Tíminn - 05.03.1947, Qupperneq 1

Tíminn - 05.03.1947, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARIN SSON ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. RITSTJÓRA8KRIPSTOFUR; EDDUHÚ3I. Llndargðtu 9 A Sfmar 2353 qg 4373 APGREIÐSLA, INNHEIMTA > OG AUGLÝSINGASKRIPSTOPA: ' EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Siml 2323 31. árg. Reykjavík, niiðvikudagiim 5. marz 1947 44. blað ERLENT YFIRUT: Gátu bandamenn tekið Frakk- land sumarið 1943? Smám saman koma í Ijós heimildir um gang málanna bak viff tjöldin á stríffsárunum. Nú hefir amerískur ritstjóri skýrt frá því, aff landar hans hafi viljaff gera innrás í Frakkland áriff 1943, og telur hann aff Churchill hafi lengt styrjöldina um heilt ár, meff því aff afstýra þeim affgerffum. Leitað að olíu á kafsbotriL Utanríkismálaritstjóri Satur- day Evening Post í New York, Martin Sommers að nafni, hefir nýlega skrlfað i ritið athyglis- verða grein um ráðagerðir bandamanna um styrj aldar- framkvæmdir sumarið 1943. Sommers heldur því fram að árið 1942 hafi herforingjar CURCHILL. Bandaríkjamanna haft tilbúna ráðagerð um innrás í Frakkland vorið eftir. Hugöu þeir til land- göngu á Gherbourgskaga. Ætl- uðust þeir til þess, að mjög yrði dregið úr aðgerðum í Kyrrahafs- styrjöldinni á meðan Þjóðverjar væru brotnir á bak aftur. Englendingar lögðust gegn þessari ráðagerð. Mountbatten lávarður kom vestur um haf 1 júni 1942 og Churchill sjálfur litlu síðar. Tillögur Churchills um styrj- aldarreksturinn voru þær, að því er Sommers segir, að ráðast á andstæðingana við Miðjarðar- haf og 1 I£orður-Afríku árið 1942. Síðan væru eyjar Miðjarðar- hafsins hreinsaðar og innrás gerð i Suður-Ítalíu. Jafnframt væri svo hafin sókn á Balkan- skaga. Ræddi hann þessar til- lögur við helztu herforingja Bandaríkjanna kvöld eitt heima hjá Roosevelt forseta. Hélt Churchill því fram, að innrás í Frakkland 1943 væri glæfraleg, og gæti haft hinar alvarlegustu afleiðingar að ráðast 'i slíkt, meðan viðnámsþróttur Þjóð- verja væri ólamaður. Það gæti dregið styrjöldina á langinn um ófyrirsjáanlegan tíma. Sommers segir, að ýmsir telji ERLENDAR FRETTIR Bandalagssáttmáli Breta og Frakka var undirritaður I Dun- kirk i gær. Það voru þeir Bevin og Bidault, sem undirskrifuðu samninginn og á hann að vera í gildi í 50 ár. Gríska stjórnln hefh látið handsama 500 kommúnista og samherja þeirra^ sem sakaðir eru um að standa að uppreisn- inni í Makedóníu. Truman forseti er nú í heim- sókn i Mexíkó. Öldungadelld Bandaríkjaþings hefir lækkað fjárlagafrumvarp forsetans um 3000 miljónir dollara. Áður hafði fulltrúa- deildin lækkað frumvarpið um 6000 miljónir dollara. Munurinn á tlllögum deildanna mun aðal- lega iiggja i þvi, að öldunga- delldin ætlar meira tll hermála. að Churchill hafi aldrei,beitt sér meir né flutt mál sitt sköru- legar en í þetta sinn. Hann lýsti því hventig sigursæll hernaður Engilsaxa við Miðjarðarhaf úti- J lokaöi áhrif Rússa á þeim slóð- I um. i Ráðagerð Marshalls var hins | vegar sú, sem fyrr er lýst. Hann lét aðstoðarmann sinn, sem Widemeyer heitir, hafa orð fyrir þeim félögum á þessum kvöld- fundi. Widemeyer