Tíminn - 13.03.1947, Blaðsíða 1
/
RITSTJÓRÍ:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIDJAN EDDA li.f.
J> IiITSTJÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI. Liíidargötu 9 A
} Símar 2353 og 4373
' AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
>' OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSÍ, Llndargötu 9A
\
Sírnl 2323
31. ííiíí.
Heykjavík, fimmtudaginn 13. niarz 1947
50. blað
Stjórnarfrumvarp um fjárfestinguná og verzlunarmálin:
Fjárhagsráð tekur við öllum störfuríi Viðskiptaráös og
Nýbyggingarráðs og faer enn meira valdsvið
Ný fyrirtæki má ekki stofna né ráðast
í stórar framkvæmdir, án leyfis ráðsins
Fyrirtæki, sem selja vörur sínar ódýr-
ast, skulu sitja fyrir innflutningsleyfum
I gaer var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til laga um fjárhagsráð, innflutningsverzlun
og verðlagseftirlit. Þar er gert ráð fyrir stórfelldum breytingum á skipun þessara mála frá því,
sem hefir verið undanfarin ár, í samræmi við málefnasamning ríkisstjórnarinnar. Nýbyggingarráð
og viðskiptaráð verða lögð niður, en í staðinn kemur fjárhagsráð, er mótar aðalstefnuna í þessum
málum. Undir það mun heyra sérstök innflutnings- og gjaldeyrisdeild, sem annast úthlutun
innflutningsleyfa eftir heildaráætlun fjárhagsráðs. — Frumvarpið skiptist í fjóra kafla, sem
f jalla um fjárhagsráð og fjárfestingu, um innflutning og gjaldeyrismeðferð, um verðlag, og um
almenn ákvæði. Aðalatriði frv. verða rakin hér á eftir.
Verkefni
fjárhagsráðs.
Rikisstj órnin skipar 4 manna
nefnd, er nefnist fjárhagsráð.
Hlutverk þess er að samræma
framkvæmdir einstaklinga og
almannavaldsins, meðan hinar
miklu framkvæmdir í íslenzku
atvinnulífi standa yfir, þannig
að þær verði gerðar eftir fyrir-
fram saminni áætlun fjárhags-
ráðs, er ríkisstjórnin staðfestir.
Fjárhagsráð miði störf sín við
eftirfarandi:
Y Að öll framleiðslugeta sé
hagnýtt til fulls og öllum verk-
færum mönnum tryggð næg og
örugg atvinna.
2. Að öllum vinnandi mönn-
um, og þó sérstaklega þeim, er
stunda framleiðsluvinnu til
sjávar og sveita, séu tryggðar
réttlátar tekjur fyrir vinnu
sína, en komið í veg fyrir óeðli-
leg sérréttindi og spákaup-
mennsku.»;. \
3. Að neytendur eigi kost á
að kaupa neyzluvörur sínar
og framleiðendur rekstrarvörur
sinar á hagkvæmasta hátt og
vörukaup til landsins og vöru-
dreifing innanlands gerð eins
ódýr og hagkvæm og frekast er
unnt.
4. Að áframhald verði á öflun
nýrra og fullkominna fram-
leiðslutækja til landsins, eftir
þvi sem gjaldeyrisástæður og
vinnuafl leyfir frekast, enda
verði tryggt fé til framkvæmd-
anna jafnóðum.
5. Að byggðaf verði verk-
smiðjur og iðjuver tii þess að
vinna sem mest og bezt úr öll-
um framleiðsluvörum til lands
og sjávar, þannig, að þær séu
seldar úr lanöi eins fullunnar
og frekast er kostur, og við stað-
setningu verksmiðjanna verði
tekið tillit til hvors tveggja 1
senn, framleiðsluskilyrða og at-
vinnuþarfa einstakra byggðar-
laga.
6. Að atvinnuvegir lands-
manna verði reknir á sem hag-
kvæmastan hátt á arðbærum
grundvelli og stöðvist ekki
vegna verðbólgu og dýrtíðar.
7. Að húsnæðisskorti og heilsu-
spillandi íbúðum, hvar sem er á
landinu, verði útrýmt með bygg-
ingu hagkvæmra íbúðarhúsa.
Áætlun \
um framkvæmdir.
* m.
