Tíminn - 26.02.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.02.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! MariLð að koma í ftokksskrifstofuna 4 | REYKJAVfK Skrifstofa Framsóknarflokksins er Edduhúsinu við Lindargötu 26. FEBR. 1947 * I Sími 6066 39. blað Framkvæmdirnar á Siglufiröi Höfum fyrirliggjandi og elgum von á fyrir vorið allskonar HANDVERKFÆRUM til garð- og jarðyrkju, svo sem: (Framhald af 1. síðu) lýsisherzlustöðina? — Um lýsisherzlu hefir verið mikið rætt undanfarin ár, og jafnan hefir blandazt inn í um ræðurnar, sem eðlilegt er, um- ræður um staðsetningu slíkrar verksmiðju. Nú hefir á síðastl. ári starfað nefnd, sem átt hefir að athuga, hvar heppilegast væri að byggja lýsisherzlustöð- ina, og að vel athuguðu máli komst hún að þeirri niðurstöðu, að Siglufjörður væri staðurinn.' Kom það engum á óvart, sem hlutdrægnislaust leit á þessi mál, því að Siglufjörður hefir verið er og verður miðstöð síld- veiðanna. Sem eðlilegt er fögn- um við Siglfirðingar því, að þessar tvær verksmiðjur, tunnu- verksmiðjan og lýsísherzlustöð- in, eru í uppsiglingu. Munu þær mikið bæta úr atvinnuleysi Siglfirðinga yfir vetrarmánuð- ina, en jafnframt er ekki síður ánægjulegt til þess að vita, að við íslendingar erum með fram- kvæmdum þessum að hagnýta betur eina af aðalframleiðslu- vörum okkar og vinna að því að gera okkur óháða erKendum tunnukaupmönnum. I Nýir bátar á sjó og landi. — Þið Siglfirðingar hafið fengið talsvert af nýjum skip- um? — Tveir bátar, byggðir í Sví- þjóð, eru nýlega komnir til Siglufjarðar. Eru þeir eign nokkurra Siglfirðinga, sem stofnað hafa hlutafél. um báta- kaup. Heita þau h.f. Skjöldpr og h.f. Sædís. Báðir eru bátarnir, sem eru um 100 rúmlestir hvor, hinir traustustu en lcomu mun seinna, en búizt var við í fyrstu. Bátur Sædísar h.f. heitir Sig- urður, og_ verður skipstjóri á honum Ásgrímur Sigurðsson, kunnur aflamaður, en bátur h. f. Skjaldar heitir Skjöldur. Um skipstjóra á þeim bát mun vera enn óráðið. Tveir aðrir nýir bátar eru á Siglufirði — en á þurru landi. Eru það bátar fyrr- verandi ríkisstjórnar, byggðir í skipasmíðastöð Siglufjarðar, 35 smál. að stærð. Bátar þessir. sem og flestir innanlands smíð- uðu bátarnir, er fyrrv. stjórn átti frumkvæði að, standa í skipasmíðastöðvunum, og vilja fáir eiga, vegna dýrleika. Mun láta nærri, að bátar þessir séu allt að helmingi dýrari en fáan- legir bátar sömu stærðar erlend- is frá. Á sama tíma, sem bátar þessir upptaka eina slipppláss- ið á Siglufirði, mega þeir Sigl- firðingar, sem báte eiga, senda þá í slipp til Akureyrar og baka sér með því mikinn aukakostn- að. Það vantar slipp á Siglufirffi. En fyrst ég er farinn.að minn- ast á „slipp“ á Siglufirði, vil ég gjarná geta þess, að á Siglufjörð vantar tilfinnanlega fullkomna skipasmíðastöð. Takist ekki með samtökum áhugamanna í og utan Siglufjarðar að hrinda þessu máli í framkvæmd, er fullkomin ástæða til þess, að ríkisvaldið láti athuga þetta mál, með tilliti til þeirrar nauð- synjar, sem þetta er fyrir sjáv- arútveginn almennt. Hraðfrystihúsin hafa ekki tekiff á móti fiski. — Eru ekki fiskveiðar stund- aðar frá Siglufirði? — Á Siglufirði eru 3 hrað- frjjstjhús. Um langan tíma í vetur hafa þau staðið auð og ekki tekið á móti fiski — og af þessum orsökum hafa bátarnir verið bundnir við bryggjurnar. en nógur fiskur úti fyrir Siglu- firði og veðrið hið ákjósanleg- asta. Um stöðvun þessa hefir verið kennt deilu, sem staðið hefir milli íshúseigendanna og verka- kvenna um kaup og kjör. Að vísu var ágreiningur um kjörin. Framleiðendurnir töldu sig alls ekki geta