hélt þvi fram, að ef bandamenn tækju sér hvíld í Kyrrahafsstyrjöldinni, hefðu þeir gnægð flutninga- skipa, flugvéla, hergagna og liðs til að gera innrás í Frakkland 1943. | Niðurstaðan varð nú samt sú, að með áhrifum sínum á Roose- velt tókst Churchill að afstýra öllum ráðagerðum um land- göngu á Frakkland svo fljótt. Samt varð heldur ekki neitt úr tillögunum um innrás á Balkan- skaga, og var það m. a. vegna þess, að Rússar tóku þeim hug- myndum illa. Þannig segist Sommers frá. Svo bætir hann því við, að reynslan hafi sýnt, að innrásin í Norður-Aríku og Ítalíustríðið hafi verið Óþarfur þáttur í styrjöldinni. Sameinaður her Breta og Bandaríkjamanna myndi hafa brotizt gegn um varnir Þjóðverja í Frakklandi, og síðan flætt yfir allt Frakk- land, Þýzkaland og langt austur i Pólland, Tékkóslóvakíu og Austurríki og liannig mætt rauða hernum miklu austar en raun varð á. Þannig hefðu Bret- ar og Bandaríkjamenn tryggt MARSHALL. sér yfírráð á þeim hluta Þýzka- lands, sem nú er hernámssvæði Rúsj*i. Árið 1943 hafi Þjóðverj- ai' ekki haft nema 29 herfylki til að verja vesturströnd Evrópu en þau voru 59, þegar innrásin endanlega var gerð. Þó að gengið sé út frá að hér sé rétt skýrt frá ágreiningi ojf tillögum, sem sennilega er, verð- ur erfitt að dæma um hvort ályktun Sommers, sú, að Churc- hill hafi hér orðiö til þess, að lengja styrjöldina um eitt ár og stækka áhrifasvæði Rússa, sé rétt. Þess verður að minnast, að bandamönnum gekk hægt að sækja fram í Kyrrahafsstyrjöld- inni, enda þótt þeir mlnnkuðu ekki liðskost sinn og vígbúnað þar til mikilla muna. Eins mun margur hneigjast til að trúa þvi, að Churchill hafi verið hinn framsýni maður, þegar hann (Framhald á 4. sUSu) Landburður af f iski í Vestmannaeyjum Eh aflinn liggur undir skemmdum sökum fólkseklu og skorts á salti í Vestmannaeyjum hefir aff undanförnu verið uppgripa afli hjá öllum bátum, sem þaffan ganga á þorskveiðar. Berast nú daglega á' land 300—500 smál. af fiski. Miklum erfiðleikum hefir þaff valdiff í Eyjum á þessari vertíff, hve vinnuafl er þar af skorn- um skammti og liggur viff borff, aff ekki sé unnt aff bjarga öllum fiskinum undan, sem á land berst. Frystihúsin geta .ekki teklð á móti nema um þriffjung aflans, hitt verffur að salta, en bæffi er skortur á salti og mannafla til að vinna viff söltunina. Tíff- indamaffur blaffsins átti í gær tal við fréttaritara þess í Vest- mannaeyjum, og lýsir hann ástandi þannig. Olíufélagið Esso hefir nýlega gert út olíuleiðangur niikinn til Bahama- eyja. Er þar leitað að olíulindum á hafsbotni. Leiðangursmenn hafa í fór- um sínum öll fullkomnustu tæki til þessara rannsókna. Hjálmi miklum er sökkt niður á hafsbotninni, og er hann búinn öllum hinum nýjustu tækj- um, sem að gagni geta komið, meðal annars raföldusjá. Úr þessum hjálmi er svo hafsbotninn rannsakaður. Slys á Siglufirði í fyrradag varð sviplegt slys í hinni nýju síldarverksmiðju á Siglufirði. Ragnar Guðjónsson verkstjóri lenti með hægri hendi i vél og brotnuðu bæði framhandleggsbeinin nokkru fyrir ofan úlnlið. Árshátíð Framsókn- arkvenna í Reykjavík Fimm alþiugisiuenn þakka koiiiiiiuin félagsstarfið Árshátíð Félags Framsóknar- kvenna í Reykjavík fór fram í Tjarnarkaffi í fyrrakvöld. 