Tíminn - 11.03.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.03.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMINX, þriðjHclagiiin 11. marz 1947 48. blað Þriðjjndagur 11. tnarz * Oþverraverkið Þeir, sem kunna að hafa verið í vafa um uppruna „svarta list- ans,“ er Jónas Jónsson hefir verið að eigna Framsóknar- flokknum, þurfa ekki að vera það lengur. Pési sá, sem J. J. hefir gefið út nýlega, tekur þar af öll tvímæli... Hann er frá upp- hafi til enda játning manns, sem annað hvort veit sig höf- und listans eða að hann hefir verið hafður að ginningarfífli á þann hátt, að einhverjir af ósvífnum andstæðingum flokks- ins hafa útbúið listann í hendur honum og hann látið skamm- sýni hatursins leiða sig til þess óþverraverks að reyna að nota hann gegn flokknum. Hér í blaðinu var þeim áskor- unum beint til J. J., að hann birti listann og gerði grein fyrir því, hvérnig hann barzt honum í hendur, ef hann væri ekki heimaframleiðsla. J. J. víkur sér alveg undan þessu og af- neitar öllum ‘fyrri hvíslingum sínum um að listinn sé búinn til af Framsóknarflokknum. ,.Ég hefi ekki eignað Framsóknar- fiokknum listagerðina,“ segir J. J., enda þótt hann sé búinn að hvísla því gagnstæða að fjölda manna. „Ég birti ekki listann," segir hann á öðrum stað, „enda væri fásinna að birta það, sem nazista- eða kommúnistasprautur hafa sett saman til álitshnekkis dugandi mönnum.“ En hvers vegna lét J. J. þá ljósmynda listann og lét sendla sína hafa hann til sýnis sem allra víðast? „Menn verða að geta sér til um upphaf listans," segir J. J. ennfremur og líkir honum við vinda Ás- geirs Ásgeirssonar, sem engir viti hvaðan koma eða hvert fara. En menn þurfa ekki neinar get- gátur eftir þessar vífilengjur og undanbrögð J. J. Maður, sem skríður í skúmaskot, þegar skor- að er á hann að ganga fram í dagsljósið, játar sjálfur sekt sína. Maður, sem afneitar hvísl- ingum sínum, viðurkennir sjálf- ur, að hann sé sekur. Pésinn er einnig að öðru leyti góð ábending um, að „svarti list- inn“ eigi uppsprettu sínaú hin- um hatursfullu sálarfylgsnum J.J. Þegar ekki þykir lengur fært að standa á „svarta listan- um,“ sem J. J. og piltar hans hafa haft til sýnis, er í pésanum búinn til nýr listi, sem J. J. viðurkennir að sé ímyndaður. Þessi nýi listi er yfir menn, sem J. J. segir að Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson ofsæki og geri allt til bölvunar eftir beztu getu. Tilgangurinn með þessu er bersýnilega sá sami og hjá Merði Valgarðssyni forðum að reyna að spilla á milli samhterja. Það eru vinnubrögðin með „svarta listann" í aðeins breyttu formi. En eins og J. J. finnur nú svo bitran kulda fyrirlitningar- innar blása gegn sér, að hann þorir ekki annað en afneita hvíslingunum um „svarta list- ann,“ þá mun kuldi fyrirlitn- ingarinnar vegna seinni listans reynast honum enn sárari og það einmitt frá þeim mönnum, sem hann álítur svo lítilsiglda, að hann geti unnið þá til fylgi- lags við vondan málstað með slíkum Marðaraðferðum. Það finnst áreiðanlega engum hörmulegra en fyrri samherjum J. J., að hið taumlausa hatur hans skuli hafa leitt hann til annars eins ólíæfuv/erks og að 'ífr Aölutti tflftingiA Iðnskólafrv. fellt. Helztu tíðindin á Alþingi í síðastl. viku voru afgreiðslan á iðnskólafrv. Hermanns Jónas- sonar og kosningin í síldarút- vegsnefnd. Andstæðingar sveitanna í efri deild