Tíminn - 12.03.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.03.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON \ s ! ÚTGEFANDI: \ FRAMSÓKNARFLOKKURINN { Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. > RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: | EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A \ Símar 2353 og 4373 ! AFGREIÐSLA, INNHEIMTA \ OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Slml 2323 31. árg. Reykjavík, miðvikudagiiin 12. niarz 1947 49. blað ERLENT YFIRLIT: SIKILEY FÆR SJÁLFSTJÓRN Verðiir Maíia félagsskapuriiiu upprættur? í næsta mánuði fara fram kosningar til sérstaks þirigs á Sikiley \ fyrsta sinn. í flestum löndum eru nú gerðar meira og minna ákveðnar sjálfstjórnarkröfur af hálfu einstakra héraða og lands- hluta, sem telja sig hafa verið illa leikna af sívaxandi höfuð- Staðarvaldi. Slíkar kröfur komu m. a. fram á Sikiley strax eftir að Þjóðverjar höfðu verið hraktir þaðan. ítalska stjórnin hefir gengið til móts við þær með því að veita Sikiley allvíðtæka sjálfstjórn. veriö í föstum stjórnarfarsleg- um tengslum við Ítalíu nema í fáa áratugi. Fyrr á öldum . . . , _ . drottnuðu þar ýmsar ólíkar hernamf Þjóóverja iauk. Sumir þjóðil. eins og Grikkir, Karþagó_ Ví. .u Sanga svo ang , a len menn Rómverjar, Austur-Gotar' vildu segja alveg skilið við Ítalíu Vandalir og nJorrænir vikingar> Eins og áður segir, gerðu Sikil- eyjarbúar allvíðtækar sjálf- stjórnarkröfur, strax eftir að og stofna sjálfstætt ríki. Sögu- en á síðari öldum var Sikiley lega var þetta ekki heldur óeðli- lengstum s tengslum við Spán, legt, þvi að Sikiley hefir ekkx Frakkland eða Austurríki. Hin TURNINN I PISA langvinnu ei'lendu yfirráð hafa sett svip sinn á íbúana, sem eyna byggja, og er þjóðernið orðið næsta blandað. Athygli vekur, að þar er talsvert af blá- eygðu, ljóshærðu fólki og er það talið rekja ættir sínar til hinna norrænu víkinga, er eitt sinn drottnuðu þar. Þrátt fyrir þessa fortíð fékk skilnaðarhreyfingin aldrei mik- inn byr í seglin á Sikíley. í kosn- ingunum til ítalska þingsins síðastl. sumar, fékk skilnaðar- flokkurinn ekki nema fjögur þingsæti. Hins vegar varð sjálf- stjórnarhreyfingin mjög öflug og taldi ítalska stjórnin ekki annað fært en koma til móts við hana. Fyrir nokkru síðan var gengið frá löggjöf, sem veitir Sikiley víðtæka sjálfstjórn. Eyjaskeggjar fá sérstakt þing, sem fær umráð yfir öllum at- vinnumálum, menntamálum og félagsmálum þeirra. Utanríkis- mál, fjármál og hermál verða sameiginleg áfram. Þing Sikil- eyja skal velja sérstakan full- trúa, er fær aðgang að öllum ráðuneytisfundum, sem fjalla um sérmálefni Sikileyjar. Afkoma Sikileyjarbúa hefir jafnan verið hin báglegasta og menr*ingarástandið eitt hið lé- legasta í álfunni. Réttarfarið þar hefir löngum verið illræmt og þar hefir starfað um ái’atugi eitt illrænxdasta glæpamanna- félag, sem sögur fara af, Mafia, Mikill fjöldi Sikileyinga hefir leitað burtu og tekið sér ból- festu fyrir vestan haf. Meðal Sikileyinga er nú mikill áhugi fyrir því, að sjálfstjórnin skapi þáttaskipti í sögu þeirra og verði grundvöllur stórfeldrar og al- hliða framsóknar. Þegar er haf- izt handa um skiptingu stór- jarða, en