Tíminn - 08.03.1947, Side 1

Tíminn - 08.03.1947, Side 1
\ RITSTJÓRI: ) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON \ ÚTGEPANDI: \ PR AMSÓKN ARFLOKKURINN | Símar 2353 og 4373 ! PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. 31. árg. \ ITTSTJÓRASKRIFSTOFUR: ) EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A \ Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA ) j OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: ' Rcykjavík, laugardaglnn 8. marz 1947 EDDUHÚSI, Lindargötu 9A \ Simi 2323 j ____________________' 47. blað ERLENT YFIRLIT: Var rangt að nota atom- sprengjuna? l r greinargerð Stimsons, lyrrum hermála- ráðherra • Þeirri gagnrýni hefir oft verið hreyft, að Bandamenn hafi gert rangt, er þeir notuðu atomsprengjuna í styrjöldinni gegn J^pön- um. Með því hafi þeir skapað það vandamál, sem nú torveldi mest sambúð stórveldanna og muni gera það í náinni framtíð. Ef atomsprengjan hefði aldrei verið notuð, myndi síður hafa komið til þessa ágreinings. Atomsprengjan sé slíkt morðvopn, að það hafi verið ósæmandi menningarþjóðum að nota hana. Sænsk kirkja í Kaupmannaköfn Það mun vera í tilefni af þessum ásökunum, er Stimson, fyrrverandi hermálaráðherra, hefir skrifað grein i eitt af víð- lesnustu tímaritum Bandaríkj- anna, þar sem hann rekur sögu þessara mála. Nokkurra aðal- atriðanna í frásögn hans verður getið hér á eftir: — Á árunum 1941-«-43 var það almennt álitið, að Þjóðverjar stæðu okkur framar í kjarn- orkurannsóknum. Það var þýð- ingarmeira en orð fá lýst, að þeir yrðu ekki á undan okkur með framleiðslu á atomsprengj- um. Ef við yrðum fyrri til höfðu okkur skapazt möguleikar til að stytta styrjöldina. Ég heyrði Roosevelt forseta aldrei orða það við eitt einasta tæki- færi á árunum 1941—45, að atomsprengjuna mætti ekki nota í styrjöldinni, og sama gilti um alla ráðherrana. Við gerð- um okkur hins vegar ljóst, að því fylgdi mikil ábyrgð. Alveg sérstaklega hafði Roosevelt for- seti orð á því. Hinn 15. marz 1945 hitti ég Ropsevelt - forseta í seinasta sinn. Næst kom ég í Hvíta húsið 25. apríl 1945 og skýrði málið fyrir hinum nýja forseta, sem enga vitneskju hafði haft um það fremur en aðrir öldunga- deildarþingmenn. Nú var hann æðsti maður * þjóðarinnar og hersins og réði hinni endanlegu ákvörðun og ábyrgð á þessum málum sem öðrum. Það var niðurstaðan, að sér- stakri nefnd var falin athugun málsins. Þann J. Júní lá fyrir sameiginlegt álit hennar. Atom- sprengjan skyldi notuð i styrj- öldinni gegn Japan við fyrstu hentugleika. Henni skyldi varp- að á herstöðvar eða hergagna- verksmiðjur, þar sem mikið af húsum væri i nágrenninu, svo að árangurinn kæmi sem bezt í ljós. Engar aðvaranir skyldu gefnar fyrir fram. Nefndin ræddi mjög um, hvort einni sprengju skyldi fyrst varp- að niður á óbyggt sVæði, svo að Japanir fengju hugmynd um eyðileggingarmátt hennar, eða hvort þeir skyldu aðvaraðir áð- ur en sprengjunni væri varpað á tiltekna herstöð eða borg. Báð- um þessum leiðum var hafnað og lágu til þess margar ástqpður. Svo gat t. d. farið, að sprengjan, sem væri notuð, reyhdist ónýt og mundu þá Japanir telja, að aðvaranirnar hefðu verið mark- leysa ein. Annars skal ég taka það fram, að ég ber persónulega aðal- ábyrgð á því ráði, sem forsetan- um var gefið, og ég hefi enga löngun til að ieyna því. Ég áleit, að keisarinn og ráðgjafar hans myndu ekki gefast upp, nema þeir yrðu fyrir óvæntu áfalli. Það hafði enn ekkert gerzt, er benti til þess, að Japanir myndu ekki heldur vilja berjast til þrautar en fallast á skilyrðis- lausa uppgjöf. Her freirra taldi enn um 5 milj. manna. Áætlanir höfðu