Tíminn - 08.03.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.03.1947, Blaðsíða 3
47. blað TÍMINN, laagardagiiut 8, rnarz 1947 3 DAMRMINNING: Eggert Stefánsson hcildsali á Akureyri í dag verður til moldar taor- inn Eggert Stefánsson heildsali á Akureyri. Hann andaðist að- faranótt hins 26. f. m., á 62 ald- ursári, f. 21. des. 1885. Eggert var af merkri ætt, voru foreldrar hans síra Stefán Jónsson, prestur á Þóroddsstað í Suður-Þingeyjarsýslu og kona hans, Anna Kristj ánslóttir frá Laxamýri, en séra Jón afi Eggerts, var sonar sonur Sveins Pálssonar, hins kunna læknis og náttúrufræðings. Eggert missti föður sinn barn að aldri og ólzt eftir það upp með, móður sinni. Innan við tví- tugt fluttist hann til Akureyrar og fékkst þar við verzlunarstörf í nokkur ár. Þegar landssíminn tók til starfa fyrir rúmum 40 árum, lærði Eggert simritun og var eftir það í mörg ár símritari og fulltrúi símstjórans á Akureyri Eftir að hann lét af þeim störfum gerðist hann heildsali á Akureyri og rak þá atvinnu til dauðadags. Kona Eggerts var Yrza, -f. Níelssen. Meðal barna þeirra eru sr. Stefán á Staðar-%Hrauni og Lárus, er lært hefir björgun- arstörf í Ameríku og fæst nú við þau störf hér. Enginn stormur stóð um Eggert sál. í lífinu og ekki tók hann mikinn þátt í opinberum rnábím, þó hann hefði áhuga á þeim. En hann var bezti drengur og vinsæll, ástríkur sorjur móður sinnar, góður bróðic og um- hyggjusamuf og kærleilfsríkur faðir barna sinna. Veit ég að sár harmur er að þeim kveðinn við fráfall hans. B. St. Á víbavang i (Framhald af 2. slöu) múnista í Kron“. Jónas Jónsson , barðist sjálfur fyrir þeirri framkvæmd, sem hann orðar nú svo. Sé hér um að ræða sök við Helga Lárusson, er J. J. því einn af helztu sakamönnunum. Leitað eftir lægstu hvötum. Hér verður ekki rakinn sparðatíningur J. J. í þessari skrá, en óspart er þar talað til þess, sem verst er í eðli manna, hégómagirni, v.aldagræðgi, fé- girndar og hofmóðs. Ef menn lesa skrána með rökréttri hugs- un, virðist höfundurinn ætlast til þess, að allir sem kosnir eru til einhvers trúnaðar, sitji þar ævilangt, en auk þess sé stöðugt hópum nýrra manna bætt við. Þannig er það reiknað flokks- forystunni til syndar ef ein- hverntíma hefir skipt verið um miðstjórnarmann ,en auk þess er hún sökuð um að hópur manna, 'sem aldrei hefir þar setið, hafi verið felldir frá mið- stjórn. Er ekki gott að sjá hvernig J. J. hefði farið að því að rúma alla í miðstjórn, en skipulagsgáfan hefir aldrei ver ið hans sterka hlið. Hitt er gamall háttur rógbera að leita til lægstu hvata manna. í mesta lagi 10 af hundraði kunnu að lesa og skrifa. Þeir tóku við ríki með lénsherra- skipun. Með miklu átaki reyndu þeir að koma þessu ríki jafn- hliða öðrum Evrópulöndum, sem það að mörgu leyti var hundruð ára á eftir. Fyrsta verkefnið var þá að hefja fólkið til mennskra lífskjara frá lægingu og eymd, sem var óþekkt á Vest- urlöndum. Þar hafði ekki verið neinn áhugi á kjörum og lífi þessara miljóna, sem voru svo ósegjanlega fátækar. Það eina, sem menn- þekktu til Rússlands, stafaði frá kynnum við yfirstétt- arfólk, sem ferðaðist úr landi og nokkrum skáldsögum, sem lesnar voru með