Tíminn - 06.03.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.03.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! Munið að koma l flokksskrifstofuna 4 REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er i Edduhúsinu við Lindargötu Sími 6066 6. MÆRZ 1947 45. blað Aðeins þrír söludagar eftir í þriðja flokki. — Happdrættið. Tékkar vilja kaupa þrjú þúsund tunnur af frystri síld En síldm er ekki tfl, þrátt fyrir alla síldargengdina Vetrarsíldveiðarnar í Faxaflóa hafa nú þegar fært miljónir króna í þjóðarbúið og kemur það sér vel, þar sem síldin er nú ein sú framleiðsluvara okkar íslendinga, sem greiðast er um sölu á. Er sárt til þess að vita, að vetrarsíldveiðarnar skuli ekki hafa verið notaðar til hins ítrasta. Nú hefir borizt tilboð frá Tékkóslóvakíu um kaup á 3000 tunnum af frystri síld fyrir gott verð, en það magn mun varla vera fyrir hendi í frystihúsunum, umfram beitusíld, vegna þess að hætta varð við frystingu síld- arinnar, þegar reknetaveiðarnar stóðu sem hæst, af því að bank- arnir neituðu frystihúsunum um lán til þess að frysta síld, en fráfarandi ríkisstjórn hafði vanrækt að grennslazt fyrir um sölumöguleika á henni. Þegar síldveiðarnar hófust í Kollafirði skömmu fyrir ára- mótin, voru margir á báðum áttum, hvort óhætt væri að hefja veiðar og hagnýtingu síld- arinnar, þar sem allt var í ó- vissu um sölumöguleikana og ekkert hafði verið gert til að af!a markaða fyrir vetrarsíld- ina. Frystihúsin fóru þó að veita síldinni móttöku og frysta hana. Hroðalegt brunaslys í fyrrakvö’d varð hörmulegt fcrunaslys í Reykjav'k. Ungur maður, Grétar Krist- jánsson að nafni, ættaður af Vatnsleysuströnd, fór eftir vinnutíma inn í verkstæði Vél- skóflunnar h.f., þar sem hann starfaði, til þess að sýna tveim- ur félögum sinum, hvernig farið væri að því að logsjóða. Svo illa tókst til, að neisti hrökk í benzín, er þar var nærri. Við tilraunir Grétars til þess að slökkva í benzíninu kviknaði í fötum hans, og tókst þeim fé- lögum ekki að slökkva í þeim fyrr en eftir langa mæðu. Grétar gat þó gengið út í bíl, er beið við húsið, og úr honum aftur inn í Landsspítalann, en þangað fóru félagar hans með hann. En í gærmorgun snemma lézt hann af völdum brunasáranna. Framsóknarfélag stofnað á Selfossi Þann 24. febrúar síðastliðinn var stofnað Framsóknarfélag fyrir Selfosskauptún. Stofnend- ur voru tæplega 30, og von er á mörgum nýjum félögum á næstunni. í stjórn félagsins voru kjörn- ir: Björn Sigúrbjarnarson bankagjaldkeri, Magnús Eiríks- son verzlunarmaður og Valdi- mar Pálsson gjaldkeri K. Á. Varastjórn skipa: Jón Ing- varsson frá Skipum bifreiða- stjóri, Helgi Ólafsson • skrif- stofumaður og Eiríkur Bjarna- son verzlunarmaður. Útbreiðslu- stjóri félagsins var kjörinn Er- lendur Sigurjónsson, starfsmað- ur hjá K. Á. Umræður á fundinum urðu talsverðar, og kom fram mikill áhugi fyrir auknu félagsstarfi Framsóknarmanna á Selfossi. Þá var rætt almennt um lands- má’in, og voru fundarmenn ein- huga um það, að þátttaka Framsóknarflokksins í núver- andi ríkisstjórn værl í fullu samræmi víð yfirlýsta stefnu hans, að setja