sameinuðust um að vísa iðnskólafrv. Hermanns frá með þeirri forsendu, að sú iðnfræðsla, sem nú sé veitt við héraðsskól- ana og bændaskólana, sé nóg handa sveitunum og smákaup- túnunum! Það voru sömu menn, sem samþykktu fyrir fám árum, að núgildandi jarðræktarlög væru fullnægjandi 10 ára áætl- un í ræktunarmálum sveitanna. Síðan hafa þeir þó orðið að beygja sig fyrir baráttu Fram- sóknarflokksins og verið knúðir til að samþykkja lög um rækt- unarsamþykktir og endurbætta nýbýlalöggjöf. Á þessu þingi verða þeir að beygja sig enn meir og samþykkja lög um eflingu Ræktunarsjóðs og aukinn jarð- ræktarstyrk. Þannig verður aft- urhaldið jafnan um síðir að láta undan sókn umbótaaflanna. Svo mun einnig fara í iðnskólamál- inu. Vert er að geta þess, að Hanni- bal Valdimarsson, sem er einna mesti umbótamaðurinn í þing- liði Alþýðuflokksins, studdi þetta mál drengilega. Við at- kvæðagreiðsluna sat Þorsteinnn Þorsteinsson hjá og hefir Mbl. birt af honum skrípamynd í til- efni af því. Er það að sönnu rétt álit hjá Mbl., að það er ekki mikilmannlegt af sveitaþing- manni að láta beygja sig til hjá- setu í slíku máli. En kalt er gam- anið samt hjá Mbl. Síldarútvegsnefndin. Kosningunni á þremur mönn- um í síldarútvegsnefnd. var búið að fresta síðan fyrir áramót. Ástæðan var sú, að Alþýðu- flokkurinn vildi fá mann í nefndina.Nefndin er kosin þann- ig, að Alþingi kýs þrjá menn, Alþýðusambandið einn mann og síldarútvegsmenn einn. Síðasta kjörtímabil hefir nefndin verið skipuð tveimur íhaldsmönnum, tveimur sósíalistum og einum Framsóknarmanni. Sú skipun hefði haldist áfram, ef Alþýðu- flokkurinn hefði enga hjálp fengið í þinginu. Meðan gamla stjórnin hjarði, þorði Sjálfstæð- isflokkurinn enga hjálp að veita Alþýðuflokknum. Eftir stjórnar- skiptin átti þetta hins vegar að gegna öðru máli, enda var þá strax rætt um, að stjórnarflokk- arnir< hefðu sameiginlegan lista eigna Framsóknarflokknum „svarta listann,“ sem hann sjálfur eða einhverjir aðrir fjandmenn flokksins hafa búið til. Síðan kollumálið var á döf- inni, hefir ekki öllu meira óþverraverk verið unnið í ís- lenzkum stjórnmálum. En J. J. er ekkert einsdæmi um menn, sem hafa barizt af miklum vask- leik fyrir góðum málum, en síð- an snúizt hugur og þá sótt gegn því, sem þeir áður börðust fyrir, með eitruðustu öryum. J. J. hefir einmitt skrifað eina af æsku- greinum' sínum um slíka menn og þá jafnframt sagt stjórn- málasögu sína fyrir. Það er vissulega ástæða til að hryggj- ast yfir örlögum slíkra manna,. en mesti greiðinn við þá er þó sá, að komið sé í veg fyrir að myrkraverk þeirra heppnist og þeim takist að skaða þær hug- sjónir, sem áttu æsku- og [manndómsstörf þeirra. og hindruðu þannig, að fulltrúi frá sósíalistum næði kosningu. Við nánari athugun kom hins vegar í ljós, að nokkrir þing- menn Sjálfstæðisflokksins ætl- uðu heldur að kjósa lista sósíal- ista en stjórnarlistann, enda þótt af því hlytist, að Alþýðu- flokkurinn fengi engan mann í nefndina, en sósíalistar tvo. Einkum voru þingmenn Austur- Húnvetninga, Snæfellinga, Norður-ísfirðinga og Seyðfirð- inga taldir hallast meira að lista sósíalista en stjórnarlistanum. Hófst nú langt þóf og var kosn- ingunni frestað margsinnis. Loks fór hún fram í seinustu viku. Kom þá í ljós, að sósíalistar höfðu fengið tvö aukaatkvæði, tveir seðlar voru auðir og Lárus Jóhannesson var