Tíminn - 07.03.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.03.1947, Blaðsíða 2
2 TlHM, föstndagiim 7. marz 1947 46. blað Föstudagur 7. marz Nýtt viðhorf Mönnum verður það nú stöð- ugt betur og betur ljóst, hvern- ig gjaldeyrismálin standa. Þó mun mörgum hafa brugðið í brún, þegar Viðskiptaráð til- kynnir, að frestað verði veit- ingu innflutningsleyfa um sinn. Hvar er nú sá Oddur Guðjóns- son, sem í haust birti marg- brotna reikninga í .Mbl. um gjaldeyrismálin? Er það sá hinn sami Oddur, sem nú truflar eðlilegt vlð- skiptalíf, með því að neita að afgreiða umsóknir um gjaldeyr- is- og innflutnlngsleyfi? Er hann þá sjálfur búinn að sjá og viðurkenna í verki þann sannleika, sem hann þrætti fyrir í haust? Gjaldeyrismálin stancja svo illa, að það er augljóst að taka verður upp alveg nýja hætti í þeim. Við því er ekki nema gott eitt að segja, því að undanfarið hefir miljónaauði verið bruðlað og hent í vitleysu. En betra hefði verið að hverfa af þeirri braut, áður en neyðin lokaði henni. Hitt er svo annað mál, að meðan ósamið er um afurðasölu landsmanna, veit enginn hversu langt verður að ganga eða að hvað miklu leyti kann að þurfa að grípa til neyðarráðstafana. Nú fara menn að sjá mistökin og skilja meinsemdirnar. Nú sjá menn, að er eitthvað at- hugavert við það, að hafa hrúg- að'inn alls konar glingri og fá- nýtu glysi í stað nauðsynjavarn- ings. Það hefði verið betri stjórn að byggja nokkrar mannsæm- andi íbúðir, heldur en að hrúga inn í hrynjandi kofa ýmsum keramikmunum, glerskrauti og silfurmunum. Það hefði verið farsælla að byggja minna ein- stökum auðmönnum til gamans. en meira fólkínu til gagns. Og það hefði verið betra að hindra það, að stórgróðamenn kæmu fé undan úr landi, misjafnlega vel fengnu. Nú fara menn að skilja þetta þó að þeir hafi ekki séð það fyrri. Það er svo sem von, að Þjóðviljinn birti eitthvað um þá. sem eru „eftir á vitrir“. Hann mætti þekkja þá manntegund. Hún hefir fengið að ráða þessu landi undanfarið og er orðin þjóðinni næsta dýr. Það má búast við því, að þeir sem telja. hag sinn undir því kominn, að fyrrverandi stjórn fái góð eftirmæli, reyni enn a? villa um þjóðina, með því að segja, að sú þurrð, sem nú er fram komin í gjaldeyrinum hafi verið óhjákvæmileg, vegna framfara og nýsköpunar. Það mun þó verða þeim sjálfum verst, sem því halda fram, því að þjóðin sér betur, þegar alvara lífsins opnar augu hennar. Eða hvers vegna þurfti Oddur Guð- jónsson að þræta fyrir sannleik- ann í sumar, ef sá sannleiki var aðeins ávöxtur af góðu starfi fyrir þjóðarframför? Fyrrverandi ríkisstjórn hafði vonda samvizku. Hún vissi hvað hún var að gera. Þess vegna reyndi hún í lengstu lög að fela ávextina. En nú ríður allt á því, að þjóð- in herði sig upp, og sameinist til þeirra átaka, sem nauðsynleg eru, svo að lífskjör almennings, afkoma og menning, verði ekki á eftir því, sem þær þjóðir, sem bölvun stríðs og eyðileggingar | lagðist á með fullum þunga, eiga við að búa. i Ólafur Jensson, stnd. polyt.: Kaupmannahafnarbréf Tímanum hefir borizt fréttabréf frá Ólafi Jónssyni stud. polyt., sem dvelur við nám í Kaupmannahöfn. — Blaðið gerir sér von um að geta birt fréttabréf frá hon- um öðru hvoru framvegis. Kaupmannahöfn er nú aftur orðin fjölsóttasti dvalarstaður íslenzkra námsmanna erlendis, og auk þess kemur þangað fleira fslendinga til skemmri eða lengri dvalar en til nokkurs annars útlends staðar. Lesendur