Tíminn - 27.02.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.02.1947, Blaðsíða 3
40. blaO TÍMINN, fimmtadaginn 27. fehr. 1947 3 Ólafur iónsson á Hvalskeri í dag er til grafar borinn frá Saurbæjarkirkju á Rauðasandi, Ólafur Jónsson frá Hvalskeri, er lézt þann 19. þ. m. 93 ára að aldri. Óíafur Jónsson fæddist í Króki á Rauð'asandi 26. des. 1853. Hann var sonur hjónanna Jóns Ólafssonar bónda á Sjö- undá, Sigmundssonar bónda í Króki, Jónssonar og Guðbjarg- ar Magnúsdóttur, Einarssonar, bónda á Hvalskeri og víðár. Voru ættir beggja þeirra hjóna breið- firzkar. Ólafur var með foreldrum sínum þar til hann kvæntist 10. okt. 1879. Kona hans var Guð- björg Árnadóttir Thoroddsen bónda á Hvallátrum vestra. Þau Ólafur og Guðbjörg eign- uðus.t 9 börn. Dóu 5 þeirra ung. Hin 4 náðu fullorðinsaldri og eru 3 þeirra á lífi: Sigurjón Árni alþingismaður, kvæntur Guð- laugu Gísladóttur, Ólafía, gift Stefáni hreppstjóra Baldvins- syni í Stakkahlíð í Loðmundar- firði, og Sigríður Snæbjörg, gift Stefáni trésmiðameistara Magn- ússyni í Reykjavík. Fjórða barn- ið, er íulloröinsaldri náði, var Stefán bóndi á Hvalskeri við Patreksfjörð, kvæntur Valborgu Pétursdóttur fræðimanns frá Stökkum. Stefán lézt 3. mai 1942, fimmtugur að .aldri. Ólafur dvaldist lengi hjá Stefáni og Valborgu, meðah þeir feðgar lifðu báðir og síðan hjá Val- borgu tengdadóttur sinni til dauðadags. Fyrstu hjúskaparárin eru þau hjónin, Ólafur og Guðbjörg, á Sjöundá og Hvallátrum, en vorið 1835 byrja þau sjálf- stæðan búskap í Króki. Sjö árum seinna, 31. júlí 1892 missir Ólafur konu sína, 34 ára gamla, ásamt yngsta barni þeirra, en 4 lifðu þá hin börnin, öll ung. Ólafur býr enn 2 ár með ráðs- konu, en hættir búskap 1894. Eftir þetta gegnir Ólafur margs konar störfum, bæði fyr- ir sveitarfélag sitt og einstak- linga. Hann er ráðsmaður, for- maður á fiskibátum, hann stundar verzlunarstörf, er forða- gæzlumaður, hreppsnefndar- maður og þá oddviti um nokk- urt skeið, barnakennari er hann léngi og 1930 er hann sklpaður í fasteignamatsnefnd Vestur- Barðastrandarsýslu, þá 76 ára gamall. Ólafur Jónsson var hár mað'ur vexti, mikill á velli og dökkur á brún og brá. Hann var bók- hneigður og átti nokkurt bóka- safn. Mun hann hafa búið yfir rikari menntaþrá, en nokkur skilyröi voru til að fullnægja. Hann var heilsuhraustur til elli- ára, en síðustu árin blindur og farlama. Naut hann þá ein- Stákrar umhyggju Valborgar tengdadóttur sinnar. Afkom- endur Ólafs eru 45 á lífi og enn lifir systir hans, Guðrún Jóns- dóttir á Patreksfirði, 92 ára gömul. Ævi Ólafs Jónssonar skiptist í tvo kafla, mjög ólíka. Hann elzt upp með foreldrunum og er með þeim til 26 ára aldurs. Þá kvong- ast hann og á ágæta sambúð með ungu konunni í 13 ár. Þau eignast mörg börn, en missa sum. En svo gerast þáttaskilin í lífi hans. Unga konan deyr og yngsta barniö. Ekkjumaðurinn, 39 ára, stendur eftir með 4 börn- in ung. Þessi hörðu átök móta manninn að' nýju. Hann sér fyr- ir börnum sínum í höndum hinna ágætustu manna. En grundvöllur heimilis og búskap- ar er hruninn til grunna. Hann snýr hönd og huga að nýjum viðfangsefnum. Hann leitast við að fullnægja þörfum ann- ara, sveitarfélagsins og sam- ferðarmannanna. Áhugamál hans verða