Tíminn - 06.03.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.03.1947, Blaðsíða 3
45. blað TtMINN, fímmtadagimi 6. mara 1947 3 Að utan og sunnan Blilldfr stúdeiltar. gömlu frænku, er hræsni, að kvssa Tvíburarnir Kaj og Nils Pomoell tóku stúdentspróf í Helsinki á síðasta ári. Þeir hafa báöir verið blindir síð- an þeir voru tveggja ára. Þetta éru fyrstu blindu mennirnir, sem taka stúdentspróf í Finnlandi. Þeir tóku báðir gott próf og öll sín bekkjarpróf hafa þeir staðizt vel og reglulega. Bræðurnir hafa auðvitað lesið það, sem til er með blindraletri og orðið gat þeim til liðs við námið. En megin- hluti námsefnisins var ekki með blindraletri. Það varð einhver að lesa fyrir þá. Og það gerði móðir þeirra. Hún hefir setið dag eftir dag og lesið fyrri stóru drengina sína. í sænsk-finnsku kvennablaði er þannig tekið til orða um mæðginin: „Hún les hverja blaðsíðuna af ann- arri dag éftir dag og ár frá ári. Stöð- ugt les hún, og þegar eitthvað er ó- ljóst, talar hún um það vlð þá þangað til það liggur ljóst fyrir. Mér er sem ég sjái þau fyrir mér þrjú. Ljósið fellur á móðurina með bókina, en drengirnir sitja í myrkrinu. Ljósið á framaleið þeirra er rödd móðurinnar, og það fylgir þeim með staðföstum kærleika fet fyrir fet. Auðvitað hefir hver góð einkunn, sem þeir fengu, verið henni styrkur og hvatning. Og þó. — Eigum við að tala um fórnfýsi í þessu sambandi? Nei. Það hefir ekki verið það. Hér er fremur um að ræða sérstaka ham- ingju, sem aöeins fáum auðnast að njóta, en þeir eru önnur manntegund en það fólk, sem hversdagslega mæð- ist á almannaleið yfir alls konar hé- góma og smámunum." Geymdur í kúnni í níu úr. Böndi nokkur í Herrljunga í Sví- þjóð varð fyrir því óhappi, að hon- um hvarf festargull hans árið 1937. Það var leitað dyrum og dyngjum, en hringurinn fannst hvergi. Bóndi var því löngu hættur að gera ráð fyrír að sjá hann aftur. En í haust slátraöi han»> einni kúnni og þá fann hann hringinn í kýrvömb- inni. Það var ekki um að villast. Þarna stóð' þa'ö: „Þín Stína. 16/11. 1935." Sem betur fór var bóndinn einn þeirra, sem heyra til þinni gömlu, góðu manngerð, sem ekki hefir konu- skipti eins og aðrir braska með bíla. Afbrigði kossalífsins. Enska leikkonan, mrs. Kendal, átti einhverju sinni að skllgreina ýms kossaaf brigði: — Það e». oft talað um kossa, sagði hún. Aö stela kossi er náttúrlegt, að borga fyrir það er helmska. Að kyssa systur sína er elskulegt, kyssa kon- una skyldugt, að kyssa ljótan kven- mann, er riddaralegt, að kyssa gamla, skorpna konu ,er einlægni, en að kyssa unga, fallega stúlku, er — hið gagnstæða. Að kyssa þrjár stúlkur sama daglnn, er ofrausn, að kyssa tengdamóður sína, er fórn. Sautján barna faðir. Einn af stríðsföngum þýzka hersins hefir dvalið í fióttamannaherbúðum í Danmörku um hríð, en er nú nýlega kominn heim til Þýzkalands. Sam- fangar hans gáfu'honum nafnbótina „Vater Germania," faðirinn þýzki. Hann hefir unnið til þessa nafns. Þann tíma, sem hann hefir dvaiið utan föðurlands síns, hefir hann nefni- lega klárað sig að því, að verða faðir ekki færri en 17 barna, auðvitað hverju með sinni móður, en sjálfur er maðurinn ekki nema 17 ára gam- all. Svíiuii vaim. Ameríkumaður, Englendingur og Svíi sátu saman og grobbuðu. — Alltaf er hann Truman vanur að koma á stöðina og heilsa mér, þegar : ég kem til Washington, sagði Amer- íkumaðurinn. — Það er e$fis hérna megin, sagði Bretinn. Ekki læt ég sjá mig 1 Down- ing Sjp’eet svo að Attlee bjóði mér ekki kaffl. — Þið eigið góða kunningja, sagði Sviinn. En þegar ég var síðast I Róm, sat ég við hliðina á páfanum meðan hann blessaði yfir 50 þúsundir manna. Og þá var einn meðal áhorfendanna, sem