listarnautn og lagðar frá sér með andvarpi. En nýju mennirnir í Rússlandi létu sér ekki nægja að andvarpa, og það sem þeir kappkosta í dag, og væntanlega miklu lengur, er fyrst og fremst að gefa þjóðinni takmark og stefnu. Það líður á löngu þar til í Rússlandi verð- ur athafnafrelsi í okkar skiln- ingi og fólk lifir þar samkvæmt frelsishugsjónum okkar. En við skulum reyna að skilja, að sam- anburöur á okkur og Rússum verður aldrei réttur. Grundvöll- ur tilveru okkar er svo frá- brugðinn, að þar eru engar hlið- stæður. — Hefir sá þegnskapur, sem rússneska þjóðin sýndi á stríðs- árunum, orðið til þess, að af- skipti ríkisvaldsins eru minni? — Um ástandið nú get ég sagt það, að frjálsræði einstaklings- ins er það mikið, að hver og einn hefir aðstöðu til að fylgja þróun landsins, gagnrýna og andmæla ójöfnuði. — Eitt af undirstöðuatriðum vestríens lýðræðis, er viður- kenning mannréttindanna. Er það svo fyrir Rússum almennt? — Að nokkru leyti er þessu svarað með því, hvernig snúizt var við í máli höfundarins, sem skrifaði svo að hættulegt var „þjóðinni, flokknum og stjórn- inni'. Rikið skipar annan sess i vitund Rússa en Vesturlanda- bú>-. Við eigum kröfur gagn- vart ríkinu. Rússinn finpur sig fyrst og fremst hafa skyldur við það. Sú tilfinning byggist eink um á vitund þess, að velferð ríkisins tryggir velferð hins ein staka manns, það er, að fram- farir nást aðeins með félagsá- tökum, og það er æskulýð Rúss- lands nú almennt ljóst. Því finnst Rússum það sjálfsagt, að rikið geti tekið fljótt, ákveðið og fast í taumana, ef nauðsyn þess krefur. — Hver eru nú helztu vanda- mál í Rússlandi? — Lfskjör þjóðarinnar. Þau ráða öllu. Það er hægt að seinka uppbyggingu landsins en hún verður ekki stöðvuð. Spurningin er því sú meðal annarra þjóða, hvort þær vilja flýta fyrir eða tefja það, að lífskjör almennings í Rússlandi verði góð. Eftir því svari fer það líka, hvort fram- lengja eigi það ástand, aðstríðs- hræðslan sé fast hlutskipti frá degi til dags. Hingað til hefir verið reynt eftir mætti að tefja fyrir Rússum, með því að neita þeim um lán, en nú virðast vera veðrabrigði í vændum. í Rúss- landi var litið á fráfall Roose- | velts, sem hið mesta afhroð.; Þar sáu menn fyrsta stjórn- j málaforingjann, sem með góð- j vild og skilningi nálgaðist land þeirra. Nú horfa allir til utan- , ríkisráðherrafundarins i marz. Þar verða örlög Þzkalands ráð- ' in, en sennilega líka höfð til meðferðar ennþá þýðingarmeiri mál, sambúð Rússlands og Bandaríkjanna. (Framhald á 4. síöu) Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund að hann ætlaði að láta eina hænuna leggjast á og að hann ætlaði að útvega sér fáeinar gæsir. Svo virt- um við fyrir okkur grísina og kúna, sem var úti á beit, og loks lögðum við leið okkar meðfram kartöflugarð- inum niður á bátabryggjuna. Þar handsamaði ha,nn fallega geddu í polli og hafði með sér heim. Hann sagði, að hana skyldi ég steikja til kvöldverðar. Þegar gott væri veður, ættum við að matast úti á svölunum, en inni í skrifstofunni hans, þegar eitthvað væri að veðri, nema á sunnudögum — þá skyldi matazt í stáss- stofunni. En er lengra kæmi fram á sumarið, ættum við að