'Srú Steinunn Bjarmarz setti hófið og stjórnaði því. Því næst skýrði Rannveig Þorsteinsdóttir frá starfi félagsins og stefnu, en 5 a^þingismenn þökkuðu með ræðum. Voru það þeir Hermann Jónasson, Bjarni Ásgeirsson, Eysteinn Jónsson, Bernharð Stefánsson og Skúli Guðmunds- son, er jafnframt skemmti með kveðskap. Síðan var dansað fram eftir nóttu. Iðnskólafrumv. Herm. Jónassonar vísað frá Efrl delld alþingis felldi i gær frumvarp Hermanns Jónassonar um Iðnskóla í svelt, með því að samþykkja rökstudda dagskrá frá meirihluta iðnaðarnefndar. Móti dagskránni greiddu at- kvæði Framsóknarmennlrnlr fjórir og Hannibal Vaidimars- son. Allir deildarmenn aðrir greiddu atkvæði með dag- skránni, nema Ásmundur Sig- urðsson og Þorsteinn Þorsteins- son, sem sátu hjá. Þaunig tókst afturhaldinu í þetta sinn að vernda mlðalda- skipulagið, meistaraviðhorfin og steinrunnin stéttarsjónarmið. Frábærlega góffur afli. Frá því að róðrar hófust á þessari vertíð má heita að upp- gripaafli hafi verið með öllum veiðarfærum. Hafa bátar fiskað upp í 20 smál. í vörpu yfir nótt- ina, og er það með einsdæmum gott. Afli línubáta er líka með hreinum ágætum, en netaveiðar eru ennþá ekki hafnar. i 10—20 bátar liggja affgerffalausir. j Mikill og tilfinnanlegur skort- ur er hins vegar á mannafla til að vinna að nýtingu aflans, og horfir það til vandræða. Þá fást ekki einu sinni menn á alla báta, þótt slíkur uppgripaafli sé, ig liggja milli 10 og 20 bátar að- gerðalausir og komast ekki út á veiðar. Auglýst eftir fólki. Það hefir vakið mikla athygli, að bæjarstjórnin í Eyjum hefir gripið til þess ráðs, að auglýsa í útvarpinu eFtir fólki til fram- leiðslustarfanna, en heima í Eyjum er litið svo á, að þessar auglýsingar geri ekki mikið gagn eða séu jafnvel með öllu þýðingarlausar. Hafa menn þar látið þau orð falla, að bæjar- stjórnin ætti sjálf að hafa for- ustu í þessu máli, og er í því sambandi talað um, að það myndi þykja gott fordæmi til eftirbreytni í Eyjum, ef auka bæjarstjórlnn þar, en þeir eru tveir, færi að vinna að fram- leiðslustörfunum, að minnsta kostl yfir þann tíma, sem mest- ur skortur er á mannafla við þau störf. Hitt er fyrir löngu vitað og veit hvert mannsbarn í Eyjum, að ekki verður veru- lega aukið við mannafla til Norðmenn hafna sam- eiginlegum hervörn- um við Rússa á Sval- barða Norska þingiff hefir fellt meff 101 atkvæffi gegn 11 tillögu um aff semja viff Rússa um sameig- inle^ar hervarnir Rússa og Norffmanna á Svalbarffa. Þaff voru þingmenn kommúnista, sem greiddu atkvæffi meff sam- eiginlegum landvörnum. Hins vegar hefir þinglff sam- þykkt aff semja viff Rússa um atvinnumál á Svalbarffa. Landbúnaðarsýningin verður opnuð 26. júní Verið að skipuleggja sýningarsvieðið og’ innrétla sýnmgarskálaiia Tíðindamaffur Tímans átti í gær tal viff Kristjón Kristjónsson affalframkvæmdastjóra landbúnaffarsýningarinna, sem fyrirhuguff er í Reykjavík í vor. vinnu við fiskinn, af því fólki, sem fyrir er í Eyjum, enda hafa Vestmannaeyingar alltaf dregið sig til bjargar og ekki-þurft að hvetja þá til þess. Muntr