Tíminn - 06.03.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.03.1947, Blaðsíða 2
2 TfolIXX, fiinmtmlaginh 6. marz 1947 45. blað Fimmtudagur 6. marz Sinn er siður í landi hverju Ellefu atkvæði voru greidd á þingi Norðmanna með því að láta Rússum í té hernaðar- stöðvar á Svalbarða. Það var vist orðað svo, að þessar tvær þjóðir ættu að hafa-með sér varnarbandalag, eins og þeir Jónas Jónsson og Bertrand Ger- hart hafa talað um varnar- bandalag íslendinga og Banda- ríkjamanna. Það sýnist ærinn munur á af- stöðu kommúnista í Noregi og flokksbræðra þeirra hár á landi, þegar erlent stórveldi talar um sameiginlegar hervarnir, varn- arbandalag eða eitthvað þess- háttar. í Noregi eru Kommún- istar ginkeyptir fyrir slíku og fylgja þeim hugmyndum einir manna. Hér standa kommúnist- ar í fremstu röð gegn hinni er- lendu ásælni. Það er þó ekki víst, að þessi munur stafi allur af því, að mennirnir séu svona ólíkir. Það var gæfa 'kommúnista hér, að tilmælin um hernaðarleg ítök í landinu komu frá Bandaríkjun- um, en ógæfa norskra kommún- ista, að þar voru það Rússar, sem að málaleitaninni stóðu. Sannir kommúnistar eru þannig gerðir, hvar í heimi sem er, að Rússland er þeirra and- lega föðurland. Þeir trúa því, að þjóð sinni sé það fyrir beztu, að áhrif Rússa geti orðifí sem mest yfir henni. Stefnan í utan- ríkismálum á því öll að miðast við vilja Rússa og þar eftir er annað. Þetta sýndi sig glöggt hér á styrjaldarárunum. Meðan Bret- ar einir báru þungann af bar- áttunni við Nazismann, höm- uðust kommúnistar gegn þeim og kölluðu allt, sem fyrir þá var gert, landráðastarf, sem væri öllum ærlegum mönnum til skapraunar. En þegar slitnað var upp úr vináttu Þjóðverja og Rússa og innrásin 1 Rússland hafin, opnuðust augu kommún ista fyrir viðurstyggð Nazism- ans. Upp frá þeim degi fannst þeim allt of lítið, sem fyrir bandamenn var gert, þó að þeir hefðu talið það eftir áður. Þeir vildu meira að segja ólmir segja Þjóðverjum og Japönum strið á hendur, þegar þeir héldu að Rússar óskuðu þess. Það er svo að sjá, sem kom múnistasálin sé söm og jöfn hér á landi, í Noregi og hvar sem er, ófrjáls og harðfjötruð Þeir menn, sem hafa fylgt kommúnistum í þeirri trú, að þeir miðuðu stefnu sína við hagsmuni alþýðustéttanna og sjálfstæðismál smáþjóðanna eingöngú, mega sannarlega end urskoða afstöðu sína. Varalið sósíalista Fimm Alþingismenn, sem telja sig til andstæðinga Sósí- alista veittu þeim þó fylgi eða hlutleysi við kosningu í síldar- útvegsnefnd. Einn hliðraði sér hjá að mæta á kjörfundi, tveir skiluðu auðu og tveir greiddu Áka Jakobssyni atkvæði. Nú stóð málið svo, að vitan legt er að Sósíalietar geta ráðið þeim manni, sem Alþýðusam bandið kýs. Hér valt því á því hvort þeir ættu að eiga tvo menn í Síldarútvegsnefnd og Alþýðuflokkurinn engan, eða PÁLL ÞORSTEINSSON: Sveit og bær VII. Jöfnuður verðmæta og valils. i. Þau gömlu sannindi eru skráð í sögu þjóðarinnar, að hér var ,gullöld“ í landi, meðan jafn- ræði hélzt um auð og völd milli manna og ætta í þjóðféiaginu. En þpgar það raskaðist, dró til „sturlungaaldar“. Þrátt fyrir blóma þeirrar aldar á sviði bók- mennta, reyndist jafnvægisleys- ið, sem þá ríkti, styrinn, sem þá stóð, eins og Níðhöggur, er nag- aði svo rætur þjóðarmeiðsins, að öldin endaði með falli 1 