verið gerðar um að sigra Japani, án þess að nota atom- sprengjuna, og var reiknað með að það mynli kosta eina milj. Amerískra hermanna lífið. Hinn 28. júlí hafnaði japanski forsætisráðherrann uppgjafar- skilmáum þeim, sem settir voru í Potsdam. Við urðum nú að sýna í verki, að sú hótun væri meira en orðin tóm, að yrði uppgjafarskilmálunum hafnað myndi það leiða til fullkominnar tortíming^r fyrir Japani. Það var ekki um annað að gera en nota atomsprengjuna, ef standa ætti við þessi orð. Til- raunin með fyrstu sprengjuna, sem var gerð í New Mexico lff. júlí, hafði staðfest það, sem hafði vwið álitið um áhrif hennar. Hinn 6. ágúst var sprengjunni varpað á Hirosima og 9. ágúst á Nagasaki. Hinn 10. ágúst bauðst keisarinn til að gefast upp. Þessar tvær sprengj- ur voru Jþær einu, sem við áttum á þessum tíma og framleiðslan á nýjum sprengjum tók langan tíma. Það er skoðun mín, að séu allar staðreyndir athugaðar, verði okkur ekki álasað fyrir að hafa notað sprengjurnar og bjargað þannig margfallt fleiri mannslífum en þeim, sem fórust í Hiroshima og og Nagasaki, en vitanlega hefði það leitt af áframhaldi styrjaldarinnar. — Stimson lætur að síðustu svo ummælt, að sprengjurnar, sem féllu á Hiroshima og Nagasaki, hafi gert meira en binda endi á eina styrjöldina. Þær hafi sýnt, að ekki megi vera styrjöld fram- ar, ef mannkynið á ekki að tor- tímast. Kannske byggist fram- tíð heimsfriðarins meira á þeim ótta en nokkru öðru og atom- sprengjan sé fjarri því að vera friðarspillir, þótt hún valdi stórveldakrit, eins og málin standa nú. Kaupmenn neita að selja kaffi Nýlega hafa verðlagsyfirvöld- in samþykkt að lækka nokkuð smásöluálagingu á kaffi og hafa kaupmenn nú ákveðið að setja sölubann á þá vöru í búöum sínum. Kron mun hins vegar treysta sér til að selja kaffið með þeirri nýju og lægri smá- söluálagningu sem ákveðin hefir verið. Hráefni til kaffiframleiðslu hefir að undanförnu hækkað allverulega, svo ekki var hægt að komast hjá hækkun á heild- söluverði vörunnar. En þar sem þessi hækkun hefði orsakað '/> stig hækkun á vísitölu, var það ráð tekiö, að Iækka heldur nokkuð smásöluálagninguna, sem þótti óþarflega há, kr. 1.70 pr. kg. Var álagningin lækkuð niður í kr. 1.10 pr. kg. Er smá- söluverð á kaffi þá nú kr. 8.80 pr. kg. Félag kaupmanna hefir snú- izt illa við þessari lækkun álagn- ingarinnar og sátu smákaup- menn á fundum lengi dags í gær og fram eftir kvöldi. Létu þeir loka verzlunum sínum um tíma í gær í tilefni þessa. Mynd þessi er af Gustafskirkjunni sænsku i Kaupmannahöfn, en þar var haldin minningarathöfn yfir jarðneskum leyfum Gustafs Adolfs prins sem fórst í flugslysi á Kastrupflugvelli á dögunum. Frá þessari kirkju var líkið svo borið með hátíðlcgri viðhöfn um borð í herskipið Oskar II sem flutti jarðneskar leyfar prinsins lieim til Svíþjóðar. Útsvörin í Reykjavík verða um 50 miljónir krðna í ár V.æri ekki hyggilegra að koma á sparnaði í rekstri en hækka sífellt útsvörin? Fjárhagsúíetlun Reykjavíkurbæjar var tekin til lokaumræðu eg afgreiðslu á bæjarstjórnarfundi í fyrradag. Lauk fundurinn þeim störfum eftir þrettán stunda setu, og var þá orðið bjart af nýjum degi. Gamlan sveitamann minnti þetta á rúningana á vorin áður en mæðiveikin kom til sögunnar og sólarhrings vinna var að taka af fénu á góðu býli. En vonandi hefir bæjarstjórnin ekki einhliða verið að rýja borgarana á þessum fundi. Niðurstöðutölur fjárhagsáætl- unar bæjarins eins og hún var lögð fyrir bæjarstjórnarfundinn, nam 50984200 krónum. Þar aö auki er svo velta sérstakra fyrir- tækja — Korpúlstaðabúsins góða, grj