fjarverandi. Sósíalista vantaði ekki nema eitt atkv. til að fella Alþýðuflokks- manninn frá kosningu. Þessi kosninp; er góð spegil- mynd af heilindunum í stærsta flokki landsin.s. Undirbúningur þingmála. Enn hefir ekki verið lagt fyrir þirtgið neitt. af stjórnarfrum- vörpum þeim, sem hafa verið boðuð og; almenningur bíður eftir með mestri eftirvæntingu. Þar er vitanlega fyrst og fremst átti við frumvörpin um fjár- hagsráðið og eignakönnunina. Líklegt er talið,.aö fjárhagsráðs- frv. verðf tilbúið »til flutnings í þessari viku, en eignakönnunar- frv. ekki fyrr en síðar. Vinna þeir Þórður Eyjólfsson, Sig- tryggur Klemensson og Pétur Magnússon að undirbúningi þess. Frumvarp um nýja skipan af- urðasölumálanna verður senni- lega lagt fram fyrir þingið í þessari viku. Þá eru ýms þýðingarmikil mál í undirbúningi. Mjög skort- ir á, að til sé fullkomin flug- mála- og flugvallarlöggjöf og verður ekki komizt hjá því, að Alþingi taki það mál til með- ferðar, enda mælir stjórnar- samningurinn svo fyrir. Engin lög eru til um rekstur Þjóðleik- Árið 1936 ándaðist hollenskur kaupmaður í París. Meðal þess, nnsem upp kom eftir hann, var málverk af Kristi í Emmaus meðal lærisveinanna, en þaö er viðfangsefni, sem var mjög al- gengt meðal hinna eldri mál- ara. Hinn hámenntaði og stór- virki forstöðumaður Maurils- huis safnsins í Haag ályktaöi eftir nákvæma athugun, að hér væri komið fram áður óþekkt málverk eftir hinn fræga holl- enska málara, Jan van Delft Vermeer, sem uppi var 1632— 1675. Þetta málverk kom á sýningu í Boymanssafninu í Rotterdam 1938. Það vakti eftirtekt og að- dáun myndlistarfræðinga um víða veröld. Öllum kom inni- lega saman um að fundur þessi væri mikill atburður í listasög- unni. Til dæmis komst heims- .frægur og viðurkenndur lista- sögufræðingur, Þjóðverjinn Ad- olf Feulner, svo að orði í grein í þýzku tímariti um listir: „Þrátt hússins, er væntanlega tekur til starfa næsta vetur. Þá er ákveð- ið í stjórnarsamningnum að koma upp byggingavöruverzlun ríkisins og verða vafalaust sett lög um hana á þessu þingi. Ríkisstjórnin mun nú hafa ákveðið í aðalatriðum, hvernig hún vill láta hátta afgreiðslu fjárlaganna og má vænta þess, að þau verði afgreidd fyriv mán- aðamót. Þá mun stjórnin hafa komið sér saman um ýmsar nýj - ar fjáröflunarleiðir og ætti að fara að mega vænta frv. um þau mál. Efling Ræktunarsjóðs. Einu stórmerku málið hefir þokað nokkuð áleiðis seinustu vikurnar. Það er frv. ujn Rækt- unarsjóð. Á síðatl. þingi fluttu Framsóknarmenn frv. um Rækt- unarsjóð, þar sem gert var ráð fyrir stóra'uknum fjárráðum sjóðsins; stórbættum lánskjör- um og víötækari lánastarfsemi. Síðastnefnda breytingin fólst einkum í því, að sjóðurinn mátti lána til ýmsra iðnframkvæmda í þágu landbúnaðarins, (t. d. mjólkurbúa, skinnaverksmiðja, viðgerðastöðva o. s. frv.). Nokkvu eftir að Framsóknarmenn fluttu þetta frv. sitt, fluttu stjórnar- flokkarnir frv., er gekk í svip- ,aða átt. Þeir virtust hins vegar ekki flytja það til annars en að sýna það fyrir kosningarnar og döguðu því bæði frv. uppi. Strax og þing kom saman í haust, fengu Framsóknarmenn því til leiðar komið, að landbúnaðar- nefnd n. d. legði fram annað hvort frv. og varð stjórnarfrv. gamla fyrir valinu. Enginn skriður komst þó á málið fyrr en núv. ríkisstjórn var mynduð og Framsóknarflokkurinn gerði framgang frv. að einu af skil- yrðum sínum. Hefir n. d. nú lokið meðferð frumvarpsins og er það komið til efri deildar. Samkvæmt frv. skal ríkið leggja Ræktunarsjóði til l/2 milj. kr. árlegt framlag næstu 10 ár- in. Auk þessa fær sjóðurinn tekjur af þjóðjörðum og vaxta- fyrir ýms öndvegisverk, sem þarna getur að líta eftir Rem- brandt, Hals og Griiewald, er þó andleg þungamiöjá sýning- arinnar hin mikla Emmausmynd eftir Vermeer.