Tíminn - 07.03.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.03.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! Muníb að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu Sími 6066 7. MARZ 1947 46. blað Friöarjamboree í Frakklandi í sumar Frásöjgn Björns Sveinbjörnssonar, ritara Jamboreenefndar Björn Svéinbjörnsson, ritari Jamboreenefndarinnar ísienzku, lét Tímanum í té í gær fyllri upplýsingar um hið fyrirhugaða Jamboree í Frakklandi í sumar — friðar-Jamboree svokallað. Dagana 9.—22. ágúst í sumar verður haldið sjötta Jamboree skáta, en svo nefnast alþj óðamót þeirra. Að þessu sinni nefnist það FriðarJamboree, þar sem það er fyrsta alþjóðamótið eftir styrjöldina og verður það haldið í Frakklandi á fögrum stað, sem heitir Maison, en hann er um 60 km. fyrir vestan París, þar sem fljótin Signa og Oise mætast. Tilgangur þessara móta skáta er að þeir kynnist hverjir öðrum, læri að þekkja og meta þjóðir hver annars og stuðla með því að nánari skilningi og vináttu manna og þjóða á milli. Fyrir löngu er hafinn mikil’ undirbúningur af hálfu Frakka, til að undirbúa mótið, enda verð ur hann að vera mikill, þar sem þá daga, sem mótið stendur yfir verða íbúar þessa stað rúmlega 42.000 skátar frá 52 þjóðum. Auk þess er gert ráð fyrir mörg- þúsund heimsóknum. Þrjá síðustu daga mótsins, 19 —22. ágúst, verður farið í skoð- unarferðir um París og nágrenni hennár. íslenzkir skátar hafa mjög mikinn hug á að senda friðan hóp á mót þetta. Fyrir jól hófu þeir þegar undirbúning að slíkt mætti verða, og þrátt fyrir alla óvissu um gjaldeyri til farar- innar, starfa þeir af fullum krafti við að gera íslenzka þáttakenda-hópinn sem beztan og hæfastan til að geta kynnt land sitt og þjóð, eins vel og mögulegt er. Bandalag íslenzkra skáta. skipaði í okt. s.l. nefnd til að sjá um undirbúning fararinnar, þar til ákveðið væri hverjir færu, og hægt væri að skipa íararstjórn. Upphaflega var tala íslenzkra þátttakenda á Jamboree 1947 miðuð við 35. Nefndin fékk hana hækkaða upp í allt að 140, en verður þó að takmarka hana við 100 sökum gjaldeyrisvand- ræða. Áformað hefir verið að íslenzku skátarnlr hafi meðferðis m. a. íslandssýningu, sem sett verður upp á mótsstaðnum. Á henni verða myndir af islenzku þjóð- lífi og atvinnulífi og landslagí ásamt nokkrum munum. Einnig er áformað að hafa meðferðir kvikmyndavél og sýna íslenzkar litkvikmyndir frá íslenzku landslagi, atvinnuvegum og mannvirkjum. Loforð hefir feng ist fyrir slíkum filmum og eru tvær þeirra með ensku tali og ættu þvi að geta orðið til enn meira gagns. Ein filman verður um islenzkt skátalíf og ferðir þeirra. Að öllum likindum verða fiimurnar sýndar á hinum ýmsu kvikmyndahúsum mótsins. Margir þeirra, sém sótt hafa um þátttöku af íslenzkum skát- um, munu innan skamms hefja æflngar á islenzkri glímu til að sýna á mótinu, eins og gert hefir verið á mótum áður fyrr. Auk þess mpnu þeir stofna söng kór og æfa íslenzk þjóð- og skátalög. Undirbúningsnefndina skipa þeir: Sigurður Ágústsson, for- maður, Björn Sveinbjarnarson, ritari, Sveinbjörn Þorbjörnsson, gjaldkeri, Jón Oddgeir Jónsson, Hermann R. Stefánsson, Páll Gislason og Þorsteinn Einarsson. Væri óskandi að yfirvöld þessa lands sýndu þessari ágætu hreyf ingu viðurkenningu, með því að styrkja þá af fremsta megni til að för þeirra geti orðið sem bezt og íslenzku þjóðlnni til gagns og sóma. Vinniff ölnlleqa fyrir T ímann. Patreksfjaröar- togarinn nýi — næstbezta aflasala árslns í gær seldi Gylfi, nýi Pat- reksfjarðartogarinn afla sinn í Englandi i fyrsta sinn. Seldi hann mjög vel, eða næst hæst allra íslenzkra skipa sem selt hafa í Bretlandi á þessu ári. Var hann með 3850 kits og seldi á 11291 stpl. Vaxandi starf . . . (Framhald af 1. slSu) þá litlu slysahættu er af land- búnaðarstörfum stafar. Skorar fundurinn því á alþing það, er nú situr, að lækka þegar ið- gjald þetta um allt að % hluta. Sami fundur beinir þvi til félags málaráðuneytisins, að láta ekki innheimtu slysatryggingargjalds ná til annarra en þeirra, sem skráðir eru verkafólk 31. des- ember 1946. Fjárskipti. Aðalfundur B.S.H. skorar á stjórnarvöldin að verða við ósk- um búenda á svæðinu milli Blöndu og Héraðsvatna um það, að fjárskipti fari fram á svæð- inu haustið 1947. Ennfremur skorar fundurinn á búendur vestan Blöndu að fara nú þegar að undirbúa fjárskipti á því svæði, er fari fram eigi síðar en haustið 1948. Mikil vélavinna. Bæði jarðræktar- og húsa- gerðarsamþykktir eru á sam- bandssvæðinu samkvæmt lög- um um það efni. Jarðræktardeildin á nú 3 dráttarvélar, sem unnu alls að larðrækt um 1300 vinnustundir á síðastl. ári. Nú hafa verðið gerðar ráðstafanir til kaupa á tveimur beltisdráttarvélum í viðbót til starfa næsta ár og lögð drög að þvi, að minnsta kosti tvær skurðgröfur starfi þetta ár á sambandssvæðin. Húsagerðardeildin tekin til starfa. Einnig hefir sambandið hafið starf samkvæmt húsabyggingar- samþykkt sambandsins, og eru miklar umsóknir um aðstoð bæði við íbúðarhúsa- og fjósbygging- ar. Til þess að styðja þessar framkvæmdir hefir sýslunefnd gert byggingarsamþykkt fyrir sýsluna og fyrirhugað að ráða byggingafulltrúa, sem um leið verður framkvæmdastjóri hjá húsbyggingadeild sambandsins. Fjárhagsundirstaða þessara deilda eru stofnsjóðir þeirra, og eru þeir nú hjá jarðræktar- deild 92.000 krónur, en hjá byggingadeild 20.000 krónur. Á áætlun sambandsins var gert ráð fyrir 60.000 króna lántöku til aukningar sofnsjóði jarðrækt ardeildar. Ennfremur er I undirbúningi félagsstofnun um að koma á tré- smíðaverkstæði á Blönduósi. Stjórn sambandsins skipa nú: Hafsteinn Pétursson formaður og meðstjórnendur Jón S. Pálma son, á Þingeyrum og Hilmar Frímannsson. Höfum fyrirliggjandi og eigiun von á fyrir vorið allskonar HANDVERKFÆRUM til garð- og jarðyrkju, svo sem: StunguskoHum, Malarskóflum, Steypuskóflum, Ballastskóflum, Kornskóflum, Járnkörlum, Hökum, Hnausakvlslum, Stungukvíslum, Heykvíslum, Höggkvíslum, Garðhrífum, Arfasköfum. Sendið pantanir sem fyrst. Samband ísl. samvinnuf élaga Flugið verður æ þýðingarmeiri þáttur í lífi íslendinga 51 islenzkur flugmaður, 44 flugvélar, ÍOO skráðir lendingarstaðir Nú sem stendur munu um 300 íslendingar hafa atvinnu sína af flugmálum, og eru þá meðtaldir þeir, sem vinna í þjónustu flugfélaganna, en til samanburðar skal þess getið, að ekki störf- uðu nema um 50 manns að flugmálum í marzmánuði 1945. Þrír flugskólar, 175 manns stunda nám. Hér á landi eru nú 51 íslenzk- ur flugmaður, 35 þeirra eru at- vinnuflugmenn, og stunda flest- ir þeirra flug, en einkaflugmenn eru 16 og hafa 12 þeirra lært hér heima. Þá eru hér starfandi 17 eða 18 flugvélavirkjar, og í vetur komu hingað frá Banda- ríkjunum þrír fyrstu íslending- arnir, sem lokið hafa prófi í loftsiglingafræði. Nú stunda um 12 íslendingar flugnám í Bret- landlog Bandaríkjunum og 8 til 10 nema flugvélfe-vjrkjun, en hér heima stunda allt að 175 manns flugnám sér til gagns og skemmtunar, þó ekki sé vitað hve margir þeirra ætla sér að læra flug til hlítar og gerast at- vinnuflugmenn. Hér á landi eru nú þrír flugskólar, Cumulus h.f. í Reykjavík, vélflugdeild Svif- flugfélags íslands I Reykjavík, og flugskóli Akureyrar. 