Tíminn - 05.03.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.03.1947, Blaðsíða 2
2 TlMlM, miðvikndagiim 5. marz 1947 44. blall VETTVRNGUR ÆSKUNNflR MÁLGAGN SAMBANDS UAGRA FRA9ISÓKNARMAAAA. — RITSTJÓRI: JÓA HJALTASON. Ölafur Halldórsson: Grjót er nóg Samvinnumenn koma saman, fagna unnum sigrum og trcysta ný heit. — Myndin er tekin & afmælishátíð KEA aS Hrafnagill. Aflðv.dagur 5. wnarz Siðfræði kúgarans Eins og frá hefir verið skýrt í Tímanum, hefir Búnaðarþing það, sem nú er setzt á rökstóla, ýms stórmerk mál til meðferð- ar. Er þar fyrst að nefna, eins og formaður B. í., Bjarni Ás- geirsson landbúnaðarráðherra tók fram 1 setningarræðu sinni, að koma ræktunarmálunum og afurðasölumálunum í viðunandi horf. Það er athyglisvert, að Mbl. birtir í gær forystugrein, þar sem ráðizt er á Búnaðarfélag íslands, ýmist með beinum á- sökunum eða nöldri og dylgjum. Því er þar haldið fram, að fé- lagið hafi „tekið míiri þátt í pólitískri flokkabaráttu en skyldi.“ Þessu verði nú að breyta og alls ekki megi endurkjósa stjórn félagsina. Nú stendur þannig á, að sá af þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins, sem allra manna lengst hefir setið á Alþingi, þeirra, sem nú eru þar, Pétur Ottesen, á sæti í stjórn Búnað- arfélags íslands. En Mbl. er ekkert að vanda Pétri kveðjurn- ar. Það afneitar honum. Hann er í þeirri vondu stjórn, sem unnið hefir Búnaðarfélaginu til óhelgi og ekki má sitja fram- vegis. Og hverjar eru þessar sakir, sem Mbl. hefir á hendur Pétri Ottesen og félögum hans? Þeir tóku afstöðu eins og frjálsir menn, og fylgdu því, sem þeir töldu bezt samræmast þjóðarhagsmunum og málstað landbúnaðarins. „Nægir að minna á búnaðarráðslögin, á- burðarverksmiðjuoa, búnaðar- málasjóð o. fl.“ segir Mbl. Það er afstaðan til þessara mála, sem ræður úrslitum að dómi þess. Tíminn hefir um margt aðrar skoðanir en Pétur Ottesen. En svona lágkúrulegar og lubbaleg- ar árásir er ekki hægt að leiða hjá sér, fremur en þegar Þjóð- viljinn heldur þvi fram, að Val- týr Stefánsson sé sálarlaus. Nú hefir Mbl. í hótunum við Bún- aðarþing og bannar því að kjósa Pétur framvegis í stjórn, af þvi hann hafði sjálfstæði til að rísa gegn flokksforystu sinni i stórmálum stéttar hans. Ef Pét- ur hefði verið auðmjúkt og stefnulaust flokksþý, hefði mátt notast við hann framvegis. Það er ekkl ætlunin með þessu að hafa áhrif á kosning- ar í stjórn Búnaðarfélagsins. Tíminn mun leiða þær hjá sér í lengstu lög og láta þá íulltrúa, sem bændur hafa valið sér, um að leysa þann vanda. Fer bezt á því, að stjórnmáíablöðin láti þá athöfn, sem mest í íriði. En hins vegar eru árásir Mbl. svo langt undir öllu hversdagsíegu velsæmi, að ekki er hægt að þegja við þeim. Það má eflaust deila á stjórn B. í. fyrir ýmislegt, en alls ekki það, að hún hefir fylgt sann- færingu sinni í stéttarmálum bændanna. Eða hvað á B. f. að gera, þeg- ar ríkisstjóm setur lög, sem bændur eru almennt á móti? Á þá stjórn félagslns og þing að taka þegjandi við þvi, gegn sannfæringu sinni, eins og Mbl. krefst? Ef fram koma mótmæli, kallar Mbl. það að draga félagið inn í flokksdeilurnar. Ef nokkra rökrétta ályktun er hægt að draga af Mbl.