hækkað kaupið, en um stöðvun íshúsanna á Siglufirði, hefir einnig valdið miklu sá ótti, að íshúseigendurnir ' losnuðu ekki við fiskinn fyrir síldarver- tíð, og með því yrði tekið fyrir möguleika um frystingu síldar. Nú hafa samningar tekizt og að minnsta kosti eitt íshúsanna byrjað að taka á .móti fiski —j en nú hamla veður veiðum. Til mála kom, þegar hraðfrysti- húsin stöðvuðust, að hefja sölt- un fisks á Siglufirði, en það tor- veldaðist sökum þess ótta, sem ríkti hjá mönnum um að losna ekki við fiskinn úr geymsluhús- unum fyrir síldveiðitímann. Bæjarmálefni. — Hvað er að frétta af bæj- armálefnum ykkar? — Eftir síðustu bæjarstjórn^ arkosningar var ráðinn nýr bæjarstjóri, Hallgrímur Dalberg lögfræðingur. Stóðu að kosningu hans fulltrúar allra flokka TSjálfstæðisflokkurinn með hlutleysi). Gerður var málefna- samningur um framkvæmdir aðkallandi vandamála. — S.l. haust óskaði Dalberg að hverfa til framhaldsnáms í Frakklandi, og var því ráðinn nýr bæjar- stjóri. Þrjár umsóknir bárúst — frá Sjálfstæðismanni, Al- þýðuflokksmanni og sósíalista. Ekki fékkst hreinn meirihluti með neinum þessara manna. En kosning fór þannig, að Gunnar Vagnsson (Alþfl.maður) var kjörinn með 4 atkv. (Alþ.fl.m. og Framsóknarfl.), en Sjálfstæðismenn sátu hjá. Kommúnistar á Siglufirði hafa jafnan, síðan Dalberg fékk lausn, hvatt til nýrra kosninga. Þó er vitanlege, að hlutfallið milli flokkanna innan bæjar- stjórnarinnar myndi ekki breyt- ast, og nýjar kosningar sízt hæta ástandið í bæjarmáefnum Siglufjarðar. Vandamálin, >em bíffa úrlausnar. — Hvaða málefni bíða helzt? — Meðal fjölmargra verkefna, sem bíða úrlausnar hjá okkur Siglfirðingum, eru þessi helzt: Bygging innri hafnarinnar, kaup og rekstur eins togara, stækkun Skeiðsfossvirkjunarinnar, bygg- ing gagnfræðaskólahússins, >tækkun sjúkrahússins og bygg- ing og rekstur elliheimilis. Hvernig okkur tekst að leysa bessi vandamál, tel ég að sé mest undir okkur sjálfum kom-, ið og jafnframt skilningi ríkis- valdsins. Innri höfnina er knýj- andi nauðsyn að gera, ekki ein- ungis fyrir okkur, sem byggjum Siglufjörð, heldur og fyrir fram- leiðslu landsmanna. Með tilliti til hinna miklu skipakaupa landsmanna og þess væntanlega afla, sem gera verður ráð fyrir, að þessi skip flytji á land, verður að vinna að því, að fyrir hendi verði í hverri verstöð og verk- smiðjubæ skilyrði til að hagnýta aflann sem bezt. Bæjarstjórn Siglufjarðar hef- ir samþykkt að gerast kaupandi að einum hinna nýju togara. Skiptar voru skoðanir um þessi kaup. Samkomulag náðist að lokum um það, að keyptur yrði einn togari, og bærinn geri hann út. Um Skeiðfossvirkjunina vil ég ekki, að svo stöddu, vera lang- orður, þótt þig fýsi um hana að vita. Ef til vill skrifa ég um það mál síðar í Tímann. Það er rétt, að Siglufjörður tapaði nýlega máli við firmað Höjgaard og Schultz. En þar sem ég hefi hvorki séð dóminn né forsend- urnar,. vil ég ekkert um það segja. En ég held, að ég megi fullyrða, að það er almennur vilji Siglfirðinga að stækka Skeiðfossvirkjunina, enda mun hagur rafveitunnar batna við slíka stækkun, og fyrír henni ráð fer,t við alla útreikninga og áætlanir um rekstur' rafveit- unnar. Stækkun sjúkrahússins ekki einkamál Siglfirffinga. Á Siglufirði koma til með að dvelja yfir síldveiðitímann um 10 til 15 þúsund manns. Sjúkra- hús það, sem við eigum nú, var byggt upphaflega (fyrir 20 ár- um) handa 16 sjúklingum. Þó eru þar jafnan um 20 til 24 sjúklingar. Getur hver séð, hve Stunguskóflum, Malarskóflum, Steypuskóflum, Ballastskóflum, Kornskófium, Járnkörlum, Hökum, mikið pláss er til slíks. En um það er ekki spurt, þegar komið er með slasaða menn eða mikið veika að sumarlagi. Það er bara sagt: „Ég er kominn með sjúkling.