ótnámsins, sandnáms- ins, pípugerðarinnar, sundhall- arinpar, bæjarþvottahússins, vatnsveitunnar, hitaveitunnar, gasstöðvarinnar rafmagnsveit- unnar, sogsvirkjunarinnar, Er stolið úr farangri í tollstöðvum eða geymslustöðvum? Það hafa iðulega heyrzt raddir um, að ýmsum varningi, sem sendur hefir veríð héðan til manna í öðrum löndum hafi verið hnuplað áður en hann kæm«ist til viðtakenda. Nú ný- lega kom á ritstjórnarskrifstofu Tímans stúlka, sem hafði svip- aða sögu að segja, þótt ekki verði það með neinum rökum sagt, hvar þjófnaður sá, sem hún varð fyrir, hefir verið fram- inn. j~itúlka þessi stundaði nájn við Húsmæðraskóla í Svíþjóð. Er hún fór heim, fékk hún farang- ur sýin, tvær töskur og einn poka, í hendur flutningastöð í Gautaborg, og fól henni að senda strætisvagnanna, Reykj avíkur- hafnar og garðyrkjustöðvarinn- ar í Reykjavík. En velta þessara fyrirtækja nemur auðvitað tug- um miljóna króna. Nokkrar gjaldahækkanir voru samþykktar. Munu þær nema um tveim miljónum króna. Allar lækkunartillögur voru felldar. í fjárhagsáætluninni var gert ráð fyrir, að útsvörin yrðu um 44 miljónir. Ofan á þetta bæt- ast hækkanir þær, sem leiða af auknum útgjöldum, sem sam þykkt voru, og þar ofan á 5—10 viðauki á öll útsvör. Má því gera ráð fyrir, að útsvör bæjarbúa ár verði um fimmtíu miljónir Eru útsvörin þá farin að stíga nokkuð hastarlega til vibótar mikilli aukningu annarra álaga Sárast er þó ef þessi útsvara- hækkun er að verulegu leyti ó- þörf, þar eð unnt virðist að spara stórkostlega við rekstur bæjarins sjálfs og fyrirtækja hans, ef skynsamlegum ráðum væri beitt af dugnaði. fslenzk glíma verður ef til vill sýnd á Olympíuleikjunum í London 1948 Undfrhuiiiiigur leikanna er þegar hafinn Unnið er nú af kappi að undirbúningi næstu Olympíuleika sem haida. á í London sumarið 1948. íslenzkir íþróttamenn hafa þegar hafið undirbúning að þátttöku sinni í leikjunum og Olympíunefnd hefir tekið hér til starfa. Hefir hún skrifað brezku Olympíu- nefndinni sem sér um leikina og farið þess á leit að íslenzka. glíman fái rúm á leikjunum sem sýningaríþrótt. Tíðindamaður blaðsins aflaði sér í gær upplýsinga um leikana hjá I.S.I. Islenzka glíman hefir tvisvar verið tekin inn á Olympíuleik- ana sem sýningaríþrótt. Á Olympíuleikunum sem haldnir voru í London 1908 sýndu ís- lenzkir glímumenn glímu. Vakti sýning þeirra mikla hrifningu áhorfenda og fékk góða dóma. Munaði þó minnstu að íslenzku glímumennirnir neituðu að koma fram, vegna þess að stíma- brak varð um það, hvort þeir ættu að koma fram einir sér, eða með Dönum og undir dönsk- um fána. Neituðu þeir því harð- lega að koma fram á leikunum sem Danir og hótuðu því þá að taka ella ekki þátt í leikjunum. Aftur var íslenzka glíman tekin inn á sýningarskrá Olympíuleikanna, þegar þeir voru haldnir í Stokkhólmi 1912. Þar sýndi*þá hópur íslenzkra glímumanna ^íþrótt sína við mikla hrifningu áhorfenda. Var þá keppt um forkunnar fagran bikar, sem er í eigu Olympíu- nefndarinnar. Síðan hefir íslenzka glíman ekki verið sýnd á Olympíuleik- unum, en nú er farið að vekja máls á því að»hún verði tekin inn á leikina i London 1948, sem sýningaríþrótt. Þegar Benedikt Waage, forseti Í.S.