44 flugvélar, þrjú flugfélög. í landinu eru nú skráðar 44 flugvélar, eða miklu fleiri en nokkru sinni áður. Þessar 44 flugvélar bera samtals 381 manns að flugmönnum með- töldr/n, og eru í eigu íslenzkra flugfélaga og einstaklinga. Ein- staklingar eiga 13 flugvélar, Flugfél?,g fslands 10, Loftleiðlr h.f. 10, flugskóli Akureyrar 4, vélflugudeild Svifflugfélags ís- lands á 4 og 'flugskólinn Cum- ulus h.f. 3. íslenzku flugfélögin eru tvö: Flugfélag íslands off, Loftleiðir h.f. en auk þess hefir flugskóli Akuceyrar ákveðið að annast leiguflug I framtlðinni. 100 lendingarstaðir skráðir. Un? flugvelll og lendingarstaði flugvéla er það að sejja, að þeir eru skráðir yfir 100 hér á landi og h«fa allir verið notaðir eitt- hvað, en auk þess munu vera margir aðrir lendingarstaðir hér. 60 til 70 hinna skráðu lending- arstaða eru aðeins fyrir flug- vélar af minnstu gerð, eins til tvegfja sæta. Allt að fjögurra sæta flugvélar hafa lent á 12 til 15 stöðum, allt að 8 til 10 sæta flugvélar á 13 stöðum, og allt að 20 sæta flugvélar hafa lent á 6 stöðum, en auk þess eru Keflavíkurflugvöllurinn og Reykjavíkurflugvöllurinn fyrlr flugvélar af stærstu gerð. Hinir sex flugvellir eða lendingarstað- ir sem allt að 20 sæta fluvélar geta lent á eru Vestmannaeyjar, Melgerðismelur i Eyjafirði, Höfn 1 Hornafirði, Kirkj ubsej arklaust- ur, Kópasker og Kaldaðarnes, og eru flugvellirnir á tveimur síð- asttöldum stöðum lítið notaðir, Flugvellirnir í Vestmannaeyjum og í Eyjafírði hafa verið gerðir af mannahöndum. Vestmanna- eyjaflugvöllurinn er 60X800 metra stór malarvöllur, en flug- völlurinn í Eyjafirði er 1000 m. langur og malbikaður að nokkrum hluta. Flugyöllurinn í Hornafirði má heita sjálfgerður þar á me\m, en heflr verið valt- aður og merktur. Eins er sjálf- gerður flugvöllur á melum hjá Kirkjubæjarklaustri og sama er að segja um Kópasker. Völlur- inn þar er merktur. Þá er þess að jjeta, að flugmálastjórnin hefir látið koma fyrir vönduð- um legufærum fyrir sjóflugvélar á eftirtöldum stöðum: Reykja- vik, tsafirði, Akureyri, Norðfirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og á Lagarfljóti, eða 1 öllum lands- fjórðungum. Reykjavíkurflugvöllurinn er steinsteyptur eins og kunnugt er og lagðu«- malbiki. Sá völlur er þrjár flugbrautir, sú stytzta er 4100 feta löng, en sú lengsta er 4700 feta löng. Þá eru flmm stór flugskýll á Reykjavíkur- flugvellinum og jafnmörg á Keflavíkurflugvellinum. Kefla- víkurflugvöllurinn er 4 brautlr, sú stytzta er 6000 feta löng, en sú lengsta 6600 feta löng, eða rúmlega tveir kílómetrar. Erlent yfirlit (Framhald af 1. slSu) kínverski stjórnarherinn ' hefir fengið fræðilega aðstoð frá Bandarikjamönnum og megnið af hergögnum sínum frá þeim, en kiynmúnistaherinn komst til yfirráða I l^nsjúríu meðan Rússar voru þar. Það er annars ekki undarlegt, þótt land eins og Man.sj úría valdi deilum. Þar eru óvenjulega mikil auðæfi í jörðu, einkum þó kol og járn. Þar eru geysilega miklir skógar og moldin þar er hin frjósamasta. Mansjúría hefir flest skilyrði til að verða eitt auðugasta land veraldar. Ef leikar fara svo, að komm- únistum tekst að ná Mansjúríu og halda yfirráðum sinum í Norður-Kína, getur myndazt þar innan skamms tima nýtt heimsveldi. Það myndi þegar I byrjun h»afa um 130—150 milj. íbúa. Þegar þessa er gætt, er ekki undarlegt, þótt Sovétrikin og Bandaríkin eigi erfitt með að vera hlutlaus I þeim átökum, sem nú fara fram i Mansjúríu. (jatnla Síó Þannig viltu að ég sé — (Som do vll bs mig!) FJÖrug og fyndln dönak gaman- mynd, gerS eftir leikriti Alex- anders Brinckmann. Marguerite Vlby Gunnar Lauring Erlins Shroeder. Sýnd kl. 5 7 og 9. \'fja Síí (vi& SkúltwÖtu ) Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. ★★★★★★★★★★★★★★★★ DRAGONWYCK Hin thikið umtalaða stórmynd með: Gehe íiemey og Vincent Prloe Sýnd kl 9. Svsefill dauðuiH Dularfull og spennandi saka- málamynd með Lon Chaney og Brenda Joyce Bönnuð böraum yngrl en 16 ára. Sýnd UL 5 og 7. Tjarnachíó f