hagsmunl al- þjóðar ofar flokkshagsmunum. Fundinum lauk með sameigin- legri kaffidrykkju að Hótel Sel- fossi, en þar var fundurinn haldinn. aðallega með það fyrir augum að nota hana sem beitu á vetrar- vertíðinni. Síðar var farið að hugleiða þann möguleika að frysta síldina í stórum stil til útflutnings, en er til kom, vildu bankarnir ekki veita frystihús- unum rekstrarfé að láni, ef þau störfuðu að frystingu síldar. — Þannig var þeirri leið til stór- felldrar hagnýtingar vetrarsíld- veiðanna lokað. Reknetabátarn- ir hættu þá veiðum hver af öðrum, þrátt fyrir góðan afla en þrír þeirra héldu þó áfram, þar til nú fyrir rúmri viku, og öfluðu vel allan tímann, venju- ’ega 60—70 tunnur á dag. Þegar ákveðið var að flytja síldina norður til bræðslu, færð- ist aftur fjör í veiðarnar, en reknetabátarnir sáu sér þá flest- ir ekki fært að halda veiðunum áfram, þar sem sú veiðiaðferð er seinlegri, en reknetasíldin notast lítið betur í bræðslu. Frysta síldin, sem er til, mun varia vera nema til beitu handa fiskibátunum. Síldin, sem veið- ist nú, er hins vegar of misstór til þess að frysta hana til út- flutnings. Þessi slysni er fyrst og fremst því að kenna, hversu slælega var unnið að markaðsleit í tíð fyrrverandl stjórnar. Ef þessa tilboðs Tékka hefði hins vegar verið aflað í tæka tíð, hefði slík handvömm ekki þurft að eiga sér stað. 100 íslenzkir skátar á Jamboree í Frakk- landi í sumar verður haldið al- þjóðamót skáta í Frakklandi. Er þetta fyrsta Jamboreemótið síðan 1937, en þá var það haldið í Hollandi. Jamboreenefndin hefir boðið 140 íslenzkum skát- um að sækja mótið, en samtök skáta hér hafa ákveðið að tak- marka sóknina á mótið við 100 skáta. Af þessari för getur þó ekki orðið nema viðskiptaráð veiti gjaldeyri til hennar, en skátar hafa þegar sótt um gjaldeyris- leyfi. Síðan um áramót hafa skátar unnið að undirbúningi þátt- töku sinnar i þessu móti, og ætla þOr að hafa með sér sýn- ingargögn, til kynningar á landi sínu og þjóð. Verða það bæði ljósmyndir og kvikmyndir. Happdrætti Háskóla íslands. Athygli skal vakln á auglýsingu happ- drættislns í blaðínu i dag. Dreglð verð- ur í 3. flokki á mánudag, en þann dag verða engir miðar afgreiddir. Það eru því aðeins 3 söludagar eftir, og siðasti söludagurinn er á laugardag, en þá er verzlunum lokað kl. 4. Menn ættu að flýta sér að endurnýja og losna við ösina síðasta daginn. KAUPFELOG — BYGGINGAFÉLÖG Höfum fyrirliggjandi á lager í Reykjavík og Akureyri einangrunarplötur Stærð VzX2 metrar á 14.90 platan. Samband ísf. samvinnuf élaga Leiðrétting Tíminn biður velvirðingar á því, að leiðinleg prentvilla var í blaðinu í gær í auglýsingu frá Sambandi ísl. Sam- vinnufélaga, Auglýsingin var um einangrunarplötur og var yfirskriftin Kaupfélög búnaðarfélög, en átti að vera KAUPFÉLÖG BYGGINGARFELÖG, eins og stendur í augiýsingunni f blaðinu í dag. -rniiiiiiiiiiiiitiiiiitiiiiuttiitiiiiiittittiiitiiitititittttiitiittitiitttititititiittniititttit it ♦♦ n « (jatnla Síó Þanning viltu að ég sé — (Som du vil ha mig!) FJörug og fyndin dönsk gaman- mynd, gerð eftir leikriti Aiex- anders Brinckmann. Marguerite Vlby Gunnar Lauring Erling Shroeder. Sýnd kl. 5 7 og 9. Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. ★★★★★★★★★★★★★★★★ Výa Síó (i'iií Skúh’nötu) DRAGONWYCK Hin mikið umtalaða stórmynd með: Gene Tierney og Vincent Price Sýnd kl 9. Svæfill dauðans Dularfull og spennandi saka- málamynd með Lon Chaney og Brenda Joyce Bönnuð börnum yngrl en 16 ára. Sýnd kl. 5 og 7. YjatHatbíó í stuttu máli (Boughly Speaking) Bosalind Russeli Jack Carson. Sýnd kl, 9. ^ Somn* Blróa hattar (Bandit of Sherwood Forest) Aðalhlutverk: Cornel Wilde Anita Louise Sýnd kl. 5 og 7. mttttttiittttiiitttttttttitittttittttitttittittitttttttttttttitttitttiitittttttittnttnttttttttttttii n I Húsmæður — Matsölur t| Höfuiii á boðstólum 1. flokks purrkuð epli (kanatlisk). í lieiluin ♦♦ || kössum. - Verðið sérstaklega hagkvæmt. KRON iiiitttttttttttttttitiiiitititit tiitiiiitiittiiitiiiititttiiittitttttitittitiittttittittiittttittttiititttttiti í stjórn Búnaðar- félagsins í 20 ár í fyrradag voru tuttugu ár lið- in frá því að Bjarni Ásgeirsson á Reykjum var kosinn í stjórn Búnaðarfélags íslands. Hefir hann átt sæti í stjórn þess síð- an samfleytt, og verið formað- ur þess hin síðari ár. Bauð hann búnaðarþingsfull- trúum öllum og starfsfólki Bún- aðarfélagsins af því tilefni heim til sín að Reykjum, þar sem gestirnir dvöldu lengi dags í góðu yfirlæti. Voru Bjarna tjáð- ar hinar beztu þakkir fyrir mikil og góð störf í þágu Búnaðarfé- agsins og bændastéttarinnar íslenzku. Ágætur síldarafli í sundunum Um helgina dró heldur úr síldveiðúnum á ytri höfninni, vegna storma og kulda, og var það fyrst í fyrradag, að þær hófust að nýju. Þann dag voru fáir bátar að veiðum, en öfluðu sæmilega, og í gær voru um 10 bátar að síldveiðum á ytri höfninni og inn á sundum. í gærmorgun voru 8—10 bátar á sundinu á milli Engeyjar og í.ands, og fengu nokkrir þeirra góð köst þar, flestir héldu þeir sig í landvari við Engey. Síð- degis fóru þó flestir síldveiði- bátanna af ytri höfninni inn á sund. Margir höfðu óttazt, að síld- veiðarnar væru búnar, þegar þær duttu niður um helgina, en nú er komið i ljós, að svo er ekki og er síldin enn fyrir hendi. í gær biðú engir bátar eftir löndun í Reykjavík, og því allir bátar, sem síldveiðarnar stunda, að veiðum. Allt, sem til þarf. Sú skrítla er nú sögð, að á fyrsta fundi hinna „þriggja stóru“ eftir að Bandaríkin komu i stríðið hafi Roose- velt sagt við Churchill : — Það þarf peninga, menn og þolin- mæðl til að vinna striðið. — Þá erum við vissir um sigur, sagði Churchill. Þú hefir peníngana, Stalín mennina og ég þolinmæðina. Sjö hákarlar — fimm lifrartunnur Samkvæmt þvl, er Tíminn hefir frétt, munu skipverjar á Freyju, er fór á hákarlaveiðar nú fyrir fáum dögum, eins og frá var skýrt hér í blaðinu, hafa verið búnir að veiða sjö hákarla í gær. í þeim mun hafa verið um fimm tunnur af lifur. Þetta er lélegur afli, ^n veð- ur hefir verið afleitt, svo að erfitt hefir verið að athafna sig. Hins vegar búast þeir fé- lagar á Freyju við að fá sæmi- legan afla, ef veður lægir og sjó kyrrir. Ferðafélagið efnir til