-siðfræð- inni, þá ætti stjórn B. í. að vera skoðanalaus embættis- Ræða flutt á íþróttamóti að Loftsstaðahóli 14. júlí 1946. Það má segja, að það eru bjartsýnir menn, sem boða til útiskemmturíar núna á þessum síðustu og verstu tímum, þegar kuldi og hvers konar óáran veð- uráttunnar hafa þjakað mann- skepnuna jafnt sem málleys- ingja, svo að þeir, sem starfa sinna vegna hafa þurft að dvelja utan dyra, hafa hrlð- skolfið I hryðjunum líkt og Gissur jarl i sýrukerinu forðum. Ekki veit ég, hvaða tryggingu þessir bjartsýnu menn hafa fengið fyrir því, að vindar þeir, er gnúð hafa af vestri að und- anförnu um nætur og daga, myndu ekki hrjá dautt og lif- andi með hraglanda sinum í dag, svo sem endranær, en svo er að sjá, sem þeir hafi talið markmið sitt með þessari skemmtun svo gott, að jafnvel úfnir vestanvindarnir myndu hætta að ausa úr sér illhryss- ingslegum hryðjum og skamm- ast sín fyrir að hlaða sumar- himinninn með éljabökkum, sundurtættum og svartbrýndum eins og um haustdag. Og svo sannarlega er markmið þeirra, sem boðað hafa til þessa móts, svo háleitt, að þeir hafa gilda istæðu til að vera bjartsýnir og ætlazt til þess af forsjón veðra Dg vinda, að hún sendi þeim sól- skin og sumarblæ. Eins og þið vitið, eru það ungmennafélögin Vaka og "Sam- ’aygð, sem boðað hafa til þessa móts og sjá um það. Hér gefst ilmenningi í sveitinni tækifæri iil að kynnast að nokkru ár- amgrinum af starfi þeirra, sjá nokkurn hluta af því, sem ung- mennafélögin bjóða æskunni, og jafnframt er mót þetta hvatn- ing hverjum þeim, er það sæk- ir, tll að renna huganum að övi, hvers virði ungmennafélög- m eru sveitum landsins í raun ig veru. Sjálfur hefi ég ekki tekið vlrk- xn þátt í starfsemi neins ung- nennafélags og er því ekki 'cunnur starfskáttum þeirra sem :kyldi, en ekki þarf vísan mann ;il að sjá, að þau eru hollvættir niklir sveitunum, þar sem þau itarfa. Þau hafa á undanfömum xratugum gegnt því starfinu i iveitum landsins, er sízt mátti vanrækt verða, en það er að sjá beim æskulýð, er þar unir, fyrir vettvangi, þar sem félagsþörf ’ians og félagslund og hvers konar starfsþrá hefði tækifæri til að þroskast, honum sjálfum og þar með landi og lýð til heilla og farsældar. Þetta hafa þau gert með því að gefa æsk- unni áhugamál og hugðarefni, ívo sem íþróttlmar, hjálpa henni til að sinna þessum hugð- arefnum sínum og sjá henni fyrir tómstundavinnu og skemmtunum. Á þeim árum, er ungmenna- nefnd, sem alltaf samþykkti það, sem rikisstjómin byði. En sjálfstæð lýðræðisþjóð er skyldug til að forsmá og íyrir- líta slikar kröfur, þvi að upp- fylling þeirra væri dauðasök lýðræðis og andlegs frelsis. félögin hófu starfsemi sína hér á landi, voru ekki eins margir skólar i landinu og nú er, og æskulýðurlnn hafði minni möguleika til að afla sér mennt- unar eða sinna hugðarefnum sínum á annan hátt, en nú ger- ist. Ungmennafélögin tóku þá til yrkingar hinn andlega akur æskulýðsins, er lítt hafði verið sinnt um til þessa. Ekki er ég fær til að dæma um, hvernig sú yrking hefir tekizt, en ó- hætt er að fullyrða, að margur góður