‘-‘ Siglfirðingar ætla sér að hefj- ast handa um stækkun sjúkra- hússins, en við förum ekkert dult með það, að við ætlumst til þess, að ríkissjóður styrki þá byggingu. Um tuttugu ára skeið hafa aðkomumenn í hundraða- tali, innlendir og erlendir, feng- ið sjúkrahúsvist hjá okkur, og Siglfirðingar þurft að bíða eftir plássi í sjúkrahúsi sínu og jafn- vel fara annað. Við teljum og töldum sjálfsagt, að plássið fengi aðeins sá, sem í mestri þörfinni væri. En nú, þegar end- urbygging sjúkrahússins hefst, getum við ekki byggt sjúkrahús, sem sé þess megnugt að vera sjúkrahús handa bæ með 10—15 þúsund manns, eins og verða mun á Siglufirði yfir sumar- mánuðina næstu ár. Til þess barf aðstoð ríkisvaldsins, engu síður en til byggingar fjórðungs- spítala á Akureyri — en stuðn- ingur til þess máls var lofsverð- ur. í áframhaldi af þeim stuðn- ingi lítum við svo á, að stuðn- ingur til Siglufjarðarspítalans megi ekki vera hlutfallslega minVii. Þau skilyrði, sem gagnfræða- skóli Siglufjarðar heíir við að húa, eru slæm. Um 100 nemend- ur eru nú í skólanum. Kennslu- stofurnar eru á lofti kirkjunn- ar, og þó það hafi verið snjall- ræði fyrir 10—15 árum, þegar vanefni voru mikil, en mikið nláss á kirkjuloftinu, að búa skólanum þarna stað, þá er full hörf á því, að nú verði úr bætt. Væntum við Siglfirðingar, að okkur takist áður en langt um líður að byrja á þessu verki, enda eru teikningar af skólan- um fyrir hendi og almennur vilji á að hefja framkvæmdir Bygging og rekstur elliheim- ilis er ef til vill mái*. sem vísa ætti til tryggingarstofnunarinn- ar til athugunar og fram- kvæmda. Þó held ég, að á því verði bið, og einmitt sökum hess tel ég, að við Siglfirðingar burfum að gera eitthvað í beim málum. Vona ég, að ef bæjarfélagið sér sér ekki fært að framkvæma slíkt, muni áhugafólk á Siglufirði samein- ast um þetta mál. Margra ára draumur rætist. —En þú hefir ekki.minnzt á veginn yfir Siglufjarðarskarð. — Vegurinn yfir Siglufjarð- arskarð mun komast í samband við þjóðvegakerfið næsta sumar. Þann dag, sem það verður, ræt- ist maraya ára draumur Sigl- firðinga og Skagfirðinga og sennilega fjölmargra annarra. Um 12 eða 13 ár eru liðin siðan fyrst var farið að vinna í Skarð- inu, og munu fáir vegir hafa verið jafn lengi á döíínni, enda erum víið orðnir ójjvolinmóður eftir að sjá veginn, ná saman. Ég vona, að þú leg/ir þá leið þlna til Siglufjarðar, oy þér gefist tækifæri til að virða fyrir bér í gógu skyggni útsýnið af Siglufjarðarskarði, þegar leiðin hefir verið opnuð. En útsýnið Hnausakvíslum, Stungukvíslum, Heykvíslum, Höggkvíslum, Garffhrífum, Arfasköfum. M.s. Dronning Alexandrine Næstu tvær ferffir frá Kaupmannahöfn verða sem hér segir: 26. febrúar og 14. marz. » Flutningur tilkynnist sem fyrst til skrifstofu Sameinaða í Kaupmannahöfn. Erlendir ríkisborgarar sýni skírteini frá borgarstjóraskrif- stofunni, en íslenzkir sýni vega- bréf stimpluð af lögreglustjóra- skrifstofunni. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN. (Erlendur Pétursson). Sýning Kjarvals (Framhald af 2. síðu) öll afreksverk mannsandans, alt til þessa dags. Myndin orkar á mann éins og hljómsveit og hljómkviða I senn. Til hægri handar prófessorn- um, og þó eins og á öðrum fleti, fellur niður fagur fyrirferðar- lítill foss. Er það niður aldanna, sem meistarinn vill tákna með þessum hætti? En til vinstri og þó einkum efst á myndfletinum leika ljósbrigði, sem í hentugu ljósi minna helzt á blik norður- ljósa. Er það ákall Kjarvals og trú- boð í senn, að maðurinn megi vænta sér æ fegurri litbrigða í tilverunni — þrátt fyrir allt? Vill Katiði Krossiim? (Framhald af 2. slðu) byrjar áfengisnautn verður viss hluti ólánsmenn vegna of- drykkju. Það er líka staðreynd, að allir þeir, sem eru auðnuleysingjar vejna vínnautnar myndu vera farsælir og uppbyggilegir menn, ef þeir hefðu aldrei drukkið fyrsta staupið. Svo getur Gunnlaugur Claes- sen gert upp við sig hvort þaðan er mjög fagurt, og í byggð austan megin skarðsins gefst þér kostur að sjá margt, sem fýsilegt er að sjá. Sendið pantanir sem fyrst. Samband ísl. samvinnufélaga Vtjja Síi (við SUúlatnötu) 'Tjarnarbíc Jarffarför konunnar minnar Helgu Arns’rímsdóttur fer fram frá Dómkirkjunni, á morgun, fimmtudaginn 27. febrúar og hefst á heimili okkar, Freyjugötu 28 kl. 10,15 f. hád. — Athöfninni verffur útvarpað. Sigurjón Jóhannsson. Hjjá Duffy (Duffi’s Tavern) Stjörnu-mynd frá Paramont: Bing Crosby, Betty Hutton Paulette Goddard, Alan Ladd Dorothy Lamour, Eddie Bracken o. fl. ásamt Barry Fitzgerald, Marjorie Reynoids, Victor Moore, Barry Suliivan Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Innheimtu- menn Tímans Muniff aff senda greiðslu sem allra fyrst. Daltons- bræðnrnir (Daltons Ride Again) Ævintýrarík og spennandi ræn- ingjasaga. Aðalhlutverk: Allan Curtis Martha O’Disroll Lon Chaney Aukamynd: HÚSNÆÐISEKLA (March of Time) Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. (jamla Síc Loftskfp í hernaðl (This Man’s Navy) Stórfengleg og spennandi amer- ísk kvikmynd. Wallace Beery Tom Drake James Gleason Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. <•<—o— —~~-------------------- Atvinna Nokkrir ungir menn geta komízt að á Keflavíkur- flugvellinum við farþegaafgreiðslu og vélritun. Gagnfræða- eöa Verzlunarskólamenntun og góð enskukunnátta nauðsynleg. Umsækjendur snúi sér til skrifstofu flugmálastjóra á Reykjavíkurflugvellinum. Viðtalstlmi kl. 10—12 f. h. ' Flugmálastjóriim. o o O o o O < > O o o o «> < > o O O O o O Atvinna Nokkrir menn geta komizt að á Keflavíkurflugvell- inum sem affstoðarmenn við afgreiðslu og hleðslu flugvéla. Enskukunnátta nauðsynleg. Umsækjendur snúi sér til skrifstofu flugmálastjóra á Reykjavíkurflugvellinum. Viðtalstími kl. 10—12 f. h. Flugmálastjórimi. staupagleðin hans sé svo dýr- mæt, að hún sætti hann við dryk&juskaparbölið, en þetta tveijíit verður aldrei að skilið. Ég hefi samúð með Rauða Krossinum og hugsjónum þeim, sem hann er byggður á. En ég mun hugsa mig tvisvar um áður en ég kaupi fleiri merki af fé- lagsskapnum, ef hann heldur áfram að gefa út rit, til þess að auka og útbreiða drykkjuskap í landinu. Slíka ’ útgáfustarfsemi vil ég el&i styrkja. Það er eðlilegt að Raú&i Kross fslands gefi út tímarit. Það fer vel á því, að það tíma- rit brýni fyrir mönnum hvílík hætta stafi af sýkilberum ýms- um, slæmri loftræstingu, subbu- skap, oftrú á skottulækna o. s. frv. Þetta allt er í samræmi við tilgang og nafn ritsins. En þegar ritstjórinn telur það i sínum verkahring að leggja illt til bindindisfólksins, hvort sem það er félagsbundið eða ekki, þá er þar unnið gegn öll- um þeim göfugu hugsjónum, sem félagsskapurinn og ritið byggir vinsældir sínar á. Ég hefi hér bent á þetta, vegna þess að málstað Rauða Krossins er stefrit í hættu með svona skrifum. Mér er sárt um að menningarfélög fari sér að voða eins og hér horfir og því bendi ég á hættuna. En vilji þeir, sem hér eiga hlut að máli, halda þessari baráttu áfram, munu þeir að sjálfsögðu fá vilja sinn 1 þvi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.