stuttu máli (Boughly Speaking) Bosalind Bussell Jack Carson. Sýnd kl. 9. Sonur Hróa battar (Bandit of áherwood Forest) Aðalhlutverk: Corael WUde Anita Louise Sýnd kl. 5 og 7. of thls Ciean, Family Newspaper The Christian Science Monitor ‘ Free from crime and sensational news . . . Free from politícai bias . . . Free from "special imerest” control . . . Free to tell you the truth about world evencs. Its own world-wide staft of corre- spondents bring you on-the-spot news and its tneaning to vou and your family. Each issue filled with unique self-help features to clip and keep. The Christian Sclenctí PubLíshl&ff Society One, Norway Streci, Bostoa 15, IrÍASh. Name....................................... 8treet. i l j .................................... r"“| Please send a one~mowfb ICltt....................Zoite.....State.... i*ial tubicriptwn. I en* ^ PB-3 dose $1 j □ Please serui sample copiet o) The Cbristian Science Mondtor. P“| Please send a one~month Flugvélar Loftleiða 161 klst. á lofti í lebrúarmánuði Flugvélar Loftleiða h.f. hafa í febrúarmánuði flogið samtals 161 klst. og flutt 1186 farþega, þar af 574 1 skemmtiflugi. Á sama tíma var flutt 4910 kg. af íarangri og 6427 kg. af pósti. Eins og kunnugt er jók félagið mjög flugvélaeign sína á siðastl. ári. Hefir það nú auk annarra flugvéla 5 af hinum góðkunnu og öruggu Grumman-flugbát- um. Getur félaglð nú, auk hinna föstu áætlunarferða, leigt flug- vélar í einkaflugferðir eftir því sem þörf krefur. Einnig hefir félagið I hyggju að gera veiði- mönnum og öðru ferðafólki kleift að komast næsta vor og sumar til hinna ýmsu veiði- vatna og annarra ákjósanlegra sumardvalaírstaða í óbyggðum landsins. sem lítt fært er að komast á annan hátt en loft- leiðis. ttaðstofuhjal Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur miklum leiðindum, hve erfitt er víða í bænum að koma blaðinu með skilum til | kaupendanna. Það eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem verða fyrlr vanskilum, að þreytast ekkl á að láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa verið löguð og jafnfratm að leiðbeina börnunum, sem bera út blaðið, hvar bezt sé að láta það. Þelr (Framhald af 3. síðu) hafa nemendur tvístraða vlð alls kon- ar skilyrðl út um alla borg. ! Svo nefndi Siggi sérstaklega Sam- vlnnuskólann. Hann tekur við nem- endum, sem flestir eiga heimili utan Reykjavikur, og margir eru komnlr það til þroska, að þeir væru ákjós- anlegir félagar í heimavistarskóla. Auk þess myndu þau húsakynni, sem Sam- vinnuskólinn hefir nú, v^a 1 tæpasta lagi fyrir kennsluna og skólastarílð, 1 og sjálfsagt nóg annað við þau að gera. MÉR VIRÐIST ÞETTA nokkuð merkileg hugmynd ,og jafnvel sér- staklf>;a af því, að ég held, að Sam- bandið gæti kannske samrýmt hana ýmsum öðrjyn merkilegum verkefnum. Ef það tryggði sér hentugt jarðhita- svæði, mætti þar margt gera. At- hafnasvið samvinnuhreyflngarinnar víkkar og verkefnum hennar fjölgar. T. d. má ijefna vélsmiðjur fyrlr sveit- lrnar og íáfnvel almenn mennlngar- mál. Eins má minna á það, að byggja verður ullarþvottastöð eða svöðvar. Ég fer ekki lengra i þessa upptaln- ingu, enda getur hver gert hana heimo hjá sér með ýmsu móti. En hug- myndin er merklleg og verðskuldar að komast út meðal almennings. Hugmyndin um skóla- og iðjiaðar- þorp á vegum S. í. S. og skyldra aðila — samvinnuþorp, — samvinnumenn- lng. Pétur landshornasirkill. kaupendur,sem búa utan vlð að- albæinn og fá blaðið í pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — Þó að kaupendafjöldi Tímans 1 Rvík hafi tvöfaldazt nú á rúmlega einu ári, þá væru kærkomnir fleiri áskrifendur i bænum. Simi afgreiðslunnar er 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.