ávöxtur hefir af henni sprottið. Nú hafa aðstæður æskulýðsins breytzt, en ennþá eru næg verk- efni fyrir ungmennafélögin, enda er blómlegt starf þeirra margra, og einkum vinna þau að þvi að efla íþróttalífið meðal sveitaæskunnar. Slíkt er þjóð- hollt starf og mannsæmandi, því að íþróttir eru tvímælalaust þroskandi og mannbætandi og eiga enga samleið með drykkju- skap né slarki og öðrum þess konar mannspillandi plágum, er þjaka menningu vorra daga. Eitt starf ungmennafélaganna hefir verið að halda uppi skemmtanalífi, þar sem þau hafa starfað. Með því hafa þau gert mörgum lífið bjartara og bærilegra, og sérstaklega stuðl- ar þessi starfsemi þeirra að þvl, að æskulýðurinn uni tilveru sinni í sveitunum, og þótt skemmtanir þessar hafi ekki allar farið fram með prýði, er slíkt ekki sök ungmennaíélag- anna, heldur þess menríingar- ástands og hugsunarháttar, sem hér ríkir og þeim er að mestu óviðráðanlegur. En hvað sem þvl liður, eru skemmtanir nauðsynlegar og ekki sízt nú á þessum tíma árs, er byrjað er það tímabil ársins, er erfiðast er og hefir verlð öllum þeim, er I sveitunum búa. Og því var það, að ég taldi markmið þeirra, er til þessa móts boðuðu, gott, hvort heldur sem það var að ná úr okkur hrollinum eftir vestanskúrirnar eða veita okkur upplyfting og tilbreytni frá striti sláttarins, því að nú er slátturinn kominn, eins og þið vltið öll, þetta tlma- bil, sem mestu ræður um hag- sæld allra þeirra, sem enn þá stunda landbúnað á íslandi. Á undanförnum öldum, þegar flestir íslendinga bjuggu í sveitunum, krafðist þessi árstið erfiðisins allra krafta svo að segja hvers mannsbarns þjóðar- innar. Frá þeim tímum er vísa ein, er sennilega er ort af ein- hverjum einyrkjanum, þótt þjóðsagan feðri hana öðruvisi. Visan er svona: „Grjót er nóg í Gníputótt, glymur járn 1 steinum. Þótt túnið sé á Tindum mjótt tefst það fyrir einum." Þessi visa er I einfaldleik sin- um eitt af þeim gullkomum, er íslenzkur alþýðukveðskapur geymir, því að hún varðveitir sanna og raunsæja mynd af lif- inu sjálfu. Hún er í látleysi sinu brot úr harmsögu þeirra manna, er barizt hafa vonlausri baráttu i fátækt og fámennl, brot úr harmsögu íslenzku þjóð- arinnar frá myrkum hörmunga- öldum. Við þá mynd, er visa þessi bregður upp, rifjast upp fyrir okkur saga forfeðra vorra, sem sumar eftir sumar báru þrot- laust erfiði heyannanna. Þeir unnu með> lélegum verkfærum, og þar sem ræktun var sama og engin, er sýnilegt, að slægju- löndin hafa ekki alltaf verið glæsileg. Það hefir verið nóg um grjót, líkt og í Gniputótt, og járnin, gömlu bitsljóu spíkurn- ar, hafa glumið i steinum, og því var þáð, að túnin töfðu fyrir einyrkjaríum, þótt mjó væru. Stundum var forsjónin Is- lenzka bóndanum hliðholl og veitti af miskunn sinni hag- kvæma heyskapartíð. Þá hefir ilmurinn af vel hirtu og grænu heyi, er barst með haustblæn- um frá fullum garði, goldið fólk- inu erfiði sitt gullvægum laun- um, og öryggið um afkomu næsta árs hefir veitt bóndanum sálarró. En hitt var þó helzt til oft, að heyin hröktust og eyði- lögðust 1 ótið, og margur íslend- ingurlnn heflr séð arð erfiðis síns