Tíminn - 05.03.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.03.1947, Blaðsíða 3
44. blað TlMlM, inlðvikndaglnjtt 5. marz 1947 3 Hátíbalýsing á sjálfum sér Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund Það er talið nokkurnveginn sjálfsagt, þegar menn ganga í guðshús eða hlýða á kristilega kenningu, lesa bœnir eða and- legar ihuganir annarra manna, að þá reyni þeir að láta það tala til sjálfra sin og lýsa upp hug- arfar sitt og andlegt ástand. Ekki er þetta hvað síst eðlilegur hlutur öllum mönnum, þegar boðskapur helztu stórhátíða kristindómsins talar til þeirra. Flestir óspilltir menn og and- lega heilir finna þá gleggst til eigin smæðar og ófullkomleika, þegar þeir horfa til þess, sem helgast er og hreinast yfir lífi þeirra. Auðmýktin og ófullkom- leikakenndin gagnvart þvi hefir ávallt verið talin mönnum fremur til hróss og heiðurs held- ur en tll smánar og niðrunar. Að þessu er þannig varið með vorri þjóð einnig, sýnir hin al- kunna saga af manninum, sem hlýddi á húslestur með konu sinni. Þegar minnst var þar á eitthvað fagurt, góða menn og guðsbörn, sagði hann: „Þetta á nú ég.“ En þegar fyrir kom, að talað var um hið vonda, illa menn og börn glötunarinnar, þá hnippti hann í konu sína og sagði: „Þetta átt nú þú, Gudda.“ Þessu dæmi hefir þjóðin brosað að, sem hinni mestu andlegu blindu, sem hugsazt geti, og gleggstu mynd þess, sem Krist- ur vildi lýsa með bjálkanum og flísinni. Manni kemur það því nokk- uð ónotalega og kynduglega fyrir sjónir, þegar eitt af stærri og fjöllesnari blöðum landsins kemur með mjög rætna og ó- ósmekklega ádeilu, upp úr há- tíðunum að þessu sinni, þar sem hákristilegt og smekklegt jóla- kvæði í öðru blaði, er te’kið til svipaðrar meðferðar og maður- inn hafðl við lesturinn. Þar .er tínt út úr kvæðinu orðrétt, allt sem höfundur telur fram af því, sem lágt er og ljótt i heimi vor- um, og er það þetta: „Þar, sem friðvana sál eltir fánýti og glys, freistuð af lækkandi þrá“. „Sem er glapið og afvega kvelst.“ „Sem er lágfleygt og stefnu- laust vefst“. „Þar, sem myrkrið.og spill- ingin helzt“. Síðan segh þessi sjálfsánægði ritstjóri: „Öllu betri lýsingu á Tímadeild Framsóknarflokkslns hafa ekki aðrir gefið og hún hlýtur að hafa meira glldi, þar sem hún er gefin af nákunnug- um starfsmanni á hátíðisstund.“ Það er svo sem rækilega fylgt dæmi mannsins, sem á lesturinn hlýddi, því að sjálfsagt er hitt undirskilið, þar, sem talað er um hið góða og fagra í jólakvæði þessu, eins og t. d. „logandi blys, til að lýsa og ylgeislum strá.“ „kærleikans þrá“ og „vizku og náð“, að þá sé þar hin eina sanna og rétta lýsing á „Pálinu“-deild Sjálfstæðis- flokksins, sem þetta blað gefur út. Maður sér að visu margt og misjafnt i blöðum vorum, svo að flestir eru hættir að láta sér í augum vaxa ýmsa smáskrítni og fríhendiskennda frásagnar- list, en ef það á að fara að túlka trúar- og bænaljóð þjóð- arinnar á þennan veg, af rit- stjórum stórra og viðlesinna blaða, þá held ég að skörin fari nú að íærast upp 1 bekkinn. Sjálfsagt kemur þá að því síðar, að það verðl talin rétt lýslng á Fjölnismönnum, þegar Jónas Hallgrímsson segir i einu bæna- erindi sínu: „Myrkur og villu og lyga lið láttu nú ekki standast við.“ Þar sé sannarlega átt við þá. Eða þegar Hannes Hafstein biður í áramótakvæði sínu, „að gaufi ei þrælar gröfum fornum á“ og „kom, gef þú sljóvum vilja, veikum mátt“, þá sé hann þar að tala um flokksbræður sína og samherja o. s. frv. Það fer að verða hættulegt nokkuð að minnast á, að nokkuð Ijótt sé til i heimi vorum, sem bæta aurfi, ef svona „hreinir“ íog sjálfsánægðir menn eiga að rit- skýra efth á fyrir fólklð. Og ráð- legra væri þá þeim, sem kynnu að skrifa jólahugleiðlngar eða birta jólakvæði í „ísafold“, að varast að minnast á nein „myrkravöld“ eða spilltan heim. Það yrði sjálfsagt skoðað sem lýsing á útgefendunum. Menn eru nú mjög kvíðnir yfir því hvernig ástatt