landeigendur hafa allt til þessa leikið bænda- stéttýia mjög grálega. Það er von Siklleyinga, að Sikiley geti aftur orðið konibúr Ítalíu, en svo var hún oft kölluð réttilega fyrr á öldum, þótt það hafi ekki átt við síðustu aldirnar. Svo vel er það þó ekki, að allir þeir 400 þús. íbúar, er byggja Sikiley, séu ánægðir yfir þeim umbótum, sem nú er verið að hefja. Stórj arðaeigfcndur og aðrir gróðamenn telja þær bein Á fundi utanríkisráðherranna ast gegn hagsmunum sínum í Moífevu hefir verið ákveðið. að og hafa því gripið til örþrifa- lokið skuli tilveru Prússlands ráða, eins og auðvaldið geri allt- sem sérstaks landsluta. Þá hefir af, þegar það á ekki annars kost. Molotov lagt til, að Kínamálii^ Mafiasamtökin hafa orðið verk- verði tekin til meðferð'ar, en | færi þessara manna og hafa'þau áður var ákveðið að aðeins þegar beitt ýmsa af forvígis Skakki tuxminn í Písa er ein af frægustu byggingum, sem gerðar hafa vei’ið. Hann er byggður í lok 12. aldar og hefif hallast frá fyi-stu tíð: Upphaf- lega var ekki til þess ætlast, að turninn yrði skakkur, en grunn- urinn seig nokkru eftir að verk- ið var hafið. Byggingarmeistar- inn lét það ekki á sig fá, heldur hélt verkinu áfram, en breytti styrkleika byggingarinnar þann- ig, að hallinn kæmi ekki að sök. Reynslan virðist vera búin að sanna, að útreikningar hans hafi verið réttir. Turninn er 54 xn. hár. ERLENDAR FRETTIR skyldi ræða um friðarsamning- ana við Þýzkaland og Austur- í’Iki. — Samkomulag hafði áður orðið um, að Kínamálin yrðu ekki rædd nema utanríkisráð- herra Kina væri viðstaddur. í SvíþjóS var í gær reynd fyrsta þrýstiloftsflugvélin, sem búin hefir verið til þar í landi. mönnum jarðaskiptinganna ófbeldi og misþyrmingum. Einn- ig hafa þau mjög horn i síðu verkalýðssamtakanna. Meðal almennings á Sikiley er hins vegar mikill áhugi fyrir því, að gengið verði nú endanlega milli bols og höfuðs á þessum ill- ræmdu glæpamannasamtökum Þýzki togarinn og áhöfn hans Þýzka þjóðin í svelti, en fiski- skipin í höfn vegna kolaleysis ¥iðtsl við skipstjórann á þýzka togaranum Stuttgart Fyrir helgina kom hingað til Reykjavíkur þýzkur togari með fcilaða togvindu. Hafði hann verið að veiðum úti fyrir ströndum fslands, er vindan bilaði og leitaði inn til viðgerðar. Er þetta annar þýzki togarinn, sem hingað kemur eftir styrjöldina, en fvrir hana voru þeir tíðir gestir. Tíðindamaður blaðsins fór um >orð í skipið í gær og átti tal við skipstjórann. Togari þessi heitir Stuttgart þessar mundir og erfiðleikarnir og er gerður út frá Wtesermunde. bað miklir, að hvergi sér fram Hann er óásjálegur og illa far- úr þeim. En við skulum ekki inn. Hvergi er það sjáanlegt á .segja, að þeir séu óyfirstígan- skipinu, að það hafi nokkurn legir, bætti skipstjórinn við. tíma verið málað og allur út-, Húsnæðisvandræðin eru tilfinn- búnaður þess er mjög fátæk- anlee. Ekkert er ennþá farið að legur. Leynir það sér ekki, að byggja upp í Þýzkalandi, af Þetta er mynd af þýzka togaranum Stuttgart, þar sem hann liggur við Faxagarð, utan á öðru skipi. — Neðri myndin sýnir skipshöfnina, þar sem hún steiulur á þilfari togarans. Ljósm.: G. Þórðarson. Sölubanninu á kaffi aflétt Sein stcmliir selja kaiipmeim