Í. sat fund alþjóðaolympíu- nefndarinnar sem haldinn var í Sviss síðastl. haust, hreyfði hann því lauslega í einkaviðtölum við ýmsa menn innan nefndarinnar, hvort ekki myndi hægt að fá íslenzku glímuna tekna inn á leikina í London sem sýninga- iþrótt. Undirtektirnar voru fremur góðar en ekki var þá hægt að ;jera út um þetta mál, bar sem allar slíkar ákvarðanir eru teknar á fundum sýningar- nefndarinnar. Nú hefir íslenzka Olympíu- nefndin skrifað þeim aðilum í London sem með þetta hafa að gera og farið þessa á leit. Svar hefir ekki ennþá borizt frá London. Mikill áhugi ríkir meðal ís- lenzkra glimumanna fyrir því að sýná á Olympiuleikunum. Ef til ke*nur verður sennilega send- ur þangað fjölmennur hópur beztu, gljmumanna landsins, 16 —20 menn. Er sennilegt að þeir muni sýna glímuna'með því að sýna brögg og varnir og auk þess mundu þeir glíma hvatlega og eðlilega o«' ekki er óhugsanlegt að þeir myndu svo að lokum hann til Kaupmannahafnar, en þaðan átti hann að fara til Reykjavíkur með Drottningunni. Lét hún fylgja nákvæma skrá um allt, sem í þessum hirzlum var, og óskaði þess, að þær yrðu innsiglaðar í sænsku tollstöð- inni. Farang^ir þessi kom með (Framhald, á 4. síðu) YANOFSKY EFSTUR Á SKÁKMÓTINU Lokið hefir nú verið að mestu við að tefla sex umferðir á Yan- ofskymótinu, -en þá er eftir að tefla sjöundu og síðustu umferð- ina. Vinningar standa nú þannig: D. A. Yanofsky 5 vinninga. Ásm. Ásgeirsson 4y2. Guðm. S. Guð- mundsson 3y2. Guðmá Ágústs- son 3 og biðskák. Eggert Gilfer 2Vz. Baldur Möller iy2 og bið- skák. Árni Snævarr 1 y2. R. G. Wade 1 y2. Ekki hefir ennþá verið ákveðið hvenær siðasta umferð verður tefld. glíma bændaglímu. Annars er vitanlega ekkert afráðið ennþá í þessu efni, á meðan ekki er vitað hvort yfirleitt fæst að sýna glímuna á leikunum. Það er venja á hverjum Olympíuleik- um að taka 2 sýningaríþróttir og eru alltaf margir um að komast að. Af þeir orsökum er það hvergi nærri víst að glíman komist að þetta sinn. Olympíuleikarnir verða haldn- ir í London eins og áður er sagt, og fara þeir aðallega fram á íþróttavellinum í Wembly, róðrarnir fara fram í Henley, siglingarnar við Toquay og skot- fimin í Ricmond. Annars verður keppt í þessum aðalíþróttum: frjálsum íþróttum, skilmingum, hnefaleik, róðrum, skot í mark, sund, sundknattleik, leikfimi, grísk-rómverskri glímu, kapp- siglingum, kappreiðum og lista- keppni. Aukaíþróttir eru Bask- etball, Hockey á velli og knatt- spyrna. Ætlast er til, að leikirnir fari fram seinustu vikuna í júlí og þá fyrstu í ágúst. En vqtrar- olympíuleikarnir verða haldnir í Sviss veturinn eftir. Um þátttöku íslenzkra íþrótta- manna er ekki ennþá vitað í einstökum atriðum, en þeir hafa mikinn áhuga á að æfa sig fyrir þátttöku í leikunum. Sauðfjárslátrunin s.l. haust minni en í fyrra Eiimlg minni kjötsala Sauðfjárslátrunin síðastl. haust varð nokkru minni en árið áður. Á síðastl. hausti vár samtals slátrað 350587 kindum á öllu landinu og var heildarþungi |ieirra 5165180 kg. Mestur hluti þessa sauðfjár voru dilkar, eða 310117, geldfé va*- 13719 og 26751 ær. Heildar- þungi dilkanna var 4331 smál. geldfjárins 321 smál. og ánna 512 smál. Er þetta kjötmagn það minn-sta síðastl. fjögur ár. Árið 1945 var heildarþun^ slátraðs fjár samtals 5431 smál. Árið 1944 nam heildarþungirm samtals 1636 smál., árið 1943 »am heild- arþungi alls slátraðs fjár 6861 smál. og árið 1942 nam hann 6116 smál. Kjötbirgðir i landinu vorp um áramót samtals 3392 smúj. og var dilkakjöt þar af sajntals 2700 smál., geldf j árkjö^birgð- irnar vtu-u 235 smál. og 417 smál. voru á sama tíma til af ærkjöti. Af kjöti frá síðastl. hausti hafa verið fluttar út samtals 521 smál. Sala á kjöti innanlands frá því að sláturtíð hófst og þar til um áramót hefir numið 1246 smál 1944 nam salan um áramót 2061 srrrSjl., 1943 1672 smál. og árið 1942 nam hún frá byrjun sláturtíðar til áramóta 1334 smál. K^ötsalan hefir því ekki legni verið ems lítil eins og síð- astliðið ár, þegar miðað qr við timabilið frá byrjun sláturtíðar til ársloka.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.