fljóta burt með vatna- flaumi eða tætast út i veður og vind I hamslausum stormum. Gagnvart slikum tiltektum nátt- úrunnar heflr íslendingurinn verið varnarlaus 1 margar ald- ir, og við getum gert okkur 1 hugarlund, hvílík áhrif óblið veðurátta og harðbýlt land hefir haft á sálarlíf hans. Skapgerð allra manna var ekki m«ð þeim ágætum gerð, að þeir þyldu t. d. að sjá tugi hestburða af ilm- andi heyi fara forgörðum í djöf- ulæði regns og vinda, án þess að eitthvað af manndómi þeirra og kjarki færi einnig forgörðwm, og fáir munu þeir hafa verið, er fundu fé sitt hrakið af vetrar- hríðum i lækjum og keldum eða helfrosið i íönn, sem sendir hafa verið til þessa jarðlífs svo ágætlega búnir að manndóms- nesti, að einhver hluti af lifs- gleði þeirra hafi ekki einnlg hel- froslð I fönn þeirra erfiðleika, er þeir gátu ekki rönd vlð reist. Grjót var þar I þeirri Gniputótt- inni, er járn vilja og manndóms glumdu I og glötuðu við bæði egg og biti. Nú hefir hlutskipti íslenzku þjóðarinnar batnað, og framtið íslendinga ætti að geta orðið mjög glæsileg, ef ágengnl er- lendra þjóða og óáran 1 mann- fólkinu hindrar ekki. ÞJÓðin ræður nú miklum auði, og slíkt er alltaf gæfuvon þeim, sem hafa manndóm til að nota hann á heillavænlegan hátt til menn- ingarauka og mannbóta, þótt auður verðl gjarnan til mann- spillis og gæfutjóns i höndum þeirra, er standa á öndverðum meiði við tilgang lífsins og ekk- ert hugsa, nema um eigin hag. Það er því ekki hægt að segja, að þau tún séu mjó, er meiri hluti íslendinga nú sækir föng sin til og bindur framtíðarvon sína við, en þó er það staðreynd, að þelr, sem enn una í sveitun- um, búa margir hverjir við þau lífskjör, að ekki má slíku una. í sveitunum eru alltoí margir einyrkjar, er erfiða meira en líkamlegri heilsu þeirra og and- legu atgerfi er hollt. Fyrir fólk- inu í sveitunum tefja ennþá mjóu túnin og lífsafkoma þeirra er enn um of háð vindum og regni. Erfiðleikar þeir, sem sveitafólkið á ennþá við að stríða, er því sú Gníputótt, þar sem nóg er um grjótið. Það er verkefnl þeirrar kyn- slóðar, seirí nú elst upp í sveit- um landsins, að ryðja þessu grjótl á brott, meðal annars verkefnl ungmennafélaganna. Héðan úr sveltlnni okkar hafa margir horfið á undanförnum árum, og margir munu yfirgefa hana á næstu árum. Þetta er dapurlegt vegna þess, að margir fara héðan nauðugir, en þeir, sem eftir eru og ætla sér að yrkja þessa sveit -áfram, verða að gera sér þess fulla grein, að þeir verða að beita öllum ráð- um til að taka I þjónustú slna hverja þá nýjung, er léttir þeim störfin og gerir búskapinn ör- uggari. Nú þegar eru til ráð og tæki, sem komið geta 1 veg fyrir það, að bændur þurfi að horfa á töðuna sína hrekjast og ónýt- ast án þess að geta rönd við reist. Þessi tæki þurfa að kom- ast í notkun, og það er ekki að- eins mikilvægt íyrir efnahag allra þeirra, er i sveitunum búa heldur einnig mennlngu, þvi að á sama hátt og vel unnið starf, sem skilar góðum arði, lofar meistarann og horfir hverjum manni til heilla, verður það öll- um til sálartjóns að líta arð erfiðis síns ónýtast. Það verður að koma 1 veg íyrir, að