jóð- veldis, undirokun lands og þjóð- ar. Því ber að gefa gaum. að „víða eru vörður reistar á vegum sögu þessa lands,“ sem vel geta reynzt góð leiðar- merki vegfarendum á tuttug- ustu öld. II. Sú kenning sumra stjórnmála- manna, sem þjóðinni er orðin heyrinkunn, að byggðina eigi að færa saman á fáa staði, fær ekki staðizt, ef viðhalda á sum- um höfuðatvinnugreinum þjóð- arinnar, s. s. sauðfjárrækt. Reynslan sannar, að sauðfjár- búskapur verður naumast rek- inn svo að vel fari, nema byggð- in sé dreifð. Þar sem byggð þéttist og sauðfé fjölgar við takmarkað landrými, kemur hnignun fljótt í ljós. Saga villi- fjárins, sem ól aldur sinn í Núpsstaðafjöllum áratugum saman, er merkilegt og óvéfengj- anlegt vitni um eðli sauðkindar- innar. Villifénu var mest hætta búin, ef það tepptist af ísum. Við kyrrstöðuna virtist þrótti þess og lífsfjöri mest förlast. Frjálsræði og hreyfing var því fjörgjafi. Gæti það látið fótinn færa sig, lifði það lengi við litl- ar snapir á frosnum háfjalla- hryggjum. Og þetta fé reyndist betra til frálags að hausti, bæði á hold og mör, en fé, sem hirt var heima við bæ. Slíkur er kjarni háfjallagróðurslns, sem rann því i merg og blóð. Um fiskveiðar er svipað að segja. Því verður að setja tak- mörk, hvað miklum skipafjölda er hrúgað saman á sömu mið. Til þess að geta nytjað fiskimið- in sem bezt án óhæfilegrar rán- yrkju, verður að dreifa verstöðv- um og bátaflota landsmanna sem víðast fram með strönd- inni. Um verzlun og iðnað gegnir að því leyti öðru máli, að þær atvinnugreinar standa ekki í eins nánum tengslum við gæði lands og sjávar, sem landbúnað- ur og fiskveiðar. Eigi að síður er nauðsynlegt, að þær atvinnu- greinar dreifist sem viðast um landið. Ef nær allt það fjár- magn, sem bundið er 1 innflutn- ingsverzlun og iðnaði, dregst til lengdar saman á einn stað eða örfáa og annað, sem í kjölfar þess flýtur, raskast svo jafnvæg- ið. milli byggðanna, að hættu- legt mun reynast þjóðfélaginu. Það ætti að geta fært mönnum heim sanninn um, að sú stjórn- arstefna er sjálfsögð og rétt, sem miðar að því að viðhalda sem mestu jafnvægi um fjölmenni, fjárhag og vald milli byggð- anna, milli þéttbýlis og strjál- býlis, milli þorpa o’g kaupstaða, milli landsbyggðarinnar annars vegar og Reykjavíkur hins veg- ar. Sú stefna kemur m. a. fram í því að kosta kapps um að dreifa stofnunum, sem ríkið lætur reisa eða stendur að, sem víðast um land, eftir því sem staðhættir leyfa. Dreifa vöru- flutningum erlendis frá á sem flestar aðalhafnir landsins í stað þess að láta Reykjavík hafa einokun á þeirri atvinnu- grein. Dreifa framleiðslutækjum og fjármagni í eðlilegum hlut- föllum út um héruðin. S. í. S. hefir á undanförnum árum safnað fé, sem samvinnu- menn hafa lagt fram af fúsum og frjálsum vilja til að kaupa hið vandaðasta flutningaskip, sem nú er í íslenzka flotanum. Um leið og þvi marki er náð, að S. í. S. eignast sjálft vöruflutn- ingaskip, gerist það til þess að rísa gegn þeirri einokun, sem Reykjavík hafði náð í innflutn- ingsverzluninni. Stjórn S. í. S. ákveöur, aö heimahöfn skipsins skuli vera á Akureyri og lætur það flytja nauðsynjavörur er- lendis frá beint á margar beztu hafnir landsins. Þótt hér sé að- eins um eðlilega ráðstöfun að ræða, er það slík nýjung, eins og komið var