öll með Leytisgróu sniði.
Það hefir svo gerst næst í
þessu máli, að Mbl. birtir for-
ustugrein í gær um þennan slef-
burð J. J. í Ófeigi, þar sem
reynt er að taka þessa Gróu-
sögu hans sem góða og gilda
vöru.
Það er raunar óþarfi að taka
fram, að allur söguburður um,
að stjórn Framsóknarflokksins
eða einstakir forrráðamenn hans
hafi búið til „svartan lista," er
uppspuni frá rótum. Jónas
Jónsson eða aðrir, sem halda
slíku fram, eru hér með lýstir
vísvitandi ósannindamenn að
öllum slíkum söguburði, og
munu verða stimplaðir það af
almenning^, ef þeir birta ekki
tafarlaust þennan lista, sem
þeir eru að glósa um. Það mun
ásiannast, að, slíkt munu þeir
ekki gera, því að sé þessi listi til
og væri sýndur, myndi koma í
ljós, að hann er annað hvort
verk J. J. sjálfs eða einhverra
andstæðinga Framsðknarflokks-
ins, sem þekkja hið blinda hatur
J. J. til flokksins og hafa hann
að ginningarfífli. Talsverðar
líkur benda til, að hér sé að
ræða um samstarf milíi J. J. og
spilltustu aflanna í Sjálfstæðis-
flokknum. T: d. er samspilið
milli Ófeigs og Mbl. greinilegt.
Það er líka táknrænt, að þessar
sögur virðast hafa komizt nokk-
urn veginn jafh snemma á kreik
í Reykjavík og Austur-Húna-
vatnssýslu.
Það s£nir m. a. vel hug Mbl.
til þess stjórnarsamstarfs, sem
nýlega er hafið, að það skuli
reyna að nota annan eins róg-
burð til að ófrægja stjórn Fram-
sóknarflokksins, er báðir ráð-
herrar flokksins eiga sæt^ 1, og
þessa síðustu „sagnritun" Jón-
asar Jónssonar.
Klukkunni flýtt
Klukkunni verður f|ýtt um
næstu helgi, eða aðfaranótt
sunnud. 2. marz n. k. Það hefir
verið venja frá því að sumar-
tími var tekinn 'upp hér á landi,
að flýta klukkunni fyrstu helgi
í marzmánuði.
móti nú. í smíðum eru verka
mannabústaðir — 3 byggingar
með 32 íbúðum. — Munu þeir
verða íbúðarhæfir í vor. Þá er í
smíðum hjá Útvegsbanka fs-
lands glæsileg bygging — skrif-
stofuhús viö Aðalgötu, sem mun
sennilega verða fullgert í vor. —
Mörg íbúðarhús eru i' smiðum
og byggist bærinn mjög ört i
suðurátt. Þrátt fyrir þessar
byggingar er húsnæðisekla á
Siglufirði nú, þó eitthvað muni
úr rætast næsta vor.
Ei5« og þér er kunnugt stend-
ur nú yfir vinnsla á sunnlenzku
síldinni. Er hún unnin í S. R. P.-
verkímiðjunni. En í ráði er að
byrja einnig vinnslu í nýjustu
verksmiðjunni, sem byggð var á
Siglufirði s. 1. sumaj,- og sjá
hvernig verksmiðjan reynist. —
Til Siglufjar.ðar munu nú vera
komin eða á leið til Siglufjarðar
samtals um 48 þús. mál af slld,
og þar af búið að vinna úr um i gær iaust fyrir kl. 5 varð
30 þús. málum. Okkur þótti all- maður fyrir bifreið á Lauganes-
skrítið að finna „bræðslulyktina" vegi skammt fyrir innan vega-
skipuð og framkvæmdastjóri
ráðinn. Ætlunin er, að bygg-
ingar verksmiðjunnar verði við
Þormóðsgötu sunnanverða og
ofan Lækjargötu. Það er von
allra, að vel takist með fram-
kvæmdir þessar, og við fáum
jafn góðar tunnur með ekki
verra verði, en keyptar eru er-
lendis frá og í þriðja lagi að við
með þessum framkvæmdum
verðum ekki eins háðir öðrum
þjóðum með síldarsöltunina í
framtíðinni, því að oft hafa út-
lendingar sett þau skilyrði um
tunnusöluna, að þeir sætu fyrir
um kaup á síldinni.
Lýsisherzlustöðin.
— En hvað er að segja um
(Framhald á 4. síöu)
Maður verður fyrir bíl
í þorrabyrjun þvi slíku erum við
ekki vanir, en við köllum JDessa
lykt peningalykt, enda reyndist
svo. Hún færði fjölda heimila
vinnu og peninga.
— Hvernig verður útkoman
af vinnslunni hjá áíldarverk-
smiðjunum?
— Hvernig endanleg niður-
staða verður hjá S. R. ef þessari
vinnslu vil ég ekki spjí,, en koma
síldarinnar til okkar fslendinga
á þessum tíma árs held ég, að
geti verið öllum fagnaðarefni.
— Þið hafið miðlað miklu af
kolum?
— Víða á landinu hefir verið
kolaskortur, það sem af er vetr-
ar. Á Siglufirði voru til meiri kol
en víða annars staðar í haust,
og hefir óspart verið miðlað af
þeim til annarra staða. Hefir
mót Laugarnesvegar og Miðtúns.
Hlaut hann mikil meiðsli á höf-
uðkúpu og i andliti. Maðurinn
heitir Runólfur Bjarnason, til
heimilis að Drápuhlíð 5. Slysið
vildi til með þeim hætti, að
Runólfur var á gangi vestur
Laugarnesveg og gékk á vinstra
vegarkanti er bifreiðin R 1182
sem er fólksbifreið, ekur ; á
hann. Var hún einnig á leið
vestur Laugarnesveg. Við árekst-
urinn féll Runólfur á götuna og
hlaut all mikil meiðsl eins og
áður er sagt. Ekki er vitað ná-
kvæmar um orsök slyssins og er
málið í rannsókn.
Lögreglunni var tilkynnt um
slysið og fór hún á vettvang
með sjúkrabíl. Var maðurinn
fluttur á Landsspitalann og leið
honum vel eftir atvikum í gær.