Tíminn - 11.03.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.03.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! Munib að koma í flokksskrifstofuna RE YKJAVÍK Skrifstofa, Framsóknarflokksins er Edctuhúsinu við Lindargötu 11.MARZ1947 t Sími 6066 48. blað Frá Búnaðarþingi: Samþykkt skipting búnaöarsam- bands Dala- og Snæfellsness Til umræðu innfl. ensks búfjár, fræðslustarf- semi Búnaðarfél. og breyting á lögum þess Búnaffarþing er nú búið að starfa í hálfan mánuð, og- eru ýms mál, sem þar eru til meðferðar, komin talsvert áleiðis. Nokkur smærri mál hafa þegar verið afgreidd. Til umræðu hafa verið síðustu «daga, meðal annars, breytingar á lögum Búnaðarfélagsins, breyting á búfjárræktarlögunum og innflutningur ensks búfjár og fræðslustarfsemi Búnaðarfélagsins. Þessi mál hafa þegar verið afgreidd: Skipting búnaðarsambands Da'la- og Snœfellsness. Frá stjórn Búnaðarsambands Dala- og Snæfellsness hafði bor- izt erindi um að skipta sam- bandinu. Búnaðarþingið af- greiddi það mál með svofelldri ályktun, sem var samþykkt með samhljóða atkvæðum: „Búnaðarþing samþykkir að verða við óskum Búnaðarsam- bands Dalá'- og Snæfellsness um skiptingu sambandsins, þannig að myndað sé Búnaðarsamband Snæfellsness og Hnappadals- sýslu og Búnaðarsamband Dala- sýslu. Fjórar íkviknanir , um helgina Kona og börn bjargast nauðnlega úr skála í Kleppsholti Um seinustu helgi uiðu tvær íkviknanir í Reykjavík. í Kleppsholti brann íbúðar- braggi til kaldra kola, slapp fólk nauðulega en innbú allt brann. Þá var slökviliðið kvatt að húsinu 36 við Bergstaða- stræti, en þar urðu aðeins óverulegar skemmdir og tókst slökkviliðinu fljótlega að slökkva. Á sunnudagsnóttina skömmu eftir miðnætti var slökkviiiðið kallað að bragga nr. 7 í Balbó- kamp í Kleppsholti. Þegar kom- ið var á vettvang, var bragginn alelda og ekki viðlit að slökkva. Auk þess var vatnslaust á holt- inu, og urðu slökkviliðsmenn- irnir að sækja vatn á bifreið- um sínum langan veg til að ncfta við slökkvistarfið. Tókst þó að varna því, að eldurina breiddist út í fleiri bragga og var slökvi- liðið um tvær klukkustundir að vinna að slökkvistörfum þarna. Þegar eldurinn kom upp í bjpagganum, voru hjónin sem bjuggu þar með fjórum börnum sínum, ekki heima. Voru þau á dansleik þetta kvöld, en konan hafði fengið móður sína til að gæta barnanna. Þegar slökkvi- liðið kom, voru þau komin í annan bragga og höfðu bjargazt nauðul^sa, út úr hinum brenn- andí skála. Allt innbú, sem í honum var, brann. ^Húsbóndinn, Valur Sigur- björpsson, var látinn víta um eldinn, þar sem hann var á- dansleiknum, og brá hann þegar við og fór heim. Var bragginn þá brunninn til kaldra kola. Á sunnudaginn var slökkvi- liðið kallað að húsinu Berg- staða*stræti 36, og hafði kvikneð þar i út frá sóti, en eldurinn komizt í geymsluherbergi á efstu hæð. Þó að eldurinn væri orðinn allmagnaður, þegar slökkviliðið kom á vettvang, tókst því samt að slökkva á stuttum tíma og koma í veg fyrir, að miklar skemmdir yrðu. "Þá vter slökkviliðið tvisvar kallað út um helgina, auk þessa — annað skiptið að bifreiðastöS- inni Bifröst, þar sem kviknað hafði í öskutunnu og kassa, og að Hverfisgötu 43, þar sem kviknað hafði í reykháf. Á báð- um þessum stöðum tókst fljótt að slökkva og um teljandi skemmdir var ekki að ræða. Þar sem upplýst er, að íullt samkomulag er innan sam- bandsins um skiptingu eigna og kosningu búnaðarþingsfulltrúa, þá ákveður Búnaðarþingið, að skipting sambandsins fari fram þegar á þessu ári, enda sam- þykki Búnaðarfélag íslands lög hinna nýju sambanda." Myndamót af sauðfjármörkum. Búnaðarþinginu hafði borizt erindi frá Árna Jónassyni, Svínaskálastekk, um sauðfjár- mörk. Var það afgreitt með eft- irfarandi ályktun: „Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags íslands að láta gera myndamót af sauðfjár- mörkum, sem nothæf eru og láta "þrenta þau með nöfnúm í BúnaÖarritinu. Ennfremur , að bjóða sýslunefndum myndamót- in að láni við prentun nýrra markaskráa.