Fjárhagsráð semur fyrirfram
fyrir ár hvert áætlun um heild-
arframkvæmdir. Fyrir yfir-
standandi ár semur ráðið áætl-
un þessa svo fljótt sem auðið
er og að svo miklu leyti sem við
verður komið. ^
í áætlun- þessari skal gerð
grein fyrir kostnaði við
hverja framkvæmd, svo og með
hverjum hætti. fjár skuli aflað,
enda skal kveða á um það, í
hverri röð framkvæmdir skuli
verða, svo að vinnuafl og fjár-
magn hagnýtist þannig, að sem
mest not verði að. -
Enn fremur semur fjárhags-
ráð fyrir ár hvert heildaráætlun
um útflutning og innflutning
þess árs,- magn og verðmæti.
Skal áætlun þessi. miðast við
það, að hagnýta sem bezt mark-
aðsmöguleika og fullnægja sem
hagkvæmast innflutningsþörf
landsmanna.
Fjárhagsráð leitar samvinnu
um samning heildaráætlunar
við opinberar stofnanir, félög
og einstaklinga, sem framleiðslu,
verzlun, iðnað eða annan at-
vinnurekstur hafa með hönd-
um, er fjárfestingu þarf til.
Skulu þessir aðilar senda fjár-
hagsráði fyrir þann tima, er
það ákveður, áætlun um stofn-
fjárþörf sína, lánsfjárþörf,
gjaldeyrisþörf og vinnuaflsþörf.
Enn fremur skal fjárhagsráð
hafa samvinnu við lánsstofnanir
í landinu um samning fjárfest-
ingaráætlunar, og ber þeim að
skýra fjárhagsráði frá fjár-
magni því, er þær hafa yfir að
!ráða.
Jafnhliða því sem fjárhags-
ráð semur áætlun þá um heild-
arframkvæmdir, er áður grein-
ir, skal það og gera sérstaka
áætlun um framkvæmdir ríkis-
ins áður en fjárlög eru samin
ár hvert, og sé við samningu
þeirrar áætlunar, er ríkisstjórn-
in og Alþingi geti haft til hlið-
sjónar, stefnt að því að tryggja
landsmönnum öllum næga at-
vinnu, en koma jafnframt 1 veg
fyrir ofþenshi.
Leyfi
til framkvæmda.
i
Til hvers konar fjárfestingar,
t einstaklinga, félaga og opin-
1 berra aðilja, hvort sem er til
stofnunar nýs atvinnurekstrar,
jtil aukningár á þeim, sem fyrir
, er, húsbygginga eða annarra
^mannvirkja, þarf leyfi fjárhags-
|ráðs og gildir þetta einnig um
í framhald þeirra framkvæmda,
'sem þegar eru hafnar.
! Þó skal ákveðið í reglugerð,
að tilteknar minni háttar fram-
kvæmdir séu heimilar án fjár-
festingarleyfis. Nánari ákvæði
um fjárfestingarleyfi séu sett í
reglugerð.
Fjárhagsráð skal beita sér
fyrir samvinnu atvinnurekenda
og verkamanna um bætta að-
stöðu verkafólks á vinnustöð-
um, betri hagnýtingu vinnuafls
og aukin vinnuafköst.
Fjárhagsráði er heimilt að
leggja fyrir vinnumiðlunarskrif-
stofur landsins, að láta fara
fram skrásetning verkafólks al-
mennt eða i einstökum starfs-
greinum á þeim tíma og eftir
þeim reglum, er fjárhagsráð á-
kveður.
Ríkisstjórnin í heild hefir
yfirstjórn fjárhagsráðs og tekur
ákvarðanir um höfuðatriði og
sker úr um ágreiningsmál, sem
einhver fiárhagsráðsmaður
skýtur til hennar.
Ríkisstjórnin setur með réglu-
gerð ákvæði um skipan, stjórn
og starfssvið hinna einstöku
deilda fjárhagsráðs, að fehgn-
um tillögum þess.
Þá er ákvæði um, að 15%-, af
andvirði útflutnings hvers árs
skuli eingöngu verja til kaupa
á framleiðslutækjum.
írthiiitiiii
gjaldeyrisleyfa.
Fjárhagsráð starfrækir inn-
flutnings- og gjaldeyrisdeild, er
einnig hefir með höndum verð-
lagseftirlit.