afmælissýningar á ljósmyndum Ferðafélag íslands ætlar að efna til lj ósmyndasýningar í Reykjavík um miðjan septem- bermánuð í haust. Er félagið tuttugu ára um þær mundir. Gert er ráð fyrir, að sýning- unni verði skipt í deildir. Verði landslagsmyndir i einni, þjóð- lífsmyndir í annarri, ferða- myndir í þeirri þriðju og svo framvegis. Að öðru leyti hefir skipulag sýningarinnar ekki verið fast- ákveðið. Beztu ljósmyndirnar í hverj- um flokki verða verðlaunaðar. Yinnið ötullctfu ft/rir Tímunn. Tvö timarlt (Framhald af 3. síðu) Tímaritið Skák fjallar eln- göngu um skák og skákmenntir eins og nafnið bendir til. Rit- stjórar þess og útgefendur eru Árni Stefánsson, Gunnar Ólafs- son og Halldór Ó. Ólafsson. Á ritið að koma út mánaðarlega. — Taflíþróttin virðist nú 1 tals- verðri blómgun hér á landi, og er gott til þess að vita. Ágæt frammistaða íslenzkra taflmanna á erlendum vett- vangi hefir aukið orðstír þjóðar- innar, og er þakkarverð sérhver viðleitni i þá-átt að glæða á- huga manna á skák og auka skilning þeirra og kunnáttu á því sviði. — Þetta fyrsta hefti Skákar er 16 síður að stærð. Karl í krapinu (Framhald af 1. síöu) og koma upp heilir á húfi. Aðrir verða ekki læstir inni í svo ram- gerðum skápum eða koffortum, að þeir komizt ekki út á skammri stundu. , Einn þessara manna er Ástral- íumaðurinn Murray. Honum verður ekki komið í þann fjötur, að hann losi sig ekki samstundls. Fyrlr nokkru síðan var hann staddur í Lundúnum, og var þá töfrabrögðum hans sjónvarpað. Er myndin, sem fylgir þessum línum, frá þeim atburði. Hann var fjötraður allramlega á höndum og fótum af fulltrúa frá Scotland Yard og dreginn þann- ig öfugur upp að efstu brún Alexöndruhallar. Þar losaði hann sig. Þegar mynd þessi er Gjalileyririiui ... (Framhald af 1. síöu) eltthvað heflr verið veitt af gjaldeyrisleyfum, sem ekki er enn búið að setja ábyrgðir fyrir. Þetta mun vera brýnasta ástæðan, er liggur til grundvall- ar ákvörðun viðskiptaráðs um hinar miklu hömlur á innflutn- ingi. Arfur frá „nýsköpunarstjórninni.“ Þetta er arfurinn, sem ný- sköpunarstjórnin svokallaða eftirlætur þjóðinni. Hún tók við 570 miljónum króna í erlend- um gjalcjeyri, og þau misseri, sem hún sat, mun hafa fallið til gjaldeyrir, sem nam framt aðað 730 ngjljónum króna. Alls hafði hún því til ráðstöfunar fast að 1300 miljónum króna eða meira en iy4 miljarð. En jafnvel þessi fúlga, sem í augum íslendinga er ævin- týralega mikil upphæð, nægði ekki til þeirar eyðslu, er við- gekkst í tíð fyrrverandi stjórn- ar. Til viðbótar þessum 1300 miljónum hefir svo verið eytt vænni fúlgu, sem þjóðin verður að taka á sínar herðar að standa skil á I framtíðinni. Arfurinjj er svo ömurlegur, sem verið getur, og ekki hefir verið seinna vænna, að þessi stjórn, láti af völdum og ný sjónarmið yrðu ráðandi. En hitt verður ekki umflúið, að þjóðia súpi seyðið af hinni herfilegu ráðsmennsku i gjaldeyrismál- um þjóðarinnar undanfarin ár. En þá er að þakka þeim, sem þakka ber — ríkisstjórn Ólafs Thors og kommúnista. tekin er hann búlnn að losa hendurnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.