“ Kaup á kynbótagripum. Út af erindi um afskipti bú- fjárráðunauta af kaupum á kynbótagripum, samþykkti Bún- aðarþing eftirfarandi ályktun: „Þegar aðstoðar er leitað til Búnaðarfélags íslands við kaup á kynbótagripum, skal kaup- andi hafa fullgildan umboðs- mann til að samþykkja kaupin, eða að öðrum kosti gefa hlutað- eigandi ráðunaut gilt umboð, til að fullgera kaupin á hans á- byrgð.“ Erlent yfirlit (Framhald at 1. siSu) faldar bák við járntjaldið, sem Rússar hafa slegið uki lönd sín illu heilli. Þó er kunnugt um, að hinn kommúnistiski minni- hluti fer þar með öll völd. Marg- ir þeirra, sem fara með þýðing- armestu embættin, e*u' Rússar. Svo á að heita, að lönd þessu séu sérstæð lýðveldi innan Sovét- ríkjasambandsins, en vitanlegt er, að Rússar ráða þar öllu. Stór- felldar handtökur hafa átt sér stað og sífellt er verið að flytja fólk frá þessum löndum til fjar- lægra Jiéraða Rússaveldis, en rússneskt fólk er flutt þangað í staðinn. Þótt lítið fréttist gegnum járntjaldið, er næsta líklegt, að þessar frjálshuga þjóðir uni slíkum kjörum illa. Það myndi auka hróður Rússa meira en flest annað, 'ef þeir vildu veita þessum þjóðum aftur frelsi sitt og tryggðu sér vináttu þeirra og samvinhu með drengilegri breytni. Það fordæmi Breta, áð hvers konar nýlendukúgun eigi a'ð hverfa úr sögunni, niætti vera þeim til fyrirmyndar. Vetrarútgerffiin m (Framhald at 1. síðu) um útgerð opinna vélbáta að ræða á línu og voru þeir 4 og fóru 8 sjóferðir. Var aflinn sæmilegur. Einn bátur hóf það- an togveiðar, en var rétt ný- byrjaður. Frá Hrisey var einnig aðal- lega um að ræða útgerð opinna vélbáta og öfluðu þeir vel. Á Húsavík er svipað ástatt, nema að afli hefir verið þar rýrari. Margir af bátunum í Norð- lendingafjórðungi eru eins og jafnan áður á vetrarvertíð við Faxaflóa, bæði á línu- og botn- vörpuveiðum, og ennfremur hafa nokkur skipanna verið á síld- veiðum sunnan lands eða í síld- arflutningum. Kaupfélög! Útvegum fyrir sumarið: Eylandsljái. Brýni „Foss4< frá Noregi. Brýni „Carborundum^ frá Enlandi. Hverfisteina, ýmsár stærðir. * Ljáblöð. . Pantanir óskast sem fyrst. \ Samband ísl. samvinnufélaga ♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦<>♦♦»♦♦ ♦♦♦♦♦♦»< Cjamla Síc Þannig viltu að ég sé —■ (Som du vil ha mig!) Pjörug og fyndin dönsk gaman- mynd, gerS eftir leikriti Alex- anders Brinckmann. Marguerite Viby Gunnar Lauring Erling Shroeder. Sýnd kl. 5 7 og 9. %v? Bíí (vi& Skútn^ötu) MORÐINGJAR (The Killers) Áhrifamikil mynd, byggð á sam- nefndri sögu, eftir hinn fræga rithöfund ERNEST MEMINGWAY Aðalhlutverk: Burt Lancaster og Ava Gardner Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. v Yanofsky og Wade tefSa fjölskákir Síðastliðinn sunnudág tefldu þeir D. A. Yanofsky og R. G. Wade samtímtisskákir í samkomusal nýju mjólkurstöðvarinnar. Tefldi Yanofsky við 30 menn úr meistara- fyrsta- og öðrum flokki en Wade við 21, flesta úr öðrum flokki. Lauk þessum viðureignum þannig að Wade vann 14 skákir og gerði 7 jafntefli, og var um íjóra tíma, en Yanofsky vann 13 skákir tapaði 8 og gerði 9 jafn- tefli á 7—8 tímum. Þeir sem unnu Yanofsky voru: Guðjón M. Sigurðsson, Þórður Þórðarson, Kristján Silveríus- son, Þórður Jörundsson, Stein- grímur Hermannsson, Gestur Pálsson, Benóný Benediktsson. í síðustu viku tefldi Yanofsky einnig við skákmenn í Hafn- arfirði, sem lauk þannig, að hann vann 22, tapaði tveimur og gerði fimm jafntefli. Síðastliðinn laugardag tefldi Lúðrasveitln (Framhald af 1. síðu) svo marga hljómleika á ári, og kemúr það til af sérstaklega góðri veðráttu. Það háir starfsemi sveitar- innar mjög, að ekki er til yfir- byggður pallur, þar sem hægt væri að leika á, þótt veður sé óhagstætt. Hefir bæjarstjórnin að vísu samþykkt að reisa slík- an pall, en ekki hefir enn orðið úr framkvæmdum. Form^ður sveitarinnar hefir Yanofsky við nemendur úr tafl- félagi Menntaskólans, og vann þá 27, tapaði einni óg gerði tvö