er um þjóðmál vor. Er þar rætt um ýmsar orsakir, sem til þess liggja, að þjóðin er svo algerlega vanmáttug að ráða málum sin- um af nokkuru viti, eftir að hún hefir fengið fullt athafnafrelsi um eigin mál og fullar hendur fjár. En er hér ekki nokkur bending um það hvar nokkur meinin a. m. k. felast? — Þeir, sem telja sig öðrum fremur hæfa til að vísa veg, í ræðu og riti, eru svo- andlega blindir og volaðir, að þeir halda, að þeir þurfi enga auðmýktar eða sjálfsmatskenríd, jafnvel gagn- vart því, sem helgast er og hreinast i lífinu. Og jafnvel fegursti hátíðaboðskapur kristn- innar vekur hjá þeim hroka, sjálfshælni og þakkarkennd, að þeir séu ekki eins og aðrir menn. Sannast mála hygg ég það, að þegar til fjöldans kemur, þá fari það ekki eftir pólitiskum flokk- um, hvort þeh þurfi frelsara frá synd, villu og voða þessa heims — ég hygg að mlnnsta kosti, að flestum sé hollast að líta svo á, að hann sé meðal þeirra, sem þarfnast þar hjálp- ar og leiðsagnar. Hitt er svo annað mál, að ég vil heldur hafa þann að mínum leiðsögumanni um opinber mál, sem á það hug- arfar, sem jólakvæði Timans birth, þótt hann telji sig þurfa æðri hjálpar við, heldur en hinn, sem hefir notað trúarhugsanh jólanna til að níða andstæðinga sína, — og það alveg eins, þótt honum sjálfum finnist hann al- fullkominn og hreinn. í þeirri mannþekkingu held ég mér að Hallgríml, er hann segir: „Oft má af máli þekkja manninn, hver helzt hann er. Sig mun fyrst sjálfan blekkja, sá með lastmæli fer. Góður af geði hrelnu góðorður reynlst vist, fullur af illu einu illyrðin sparar slzt.“ Það væri, held ég, ekki til of mikils mælst, þótt trúariðkanir manna og trúaríhuganir fengju að vera í friði, og þær mættu koma fram, a. m. k. á helgum hátíðum, án þess að verða hár- togaðar og afbakaðar til skít- kasts af þeim, sem troða vllja allt á hversdagsskóm hinnar miður þjóðnýtu valdastreitu f lokksþj ónustunnar. Sveinbjörn Högnason. L STUTTUR FYRIRVARI. Fyrir sex eða sjö árum var miðaldra borgari í sum- arleyfi á ferð á reiðhjóli sínu á þjóðvegum Mið-Svi- þjóðar fáeinar sólríkar vikur. Þá fæddist hugmyndin að þessari sögu. Þess var skammt að bíða, að Grund stæði honum ljóslifandi fyrh hugskotssjónum með öllum hennar gögnum og gæðum og fólk það, sem lesandinn mun senn kynnast, tæki sér þar varanlega bólfestu. Þetta var skemmtileg dægradvöl — því miður virtust lengi litlar horfur á, að það yrði annað. Blaðamaður við ár- degisblað, þar sem daglegur vinnutími er stundum jafn langur sólarhringnum, hefir nefnilega lítinn tíma aflögu til þess að sinna hugðarefnum sínum, og þess vegna var sagan um ráðskonuna á Grund lengi geymd i einni skúffu sálarinnar. Svo breyttust kringumstæður hans, og hann gat aftur gefið sig að söguefninu. í fyrrasumar afréð hann að láta til skarar skriða. Ef til vill var honum mest forvitni á því, hvort hann væri maður til þess að í- klæða söguna þeim búningi, sem hann hafði hugsað sér — hann, sem annars var vanur að skrifa tólf þumlunga langa smáletursdálka í dagblöðin. Hann settist sem sagt niður eitt sumar, þegar ekki (var ann- að til dægradvalar, og hóf að skrifa söguna um Grund- arfólkið. Þegar hann hafði lokið verki sinu og leit yfir það, settist að í brjósti hans djöfull sá, sem nefndist hof- móður, og hann sendi allmörgum byggðablöðum sög- una. Eitthvað tuttugu blöð tóku sendingunni með þökkum. Vinir hans i ritstjórnarskrifstofunum sögðu síðár, að lesendunum hefði getizt vel að þessari fram- haldssögu. Hann frétti það úr ýmsum áttum, að fólk hafði verið að grennslast efth þvi, hvort sagan hefði ekki verið gefin út í bókarformi og hvort hún myndi ekki koma í bókabúðir innan skamms. Djöfullinn í brjósti hans hvislaði enn tælandi orðum í eyra hans, og hann gekk á fund bókaútgefanda. Hann hefir óskað þess að koma þessum fyrirvara á framfæri, ekki slzt til þess að bregða fyrir sig skildi gegn hugsanlegum ásökunum um