borða úti á grasflötinni í garðinum. — E-há — nú veit Anna, hvernig ég vil að því sé háttað. Morgunverður klukkan átta, aukabiti klukkan 12, miðdegisverður klukkan 3, kaffi klukkan 5, kvöldmat- ur klukkan 8, sagði hann — og þessi maður, hann kvað vera að tala um að megra sig! Grænmeti, egg og fisk á að nota eins mikið og unnt er — nú, það er kannske ekki sem vitlausast. Þetta var næsta skipun hans, — og svo er hér hún Hildi- gerður, sagði hann. Hildigerður stóð á miðju eldhúsgólfinú og gleypti mig^ með augunum. Hún var auðsjáanlega skilgetin dóttir hinnar sænsku moldar, rjóð og sælleg, þrungin hreysti og höfug af frjósemd. Hárið var ljóst, þykkt og óstýri- látt, kinnarnar eins og á fljúgandi engli, sem þenur lúður á altaristöflu, augun stór og kringlótt og hend- urnar þykkar og gríðarlega kjötmiklar. Hún talar, þeg- ar hún hvíslar, en hrópar, þegar hún talar. Hún kom strax á móti mér, rétti mér rauða salt- kjötshendina og hrópaði: — Sælinú og velkomin, þó ég verði víst að fara, fyrst hún er komin. — Sæl, Hildigerður, og þakka þér fyrir, sagði ég og hristi hönd hennar eins og ég gat, til lítilfjörlegs end- urgjalds vinahótum hennar. En rauðhærði drekinn sagði: — Jæja, já — ég held, að ég þurfi ykkur nú báðar tvær. Það verður of mikið að gera handa einni, og það er bezt, að Anna fáist við matseldina og húsverk- in, þá getur Hildigerður unnið erfiðisverkin, lagað til í garðinum og hirt kúna og gert hitt og þetta af því tagi. — En hvað húsbóndinn er vænn ■ og Anna falleg, sagði Hilligerður og roðnaði af hrifningu. -— E-há, sagði þessi ágæti húsbóndi, og svo vona ég, að ykkur semji vel. — Mikil afdæmis ósköp, sagði Hildigerður og faðm- aði mig að sér, svo að við lá, að bæði lungun púnkt- eruðu, ef ég má bregða fyrir mig bílstjóramáli. Það var auðfundið á faðmlaginu, að okkur hlaut að semja vel. Ef til vill hefir húsbóndinn fundið það líka, þótt honum tækist að forða sér undan, þegar Hildigerður slengdi sleggjunum utan um mig, því að hann flýtti sér út, án frekari ráðstafana. Ég fór með gedduna út á eldhúströppurnar og slægði hana, og heimiliskötturinn kom og kynnti sig og fékk það af innvolsinu, sem hann vildi. Meðan ég var að þessu kom Hildigerður líka út á tröppurnar með kar- töflurnar, sem orðið höfðu eftir, þegar miðdegisverð- urinn var etinn, og nú átti að brúna. Þessi annar há- talari Grundarheimilisins — því að auk hennar er hér útvarp — brýndi nú raustina og slöngvaði fyrstu spurningunni út í ljósvakann: — Hvurs vegna eru skyrturnar þínar merktar A. R., úr því þú heitir Anna Andersson? Hanariú! Við þessu hafði enginn séð. Öll mín nær- föt voru vel og greinilega merkt A. R. Ég kingdi munn- vatni mínu, skaut tungunni út í kinnina og bar loks fram spurningu til þess að ávinna mér umhugsunar- frest: — Hvernig veiztu það? — Ég opnaði auðvitað töskuna þína og gáði að því, manneskja, hvein í hátalaranum. En nú hafði ég líka svarið á reiöum höndum. — Já, það er ekki eins skrítið og ætla mætti, skil- urðu? Það réðist svo skyndilega, að ég færi hingað, að mér vannst ekki tími til þess að þvo nærfötin mín, svo að ég' varð að fá lánuð föt hjá frúnni, sem útveg- aði mér stöðuna. Þetta eru