blaðsins mun því vafalaust fýsa að fá þaðan greinilegar fréttir öðru hvoru. R i t s t j, handrit, sem eru í vörzlu há- skólans. Deilir blaðið hart á há- skólaráð fyrir fastheldni þess á handritin. Nú hefir verið skipuð hér nefnd fróðra manna, til að rannsaka málið og gera tillög- ur í því. Frosthörkumar. Norrænt stúdentaheimili. Ég er fyrir skömmu fluttur á Nordisk Kollegium. Þetta stúd- entaheimili var fullbyggt og tek- ið í notkun árið 1942, en í árs- byrjun 1945 tóku Þjóðverjar það fyrir flóttamenn. Fyrir skömmu var það opnað aftur pftir mikl- ar viðgerðir. Hér búa nú um-130 .stúdentar, flestir danskir. Norð- menn eru hér um 25, fáeinir Svíar og 2 íslendingar. Yfir- maður (Efor) hér er próf. Niels Nielsen og inspector er magister Chr. Westergaard Nielsen, sem báðir eru íslendingum að góðu kunnir. Nordisk Kollegium er ekki byggt fyrir fé. hins opin- bera. Verksmiðjan Nordisk Fjer- fabrik hefir byggt það af mikilli rausn og gert það svo. vel úr garði, að próf. Niels Niélsen tel- ur, að það eigi engan sinn líka, ivorki í Evrópu eða Ameríku. Félagslíf íslendinga í Kaup- mannahöfn. Enn sem fyrr sækja íslend- ingar mikið hingað til Hafnar. Margir eru búsettir hér, aðrir dvelja lengri eða pkemmri tíma við nám, í verzlunarerind- um o. fl. íslendingafélagið held- ur skemmtifundi að jafnaði einu únni í mánuði. Stúdentafélagið er nú fjölmennara en nokkru inni áður á sinni löngu ævi, og ;elur um 90 félagsmenn. For- tnaður þess er nú Sveinn K. Sveinsson, stud. polyt. Félagið íeldur fundi og kvöldvökur mánaðarlega. Kvöldvökurnar ;ru opnar öllum löndum hér. Tón Helgason, próf., hefir ann- xzt þær einn síðan Jakob Bene- iiktsson flutti heim. Söngskemmtun Einars , Kristjánssonar. Einar Kristjánsson hélt söng- skemmtun hér um daginn með undirleik Haralds Sigurðssonar. Áheyrendur voru tæpl. 400, meiri hlutinn íslendingar. Báðir fengu þeir mjög góða dóma og blöðin fóru lofsyrðum um þá: „— ikke helt moden til Metro- politan, men allerede et godt Stykke paa Vej dertil", sagði eitt blaðanna m. a. um Einar. Þ. e. „Ekki fullþroskaður fyrir Metropolitan óperuna, (í New York) en á góðri leið að ná því“. Handritamálið. íslenzku handritin í Kaup- mannahöfn eru nú aftur um- ræðuefni dönsku blaðanna. Fjörutíu þekktir lýðskólamenn (Höjskolefolk) sendu þingi og stjórn opið bréf fyrir nokkr- um dögum og kröfðust þess, að íslendingar fengju handritin. Síðan hafa flest dagblöðin birt leiðara um málið og vilja sum skila, en önnur halda. Politiken minnir á það, að Danir krefjist nú frá Þýzkalandi allra skjala varðandi Norður-Slésvig (sem sameinaðist Danmörku 1920), og geti þeir því ekki með neinni sanngirni neitað kröfum íslend- inga. Öll blöðin telja lögfræði- legan rétt Dana til handritanna óvéfengjanlegan, en sum þeirra minna á „summa jus, summa injudia“, — hið mesta réttlæti — og viðurkenna siðferðilegan (moralskan) rétt íslendinga. Kristeligt Dagblad telur líklegt, að skilað verði handritum úr Konunglega bókasafninu, en erfiðara muni verða að fá þau Hér hafa verið frost síðan í lok janúar, oftast 5—6 gráður, en snjór hefir ekki fallið fyrr en nú síðustu dagana. Allar innan- landssiglingar hafa nú lagzt niður, nema á Stórabelti og gengur ' þó skrykkjótt þar. Stundum er þar aðeins fært ís- brjót (Danir hafa þar sinn stærsta ísbrjót), en aðra daga tekst •íerjunum að brjótast yfir sundiö líka. Málmeyjarferjunni tekst enn að komast leiðar