Engar vörur má flýtja til
landsins, nema að fengnu inn-
flutnings- og gjaldeyrisleyfi. Frá
þessu getur fjárhagsráð gefið
undanþágu með auglýsingu, að
fengnu samþykki ríkisstjórnar-
innar.
Innflutnings- og gjaldeyris-
deild er heimilt, ef nauðsyn
krefur, að ákveða vöruskömmt-
un, að fengnu samþykki fjár-
hagsráðs.
Hlutverk innflutnings- og
gjaldeyrisdeildar er að fram-
kvæma í umboði fjáfhagsráðs
og í samráði við það heildar-
áætlun þá, er gera ber sam-
kvæmt 3. gr., þar í innifalið:
1. Að úthluta til innflytjenda
innflutningi' á þeim vörum, sem
háðar eru leyfisveitingum, og
setja þau skilyrði um hann, sem
nauðsynleg kunna að vera vegna
viðskiptasamninga eða af öðr-
um ástæðum.
Sé úthlutun leyfanna við það
miðuð, að verzlunarkostnaður
verði sem minnstur. Reynt
verði, eftir því sem frekast er
unnt, að láta þá sitja fyrir inn-
flutningsleyfum, sem bezt og
hagkvæmust innkaup gera og
sýna fram á, að þeir selji vörur
sínar ódýrast í landinu.
2. Að ráðstafa gjaldeyri til
vörukaupa erlendis fyrir þær
vörur, sem eigi eru háðar inn-
fiutningsleyfi, svo og til annarra
nauðsynja.
3. Að ráðstafa, ef því þykir
naúðsyn bera til, farmrými í
skipum, er annast eiga vöru-
flutninga' til lar\dsins og eru
eign íslenzkra aðiia eða á veg-
um þeirra.
4. Að fara með verðlagsá-
kvarðanir og verðlagseftirlit.
5. Að fara með vöruskömmt-
un eftir því, sem ákveðið verð-
ur.
Gjaldeyriskaup
hankaima.
Engan gjaldeyri má láta af
hendi án leyfis innflutnings- og
gjaldeyrisdeildar, nema séu
greiðslur vegna "ríkissjóðs og
banka eða vextir og afborganir
bæjar- og sveitarfélaga. Lands-
banki íslands og Útvegsbandi
íslands h.f. hafa einir kauprétt
á erlendum gjaldeyri.
Þeim gjaldeyri, sem bankarn-
ir kaupa, skal skipt milli Lands-
banka íslands og Útvegsbahka
ísiands h.f. þannig, að hinn síð-
arnefndi fái einn þriðja hluta
gjaldeyris, ef hann óskar, fyrir
innkaupsverð, hlutfallslega af
hverri mynt, sem keypt er á
mánuði hverjum. Hlutfalli. því,
sem hvor banki fær, getur rík-
isstjórnin breytt, ef báðir bank-
arnir samþykkja. Enginn hefir
rétt til að selja erlendan gjald-
eyri nema Landsbanki ísland?
og Útvegsbanki íslands h.f. Þó
er póststjórninni heimil slík
verzlun innan þeirra takmarka,
sem ríkisstjórnin setur.
Bannað er að fiytja íslenzkan
eða erlendan gjaldmiðil úr
landi, nema nauðsynlegan far-
areyri, eftir reglum sem ríkis-
stjórnin setur. t
Hver sá, sem ^innflutnings-
leyfi eða gjaldeyrisleyfi fær,
greiði fjárhagsráði V2% af fjár-
hæð þeirri, sem leyfið hljóðar
um, þó aldrei minna en 1 krónu
fyrir hvert einstakt leyfi. Skal
gjaldi þessu varið til að stand-
ast kostnað af fjárhagsráði og
framkvæmd þessara laga. Leyf-
isgjaldið greiðist við afhend-
ingu leyfanna.
Eftirlit með verðlagi.