gömul nærföt, sem dóttir hennar var hætt að nota. Og þetta var líka, kerli mín, heilagur sannleikur. Eða hér um bil það, að minnsta kosti. En ég skrifaði það bak við eyraö, aö ég yröi að setja nýja stafi í nær- fötin mín og læsa öllum mínum hirzlum, því að ég á sitthvað í fórum mínum, sem eiginlega má kalla kjarnorkusprengjur, eins og högum mínum er nú hátt- að. Það gæti verið óþægilegt, ef Hildigerður kæmist í það. En hátalarinn hafði nú einu sinni náð fullum hljóm- styrk, og niður í honum varð ekki þaggað með einu handtaki, eins og þeim, sem keyptir eru í einkasölunni. — Hvurs vegna eru þetta ekki alminlegar skyrtur og buxur, heldur skyrtur og buxur, sem eru samfastar? Bændur! Gangið frá pöntunum yftar til kaupfé- laganna nú. Vorannir nálgast. Samband ísl. samvinnuf álaga j Bílstjórar, bifreiðaeigendur, Eigum fýrirliggjandi hin ágætu BANNER battery-hleðslu- tæki með hleðslustilli. Þessi tæki hlaða 2—6—12 volt. Einnig PACY bifreiðakertin 14 og 18 m/m fyrir enska og ameríska bíla. Ennfremur kertaþráður, ljósaleiðslur og einangrunar- bönd. — Sendum gegn póstkröfu um allt land. Bílabúðin, Vesturgötu 16, Reykjjavik, Sími 6765. :: :: ♦♦ ♦♦ :: ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ :: ♦♦ :: ♦♦ ♦♦ :: i! Váltiirukekningafélag íslands. Skemmtun í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll mánudaginn 10. marz kl. 20,30 til ágóða fyrir heilsuhælissjóð Náttúrulækninga- félags íslands. Til skeinmtunar verður: 1. Ræða: Úlfar Þórðarson, læknir. 2. íslenzk kvikmynd: Vigfús Sigurgeirsson. 3. Einleikur á píanó: Lanzky-Otto. 4. Búktal: Baldur Georgs. 5. Ávarp: Jónas Kristjánsson, læknir. 6. Dans. Aðgöngumiðar fást í Verzlun Matthildar Björnsdóttur, Laugavegi 34 A, í Verzl. Álafoss, Þingholtsstræti 2 og í Verzl. Selfoss, Vesturgötu 42. Öilum heimill aðgangur. Váttúrulækningafélag fslands. H !f 11 | 8 a 8 Vegna þess, að klukkunni var ekki flýtt í marzmánuði verður að breyta ferðaáætlun skipa til Borgarness í eftir- farandi form: Frá Rv. Frá Bn. Mánudagur 10. marz .*.... kl. 6 kl. 11 Þriðjuadgur 11. marz kl. 8,30 kl. 18,30 Mánudagur 17. marz kl. 12 kl. 17,30 Þriðjulagur 18. marz ..... kl. 11 kl. 18,30 Mánudagur 24. marz kl. 6 kl. 10 Þriðjudagur 25. marz kl. 7,30 kb 17 Föstudagur 28. marz kl. 10 kl. 13 Að öðru leyti helzt áætlunin óbreytt. H.f. Skallagrímur Sími 6420. Auglýsing um útflutning á gjafabögglum Með tilvísun til auglýsingar ráðuneytisins, dagsettri 11. desember síðastliðinn, auglýsist hér með, að sú breyting hefir verið gerð á reglunum um veitingu útflutningsleyfa fyrir gjafabögglum, að eftirleiðis verða slík útflutningsleyfi einnig veitt fyrir lítils háttar magni af nýjum fatnaði og vefnaðarvörum (aðallega efni í nauðsynlegan íverufatnað) til íslendinga þeirra, er dvelja erlendis við nám, til lækn- inga eða annarra svipaðra nauðsynlegra erinda. Jafnframt verður þá hætt að veita slík útflutningsleyfi fyrir notuðum fatnaði, nema þeim, er ferðafólk venjulega hefir með sér á ferðalaginu. Öll útflutningsleyfi fyrir gjafa- bögglum eru afgreidd í Austurstræti 7 í Reykjavík. 7. marz 1947. VitSskiptamálaráðimeytifl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.