sveitarmálin, lands- málin, almennar umbætur og menntun æskunnar., Sveitungar hans sýna honum verðskuldaöa tiltrú með því að fela honum margs konar trúnaðarstörf. En öll þau störf rækir Ólaíur af þeirri samvizkusemi og trú- mennsku, er einkenndi hann framar öðru. Honum var þó lítt að skapi að hagræða skoðunum sínum að vilja annarra. Þar stóð hann fastur fyrir, sterkur og stór. Frá fertugsaldri starfar hann í þágu sveitar sinnar fremur en sjálfs sín. Hann horf- ir of ar einkahagsmunum til þess, er til almennings gagns má verða. Hann er þéttur á velli og þéttur í lund, bognar aldrei og brotnar seint. Börn hans verða hin mannvænlegustu og fyrir löngu er scmur hans þjóð- kunnur, Sigurjón Á. Ólafsson alþingismaður, sem gert hefir að ævistarfi sínu hagsmuna- og menningarmál þess fólks i landinu, sem skyldast er ekkju- manninum í Króki með 4 börnin ung. Frændur og vinir kveð'ja Ólaf Jónsson með Virðingu og þökk. Þeir votta samúð sína börnum hans og afkomendum og siðast en ekki sízt fjölskyldunni á Hvalskeri, sem gerði honum elli- árin svo mild og hlý. S. E. ugt blað, sem hefir verzlunar- auðvaldið gegn sér vegna mál- efnalegra hugsjóna og fær því litlar auglýsingatekjur, hafi til- hneigingu í þá átt að hliðra sér hjá að styggja útgáfufyrirtækin. Heilbrigt almenningsálit ger- ir hvort tveggja í senn að skapa markað fyrir góðar bókmenntir og veita ófyrirleitninni aðhald. Vonandi verður bókagerð fljót- lega heiðarleg og sómasamlega borguð atvinna, en hvorki brask né fjárpiógsmennska. Alþýðan hefir í hendi sér að sveigja hana á þá braut með gagnrýni og heilbrigðum smekk og blöðunum ■■ ■ t . ■ ■ . --- er skylt að stuðla að því. Dugi það ekki verða samtök almenn- ings, t. d. samvinnufélögin að leysa vandann. Það er gleðilegt, að bókaútgáfa ber sig á fslandi, svo að ritstörf geta verið atvinna, En því nýja viðhorfi fylgja n,ýj ar hættur, sem mæta þarf með árvekni. Það hefir alltaf og alls staðar verið reynt að gera helgidómana að ræningjabæli, ef það var arð- vænlegt, — og helgidómur ís- lenzkra bókmennta er þar frá- leitt undantekning. En hinn dreiföi, lesandi fjöldi verður að verj a helgidóm sinn. ALICE T. HOBA'RT: Yang og yin a.nna. En ég gat ekki yfirgefið skólann, þegar allir aðrir voru larnir.- „Ert þú ein eftir?“ „Wang Ma er hér líka.“ Og nú heyrðist þróttmikil, gamalkunn rödd í myrkrinu. „Fei I Sheng, Fei I Sheng,“ sagði hún hvað eftir ann^gíi. „Gömlu siðirnir voru betri en þeir nýju.“ Peter kveikti á vasaljósi sínu og fór að skoða sjúkrahúsið. Það hafði verið gersamlega rúið. Ævistarf hans hafði verið' lagt í rústir. Hann staðnæmdist við skrifstofudyrnar, stakk hendinni ósjálfrátt í vasann og dró upp lyklakippifna. Hér var allt eins og hann hafði skilið' við það. Með því höfðu Kínverjarnir sjálfsagt viljað tjá þá virðingu, sem þeir báru fyrlr honum sjálfum. Hann hafði hér ekkert að gera, þvi að þetta hús var ekki lengur sjúkrahús. En nú beindist athygli hans að léttu fótataki frammi í ganginum. Hurðin var opnuð, og inn kom kona í hinum gráa búningi Búddhanunnamia. Hún var með slæð'u fyrir andlitinu, en þegar hún kom nær, féll birtan á hendur hennar. Og þær hendur voru ekki á kínverskri konu. Hann þekkti þær líka undir eins .... Gat þetta verið? „Stella,“ hvislaði hann forviða. „Stella! Hvaðan í ósköpunum kemur þú?