Innflutnings- og gjaldeyris-
deild skal í umboði fjárhags-
ráðs og í samráði við það, hafa
með höndum eftirlit með öllu
verðlagi og skal miða verðlags-
ákvarðanir við þörf þeirra fyrir-
tækja, sem hafa vel skipulagð-
an og hagkvæman rekstur. Hefir
deildin, bæði af sjálfsdáðum og
að fyrirlagi fjárhagsráðs eða
rikisstjórnar, vald og skyldu til
að ákveða hámarksverð á hvers
konar vörur og verðmæti, þar á
meðal hámark álagningar, um-
boðslauha og annarrar þókn-
unar, sem máli skiþtir um verð-
lag í landinu. Svo getur inn-
flutnings- og gjaldeyrisdeild úr-
skurðað um aðra kostnaðarliði,
sem máli skipta um verðlagn-
ingu á vörum. Þá getur og inn-
flutnings- og gjaldeyrisdeild á-
kveðið gjöld fyi*ir flutning á
landi, sjóog í íofti, þar með tal-
in farmgjöld og afgreiðslugjöld,
enn fremur greiðslur til verk-
stæða og annarra verktaka fyr-
ir alls konar verk, svo sem pípu-
og raflagningar, smíðar, máln-
ingu og veggfóðrun, sauma-
skap, prentun og því um líkt.
Þá getur innflutnings- og gjald-
eyrisdeild og ákveðið hámarks-
verð á greiðasölu, veitingum,
fæði, snyrtingu, fatapressun og
aðgöngumiðum að almennum
skemmtunum ¦ og öðru slíku. Á-
kvæði þessarar greinar taka ekki
til vörutegunda, sem verðlagð-
ar eru samkvæmt sérstökum
lögum, né til vöru, sem seld ep-
úr landi, eða launa fyrir verk,
sem ákveðin hafa verið með
samningum stéttarfélaga.
Ríkisstjórnin skipar, að fengn-
úm tillögum fjárhagsráðs, verð-
lagsstjóra, sem gerir tillögur til
innflutnings- og gjaldeyris-
deildar um verðlagsákvæði og
hefir á hendi framkvæmd
þeirra og eftirlit með, 'að þeim
sé hlýtt. Hann skipar trúnaðar-
menn um land allt til verðlags-
eftirlits. Hann hefir á hendi
allan daglegan rekstur í sam-
bandi við verðlagseftirlitið. Ef
upp ris ágreiningur um skilning
á verðlagsákvæðum, sker inn-"
flutnings- og gjaldeyrjsdeild úr.
Allar verðlagsákvarðanir, sem
samþykktar eru af innflutn-
ings- og gjaldeyrisdeild, skulu
birtar af verðlagsstjóra þegar í
stað, og ganga þær í gildi jafn-
skjótt og gilda, þar til öðruvísi
er ákveðið. Ákvarðanir skulu
birtar á þann hátt, að þær
verði kunnar almenningi á því
verðlagssvæði, er þær ná til.
Rerfsiákvæði.
Fjárhagsráðsmönnum, inn-
flutnings- og gjaldeyrisdeildar-
mönnum, verðlagsstjóra, og
starfsmönnum þessara aðila er
bannað, að viðlagðri ábyrgð eft-
ir ákvæðun\ almennra hegning-
arlaga um opinbera starfsmenn,
að skýra öviðkomandi mönnum
frá þeim atriðum, er þeir verða
áskynja um af skýrslum þeim,
sem látnar eru í té samkvæmt
lögum þessum, að því leyti, sem
þau varða einstaka menn eða
einstök fyrirtæki. \
Hver sá, er vanrækir að láta
fjárhagsráði, innflutnings- og
gjaldeyrisdeild eða "embættis-
mönnum þeim, sem þessir aðil-
ar til þess setja, í té skýrslur
þær, sem honum er skylt að
gefa samkvæmt ákvæðum laga
þessara, skal sæta 20—200 kr.
dagsektum. Sá, sem gefur sömu
aðilum rangar skýrslur, skal
sæta refsingu samkvæmt á-
kvæðum 15. kafla almennra
hegningarlaga.
Brot gegn ákvæðum laga
þessara og reglum settum sam-
kvæmt þeim, varða sektum allt
að 200 þús. kr. Ef miklar sakir
eru eða ef brot er ítrekað, má
svipta sökunaut atvinnurétti.
Upptaka eigna samkvæmt 69.
gr. almennra hegningarlaga
skal og heimil vera.