aðfrjóvgun frá bók- inni, „Við, sem vinnum eldhússtörfin", þar eð þessi saga er skrifuð í svipuðum anda og lítur seinna dags- ins ljós. Hann fær væntanlegum lesendum söguna í hend- ur, án þess að gera neina kröfu til þess að teljast skáld. Hann ber að lokum fram, í allri hógværð, þá ósk, að lesendurnir megi hafa jafn mikla ánægju af kynnum sinum af fólkinu á Grund og hann sjálfur hefh haft. Anno 1933. FYRSTI KAFLI. Grund i Gullbringusýslu 30. maí 1932. HJartans engillinn minn! Þú ætth að drekka eitt glas af köldu vatni, áður en þú lest melra af þessu bréfi, ef þér kann að vera orð- ið svimagjarnt siðan við hittumst siðast. Móðir min sagði nefnilega nei. Faðlr minn sagði líka nei. — Jú, sagði ég. Og júið mitt sigraði, þrátt fyrir atkvæðamuninn. Af þvi leiðh, að ég er ekki á þessari stundu heima 1 fallega herberginu mínu, heldur í vinnukcmuherbergi úti í sveit, fjarrl stóra trjágarðinum hans pabba mlns. Ég heyri, hvers þú spyr. Nei — enginn veit, að það er matreiðslukennslukonan Alfa Rósengren, sem hing- að er komin. Enginn skal fá að vita það. Grund er svo fjarri allri siömenningu — að minnsta kosti ætt- arstöðvum mínum. Stúlkan, sem skriíar þér þetta bréf, heitir Anna Andersson. Og nú skalt þú fá að vita meira, ef þú gefur þér tima til. Svo er mál með vexti, að pabbi skrapp fyrh nokkru til Stokkhólms og kynntist þar manni, sem átt hafði verzlun með bróður sinum, en selt honum sinn hluta. Honum samdi ekki við mágkonu sína. í stað verzlun- arinnar hafði hann keypt jörð í Smálöndum, þar sem ég er nú, og þangað var hann að flytja sig, þegar fundum þeirra pabba bar saman. Hérna um daginn fékk svo pabbi bréf frá þessum manni, sem reyndar hafði líka heimsótt hann, einu sinni þiegar hann átti leið um hjá okkur. En þá var ég ekki heima, svo að ég fékk ekkl að sjá hann i það skipti. Hann bað pabba að útvega sér stúlku, sem hann gæti fellt sig við, af góðu og íburðarlausu heimili — hún átti að stjórna heimilinu og matreiða. Þess háttar kvenfólk væri ekki á hverju strái í Gullbringusýslu — að minnsta kosti væri matargerð þar ekki hentug manni, sem hefði í fullri alvöru uppi ráðagerðir um að megra sig. Pabbi las bréfið upphátt fyrir mömmu, meðan vlð . borðuðum morgunmatinn. Ég var sprottin á l'ætur, áð- ur en þau komu nokkru orðl að. — Ég vil fá þessa ráðskonustöðu, sagði ég. Og út af þvi spunnust orðaskiptin, sem ég gat um í upphafi. TILKYNNING frá Strætisvögnum Reykjavíkur Sökum vagnaskorts breytast strætisvagnaferðir innan- bæjar fyrst um sinn á leiðunum: Lækjartorg — IVjálsgata — Gunnarsbraut og Lækjartoi^g - Sólvelltr þannig, að ekið verður að Lækjartorgi á 20 min. fresti frá kl. 7 að morgni til kl. 24 að miðnætti, frá og með 5. þ. m. Reykjavik, 3. marz 1947. Strætisvagnar Reykjavíkur NORDMANNSLAGET I REYKJAVÍK arrangerer fest med foredrag, opplesning, bevertning og dans í Samkomuhúsið RÖÐULL, Laugaveg 89, fredag 7. mars 1947 kl. 20.30 presis. P R O G R A M : 1. Professor Sigurður Nordal káserer om SNORRE STURI4ASON. 2. Opplesning. | 3. Forfriskninger, pölser m. m. og öl og dram — gammel Löiten—■. 4. Et danse-eliteper viser gammel norsk dans. Dans ttl kl. l.OO. Billetter löses hos kjöbmann L. H. Milller, Austurstræti 17, innen kl. 12 fredagen. Daglig antrekk (korte kjoler og jakkedress). Vélsmiðjan Héðinn h.f. ttlkynntr: * m Símanúmer vort verður framvegis 7565 Eftir lokunartíma: 7566 skrifstofur 7567 teiknistofur 7568 efnisvarzla 7569 verkstjórar Vélsmiðjan Héðinn h.f. SKIPTAFUNDUR I í dánarbúi Indriða Gottsveinssonar, sem bjó á Óðins- götu 15 hér í bæ og andaðist 16. apríl 1946, verður hald- inn í skrifstoíu borgarfógeta í Arnarhvoli þriðjudaginn 11. marz 1947, kl. 2 e. h. og veröur þá væntanlega geng- ið frá sklptum í búinu. Sktptaráðandtnn i Reykjavík. ■i ;aýaaýsaaa=?$saa$taaaisss!s$£saasaaaaasaaa!ss$ýstsass$saaaas$aaassg$s$ssaaa!$a$ss*s?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.