jafntefli. Sömuleiðis tefldi Wade þann dag við sjúklinga á Vífils- stöðum á 19 borðum. Úrslit: 14 unnar 2 tapaðar og 3 jafntefli. Áformað er að Yanofsky tefli að lokum 10 samtímisskákir við meistaraflokksmenn hér í Reykjavík. . um langt skeið verið Guðjón Þórðarson, og var hann einnig endurkosinn formaður að þessu sinni. Kári Sigurjónsson var kosinn ritari, Oddgeir Hjartar- son gjaldkeri og meðstjórnend- ur þeir Magnús Sigurjónsson og Tryggvi Thorsteinsen, Lúðrasveit Reykjavíkur nýtur nú 50 þús. kr. styrks á ári frá bæjarsjóði og 25 þús. kr. frá rík- inu. Sveitin telur nú 24 virka meðlimi. Á hún hljómskálann við tjörnina, og fara þar fram æfingar hennar. Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem alira fyrst. ★★★★★★★★★★★★★★★★ LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: IfjatHarltíc Hinrik firnmti Stórmynd í eðlilegum Utum eftir leikriti Shakespeares. Sýning kl. 9. Sonur Hróa hattar (Bandit of Sherwood Forest) Aðalhlutverk: Cornel Wilde Anita I.ouiue Sýning kl. 5 og 7. Ég man þá tíb — gamanleikur eftir EUGENE O’NEILL. Sýning annað kvöld kl 20. Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2 í dag. Teklð á móti pönt- unum í síma 3191 kl. 1 til 2. Pantanir sækist fyrri kl. 4. — Næst síðasta sinn — SKRIFSTOFUSTÚLKA vön vélritun, óskast strax. Málakunnátta nauðsynleg. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Reykjavík. — Sími 7110. Hræðlilegt slys varð á hnefaleikastefnu í Málmey fyrir nokkru. Finninn Purho greiddi einum andstæðinga sinna slíkt högg, að hann hneig sam- stundis dauður niður. Sá, sem beið bana, var Svertinginn Jacques Beniet, kunnur hnefaleikameistari. Þessi mynd var tekin í sömu andrá ‘óg Purho greiddi honum banahöggið. Hneyklsi í heinii listarinnar (Framhald af 2. síðu) Sennilega verður margur undrandi, að heyra það, að ein- hver hinn mesti listamaður að fornu og nýju, Michael Angelo Buonarotti, verður að teljast til falsaranna, þar sem hann breytti mynd sinni í forngríska styttu, svo að hún seldist betur. Gióvanni Bastiani er einhver frægasti myndafalsari. Hann gerði árið 1866 brjóst mynd af vindlagerðarmanni í Flórens í reuissansstíl, svo að hiö heims- fræga Louvresafn í Paris keypti hana fyrir mikið fé í þeirri trú,_ að hún væri gömul. Svipuð óheppni henti þetta sama safn, er það keypti árið 1889 gullkórónu eftir rússneskan gullsmið á Krím í þeirri trú, að hún væri ævaforn og merk og gaf háifa miljón franka fyrir. Ef til vill er þó Alce Dassena, sem uppi var 1877—1937 og gerði mörg fornaldarverk, meistari allra myndafalsara. Hann lenti líka í klúðri árin 1928—30, en slapp úr skömminni með því að segja, að hann hefði aldrei haft hugmynd um, að menn keyptu þau dýrara vegna þess, að þau væru talin gömul. í París eru nú yfirstandandi réttarhöld vegna þess, að í list- munaverzlun einni fannst mesti sægur af myndum, sem eignað- ar voru mönnum eins og Renair, Utrilló og Picassó. Auk kaup- mannsins sjálfs hefir m. a. kona nokkur, sem er listmálari og heitir Claude Latour,verið hand- tekinn. Hún hefir einkum stælt myndir Utrillós. Nú er Maurice Utrilló enn á lífi. Gamli maðurinn hefir sjálfur komið að sjá myndirnar og hristir bara höfuöið, hissa og ráðvilltur. — Ég hefi sjálfur, sagði hann málað 3500 myndir, en nú er taliö að 100 þúsund Utrillós- myndir séu í umferð, svo að það er ekki gott íyrir min gömlu aúgu að þekkja það allt i sund- ur. Þetta er ekki hugganríkt fyrir blessaða safnarana. í tilefni af þessum mynda- stælingum verður sumum fróm- um og einföldum sálum á að spyrja sem svo: Hvers vegna er t. d. myndin af Kristi í Emm- aus minríá virði, vegna þess að hún er ekki eftir gamlan meist- ara frá 1662, heldur falsara frá 1936? En svona spurningar eru eng- in huggun fyrir rétta lista- verkasafnara. Og þó að Hans van Megeeren takist e. t. v. að ná fyrirgefningu almennings í Hollandi munu listfræðingarnir sannarlega aldrei fyrirgefa honum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.