“ „Það' skiptir sennilega engu máli,“ svaraði hún. Hún var ekki leiðitöm fremur en í gamla daga. Ótal hugsanir flugu gegnum heila Peters. Stella hafði aldrei íarið' úr borginni .... Barnahæliö — það var hennar verk. Skila- boðin siðasta kvöldið .... Mei Ing hafð'i alltaf vitað uní hana .... „Ég kem ekki til þess að’ stælá við þig, Feter. Ég~kem til þess að biðja þig að' gefast ekki upp.“ „Hvað get ég gert? Þú sérð sjálf, hvernig sjsíkrahúsið hefir verið leikiö. Kínverjarnir hata mig ....“ 'En svar Stellu var eins og brú yfir margra ára aðskilnað. „Min síðasta von er í veð'i, ef þú bregzt. Þú'mátt ekki bregðast Peter — betta er örlagastund hins hvíta kynþáttar í Kina. Þú hefir miklú lórnað, og þú hefir lika krafizt mikils. Orð þin hafa verið lög i þessu húsi. Það getur ekki svo verið' lengur. Ef þú veröur kyrr, verðuröu að vera kyrr til þess að' sigra. Og þá mátt þú ekki tírottna." Það var dauðaþögn í herberginu. Peter minntist ekki svo djúprar þagnar á allri lífsleiðinni. „Stella,“ sagði hann loks og færð’i sig feti nær henni. „Segðu mér, hvar ég get íundið þig, ef hættu kynni að bera að höndum." En hún var þegar á bak og burt. Umboðs- og Raltækjaverzl. íslands h.f. llafnarstræti 17 — Sínn 6439 — Reykjavík ARMSTRONG SIDDELEY 6 /íestafla ioftkæidar diesetvélar Þetta eru hentugustu og ódýrustu aflstöð'varnar sem íslenzk sveitaheimili eiga völ á um þessar munáir. Vél, sem á sumrin knýr heyþurrkunartæki, getur á vetrum knúið rafal, nægi- lega stóran til ljósa og su£iu að verulegu leyti fyrir meðal heimili. Getum útvegað rafala fyrir 220 volta riðstraum 5 Kwa., sérstaklega byggða fyrir þessar vélar. Vegna þess hve afgreiðslutími er langur, er nauðsynlegt, aó þeir, sein ætla að fá þessar vélar og rafala tilheyrandi þeim, til afgreiðslu á næsta vori og næsta sumri, geri pant- anir sínar sem allra fyrst. Jörð til ábúöar | ' Jörðin Svínaskáli við Eskifjörð fæst til ábúðar í vor. | Sala getur komið til mála. Jörðinni geta fylgt 2 kýr, « 36 ær og 1 hestur. Meðal töðufengur 190 hestar. Út- beit góð. Næg húsakynni. Góður mjólkurmarkaður | á Eskifirði. Menn snúi sér til Árna Jónssonar, Svína- | skála. XVI. HRESSANDI haustvindar héldu innreið sína i landið og sópuöu burt mollunni i borginni. Nýtt lif íærðist i allt eftir sumarmókið. Þessir nýju lífsstraumar léku einnig um Peter. Háværir verka- menn drógu langar bambusstengur inn í garöinn, bundu þær þar sarnan og reistu pall og háan boga á auða svæðinu milli kirkj- unnar og húss séra Bakers. Snemma næsta morguns komu aðrir með byrðar sinar af rauðum pappír, sem þeir klipptu sundur og bjuggu til úr alls konar myndir, pappírskörfur og fléttinga. Með þessu skreyttu þeir bogann og aðaldyr sjúkrahússins og á pallinum voru reistir tveir fánar hins nýja flokks. Undir fánana var sett geysistór mynd af hinum látna foringja Kínverja. Það átti að’ hefja sjúkrahúsrekstur á ný. Um hádegisbiliö var portið opnað upp á gátt. Allmargir menn voru þegar saman komnir í húsi Peters. Út um gluggann, þar sem Ðíana hafði kjörið sér stað, heyrðust liáværar samræður. Og nú kom fylkingin út úr sjúkrahúsinu. Fremst fói^bezta iúðrasveit borgarlnnar sem þeytti aí kappi