sinn- ar, en Kattegat og austurhluti Skagerak eru að heita má þakin af ís og ófær skipum, nema með aðstoð ísbrjóta. Allar hafnir á austurströnd Jótlands eru lok- aðar af ís, en birgðir eru fluttar til smáeyjanna með flugvélum eða bílum. Nokkrum sinnum hefir það komið fyrir, að bílar hafa farið 1 sjóinn í þessum ferð- um. Sagt var frá því um daginn, að gamall maður hefði farið í sjúkrastól frá Norður-Sjálandi \út í sænsku eyna Hven, til að kaupa súkkulaði og póstkort. Á heimleiðinni varð hann að skilja stólinn eftir á ísnum, en staul- aðist til lands á hækjunum. Um sama leyti fannst eistlenzkur flóttamaður helfrosinn á ísnum á þe/sum sömu slóðum. Næst- um daglega birta blöðin fregnir af því, að fiskimenn reki frá landi á ís. Oftast verður mann- björg, en slys hafa þó orðið. Frostin koma illa við marga hér vegna þess, hve eldsneytis- skorturinn er tilfinnanlegur. Víða eru samkomuhús hituð upp, svo að fólk geti setið þar á daginn og haldið á sér hita, ef enginn eldiviður er til að hita upp heima. Alyktanir Jóns Pálmasonar Jón Pálmason stofnar til mannjafnaðar milli Ólafs Thors og Hermanns Jónassonar í Mbl. í gær. Ég mun ekki að svo stöddu taka þátt í slíkum mannjöfnuði, en hins vegar vil ég nefna nokkur dæmi um sagnfræðilega nákvæmni Jóns Pálmasonar, á- lyktunargáfu hans og fullyrð- lngar. Jón talar um vaxandi traust og gengi Sjálfstæðisflokksins alla tíð. Þessi vöxtur hefir þó raunar verið þannig að við Al- þingiskosningarnar 1933 hlaut flokkurinn 46,6% af heildarat- kvæðamagninu en í síðustu kosningum fékk hann 39,5%. Það þarf alveg sérstakt lag á gáfum og meðhöndlun sagn- fræðilegra staðreynda til að draga af þessu ályktanir um stöðugt vaxandi traust og gengi flokksins. Jón Pálmason setur þessa þróun í samband við for- mennsku Ólafs Thors. Það má svo sem benda á það líka að Ólafur Thors fékk við Alþingis- kosningarnar 1931 65,5% at- kvæða í kjördpmi sínu en 1946 aðeins 44,5% eða 47,8% ef land- listaatkvæði flokksins eru talin með. Þannig hefir Sjálfstæðis- flokkurinn tapað sjöunda hluta af .kjósendafylgi sínu, en Ólaf- ur Thors allt að því fuilum þriðjungi fylgis síns hlutfalls- lega í kjördæmi sinu. Þetta bendir því óneitanlega til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sloppið vel, hjá því sem vera myndi ef hann hefði hvergi not- ið við álitlegri manna en Ólafs Thors. En út frá þessum staðreynd- um segir Jón Pálmason um Sjálfstæðisflokkinn: „Eftir því, sem lengra heíir liðið,. hefír traust hans og gengi farið vax- andi.“ Það er nú ekki tiltökumál, þó að þessi maður álykti að Fram- sóknarflokknuin hafi hrakað jafnframt þvl, sem gengi Sjálf- stæðisflokksins hafi aukizt. En hvað, sem hann segir um það, er hitt staðreynd að hlutdeild flokksins í heildaratkvæða- magni um land allt var meiri I kosningunum 1946 en 1933. Jón Pálmason segir að fylgi Framsóknarfl. hafi minnkað í sveitunum. Ef tekin eru til at- hugunar þau kjördæmi, sem ein geta bent svo að ekki sé um að villast í rétta átt í því máli, — þ. e. þau kjördæmi, sem minnst hafa þorpin, eins og Rangár- vallasýsla og Norður-Múlasýsla, þá er þessi ályktun í fullu sam- ræmi við annað hjá hjá Jóni. Það eru höfð endaskipti á hlut- unum. Hrörnun kölluð vöxtur og vöxtur hrörnun. Áður en Ólafur Thors varð ráðherra, var hann forstjóri Kvöldúlfs, eins helzta brask- fyrirtækis landsins. Meðan það safnaði ódæma skuldum, dró það fé út úr rekstri sínum til að