“ Hrifning manna og aðdáun á þessu listaverki, sést þó e. t. v. bezt á því, að safnið keypti þaö fyrir fjárhæð, sem nam meira en tveimur miljónum íslenzkra króna, — álitleg greiðsla fyrir eina mynd, jafnvel á alheims- mælikvarða. Svo skall heimsstyrjöldin á og menn fengu annað um að hugsa, enda fréttist ekkert sérstakt af þessu gamla og nýfundna lista- verki. — En hinn 18. júlí í fyrra- sumar gaf menntamálaráðu- neytið í Haag út svohljóðandi fréttatilkynningu, sem verkaði eins og ískalt steypibað á vís- indamenn í myndlistasögu og slíkum fræðum: „Rannsóknir sem ríkisstjórn Hollands hefir látið fara fram,diafa leitt í ljós að nokkur málverk, sem eignuð (Framhald á 4. síðu) lörgen Bfinsl: S Hneyksli í heimi listarinnar Grein þessi er eftir danska blaðamanninn Jörgen Bast, sem iesendum Tímans mun gamalkunnur, og er greinin þýdd úr Berlingske Aftenavis. í það blað skrifar liann greinar um menn cg málefni um víða veröld. Fimmtngur í gaer: Árni Benediktsson f r amkvæmdast jórl Hann er fæddur í Viðvík á Langanesströrtd 10. marz 1897, sonur Benedikts Árnasonar bónda og konu hans, Arnþrúðar Guðmundsdóttur. Eftir lát föð- ur síns ólst hann upp með móð- ur sinni á Hallgilsstöðum á Langanesi og átti þar heima fram yfir tvítugsaldur. Stundaði nám í Samvinnuskólanum í Rvík og lauk prófi þaðan. Var síðan starfsmaður kaupfélaga á Þórshöfn, Seyðisfirði og í Reykjavík. Eftir það lengi skrif- stofustjóri Áfengisverzlunar ríkisins í Reykjavík. Um hríð bankafulltrúf á Seyðisfirði. Átti alllengi sæti í framkvæmda- stjórn Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis (Kron) og var einn af þrem framkvæmda- stjórum félagsins meðan svo var til hagað. Eftir að hann lét af störfum hjá Kron var hann ráð- inn íramkvæmdastjóri Mjólkur- samsölunnar í Reykjavík og hefir verið það síðan. Þessi upptalning gefur þó ekki nema að nokkru leyti hugmyntí um starfsferil Árna Benedikts- sonar til þessa. Því að Árni er maður, sem ekki hefir legið á liði sínu og jafnan verið boðinn og búinn að starfa að áhuga- málum sínum eftir því, sem hon- um hefir unnizt tóm til. Sá tími mun t. d. vera ómældur, sem hann hefir varið í þarfir söng- listarinnar í Reykjavík og viðar. Sjálfur er hann söngmaður góður og var einn af þeim, er utan fóru í Karlakór Reykja víkur skömmu fyrir stríðið til Norðurlanda og Mið-Evfópu. í ýmsum félagsmálum hefir hann lagt fram lið sitt og eigi talið eftir eða mæðst yfir. Framsókn- arflokkinn hefir hann stutt vel að málum og þar með sýnt rækt- arsemi við uppruna sinn og sveitr landáins, sem of oft viðrast af mönnum, er leiti fel- ur sýn. - Víst er um það, að margir sveitungay og nágrannar Árna eiga um hann ánægjulegar end- urminningar frá æskuárum hans á Hallgilsstöðum — og sumir einnig síðar. Hann var snemma glaður í lund, skemmt- inn í viðræðum, unni ljóðum og lögum, vinsæll vel. Auk þess hinn röskvasti maður. Hann ólst upp í nánd við eina af hinum miklu heiðum Norð-austurlands, og göngurnar fram í óbyggðina voru honum mjög að skapi. „Þar var löngum hlegið hátt, hent að mörgu gaman.