spurði: Hver er það annars, sem situr þarna við hliðina á honum Anderson? Býður nokkur betur? Sænskt blað, „Göteborgs posten," hefir gert athuganir á hámarki nokk urra eiginleika og er hér dálítið sýnis- horn: Hámark hraðans: Að hlaupa svo hratt að maður finni sinn eigin and- ardrátt í hnakkann. Hámark bindind- isofstækis: Að þola ekki að ganga skrúfustiga, af því að hann minnir á tappatogara. Hámark eyðslusemi: Að ganga með hálsbindi undir alskeggi. Hámark ósvífni: Að kasta tengda- móður sinni niður stigann og segja: „Hversvegna flýtirðu þér svona, góða mín?“ Hámark varkárni:Að hemla þegar ekið er rnóti brekku. Hámark sparsemi: Að stökkva yfir hliðgrind- ina til að spara hjörurnar. Hámark þreytu: Að endast ekki til að lnn- heimta launin sín. Dæuidur iyrir tjöl- i kvæni. i ! Norðmaður nokkur, sem flýði til Svíþjóðar á stríðsárunum og giftist þar sænskri konu þótt bæði vissu að hann ætti eiginkonu heima i Noregi, hefir verið dæmdur i 90 daga varðhald fyrir fjölkvæni. Sænska frúin var dæmd í 60 daga varðhald. Eittlivali verður fólkið að fá. Danskt skáld þakkaði forleggjaran- um vandaðann frágang á bók sinni. — Ojæja. Eítthvað verður nú fólklð að fá fyrir peningana síi;a, sagði út- gefandínn. en læt mér nægja fá orð, .sem mikií lelst í. Það er moldin, sem við lifum á: Ef hændur allir legðu ár- langt verk sér frá, væri, þegar voraöi aftur, veröld manna fá. í þessum hendingum Lars Kjölsteds liggur engin hótun, Þetta er aðalsbréf okkar. Þetta vígi er öflugt. Það getur enginn tekið. Bara að allir þeir, sem með straumnum berast, skildu, að ef þeir fylgja honum til enda, getur það orðið feigðarflaumur. Nemendur! Jarðyrkjumenn- irnir hafa sterka aðstöðu. Því eru það þeir, sem eru börn framtíðarinnar. Trúið á mold- ina. Sjáið myndina af Hirshs*) skólastjóra þarna á veggnum. Hann sagði: Moldin er gullinu meira verð. Og þegar Olav Sand- sted knúði fram kornræktar- lögin, sem burgu okkur bezt á strlðsárunum, sagði hann: Hver á að borga? spyrjið þið. Ég svara: Moldin borgar. Það traust og trú á moldinni, *) Jóhann Hirschs, (1843—1923) búnaðarfrömuður og skólastjóri í Nor- egi. Beitti sér einkum fyrir bættri búnaðarfræðslu og nautgripakynbót- um. sem þessir tveir brautryðjendur höfðu, þarf hver verðandi bú- fræðingur að eiga. Hann þarf þess sjálfs sín vegna, en einnig vegna landsins í heild. Aðalsibréf, — að geta fætt fólkið, skyldur, — munið þið það. Þið viljið e. t. v. segja skóla- stjó^anum ykkar, að þið hafið nú heyrt svo margt um erfið- leikana, að þið farið að hug- leiða hversu langt trúin flytji fjöll. Ég svara þessu með því, að framavegur æskumannsins felst í táeimur orðum: Dugið þið. Fyrir nokkrum árum byggði ég ræðu mína við skólaslit á þessum orðum: Dugnaður er bezta vopn mannsins. Sá, sem 1 raun og veru er duglegur og nýtur maður, er ósigrandi. Munið þið það. Nýtur maður tekur jákvæða afstöðu til lífs- ins. Við búfræðingar fylgjum ekki straumnum, sem fellur úr sveitunum okkar. Við erum ekki að sækja okkur aðgöngurnlða að lééívm lífskjörum. Við vitum skil á öðrum verðmætum en þeim, að berast með st»aumn- um, til að eiga þægilegt líf og rólega daga. Auk þess þekkjum við skyldu okkar og stöndum fast á verðinum. Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund Ég hætti ekki, fyrr en ég fékk vilja mínum fram- gengt. Ég færði fram mín rök: Hin langa sjúkra- hússvist mín hafði orðið pabba nógu dýr. Ég þarfnað- ist loftslagsbreytingar — læknirinn hafði sagt það sjálfur —, og ég gat ekki gert mér vonir um neitt annað starf fyrr en haustaði. Og kannske ekki einu sinni þá. Þetta bréf var sannkölluð himnasending eins og allt var í pottinn búið — það var ekki verra fyrir mig að vera ráðskona á Grund í sumar en að hanga aðgerðalaus heima. Loftslagið er líka svo heilnæmt í smálenzku hæðunum — einmitt það, sem ég þarfnað- ist —, og ekki var heldur vert að slá hendinni við kaup- inu. Þetta gat ekki verið mér um megn. Ráðskonan átti að fá hjálp við erfiðustu störfin, hafði jarðeig- andinn sagt. Foreldrar mínir urðu að beygja sig fyrir vilja mín- um, og nú er ég hér. Ég heiti því Anna Andersson — faðir minn mælti með mér undir því nafni og afneitaði með öllu föður- legri hlutdeild í mér, þótt ekki geröi hann það mögl- unarlaust. Ég heiti líka í rauninni Anna Andersson — fullt nafn mitt er Anna Alfhilda Andersson-Rósen- gren — pabbi tók sér Rósengrens-nafnið, þegar hann kvæntist, eins og þú veizt. Og ég get þess vegna al- veg jafnt kallað mig Önnu Andersson eins og eitthvað annað eða meira. Nú veiztu þá, hvernig þú átt að skrifa utan á bréfin til mín. Og skrifaðu sem látlausast utan á til mín framvegis, því að þetta venjulega rósa- flúr þitt myndi aöeins vekja óþarft umtal hjá fólkinu hérna, sem ég ætla nú að kynna. Ferðin hingað á sína sögu. Auðvitað var áætlunar- bíllinn ekki á ferðinni, daginn sem ég kom til kaup- staðarins, er ég hafði ráðið af sænska landabréfinu minu, að myndi vera næst Grund. Hefirðu annars nokkurn tima heyrt getið um kvenmann, sem hafi lesið ferðaáætlun rétt? Ég stóð þess vegna eins og beiningakerling fyrir utan bílstöðina, og bæjarfólkið . var farið að hópast að mér. Góðir menn komu mér samt von bráðar til hjálpar og fræddu mig um það, að til væri á þessari jörð vörubílstjóri, sem heitir Arthúr Lundkvist. Hann væri vanur að fara út í sveit klukkan fimm á hverjum degi með vörur frá verzlun Svenssons við Aðalstræti. Hann hlyti að eiga leið framhjá Grund. Hann myndi að minnsta kosti áreið- anlega taka bón minni vel. Og það gerði hann líka. Hann tók mig og föggur mínar undir eins að sér, og svo ókum við út úr bænum. Þetta var á fögrum og kyrrum maídegi. Lundkvist reyndist vera skemmtilegur strákur, sem kallaði mig strax Önnu, þegar hann vissi, hvað ég hét og hvert ég ætlaði. Ég var líka hin alúðlegasta — kall- aði hann fyrst herrann í hverju orði, en lét mér svo nægja að nefna hann bara Lundkvist, þegar hann kallaði mig umsvifalaust Önnu. Hann vissi það fyrir- fram, að von var á nýrri stúlku að Grund, og hann hældi mér á hvert reipi, þegar hann komst að raun um, að ég var engin önnur en þessi nýja stúlka. Hann spáði því, að við myndum oft hittast. Hann flytti iðulega vörur frá verzluninni að Grund. Það kjaftaöi á honum hver tuska, og bíllinn hans brunaði léttilega eftir sléttum veginum. Ég á honum að þakka, að ég er eiginlega orðin þaulkunnug hérna i sveitinni. Ég veit, hvað býlin heita, og ég veit, hvað bændurnir heita, hvað mikið þeir eiga af börnum, kúm og hestum og hverjir eru grunaðir um það að hafa kveikt í hlöðunum sínum 1 fyrrahaust. Og ég komst lika að raun um, að húsbóndi minn var viðkunnan- legur og atorkusamur karl, myndarlegur, skemmti- legur og góður viðskiptis. Lundkvist hefir mörg bíl- hlössin flutt heim til hans, því að hann er góöur við- skiptavinur verzlunarinnar. Það er eins og Lundkvist sagði — skýrar pantanir og peningarnir á borðið. Ef svo bar við, að Lundkvist þagnaði snöggvast, greip ég undir eins tækifærið og dáðist að bilnum hans og fimlegum akstri hans, svo sem skyldan bauð — hann er í raun og veru fimur bílstjóri, það sá ég hvað eftir annað, þegar við mættum öðrum bílum, þarna á þessum mjóa vegi, og ekki mátti njuna hárs- breidd. Þeir, sem sjálfir hafa fengið ökuréttindi, bera líklega skyn á þess háttar. Ég dáðist líka að loðbirnin- um, sem hékk í bílnum hans, og nýju leggstígvélunum