byggja íburðarmikil stórhýsi yfir forstjórana. Var svo langt gengið í sukki og braski, að nú- verandi forsætisráðherra og flokksbræður hans eins og nú- verandi samgöngumálaráðherra, beittu sér fyrir því á Alþingi 1937, að fyrirtækið væri gert upp. Mætti vel ræða ráðs- mennskuna í Kveldúlfi bæði fyrr og síðar við Jón Pálmason, ef hann vildi. Um ráðherradóm Ólafs Thors er það að segja, að hann hefir tvívegis endað með ósköpum, og er það, sem betur fer, einsdæmi á íslandi, og verður vonandi alla tíð, að ráðherra fái svo hrak- legan vitnisburð hjá samstarfs- mönnum sfnum, og skal það ekki rakið nánar að þessu sinni. Auðvitað liggja ekki fyrir neinar skýrslur frá hagstof- unni um óráðvendni og brigð- mælgi Ólafs Thors, eins og kjör- fylgi flokkanna, en fullyrðing- ar Jóns Pálmasonar um hvort- tveggja eru sama eðlis. Þar er staðreyndum snúið við og álykt- anir fullkomin öfugmæli. Jón Pálmason segir ennfrem- ur, að innan Framsóknarflokks- ins standi nú yfir ranasóknir og ákærur leynt og ljóst á ýmsa helztu menn flokksins. Séu þeir (FramhalcL á 3. siöu) Inton Belnset: Nýtt líf í sveitirnar Grein sú, sem hér fer á eftir, er þýdd úr norska samvinnu- •laðinu Kooperatören. íslenzkir samvinnumenn og sveitavinir afa eflaust gott af því að fylgjast með hinu merkasta af um- æðum Norðmanna um \\mdamál og viðreisn sveitanna hjá >eim. Og sízt þurfum við að halda, að hvergi sé.fólksfæð og erf- ðleikar við landbúnað þessi árin, nema á íslandi. Fyrst skulum við líta á nokkr- xr staðreyndir. Það er sama hvar farið er um byggðir Noregs. Um strendurn- ar, firðina, fj allasveitirnar og slétturnar mætir manni alls staðar sama viðhorf. Það er yf- irleitt hvergi ungt fólk í sveit- unum. Það er farið í bæina, til iðnaðarins, í verzlunarnám og skrifstofustörf, — bara að það losni við sveitastörfin. Verzlun- arskólarnir eru fullir, en bún- aðarskólarnir þvi sem næst tómir. Alls staðar er sömu sjón að sjá. Mikið ræktað land nytjast ekki, víða hefir ekki náðst inn uppskeran af þeirri jörð, sem erjuð var, og bústofn og fram- leiðsla er minni en fyrir stríð. Þetta stafar ekki af fátækt. Bændur hafa peninga fal að reka búin. Þetta er af því einu sam- an, að unga fólkið er fatið, og það er því hvergi starfslið að fá. Unga fólkið er ekki farið vegna þess, að tekjur þess I dag séu endilega of litlar 1 sveitinni. Það hefir þar í raun og veru drýgri tekjur og leggur meira fyrir, en ef það vinnur í bæjunum. Það er ekki raunveruleg fjárkreppa, sem hrekur unga fólkið úr sveit- unum. Það skortir trú á fram- tíðina. Ungt fólk, sem einhver mann- dómur er í, dreymir alltaf drauma stóra um framtíðina, en þeir draumar eru nú ekki bundn- ir við bæinn í sveitinni. Æsku- fólkið í dag sér framtíðina í kaupstöðunum, við iðnað, verzl- un og skrifstofustörf. Þar held- ur það, að geti „eitthvað orðið úr sér“. Það hefir tapað trúnni á það, að nokkuð verði úr sér heima í sveitinni. Það ræðir málið varla á þeim grundvelli. Það fer hægt og rólega eins og það sé að forðast drepsótt, sem það veit að hlýtur að koma. Fyrri hefir þrengt að í sveit- um Noregs. Þær hafa breytt svip og bændalífið breytt um form, þegar þróun úti I heiminum krafðist þess. En það hefir geng- ið fyrir sig á löngum tíma. Nú gerast hlutlrnir fljótt. Það, sem áður tók manpsaldra, verður nú á einu ári. Og þegar unga fólkið hverfur allt úr sveitunum í einni svipan, komast þær I þrot í fyrsta sinn í sögu