kafflð iintllr liámarksverði Eins og frá hefir verið skýrt hafa kaupmenn í Reykjavík neitað að selja kaffi undan- farna daga vegna breytinga, sem viðskiptaráð gerði á smásöluálagningunnl. Skutu kaupmennirnjir kaffimáli þessu að nýju til viðskipta- ráðsins. En það staðfesti að- eins fyrri ákvarðanir sínar, meðal annars með skírskotun til þess, að Kron teldi sér vel fært að selja kaffi með þeirri álagningu, ^em ákveðið hafði verið. Eftir að viðskiptaráð hafði staðfest fyrri ákvörðun sína, ákvað félag matvörukaupmanna að aflétta kaffisöluverkfalli sínu og selja kaffi framvegis með gam.la verðinu, sem er 40 aurum lægra á hvert kílógramm heldur en viðskiptaráð hafði leyft. Afstaða kaupmannanna. TiðindamaÖur Tímans átti í gær tal við formann félags mat- vörukaupmanna. Sagðist honum ( frá á þessa leið: — Smásöluverð á kaffi hafði verið 8,40 hvert kíló, en heild- söluverðið kr. 6,70. Kaffibrennsl- | urnar kröfðust hins vegar hækk- j aðs verðs og fengu það. Var: ákveðið, að heildsöluverðið ^ skyldi hækka um eina krónu,; í kr. 7,70. Jafnframt ákvað við- skiptaráð að lækka kaffiálagn- inguna hjá smásölunum, svo að kaffiverðið yrði framvegis ekki • (Framhald á 4. síðu) I 3 söngkonur halda hér bráðum söngskemmt- anir Guðmuiida Elíasdóttir aetlar að setjast liér að Þrjár söngkonur halda söng- skemmtanir í Reykjavík innan skamms. Nanna Egilsdóttir, hafnfirzka óperusöngkonan, hefir ákveöið að halda söngskemmtun á föstudagskvöldið kemur. Söng skemmtunin verður í Gamla Bió, og á söngskránni verða meðal annars lög eftir Schubert, Beet- hoven og Verdi, Sigfús Einars- son, Sigvalda Kaldalóns og Jón Leifs. Söngkonan hafði ætlað sér að efna til þessarar söng skemmtunar fyrr, en varð þá að fresta henni vegna ófyrir- sjáanlegra atvika. Önnur söngkonan er Engel (Gagga) Lund, sem er á leið hingað til lands. Mun hún halda söngskemmtun í næstu viku vegum Tónlistarfélagsins. Gagga Lund hefir einkum lagt stund á þjóðvísnasöng. Hún er fædd hér á landi og dvaldi (Framhald á 4. síðu) togarinn er gerður út af van- efnum af sveltandi þjóð, sem reynir að bjarga sér eftir beztu getu. Vmgjarnlegir en vannærðir menn. Hinir þýzku sjómenn eru mjög vingjarnlegir, en auðsýnilega aðþrengdirr Þegar skipið kom hingað voru þeir mjög klæð- litlir og föt sumra þeirra jafn- vel saumuð úr pokum. í gær fór fjöldi fólks niður á bryggju til sjá skipið og áhöfn þess. Margir höfðu með- ferðis gjafir, sem allar voru þakksamlega þegnar. Barst beim al’mikið af fötum og mat- vælum, sem bætti úr sárasta skor^num. Þegar tiðindamaður blaðsins kom um borð til. að ræða við þeim ósköpum af húsum, sem skemmdust og eyðilögðust í styrjöldinni. Við sjáum ekki fram á hvenær hægt verður að hefja endurreisnarstarfið, en það á langt í land. Fyrst þarf að °já um að fólkið deyi ekki úr hungri, klæðleysi og kulda. Skipstjórinn sagði tíðinda- manni blaðsins frá þvi, að tog- arinn Stuttgart væri eign x;t- gerðarfélags, sem fyrir stríð átti 170 togara, en á nú samtals 40. Hitt hefir týnzt í stríðinu, eða verið sökkt. Var í fangabúöum í Englandi. Wehmeyer, skípstjórinn á Stuttgart, er maður um fimm- tugt. Hann er lítill vexti, en samanrekinn og auðsýnilega yiljafastur maður. Lífið hefir