málum, að hún er talin „marka tímamót“ í sögu Akureyrar og jafnvel fleiri staða. III. Ákvörðun stjórnar S. í. S. um ferðir og aðsetur Hvassafells, er skýrt dæmi um stefnu sam- vinnumanna, sem grundvallast á því að skapa jafnrétti og láta sannvirði ráða í viðskiptum, og hvort hvor flokkurinn ætti að eiga sinn mann. Þrír þingmenn létu þá viður- eign hlutlausa og tveir hlupu undir bagga með Sósíalistum gegn því bandalagi, sem flokk- ur þeirra hefði gert. Auðvitað eru Sjálfstæðismenn frjálsir að þvi að kjósa Áka Jakobsson og flokksbræður hans, þegar þeir vilja. En hitt er annað mál, að sá flokkur, sem á mikið af slíkum hlaupa- mönnum, má minnast þess, að erfitt er að gera við hann samn- inga um samstarf. sýnir ennfremur, að þeir reyn- ast stefnunni trúir, þar sem þeir hafa vald á málum. — En til þess að geta ráðið málefnum ríkisins, þarf vald, sem byggist á traustum samtökum mikils fjölda manna. Atkvæðisréttur- inn er vald, sem hverjum full- þroska einstaklingi í lýðræðis- þjóðfélagi er gefið. Þrír stjórnmálaflokkar hafa oftar en einu sinni sameinazt um það að túlka fyrir þjóðinni, að af því stafaði hætta, ef mis- jafnlega margtír kjósendur stæðu að baki fulltrúum hvers flokks á þingi. Af því spruttu átökin um og eftir 1931 og baráttan um „réttlætismálið" 1942. Of marg- ir af ibúum sveita og þorpa guldu jákvæði við því kalli, sem þá var gert um afsal valds til fjölmennustu staðanna, enda var „réttlætismálið" flutt ein- hliða með ofstæki og að mestu án samanburðar um vald byggð- anna á öðrum sviðum. Nú er skipun Alþingis að mestu háð „höfðatölureglunni“. En skyldi sú regla ráða um alla þætti ríkisvaldsins og þjóð- félagsmála? Hvaða áhrif skyldi aðsetur þings og stjórnar, blaða og flokksstjórna hafa á vald Reykjavíkur? Skyldi bankastarfsemin skipt- ast hlutfallslega milli lands- fjórðunga eftir fólksfjölda? Er hinum stærstu ríkisstofn- unum dreift víða um landið? Er verzlunarveltan í Reykja- vík aðeins í hlutfalli við fólks- fjölda staðarins? Hefir „höfðatöluregla“ ráðið um skipting innflutnings milli samvinnufélaga og kaupmanna á síðustu árum? Er helztu menntastofnunum, sem ríkið kostar, dreift um landið i hlutfalli við fólks- fjölda? Hvernig er tekið undir það réttlætismál, - að ríkisvaldið fylgi þeirri stefnu, að allir landsmenn fái að njóta raf- magns frá rafmagnsveitum rík- Nýtur maður tekur jákvæða afstöðu Tíminn birtir hér útdrátt úr ræðu, sem Vilhelm Dietrichson skólastjóri í Noregi flutti yfir nemendum sínum, þegar skóli hans hófst eftir jólaleyfið í vetur. Boðskapur hans á fullt erindi til íslendinga eins og Norðmanna. — Eftir Dietrichson birti Tíminn í haust neðanmálsgrein um erfiðleika landbúnaðarins á Norð- urlöndum. / Þið hafið í jólaleyfinu sitt- hvað séð og heyrt um erfiðleika landbúnaðarins. Stritið á sveitaheimilunum, — einkum kvenfólksins, því að það tekur nú flestu fram. Húsmæður, sem þyrftu eina og jafnvel tvær manneskjur sér til hjálpar, eru einar til alls. Og á smábýlun- um verða konurnar vlða að ann- ast fjósstörfin, auk bæjarverk- anna. Og þó að hlutskipti karl- mannanna sé yfirleitt ekki jafn strangt, er það þó erfitt, og víða full þörf að væri manni fleira. Enn er það flóttinn úr sveit- unum. Þjóðin vex. Bæirnir stækka. í sveitunum stendur fólksfjöldinn í stað eða