“ Og þó raunar ekki alltaf, því að oft eru veður válynd til fjalla á hausti. — En þó að Árni sé hættur að fara í göngur, hefir hann haldið áfram að bera með sér blæ sunnanátt- arinnar á norðurfjöllum, hvar sem hann hefir farið. Árni Benediktsson hefir nú með höndum framkvæmdastjórn eins nytsamasta og vandrekn- asta almannafyrirtækis hér á landi. MjólkurlÖgin og mjólkur- samsalan, sem stofnuð var sam- kvæmt þeim, er ávöxtur af merV.u þjóðmálastarfi, og skipt- ir miklu um framkvæmdina, bæði fyrir bændastéttina á Suð- vesturlandi og kaupstaðabúa við Faxaflóa. Á þessu sviði bíða allt- af ný og ný verkefni. Margar þjóðir mættu öfunda íslendinga af hinum mikla heilsudrykk og lífgjafa, sem flest landsins börn eiga nú kost á í ríkum mæli, enda þótt mikill hluti þjóðar- innar búi á gróðurlausri jörp. — Vænta þess margir, að þarna hafi Árni hlotið starf við sitt hæfi, þar sem reynsla hans, (Framhald á 4. síðu) voru Vermeer, eru falskar eftir- líkingar, gerðar af málaranum Hans van Megeeren, sem hefir verið tekinn höndum og gert fulla játningu í vitna viðurvist. Samkvæmt því, sem honum segist frá, er hin fræga mynd, Kristur í Emmaus frá Boymans- safninu í Rotterdam, ein af myndum hans. Þetta málverk •vakti mikla aðdáun um heim allan, þegar það fannst árið 1937. Eftir þann tíma hefir fals- arinn málað margt mynda, sem svo vel er gengið frá, að slyng- ustu listfræðingar efuðust aldrei um uppruna þeirra. Ríkið og einstakir safnarar keyptu mynd- ir hans við •geyplverði.“ Listfræðingarnir voru ekki alveg tilkomnir að trúa því, að þessi ómerkilegi mál^ri hefði gert slíkar myndir, sem þrátt fyrir allt voru frábær listaverk. En þeir urðu þó að taka sinna- skiptum þegar maðurinn málaði myndir hinna gömlu snillinga fyrir augum þeirra í klefa sín- um. Hans van Megeeren var samt ekki handtekinn í fyrstu vegna myndafalsana sinna. Hann var sakaður um samstarf við Þjóð- verja. þó að málið gegn honum hafi nú tekið nýja stefnu að vissu leyti. En hann hefir borið fram vörn sina fyrir réttinum og segir: „Ég hefi alls ekki verið land- ráðamaður, heldur sannur föð- urlandsvinur. Ég hefi selt her- námsyfirvöldunuin málverk fyrir mjög hátt verð, af því þau héldu að þetta væru myndir gamalla, hollenzkra málara, en þær voru allar eftir mig. Ég hefi okrað á þeim, svp að það kom út á þeim tárunum — og ég hélt ég ætti verkfærin mín sjálfur." Það verður sjálfsagt fróðlegt að sjá, ’hvort rétturinn fellst á þessa skýringu. En hvað um það, hefir Hans van Megeeren leikið síðasta og ekki óskemm^ti- legasta þáttinn i langri og mis- litri sögu listaverkafalsara. Sú saga nær alla leiö til fornald- ar Rómaríkis, þegar kjarkgóðir myndhöggvarar skráðu grísk og fræg nöfn, eins og Praliteles og Fidias á myndir sínar, svo að rómverskir ríkismenn keyptu þær fúsari, því að þeir litu mjög upp til grískrar myndlistar. Fyrir framan konungshöllina Quirinale í Rómaborg standa ennþá tveir glæsilegir hesta- tamningamenn, sem eru eign- aðir Praxitelesi og Fidiasi, þó að það sé almennt talið falsað. En í hreinskilni sagt. Eftir all- 'ar þessar aldir hneykslar þaö engann. Menn gleðja augu sín við hestana og mennina, án þess að hugsa um uppruna þeirra. Frh. á 4. s.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.