landsins. Þegar þeir, sem landinu ráða, og við allir saman, erum ekki framsýnni en þetta, fer illa. Landbúnaðarpólitík okkar er ekki lengra komin en svo, að hún hjakkar í sömu sporum og kringum gamla stríðið. Bygg- ingarstyrkur, áburðarstyrkur, jarðræktarstyrkur, framlög til vega, baráttan um nokkurra aura hækkun á kjötkílói, — allt elns og var fyrir 30—40 árum síðan. En það er nú ekki nóg, því að heimurinn er annar í dag en þá. Ef talað er við unga fólkið, sem kemur úr sveitunum, til að skilja hvað veldur burtför þess, þá sýnir sig, að það er hin erf- iða vinna, stöðugt strit og von- leysi um að hægt sé að koma nokkurri þróun við til góðs og skapa nokkuð nýtt, sem vert sé að lifa fyrir. Það er engin fram- tíð í þessu, segja allir. Það er ekki annað en að stritá eins og pabbi og afi hafa gert. Það æskufólk, sem gerir sér slíkt að góðu, og lifir ekki fyrir draum- inn að skapa eitthvað nýtt og betra en áður er til, — það ei; ekki gott æskufólk. Það vantar það, sem mest er um vert, fram- takið. Vorannir, heyannir, haust- annir, o. s. frv., allt er þetta 1 aðalatriðum með sama rekstri og var fyrir mannsaldri síðan. Þegar unglingarnir koma út úr sveitinni, þar sem þeir vinna með þreyttum hestum fyrir plóg viku eftir viku, sjá þeir vél- tæknina komna um allt. Sá hraði og líf, sem fylgir henni, seiðir og dregur til sín. Þá er þungt að snúa heim aftur til þreyttu hestanná fyrir píóg og öðrum drætti. Það er auðvitað taiað um það í sveitunum að reka búin með meirl nútíðarbrag. En það strandar oft á því, að býlin eru svo smá, að þau hafa ekki ráð á að kaupa dráttarvélar og allt, sem þeim fylgir. Og þó að bændurnir hefðu efni á þeim kaupum, myndu þau ekki borga sig, því að því fylgdi, að of mik- ið dautt fjármagn væri bundið í tækjum, sem lengstum stæðu ónotuð. Það heíir verið reynt að stofna verkfærafélög, en gengið illa. Við Norðmenn, ekki sízt bændurnir, errpn einstaklingshyggjumenn, og erfitt um náinn félagsskap. En eins og neyðin kennir naktri konu að spinna, verða einstakl- ingshyggjumennirnir líka eitt- hvað að læra. Ástand sveitanna í dag er sönnun þess, að það verður að reka búskapinn í fé- lagi. Sveitamennirnir verða að kaupa stærri tæki í félági og eiga þau saman, En það getur hver átt sína jörð fyrir þvi. Við skulum hugsa okkur t. d.: Hinn 15. apríl ákveður for- maður verkfæráfélagsins, að voryrkjan byrji. Þá koma félags- menn saman með dráttarvél og tæki á íyr*ta bænum og vinna þar í félagi og svo koll af kolli. Fólkið vinnur saman og verkið gengur fljótt. Fljótlega eftir að hemáminu lauk tilkynntum ’ við öllum landslýð, að norska rikið ætlaði sér að hleypa nýju blóði í iðn- aðinn. Til þess voru ætlaðar 800 milj. kr. Þetta vakti bjartsýni og trú á iðnaðinn, svo að hann sópaði ungu fólki til sín og það sá þar sýnir miklar. Það eitt, að boðskapur ríkisvaldsins kom tii, efldi mjög trúna á iðnað- inn. En það var ekki minnzt á neinar ráðstafanir eða framlög til að gefa sveitunum nýtt blóð. í þess stað gekk á nöpru og lít- ilfjörlegu þrefi um það, hvað marga aura kjötið og mjólkin ætti að hækka. Boðskapur ríkisvaldsins til sveitanna var eins og í fyrri heimsstyfjöld: Smástyrkur til þessa. Smástyrkur til hins. Smá- styrkur til smámuna. Því fengu unglingarnir það á tilfinning- una, að sveitirnar ættu að vesl- ast upp, og þeir gerðu það eina, sem ætlazt mátti til af fram-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.