minnk- * ar. Þannig er straumurinn úr sveitum í borgir. Hávaðalaus en stöðugur og jafn alla stund. Annað viðhorf hefir einnig mætt ykkur. Fjárhagshliðin. E. t. v. hefir mönnum áður sýnzt þar bjart framundan, af þvi verðlag væri hátt og hægt að borga af skuldum, sem á búun- um hvíla. En nú sést hvernig hagurinn er í raun og veru. Á stríðsárunum hafa verkfæri slitnað, húsin þurfa viðhald og endurbætur, jarðvegurinn er sveltur og bústofninn hefir gengið saman. Þetta þarf allt að lagast. Vandræðin að fá sæmilegt fólk til fjósaverka full- komnar svo myndina. Áhyggj urnar beygja flesta og því er ég hræddur um, að þið hafið heyrt talað um versnandi tíma, fundið kvíða og ugg um framtíðina. Ég er hræddur um að þið hafið heyrt sagt, að jarð- yrkjumennirnir ættu ekkert at- Því svarar ekki Jón? Það stendur í Jóni Pálmasyni. Nú eru 12 dagar síðan ég lagði fyrir hann nokkrar spurn- ingar hér í blaðinu. Þetta voru engar hégómaspurningar og snertu blátt áfram ýmsa höfuð- þætti, þar sem munur er á stefnu fyrrverandi ríkisstjórnar og núverandi. Ég spurði hvort dýrtíðin hefði orðið til almennrar blessunar og auðjöfnunar og sú kenning þvi holl og réttmæt. Jón Pálmason svarar ekki. Ég spurði um gjaldeyrismeð- ferð, skipulag á fjárfestingu, verzlunarkostnað og landbún- aðartæki. Ekkert orð fæst úr Jóni. Svo spurði ég eftir nokkrum atriðum varðandi forsetabrenni- vínið. Þai1 fást engin svör. Hvernig stendur nú á þessu Er Jón Pálmason eins ómerki- legur og Mbl., sem forðast rök- ræður en notar í þeirra stað dylgjur, hártoganir, rangfærzl- ur og uppnefni? Eða er honum jafn óhægt um rökræður og Gísla Jónssyni? Ætlaði Jón Pálmason e. t. v. að kingja einhverju af dýrtíðar- lofgjörðinni? Þá skal mig ekki furða þó að bitinn hafi orðið honum heldur stór og óhægur fyrir brjósti. Ég er ekki viss um að sá kökkur skolist úr hálsi með nokkru íorsetabrennivíni. Ég held að Jón Pálmason, treysti sér ekki til að svara neinu af þessu, öðru vísi en svo, að það verði honum og hans nánustu samherjum áfellisdóm- ur fyrir liðna tíð. Og ég virði það við hann, ef hann sér að sá málstaður, sem hann hefir fylgt, er óverjandi. isins fyrir sama verð, hvar sem þeir búa? Þeir, sem búa dreift um land- ið, þurfa að sýna þann félags- þroska að’ þoka sér saman, gera sér Ijós svörin við þessum spurn- ingum og hvort valdsmenn Reykjavíkur og þeir stjórnmála- flokkar, sem héldu hinu svo- nefnda „réttlætismáli" hæst á loft 1942, muni vera þess albún- ir að fylgja i framkvæmd boð- orði þjóðskáldsins: „Allt skal jafnt“ .... Mér finnst ástæða til að vekja, athygli á þessu. Þegar ég hafði fundið að því, að nokkrir trúnaðarmenn hefðu veitt sér forréttindi til áfengis- kaupa kallaði Mbl. mig slefbera. Það þoldi ekki að minnzt væri á ósómann. Þegar ég hafði bent á hvernig einstakir forréttindamenn hefðu fengið aö byggja sér til gamans gegn hagsmunum alþjóðar og í hrópandi ósamræmi við þá stefnu, sem þeir þóttust fylgja, fékk ég nýjan fúkyrð'aflaum í Mbl. Ég veit ekki hvern þátt Jón Pálmason kann aö hafa átt í þessum skrifum um mig og læt mig einu gilda. En hitt skulu allir sjá, að hann hliðrar sér hjá að ræða málefnin, þó að blöð þeirra Valtýs birti persónu- legt níð hvað eftir annað. Á hvað bendir það, þegar þrautreyndir stjórnmálamenn fást ekki til