Eyjarn- ar vera með þeim útgerðarstöð- um landsins, þar sem mest er unnið s£ framleiðslunni og minnst sofið, þótt víða sé vel að verið. Saltleysi veldur miklum áhyggjum. Saltleysi veldur sjómönnum og útgerðarmönnum í Vest- mannaeyjum miklum áhyggj- um, enda er ekki útlit fyrir annað en fiskurinn skemmist, ef salt berst ekki von bráðar að ráði til Eyjanna. Allt salt, sem til var þar, er fyrir nokkru búið, en að undanförnu hefir verið notazt við salt, sem sótt hefir verið smátt og smátt til annarra verstöðva. Kenna sjó- menn óstjórn Áka Jakobssonar á þessum málum um saltleysið, þar sem hann kom þýí til leiðar, að bönnuð yrðu öll viðskipti við Spán. En þar hefði verið hægt að fá nóg salt, og íslenzkir sjó- menn þá ekki þurft að láta afla sinn, sem þeir hafa með ærnum erfiðismunum sótt í greipar Ægis, liggja undir skemmdum. Er ekki líklegt, að það hefði haft mikil áhrif á heimsstjórnmálln Francó til framdráttar, þótt nokkrir saltfarmar hefðu verið fluttir hingað til lands frá Spáni. Von á salti — sem ef tll vill kemur of seint. Nú er að vísu eltthvað af salti á leiðinni til landsins frá Frakk- landi og Ítalíu, en óvíst er, að það komi nógu snemma til að forða því, að kasta verði aflan- um, ef sami landburðurinn helzt. Hraðfrystihúsin geta ekkl tekið á móti nema litlum hluta aflans, og veldur því margt, — fyrst þó og aðallega það, að frystihúsin eru of lítll. Auk þess vantar fólk til þess, að þau geti aukið afköst sín upp i það, sem hægt væri. En við þetta tvennt bætist svo það, að skortur er á (Frámhald á 4. slOu) Það hefir nú verið ákveðið, að sýningi skuli opnuð fimmtu- daginn 26. júní. Þótt ýmsum kunni að þykja þaö nokkuð seint, ef tíð verður góð og gras- spretta í sæmilegu meðallagi, þá hefir margra ástæðna vegna ekki þótt fært að opna hana fyrr. Nú er verið að skiputeggja sýningarsvæðið og ákveða þær breytingar og lagfæringar, er þar þarf að gera. Einnig er verið að ganga frá innréttingu skála- anna, sem þar eru, og undirbúa nýjar byggingar, að svo miklu leyti, sem þeirra þarf við. Sérstakt merki hefir verið ákveðið. Er það skeifa og innan i henni mynd af íslenzkum bæ í burstastil. Þá er verið að ganga frá happ- drætti, er efna á til í sambandi við sýninguna. Fjölskák Yanofskys í Hafnarfirði Yanofsky tefldi fjöltefli i Hafnarfirði í fyrrakvöld. Teflt var á 29 borðum. Vann Yan- ofsky ýý, tapaði tveimur, en 5 urðu jafntefli. Hafnfirðingarnir, sem unnu, voru dr. Bjarni Aðal- bjarnarson og Sigurður P. Sig- urðsson. Ráðskonan á Grundkveðurdyra Ráðskonan á Grund, hin nýja framhaldssaga Tímans eftir Svf- ann Gunnar Widegren, hefst i blaðinu í dag. Þetta er, eins og áffur hefir veriS skýrt frá, fyrst og fremst skemmtisaga. Þar segir frá sérkennilegu fólki, sem ef til vill er talsvert fært í stfl- inn, en flestlr munu þó kannast við fólk, er svipar til þelrra manngerða, sem þar eru leiddar fram. Forráðamenn blaðsins vona, að einhverjir hafi yndi af þess- ari nýju sögu, og sú ósk er ftrek- uð, að lesendurnir látl biaSið vita, hvernig þeim geðjast aS henni, þegar þelr eru búnir aS flnna bragSiS aS hennl.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.