sett sinn svip á hann. Hann er skipverja, voru nokkrir þeirra grár fyrir hærum, en glaðlegur staddir í eldhúsinu og ætluðu á svip. að fara að borða. Sennilega hefðu margir íslendingar gengíð ómettir frá því borði, og ekki snert við matnum. Það var aðeins einn réttur, eins konar vatnshræringur úr kartöflu- stöppu. Þegar borðhaldinu var lokjð hófst há.tið hjá hinum aðþrengdu þýzku sjómönnum, þvi að þeir fengu sína brauð- sneiðina hver, smurða með smjöri, en það hvort tveggja hafði þeim boi’izt að gjöf úr landi. Það er gott að koma til tslai'is, sögðu þeir allir og er áreiðanlegt, að þessir sjómenn farft héðan með hlýjan hug í garð íslenzku þjóðarinnar, fyrir ,þ>ær smávæigilegu gjafir, sem þeim hafa verið látnar i té. Fólkið sveltur, en fiskiskipin skortir kol. — Já við fórum að heiman frá Wesermunde 27. f«br. og höfðum fiskað um 700 körfur hér fyrir utan, þegar spilið bilaði. Annars eru fáir þýzkir togarar að veiðum nú, þeir fá hvergi kol og geta ekki farið út. í Weser- munde liggja nú margir þýzkir togarar, sem myndu reyna að fara á veiðar, þó af vanefnum sé, til að draga björg i bú, ef þeir aðeins fengju kol. En kol er ekki hægt að fá og kola- skorturinn veldur dauöa fjölda manna heima í Þýzkalandi nú í vetrarkuldunum. En veturinn í vetur hefir verið mjög kaldur. Ofan á kuldana bætist svo klæð- leysið, því föt er hvergi að fá. Svo er matvælaskorturinn og má segja, að margir svelti heilu hungri. Þér vitið ekki, sagði skipstjórinn og horfði í gaupnir sér, hve afla okkar er vel fagn- að heima í Þýzkalandi. Þar bíða hans þúsundir hungraðra manna, og væri þó öllu réttara að segja miljónir. En þeir gefast ekki upp, þrátt fy?ir erfiðleikana. Þau eru mörg vandræðin, sem steðfr að þýzku þjóðinni um Á styrjaldarárunum var hann skipstjóri á þýzkum togara sem vopnaður var til að sökkva kafbátum Breta á Ermarsundi. Snemma í stríðinu var togaran- um hans sökkt og hann tekinn til fanga eftir nokkurra mínútna baráttu við dauðann. Var hon- um bjargað um borð í brezka skipið, sem sökkti togaranum han,s. Var skipshöfn togarans öll tekin til fanga. Hálft annað ár vs r hann í fangabúðum í Englandi og vildi hann ekkert láta uppi um líðan slna þar. Síðan var hann fluttur til Kan- ada og var þar fangi um tveggja. ára skeið. Þar þótti honum gott að vera. Fyrir stríðið hafði hann verið skipstjóri á togurum yfir 20 ár og þá stundum við strendur ís- lanls. Aldrei hefir þó verið eins lítill og pélegur útbúnaður og nú, en neyðin heima í Þýzkalandi hvetur hina ötulu og vilja- sterku þýzku sjómenn til að gera áftt bezta og nej'ta ítrustu krafta við öflun matfanga, þrátt (Framhald á 4. síðu) Framsóknarvistin föstudaginn a Eins og áður hefir verið getið um í blaðinu, verður næsta skemmtun Framsóknarfélag- anna haldin i samkomusal Mjólkursamsölunnar föstudag- inn 14. þ. m. Skemmtunin hefst með því að spiluð verður Framsóknarvist, síðan verður ræða og að því loknu syngur Sigurður Ólason einsöng. Nú þegar er búið að selja all- mikið af þeim miðum, sem seld- ir verða. Eru því Framsóknar- menn þeir, sem sækja ætla þessa skemmtun, vinsamlega beðnir að draga ekki lengi úr þessu að tryggja sér miða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.