að' svara málefna- legum fyrirspurnum, en láta blöð sín í þess stað ausa persónulegum skömmum yfir þá menn, sem óska eftir rökræðum við þá? Bendir það á góðan málstað og innra öryggi staðfastrar sannfæringar? Ég hygg það benda til hins, að þessir menn vita það, aö málstaður þeirra er slæmur. Þeir vita aö forsetabrennivínið er hneyksli. Þeir vita að stóru og dýru sumarbústaðirnir frá síðustu árum eru hneyksli. Þeir vita að verzlunarmálunum hefir verið illa stjórnað, innflutning- ur landbúnaöarverkfæra látinn sitja á hakanum, húsnæðismál og byggingamál færð í svíviröi- legt horf o. s. frv. Þeir vita þaö svo sem, að það er ekki hægt að verja ýmsan óskapnað fyrr- verandi stjórnar. Ef þetta skyldi vera rangt hjá mér, vænti ég að Jón Pálmason sýni það með skörulegu og refja- lausu svari. Halldór Kristjánsson. Gifting' daglega. Ales og Gladys James glftu sig ný- lega einhvers stað'ar vestan hafs, og létu taka allt saman upp á plötu, svo að ef þau hafa grammófón við hend- lna, geta þau endurtekið giftinguna,. þegar þau vilja. hvarf í framtíð þessa lands. Þeir æskumenn, sem héldu trygð við sveitina, en fylgdu ekki straumnum, ættu heima i lið- inni tíð. Vegna þessa viðhorfs í sveit- um okkar finnst mér rétt, að kennari ykkar æskumannanna, segi nokkur orð á fyrsta kennslu degi ársins. Það er þá fyrst, að ef fólkið ætlar sér frá moldinni til iðn- aðar og annarra borgarstarfa, verður það þó að vita, að sá iðnaður, sem Noregi er eðlilegur, byggist á landbúnaðinum. All- ur okkar glæsilegi trjáiðnaður á rætur sínar í skógunum. Nið- ursuðuverksmiðjur og maÆvæla- iðnaður byggist á jarðyrkju, kvikfjárrækt og fiskiveiðum. Og hugsið um hinn mikl^. iðn- að, sem sprottinn er beint frá moldinni: mjólkurbúin, osta- geröina, jarðeplamjölið, slátur- húsin, o. s. fry. Ef öllum þeim iðnaði, sem byggist á framleiðslu sveitanna er kippt í burtu, er skarð fyrir skildi. Það er því lítil rökvísi í þeirri þróun, sem dregur fólk til bæjanna og veikir þar með sveitirnar. Það er eins og að byggja fallegt hús á ótraustum grunni. Fyrr eða síðar segja af- leiðingarnar til sín, og þá, kæru nemendur, — þá munuð þið heyra mál jarðyrkjunnar. Lítum svo á öll þau fyrirtækl, sem byggjast á kaupgetu bænd- anna. Ef vel gengur 1 sveitun- um, mun það sýna sig, að gamla orðtakið er satt: Hafi bóndinn peninga, hafa allir nóg. Ef þetta snýst við, munu borg- irnar finna hvar þær eru komn- ar. Það hefnir sín að liða í sund- ur grundvöll þjóðfélagsins. Að- eins að þeir mörgu, sem berast áhyggjulaust með straumnum, skyldu það, fyrr en það er ot' seint. Þar sem lífsbaráttan er hör-ð- ust, segir samdráttur og eyðing fyrst til sín. En ef fólkið dregst niður frá fjalldölunum, inn frá eyjum og útnesjum, og suður á viö frá nyrztu sveitunum, falla þar með skjólbelti mannfélags- ins i landi voru. Þá mun fara eins og þegar veikbyggður skóg- ur missir skjólbelti sitt. Það er ömurleg tilhugsun. Þegar bogi Einars brast við Svoldur, spuröi konungur: Hvað brast svo hátt? Og svarið kom bæði fljótt og ör- uggt: Noregur úr hendi þér, herra. Hann fellur hljótt og þungt, straumurinn utan að. En ef svo heldur áfram sem nú horfir, mun það hafa sömu afleiðingar og að bogi Einars brast. Ég gæti sagt margt um þetta,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.