vestræn lög með austrænu hljöðfalli á hljóðfæri sin. Næst kom hershöfðinginn í íylkinu og flokkur veizlubúinna liösíoringja, ásamt hinum nýja forstöðumanni sjúkrahússins, dr. Sen, er bar marglitan hatt á höfði, tii vitnisburöar um þá virðingu, sem honum var sýnd. Þar á eítir gekk Peter. Hann laut höfði og gerði sér sýnilega far um aö gnæfa ekki hærra yfir Kínverjana en óhjákvæmilegt var. Diána var bæði hrygg og rfeið. Þeir sættu sig við návist hans, af því að hann var eini maðurinn, sem gat tryggt sjúkrahúsinu þau áhöld og lyf, sem nauðsynleg voru. Hvers vegna lét Peter þá leika sér svona að honum? Nú hált fylkingin út á götuna, og Peter varð að ganga enn álútari, svo aö úlfgrátt höfuð hans skág- aði ekki of mikiö yfir svarta kolla Kínverjanna. Loks nam skrúðgangan aftur staðar við bogann, og Peter gekk upp á pallinn. Hann drö andann lóttar. Hann hafði verið auð- mýktur á almannafæri. Valdaafsal hans í sjúkrahúsinu var mikil auðmýking í augum borgarbúa. Hann lét hugann dvelja við það, sem gerzt hafði síðustu mánuöina, og þá baráttu, sem hann hafði orðið aö heyja við sjálfan sig, áður en hann gat fengið sig til þess að taka þátt í þessum leik. Allir höfðu r^ynt að koma í veg íyrir, aö hann hélt áfram að starfa í sjúkrahúsinu. Vestrænu rikin höföu kvatt heim ræð’ismenn sína, og kaupsýslumenn og trúboðar höfð’u verið’ stranglega varaðir við því, að hættulegt væri að fara út fyrir tákmörk hafnarborganna. Kínverjarnir höfðu látið hann afskiptalítinn. Þeir vildu gjárhan njóta peninga út- lendinganna, .en þeir kæröu sig ekki um yfirráð þeirra i landi sínu. Trúboðarnir höfðu líkg, alltaf sagt, að þeir myndu láta af bendi stofnanir sinar, þegar Kínverjar^ hefðu sjálfir mönnum a að skipa, er gætu tekið við forustunni. Nú höfðu þeir nóg af íólki, sem var fæi’t um það, en það stóð á trúboðunum að’ efna gefin heit. Þaö hafði verið Peter beiskur boöskapur, er hann heyrði, að Sen Ló Shi, gamall nemandi hans, ætti að taka við stjórn sjúkral- hússins. En svo skaut upp nýrri hugsun. Það var ef til vill Ló Shí, sem hafði beitt sér fyrir því, að honurn var þó gefinn kostur á að vera kyrr. Og hvi varð Ló Shí, sem var einn af foringjum nýja KLUKKUR Veggkiukkur ♦ Borð’klukkur Skrifstofuklukkur Verksmiðjuklukkur Skipsklukkur Alls 35 tegunair. Gerió svp vel og lítið í annan sýningarglugga vorn á LAUGAVEG 39. ' FRANCH MICHELSEN úrsmíðameistarl, sími 7264. »♦ ». ! Bifvélavirki óskast 1 Rafmagnsveitur ríklsins vantar bifvélavirkja með' öllum réttindum, sem fyrst. Væntanlegir umsækj- endur snúi sér til skrifstofu vorrar, Laugavegi 118, efstu hæö, kl. li/2—3. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Rafmagnsveitur ríkísins mmu:n;mnunumm:umnmmmuúuuuuttuu:nmmumu«muu«s Jörðin Ölvaidsstaöir III i Borgarfirði er til sölu. Jörðin er laus til ábúð’ar á fardög- um í vor. Fjós er yfir 18 kýr. Hlöðurúm um 800 hestburðir heys með votheysgryfjum. Tún véltækt, gefur af sér 300 hestburði. Engjar aó' mestu véltækar. Laxveið'i i Hvítá og lax- og silungsveið'i í Gufá. Jöröin.er i ágætu vegasambandi og hæg til búskapar. Tilboð sendist til Sigþórs Þórarinssonar, Ölvaldsstöðum, fyrir 15. marz, sem veitir allar nánari upplýsingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.