10 læknishéruð laus
Tíu læknishéruð hafa nýlega
verið auglýst laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
Héruðin eru þessi, eftir þvi sem
blaðinu 'var tjáð af heilbrigðis-
málaráðuneytinu:
Reykhólahérað, Breiðaból-
1 staðarhérað, í Skaftafellssýslu,
|sem áður hét Síðuhérað, Djúpa-
j vogshérað, Bakkagerðishérað.
J Kópaskershérað, Árneshérað,
Hesteyrarhérað, Ögurhérað,
Flateyjarhérað og Hafnarfjarð-
|arhérað. Öll veitast þessi emb-
'ætti frá 1. júli í sumar.
Yanof skymótinu lokið
Yanofsky sigraði, Ás-
mtiiidnr næstefstur
Biðskákum frá síðustu um-
ferð Yanofskymótsins lauk í
gærkvöld og fóru leikar þannig:
7. UMFERÐ:
Eggert Gilfer 0, D. A. Yan-
ofsky 1, Guðm. Ágústsson 0, R.
G. Wade 1, Árni Snævarr y2,
Baldur Möller % Guðm. S.
Guðmundsson y2 Ásm. Ásgeirs-
son y2.
Heildarúrslit eru því þau að
sigurvegari varð D. A. Yanofsky
og hlaut 6 vinninga (af 7 mögu-
legum), 5 unnar og 2 jafntefli.
Ásmundur Ásgeirsson fékk 5
vinninga, Guðmundur S. Guð-
mundsson 4, Baldur Möller 3,
Guðm: Ágústsson 3, Eggert
(Framhald á 4. síðui
Ungmennafélag
Reykjavíkur f imm ára
Ársfagnaður á laugar-
daginn
Ungmennaf élag Reykj avíkur
er fimm ára um þessar mundir.
Efnir það af þessu tilefni til árs-
fagnaðar í Tjarnarlundi á laug-
ardaginn að kemur!
Einnig er verið að gefa út af-
mælisrit, og skrifa þeir í það,
meðal annarra, Ingimar Jó-
hannesson kennari um Aðal-
stein Sigmundsson, stofnanda
félagsins, og Páll S. Pálsson, um
sjálfa fé.'agsstofnunina.
Ungmennaf élag Reykj avikur
hefir starfað vel á undanförn-
um árum. Meðal annars hefir
það æft flokk glímumanna, og
voru úr honum sumir þeir, sem
beztan orðstír gátu sér í flokka-
glímunni á dögunum.
Formaður félagsins er Stefán
Runólfsson frá Hólmi, og hefir
hann verið það í þrjú ár.
Aðgöngumiðar að ársfagnað-
inum fást heima hjá Stefáni, að
Gunnarsbraut 34, og í bóka-
verzlun Guðmundar Gamalíels-
sonar.
Tóbaksverðið
stórhækkar
Álagning kaupmanna
lækkuð úr 25 í 20% —
þó fá þeir melra en
«
áður
í fyrradag var samþykkt á
alþingi frumvarp til laga am
heimild til handa Tóbakseinka-
sölu ríkisins að hækka álagn-
ingu á tóbaki úr 150% í 250%.
Var frumvarpið flutt f neðri
deild þá samdægurs af meirl
hluta fjárhagsnefndar og að
beiðni fjár.málaráðherra, Voru
afbrigði leitt frá þingsköpum,
svo að það gseti náS samþykki
á' einum degi.
Þessi heimild um verðhækkun
á tóbaki var þegar notuð og
kom til framkvæmda í gær. Út-
söluverð á amerískum sígarett-
um var á/ður kr. 3,60 pakkinn,
en verður nú kr. 4,80. Annað
tóbak hækkar í samræmi við
þetta.
Áður var kaupmönnum leyft
að leggja 25% á lóbakið £ búð-
um sínum, en nú verður álagn-
ing þeirra lækkuð níður f 20%.
Eigi að síður fá kaupmenn meira
fyrir að selja sama magn tó-
baks en :'<\ur. Áður fengu þelr
72 aura fyrir að selja sígarettu-
pakkann, en hér eftir fá þeir 80
aura fyrir það. Að sama skapi
eykst ágóði þeirra af sölu ann-
ars tóbaks. AIIs mun aukinn
hagnaður þeirra af sölu tóbaks
nema um hálfri miljón króna
á ári, miðað við svipaða tóbaks-
sölu.