hans, sem hann var ákaflega hreykinn af. Það var al- veg spánný gerð og engin önnur leggstígvél af því tagi til í öllum kaupstaðnum, sagði hann. Lund- kvist ljómaði því meira sem hrósyrði min urðu fleiri og hressilegri, og hreinskilnislega sagt fannst mér ég allt of fljótt vera komin að Grund. Lundkvist er reglulega skemmtilegur strákur — það hefði þér líka fundizt, hjartans engillinn minn. Og sá hefir kvenna- króka í augunum, skal ég segja þér. Svo nam bíllinn staðar við hlliðið. Lundkvist fór upp á pallinn og náði í töskurnar minar og hjólið mitt og kom hvorutveggja inn fyrir girðinguna — mér líka. Síðan stjáklaði ég heim á leið til fundar við hús- bónda minn. Þú logar náttúrlega af forvitni, þegar hann er :: 1 Kaupfélög Gctiim afgreilí nú þegar NJÓLKURSIGTI venjulega stærð. Eiiiifremur vattbotna ýnisar stserðíir. Samband ísl. samvinnuf élaga Sláturfélag Suðurlands Reykjavík. Sími 1249. Sírrmefni: Sláturfélag. Heykhús. - Frysihús. IVlðursnðnverksmiðja. — Bjúgnagerð. FramleiOir og selur í heildsölu og smásölu: NiOur- soOiO kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls konar áskurO á brauO, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæöi. FrosiÖ köt alls konar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eftir fyilstu nútímakröfum. VerÖskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Árshátíð Borgfirðingafélagsins .verður í Sjálfstæðishúsinu laugardaginn 8. marz og hefst með borðhaldi kl. 7,30. Til skemmtunar verður: 1. Kórsöngur: Borgfirðingakórinn. Stjórnandi Carl Billich. 2. SagðaT kýmnisögur, Bjarni Ásgeirsson atvinnum.ráðr. 3. Einleikur á pianó: Carl Billich. 4. Upplestur, Kristmann Guðmundsson, skáld. 5. Einsöngur, Guðmundur Jónsson, með aðstoð Fritz Weisshappel. 6. DANS. Aðgöngumiðar eru seldir hjá Þórarni Magnússyni, Grett- isgöttu 28 og Bifreiðastöð Reykjavíkur við Lækjargötu. Þeir, sem ætla sér að taka þátt í borðhaldinu, þurfa að tryggja sér miða fyrir fimmtudagskvöld. Frá Þjóðræknisfélagi V estur-Islendinga Tuttugasta og áttunda þjóð- ræknisþing Vestur-íslendinga var haldið dagana 24.—26. fe- brúar, að viðstöddu fjölmenni. Á kvöldsamkomum töluðu þess- ir ræðumenn: Valdimar Björns- son, Carl Freeman og Richard Beck. Frá forseta íslands barst kveðjuskeyti, og var forseta sent þakkarskeyti, þar sem hon- um og íslenzku þjóðinni var árnað allra heilla. Stefán Jó- hann Stefánsson forsætisráð- herra sendi þinginu svofellt á- varp í skeyti: „í nafni ríkisstjórnar íslands sendi ég Þjóðræknisþingi Vest- ur-íslendinga alúðarkveðjur. Þótt á íslandi skipti um stjórnir og stjórnmálaflokka við völd, þá er vináttan í garð frændanna fyrir vestan haf engum breyt- ingum háð.“ Kveðjunum var tekið með miklum fögnuði. Helztu mál, sem rætt var um, voru viðhald íslenzkrar tungu, stofnun kennarastóls 1 lslenzk- Tvö ný tímarit — Syrpa og Skák — Tvö ný tímarit hafa hafið göngu sína þessa síðústu daga. Nefnist annað Syrpa, en hitt Skák. Syrpa er gefin út af Jóhönnu Knudsen, sem jafnframt er rit- stjóri tímaritsins. Flytur það greinar um hvers konar mál: byggingar, málfar, kveðskap, á- fengisnautn, ástandið í heim- inum, lækningar, ósiðsemi, bækur og fleira, auk auglýsinga. Lesmál þessa fyrsta heftis er 40 síður í allstóru broti. Syrpa mun eiga að verða mánaðarrit. (Framhald á 4. síöu) um fræðum við Manitoba há- skólann og samvinna við ísland. Var ákveðið að ráða útbreiðslu- og fræðslumálastjóra. Á þinginu voru þessir menn kjörnir heiðursfélagar: Sigurð- ur Þórðarson söngstjóri, Helgi Briem, aðalræðismaður, og Ric- hard Beck prófessor. Jón Bíldfell var kjörinn nýr meðlimur stjórnarnefndar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.