mann- dómur þeirra, sem í sveitunum búa, haldi áfram að hrekjast með töðunnl, sem liggur óvarin fyrir veðri og vindum, og mjóu túnin mega ekki lengur tefja fyrir einyrkjunum. Sú þjóð, sem um aldaraðir hefir brotið járn sin 1 grjóti margs konar eríið- leika og löngum hefir slegið mjó tún, er ef til vill öðrum fremur í þeirri hættu stödd að hafa lít- inn metnað fyrir sjálfs sín hönd. Ef til vill má rekja til þessa or- sakir þess, að nokkrir menn hér á landi hafa sleglð svo mjó tún I andlegum skilningi, að þeir eru ðsvífnar blekk- ingar Heimdallar Húa er ekki á marga fiska síðan, sem Samband ungra SJálf stæðismanna hefir í Morgur,- blaðinu, þótt út komi vikulega. Þegar hún flytur ekki hól um forystu flokks síns og dans- skemmtanir Helmdallar í Hol- stein, þá eru dálkar fylltir með efni, sem einna helzt gæti gefið til kynna að við værum stór- veldi, sem ætti i styrjöld við Rússa. Stundum lítur jafnvel út elns og við ættum í innanlands- styrjöld um val milli Rússa og Bandaríkjamanna. Allir þeir, sem öndverðir voru við Flug- vallarsamninginn eru brenni- merktir: kommúnisti, Rússa- dýrkari, landráðamaður. Ég hefi áður rakið, hvílíka feigðar- braut þelr stefna, sem þannig vinna að því að tendra hatur i garð stórvelda, hverra sem 1 hlut á. í grein um Gromyko-mál- fundahópinn s.l. laugardag ná þeir penna sinum á strik. Þykir þeim ástæða til að ráðast á Þjóðvarnarfélagið, bæði í Há- skólanum og utan hans. Hér er lagt á hálan is og ótraustan, Segja þeir, að kommúnistar hafi stofnað Þjóðvarnarfélagið. Þetta er vísvitandi ranghermi. Stofn- endur Þjóðvarnarfélagsins voru menn úr öllum flokkum. Tveir af fulltrúum Vöku, íhaldsfélags stúdenta, I Stúdentaráði, beittu sér fyrir stofnun Þjóðvarnarfé- lags Háskólastúdenta. Eða telst hluti Sjálfstæðisflokkslns lika til „kommúnlsta?" Flestum hugsandi mönnum 1 öllum flokkum stjórnmálanna, óaði við þvi að tryggja ekki rétt íslendinga að fullu i þess hátt- ar samningi við stórveldi, þótt vinsamlegt væri. Hann var sam- þykktur eigi að siður á Alþingl Nú hefir Þjóðvarnarfélagið á sinni stefnuskrá að vinna að uppsögn samningsins undir eins og ákvæði hans leyfa. Fróðlegt væri að vita, hvort Morgunblað- ið hafi í hyggju að kalla alla kommúnista, sem vilja vinna að því, að Flugvallarsamningurlnn verði ekki endurnýjaður. Sam- band ungra Framsóknarmanna hefir þegar markað stefnu sina í þvi efni. Það mun berjast fyr- ir því, að sérhver skiki íslands sé að íullu undir íslenzkum yf- irráðum. Það mun berjast gegn áróðri fyrlr austræn og vestræn stórveldi. Það mun berjast gegn blygðunarlausum blekkingum og ósvifnum ósannindum. teknlr að bera aftur I Gnlputótt íslands það grjót, er þeir, sem á undanförnum árum og öldum hafa barizt fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, hafa rutt á braut, og hyggjast nú leigja landið er- lendri heimsveldis- og yfir- drottnunarstefnu til ófarnaðar alheimsfriði og þar með öllum þjóðum. En það er stórmál út af fyrir sig, sem ég ætla ekki að ræða hér, en tel aðeins skyldu mína að minna ykkur á og biðja ykkur að hugleiða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.